Lögberg - 16.07.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.07.1936, Blaðsíða 4
 LÖGBERG, FLMTUDAGINN 16. JÚLt 1936 lloffbers OefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRBS8 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Vero <3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limlted. 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Menn og málefni i. Raddir berast nú að úr ýmsum áttum um kosningahorfuruar hér í fylkinu, er flestar falla í einn og sama farveg; lúta þær að því, að vísan megi telja ákveðinn sigur Liberal- Progres.sive flokknum til handa. Loforða- fargan afturhaldsmanna virðist hvergi tekið alvarlega, og um hinar svokölluðu nýstefnur er það helzt að segja, að allur þorri fólks mun líta svo á sem þær sé í rauninni hvorki fugl né fiskur. Eina stefnan, sem viðlit er þarafleiðandi að byggja eitthvað á, er jafn- vægisstefna núverandi stjórnar og þess flokks, er hún styðst við; stefna, sem grund- völluð er á staðgóðri reynslu margra undan- farinna ára. Kjarnatriðin í stefnuskrá Liberal Pro- gressive flokksins, eins og Mr. Bracken skil- greindi þau í ræðu sinni á útnefningarfundin- um í Winnipeg, eru á þessa leið: Stjórnin ætlast til þess að fólkið lýsi á- nægju sinni yfir því hversu heilbrigð og hag- sýn hún hafi verið og hversu skynsamlega }iím hafi stjórnað síðastliðin fjögur ár. Hún biður um umboð kjósenda til þess að auka tekjur bænda, miðla málum í sam- bandi við bændalán og skuldir og gangast f'yrir framförum í búnaði. Tveggja centa atvinnuskattur og almenn- ur tek.juskattur verður sameinaður í alls- herjar tek, juskatt, með hlutfallslegum undan- þágum, eins fljótt og fjárhagsástæður leyfa. Stjórnin biður um umboð kjósenda til þess að lækka vexti ennþá meira, en gert hefir verið ba><u' á prívat lánum, héraðslánum og stjórnarlánum. Stjórnin heitir því að efla á allan mögu- legan hátt og sanngjarnan traust og tiltrú á öllum lögmætum viðskiftum og fyrirtækjum. Stjórnin heitir nýrri stefnu í sambandi við hjálp 111 b;enda í þolm héruðum, sem þurkar hafa eyðilagt; þar á meðal að láta falla niður sveitasknldir, sem á þau héruð hafa lagst í sambandi við búnað og atvinnu- leysi. Stjórnin ákveður að halda áfram varnar- ráðum gc^n slysum og erfiðleikum í sambandi við misfellur á iðnaðarmálum. Stjórnin hefir í hyggju ákveðna stefnu í sjö liðum, til þess að styrkja þá, sem at- vinnulausir eru.. Stjórnin er ákveðin í því áð halda heil- brigðismálum, mentamálum og þjóðþrifamál- um í því sama góða horfi, sem þau eru nú. Stjórnin ætlar að láta rannsaka f járhags- ástæður nærsveitanna og annara héraða í því skyni að hjálpa þeim til sjálfstæðis svo þoim verði mögulegt að stjórna sínum eigin málum án utanaðkomandi afskifta. Stjórnin lofar að efla námarekstur með auknum og endurbættum samgöngum og flutningafærum, ákveðnum en sanngjörnum sköttm og eins lágum og mögulegt er; einnig með því að láta nýjar mælingar fara fram og prenta fullkomnari landabréf. Stjórnin skuldbindur sig til þess að halda áfram verndun og notkun skóganna; sömuleiðis að efla fiskiveiðar með nýjum klakstöðvum og fiskifriðun og ákveða almenn dýraveiðasvæði. Stjórnin ætlar sér að fara fram á það við sambandsstjórnina að hún takist á herðar meiri ábyrgð á opinberum þurfamúlum, ann- aðhvort beinlínis eða með því að leggja fram fé í stað þess að veita fylkjunum heimild til þess að hækka skatta eða leggja á nýja skatta. Stjórnin ætlar að biðja sambandsstjórn- ina að taka að sér þær skuldir sem á fylkinu og sveitunum hvíla í sambandi við þann styrk, sem veitfur hefir verið atvinnulausu fólki í síðastliðin 5J/2 ár; ennfremur að borga fram- vegis meira af þessum atvinnuleysisstyrk en hún liefir gert og annast að öllu leyti elli- styrkinn. Bracken-stjórnin hugsar sér að stýra milli skers og báru—á milli hinnar háu kröfu verkamanna og C.C.F. um aukin útgjöld í sambandi við opinber líknarmál og starf- rækslu og kröfu afturhaldsmanna, sem allan styrk og 611 framlög vilja hækka. II. Af hálfu Liberal-Progressive flokksins býður sig fram hér í borg við fylkiskosningar, sem fram fara þann 27. yfirstandandi mánað- ar, mætur Islendingur og mikilsvirtur, Paul bæjarfulltrúi Bardal; hefir hann nú um all- langt skeið átt sæti í bæjarstjórninni í Win- nipeg og gctið sér í hvívetna hinn bezta orð- stír. Mr. Bardal er stefnufastur maður, er hugsar mál sín ofan í kjöl; hann hefir nú um hríð verið formaður þeirrar nefndar, er um atvinnuleysismálin fjallar, og rækt það afar- vandasama starf með slíkri samvizkusemi, að almenna aðdáun hefir vakið. Um eiidurkosningu Bracken-stjórnar- innar verður hreint ekki efast. Og það út af fyrir sig að eiga á hlið stjórnarinnar í fylkis- þinginu jafn vinsælan og hæfan mann sem Mr. Bardal er, hlyti óhjákvæmilega að verða Is- lendingum í þessari borg til margvíslegs stuðnings og sæmdar. Mr. Bardal er enginn flysjungnr, engin da'gurfluga í stjórnmála- skoðunum. Islendingar vita af reynslunni að þeir mega treysta honum; þeir þekkja hann allir — þekkja hann aðeins að góðu. III. Hon. W. J. Major, dómsmálaráðgjafi .Manitobafylkis, leitar endurkosningar til fylkisþings við kosningarnar, sem fram fara þann 27. þ. m. Mr. Major hefir gegnt þessu vandasama og ábyrgðarmikla embætti í níu ár; hefir hann þótt réttsýnn og samvizkusam- ur embættismaður; hann er hverjum manni háttprúðari og nýtur í hvívetna vinsælda. Mr. Major hefir jafnframt haft á hendi for- ustu símamálanna og sýnt þar sem í hinu tilfellinu góða forsjá. Mr. Major heimsótti Island 19.30 sem fulltrúi Manitobafylkis og tók þátt í Alþingis- hátíðinni. Tók hann þegar svo miklu ást- fóstri við Island og íslenzku þjóðina, að telja má hann í röð fremstu Islandsvina hérlendra; hefir hann flutt, síðan 1930, fjörutíu og sex érindi um ísland og sýnt myndir þaðan; hefir hann borið landi og þjóð söguna aðdáanlega ?el. Vér Islendingar stöndum í drjúgri þakk- arskuld við Mr. Major. Bndurkosningu hans í Winnipeg mun alveg vafalaust mega telja vísa. Annar ráðgjafi Bracken-stjórnarinnar, ílon. J. S. McDiarmid, náttúrufríðindaráð- gjafi, leitar endurkosningar í Winnpieg og á liana líka að fullu skilið. Mr. McDiarmid hefir um langt skeið verið við opinber mál riðinn, og komið allstaðar vel fram. Svo vel hefir honum tekist til um forustu náttúru- fríðinda deildarinnar, að í lok síðasta fjár- hagsárs hafði þessi stjórnardeild álitlegan tekjuafgang. Sem fiskiveiða- og námaráð- gjafi, hefir Mr. McDiarmid reynst hinn nýt- asti maður. Dugnaði hans og fyrirhyggju má að drjúgu leyti.þakka klakstöðvarnar, sem nú hefir ákveðið verið að reistar skuli við Manitoba og Winnipeg vötn. Endurkosning Mr. ^rcDiarmids ætti að vera sjálfsögð. Auk ]>eirra þriggja frambjóðenda, sem nú hafa nefndir verið, leita kosningar hér í borginni undir merkjum Liberal-Progressive flokksins, Mr. Rice-Jones bæjarfi^lltrúi og Mrs. Mary Dyma. Mr. Rice-Jones er at- liafnamikill fésýslumaður og Mrs. Dyma há- mentuð kona, er átt hefir sæti í skólaráði Win- ni])egborgar. Þessa fimm frambjóðendur ber oss að senda á þing; enda ætfi það að verða tiltölulega auðvelt verk. Fallega gert Vestur við Churchbridge í Saskatchewan fylkinu, býr íslenzkur bændahöfðingi spakur að viti, Magnús Hinriksson; er hann nú all- mjög við aldur. Nýkomin Islandsblöð láta þess getið, að þessi mæti öldungur hafi sæmt háskóla Is- lands 5,000 króna gjöf í tilefni af nýlega af- slöðnu fjórðungsaldar afmæli þessarar æðstu og hugstæðustu mentastofnunar íslenzku þjóðarinnar. Þetta er fallega gert og ber á- nægjulegan volt um rétta hugarfarsafstöðu til stofnþjóðarinnar heima. Asmundur P. Jóhannsson mintist há- skólans fagnrlega í fyrra til minningar um konu sína. Vel sé hverjum þeim, er slíka ra'ktarsemi auðsýna íslandi og þessir tveir mætu Vestur-íslendingar hafa gert, því enn sem fyr eru það verkin, sem tala hæzt. Sjálfsögð nœrgœtni Ofsahitar þeir hinir sjaldgæfu, sem geys- að hafa undanfarandi hér um slóðir, hafa sorfið mjög að mönnum og málleysingjum og valdið miklu tjóni. Að því er mennina áhrær- ir, kunna þeir meira til varnar og sjálfsvernd- ar en blessaðar skepnurnar, er í mörgum til- fellnom eiga alt sitt undir nærgætni þeirra og samúð. Venjulegast geta mennimir aflað sér drykkjarvatns, eða leitað þangað sem það er að finna; á þessu eiga skepnurnar hvergi nærri á\alf tök. Þetta verður fólk að láta sér skiljast og vaka á verði yfir ]>ví að skepnur kveljist hvorki né örmagnist vegna skorts á drykkjarvatni. Ávarp til Idendinga í Gimli kjördœmi Þann II. þ. m. var haldinn út" nefningarfundur á Gimli af hálfu Liberal Progressive flokksins í Gimli kjördæmi. UrÖu úrslit fund- arins þau að eg hlaut útnefningu meÖ næstum 70% atkvæða. Þakka eg hér meÖ það traust, sem mér var sýnt meÖ þessu atkvæðamagni. Traust, sem eg ógjaman vildi að yrði vonbrigði. Traust, sem mér er ómetanlegur styrkur að hafa að bak. hjarli i komandi kosningum og vænt- anlcgu framtíÖarstarfi mínu í þágu Gimli kjördæmis. Að eg skrifa þetta ávarp til ís- lendinga í kjördæminu er í þeim til- gangi gert, að leita atkvæða þeirra og stuðnings í þessum kosningum. Og er þá ekki úr vegi að drepa stuttlega á nokkur störf er eg hefi tekitS þátt í að framkvæma fyrir hið opinbera. Hvað mér hefir orðið á- gegnt og hverju eg hyggst að hrinda áleiðis til framkvæmda. Árið 1932 þegar verzlunarkreppan hafði staðið yfir um 3 ára tímabil var svo farið að sverfa að öllum f jölda almennings að menn áttu um tvent að velja. Fyrsti kosturinn var sá að leitast við að standa i skilum á skuldum og fara á mis við flest j er þarfirnar kröfðust til lífsþæginda. Hinn kosturinn aftur á móti sá að ¦ láta skuldir sitja á hakanum, en i kröfur daglega lifsins í fyrirrúmi. Eifröstsveit fór vitanlega ekki 1 varhluta af þessari verzlunarkreppu. Fólkið heimtaði lækkun á sköttum, | en fylkisstjórnin heimtaði greiðslu ¦ þeirra. A þessu atriði varð klofn- ingur í sveitarráðinu með þeim úr- j slitum að eg ,sem sat þá í sveitar- stjórn, sagðí af mér til andmæla ! gegn því að réttur verðbréfakaup- manna væri hafður í fyrirrúmi fyrir rétti almennings. 1032 var eg kosinn oddviti sveit- arinnar með það ákveðna takmark í hyggju að lækka skattana. Það var i aðallega eitt atriði í fyrverandi f jár. hagsáætlun sveitarinnar, sem varð að i taka föstum tökum — afborganir ! hlutabréfa — hér vorú tveir máls- 1 aðiljar. Hlutabréfa kaupmaðurinn, 1 sem segja má með sanni að hafi lagt til framleiðslu sveitarinnar, þó á ó- beinan hátt, er annar aðilji; bóndinn, sem hef ir brotið upp Iandið og breytt óræktarskógum í akra og mýrarfor- aði í engi; bóndinn, sem barist hef- ir með hnúum og hnefum til lífsvið- urhalds fjölskyldu sinni, til upp- byggingar sveitarfélaginu og upp- byggingar landinu í heild. Atti að láta það viðgangast að nú þegar kreppan svarf að honum, kteppan, sem hann átti engan þátt í að skall yfir hann; kreppan, sem óumflýj- anlega orsakaði honum aukið strit en hverfandi arð. Átti að láta það við- gangast að ofan á alt annað, væri hann nú hlekkjaður niður við strit sitt eins og galeiðuþræll, svo hann ætti sér aldrei uppreisnar von ? Nei, slíkt skyldi aldrei henda. Eg varð var við það, að strax eftir oddvita- kosningarnar 1932, var alment álitið að eg væri að takast á hendur ó- framkvæmanlegt starf. Samt sem áður lagði eg af stað öruggur í á" formi mínu á fund stjórnarinnar og fékk því framgengt, sem eg ætlaði í þessu efni. Þegar eg tók við sem oddviti í T.ifröst 1932 var ætlast til að gjaldendur greiddi í reiðum pen- ingum rúm $54,000; 1933 var skatt- álagning í reiðum peningum rúm $36,000 og hefir haldist i námunda við það síðan. Að skattar hafa lækkað svo mikið stafar þó engan veginn af því að minna hafi verið gert að vegum, eða að minna hafi verið sint um atvinnulausa menn, eða að skólum hafi verið lokað. Sem kunnugt er haf a öll þessi al- mennu og sjálfsögðu störf verið leyst af hendi. Eg má einnig bæta því við, að eg hefi enn ekki þurft að kalla lögreglulið mér til aðstoðar við fundahöld í sveitinni. Eg hefi farið svona ýtarlega út í þetta eina atriði af þeim ástæðum, aS í fyrsta lagi fékk eg komiS í framkvæmd verki, scm alment var álitið ómögulegt; í öðru lagi sýnir afstaða mín til þessa máls það greinilega, að áburSur and- stæðinga minna, að eg sé nú með holdi og blóði eign auðvaldsins, er BíÖið —með að kaupa yður 1937 RADIO þangað til þér hafið hina óviðjafnanlegu VIKING sem lýst verður í hinni næstu HAUST OG VETRAR VERÐSKRA sem nú er í undirbúningi Arið sem leið buðum vér fram Viking Radio, sem vér töldum þau fullkomnustu á Radio-xnarkaðinum, er vér nokrku sinni hefðum haft. Og hún skaraði alveg fram úr í sinni röð. Nu í ár höfum vér þó náð lengra hvað viðkemur Gœðum, Nothœfni, Verði. Þessi nýja Viking Radio á framundan stærri sigur- vinningu en fyrirrennari hennar. Bíðið eftir henni! ST. EATON C?..,x„ WINNIPEG CANADA á veikum rókum bygður. Eg hefi starfað sem oddviti í Bif- röst í síðastl. 3 ár, með hag sveitar- búa fyrst og fremst fyrir augum. Þó erfiðleikarnir hafi verið nógir um þetta tímabil, haf a þó ýms verk ver- ið unnin innan sveitarinnar, sem undanfarna tíð höfðu, meðan betur blés, verið virt að vettugi. Má þar til nefna hina svonefndu "Króka- vatns brú" 1933; brú yf ir f ljótið hjá Reykhólastöðum 1934; framræslu úr suðvesturhluta Víðir-bygSar, með 30 feta breiSum1 og 8 feta djúpum skurSi suSur í Islendingafljót 1935. Áfram'hald af því verki er nú þegar hafiS meS "dredging" fljótsins niS- ur GeysirbygSina. Hefi eg fengiS ISLENDINGAR ! Fylkið liði með það fyrir augum að tryggja PAUL BARDAL bæjarfulltrúa ^oAk kosningu í Winnipeg af hálfu Liberal flokksins Kjósið mann, sem reyndur er að viturlegri forsjá bæjarmálefna og treysta má til þess að berjast fyrir heill Winnipegbúa á þingi. Merlcið kjörseðil yðar þannig: Bardal, Paul 1 Kosninga- og upplýsingaskrifstofa, 728 Sargent Ave., Cor Bevei-ley Street. Kími—:{ö 52(i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.