Lögberg - 13.08.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.08.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 13. AGÚST, 1936. Sir Gordon og Laurie Stewart Það var hlýjan síðari hluta dags, sem við komum til Doon Abbey. Aldrei hafði eg efast um að frænka mín, lafði Meretoun myndi taka vel á móti Laurie og bjóða hana velkomna, en sú móttaka. sem við fengum, var miklu alúðlegri, já, hátíðlegri heldur en eg gat hugsað mér. Hún skoðaði Laurie hátt og lágt, og dáðist að hinni undurfögru veru, sem nú stóð fyrir framan hana, og þegar þe&sari athugan var lokið, kysti hún hana svo inni- lega og sagði: “Góða Laurie mín, eg var hissa á því vali, sem Sir Gordon hafði gert, en nú er eg það ekki lengur. Hér sé eg þá brúði, sem hann hefir valið sér, og nú skil eg alt.” En hvað Laurie var glöð yfir vinsemd frænku minnar, og hve ákafar brúðarmeyj- arnar voru með að sýna henni alls konar vin- semd. Hr. Stewart var heldur ekki gleymt. En eg hefi alveg gleymt að geta þess, að sam- kvæmt innilegri ósk Laurie, var frú Vann boðin til að vera viðstödd hjónavígsluna, og ■*frá því augnabliki að hún kom, gerði hún alt sem hún gat til að skemta honum. “Gordon,” sagði frænka mín, þegar eng- inn heyrði til okkar, “])ú hefir ágætan smekk. Þessi Laurie þín er fallegasta stúlkan, sem eg hefi séð á æfi minni. Það eina sem eg ekki skil, er það, hvemig hún gat fengið sig til að giftast skipstjóra, jafn smekkvís og tilfinn- ingarík sem hún er. Hún verður þér sannar- lega heimilisprýði, og máske hin fegursta húsmóðir, sem nokkru sinni hefir verið á þínu gamla höfðingjasetri, Egremont. Já, eg hefi felt sterka ást til Laurie Stewart.” Eg gat ekki varist hlátri og sagði henni, að jafnvel á meðan hún var frú Hardross, hefði eg alt af hugsað um hana sem Laurie Stewart. Þetta kvöld sá eg Laurie sjaldan, frænka mín tók hana með sér inn í einkaherbergi sitt. En seint um kvöldið fékk hún þó tækifæri til að hvísla að mér: “ó, Gordon, frænka þín, lafði Meretoun, hefir gert mig skömmustulega; hún hefir gef- ið mér svo marga skrautmuni, að eg hefi aldrei á æfi minni séð neitt líkt þeim.” “Það er samt í öllum heiminum ekkert til, sem er jafn fagurt og þú sjálf,” hrópaði eg um leið og hún skaust burtu — hún vildi nefnilega ekki heyra mitt hrós um sjálfa sig. 16. Kapítuli. A morgun er brúðkaupsdagur minn, ” og öll náttúran virtist að bjóða hann velkominn. Mér er erfitt að muna hvernig hinn 3. júní Ieið; eins og í draumi sá eg fögur andlit, heyrði unaðsfagrar raddir, alstaðar úði og grúði af ilmríkum blómum, menn hlóu, brostu, og sungu; oftar en einu sinni var hvíslað í eyra mér: “Nei, Sir Gordon, en hvað konu- efnið yðar er elskulegt og fagurt.” Laurie fjarlægðist mig meira þenna dag, heldur en eg áleit þarflegt; en það er líklega viðtekinn siður, að brúðurin eigi að vera eins ófram- færin og einurðarlítil þenna dag, og henni er mögulegt. Um kvöldið fundumst við öll við dag- verðarborðið; aldrei hafði ég séð Laurie jafn fagra—lafði Moretoun hafði séð um að klæðnaður hennar skyldi vera aðlaðandi. Laurie leit til mín óframfærnu augnaráði eins og hún vildi segja: “Eg get ekki gert að því, að eg er svo -yndisleg ásýndum, það er öðrum að kenna en mér. ” Hún var skreytt öllu, sem prýtt gat unga stúlku. Bg gat ekki varist því að horfa sí- felt á hana, en loksins, tveim stundum síðar en staðið var upp frá borði, fékk eg tækifæri til að tala við hana. Brúðarmeyjarnar höfðu nefnilega lagt löghald á hana. En nú gat eg aðeins sagt þetta: “Laurie, komdu og gaktu með mér litla stund úti, tunglskinið er svo bjart og fagurt.” Frænka sýndist vera hnuggin mín vegna. “Farðu með honum, Laurie. Gordon hefir naumast séð þig í dag.” Mér hafði fundist að ]>að yrði svo yndis- legt að fá að tala við hana, en nú, þegar eg hafði tækifæri til þess þetta indæla kvöld, gat eg naumast sagt eitt einasta orð; eg var svo hrifinn af því að vita, að það var eg sem átti að leiða þessa óviðjafnanlegu brúði að altar- inu.” En svo jafnaði eg mig svo mikið að eg gat sagt: “Ó, hve óviðjafnanlega mikið eg elska þig, mín kæra Laurie, og á morgun er brúðkaupsdagur okkar.” Eg tók litlu, hvítu hendurnar hennar og kysti þær. Meðan við stóðum þarna svo yfir- burða ánægð, fanst okkur liðni tíminn vera sem draumur — “Water Queen,” hið voða- Iega illviðri, hið rólega, sólbjarta haf, skip- brotið og hinar ánægjulegu vikur á frjósömu hitabeltiseyjunni. Hvað við máttum vera þakklát fyrir að hafa sloppið svo vel frá hin- um yfirvofandi dauða. Það var blæjalogn þetta kvöld, og við heyrðum bárugjálfrið við hina fjarlægu strönd. Það þu,rfti ekki meira en sjávar- hljóðið til að gera hana hrædda. “Gordon,” hvíslaði hún, “hugsaðu þér, eg heyri til hafsins.” “Góða mín, skeyttu ekkert um það,” sagði eg og hló. “Bylgjumar syngja lukku- óskir til okkar komandi brúðkaupsdags. ” En þar eð eg vissi að henni var ógeðfelt að heyra til hafsins, sagði eg að okkur væri bezt að fara inn aftur. “Það sem mér gekk til að fá þig út var það, að geta verið fáein augna- blik einn hjá þér, og fá að heyra að þú elsk- aðir mig, kæra Laurie mín. Elskar þú mig, Laurie!” “Já, Gordon, eg elska þig sannarlega meira en eg fæ með orðum lýst.” ■ Svo gengum við aftur inn í samkomu- salinn, og þar voru allir gestimir staddir. Þar voru ýmsir aðrir en brúðarmeyjarnar. Það var stungið upp á því að leika á hljóð- færi, og eg man það, að ung stúlka söng upp- áhaldslagið mitt, “Annie Laurie.” Meðan þetta lag var sungið, opnaði þjónn dvrnar og gekk þangað sem lafði Meretoun sat. Hann hvíslaði nokkrum orðum að henni og hún stóð upp agndofa af hræðslu. Hún bað stúlkuna afsökunar, sem hún var að tala við, og fór svo út. Eg var svo hrifinn af þessum fagra söng, að eg gekk beint tli Laurie til þess að heyra hann betur. Þá voru dyrnar opnaðar og inn kom lafði Meretoun; andlit hennar var mjallahvítt og hún leit út fyrir að vera afarhrædd, hún rétti hendurnar í áttina til mín. “Ó, Gordon!” sagði hún til að byrja með. Meira gat eg ekki heyrt, því bak við hana stóð — hafi eg verið með fullu viti— Eiríkur Hardross, eiginmaður minnar heitt- elskuðu Laurie. Og að hugsa sér, eg átti að giftast, henni á morgun. Eg hljóðaði ekki, en það kom dimm þoka fyrir augu mín; mér virtist eg heyra brim- ldjóð frá hafinu. 1 þessu ofboði rétti eg fram hendur mínar, og snart hina skrautklæddu Laurie og indæla hárið hennar; svo veit eg ekki hve langur tími leið, heldur ekki hvað fram fór, en brátt varð eg þess var að allir voru farnir út úr salnum, nema við þrjú— Laurie, Hardross skipstjóri og eg; við stóð- um þar og horfðum hvor á annan. Eg hélt ennþá utan um hana, eins og ekkert, ekki einu sinni dauðiifn, gæti sjkilijð okkur að. Yið störðum hvort á annað — það er ómögulegt að segja hvort okkar bar stærri hræðslumerki. Nokkrar voðalegar mínútur liðu; eg gat heyrt slög hjarta míns og sömuleiðis hennar. Svo gekk hann til okkar, þreif í handlegg minn eins og með járnbreipum, fleygði hon- um frá henni og hrópaði: “Hún er mín eigin! Hún er kona mín! Látið þér mig fá hana!” Þetta var satt — voðalegur sannleikur -—hún var í raun og veru kona hans. Eg þekti ekki mína eigin rödd þegar eg sagði: “Eg — við — héldum að þér hefðuð druknað.” “Já, það lítur út fyrir það. Þið hélduð að þið væruð laus við mig um allan ókominn tíma. Þið megið trúa því að mér þykir leitt að valda ykkur slíkum vonbrigðum með því að koma lifandi aftur. Staðreyndin er — af- sakið að eg kem lifandi aftur — að eg ætlaði mér að drukna um leið og “Water Queen” sökk. “Já, það var sagt svo; fyrsti stýrimað- ur sagði mér, að hann hefði séð yður sökkva með skipinu.” “Eg gerði það líka,” svaraði hann, “en það vildi svo til, að skipið var kyrt á sjávar- botni en eg kom upp aftur, og þá náði eg í bjálka sem flaut ofansjávar; margar klukku- stundir lá eg þannig og flaut um kring, en einmitt þgear eg var við það að deyja, kom gufuskip, sem ætlaði til Kína, og tók mig með sér þangað; hve margar vikur eg lá þar veik- ur, veit eg ekki, né heldur hvað fram fór í kringum mig; eg veit aðeins, að löngu seinna kom eg til Englands í því skyni að finna konu mína þar. 1 enskum blöðum hafði eg séð að henni varð bjargað. Eg fór til St. Romas, og þar var mér sagt að hún hefði ferðast burt með föður sínum til að gifta sig. Eg hló að þeim, sem sagði mér þetta. “Til þess að gifta sig!” hrópaði eg, “en eg er maðurinn hennar.” Þá sögðu ]>eir mér að maðurinn hennar hefði druknað fyrir ári síð- an, þegar skipið, sem hann var skipstjóri á, fórst. “Þekkið þið mig þá ekkif ” spurði eg, en þeir hopuðu á hæl dauðhræddir og sögðu: “Guð minn góður,.það er hann.” “Hverjum ætlar kona mín að giftast?” spurði eg, og eg hefði getað bölvað yður, þegar þeir sögðu: “honum Sir Gordon” — landamerkjaridd- aranum mínum, sem eg bar fult traust til.” “Eg hélt að þér væruð dauður,” svaraði eg. “Þér hefðuð getað beðið ögn lengur, til að sjá—” Hann þagnaði skyndilega, Hin ógæfu- sama unga kona, sem hafði horft á hann föl og óttaslegin, datt niður við fætur hans, án nokkurrar stunu og nokkurs orðs. Hann ætl- aði að lyfta henni upp, en eg varð fyrri til þess. “Snertið þér hana ekki, ” hrópaði hann með þrumuraust, 1 ‘ hún er mín kona. ’ ’ “Eg veit nú,” sagði eg alúðlega, “að hún tilheyrir yður — mér kemur ekki til hug- ar að þræta um heimild yðar til hennar — en leyfið mér að lvfta henni upp í þetta sinn— svo hún geti séð andlit mitt um leið og hún opnar augun.” “Mig gæti langað til að drepa yður,” sagði hann æðisgenginn; “þér hafið stolið hjarta konu minnar frá mér! Eg bölva fagra andlitinu yðar, mjúku röddinni og viðfeldnu framkomunni. Þér hafið stolið hjarta lienn- ar frá mér. ” “Þér gleymið,” svaraði eg rólegur, “að eg áleit yður dauðan. Þér getið ekki neitað því, að eg hafði heimild til að giftast þessari ógæfusömu konu, þegar við vorum bæði sann- færð um að þér væruð dáinn.” “Hún er konan mín,” endurtók hann grár í andliti af reiði. Þegar eg leit á andlit Laurie, fanst mér það betra fyrir hana, að hún væri dauð þar sem hún lá, heldur en að vakna til lífsins aft- ur. En þá lauk hún upp augunum, og eg sá í þeim sömu takmarkalausu hræðsluna, sem eg hafði svo oft séð á skipinu, þegar hún sá mig, brosti hún veiklulega. “Hvað er þetta, Gordon?” hvíslaði hún, j)á reyndi Hardross að rífa mig frá henni. “Það er sem þér sýnst, frú Ilardross. Eg er ekki dauður, eg er hér bráðlifandi til þess að krefjast þín. ” Eg hafði legið á knjám fyrir framan liana, til þess að reisa hana upp; en nú sá eg að það var tilgangslaust að lengja kvalatíma okkar, og stóð því upp. “Maðurinn þinn er kominn aftur, Laurie,” sagði eg; um leið og eg leit á liann, sagði eg: “Hér þarf engin óviðeigandi of- ííkisstörf, Hardross skipstjóri, en þér verðið að leyfa mér að kveðja þessa persónu, sem á morgun átti að verða kona mín.” Laurie tóð upp skjálfandi, og leit frá honum á mig, síðan spurði hún með þeirri rödd, sem eg aldrei gleymi: “ Verð eg að fara með honum, Gordon?” “Auðvitað,” svaraði maður hennar. Hvers vegna spyr þú um slíkt? Það er skylda konunnar að vera hjá eiginmanni sín- um. ’ ’ Hún horfði enn á mig með sama óvissa svipnum. “Ertu viss um það, Gordon, að eg verði að fara burtu héðan — burtu frá þér?” “Eg er viss um það, kona, hvað sem liann svo segir,” sagði Hardross skipstjóri. Bn eg gat ekki staðist þessa biðjandi, ang- urværu rödd, og sagði því: “Þú skalt ekki fara héðan, Laurie, ef það er gagnstætt vilja þínum.” Hardross hló. “Það lítur út fyrir að þér séuð fróður um lög, og rétt, Sir Gordon; mér þætti gaman að vita hvaða lög heimila yður að halda konu minni hér?” “Hún gæti fengið skilnað frá yður, af því þér hafið verið vondur við hana,” svar- aði eg; bæði eg og aðrir hafa séð yður berja hana. ” Hann gekk fáein skref frá henni við að heyra þessi orð, og unaðsblíður svipur kom í ljós á andliti hans. “Hefi eg verið grimmur við þig, Laurie? Ó, eg var búinn að gleyma því — þú gerðir mig stundum svo tryltan. Þú komst mér til að elska þig og hata á sama augnabliki. Eg skal aldrei gera það aftur, góða. ’ ’ “Segðu orðið, Lurie,” sagði eg. “Þessi maður hefir barið þig og farið illa með þig. Segðu orðið. Eg fer héðan í kvöld, og sé þig aldrei aftur, en frænka mín skal annast ]»ig og varðveita þig. Þú skalt eiga heima hjá henni, og lögmaður hennar skal taka mál ]>itt til meðferðar. Þú þarft aldrei að fara aftur til þessa manns, ef þú vilt það ekki.” Hardross var orðinn mjög fölur. “Laurie,” sagði hann, “þessi orð eru fölsk, — láttu þau ekki freista þín. Bnginn maður getur eyðilagt lög biblíunnar, sem gerðu þig að konu minni, og skipa að þú skul- ir halda áfram að vera það.” Það er engin furða þó Laurie horfði á ókkur á víxl, í algerðri óvissu. Þetta var voðaleg stund fyrir hana; við elskuðum hvort annað svo innilega. “Laurie,” sagði Hardross skipstjóri, ‘ ‘ eg er að náttúrufari ruddalegur og harður maður, en þegar eg giftist þér, elskaði eg þig eins heitt og nokkrum manni er mögulegt að gera. Þegar eg sá þig í fyrsta sinn, varð eg afarástfanginn af þér, og þessi takmarka- lausa ást mín varð mér til ógæfu. Þú varst svo ung, alt of ung, alt of blíð, auðmjúk og tilfinninganæm til þess að vera kona mín. Eg sá þetta ekki fyr en seinna, en þegar eg varð ✓ þess var, varð eg gripinn af æði. Þegar eg var verstur við þig, þótti mér vænst um þig. Gramastur varð eg þegar eg sá að þú varst hrædd við mig og alt sem mig snerti. Laurie, eg skal aldrei oftar vera vondur við þig.” Hann nálgaðist hana, en hún flúði undan honum, eins og hún væri hrædd við að hann mundi berja sig. Þegar Eiríkur Hardross sá ]>etta, byrgði hann andlitið með höndum sín- um og kveinaði sárt. Nú varð aftur löng og þreytandi þögn. Laurie áttaði sig fyrst. Þangað til nú held eg hún hafi verið alveg magnlaus, og ekki vitað hvað hún átti að segja eða gera. Nú settist liún niður, strauk hendinni um enni sitt, eins og hún vildi strjúka burt allar sínar hálf- rugluðu hugsanir. Svo stóð hún upp mjög róleg, og leit út sem sönn myndastytta hinn- ar dýpstu sorgar. 1 allri framkomu hennar og dökku augunum var auðvelt að lesa hana. “Eg hefi gleymt,” sagði hún alúðlega og sneri sér að manni sínum, “að eg var fyllilega sannfærð um að þú værir dauður. Þegar eg því sá þig hér, varð eg alveg utan við mig og gat ekki hugsað. Alt sem þú hefir sagt er satt, eg er kona þín, og eg á að vera hjá þér. hún talaði rólega, en hreimurinn í rödd lienn- ar gaf til kynna, að hún væri næstum frávita af sorg. “Eg ætla að fara með þér,” sagði hún, “en þú verður að vera þolinmóður og sýna mér umburðarlyndi. ” Svo talaði eg: “Er það með fullum og frjálsum vilja að þú ætlar að fara með honum, Laurie? Hugsaðu um það, að ekekrt vald í heiminum getur flutt þig héðan án þess þá viljir það sjálf.” “Það er skylda mín,” svaraði hún með sama tilfinningarlausa rómnum, “eg á ekki á öðru val.” “ Af því eg er eins fús að deyja fyrir þig og lifa fyrir þig,” sagði eg. Ösegjanlegt traust lýsti sér í angurværa brosinu heimar til mín. “Eg veit það,” sagði liún, og svo mælti Hardross: ‘ ‘ Eg fól konu mína í yðar vernd, og bað yður að gæta heímar, Sir Gordon, en ekki ætlaðist eg til áð þér stæluð hjarta hennar frá mér. Ef til vill hefði hún með tímanum lært að elska mig, hefði ekki skipbrotið og þér komið til sögunnar.” “Eg get ekki dæmt um þetta efni,” svar- aði eg, “en eg get ekki ímyndað mér að nokkur kona geti elskað þann mann, sem ber hana. ’ ’ Ilún sneri föla, fallega andlitinu að mér. “Þey, Gordon, við skulum ekki tala hörð og bitur orð, það er eins og hann sé risinn upp frá þeim dauðu.” Mér leið í rauninni afar lila, en samt varð eg glaður yfir því, hve vingjarnlega liún ávarpaði okkur báða. Skipstjórinn reyndi að taka hendi hennar. “Þykir þér vænt um að sjá mig?” spurði liann. “Ertu glöð yfir því að eg druknaði ekki ? ’ ’ “ Já,” svaraði hún alúðlega, “mér þykir vænt um að þú ert lifandi og frískur.” “Það er ekki þess konar kveðja, sem mig liefir dreymt um í marga mánuði,” sagði hann gremjulega; “en eg er einn þeirra manna sem ekki fæ sjálfur að velja. Eg finn að menn leyfa mér að vera hér, en bjóða mig ekki velkominn hlýlega; þess gat eg heldur ekki vænst.” Andlit skipstjórans sýndi að reiðin fékk meira og meira vald yfir honum; andlitið varð dökt og augun skutu eldingum. ‘ ‘ Eg skal verða ánægður ef þú fylgir mér héðan undir eins,” sagði hann. Laure leit á hann kvíðasdi augum. * ‘ Svo fljótt, Eiríkur ? Faðir minn er hér og þú vilt þó að líkindum sjá hann?” “Er það of fljótt? Hvert augnablik sem ])ú dvelur í þessu húsi, er móðgun gegn mér. Mig langar ekki til að sjá föður þinn, mig langar ekki til annars en að koma konu minni sem fyrst í f jarlægð frá þeim manni, sem hef- ir dirfst að elska hana.” Eg vildi ekki tala meira við hana, eg vildi ekki þræta við hann í nærveru hennar, enda þótt eg þættist sjá á honum, að hann langaði til að eg gerði það. “Laurie,” sagði eg einu sinni enn, “segðu nú þetta áríðandi orð, ekki eingöngu mín vegna, heldur sjálfrar þín vegna. Segðu að þú viljir helzt ekki fara með honum, og eg er sannfærður um, að ef þú gerir það, líður þér aldrei vel.” ‘ ‘ Þá sem Guð hefir sameinað, skal engin manneskja aðskilja,” sagði hún. “Bg fer burt með eiginmanni mínum, Gordon, og eg fer héðan strax.” Hún snéri sér að manni sínum svo yndis- leg og blíð. “Eg hefi elskað hann svo heitt, Eiríkur,” sagði hún ofur hægt, “hann hefir yerið svo góður við mig, og nú yfirgef eg hann fyrir fult og alt; eg sé hann aldrei aft- ur.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.