Lögberg - 16.07.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.07.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚLl 1936 Sir Gordon og Laurie Stewart “Já, þcir hafa gert hvað þeir gátu, en eg hræðist það sem í vændum er. Ef eitthvað kemur fyrir, hjálpið þér þá konu minni.” “Það skal eg gera ef eg lifi. Við hvað eruð þér aðallega hræddur, Iiardross skip- stjóri?” “Það er ekki svo hægt að grema frá því —gat á skipsskrokk framleitt af Santa Anna klettunum, er mjög er mjög erfitt að bæta til fulls, en við gerum alt sem í okkar valdi stendur og við eigum kost á. Við erum áftur á réttri stefnu — það er nokkur huggun.” En um miðja nótt í niðamyrkri heyrðust aftur hamarshöggin. “Það er leitt að skip- stjórinn skuli láta vinna um nætur, þegar við eigum að sofa,” sögðu sumir farþegarnir. þeim var sagt að það væri nauðsynlegt, og þá tóku þeir það með ró. Allir hafa líklega álitið að hér væri engin ástæða til að hræðast, þar eð logn var. Eg gat ekki sofið og gekk ofan í lestina. Ú, hve kvíðafullir allir voru, sem unnu þar niðri. Þeir stóðu í sjónum upp í mitti og alt af óx hann; ljósberarnir veittu daufa birtu, við og við heyrðust stuttar skipanir, sem strax voru framkvæmdar. Alt í einu lagði gráhærður maður, með veðurbitið andlit, verkifæri frá sér. “Þetta er gagnslaust, skipstjóri; því meira sem við byrgjum af rifunni, þess stærri verður hún. Engin mannleg hönd getur lok- að henni.” Hinir mennimir sögðu hið sama með ör- vilnunarsvip. 8. Kapítuli. Dögunin kom, sólin kom upp og breytti lit sjávarflatarins svo, að hann skein sem fágað gull; ekkert ský sást á himninum. Santa Anna eyjan sást nú ekki lengur, en önnur græn eyja sást í fjarlægð fram undan. Út- litið var svo friðsamlegt, svo fagurt, svo stór- kostlegt, að eg glevmdi allri hræðslu og hættu, þangað til eg hevrði hratt fótatak og sam- stundis hljóð. A sama augnabliki kom skip- stjórinn upp; útlit hans sýndi að hann var mjög kvíðandi. “Sir Gordon,” sagði hann, “Það er úti um alt. Skipið er óbætanlega lekt, og stóra gatið er ekki unt að byrg.ja. Það verður að sökkva.” Niður í þetta sólbjarta haf — niður í þögnina og dauðann. Eg leit framan í hann. “Það getur naumast verið eins slæmt og þér ímyndið yður, skipstjóri.” “Jú, það er, eg ýki alls ekki; eg sé enga von. Sjórinn í lestinni er nokkur fet á dýpt, og þrátt fyrir það að dælt er af öllu afli, dýpkar hann ávalt. Mig langar til að segja yður nokkuð, meðan eg hefi tíma til þess. Næstum því állar stúlkurnar á skipinu hafa einn eða annan til að vernda sig, en kona mín stendur einmana, þegar hættuna ber að hönd- um. Þér eigið hvorki konu eða systur — viljið þér þá gera svo vel að aðstoða hana ?” Auðvitað lofaði eg því. “Eg vildi að eg hefði veí-ið dauður áður en þetta kom fyrir,” sagði hann svo sorgbit- inn, að eg vorkendi honum. “Þér getið ekki hafa mist alla von,” sagði eg. “Bátarnir eru til og duglegir menn til að róa ]>eim. ” “Nei, V svaraði hann í örvilnunarróm, “nóttina, sem voðastormurinn stóð yfir, mist- um við alla bátana nema einn; eg bannaði að láta farþegana vita þet.ta. Við höfum aðeins einn bát, og í hounm verður kona mín að fá sæti. Þér, Sir Gordon, standið við loforð yðar, er það ekki ?” Eg lofaði honum því aftur. Hann snéri sér frá mér með svo sorgbitið andlit, að eg hefi aldrei slíkt séð, hvorki fyr eða síðar. “Eg kalla á mennina upp á þilfar, svo þeir geti skifst á við dælurnar.” En hvað mér leið ilja. Að lítllli stundu liðinni voru flestir hás(]tamir komnir upp. Þá skildi eg hvað það er að vera duglegur sjómaður. Skipst.jóri gaf skipanir sínar með svo kjarkmikilli ró, að engin hræðsla sást á svip hans. Andlit hans var nú ekki fölt, aug- un fjörleg og göngulagið fast. Hann leit út sem maður, er vildi standa aleinn á þilfar- inu meðan skipið sökk undir honum. Þessi maður, sem nú kom fram sem hetja, var sami maðurinn, sem hafði barið konu sína í reiði smm. Nær get eg gleymt því, sem nú fór fram? Kvenandlitin komu föl og ðttaslegin, livert á fætur öðru, til okkar. Frú Chaplin hvíslaði að mér: “Eg er enginn heigull, Sir Gordon; þér getið sagt mér sannleikann; er nokkur hætta á ferðum?” “Skipstjóri er hræddur um að það sé,” svaraði eg með varkárni. Eðallynda andlitið hennar varð náfölt. “Ó, börnin mín—draumurinn minn,” hrópaði hún,' “aldrei fæ eg aftur að sjá elsk- uðu börnin mín.” Við verðum að ala von á meðan við lif- um,” sagði eg, en hún sló höndum saman af ofurharmi. “Það er engin von, mig hefir lengi grun- að það—skipið hlýtur að sökkva. Ó, börnin mín,” Rödd hennar lækkaði niður í kveinandi eymdarvíl, sem var sorglegt að lieyra. Ilún gekk að hástokknum og leit niður á hið sól- bjarta haf. “Dælurnar gera ekki mikið gagn,” sagði majór Stanton, sem hafði athugað ástandið, “ Það hækkar ávalt sjórinn í lestinni.” Varir lians titruðu meðan hann talaði; eg vissi að það var ekki af hræðslu; en hann horfði á konu sína og börn. Eitt barnið huldi andlit sitt við brjóst móðurinnar, annað hélt fast í kjólinn hennar. Hún leit til mín með brosi, sem mér sárnaði mjög. “Blessaðir litlu krakkaúnir mínir qru hræddir,” sagði hún; “þeir heyra þennan ó- vanalega hávaða, og þess vegna hefi eg þau hjá mér.” “Taktu smælingjana með þér, Edith, og láttu þá fá teið sitt,” sagði hann, og hún gekk róleg ofan. Næsti farþeginn, sem eg sá, var Charley Leslie; hann var mjög fölur og hræðslan sást í augum hans. “Er það satt?” spurði hann ákafur. “Ó, guð minn, vesalings unga, elskulega konan mín. ” Lítil hvít hendi snerti nú mína; eg leit upp, það var kona skipstjórans, sorgþnmgin mjög. “Sir Gordon,” sagði hún með skjálfandi vörum, “eg er sannfærð um að hætta er í að- sigi, maðurinn minn hefir verið meira en 30 stundir á þilfarinu hvíldarlaust, og hann er mjög kvíðandi. Hvað er það sem að er ?” Ilún hefir hlotið að lesa svarið á andliti mínu, því hún hljóðaði alt í einu: “Þessi grimmi, svikuli falski sjór! Hvað ilt ætlar hann að gera okkur? Mig tælir hann ekki með sínu hæga gjálfri. Ó, hinn voðalegi, hryllilegi sjór. ” Hún sló höndum saman og starði út á hafið. “Ó, himneski guð, hvað getum við gert!” hrópaði hún. Hlustið þér á mig, frú Hardross,” sagði eg. “Yður þætti víst vænt nm að sjá heimili yðar einu sinni enn. Þér munduð meta mikils að standa í skugganum undir laufríku trján- um, og hlusta á kirkjuklukkurnar hringja, að sjá grænu akrana og engjarnar — yður lang- ar til að sjá England einu sinni enn, er það ekki?” Dökku augun hennar horfðu í mín. “ Jú, í sannleika, það vil eg,” sagði hún. “Hlustið þér þá á mig. Það er hætta í nánd, maðurinn yðar hefir sagt mér það. Hann hefir beðið mig að annast um yður, og eg get öruggur sagt það, að ef þér eruð hug- rakkar og kjarkgóðar, þá skal eg með guðs hjálp bjarga yður. ” “Ó, þessi grimmþ falski sjór,” kveinaði hún. “Frelsið þér mig frá honum. ” Hún greip hendur mínar og hélt þeim fast; tár- vöta andlitinu sínu lyfti hún upp gagnvart mínu. “Ó, eg er svo hrædd, Sir Gordon; maðurinn minn gleymir mér alveg, ef skipið er í hættu, hann getur ekki gert við því, hann hefir ekki tíma til að hugsa um mig. ” “Hann er búinn að hugsa um yður,” sagði eg. Hún sagði með lágri rödd: ‘^Eg man núna að eg hefi einu sinni lesið um viðburð frá tímum frönsku byltingarinn- ar; það var verið að flytja unga stúlku til höggstokksins, í næsta vagni við hana sat hngur maður, sem hún ekki þekti. Hún rétti honum hendur sínar blátt áfram, og bað hann að halda í þær meðan hún væri að deyja. Sir Gordon, það er ekki langt síðan þér voruð mér ókunnur, ekki grunaði mig að eg ætti eftir að deyja á sjónum. Sir Gordon, ef mað- ur minn á of annríkt, ef hann hefir ekki tíma til að hugsa um mig, leyfið mér þá að vera í nánd við yður meðan eg dey. ” Mér lá við að gráta, þegar eg leit á þetta indada, saklausa andlit; barnslegu varimar hennar skulfu af angurblíðu. “Eg hefi lofað að annast um yður,” svar- aði eg, “og þér megið reiða yður á, að eg efni það loforð. ” “Eg er hrædd um að eg verði voðalega skelkuð,” sagði hún. “Það væri hægra að deyja, ef hafið væri órólegt, heldur en núna, ]>egar það er spegilslétt. Segið mér livernig þessi ógad'a orsakaðist?” Eg sagði henni það, sem eg hafði heyrt. “Og nær — nær koma leikslokin?” spurði hún með livítum blóðlausum vörum. “Það get eg ekki sagt, það veit enginn. Yið verðum að vona á meðan við getum. Guð getur hagað því svo að við sökkvum ekki.” “Grunur minn hefir ra>zt,” sagði hún; “þegar aorir heyrðu hljóðfærasöng í bvlgju- I gjálfrinu við skipshliðarnar, lieyrði eg þar líkfararsöng. Hafið átti að verða okkar gröf!” En svo eins og hýrnaði ögn yfir henni, ]>egar hún leit í kringum sig. “Það eru svo margir menn á skipinu,” sagði hún, “þeir finna líklega einhver ráð til1 að frelsa það. Kringumstæður okkar geta ekki verið voníausar. Satt að seg.ja, Sir Gor- don, enginn mundi trúa ]»ví að nokkur hætta væri í nánd.” Þetta var að vissu leyti satt, en svipur yfirmannanna Var ráðaleysislegur, og við dælurnar var unnið af kappi. Hún virtist ætla að taka þessu með ró, en andlit hennar var þó náfölt. “Eg hefi oft hugsað um dauðann,” sagði hún furðu róleg, “að deyja er að vissu levti eins og að sofna; mig hefir drevmt um gröf, þakta grænu grasi og blómum, en mig hryllir við að hugsa til þess, að verða ávalt að liggja undir þessum órólegu bylgjum. Hvað ætli móðir mín hefði hugsað, ef einhver hefði sagt henni, þegar eg var lítið barn, að eg fyndi gröf mína í Indverska hafinu ? Er það voða- legur dauði að drukna?? Hvað haldið þér um það, Si"r Gordon?” “Menn segja að það sé ekki; þeir segja að eftir fyrsta stríðið lendi hinn druknandi í l>ægilegt, dreymandi ásigkomulag, og þá líði allur hinn liðni tími með öllum liðnum við- burðum fyrir hug'skotssjónir hans. Eg vona að það sé satt.” “Það ætti að gera dauðan þolanlegri,” stundi hún. Þér lofið því að vera í nánd við mig, iim leið og bylgjurnar lykja sig yfir okk- ur?” A þessu augnabliki kom litla stúlkan hennar frú Stanton hlaupandi til okkar—öll börn elskuðu hina alúðlegu frú Hardross. “Ó, komdu til mömmu,” hrópaði hún. “Vesalings mamma grætur, og sú litla græt- ur — góða, komdu til hennar.” ‘ ‘ Eg verð nú að hjálpa til að dæla, ’ ’ sagði eg, “þegar eg er búinn að því, skal eg koma til yðar aftur.” Eg horfði á eftir Laurie og litlu stúlk- unni, þegar þær gengu burt. “Er nokkuð nýtt nú?” spurði eg annan stýrimann, sem hraðaði sér fram h.já mér. “Það er gagnslaust að dæla,” svaraði hann, “sjórinn evkst í lestinni á hverri stundu, hve hart sem dælt er. Skipstjóri er nú að hugsa um að tala við farþegana.” “Hver er yðar skoðun?” spurði eg. “Eg hefi enga, herra minn,” svaraði hann. “Eg get aðeins sagt: Guð varðveiti okkur.” Hann var búinn að sleppa allri von. 9. Kapítrdi. Allan daginn var brennandi heitt sól- skin, og engin von um björgun kom í l.jós. Mennirnir unnu við dælumar af miklu kappi, en það var gangslaust, alt af dýpkaði sjórinn í lestinni, og loks flaut hann inn í vélaskál- ann og þá sloknaði eldurinn. Öll von var úti. Eg sá dauðann pkrifaðan á sólargeislana, um dauðann gat maður lesið á yfirborði hafsins, dauðinn faldi sig í hinu blágræna hyldýpi, hann sveimaði um hið brennheita lag sjávarins. — Hann var al- staðar. Við vorum öll stödd í stóra salnum þeg- ar skipstjórinn kom inn, til þess að segja okk- ur frá hættunni sem yfir vofði. Yið vissum að hann kom til að segja okkur alt eins og var, og biðum lians angistarfull. Við lieyrðum hann seg.ja hvað fyrir okkur lægi; en sumt af okkur tók þessu með djarfri von, og hitt með vonlausri ró. Enn ]>ann dag í dag sé eg hann fölan, kjarkgóðan með rólegri óskjálfradd- aðri raust segja okkur, að alt hefði verið gert sem mögulegt var til að frelsa okkur og skip- ið, en það væri ekki hægt — við ættum aðeins eftir fáar stundir — fáar stundir milli okkar og dauðans. Hann minti okkur á að allir ættu einu sinni að deyja, og hvatti okkur til að mæta honum sem kristnir menn, með ró og von um eilíft líf. Svo hneigði hann sig og fór. Mennirnir gengu nú til kvenna sinna og barna, fömuðu þau að sér svo innilega, og báðu guð með háum róm að vera þeim mis- kunnsamur. Mæðumar þrýstu börnunum að brjósti sínu biðjandi. Eg sá fyú Leslie leggja arm sinn um háls manni sínum og segja: “Eg trúi þessu ekki, Charlie, það getur ekki verið satt.” Frú Stanton lagði höfuð sitt, við brjóst manns síns. Laurie nálgaðist mig og sagði hvíslandi: “Þér gleymið ekki því sem þér hafið lof- að, Sir Gordon — ]»ér leyfið mér að deyja hjá vður. ” Nú, þegar hættan var svo nærri, snerti þessi bæn hennar tilfinningar mínar svo inni- lega. Já, eg skal vera við hlið yðar,” var alt sem eg gat sagt. Eg má biðja guð að láta mig aldrei sjá slíkt aftur. Þessi kvein og huggunarorð á víxl, stóðu yfir næstum heila klukkustund, svo þagnaði alt, mennirnir og konurnar féllu á kné og fluttu bænir til guðs almáttugs. “Þey, góðu börnin mín,” sagði móðiiún. “Guð tekur okkyr í faðm sinn.” — “Verið þið hughraustar,” sagði fleiri en einn eigin- maður við konu sína; “við skulum deyja sam- an. ” “Eg fæ að sjá börnin mín,” sagði frú Chaplin við mig, ‘ ‘ alveg eins og eg sá þau í draumnum.” Laurie þrýsti sér fast að þess- ari eðallyndu konu. Eg leit í kring um mig og varð að dást að þeirri djörfung og hugarró sem landar mínir sýndu við komu dauðans. Nú var ekki leng- ur hugsað um jarðneskar kringumstæður; hver fjölskylda sat út af fyrir sig. Majórinn hélt á biblíu og las huggandi orð. Eg sá ungt barn sofa í faðmi móður sinnar—sofa svefni dauðans með bros á vörum. A meðan var þessi eini bátur búinn út sem bezt mátti vera, og nu var kallað á konur og börn, en því ver, gátu ekki margir komist fyrir í bátnum. Tveir af hásetunum urðu líka að vera með til að róa honum, svo ekki gátu fleiri en átta fengið sæti, auk þeirra. Frú Vann krafðist að vera sú fyrsta sem í bátinn færi. Það var alveg ó- heyrt að persóna af “aðalsættum” væri á sjó- ferð til þess að “drukna eins og hundur.” Hún fékk líka að vera sá fyrsta í bátinn. “Ætlið þér ]>á að yfirgefa manninn yðar, frú Vann,” spurði einhver. Hún leit til hans gremjulega. “Manninn minn,” sagði hún. “Ilvað er hann í samanburði við mitt líf?” Sú sem næst fór ofan í bátinn, var frú Chaplin; á eftir henni fóru þrjár ungar stúlk- ur, og svo fru Leslie. En hvað sú endurminn- ing hefir náð föstum tökum á mér — augna- tillitið sem hún sendi manni sínum, þar sem hann stóð á þilfari hins sökkvandi skips. “Vertu sæll, elskan mín, -vertu sæll,” sagði hún. Nú var hrópað — “kona skipstjórans,” og Laurie náföl og skjálfandi sagði við mig: “Munið eftir loforði yðar; þér hafið lof- að mér að vera í nánd við mig þegar eg dey.” Eg lauf að henni. “Eg skal synda á eftir bátnum,” svaraði eg, “farið þér í bátinn, eg skal vera rétt hjá yður.” Hún gekk til skipstjórans. “Eg á þá að fara, Eliríkur. Vertu sæll.” Ilann var að hugsa um hina yfirvofandi hættu. Var það af ást til konu sinnar eða ör- vilnan, að hann leit ekki á andlit hennar og afþakkaði að kyssa liana. Hún sneri við og stundi þungan. “Látið einhvern annan taka mitt pláss í bátnum,” sagði hún, “mig langar ekki til að verða frelsuð.” En enginn gaf þessum orðum gaum; öll- um þótti vænt um konu skipstjórans; þeir létu liana ofan í bátinn, og eg sá hana hníga niður við fætur frú Chaplin eins og dauða mann- eskju. í’lleiri gátu komist í bátinn, en hinar konurnar vildu ekki fara. Eg talaði um það við frú Stanton, en hún leit á mig angurblíð- um augum og sagði: “Yfirgefa manninn minn og börnin, Sir Gordon? Bn hvað þér haldið að eg sé hug- laus. Eg ætla að taka börnin mín í faðm minn, og svo tekur maðurinn minn okkur öll í sinn faðm. Þannig deyjum við saman í hinu miskunnarlausa hafi.” • Eg yfirgaf liana og tár komu út í augu mín. Nú var báturinn losaður við skipið, og svo var lionum róið til lands um hábjartan daginn 'meðan margir báðu guð að veita þeim frelsun. “Haldið þér að báturinn komist til lands?” spurði eg fvrsta stýrimann, sem stóð og iiorfði á eftir þeim. “Það held eg naumast,” svaraði hann, “ eg er hræddur við skerin og rifin, og svo er ofsabrim við ströndina. Við gelum aðeins vonað.” Svo gerðu nokkrir af mönnunum tilaun til að bjarga sjálfum sér. Eg sá suma af þeim á flota; skipið sökk dýpra og dýpra. Dagurinn leið og myrkrið hvíldi yfir hafinu. Báturinn var horfinn sýn; bardaginn byrjað- ur, hinn voðalegi bardagi milli lífs og dauða. Þessi voðasjón hlýtur að hafa svift mig með- vitundinni. Eg man að tveir sterkir hand- leggir voru lagðir utan um mig og að fyrsti stýrimaður sagði: “Skipið sekkur dýpra og dýpra, Sir Gordon; guð miskunni sig yfir þær manneskjur, sem eru á því, menn, konur og börn. Eg get frelsað yður, Sir.” Eins og í draumi man eg eftir að hafa heyrt sjóinn fossa inn, hin mörgu angistaróp, sem ómuðu áður en dauðinn kom; en eftir það man eg ekkert.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.