Lögberg - 06.08.1936, Síða 1

Lögberg - 06.08.1936, Síða 1
49. ARGANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 6. AGÚST, 1936 NÚMER 32 Frá Islandi 32 menn holdsveikir á landinu Á aðaltundi Læknafélags Islands á dögunum flutti Maggi Júl. Magnús, yfirlæknir á Laugarnes- spítala erindi um holdsveikina hér á landi. 1 árslok 1935 var tala holdsveikra, sem hér segir: 1 spítalanum á Laugarnesi voru 19 sjúklingar og 13 í héruðunum. Þessir 13, sem dvöldu utan spít- alans voru í þessum héruðum: I Reykjavik 4, Stykkishólmshéraði I, Bolungarvík 1, 'Ólafsf jarðaPhéraði 1, Eyjafirði 2, Húsavíkurhéraði 2, Grímsneshéraði 1 og einn í Vest- mannaeyjum. Alt voru þetta gömul tilfelli. Af þessum 13, voru 7, sem út- skrifaðir höfðu verið af spítalanum, en hinir 6 höfðu aldrei þangað kom- ið. <^J> ÍSLAND (^) Flutt að Iðavelli við Ilnausa 1. ágúst 1936 Fag'urt er Island í anda oss ýmsum, sem hér vorum bornir, Fegra ’ en í minninga mistri svo margra, sem gerst hafa fornir— þeirra, sem ekki’ eru angar af íslenzka stofninum skornir. Munar því helzt, þegar horfa menn heim, þó sé loftið án skýja: Aldnir sjá Island hið kalda, en ungir hið sólríka hlýja; Aldnir sjá ísland hið gamla, en ungir hið vaxandi nýja. Ekki’ er það hnjúharnir, holtin og hraunin, sem framast vér þráum, það er ekki’ ísland hið ytra, sem einkum í huga vér sjáum, Heldur hið andlega Island, sem elskum vér, tignum og dáum. Gutt. J. Guttormsson. Fækkun holdsveikra sjúklinga á landinu hefir verið nokkurnveginn jöfn öll árin, frá því að Laugarnes- spítali var reistur 1898 og þangað til árið 1934, en þá f jölgar þeim um 3 að tölunni til. Það ár komu 5 ný tilfelli, en 2 sjúklingar dóu. Ný tilfelli hafa komið fyrir öll árin til 1918. Árin 1919 og 1920 finnast engin ný tilfelli, heldur ekki 1922, 1923 og 1925. Eitt tilfelli kemur 1926, én úr því ekkert, þar til 1933. Síðustu mánuði ársins x933 °S fyrstu mánuði ársins 1934 koma þau 5 nýju tilfelli, sem áður greinir.—Mbl. 11. júlí. # # # Th. Staiming skýrir nánar erindi sín til Islands Danska blaðið “Politiken” frá 30. júní, sem birti viðtalið við Staun- ing forsætisráðherra Dana, um för hans hingað til íslands, kom hingað tneð síðustu póstferð. Þetta viðtal við Stauning er að ýmsu leyti merkilegra en skeytin, sem hingað bárust, gáfu tilefni til að álykta. “Politiken” hafði tal af forsætis- ráðherranunt vegna þess, að “Dag- ens Nyheder” höfðu birt ákúrur á ráðherrann fyrir ferð þessa, þar sem blaðið segir, að Stauning hafi svo miklum og merkilegum störfum að sinna heima fyrir, að þessi “skemti- ferð” hans sé ekki réttmæt. En ráðherrann heldur því fram að hér sé ekki um skemtiferð að ræða, hann hafi mikil og merk erindi. Fyrst talar Stauning um förina til Færeyja og þar ætlar hann að gera margt og mikið. Síðan segir hann frá erindum sin- um til fslands. Hann skýrir fyrst frá því, að með förinni hingað sé hann að efna loforð, er þann gaf forsætisráð- herra Islands s.l. ár, að koma til fslands og ræða þar ýms sameigin- leg hagsmunamál fslands og Dan- merkur, einkum viðvíkjandi við- skiftum landanna og gagnkvæmum réttindum þjóðanna. Svo segir Stauning: “ísland hefir, eins og Færeyjar, við mikla erfiðleika að etja í sölu fisksins og Danmörk hefir þess- vegna í mörgum tilfellum orðið að hlaupa undir bagga og aðstoða við efndir verzlunarsamninga.” Og Stauning bætir við : “Með tilliti til okkar þjóðernis- legu hagsmuna á íslandi ætti að mega telja að þessi heimsókn mín væri sérstaklega hagkvæm og tíma- bær.” Enn heldur Stauning áfram. Hann segir: ■“En þar við bæta^t liinar jniklu fyrirætlanir, um breytingar á land- helgisgæslunni. Það eru fyrirætl- anir um breytingar á tækjum og uin möguleika fyrir notkun flugvéla. Var byrjað að íhuga alt þetta þegar eg var landvarnarráðherra og við höfúm einnig nokkra reynslu frá Grænlandi. Það er þessvegna ofur eðlilegt, að landvarnarráðherrann og embættis- menn frá ráðuneyti hans ræði og at- hugi allar ástæður á staðnum. —” —Það eru þannig fullkomin ný- rnæli, sem hér er um að ræða? spyr blaðamaðurinn. Og Stauning svar- ar: —Já, óneitanlega, en þetta hefir hann sýnilega ekki vitað um höfund- ur hinnar einkennilegu greinar í “Dagens Nyheder.” Og Stauning heldur áfram:- “Það eru miklir fjárhags- og þjóðernislegir hagsmunir, sem hér um ræðir og ekki eins og “Dagens Nyheder” heldur fram, smámunir, sem enga þýðingu hafa. Og sú skoðun, sem fram kemur í greininni (i Dag. Nyh.), getur a. m. k. ekki samrýmst þeim áhugamálum, sem hinir nýju útgefendur blaðsins hafa.” “Loks get eg bætt við,” segir Stauning að lokum, “að í vetur, þeg- ar forsætisráðherra Islands var hér, fékk eg endurnýjað heimboð til ís- lands, og aðeins kurteisin býður mér, svo framarlega sem mér er það mögulegt, að fara þessa ferð, en eg hygg einnig, að ferðin muni hafa þýðingu í framtiðinni. Hingað til hefir það ekki verið álitið ónauðsynlegt að ráða ráðum sínum og finna aðferðir til gagn- kvæms styrks.” — Mbl. 8. júl). # * # Óhemju síldveiði yí Skjálfandaflóa Mest allur síldveiðiflotinn er nú á Flateyjarsundi á Skjálfandaflóa og hafa borist fregnir um, að þar sé óhemjumikil sildveiði, enda er veð- ur ágætt til veiða. í gær veiddist mikil síld á Skaga- firði, bæði hjá Kitubjörgum og á Haganesvík. Nokkur skip, sem komu með síld í gær og ætluðu til Siglufjarðar, voru send til Raufarhafnar verk- smiðjunnar með aflann. Eftirtöld skip komu með síld i gær, sem þau höfðu aflað við Kitu- björg og á Haganesvík: Sæfari frá Reykjavík með 700 mál (til Raufarhafnar), Snorri 450 mál, Síldin 1100 mál; fór til Krossa- ness með aflann, Gunnbjörn 600 mál. Bæði þessi skip voru send til Raufarhafnar. Geir goði kom með 500 mál, ísbjörn með 600, Ágústa með 500, Kristján X. með 150 og Þorgeir goði með 500 mál. Þorgeir goði bilaði nýlega, en er nú kominn í lag aftur. Ennþá biða 20 skip eftir af- greiðslu á Siglufirði. Er búist við, að verksmiðjurnar hafi lokið við að vinna úr því, sem búið er að losa í land, klukkan 6 í fyrramálið, og verður byrjað þá þegar að afgreiða þau 20 skip, sem bíða. Eftir hinum miklu aflafréttum, sem bárust í kvöld frá Flateyjar- sundi, má búast við f jölda skipa með fullfermi strax i fyrramálið. Ekkert hefir enn heyrst um, hve- nær byrjað verður á söltun síldar. En fréttaritari Mbl. sagði, að dag- lega væru ráðtsefnur og fundahöld um söltunina og að menn byggjust við að söltun síldar mundi bráðlega hef jast. 1 gær var komið á land í Djúpa- vík 43,000 hektólítrar af sild. Afli skipa er sem hér segir: Tryggvi gamli 5,680 mál, Surprise 5,445, Ólafur 5,400, Garðar 3,850, Kári 2,955, Hannes ráðherra 2,313, Málrney 1,140, Freyja 655, Svalan 423, Huginn III. 620 mál. — Mbl. 8 júlí. # # # Uppfynding sem varðar Islendinga Uppfynding hefir verið fullkomn- uð, sem orðið getur til gjörbreyt- ingar á sviði fiskiútflutnings. Upp- fyndinguna gerði Norðmaður. Með þessari uppfyndingu verður kleift að geyma, ala og flytja lif- andi fiska utn hvaða vegalengdir sem er. Uppfyndingin er ekki dýr. Hún verður sýnd í Kaupmanna- höfn einhvern næstu daga. í Noregi hefir hún verið r'eynd # # # Fyrsta sildin söltitð á Siglufirði í gær Þokusúld var fyrir Norðurlandi í gær og hamlaði það sildveiði. Aðeins fá skip komu til Siglu- fjarðar með smáslatta. Mestan afla hafði Örnin, 400 mál. Már kom með 90 tn. af nýsíld, veiddri við Tjörnes. Var sildin söltuð hjá Ingvari Guðjónssyni. Er það fyrsta síld, sem söltuð er til út- flutnings að þessu sinni. Þó að ekki veiddist neitt að ráði af síld í gær, sakir óhagstæðs veð- urs, töldu sjómenn mjög síldarlegt með ágætum árangri.—Mbl. 15. júlí. úti fyrir. Hafði síld sést í gær- morgun bæði á Húnaflóa og Skaga- firði. Var búist við, að lokið yrði að afgreiða í nótt öll þau skip, sem beð- beðið hafa eftir afgreiðslu. Mun því allur síldarflotinn geta verið að veiðum, hvenær sem veður leyfir. ' —Mbl. 15. júli. ORÐSENDING til vina minna i Gimli kjördæmi. Fylkiskosningarnar eru um garð gengnar, og úrslit þeirra að mestu leyti almenningi kunn; og þó þær félli á annan veg en eg, og margir aðrir töldu æskilegt, tjáir ekki að sakast um orðinn hlut. Eg var frambjóðandi í Gimli kjördæmi vegna vissra umbóta, er mér voru hugstæðar, og eg vildi að í fram- kvæmd kæmist; eg beið lægra hlut við atkvæðagreiðsluna; keppinautur minn, sá, er að komst, er engan veginn öfundsverður, er tekið er tillit til flokkslegrar afstöðu á næsta þingi. Mér hefði persónulega fall- ið illa, ef eg hefði verið kosinn, og aðstaða mín orðið slík að eg hefði ekki getað komið þeim áhugamálum kjördæmisins, er mér láu þyngst á hjarta í framkvæmd, vegna óhægr- ar aðstöðu. Mér er það ljóst, að eins og til hagar, sé þess ekki mikil von að þingmaður Gimli kjördsémis fái miklu áorkað í þágu kjördæmis- ins; eg ann honum samt alls góðs; hann er engu síður fulltrúi minn en annara kjósenda í Gimli kjör- dæmi. Stuðningsmönnum mínum öllum þakka eg af einlægu hjarta; eg er lika þakklátur þeim, er ávalt létu hlýyrði falla í minn garð, þó þeir sérskoðana vegna eigi styddi mig með atkvæði sínu. Skoðanir, sem grundvallaðar eru á einlægri sann- færingu eru séreign hvers einasta manns; þær hefi eg virt og mun ávalt virða. Með óskum alls góðs, _ yðar einl. B. J. Lifman. MÆTUR MAfíUR LÁTINN Eggert Briem, fyrrum dómari í hæztarétti Islands, lézt þann 7. júlí ^íðastliðinn eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Eggert heitinn var fæddur þann 25. júlí 1867. Var hann lærdómsmaður mikill og hvers manns hugljúfi. Hann gegndi um eitt skeið sýslumannsembætti í Norðurmúlasýslu. Eggert lætur eft. ir sig ekkju, frú Guðrúnu Jóns dóttur frá Aukúlu, ásamt tveimur börnum, Sigríði kenslukonu í Reykjavík og Gunnlaugi stjórnar- ráðsfulltrúa. Andlátsfregn þessi er birt í Morgunblaðinu, og skrifar Dr. Jón Helgason biskup þar ítarlega rit- gerð um hinn merka mann þann 14. júlí. Or borg og bygð Eftirfylgjandi upphæðir eru gjaf- ir til Ólafssons barnanna í Brown, Man.: Jóns Sigurðssonar fél. I.O. D.E., Winnipeg, $10.00 og Hjörtur Guðmundsson, Árnes, Man., $2.00. Með þakklæti, V. V. Gillis. Úr íslandsför komu siðastliðinn laugardag þær systurnar, Mrs. HalL dór Jóhannsson og Mrs. Guðmund- ur Christie. Létu þær hið bezta af förinni og höfðu notið ósegjanlegs yndis heima á ætjtörðinni. Á leið- inni til baka dvöldu þær í vikutíma í Lundúnum. MEN’S SPORTS RESULTS at Gimli Celehration 100 Yrd. Dash— 1. E. Stefanson, Lundar, Man. 2. G. Stefanson, Lundar, Man. 3. H. Holm, Gimli, Man. Running High Junip— 1. H. Holm, Gimli, Man. 2. Steini Eyjólfson, Geysir, Man. 3. S. Sigfússon, Lundar, Man. 22oYrd. Race— 1. H. Holm, Gimli, Man. 2. G. Stefanson, Lundar, Man. MISS ELIN SALOME IIA LLDÓRSON Hún er fyrsta íslenzka konan, sem kosin hefir verið á löggjafarþing í Vesturheimi. Hún er útskrifuð af háskóla Manitoba-fylkis, hefir stundað framhaldsnám í frönsku við Middlebury College i Vermont- riki og einnig í París. Miss Hall- dórson hefir verið skólastjóri mið- skóla í Boissevain og á Lundar. Hún hefir verið mörg ár kennari við Jóns Bjarnassonar skóla, eitt ár skólastjóri og síðan 1927 yfirkenn- ari. Hún var kosin þingkona fyrir St. George kjördæmi í Manitoba 27. júlí, undir merkjum “Social Credit” flokksins. Miss Halldórson var sæmd medalíu í tilefni af fjórðungs aldar ríkisstjórnar afmæli Georgs Bretakonungs hins fimta. 3. E. Stefanson, Lundar, Man. Running High Jump— 1. S. Eyjolfson, Geysir, Man. 2. O. Olson, Gimli, Man. 3. S. Sigfússon, Lundar, Man. 440 Yrd. Race— 1. Paul Nelson, Winnipeg 2. L. B. Stefanson, Winnipeg 3. H. Holm, Gimli, Man. Hop, Step and Jump— 1. S. Sigfusson, Lundar, Man. 2. L. Breckman, Lundar, Man. 3. J. Johnson, Lundar, Man. Pole Vault— 1. S. Eyjolfson, Geysir, Man. 2. J. Howardson, Gimli 3. S. Sigfusson, Lundar, Man. Stranding Broad Jump— 1. S. Sigfusson, Lundar, Man. 2. E. Stefanson, Lundar, Man. 3. L. Johnson, Lundar, Man 880 Yrd. Race— 1. Paul Nelson, Winnipeg 2. L. B. Stefansson, Winnipeg 3. E. Valgardson, Gimli, Man. íslenzk Glima— 1. Óskar Thorgeirson 2. S. Eyjolfson 3. F. F: Jonsson. Lundar Atheletic Association won the Shield (Oddson). S. Sigfusson, Lundar, Man. won the Cup (S. Hanson). Snorri goði aflar vel hjá Grænlandi I gær kom símskeyti frá vélbátn- um Snorra goða, sem er að veiðum hjá Grænlandi. Segir í skeytinu, að frá 20. júní og þangað til á laugardaginn var, hafi hann aflað 100 skippund af saltfiski og 3,000 kg. af lúðu. Er það talinn góður afli á svo stuttum tíma. Illa láta skipverjar yfir því að kohia fiskinum í land í Færeyjahöfn. Þar er engin bryggja og verður að leggjast við klappir, og bera af bátn. um. En mismunur flóðs og f jöru er þar mikill, svo að munar 1^5—18 fet- um, og eykur það stórum á erfið- leikana.—Mbl. 8. júlí. TvÍ9ýnar áljórnmála- horfur í Manitoba Liberal-Progressive flokkurinn verður fjölmennasti stjórnmála. flokkurinn, og jafnvel þó hann tapi kosningum í The Pas og Ruperts Landjverður hann það samt. Það er því í sjálfu sér ofureðlilegt, að hann ráði mestu um það hvernig til skipast um stjórnarfar fylkisins næsta kjörtímabil; hann telur sem stendur 23 þingmenn. Af eigin ramleik getur flokkurinn þó ekki myndað stjórn, er njóti meirihluta fylgis á þingi; hann verður að leita sér stuðnings annarsstaðar frá. Dagblöðin hafa flutt margvíslegar og marglitar fregnir um væntanlega samsteypustjórn undir forustu Mr. Bracken, en lítið hefir verið á þeim að byggja. Nú er þó víst, að þvi er Winnipeg Free Press á miðviku- dagsmorguninn skýrir frá, að aftur- haldsflokkurinn hefir hafnað með öllu samvinnutilraunum við Mr. Bracken, hvort heldur það nú er af einskærri ást og umhyggju fyrir vel- ferð fylkisbúa eða ekki. Fremur þykir liklegt, að einhver tegund samvinnu sambancjs milli Liberal-Progressive og C.C.F. flokkanna kunni að nást, þó flest sé enn á huldu um það, eða þau skilyrði, sem til grundvallar kunna að verða lögð.— Minni Islands Gimli 3. ágúst 1936 Þangað sem úr hafi hef jast himni móti f jöllin blá, eg hef margar fegins ferðir flogið yfir kaldan sjá,' þar á æsku minnar morgni, mér ’inn fyrsti geisli hló. Þar hef eg á grund 0g grjóti, gengið sundur margan skó. Eg hef heilsað hólnum mínum, lilíð og hvammi, grund og teig, hvílt mín bein á mjúkum mosa mvnst við tæra lindar veig, setið veizlu í berja brekku blæinn látið strjúka kinn, Fundið bæði sögn og sögu, sækja fram í huga minn. Hér á sérhver mýri og melur mór og kelda sögu og nafn, liér er alt sem augað lítur örnefna 0g minja safn. Atvik hálfu máð úr minni muninn rif jar up á ný líkt og gult og gamalt handrit grígir þú og skygnist í. Oft eg hef að liamrakirkju liuldufólksins messu sótt, vakað vfir velli grænum, vorsins lygnu björtu nótt, horft á landið laugað fegurð litabrigði liafs og fjalls, ána bláa, langa liðast líkt og orm á botni dals. Slíkt er ísland oss er nutum æskudaga vorra þar; alt, sem gladdi geymt í huga, gleymt það flest sem mótdrægt var. Fegurð hver með förnum vegi fyrir huga stendur glegst eins og miskun meinin yfir móða tíma og gleymsku legst. Djúpt í lýðsins^ lyndi speglast landið eins og holt í tjörn, átthaganna erfðir geyma útlandanna tökubörn. Aldasambúð sifjum bindur sínu landi hverja þjóð kærst erm anni móðurjörðin, moldin þar s.em vaggan stóð. Páll Guðmundsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.