Lögberg - 06.08.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.08.1936, Blaðsíða 4
LÖGBEE-G, FIMTUDAGINN 6. AGGST, 1936 ILögííers G«fl8 Ot hvern flmtudag af THE COLUMJilA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnlpeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO <3.00 um áriS—Borgist fyrirfram The "Lðgberg” is printed and published by The Columbia Prees, Llmited. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Hátíðahöldin norður við vatnið Glæsileg voru þau og sviphrein, hátíðar- höldin, sem háð voru að ISavelli við Hnausa síðastliðinn laugardag og á Gimli á mánudag- inn; var á hvorum staSnum um sig fjölmenni mikið saman komiS, þó fleira væri að vísu á Gimli, eins og von stóð til, þar sem Winnipeg fslendingar með herskara sína áttu hlut aS máli. Einmuna blíða ríkti báða dagana, og innan í hressandi svalann af Winnipegvatni vafðist angan frá skógarlundum og nvslegnu heyi, því enn standa heyannir víða yfir í Nýja fslandi. Þrjár voru ra'Sur að Hnausum; allar góðar; ef til vill alveg óvenjulega jafn góðar. BæSumenn voru þeir Hr. Thorbergur Thor- valdson prófessor við háskóla Saskatchewan fvlkis, Dr. Rögnvaldur Pétursson og séra Sigurður Ólafsson; var ræða Dr. Thorbergs ]»ó einkum íhyglisverS fyrir margháttaðan og samanþjappaðan fróðleik, er hún hafði til hrunns að bera. Auk þessara þriggja ræðu- manna, ávarpaði Mr. J. T. Thorson, þingmað- ur Selkirk kjördæmis, mannfjöldann með þeim skörungsskap, sem honum er laginn. Söngflokkur, er Pétur Magnús veitti for- ustu, veitti hátíðargestum eftirminnilega á- nægju með íslenzkum þjóðsöngvum og nokkr- um öðrum lögum. Frú Fríða Jóhannesson aSstoðaði með yndislegum einsöng. Þessi hér- aðshátíð norðurbygða Nýja Islands, var mik- ilúðug og minningarík . Kvæði, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu, flutti skáldjöfur þeirra Ný-lslendinganna, Guttormur J. Guttormsson, en forsæti skipaSi Dr. Sveinn E. Björnsson, skáld, er jafnframt flutti fag- urorðað inngangserindi. Hátíðin á Gimli, er Winnipeg Islending- ar og Gimlibúar í sameiningu stóðu aS, var afarfjölsótt; var þar eigi aðeins samankomið fólk úr íslenzku bygðarlögununji í Manitoba og Saskatchewan, heldur og víðsvegar að úr Bandaríkjunum, frá Californíu og mörgum fleiri stöðum sunnan landamæranna. Ósegj- anleg ánægja var því að sjálfsögðu samfara, að taka höndum saman við frændur og vini, er dvalið höfðu fjarvistum langtímum sam- an, rif ja upp minningar liðinna ára og endur- nýja vinskapinn. ÞaS eru þessi verðmæti, jafnvel flestu öðru fremur, er veita íslenzk- um mannfundum sem þessum því nær óút- reiknanlegt ánægjugildi. Frú Björg V. Isfeld kom fram fyrir hönd Fjallkonunnar í íslenzkum faldbúningi með gullhlað um enni; var hún svo drotningarleg og tíguleg í fasi, að seint mun þeim úr minni líða, er sjónarvottar voru að. Frú Björg á- varpaði hinn mikla mannsöfnuS með nokkrum vísum eftir ritstjóra þessa blaðs. Aður en aðalskemtiskrá hófst í Gimli Park kom saman fjöldi fólks við landnemaminnismerkið; lagði frú Björg á það blómsveig, en Kantötuflokk- urinn undir stjórn Mr. Bardals söng “Ó, GuS vors lands.” Hjálmar Björnsson blaSamaður frá St. Paul, Minn., mælti fyrir minni Islands af slíkum hetjumóði og með slíkri kyngimælsku, aS með fágætum verður talið. Er hann ung- ur og vestrænn maður, sonur þeirra Gunnars B. Björnssonar fyrrum ritstjóra og frú Ingi- bjargar Björnsson. Séra Filipp Pétursson, einnig hérfæddur, mintist.Canada, en prýði- leg kvæði fluttu þeir Páll GuSmundsson og Guttormur J. Guttormsson. Kantötukór Bar- dals söng mikinn part af háfíSarkantötu Jóns FriSfinnssonar, gestum öllum til ógleyman- legrar ánægju. G. S. Tborvaldson lögfræðingur skipaði forsæti á hátíð þessari og fórst hið bezta úr hendi. Mikið var um íþróttir þenna eftir- minnilega dag, almennur söngur (community singing) um kvöldið og að lokum dans stig- inn í danshöll bæjarins fram á nótt. BáSar þessar hátíSir fóru hiS prýSileg- asta fram, og voru öllum, er aS stóSu, tii sæmdar. -T— ■V>: i-J'- íe tÍv'BÍt-3'T 7T rrSi Athyglisvert sögurit Héraðssaga Borgarfjarðar I. Á kostnað útgáfunefndar. Reykja- vík, Félagsprentsmiðjan, 1935. Þetta er mikið rit, 480 bls. í stóru broti, og að sama skapi athyglisvert. ÞaS á sæti á bekk meS merkisbókinni Vestur-Skaftafells- sýsla og íbuar hennar, .sem séra Björn 0. Björnsson gaf út 1930; en slíkar frásagnir um einstök héröð verða hinar mikilvægustu heimildir, þegar samin verður menningar- .saga þjóðarinnar í heild sinni; og ]>að því fremur, sem gjörbreytingar eru nú að verða (og þegar orSnar) á högum hennar og siðum, og margt hið eldra hröðum skrefum að hverfa í gleymsku. 1 gagnorðum formála greinir séra Eirík- ur Albertsson á Hesti frá tildrögum útgáfu rits þessa. A fundi í Borgarnesi seint í októ- ber 1934 var ákveðið að hefja útgáfu þess, og var kosin 9 manna framkvæmdarnefnd, er síð- er kaus eftirfarandi fjóra menn í ritnefnd: Kristinn Stefánsson skólastjóra í Reykholti, Magnús Agústsson héraðslækni, Björn Jak- obsson og séra Eirík. GerSi ritnefndin litlu síðar svofelda ákvörðun um efni bókarinnar: “HéraSssagan verSi sem áreiðanlegust og ítarlegust heimild um sögu héraðsins frá því um miðja 19. öld og til vorra daga og séu söguþættir Kristleifs Þorsteinssonar, fræði- manns á Stóra-Kroppi, megin-uppistaða rits- ins.” Ennfremur samþyktu sefndarmenn, að fá þá Pálma Hannesson rektor Mentaskólans óg Guðbrand Jónsson rithöfund til að semja inngangs-ritgerðir að þáttum Kristleifs. Ritið hefst á kvæði um BorgarfjörS eftir Halldór Helgason, sem er maður prýðilega skáldmæltur, enda er það snoturt og vel orkt, þó tilþrifameiri ljóð hafi kveðin verið um þetta fagra og söguríka hérað, svo sem “Haugaeldur” Einars Benediktssonar og “Minni BorgarfjarSar” eftir Þorskaþít. En ekki er samt t. d. neitt klaufa-handbragð á þessari vísu úr kvæSi Halldórs: “FjarsýniS listmálar fjöllin blá. Fosshörpur glitra í ljósum. SíShetti þokunnar sveipar frá sólheitur andvari, er blessar hvert strá, sandkorn hjá elfarósum og ilminn af dalarósum. ” Næst er á blaði ritgerð Pálma rektors: “Borgarfjarðarhérað, landfræðilegt yfirlit. ” Það er glögg og skemtileg lýsing á héraðinu og jarðfræði þess, prýðisvel samin. Er auð- sætt, aS höfundurinn er gagnkunnugur sínum hnútum, og pennafær í bezta lági; en hvergi nærri er það alt af, að saman fari lærdómur og frásagnargáfa; því er það, að fræðandi ritgerðir verða ósjaldan harðar undir tönn og seinmeltar. Allmargar myndir, yfirleitt ágætar, prýða ritgerð þessa, og gefa þær les- andanum ljósa hugmynd um landslagsfegurð Borgarfjarðar og svipbrigði. Einnig fylgir henni kort af héraðinu (Borgarfjarðar- og Mýrasýslu), en það er miklu óskýrara en æskilegt væri. Þá er ritgerð Guðbrands Jónssonar: “Þættir úr sögu Borgarfjarðar fram um 1800.” Er hún lipurlega rituð og fróðleg um margt, eins og vænta mátti. Of mikil áhersla er þó lögð á sögu fyrri alda; útdrættimir úr fornum sögum of rúmfrekir hlutfallslega; ^mislegt er hér einnig annað athugavert, þó eigi verði hér rakið. Þess er þó jafnframt að minnast, að höfundur hefir orðið að stikla mjög á steinum vegna þess, hve honum var markaður bás; níu alda saga jafn söguríks héraðs og Borgarf jarðar verður ekki sögð að verulegu gagni á tæpum sextíu blaðsíðum. En því hefir útgáfunefndin skamtað Guð- brandi rúmið svo úr hnefa, að mikið efni og víðtækt.var fyrir hendi, þar sem eru “Þættir Kristleifs Þorsteinssonar frá Stóra-Kroppi. ” Þeir eru þrjátíu talsins og meginmál ritsins, eins og vera ber. Margra grasa og kjarngóðra kennir þar, og sézt það ljóáast á eftirfarandi upptalningu á fyrirsögnum þátt- anna: “A Arnarvatnsheiði,” “Hvítá,” “Kvíarnar á Húsafelli,” “Heimilisvenjur og hýsing,” “Búnaðaryfirlit,” “Veðurfar og hevjaforði,” “Ættaróðul og ættarþróttur,” ‘ ‘ Búferli, ” “ Vinnuhjú, ” “ Heimilisiðnaður, ’ ’ “Hestar,” “Húsdýrasjúkdómar,” Fjárkláð- inn og fjárkláðaþrasið, ” “Refaveiðar,” “Um viðarkolagerÖ,” “ Sjávarútvegur og vermenn,” “Sjóslysið mikla,” “Slysfarir,” “ Eftirminnileg veiðiför,” “LestaferSir,” “ AmeríkuferSir,” “ AlþýSumentun,” “ÆSri mentun,” “Frá Húsafelli og Húsafellsprest- um,” “Frá Reykholtsprestum, ” “Kirkjur og kirkjusiSir,” “BrúSkaupssiðir og brúðkaups- veizlur á 19. öld,” “Söngur og söngmenn,” “Lækningar,” “Einkennilegir menn.” Við nánári athugun kemur það einnig enn betur í ljós, að hér er dreginn saman stórmikill þjóð- legur og mennin^rsqgulegTu- fróðleikur, að mörgu leyti 4gætviðbót%iS fijóðhwtíY sérlf Jonasar Jónássonar. « -'m, iv . hru pvi í alla staoi rettmæt pessi ummæli formálans: “Segja fná úHi söguþættina, að þeir séu ekki sam- feld saga, en þeir gefa það, sem máli skiftir: Skýra mynd af menn- ingu héraÖsins á því tímabili, er þeir ná yfir, og þó miklu lengur, því að um margt voru svipaðir bú- skaparhættir og sveitavenjur langt aftur í tímann, eins og var á síðari hluta 19. aldar.” Þess ber þó aS geta, aS sagnaþættir Kristleifs fjalla, eins og hann tekur fram í inngangs- orSum sínum, aS mestu leyti um efri hluta BorgarfjarSar, þar sem hann liefir aliS aldur sinn. Takmarkar þaS vitanlega sviS frásagnar hans, en gerir hana aS jöfnu hlutfalli á- reiSanlegri; en þaS er höfuSkostur á hverju menningarsögulegu riti. Kristleifur Þorsteinsson er merki- legur fulltrúi íslenzkrar bændastétt- ar og sveitamenningar. Þessir þætt- ir hans, eins og annaS, sem frá hon- um hefir áSur sézt á prenti, bera því ótvírætt vitni, aS hann er hvoru- tveggja í senn hinn mesti fróSleiks- maSur og prýSilega ritfær; honum er runnin í merg og bein ástin á þjóSlegum fræSum, og rík skáld- hneigð í blóS borin. Hins siSara sjást víSa merki í þáttum hans, t. d. í lýsingunni “Á ArnarvatnsheiSi,” þar sem svo fimum höndum er um efniS fariS, að alt verður ljóslifandi fyrir sjónum lesandans. Kristleifur hefir einnig sérstakt lag á því, að flétta inn í héraðslýsingar sínar bráðskemtilegar sagnir frá liSinni tiS, er auka frásögninni lif og lit. Mál hans er hreint og áferSargott, laust viS alla tilgerS. “HéraSssaga BórgarfjarSar” er því í heild sinni óneitanlega hiS merkilegasta rit að efni til, hlutaS- eigendum til sóma; og þaS því frem- ur sem hún er jafn vönduS aS frá- gangi. Vonandi er þessvegna, aS framhalds hennar verSi ekki langt aS bíða; en þar verSur eflaust fylt í þau skörS IhéraSslýsingarinnar, sem þættir Kristleifs skilja eftir, þó ágætir séu og næsta yfirgripsmiklir. BorgfirSingum hér vestan hafs ætti aS vera þessi saga og lýsing ættstöðva þeirra eSa æsku kærkom- Ín. Fáar bækur eru betur fallnar til þess, aS halda viS heilbrigSri rækt til átthaga og ættlands, en næsta grunt standa enn rætur vor flestra í hérlendri mold. Richard Beck. (Eins og auglýst hefir verið hér í blaðinu, geta þeir, sem vilja eign- ast bók þessa, fengiS hana senda burðargjaldsfrítt gegn þriggja doll- ara fyrir fram greiSslu, og má panta hana frá hr. Jóni Helgasyni kaup- manni, FatabúSin, Reykjavík, Ice- land). Er ættarkjarna sveita- fólksins hætta búin? Eftir Jón Gauta Pétursson. I. Þjóðararfur okkar íslendinga er ekki fjölskrúSugur. Af sýnilegum hlutum, er teljast mega knyslóða- arfur, getúr varla orSiS annað nefnt en bókmentirnar. Hitt blasir ekki viS augum manna í daglegu lifi og kemur því sjaldnar til álita en vert er, að þjóðin hlaut í vöggugjöf þá arfleifS til varSveizlu, sem metast má dýrari hinni,'en það voru eSlis- einkenni þau, er þorra landnáms- manna voru í blóS borin. MeS öSr- um orSum: ætterni þeirra. En fyr- ir þaS má sú arfleifS teljast hinni meiri, aS bókmentirnar eru afleiðing þess, eSa ávöxtur, að kynstofninn bar í sér möguleika til þess, að hér sprytti upp mergilegt þjóðlíf ; — að hér lifSu menn, sem frásagna var vert um og höfSu dáð og dug og aSra hæfileika til að varSveita minningar um forfeður sína og sögu þjóðarinnar, á óbrotgjarnan hátt. Má þetta að vísu teljast fá- breytilegur ávöxtur, en þess ber aS gæta, að þjóðin gat eigi, fyr en á síðustu áratugum, beitt 'hæfiieikum sínum viS nein önnur verkefni, er venjar gæti geymst eftir. HefSi hér verið málmar í jörSu, eSa varan- legt byggjingaefni innanlan.ds, eru futtar líícur fyrir, 'að hmn”sýn!Íegi á'vÖxtúr HTÍe^fæö'Jra H*fileika þj‘ÓS- qrmnar til starfs og afreka hefoi orSiS fjolsIcrúSugri. Á íimn'bóginn er þessi hinn eini ávöxtur, bókment- irnar, nærtækt vitni um þaS, hvað meS þeim kynstofni bjó, er bygSi þetta land. Jafnvel þó allmargt þeirra atvika, er sögur greina, væri eigi taliS aS hafa sannfræSilegt gildi, þá sýna frásagnirnar, varS' veizla þeirra og meðferS í munni margra kynslóða, hverja eiginleika meS mönnum þjóðin dáSi og þótti vert aS halda á lofti, og svo hitt, hverja hún taldi óalandi. Nú mun því aS vísu verða IhaldiS fram af ýmsum, aS mat þjóðarinnar á eSliseinkennum sínum muni, að því leyti, sem það kom fram í varð- veizlu ættarsagnanna, hafa miSast viS það þjóðskipulag, sem þá var, og mótast af aldarhættinum. En hvorttveggja þetta hefir breyst mjög síðan. Væri því réttmætt að álykta, að annað mat muni nú vera lagt á eðliseinkennin en áSur, og þau höfS í fyrirrúmi, er áSur voru minna virt, eða þá hitt, að þaS sem áður var talið til forgangskosta, þyki nú lítils um vert, eða jafnvel ókostir. Þó er þaS svo, aS ýms eSliseinkenni eru sígildir kostir, og önnur ávalt til mannlýta. og þjóSspillingar. Eík- amleg hreysti, kjarkur til fram- kvæmda.og í mannraunum, frum- leiki í hugsun og vitsmunir, hrein- lyndi og drengskapur í framkomu eru í jöfnu gildi á öllum tímum. Þessir eiginleikar, auk fleiri góSra kosta, voru aðalsmark forfeSra okkar, þeirra, sem mótuSu sögu hjóSarinnar og líf í öndverSu. Þetta lá þeim í blóðinu, en aldarháttur réði allmiklu um, til hvers og hvernig þessir hæfileikar voru notaðir, og svo mun ætíS verða. En þaS rýrir eigi gildi þeirra sem meSfæddra eiginleika, þó okkur virðist, að svo góSum kostum befði oft mátt beita betur og farsællegar. ViS eigum okkar dóm eftir. Sennilegt má telja, aS undir nú- verandi þjóðskipulagi sé félagslegar dygSir manna taldar til þeirra eSlis- kosta, er í fyrirrúmi eigi að hafa, enda gerir þjóðfélagið aSrar kröfur og almennari til þeirra nú en t. d. var gert á landnámsöld eSa á þjóðveld- istímanum. En er þaS nokkur sönn- un þess, aS skortur hafi veriS þeirra eiginleika í eSli manna þá fremur en nú? Ber ekki einmitt sjálf ríkis- myndunin, og síðan ýms atriSi í hinni fornu löggjöf, því vitni, aS forfeður okkar sem bygðu upp þjóðveldiS, höfðu ríka og heilbrigSa félagslund og fágæta forsjá um al- menningsmálefni ? LagaákvæSin um vátryggingu húsa og búfjár, um fá- tækratíund og framfærslu þurfa- linga, svo ekki sé fleiri nefnd, eru öll reist á skilningi félagslegrar á- byrgSar. Eru þau þeim mun meira afrek, aS erfðavenjur og almenn löggjöf á þeim tíma batt hverjum einstaklingi meiri ábyrgS og skyld- ur gagnvart öllum ættmennum sín- um en nútímafólk getur gert sér grein fyrir nema við ihugun og kynningu af því þjóSskipulagi, sem þá var ríkjandi. AS menn á þeim tíma lögðu á sig fjárútlát til al- mennra nota, utan þeirrar œttar, sem þeir tilheyrðu, ber því vott um þann þegnskap og félagslund, aS kynslóð. ir nútímans mega vara sig á saman- burðinum. Þannig er þaS hvar sem á er grip. iS aS sagan vitnar um að íslenzki kynstofninn hafi í ríkum mæli átt þá eðliskosti, sem sigildir eru alla tíma og óháSir standa þjóSskipulagi og aldarhætti, — og eftir því sem næst verSur komist, hefir kynstofn- inn verið næsta frásneiddur ætt- gengum veilum og einhliða eSlis- göllum, en þaS skiftir ekki öllu minna máli. VirSist og flest mæla fyrir því, aS áþján liSinna alda hefSi meS öllu tortímt þessari litlu þjóS, ef ættbundnir eSliskostir hefSi eigi veitt henni vörn. ÞaS, sem hér hefir veriS sagt, mætti stySja meS fjölmörgum til- vitnunum, svo og umsög»um þeirra manna, sem gert hafa íslenzkt þjóS- líf aS fornu aS sérstöku rannsókn- arefni. MeS stuSningi af þeim má teljast rauplaust aS taln ym eSlis- einkéiúíií "fslenzká kýns^olnsins1 sem dýrmæta ‘ •nn‘ Öi ifiöiírjFTÍ » .hsd’ Umhugsun um þenna þjóðararf vekur ýmsar spurningar: Hafa beztu eðliseinkennin varSveizt með þjóSinni fram á þenna dag? Ef svo væri: Hvaða skilyrði hafa stutt að þeirri varSveizlu? Eru þau skilyrði betri eða lakari nú en á undanförnum öldum? Fyrstu spurningunni má leita úr- lausnar á tvo megu. í fyrsta lagi með því aS færa fram líkur, bygSar á almennum ættgengislögmálum, fyrir þvi að eðliskostirnir hafi erfst óslitiS frá kynslóð til kynslóSar, og stySjast þá viS þær heimildir, sem. hafa má af ættartölum og ættsögum um viðgang þeirra ætta, sem mest var í spunniS*). í annan staS meS samanburSi á andlegum athöfnum og afrekum kynslóSanna fyr og síS- ar. Þar kemur þó til greina, að sú vitneskja, sem viS höfum um eðlis- einkenni forfeðra okkar á söguöld °g upp þaðan fram á síSustu aldir, miðast einkum viS blóma kynstofns- ins, athafnaríkustu einstaklingana og ættirnar, er sögur eSa munnmæli hafa geymst um og mótaS hafa þjóS- arhætti og þjóSfélagsskipun. Gagn- vart síðari kynslóðum, og þó eink- um nútíSinni , er viðhorf okkar víS- tækara og almennara, en saman- burðinn verður þó aS miSa viS þaS, sem hæst ber, en ekki smáskóginn, sem viS að vísu sjáum nú, en okkur er dulinn á fyrri tíð. Framh. *)1 útlöndum fer áhugi vaxandi fyrir þeirri fræðigrein, sem nefna má erfða- rannsðknir og ættaheilsufræði mann- kynsins, og lýtur að því annarsvegar að rannsaka, hversu erfast, kynslðð eftir kynslðð, þeir eiginleikar, illir og góðir, andlegir og líkamlegir, er með mönnum búa, — en hinsvegar að upp- lýsa fyrir almenningi hvað varast beri viðvíkjandi framtimgun ættgengra eðl- isgalla. Eru þegar i nokkrum löndum komnar á fðt stofnanir, sem vinna að slíkum rannsðknum á mannkyninu, og safna til þess, meðal annars, mjög við- tækum ætta-upplýsingum, einkum til athugunar á ættgengi glæpsamlegra til- hneiginga, lasta og annara ðdygða, er víða þykja fara Iskyggilega I vöxt — svo og á ættgengi annara andlegra ann- marka (geðbilun, vitskortur o. fl.). sem nauðsyn þykir að stemma stigu fyrir með ðfrjðvgun (Stleriliafering) þeirra, sem I hlut eiga. Að sjálfsögðu liggur þá og beint við að gera rannsðkn á arfgengisáhrifum nýtra og uppbyggj- andi eiginleika með mönnum. En þar i löndum, sem mannfjöldi er mikill, og ættir dreifast viða, er öll þessi rann- sðkn nsta torveld. Hér á iandi eru hinsvegar skilyrðin til slíkrar rann- sðknar hin ákjðsanlegustu: Fðlk fátt og næsta staðbundið fram á siðustu áratugi, ættvísi í miklum metum og ættfræði alment stunduð af lelkum og lærðum, og næstum ðtæmandi upplýs- ingar til skráðar um einstaka menn og heilar ættir, jafnvel um aldaraðir. Væri hin mesta þörf á að gera þessa dýr- mætu fjársjóði arðberandi með skipu- lagðri rannsðkn á arfgengi kosta og galla I kynstofninum. pá yrði ætt- fræðin eigi lengur þurr og ðlifrænn frððleikur, heldur undirstaða raun- hæfrar þekkingar á þjóðinni og mann- kyninu, er leiddi í ljðs, hver þörf væri aðgerða til bóta. Það var á ófriÖarárunum, er ÞjóíSverjar höfðu tekið meginhluta Belgiu herskyldi, og höfðu öll ráð landsmanna i hendi sér. Þá mátti ekki gefa út blöð í höfuðborginni nema með leyfi Þjóðverja. Þar ríkti hershöfðinginn von Bissing. Langa lengi var það hið mesta á- hyggjuefni hershöfðingjans, að út kom í borginni blað, sem hét “Frelsi Belgíu.” Enginn vissi hver ritstjór- inn var. Enginn vissi hvar blaðið var prentað. En út kom það, til þess að blása hugrekki í Belga og stríða hershöfðingjum Þjóðverja. Á forsíðu blaðsins stóð: “Kemur út reglulega við og við. Lætur aldrei kúgast af prentánauð. Ritstjórn og afgreiðsla blaðsins er í kjallara ein- um undir bilskúr.” v. Bissing lét rannsaka alla bíl- skúra borgarinnar. En aldrei fanst prentsmiðja blaðsins. Löngu seinna eftir að Þjóðverjar voru horfnir úr landi, kom það upp úr kafinu, að holaður hafði verið innan þykkur kirkjuveggur. Og i þvi skoti var hlaðið prentað. En ritstjórar voru tveir; hinn frægi kardináli Mercier og Amatol Muhlstein, Gyðingur éíhh, löéhl. hýléga' tf 'ötfðmíHsendi- hgfra'Falvérja' í'Hlöftí?^

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.