Lögberg - 06.08.1936, Blaðsíða 8

Lögberg - 06.08.1936, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. ÁGÚST, 1936 „iWft, Ur bor g og bygð M l 'AV Séra GuÖmundur P. Johnson bið- ur J>ess getið að utanáskrift til hans er nú 631 Victor St., sími 88 737. Mr. S. Vilhjálmsson flytur fróð- legt erindi í samkomusal Sambands- kirkju, Banning St., 11. ágúst, 1936. kl. 8 að kvöldinu. Ræðir um eitt stærsta, merkasta og viðburðarík- asta atriði, sem skráð er og ljóslega skýrt i sögunni, sem haldið er leyndu fyrir almenningi, svo fjöld- inn hefir því lítið tækifæri til að i)á þeim sögufróðleiks sannindum, sem í henni eru birt. Hinn mikli nafnfrægi Emperor Hatus, kallaði saman til allsherjar friðarþings hitia lærðustu og mestu menn þjóðanna “þjóða fulltrúa- nefnd” til að semja löggilt friðar- samþyktarsamband milli allra heims- þjóða. Á því þingi mættu nær tvö þúsund fulltrúar. Ræðumaður skýrði frá orsökum, sem olli þessu þingkalli, stað og tíma, sem það stóð yfir, gerðum þess, ádeilum og útkomu samþykta, sem gengið var inn á og síðar afleiðing af þeirri samþykt milli þjóðanna. Komið, ungir og gamlir, konur og menn; lærðir og ólærðir; sækið ykk- nr fróðleik sögunnar. Bók sögunn- ar verður þar hjá ræðumanni, sem Jíka flytur eittlhvað af frumsömdum ljóðum til skemtunar. Inngangur ■óekypis. Samskot verða tekin ; fríj- ar umræður á eftir. GJAFIR TIL BETEL í júlí 1936. Miss Etta Sanford, Winnipeg, $1.00; Mr. G. W. Arnason, Gimli, 2 cases of Strawberries; Mr. J. J. Straumf jörð, Blaine, Wash., $25.00, í minningu um foreldra sína Jóhann og Kristjönu Straumf jörð; Mrs. J. J. Straumf jörð, Blaine, Wash., $10.00, í minningu um móður sína Kristjönu Pickett; Ónefnd kona á Betel, $75.00, (to pay for Lattice fence) ; I minningu um Björn Run- ólfsson, $10.00, frá ekkjunni Helgu Runólfsson og dóttir þeirra Mrs. J. M. Harvey; Mrs. Ásdís Hinriksson, Gimli, radio; Mrs. Guðlaug Ander- son, Winnipeg, 2 sofa pillows; Mr. J. K. Goodman, Yorkton, Sask., $3.00; Mr. og Mrs. John Freeman, Stanley, N. D., $5.00; Mr. og Mrs. Wm. Freeman, Bowbells, N. D., $5.00; Ónefnd kona á Betel, $11.00, (to cover cost of wiring and lights in sun porch) ; Mrs. S. Peterson, Víðir, Man., ágóði af samkomu, er nokkrir í bygðinni stóðu fyrir $15.00. Nefndin þakkar fyrir þessar mörgu gjafir. /. /. Swcmson, féhirðir. 601 Paris Bldg., Winnipeg. Mr. og Mrs. A. C. Johnson eru nýkomin heim úr ferðalagi vestan frá Alberta; heimsóttu þau í ferð- inni, dóttur sína, sem heima á í Ed- monton. Mr. Friðrik Vatnsdal frá Mil- ton, N. Dak., er staddur i borginni um þessar mundir. Mrs. Solveig Stone, 86 ára, móðir Mr. Th. Stone, deildarstjóra hjá T. Eaton Co., Ltd., og dætur henn- ar tvær, þær Miss Margrét Stone og Ingveldur (Mrs. J. J. Henry, Petersfield), voru meðal þeirra gullafmælisbarna, er heimsóttu ís- lendingadaginn á Gimli. Mrs. Sveinn Thorvardson frá Exeter, Cal., hefir dvalið í borginni um hríð og heimsótt auk þess syst- ur sínar. sem heima eiga i Saskat- chewan fylki. Hún lagði af stað suður til íslendingabygðanna í Nortlh Dakota á þriðjudaginn. Mr. Grímur Ólafsson frá Ross- eau, Minn., var einn þeirra er komu langt að til þess að vera á íslend- ingadeginum á Gimli. í för með honum var sonur hans einn frá West Virginia, útskrifaður náma- verkfræðingur. Mr. og Mrs. H. K. Schewing frá Oakland, Cal., komu til borgarinnar til þess að vera viðstödd íslendinga- dags hátiðarhaldið á Gimli. Þau héldu heimleiðis aftur á miðviku- daginn. Séra Kristinn K. Ólafson flytur fyrirlestur um “Hiutverk kirkjunn- ar” í lútersku kirkjunni í Selkirk þriðjudaginn 11. ágúst kl. 8 að kvöldinu. Sama erindi verður flutt í sam- komusal Fyrstu lúterskú kirkju í Winnipeg miðvikudaginn 12. ágúst kl. 8 e. h. Frjáls samskot á báðum stöðum. tl( F Meseuboð Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 9. ágúst, eru áætlaðar þannig, að morgunmessa verður í Betel á venjulegum tíma, síðdegis- messa kl. 2 í.kirkju Víðinessafn- aðar, og kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimlisafnaðar. Þess er vænst, að fólk fjölmenni við báðar kirkjur. Áætlaðar messur: 9. ágúst: Hnausa, kl. 11 árd. Geysir, kl. 2 síðd. Víðir, kl. 8.30 siðd. 15. ágúst: Framnes Hall kl. 2 síð. Árborg, kl. 8 siðd. N. Ólafsson. Mr. Jón P&sson fráf Geysir P.O., Man., vára íftófddur i borginni á föstudaginn var. Mr. og Mrs. Guðbrandur Erlend- son frá Denver, Colorado, komu til borgarinnar í byrjun vikunnar sem leið. Mr. Swanie Swanson frá Ed- monton hefir dvalið í borginni und- anfarna daga í gistivináttu bróður síns, Mr. J. J. Swanson, fasteigna- sala. Heimsótti hann Islendinga- daginn á Gimli. Mr. S. Sölvason póstmeistari í Westbourne, Man., kom til borgar- innar á þriðjudaginn. íslenzk messa verður í Fyrstu lútersku kirkju næstkomandi sunnu~ dagskvöld þann 9. þ. m. kl. 7 Séra Rúnólfur Marteinsson prédikar. Þess er vænst að prestur safnað- arins, Dr. B. B. Jónsson verði kom- inn heim eftir hvíldardaga sína í tæka tið til þess að prédika á sunnu- daginn þann 16. þ. m. Messa í Wynyard næsta sunnu- dag 9. ág. kl. 7.30 e. h. Ræðuefni: Friðarmálin. Jakob Jónson. Séra Kristinn K. Ólafsson flytur guðsþjónustur i Vatnabygðunum í Saskatchewan sunnudaginn 16. ágúst, sem fylgir: í Wynyard kl. 11 f. h. í Kandahar kl. 1.30 e. h. f Mozart kl. 4.30 e. h. í Bræðraborg við Foam Lake kl. 8 e. h. (Standard Time). Mannalát Sunnudagsmorguninn, hinn 12. júlí, andaðist á sjúkrahúsi í Bell- ingham, Washington, Jón K. Berg- man, frá Blaine. Hann hafði verið skorinn upp við botnlangabólgu, en dó tveim vikum siðar á sjúkrahús- inu. Fráfall hans var óvænt og sviplegt því hann var maður á bezta aldri — aðeins 49 ára gamall. Út- fór hans fór fram frá íslenzku frí- kirkjunni hinn 16. s. m. að viðstödd- j um fjölda fólks. Jón var hinn mætasti maður í hvívetna, og er þvi bitur harmur kveðinn að ekkju hans og börnum. Hans er sárt sáknað af hinum mörgu vinum hans hér og í félagslífi íslendinga hér er orðið skarð fyrir skildi. Hans verður nánar minst síðar. — A. E. K. Mr. Guðmundur Sigurðsson frá Ashern, Man., var staddur í borg- inni á þriðjudaginn. Dr. Thorbergur Thorvaldsson prófessor við háskólann í Saskat- chewan, kom til borgarinnar á laug- ardaginn til þess að flytja ræðu á íslendingadaginn á Hnausa. Dr. Thorbergur er bróðir Sveins kaup- manns Thorvaldssonar í Riverton. Mr. Jón Tryggvi Bergman frá Medicine Hat, Alta., hefir dvalið í borginni um hrið ásamt dóttur sinni. Þau héldu heimleiðis á miðvikudags. morguninn var. Fjölbreytt skemtisamkoma verður haldin í samkomuhúsi Gimlibæjar á föstudagskvöldið þann 14. þ. m., í tilefni af 25 ára afmæli lestrarfé- lagsins; hafa Gimlibúar jafnan lagt mikla rækt við lestrarfélagið og auðsýnt því mikinn sóma. Meðal skemtiskrár atriða má telja: Mrs. B. H. Olson, sóprano-sóló; Einar P. Jónsson, kvæði; Séra B. Theo- dore Sigurðsson, ræða; Oli Thor- steinsson, strengja quartette. — Bú- ast má við miklu f jölmenni á skemt- un þessa. AUGNASKOÐUN og gleraugu löguð við hæfi J. F. HISCOX Optometrist Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg. Ph. 93 960 Opposite Post Office Re the Late Halli Bjornnson If any of the employees of the late Halli Bjornson, who worked for him at Big George’s Island before he died, or any- one who worked on the island and knew him well will get in touch with the undersigned they may profit by it financially. All communications will be considered confidential. DRACH & MATLIN, Barristers &c., 601 Boyd Building, Winnipeg, Man. Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu SKULUÐ pÉR ÁVALT KALLA UPP SARGENT TAXI PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT & AGNES FRED BUCKLE, Mgr. Mrs. Gunnar B. Björnsson frá Minneapolis, Mr. og Mrs. Hjálmar Björnson, Mr. Valdimar Björnsson, Mr. Björn Björnsson og Miss Helga Björnsson, dvelja í borginni um þessar mundir. Flutti Hjálmar af- armerkilega ræðu fyrir minni Is- lands á íslendingadeginum á Gimli. Þau Mr. og Mrs. Hjálmar Björns- son halda heimleiðis á laugardaginn, en Mrs. Gunnar B. Björnsson dvel- ur hér í borginni ásamt hinum börn- um sínum fram i næstu viku. Mr. Fred Thordarson bankastjóri og Mr. og Mrs. Pridham, eru ný- komin heim úr skemtiferð sunnan úr Bandaríkjum og ferðalagi um Albertafylki. iiii!iii[iiiiiHiiiiii!i3iiii:iiii'íi!iiiiiiiii!iiii!iiii:!i!iii!r.iii'iiiiiiiii!!ii!iiiiiiiiiBiiiiiiiiiii!iiiiiii3,!iiii|[N:i®!iiiiiii"'l"'i!!'l^'"|,i|ii iiii[in!!iniiiiiiiiniinn!innnmmiiiiiimniiiiiiminnnnmnniniiii[iiiiiiiinminminiiii!nii!i!imni!T!mmmm!imiiiin!inimmiiiii!ni!!iimini!!i THOSE WHOM WE SERVE | IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING f| AND PUBLI$HING BECOME LASTING FRIENDS EÉ BECA USE— | OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- jÍS ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF = THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER || WE DELIVER. = COLUMBIA PRESS LIMITED S^RGENT ^VENyí^JA WINNIPÆG - PHONE 86 327 ^ HAFIÐ ÞÉR SVEFNRÚM / BILNUM? Sparið hótelgjöld á ferðum yðar í sumar. Sérfræðingar í árekstrar aðgerðum. AUTO BODY WORKS Burnell & Portage Winnipeg, Man. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem aC flutningum lýtur, smáum eða stðr- um. Hvergi sanngjarnara verS. Heimili: 591 SHERBURN 8T. Slmi: 35 909 Býflugnaræktendur ! Veitið athygli ! HIVES — SUPERS — FRAMES FOUNDATION Sendið vax yðar til okkar, 24c I pening um, 27c í vöruskiftum. Skrifið eftir 1936 verðskrá. Alt handa býflugnarœlctendum. Andrews & Son Co. PORTAGE AVE. AT VICTOR Winnlpeg Úr, klukkur, gimsteinar og aOrW skrautmunir. Qiftlngalegflsbréf 447 POÍÚ’AGE AVE. 1 ! 7f: )OIJ I Sfml 26 224 /!,q U+ £|LDA\00g+- 'Jt.'.jje?* Qf 'JOJJU.Z Eftir GUNNSTEIN EYJÓLFSSON tónsháld og rithöfund \ Nýkomin á markaðinn, “Mimeographed,> eftir Gunnar Erlendsson. Afar vandaður frágangur. Verð $1.25 Fæst í bókaverzlun ó. T. Thorgeirsson, 674 Sargemt Ave., og hjá frú Þórdísi Thompson í Riverton. Börn Gunnsteins heitins liafa annast um útgáfuna til minningar um föður sinn. Mr. og Mrs. J. G. Johannson, Miss Vera Jóhannson, Mr. Leonard Johannson, Miss Ruth Benson og Mr. og Mrs. F. O. Lyngdal á Gimli lögðu af stað suður til Detroit Lakes og Minneapolis á þriðjudag- inn og verða að heiman eitthvað um hálfa aðra viku. Mr. Charles Thorson, dráttlistar- maður frá Hollywood, Cal., hefir dvalið í borginni undanfarna viku. Er hann, sem kunnugt er, starfs- maður hinnar heimsfrægu Walt. Disney Studio í Hollywood. Mr. Thorson mun leggja af stað heim- leiðis í lok yfirstandandi viku. Markússyni Geirhólm, ættuðum úr Kjósarsýslu og af Hvalfjarðar- strönd í Borgarfjarðarsýslu. Þau dvöldu í Winnipeg til haustsins 1908, en fluttu þá til Girali, og bjuggu þar ávalt í nærri 28 ár. Þau eignuðust 8 börn, þau mistu tvíbura, drengi á fyrsta ári, einnig mistu þau sitt elzta bam, Harald Victor að nafni, 11 ára. Á lífi og heima (hjá föður sínum eru: Kjartan Vald'imar, Florence Elizabet Pálína, og Oscar Sigurður. Sum systkini Ingibjargar heitinn. ar eru á lífi á íslandi, þótt ókunn- ugleika vegna séu þau, ekki hér upp- talin. Ein systra hennar er móðir sr. Jóns Helgasonar prófessors og fræðimanns í Kaupmannahöfn. Dánarfregn Þann 16. júlí andaðist Ingibjörg Jónsdóttir kona Sveins Markússon- ar Geirhólm á Gimli, Man. Hún hafði verið veik á þriðja mánuð; bar dauða hennar að í Selkirk, Man. Hin látna var fædd 4. apríl 1879, að Hlíðarenda i ölfusi í Ámessýslu; voru foreldrar hennar Jón Guð- mundsson og Ingibjörg Loftsdóttir, hjón þá búandi á Hlíðarenda. Það- an fluttust þau að Hlíð í Selvogi og þar druknaði Jón faðir hennar. Um nokkur ár ólst hún upp á Kolviðar- hóli i sömu sýslu. Síðar var hún vinnukona í Reykjavík og þar í grend. Ingibjörg fluttist til ,Can- ada haustið 1902; hún settist að í Winnipeg og þar giftist hún 5. nóv. 1905, eftirlifandi ekkjumanni Sveini Ingibjörg heitin var tápmikil og dugandi kona, iðjusöm og ósérhlíf- in; hún þráði mjög efnalegt sjálf- stæði. Árum saman stundaði mað- ur hennar fiskiveiðar á Winnipeg- vatni að vetri til, og stóð hún þvi árum saman ein heima með börnin og barðist lifsbaráttunni ein, í fjar- veru eiginmanns síns, eins og títt er um konur fiskimanna. Öðrum vildi hún jafnan gott gera, var hjálpfús og bóngóð, jafnvel yfir kringum- stæður fram, en gaf sig fremur lítið að félagsmálum. Er hennar sárt saknað af eiginmanni og börnum.— Útförin fór fram á mánudaginn 20. júlí frá heimilinu og frá lútersku kirkjunni, að mörgu fólki við- stöddu. í fjarveru sóknarprests á Gimli, mælti séra Sigurður Ólafsson í Árborg kveðjuorð og jós moldu. HARQLD EGGERTSON Insurance Counselor NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY Room 218 Curry Bldg. 233 Portage Ave., Winnlpeg Office Phone 93 101 Res. Phone 86 828 The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Pulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellera 6 9» SARGENT AVE., WPO. J. Walter Johannson Umboðsmaður NEW YORK L.1FE INSURANCE COMPANY 219 Curry Bldg. Winnipeg Ö*5**5*»^V«><S^*0$$***9«**©0** Minniál BETEL 1 erfðaskrám yðar ! WHAT IS IT— 9 i That makes a business man choose one appli- cant for employment in preference to another? Efficient business training, important though it is, is only half the story. To sell your services you must understand the employer’s needs and his point of view. You must be able to “put yourself over.” DOMINION graduates are taught not only the details of their work but also the principles of good business* personality. They can sell their services. DOMINION BUSINESS COLLEGE ,ON THE lyiALL And at Elmwood, St. James, St. John’s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.