Lögberg - 13.08.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.08.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. ÁGÚST, 1936. 3 Samþykt var aÖ veita báðum skýrslum féhirðis og ráðs- tnanns Sameiningarinnar viðtöku af þinginu. Að því búnu lágu fyrir skýrslur frá föstum nefndum. Fyrir hönd stjórnarnefndar Betel lagði dr. B. B. Jónsson fram þessa skýrslu: Til Kirkjufélagsins, 1936: Það er ánægjuefni að geta skýrt frá því að starfræksla elli- heimilisins Betel hefir gengið vel á hinu liðna ári. ' Heimilið er alskipað eins og fyr, og um 30 manns eru skrá- settir, sem bíða inngöngu. Sjö vistmenn hafa dáið á árinu og hafa pláss þeirra verið jafnóðum fylt. f Gjafir frá almenningi hafa verið mun minni á hínu liðna ári en á árinu næst á undan. Aðal tekjugrein stofnunarinnar eru gjöld vistmanna. Þrír af fjórum vistmanna borga fyrir veru sína á heimilinu. Vextir af lánum og veðbréfum fara lækkkandi og eru því tekjur af styrktarsjóði nú minni en áður. Engar aðrar gjafir hafa komið aðrar en $100 úr dánarbúi Teodórs Jóhanns- sonar, í þann sjóð á árinu, og eru menn mintir á að framtíð heim- ilisins getur verið undir því komin að sá sjóður vaxi. Ýmsar radd- ir hafa komið fram hvetjandi þess að heimilið sé stækkað. Nefndin sér engin ráð til þess, að framkvæma slíkt. Bygging heimilisins er þannig löguð að við hana er ekki hægt að bæta nema með örn- um kostnaði. Að yfirgefa hana og byggja nýtt hús, sem rúmaði þriðjungi eða helmingi fleiri vistmenn komi til þess að kosta í minsta lagi $100,000. Um slíka f járupphæð er ekki að ræða. Líka má búast við, að aðsókn fari nú frekar þverrandi en vaxandi. Menn verða þessvegna að gjöra sig ánægða með stofnunina eins og hún er nú, þótt æskilegt væri að hún væri stærri. Enginn eíi er á því, að Betel á nú fleiri vini á meðal fólks vors en nokkru sinni fyr, og er það aðallega að þakka húsmóður- inni þar, Miss Ingu Johnson, sem stjórnar heimilinu með dæma- fárri ráðdeild og dugnaði. Líka á vinnufólk heimilisins þakkir skilið fyrir vel unnið verk, sem oft er erfiðara viðfangs en al- menningur ef til vill gjörir sér hugmynd um. Þakka vill nefndin öllum vinum og stuðningsmönnum f jær og nær og vonar að þeim fjölgi en ekki fækki, eftir því sem árin líða. B. J. Brandson, forseti stjórnarnefndar Betel. 16. júní, 1936. Sömuleiðis lagði dr. Björn fram þessa f járhagsskýrslu Betel: Skýrsla féhirðis — elliheimilið “Betel”, Gimli, Man. (Tekjur og útgjöld 10. júní, 1935 til 31. maí 1936.) Tekjur— 1 sjóði hjá héhirði í Winnipeg 10. júní 1935.$ 195.08 1 sjóði hjá féhirði í Wiinnipeg 10. maí 1035. ..... 316.4Ó Gjöld vistmanna.................................... 7,412.34 Gjafir frá almenningi til féhirðis .......... 157.00 Gjafir frá almenningi á Betel .................. 638.50 Vertir á veðbréfum og verðbréfum.............. 1,054.48 Bankavextir....................................... 6.88 Smá inntektir af ýmsu tagi ...................... 89.23 $ 9,869.97 Útgjöld— Vinnúlaun ....................................$ 2,824.25 Matvara ........................................ 3,360.86 Viðhald og viðgerðir á byggingu................... 725.14 Viðhald innanhússmuna............................. 231.08 Eldiviður ........................................ 569.86 Læknishjálp og meðöl .............................. 39-43 Innanhússmunir keyptir.......................... 128.13 Prestlaun (Séra Jóhann Bjarnason) ................ 350.00 Skattur á fasteignum............................... 48.41 Eldsábyrgð ........................................ 46.10 Ljós ............................................. 137.60 Talsími ........................................... 23.69 Flutningsgjald á matvöru o. s. frv................. 50.00 Útfararkostnaður ..............■.....,........ 9Í.30 Kýr keypt á árinu ............................... 40.00 Fært í Minningarsjóð Brautryðjenda................. 41.64 Prentanir og auglýsingar .......................... 40.36 Ýmislegt ......................................... 180.61 í sjóði á Betel 31. maí 1936...................... 388.37 í sjóði hjá féhirði í Winnipeg 31. maí 1936....... 553-14 $ 9,869.97 Yfirskoðað í Winnipeg 12. júní 1936. F. Thordarson T. E. Thorsteinson. Ennfremur lagði sami maður fram þenna Efnahagsreikning Betel: “B etel”—Efnahagsreikningur. Heimilið Betel virt á................$20,000.00 Lóð norðan við húsið keypt á árinu (Lot 26 range 6) ....................... 150-37 $20,150.37 Áætlað verðfall ................................. 1,150.37 $19,000.00 Húsbúnaður eftir síðustu skýrslur ............... 343-40 Húsmunir keyptir á árinu......................... 128.13 L47I.53 Áætlað verðfall .................................. 147.15 1,324-38 Átta kýr virtar á................................... 250.00 Hænsni virt á........................................ 25.00 Eldiviður, virtur á ................................ 200.00 54 ekrur vestan við Gimli ....................... 1,000.00 (Part S.E. Yi, 17, 19, 4 E) 1 sjóði hjá féhirði í Winnipeg :............... 553.14 I sjóði hjá Betel.................................. 388.37 $22,740.89 T. E. Thorsteinson F. Thordarson Þá lagði dr. Björn Jónsson fram þessa skýrslu um Minning- arsjóð Brautryðjenda: Minningarsjóður Brautryðjenda. 1 sjóði 10. júní 1935 ...;.....................$ 38.52 Afborgun á verðbréfum á árinu................... 613.28 Bankavextir.......................................... 3.58 Dánargjöf, Theodor Johannsson ..................... 100.00 Fært úr Betels reikningi............................ 41.64 $707.02 Lóð norðan við fjósið á Betel, keypt.......... 150.37 í sjóði 31. maí 1936..............................$707.02 T. E. Thorsteinson F. Thordarson Loks lagði dr. Björn fram þenna Efnahagsreikning Minn- ingarsjóðs Brautryðjenda: Efnahagsreikningur Minningarsjóðs Brautryðjenda. Útistandandi veðbréf ..........................$ 9,603.86 Fasteignir..................................... x,001.00 Verðbréf Dominion of Canada 4)4 % , Bond Maturing Oct. 15-44 .......$ Verðbréf Dom. of Canada 3*4 % Bond Maturing Oct. 15-49 ............ Yerðbréf Can. National 5% Bond Maturing July • 1-69 ........... Wpg. Electric Railway 6% Bond Mat. Oct. 2-54........ . ^...... Verðbréf Eimskipafélag íslands, Hlustabréf 375 kr., virt á......... 1 sjóði 31. maí 1936............... T. E. Thorsteinson F. Thordarson Þá er skýrslur þessar höfðu verið lesnar komu fram ýmsar fyrirspumir viðvíkjandi Betel, þar á meðal urn IhVe margir væru nú á biðlista umsækjenda, og um stækkun heimilisins, er minst hefði verið á oftar en einu sinni. Var því svarað, að nú nxundi vera á biðlista 27 manns. Um stækkun heimilisins væri ekki að ræða, sízt eins og sakir nú stæðu, sökum afarmikils kostnaðar, er slíkt mundi hafa i för með sér. Um leið gat framsögumaður Betel- nefndar um höfðinglega gjöf, að upphæð $1,000.00, er herra Guðni Brynjólfsson, Churchbridgíe, Sask., hefði nýlega gefið Betel. Samþykt var að þingið veiti þessum framlögðu skýrslum Betel viðtöku. Var þá sunginn sálnxurinn 175, “Kirkjan er oss kristnum móðir’’, og fundi siðan slitið kl. 12 á hádegi. Næsti fundur á- kveðinn kl. 2 e ,h. sama dag. ÞRIÐJI FUNDUR Kl. 2 e. h. sama dag. Sunginn var sálmurinn 182: “Lát þitt ríki, ljóssins herra.’’ Fyrir.lágu skýrslur frá föstum nefndum. Fyrir hönd skólanefndar Jóns Bjarnasonar skóla lagði J. J. Vopni frarn þessa skýrslu: Skýrsla skólanefndar Jóns Bjarnasonar skóla. Til kirkjuþingsins 1936. Iiáttvirti herra forseti! Samkvæmt þingsályktunar samþykt, er gjörð var á síðasta kirkjuþingi, (Sjá Gjörðabók síðasta þings, bls. 78) lét meiri hluti þingmanna í ljós, að þeir sæu ekki fært að halda skólanum á- fram, og var skólaráði Jóns Bjarnasonar skóla “veitt full heimild til þess að selja skólann með öllu því er honum heyrir til, afhenda lögformlega eignir hans félögum eða einstaklingum, með því skil- yrði einu af kirkjufélagsins hálfu, að skuldir þær, sem á skólan- um hvíla, séu teknar með, ef eigendaskifti verða.” Ekki reyndist auðvelt að komast að neinum föstum samning- um í þessu máli. Var skólahúsið boðið nokkrum einstaklingum til kaups, en að árangurslausu. Afréð þá skólanefndin að leita aðstoðar og ráða nokkurra íslendinga í Winnipeg, og var þeim boðið á fund með nefndinni. Var þar skýrt frá öllum málavöxtum og kom brátt í ljós að jafn- vel mönnum utan kirkjufélagsins, stóð ekki á sama um endalok þessa máls. Allmargk fundir voru haldnir, og kom aldrei fram ein einasta rödd um að skólinn skyldi leggjast niður. Menn fundu til þess að þetta var íslenzk mentastofnun—eina mentastofnunin, er Islendingar Ihöfðu reist í landi þessu, er var komið á fót fyrir göfugar hugsjónir, atorku og fórnfýsi þeirra manna, sem fyrstir komu hingað frá gamla landinu, og vildu láta eitthvað nýtilegt eftir sig liggja, er bæri vott um viðleitni til menningar og meiri andlegs þroska. Það var því einlæg löngun þessara manna að sjá skólanum borgið um hríð, og gjöra itarlega tilraun í þá átt. Tíminn leið fljótt, og brátt kom að því að einlhverja ákvörð- un varð að taka'í máli þessu. Skólanefndin hafði ekkert umboð frá kirkjuþinginu til að ráða kennara og halda skólanunx áfram þetta ár. En ekkert bann til þess heldur. Kirkjuþingið gaf nefnd- inni engar bendingar um hvað hún ætti að gera ef skólinn seldist ekki, og engir samningar tækjust. Og engar ráðstafanir voru gerð- ar af þinginu viðvíkjandi skuldum skólans, ef nefndin yrði að loka skólanum né heldur óhjákvæmilegu viðhaldi stofnunarinnar. Nefndin var því í miklum vanda stödd, Skrifaði þá formaður skólanefndarinnar, J. J. Bíldfell, forseta kirkjufklagsins, séra K. K. Ólafssyni og skýrði honum frá öllum málavöxtum, og var það með hans samþykki að skólanum var haldið áfram þetta ár, upp á væntanlega hjálp þeirra manna, sem voru málinu hlyntir. — Að- sókn að skólanum í ár hefir verið góð — 78 nemendur þegar flest var, og hefir skólaverkið gengið vel. En fjármál skólans reyndust örðug að vanda. Veðlánsfélagið krafðist skuldalúkning- ar, og að lokum gekk svo hart eftir, að það lögmannafélagi nxálið til me.ferðar, er hótaði ábyrgðarmönnum skólans málssókn, ef ekki væri borgað. Leitaði nú skólanefndin til þeirra manna hér í Win- nipeg, sem áður höfðu tekið málinu vel, og brugðust þeir drengi- lega við. Var samþykt að reyna að losa skólann við lánsfélagið ef mögulegt væri. Fyrir frábæra hjálpfýsi og atorku nokkurra manna og sérstaklega þar á meðal Dr. Rögnvaldar Péturssonar, hefir þetta tekist, og hefir lánsfélaginu verið borgað upp að fullu. Þeir utannefndarmenn, sem lögðu fram fé til þessa, eru Dr. Rögn- valdur Pétursson, Dr. P. H. T. Tlhorlakson, Soffanías Thorkels- son, W. A. Davidson, Fred Stephenson og G. F. Jónasson. Hefir nú skólinn með öllu því er honum heyrir til verið lög- formlega afhentur tveimur af þessum mönnum til bráðabyrgðar, og stendur skólaeignin i þeirra nafni þar til ráðstafanir verða gerðar til frekari framkvæmda. Hefir þá skólanefndin losað kirkjufélagið við alla fjárhags- ábyrgð skólanum viðvikjandi, eins og henni var falið að gjöra. Skólinn er þvi ekki lengur kirkjufélagsskóli, en þeir menn, sem að honum standa nú vilja halda honum áfram á sama grund- velli og áður, og að hann beri sama nafn. Skólinn má því nú með réttu teljast skóli allra Vestur-lslendinga, hvaða flokki, sem þeir heyra til, og æskir samúðar og velvilja Islendinga, Ihvar sem þeir búa i þessari heimsálfu. Því hefir verið hreyft alloft, að vér Islendingar hér ættum að koma á stofn kennaraembætti í íslenzku og norrænum fræðum við háskóla Manitoba. Og að það mundi verða varanlegasti og virðulegasti minnisvraðinn er íslendingar gætu reist sér og þjóð sinni í landi þessu, það er stórt mál og þarf mikinn og langan undirbúning, svo vel é frá því gengið. En það er hugboð vrot að þessi hugsjón eigi eftir að rætast. Er það einlæg löngun þeirra manna, sem nú hafa komið skólanum til hjálpar, að ef eða þegar 1,000.00 2,000.00 7,000.00 3,000.00 1.00 13,001.00' 646.65 24.252.51 sá dagur kernur að skólinn hafi ekki lengur nauðsynlegt verk að vinna, þá sameinist hann með öllu, sem honum Iheyrir til, hinu fyrirhugaða kennaraembætti, og á þann hátt varðveiti sæmd Vest- ur-lslendinga í máli þessu og minning þeirra manna, sem börðust fyrir skólahugsjóninni í byrjun. Ef þetta kemst i framkvæmd, sem vér fastlega vonurn, finst oss að vér höfum að miklu leyti séð borgið hugsjónum íslenzku brautryðjendanna hér, í mentamálum, og það á virðulegan hátt. Samvinna þessara manna og skólanefndarinnar hefir verið hin ákjósanlegasta að öllu leyti, og eiga þeir meiri þakkir skilið fyrir drengilega hjálp, en orð vor fá lýst. Einnig viljum vér þakka af alhug kennurum skólans fyrir dyggilega þjónustu, og öllum, svo sem Ladies’ Guild og öðrurn, sem sent hafa skólanum gjafir eða sýnt honum velvilja í einhverri rnynd. Að síðustu langar oss til að votta hr. H. A. Bergman, K.C. vort alúðarfylsta þakklæti fyrir dásamlega hjálpsemi í öllum okkar vandamálum. Aldrei hefir hann átt svo annríkt að hann ekki gæti sint okkar málum, og æfinlega þegar til hans hefir verið leitað, sem hefir verið mjög oft, hefir hann verið reiðubúinn og fús til að hjálpa oss og leiðbeina. Ágætari og samvizkusamari ráðunaut er vart íhægt að hu^sa sér. Frá því fyrsta að skólinn var stofnað- ur, hefir hann og logmannafélag hans leyst af hendi öll lögmanns- störf fyrir skólann með öllu endurgjaldslaust. Er það ekki lítið fé sem hann hefir gefið skólanum á þennan hátt. Skólinn og kirkjufélagið er því í stórri skuld við þennan nxæta mann, og viljum vér mælast til þess að kirkjufélagið tjái honum þakklæti sitt á viðeigandi hátt. Nefndin þakkar ennfremur öllu kirkjufélagsfólki voru fyrir hjálpfýsi og góða og góða og bróðurlega samvinnu á liðnum ár- um, og rnælist til þess að kirkjufélag vort sýni skólanum nú engu minni hlýhug en áður. Fyrir hönd skólanefndarinnar, Jón Stefánsson, ritari. Winnijxeg 15. júní-1036. Sömuleiðis lagði J. J. Vopni fram þessa fjárhagsskýrslu skólans: Jon Bjarnason Academy Statement of Cach Receipts and Disbursements for the terrn of twelve months, ended June i5th, 1936. Receipts— Cash on hand June 15, 1936..........$ 27.30 Tuition Fees less refunds............. 3,945.00 Donations............................... 159.25 J. B. A. Ladies’ Guild ................. 150.00 Rentals collected....................... 141.00 h-f Eimskipafélag íslands (Hlutabréf og arðmiðar) .............. 161.88 Rev. G. Guttormsson..................... 10.00 4,594.43 Old Tuition Fees........................ 192.00 Year Book 1935 ......................... 275.50 Year Book 1936........................... 33-oo 500.50 $5,094.03 Disbursements— Salaries paid to Teachers to date .... $ 3,335.00 Fuel ................................... 272.50 Insurance Premiums ..................... 128.50 Repairs and Maintenance.................... 7!-93 472-93 Advertising and Printing ............... 108.48 Collection charges ..................... 150.00 Postage, Revenue, Interest and Exch. 25.81 Water and Light......................... 132.85 Telephones ............................. 96.35 Treasurers Remuneration ................ 100.00 Supplies and Sundry Expenses........ 167.62 781.11 4,589-04 Áear Book 1935 ........................... l7AM Year Book 1936........................... H3-50 Paid teachers on account of past due salaries ........................... 208.71 496.52 $5,085.56 Balance Cach in Bank................ 9.37 $5,004.93 Cash covering receipts of Donations to be used for payment on account of Taxes not included in the above Statement. Total of such Donations received to date is $155.85. Certified Correct, T. E. Thorsteinson F. Thordarson Honorary Auditors. Ennfremur lagði J. J. Vopni fram þessa skýrslu yfirskoðun- armanna skólans, sem stíluð er til forseta: June 18, 1936. Rev. K. K. Olafson, President, Icelandis Evangelical Lutheran Synod of America, Árborg, Manitboa. Dear Rev. Olafson: We have completed an audit of receipts and disbursements of the Jon Bjarnason Academy for the year ended June 15, 1936, and enclose certified statement thereof. “WHEREAS the said Icelandic Evangelical Lutheran Synod of America held its last annual convention on tihe igth, 20th, 2ist, 22nd, 23rd, 24th and 25Æ days of June, A.D. 1935, and at such convention decided that it was not feasible to continue to operate the said. school, and authorized the Board of Directors of “Jon Bjarnason Academy” to sell the said school with everything be- gonging thereto, provided that all the liabilities of the said school were assumed by the purchaser or purchasers.” We have ex- amined all documents in connection with such sale and found them, to the best of our knowledge, to be in order. Consequently, all accounts of the Jon Bjarnason Academy have been closed, showing no assets or liabilities. With regard to $400.00 liability of the Academy síhown in last year’s statement, the Directors of the Academy contend that this amount was not to be considered as a liability of the Jon Bjarnason Academy in the event of a sale. In the absence of any definite instructions in respect thereto from the Directors of the Synod, we have accepted as correct tiheir contention on the strength of a report by one of the members of the executive of the Synod to the Board of Directors of the Academy at their meeting on June 28, 1935, that the said $400 liability had been definitely dis- posed of by cancellation at a meeting of the Synod Executive. May we suggest that, in future, it would be very desirable that the auditors be furnished with information by your executive that has any bearing on their work in your behalf. Yours very sincerely, T. E. Tliorsteinson F. Thordarson. Honorary Auditors.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.