Lögberg - 06.08.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.08.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. AGCST, 1936 Sir Gordon og Laurie Stewart -■»—■——•—-—■■ • - “Eg get ekki lý.st þjáning minni. Eg hafði ekki hugsað um ókomna tímann; mér haíði ekki komið til hugar að -eg yrði að ferð- ast um sjóinn með manni, sem eg var hrædd við. Eg hafði aðeins hugsað um pabba og mömmu. Honum var nú borgið, og eg varð að borga fyrir frelsun hans. Ö, guð minn góður, en þær þjáningar sem fyrir mér láu, en ekki vildi eg ganga á bak orða minna, eg hafði lofað þessu og vildi líka enda það, en á giftingardegi mínum fan.st, mér að öll von, gleði og gæfa, æska og ást, væri horfið. Eg var að öllu leyti sú ógæfusamasta brúður, sem hugsast gat. Eg var leið af lífinu. Dag- inn sem skipið átti að fara, Bað eg mann minn knéfallandi að lofa mér að vera kyrri heima, en um það vildi hann ekki heyra eitt orð. Eg sagði honum hve mjög eg væri hrædd við .sjóinn, en nei, )>að dugði alls ekkert, hann hló meðan sviti angistarinnar braust út á enni mínu, og hendur mínar skulfu. “ Eg varð að fara með honum — það var hans fasti ásetningur. Þegar eg sagði hon- um að eg mundí deyja af hræðslu, svaraði hann, að dauðinn \Tæri eins nálægur á landi sem sjó. Frá þessari stundu virtist hann hata mig eins mikið og hann elskaði mig. Stundum virtist hann líta svo á, að hræðsla mín við sjóinn væri móðgun gegn honum. ‘Ef þér þætti vænt um mig/ hrópaði hann, ‘myndi þér þykja vænt um það, sem eg elska.’ Mér var gagnslaust að segja honum, að eg hefði frá æsku verið hrædd við sjóinn, hann gaf því engan gaum. Eg var aðeins nokkrar vikur með honum, en það voru langar vikur. fullar af kvölum og kvíða. Þegar stormur var, eða einhver óvanalegur hávaði á skipinu, varð eg vanalega nærri frávita af hræðslu, og þá var hann ekki sérlega góður eða um- burðarlyndur við mig, eins og þú veizt.” Mér duttu í hug handleggirnir, sem vöfðu sig um liann, og höggið sem hann gaf henni, og þá sauð reiðin í mér, en eg bældi hana niður; maðurinn, sem barði hana var dauð- ur. Eg tók hana í faðm minn og kysti hana, kallaði hana öllum þeim gælunöfnum, sem mér duttu í hug; sagði henni að hjá mér yrði hún laus við alla sorg og mótlæti, og að eg skyldi gera það sem í mínu valdi stæði til þess, að hún gæti glevmt öllu mótlæti sínu. Hún lyfti upp andliti sínu og kysti mig, mín saklausa, góða Laurie — það var í fyrsta skifti sem hún gerði það, og hún gerði það ekki oftar meðan við vorum á eyjunni. “Þú ert svo góður við mig, Gordon,” sagði hún svo ástúðlega, “ekki vissi eg að karlmenn væru svo blíðir og þolinmóðir.” “Það er mikill munur á mönnum, Laurie,” sagði eg. A þessu augnabliki leit hún út yfir hafið og sagði: “Gordon, eg sé stórt, hvítt segl í vestri.” Eg leit þangað og sá það sama. Frelsun vor var í nánd. 14. Kapítuli. • Okkur var samt ekki bjargað það kvöld. Nóttin var að nálgast þegar við sáum skipið, en á þessum slóðum dimmir fljótt. Eg áleit réttast að minnast ekki á skipið við hinar stúlkurnar, því eg var ekki búinn að glevma því, hve slæm áhrif vonbrigðin með hið fyrra skip liöfðu á þær. Will Atkinson og eg héld- um ráðstefnu, ásamt hinum tveimur sjó- mÖnnunum. “Við skulum bíða þangað til kvenfólkið er sofnað,” sagði Atkinson, “það er bezt að þær verði ekki jiarraðar aftur.” Svo sungum við kvöldsálmana okkar öll .saman, og nóttin færðist yfir lan'd og sjó. Við biðum stundarkom, og þegar algerð kvrð var komin á í laufskálanum, fórum við yfir á hina hlið eyjarinnar. Við tókum með okkur eldspýtna-öskjuna, sem var okkur dvr- mætari en gull. Við hlóðum saman stóran haug af við, greinum og blöðum, og brátt log- aði hann allur. En hve hátt upp í loftið log- nn flaug, og þeir breztir og brak. Eg vissi, að ef skipið héldi sömu stefnu, mundi loginn sjást á því. Ein eftir aðra af stúlkunum vakn- aði, og komu þjótandi til okkar til að vita hvað nú væri á ferðum. Við sögðum þeim að við gerðum það til gamans og umbreyt- ingar, að kveikja einu sinni verulega stórt bál; svo fóru þær aftur til svefnklefa síns, og álitu okkur allundarlega menn, sem fyndum gaman í þessu eins og smástrákar. í dag- renningu sáum við stórt skip stefna til okkar. Frelsun var í vændum. Margt einkennilegt og áhrifamikið hefi eg séð um dagana, en ekkert sem líktist því, hve glaðar stúlkurnar urðu þegar þær vissu um komu skipsins. Eg gleymi því aldrei. Þær vissu ekki, eins og menn segja í gamni. hverjum fætinum þær áttu að stíga niður, þegar þær komu á þilfar skipsins, sem bjarg- aði okkur. 0g mennirnir á skipinu, hvað þeir voru glaðir yfir að hafa bjargað okkur. Þrátt fyrir gleðina yfir frelsuninni, gleymdum við þó ekki við burtförina að veifa þakklátri kveðju til litlu, fögru eyjarinnar, sem . um nokkrar vikur hafði verið heimili okkar. Það var gufuskipið “Red Star,” sem bjargaði okkur frá neyðinni; það var á leið- inni frá Calcutta til London. Skipstjórinn sá fyrstur eldmerkið okkar, og þóttist strax viss um að það væru skipbrotsmenn, sem kveikt hefðu það. Seinna gátu blöðin um frelsun okkar út um alt England. Þá vorum við nú aftur komin af stað. “Alt, sem eg óska mér,” sagði frú Vann svo munarblíðum rómi, “það er að stíga fæti mínum á föðurland mitt, og þá skal eg aldrei oftar á skipsfjöl stíga. ” Þá fyrst fékk eg að vila, að hr. Vann og kona hans höfðu lagt upp í þessa ferð af þeirri orsök, að hann ætl- aði að sækja-fillmikinn arf, sem framliðinn bróðir hans hafði skilið eftir handa honum. Ferðin heim gekk fremur seint, en loks komum við þó til London. Þar dvöldum við ekki lengi og þar skildum við, sem átt höfðum saman illa og góða daga á litlu fallegu eynni í hinu stóra hafi. Það gladdi frú Vann mikið, að eg bauð henni, strax og hún gæti komið bví við; að heimsækja lafði Meretoun í Doon Abbey; eg sagði frúnni að hún mundi taka vel á móti henni, þðgar hún fengi að vita að við hefðum mætt sömu ógæfunni bæði á hinu eyðilag'ða skipi, og að okkur liði nú vel. Auk þess skrifaði eg lafði Mereton meðmælabréf við þetla tækifæri, og enginn var glaðari yfir því en frú Vann. Eg hafði ráðið það við mig, að fylgja Laurie til St. Romas, en það var með naum- indum að eg fékk hana til að samþykkkja það. “Hvað heldurðu að þeir segi um mig?” spurði hún niðurlút, um leið og hún lék sér að úrkeðjunni minni. “Við hverja áttu, kæra Laurie mín?” varð mér á að spyrja. ‘ ‘ Pabba og mömmu og alla aðra. Eg hlýt að skammast mín. Eg fór burt með Hard- ross skipstjóra og kem svo aftur með þér. Þeim mun finnast eg vera býsna léttúðug og flögrandi.” “Nei, Laurie, góða mín, þeim skal ekki koma slíkt til hugar. Við nefnum ekki með einu orði, að við ætlum að legg'ja framtíð okk- ar saman; eg fvlgi þér heim til foreldra })inna af því, að við vorum bæði á skipi því sem sökk, og að okkur var bjargað af sama skip- inu ásamt nokkrum öðrum. Enginn þarf enn að vita að mín elskaða Laurie ætlar að verða mín þegar stundir líða.” “En eg er hrædd um að fólk geti sér til þess,” sagði hún með gletnislegu tilliti. “Við hvað áttu? Það fær enginn að vita neitt um þetta.” “JÚ, eg skal segja þér það blátt áfram. Andlit þitt sýnir mjög glögt að þér þykir vænt um mig, og áður en tvær mínútur eru liðnar, vita þeir sem á þig horfa að þú elskar mig. ’ ’ “Já, en eg skal vera varkár, eg skal á- valt láta svo, að mér sé það ógeðfelt að fylgja þér til St. Romas, og að eg sé glaður yfir að því starfi sé lokið. Get eg gert meira?” Hún hló aðeins og við fórum til gamla heimilisins hennar. Þeim hafði ekki fundist það mjög þungbært að hún yfirgaf þau, þau liöfðu ekki íhugað það, að hún, einkabarnið þeirra, átti að ferðast til framandi landa með harðráðum, alvarlegum manni, sem að vissu leyti hafði keypt hana. Faðir hennar hefir líklega lagt meiri áherzlu á sinn eigin hagnað, en á það sem hann fórnaði til þess að ná honum. Gæfa dóttur hans hefir verið honum aukaatriði, og þó þótti honum vænt um hana á sinn hátt. Foreldrar hennar höfðu frétt það gegnum blöðin, að “Water Queen” hefði farist og töldu víst að dóttir þeirra hefði druknað. Þau liöfðu grátið missir hennar —'en fengu hana aftur svo óvænt, að þau gátu naumast trúað sínum eigin augum. Faðir hennar kysti hana, en hopaði svo á hæl til að sjá hana betur. “En er þetta þá í raun og veru Laurie, mín eigin kæra Laurie?” hrópaði hann. Það leið nokkur stund áður en foreldr- arnir gátu til fulls áttað sig á því, að þau hefðu fengið dóttur sína aftur frá hinu ó- trygga hafi, en móðir hennar þreyttist aldrei á að horfa á hana. “Og maðurinn þinn? Eg man að eg las það í blöðunum, að hann var hugrakkur og kjarkgóður til síðustu stundar, og hann sökk með skipinu. Eftir að þú varst farin, Laurie, fór eg að hugsa meira um þig. Hardross skipstjóri var of gamall til að giftast þér, auk })ess var hann svo alvarlegur og með ó- sveigjanlegan vilja. En honum }>ótti vænt um þig, það sá eg, og það hafði mikla þýðingu fyrir mig. Honum þótti vænt um þig, Laurie, var það ekki ?” spurði hann, þegar hann ekk- ert svar fékk. “Og jú, pabbi, og svo vissi eg að þú varst laus við alla þína sorg og kvíða, og það var þó það sem gat glatt mig. ’ ’ Nú var það eg sem næst var talað um; eg liafði auðvitað staðið afsíðis — fyrst urðu þau að tala saman og gleðjast. “Hver er svo þessi maður, Laurie?” spurði faðir hennar. “Er hann einn af vin- um Hardross skipstjóra ?” “Já,” flýtti eg mér að segja, “eg var einn af vinum Hardross skipstjóra. Þegar hann sá að uppáhaldsgoðið hans, hið aðdá- anlega skip, “Water Queen” varð að sökkva, og að hann gat ekkert gert fyrir konu sína, bað hann mig að annast liana. Því ætlunar- verki, sem hann fól mér á hendur, hefi eg nú lokið, með því að flytja hana aftur til þess heimilis, sem hún yfirgaf, þegar hún fór með honum.” “Það var mjög vel gert af yður,” sagði hann. “Það er lítið, sem eg hefi að bjóða,' en }>að segi eg yður satt, að þér eruð sá mest velkomni gestur, sem við gátum fengið. Laurie, þú verður að segja okkur nafn þessa manns, mitt nafn hefir þú líklega sagt honum fyrir löngu?” Kærasta mín, því það var hún, og hún verður mér alt af kærust af öllum, kynti mig nú foreldrum sínum, sem bæði rak í roga- stanz við að heyra nafn mitt. “Sir Gordon,” sagði faðir Laurie, “eg hefi fyrir mörgum árum heyrt talað um móðurbróður yðar, sem einn hinn eðallynd- asta og göfugasta mann í mörgu tilliti. Hann bauð mér að vera hjá sér nokkra daga, en eg verð um leið að láta þess getið, að eg lézt vera mjög þreyttur eftir ferða- lagið, einmitt í því skyni að fá slíkt tilboð. Mér sýndist Laurie líta svo út, eins og hún vildi biðja mig að afþakka }>etta, en eg gerði það ekki og dvaldi tvo daga á heimili for- eklra hennar. Þeim féll báðum vel við mig, en Laurie þvingaði sig til að vera svo varkár, að hún leit naumast á mig. Hr. Stewart bað mig að heimsækja þau aftur, og því lofaði eg. Eftir endurteknar tilraunir fékk eg Laurie til að fylgja mér til járnbrautarstöðvarinnar, og þá trúði hún mér fyrir því, að faðir hennar hefði sagt, að eg væri áreiðanlega eins góður og eg væri fallegur. En þegar eg ætlaði að kyssa hana í kveðjuskyni, hélt hún hendinni fyrir fram- an varir sínar. Eg varð því að yfirgefa liana með því aðeins að þrýsta hendi hennar, en það fann eg, að tæplega mundi finnast nokkur maður, sem væri jafn ástfanginn og eg var, af minni ástkæru Laurie. 15. Kapítuli. Það var um yndisfagran morgun, hinn fvrsta júní, eg stóð á grasfletinum við Egre- mont, og horfði á hina gömlu, fögru bygg- ingu, sem eg liafði búið undir að taka á móti henni, sem síðar meir átti að verða kona mín, og það held eg að eg geti með sanni sagt, að eg átti fallegt heimili að bjóða hana vel- komna á. Það var enn þá snemma dags, en náttúran var klædd sínu bezta skrauti, og eitt var eg sannfærður um, að Laurie mundi elska Egremont, því bygginguna, landslagið, já, alla hina viðfeldnu landeign, sem var mín, mundi hún meta mikils; hún hafði auk þess þau meðmæli, að hún var fjarri hinu gráðuga ótrygga hafi. Hún myndi eflaust kunna vel við sig hér, og eg ætlaði að 'gera alt til þess, að við gætum átt viðfeldið heimili. Byggingin stóra var að mörgu leyti end- urbætt, og öll herbergin höfðu fengið nýtízku snið; alt var fágað og fagurt. Fyrir tilvon- ^indi konu mína hafði eg látið búa til mál- stofu, og þar sá eg sjálfur um að alt skyldi vera eins snoturt og vel viðeigandi eins og kostur var á að gera það. Umhverfið áleit eg að skyldi og ætti að vera samboðið minni indælu Laurie. Það voru aðeins fáir dagar þangað til giftingin átti fram að fara. Lafði Moretoun, náskyld frænka mín, var mér mjög vingjamleg og bar mikla umhyggju fyrir mér. Eg hafði sagt henni frá öllu ó- gæfusama ferðalaginu og ástaræfintýri mínu, og hiín var mér samþykk, en lét þó á sér skilja að hún hefði heldur viljað að eg hefði valið mér konu af heldra tagi. “Ekkja skipstjóra, Gordon? Já, já, en þú hefðir getað litið dálítið hærra upp.” ‘ ‘ En þú getur ekki ímyndað þér, frænka, hve vænt mér þykir um hana; aldrei hefi eg elskað aðra kvenpersónu og geri það aldrei. Sönn, heit og innileg ást, ætti að vera eina ástæðan fyrir mig að giftast, alt annað hefi eg.” “Eg held nú raunar að þú hafir rétt fyrir þér,” svaraði hún, “og það veizt þú frá fyrri I ímum, að það er skoðun mín, að ekkert hjóna- band aúti að eiga sér stað, sem ekki byggist á ást. En samt sem áður hefði eg þín vegna viljað, að konuefni þitt væri af hærri stig- um. ” “Kn fyrst að eg er nú ánægður með þetta,” sagði eg. Frænka sagði ekki meira, hún virtist helzt vilja að eg tæki ekkert tillit til orða þeirra er hún hafði talað, og hélt því fast fram að brúðkaup okkar skyldi haldið í hennar húsi, hinu fagra höfðingjasetri Doon Abbey. Eg hafði hugsað mér að Laurie og' eg yrðum gefin saman í St. Romas kirkjunni í kyrþey, en það mátti hún ekki heyra nefnt. En hvað mér þótti vænt um þessa velvild frænku minnar, og þó var það einkum hve vel henni geðjaðist að Laurie og þótti vænt um hana, sem mestan og sterkastan þátt átti í hugþokka mínum til hennar. Hún áleit sig hafa einkarétt til að gefa brúður minni klæðnað og skrautmuni, sem hún skyldi bera við giftinguna; hún vildi líka fá að velja þær sex brúðarmeyjar, sem áttu að fylgja henni ð altarinu. “En góða frænka, þú gerir Laurie hrædda með öllu þessu skrauti,” sagði eg, en hún sat við sinn keip. “Kvenfólk áttar sig fljótt á þessu og skilur það, svaraði hún. “En Laurie er ekki fullorðin kvenmaður, Hún er aðeins ung stúlka,” sagði eg. “Þá verður hún enn fljótari að skilja í }»essu,” svaraði frænka. # # # Fyrsta júní lagði eg af stað til þess að verða giftur. Annan júní átti Laurie og eg að koma til Doon Abbey, hinn þriðja áttum við að vera kyr hjá frænku minni í ró og næði, og hinn fjórða átti giftingin fram að fara. Eg hom til St. Romas sama daginn og eg fór frá Egremont, og var hjá foreldrum Laurie })angað til daginn eftir. Þetta kvöld sagði hún mér alla sína æfisög'u; af henni mátti það sjá að skip- stjóri hefir hlotið að fella óstjórnlega ást til hennar þegar hann sá hana fyrst. Hann hefir aðeins hugsað um sjálfan sig þegar hann giftist henni, en ekkert hugsað um hana, né neitt tillit tekið til tilfinninga hennar. Þegar hann svo seinna varð þess var að hún var hræðsugjarnt og taugaóstyrkt barn, sem hann næstum deyddi með ótta við hina löngu sjóferð er hann neyddi hana til að fara með sér, þá breyttist ást hans í afbrýði og því sem næst í hatur, við og við kom þó ást hans í ljós. Ó, hve mikið hún hafði þjáðst af meðferð þessa harða manns. Við komum okkur saman um að bezt mundi vera að ipinnast aldrei á þetta málefni oftar — alt slíkt- ætti að gleym- ast sem fyrst. “Þú áttir við sorg og illindi að lifa frá byrjun, Laurie; en nú skalt þú, að svo miklu leyti sem eg fæ við ráðið, fá að lifa við á- nægju og frið. Reyndu að hugsa og trúa því, að eg sé sá fyrsti, sem þú hefir elskað, og eg vona líka að eg sé það, er það ekki, Laurie?” Hún hvíslaði “jú,” og eg tók trúlofun- arhring skipstjórans af hendi hennar. “Þú mátt ekki bera þenna hring lengur, Laurie,” sagði eg, “ha-nn minnir þig aðeins á það, sem eg vil að þá gleymir sem fyrst.” Já, mér lá við að brjóta hringinn í tvent, og troða á hann með fótum mínum, en þá datt mér í hug að það mundi særa hana, svo eg lét hann í vasa minn og hún tók eftir því. Þegar eg kom inn í hús tengdaföður míns tilvonandi, kom hr. Stewart á móti mér sam- kvæmt sínum, gömlu venjum. Hann átti bágt með að skilja að hin unga dóttir sín ætti að gifta sig aftur. Frú Stewart sagði nær því ekkert; en hún fullvissaði okkur um það, að hún vildi enga fyrirhöfn hafa af þessari giftingu okkar Laurie. Bg heyrði hr. Siewart óska dóttur sinni allrar mögulegrar gæfu með þessari álitlegu giftingu, sem hún átti nú fyrir höndum; hann var allmikið upp með sér yfir þessari ungu dóttur. Þegar við lögðum af stað til frænku minnar, var faðir Laurie afar hamingjusam- ur, og gerði sér mikið ómak til að líta sem bezt út, það sá eg; hann hefir eflaust álitið að hann, sem faðir brúðarinnar, mundi vekja mikla eftirtekt. Vegna Laurie reyndi eg að láta mér geðjast að honum, en ekki gat eg gleymt ])ví, að hann hafði selt lífsgæfu dóttur sinnar til þess að komast sjálfur úr peninga- þröng. “Þér mun ekki lítast eins vel á höfðingja- setur frænku minnar og Egremont, ’ ’ sagði eg við Laurie, “af því það liggur í nánd við lmfið.” Hún fölnaði við að heyra þessi orð. “Hafið,” lirópaði hún, “þetta grimma, lvmska haf. Ó, Gordon, eg vil ekki sjá það oftar. ” “Elskulega Laurie, þú skalt ekki þurfa að sjá það oftar, ’ ’ sagði eg til að hugga hana. Við erum búin að ferðast nóg; við skulum lifa gæfuríku lífi heima hjá okkur.” Hún sagði mér með upplyftum höndum. live undarlegt það væri að eignast sitt eigið heimili. Hún gæti ekki skilið það — hemili, )>ar sem hún ætti að vera húsmóðir og gest- gjafi, þar sem hennar óskir ættu að vera lög, og þar sem ástin héldi á veldissprotanum. Hjarta mitt eins og hitnaði, þegar eg hugsaði um hve gæfusöm hún skyldi verða á þessn lieimili, þar sem hún til enda lífsins skyldi hljóta ró, frið og ást.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.