Lögberg - 13.08.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.08.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines W$? *0&&0>»- 1 Cot- For Service and Satisfaction 49. ARGANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 13. ÁG-ÚST, 1936. NÚMER 33 Oddur Ölafsson Hvat manna es þat? Oddur Ólafsson er sonur íslenzka landnámsins norÖur við íslendinga. fljót, kominn af góðu en fátæku foreldri og hefir fyrir sjálfsdáð og sjálfsrækt komið þannig ár sinni fyrir borð, að hann stendur nú framarla í fylkingu íslenzkra at- hafnamanna vestan hafs. Hann býð- ur sig f ram til fylkisþings í Rupert's Land kjördæminu við kosningu þá, er þar fer fram þann 21. yfirstand- andi mánaðar, án þess að ganga undir ákveðnu flokksbrennimarki. Oddur er gagnkunnugur högum kjördæmisins og meginatvinnuveg- um þess; hann veit af reynslunni manna bezt hvar skórinn kreppir að á sviði námaiðnaðarins og sam- göngumálanna, og :stendur þaraf- leiðandi flestum betur að vígi við- víkjandi æskilegum og óumflýjan- legum umbótum þaraðlútandi. í Rupert's Land kjördæmi er þó nokkuð islenzkra kjósenda. Og. þó Islendingum sumstaðar í nýafstöðn- um almennum kosningum, lánaðist furðu vel að fella sína beztu menn, þá er engin ástæða til þess að hlið- stæð slysni þurfi endilega að endur- taka sig annarsstaðar. Þessvegna verður það að teljast öldungis sjálf. sagt, að hver og einn íslendingur í þessu kjördæmi styðji Odd Ólafsson metS atkvæði á föstudaginn þann 21, yfirstandandi mánaðar. GANGA 1HEILAGT ÍÍJÓNA- BAND -r- KOMIN AF ÆSKUSKEIÐI Þann 5. þ. m., laumaðist 83 ára ekkja í Edmonton, Maria Porter, að heiman frá sex sonum sínum, og kom til baka að skömmum tíma liðn- um harðgift áttræðum piparsveini, John iíeigler að nafni. Voru þau gefin saman í borgaralegt hjóna- band. Brúðhjónin höfðu verið ná- kunnug í þrjátíu ár, en síðustu tíu árin hafði Mr. Zeigler notið fæðis og heimilis hjá brúði sinni. "Við unnumst hugástum," sagði Mrs. Zeigler, er hún var að því spurð af kunnngjum hverju tiltæki þetta sætti. BYLTINGIN A SPANI Að því er síðustu fregnir herma, er það síður en svo að séð sé fyrir ¦endan á byltingu þeirri hinni rót- tæku. sem staðið hefir yfir á Spáni; tippreisnarherinn virðist hafa suður- lilutalandsins að miklu leyti á valdi sínu, og átti um eitt skeið ekki eftir nema eitthvað liðugar þrjátiu mílur ófarnar til höfuðborgarinnar Mad- rid. Liðsveitir stjórnarinnar hafa á hinn bóginn unnið sigur á uppreisn- ar hernum á svæðunum umhverfis Cadiz-borg og náð henni af tur á vald sitt. Fregnir frá Sameinaða frétta. sambandinu á þriðjudagsmorguninn láta þess getið, að ýmsar voldugar Evrópuþjóðir vilji lata einangra Spán í verzlunarlegu tilliti til þess að reyna rneð því að flýta fyrir því að byltingunni verði lokið. FYLKISÞINGI STEFNT TIL FUNDA Samkvæmt yfirlýsingu frá for- sætisráðherra Alberta fylkis, Hon. William Aberhart, kemur fylkis- þingið saman í Edmonton þann 25. þ. m. Gert er ráð fyrir að þingið eigi aðeins fjögra til fimm daga setu, og taki til meðferðar væntan- lega innleiðslu hins svonefnda Social Credit fyrirkmoulags, ásamt ráS- stöfunum viðvíkjandi þeim héruRum i suðurhluta fylkisins, er ofþurkar hafa leikið sárast. Þakklát samferðasveit hyllir valinkunn lijóii i GarÖarbygÖ i tilefni af gullbrúðkaupi þeirra 25. febrúar 1936 voru þau merkishjónin John Johnson, ætt- aður úr llárðardal, og Guðbjörg kona hans, skagfirsk að ætt, búin að vera gift í fimtíu ár. Öll hjónabandsár sin hafa þau verið búsett í Garðarbygð. Heimili þeirra hefir verið fyrirmyndarheimili at5 öllu leyti. Þar hafa fylgst að gestrisni og fallegur heimilisbragur. Þau hafa bæði tekið mikinn og góðan þátt í öllum þeim málum, sem miðað hafa að velferð bygðarinnar og alstaðar og ávalt beitt áhrifum sínum til þess að auka samúð og samvinnu innan hennar. Þau eiga ekki svo lítinn þátt í því, í orði, í verki og með eftirdæmi, að andrúmsloftið í bygðinni er jafn heilbrigt og samvinnan jafn góð og hún er. Það vita þeir bezt, sem bezt þekkja til. Enda er það ekki ofsagt, að þau njóti að makleikum svo mikilla og almennra vinsælda, að dæmafátt sé. Vinir þeirra í bygðinni höfðu því hugs- að sér að minnast gullbrúðkaupsdags þeirra með heimsókn til þess að heiðra þau og samgleðjast þeim á þessum Iheiðursdegi þeirra. En vegna langvarandi veikinda gullbrúðgumans og óhagstæðrar veðráttu varð þvi ekki við komið. í stað þess var þeim fært ávarp frá bygðarfólkinu og með því fylgdi rausnarleg peningagjöf. \ varpið er á þessa leið: Ofurlítið ávarp til Jóns Jónssonar og Guðbjargar konu hans, 1936, eftir fimtíu ára sambúð í hjónabandi. Bjart er um aðalsmann og aðalskonu. Þannig mun fólkinu 1 (laríiarbygð hafa komið fyrir sjónir útlitið og umhverfið á hinu fagra höfuðbóli, þar sem Jón og Guðbjörg hafa búið og gert garð- inn frægan í fimtíu ár. Sú menning, sem Yestur-lslendingar hafa lifað á frá land- námstímanum fyrsta hér, er bændamenning, og eftir vorri beztu hy£gju. eru þessi hjón ein af glæsilegustu fulltrúum bændamenn- ingarinnar hér á meðal vor. Þetta hlýtur að hafa verið arfur frá söguöldinni fornu : Stjórnsamir á heimili, höfðinglyndir, en þó með hugann á öllum þeim málum, sem að báru. Jón var fulltrúi hins eldri tíma meðal íslendinga hér, en um leið er hann öruggur fylgismaður hins nýrri tíma sem fram hjá fer, í öllum þeim málum, sem hann heldur rétt að vera. !';"- sem svo stóð á, að það fylgdist að, harðvitugt veðurfar og lasleiki, varð því ekki komið við að heimsækja ykkur hjónin á 50 ára brúðkaupsdeginum, kom bygðarfólkinu saman um að senda ykkur þetta bréf með lítilræði því sem því fylgir. Biojum vér nú afsökunar á því, hve mikið vantar á, að það sé til þeirrar sæmdar sem skyldi. Vér líturn upp á við tíl sólar, þar sem hún skin í bláma heið- ríkjunnar í vestur lofti. Guð gefi ykkur heilsuna og sem lengsta lífdaga meðal vor bygðarfólksins. Konur og menn Garðar-bygðar. ÞaJckarávarp. I tilefni af fimtugasta giftingarafmæli okkar hjónanna var okkur fyrir hönd og í nafni hinna mörgu vina okkar í Garðar- og Mountain-bygð fært fagurt ávarp og höfðingleg gjöf. Við þökk- um innilega og með hrærðum hjörtum fyrir þann hlýhug og þá sæmd, sem okkur var sýnd með þessu fagra og vingjarnlega á- varpi og þessari höfðinglegu gjöf, og fyrir alla þá velvild og vin- áttu, sem við höfum orðið aðnjótandi í öll þessi fimtíu ár. Þetta vinarþel, og alla hina mörgu sýnilegu votta þess, fáum við aldrei fullþakkað. Það hefir verið okkur ómetanlegur styrkur og hug- hreysting i baráttu lífsins, og það varpar yl og birtu yfir æfi- kvöld okkar. Ur borg og bygð Þau Mr. og Mrs. Gunnlaugur Jó- hannsson komu heim úr sex vikna bráðkaupsferð vestan af Kyrrahaís- strönd síðasíliðið föstudagskvöld, á- samt þeim Haraldi syni Gunnlaugs og frú hans. Heimsótti fólk þetta fjölda íslendinga vestur við hafið og var hvarvetna tekið með opnum örmum. Séra Jóhann Fredriksson biður þess getið að utanáskrift hans, fyrst um sinn, verði að Langruth, Mani- toba. Mr. og Mrs. Tohn G. Johnson, Miss Sveistrup og Mr. Barney Guð- mundsson frá Vogar, komu til borg- arinnar á miðvikudaginn var til ]>ess að skoða sýninguna í Winnipeg. Mr. S. S. Anderson frá l'iney, var staddur í borginni á fimtudag- inn í vikunni sem leið. Mr. Lárus Nordal frá Leslie, Sask., var einn hinna mörgu, er sóttu Tslendingadagshátíðarhaldi^ á Gimli. í för með honum var Anna dóttir hans. Til bofgarinnar komu seinni part vikunnar sem leið vestan frá Wyn- yard, Sask.. Dr. Jón A. Bíldfell, er gegnt hafði þar læknisstörfum um hríÖ, Mrs. Salome Backman, Miss Westdal og Miss Johnson. Mrs. A. N. Marlatt (Thelma Eggertson) frá Edmonton, er dval- ið hefir hér um hríð hjá föður sín- um og stjúpmóður, Mr. og Mrs. Arni Eggertson, ásamt tveimur dætrum sínum, er nýlega lögðu af stað heim. Á leiðinni heimsækir hún bróður sinn, Arna G. Eggertsson lögfræðing í Wynyard og dvelur á heimili hans í nokkra daga. XÝI LÁNDSTJÓRINN IIEIMSÆKIR WINNIPEG 1 FYRSTA SINN Frá lslandi Mrs. B. S. Benson, bókhaldari Columbia Press, Ltd., lagði af stað í hálfsmánaðar skemtiferð suður um Bandaríki á laugardaginn, ásamt Normu dóttur sinni. Lávarður Tweedsmuir Síðastliðinn laugardag heimsótti hinn nýi landstjóri í Canada, lávarð- ur Tweedsmuir, i fyrsta skiftið, Winnipeg og vesturlandið, ásamt frú sinni. \'ar hinum tignu gestum fagnað á l'nion járnbrautarstöðinni af borgarstjóranum, John Queen, dómsmálaráðherranum, Hon. W. J. Major, yfirmönnum hersins og öðru stórmenni. Ilinn nýi landstjóri, sem í rauninni heitir John Buchan, og gekk undir því nafni þar til hann var hafinn til lávarðstignar, er sem kunnugt er, all-víðkunnur skáld- sagnahöfundur. Fíingað til borgarinnar komu á föstudaginn þeir Thorfinnur Thor- finsson og Sigurjón Steinólfsson frá Mountain, N. Dak. Kom hinn síðar nefndi til þess að leita sér lækninga og var skorinn upp á Almenna sjúkrahúsinu á laugardagsmorgun- inn af Dr. B. J. Brandson. Mr. Steinólfsson var i góðu ásigkomu- lagi, að því er síðast f réttist af hon- um. Skuggategt útlit »icð sölu saltfiskjar Kaupmannahöfn 15.-7. Halvdan Hendriksen, fólksþing- maður, hefir átt viðtal við Börsen um fiskútflutning íslendinga og Færeyinga, og lítur þar mjög myrkum augum á niöguleika þess- ara landa til þess að flytja út salt- fisk i náinni framtið. Hann segir, að þetta stafi ekki fyrst og fremst af neinum uppgripa. afla hjá Norðmönnum, heldur af verzlunarhömhinum og af því að Portúgal, Spánn og Italía auki nú saltfiskframleiðslu sína, hvert í kapp við annað, með ríkisstyrk. Hann segir, að Spánverjar byggi nú stóra togara, sem séu líkari verk- smiðjum en veiðiskipum, og að Italir auki veiðar sínar í Miðjarðarhafinu og hafi þegar komið upp nýjum þurkunarstöðvum, þar sem ])eir fullverki saltfisk sem keyptur sé frá Færeyjum og íslandi. Niðurstaða Hendriksens verður sú, að saltfisksútflutningur sé erf- iðari og áhættumeiri nú. en nokkru sinni áður, en lætur þó í lok við- talsins í ljós, að menn verði að vona að fram úr rætist. —N. dagbl. 17. júli. John Johnson Guðbjörg Joluison BRAGKEN FORSÆTIS- II.ÍÐIIERRA ÚTNEFNDURl PAS-KJÖRDÆMINU Forsætisráðherra Manitobafylkis, Hon. John Bracken, hefir verið út- nefndur í einuhljóði sem merkisberi Liberal-Progressive flokksins í Pas kjördæminu við kosningar þær, sem þar fara fram þann 21. þ. m. MÆTUR EMB. UT TIS- MAÐUR L.ITINN Síðastliðið ])riðjudag\skvöld lézt af hjartaslagi hér í borginni, Mr. J. C. M. Ligertwood, comptroller- general fylkisstjórnarinnar í Mani- toba, 45 ára að aldri. Hann tók við embætti sínu 1932, sem eftirmaður Mr. Drummonds. Mr. Ligertwood var hið mesta glæsimenni og þótti hverjum manni samvizkusamari í embættisfærslu sinni. Þegar keisarinn í Kína var barn, hafði hann 80 barnfóstrur, 25 stúlk- ur til að svala sér með blævængjum, 25 karlmenn til að bera sig í burðar. stóli, 20 til að halda yfir sér regn- „, ~ " „. ... „„ ,^,,__„ ,.f;____«_;*_, Sera N. Steingnmur ihorlaks- son, dvelur í borginni um þessar Á laugardagskvöldið komu til borgarinnar þau Mr. og Mrs. Björn Björnsson frá Mountain, N. Dak., og frú Kristrún Sigmundson frá Arlington, Virginia. Er hún systir Sveins Oddssonar prentara, og hef- ir aldrei fyr hingað komið. Fólk þetta lagði af stað heimleiðis á þriðjudagskvöldið. Mrs. Halldór Anderson f rá Akra, N. Dak., er nýverið alflutt til Oak- land, Cal. Dr. A. BlÖndal er nýlagður af stað í skemtiferð suður um Banda- ríki ásamt fjölskyldu sinni. hlíf, 30 lækna, 7 yfir-matreiðslu menn, 23 matsveina, 50 til að bera á borð fyrir sig og hafa í sendiferð. um, 50 til að klæða sig, og yfir 400 aðra þjóna. Hann hafði og 75 stjörnuspá- menn, 16 kennara og 60 presta til að sjá um andlegar framfarir sinar og velferð. HITT OG ÞETTA Menn þykjast hafa veitt því eftir. tekt, að því kaldara sem loftslagið er á hv^erjum stað, því stærri sé heili manna. 1 samanburði við líkamsstærð sina eru Lappar höfuðstærri en nokkrir aðrir Norðurálfu-búar — en næstir eru Norðnnenn, þá Sv'tar, Danir, Þjóðverjar, Frakkar og ítalir. Arab- ar haf a minna höf uo' en allar þessar þjóðir. Ferðalangur, sem ferðaðist mikið um Frakkland laust fyrir siðustu aldamót segir svo frá í ferðaminn- ingum sinum: í litlum bæ, nálægt París, er hrein og bein nýlenda af aumingjum. Á hverjum morgni dreifa þeir sér út um alla París til að biðjast beininga á götunum og skifta þeir sér niður í borgarhverfin. Flest er fólk þetta spánskt og uppeldi þess miðað við það, að það eigi að verða betlarar. Fæst af þessu fólki er fætt van- skapað, heldur hafa foreldrar þeirra skemt einhvern lim í líkama þeirra. til að búa það undir beiningamanna- starfið, á sinn hátt eins og öðrum unglingum er kend einhver iðn, sem þeir eiga að gera að lífsstarfi sínu. Sunnudagsbl. Vísis. mundir, ásamt frú sinni. Eru þau hjón, þrátt fyrir háan aldur, sprikl. andi af lifsgleði sem ung væri. JON BJARNASON ACADEMY Gjafir i Styrktarsjóð er notaður skal, samkvæmt þvi sem áður hefir verið auglýst, til þess að greiða skattskuldina og með því losa skól- ann við öll veðbönd : Oddbjörn Magnússon, Winnipeg ...............$5.00 Icelandic Lutheran Ladies Aid (per S. Oddson, Treasurer) Langruth .... 5.00 11. Guðmundsson, Hayland. . 5.00 Þ. A. Þ.-, Winnipeg ........ 2.60 ÁÖur auglýst..............281.80 Miss Elina Thorsteinson kenslu- kona frá Tacoma, Wash., er dvalið hefir hér um slóðir í mánaðartíma. lagði af stað heimleiðis um helgina. Mr. og Mrs. Marteinn Jónasson frá Árborg, Man., komu til borgar- innar á miðvikudagsmorguninn úr rúmrar viku skemtiferð sunnan frá Detroit Lakes og Duluth. Þau ferð- uðust einnig nokkuð um vesturhluta Ontariofylkis. Samtals ...............$299.40 Vinsamlegt þakklæti forstöðu- nefndar skólans vottast hér með fyrir þessar gjafir. Winnipeg, 12. ágúst, 1936. 5". W. Melsted, gjaldkeri skólans. 673 aBnnatyne Ave., Winnipeg, Man. Mr. og Mrs. Eiríkur ísfeld, 666 Alverstone Street, fóru í skemtiferð í dag suður til Minneapolis, Minn., ásamt Mae dóttur sinni og Miss TTalldóru Erlendson hjúkrunarkonu. Ferðafólk þetta gerði ráð fyrir að verða um vikutíma að heiman. Mr. og Mrs. Jóhann G. Jóhann- son, Miss Vera Johannson, Mr. Leonard Jóhannson, Miss Ruth Benson og Mr. og Mrs. F. O. Lyng. dal frá Gimli, komu heim síðastliðið mánudagskvöld eftir vikuferð suður um Minnesotaríki. Mr. Charles Thorson, dráttlistar. maður frá Hollywood, Cal., lagði af stað suður þangað á miðvikudaginn, eftir hálfsmánaðardvöl hér nyrðra. ísfiskur seldur til Englands fi/rir 1,405 þúsund króiiur ¦ Síðan vertíð lauk hafa þessi skip selt isfisk í Englandi: vættir stpd. Geir ..............1080 1189 liragi..............1181 1485 Venus............. 765 9lS Geir ..............1262 702 Bragi ............. 997 7°o Belgaum...........1320 737 Karlsefni ..........1030 893 Maí...............1023 854 Otur .............. 977 893 "Kvóti' sá, sem ísland hefir á ís- fiskmarkaði Englands er með samn- ingi ákveðinn 200 þús. vættir. Hinn 30. júní s.l. höfðu á þessu ári alls verið seldar til Englands 114,722 vættir að meðtöldum hrað- frystum fiski cá móti 09,151 vætt á sama tíma í fyrra. Frá ársbyrjun til júníloka hafa verið farnar 64 ferðir með ísfisk til Bretlands, sem seldur hefir verið fvrir smatals 63,430 sterlingspund eða 991 stpd. til jafnaðar hver farmur. Á sama tíma í fyrra höfðu verið farnar 53 ferðir með ísfisk til Eng- lands og hafði þá hver farmur selzt að meðaltali fyrir 979 sterlingspund eða 51,895 stpd. samtals. Er því meðalverðið á hverjum ísfiskfarmi 12 sterlingspundum hærra á fyrstu sex imánuðum þessa árs, en á sama tima i fyrra. Meðalverð á vætt ísfiskjar á þessu ári hefir verið kr. 12.24 á móti kr. II.59 ;ir'^ ;i^ur ^ sama tíma. En öll ísfisksalan til Englands frá ársbyrjun til júníloka nemur 1. milj. 405 þús. krónum. í dag er búið að selja til Englands upp i þessa árs "kvóta" rúmar 122 þús. vættir, og er því ekki ef tir nema liðugur þriðjungur af ísfiskmagni því sem okkur er heimilt að selja til Englands á þessu ári, eða rúmar yj þús. vættir. N. dagbl. 17. júlí.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.