Lögberg - 13.08.1936, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.08.1936, Blaðsíða 7
7 LÖŒBERG, FIMTUDAGINN 13. AGÚST, 1936. Bullið í Kaldbak og vottorða-farganið Ýmsa mun reka minni til, a<5 liafa séð skammavaðal nokkurn, eftir J. S. frá Kaldbak, í Hkr., fyrir ekki mjög löngu síðan, og þar með tals- verða syrpu af vottorðum, frá viss- um mönnum í Riverton og víðar að. Þegar greinin kom út — þetta endemis bull sem hún var — datt mér i hug, a<5 full nauðsyn væri á, að binda enda á þessa deilu okkar Kaldbaks, því það væri ekki van- virðulaust, að sjá svo ljótan sam- setning í vestur-islenzkum blöðum, eins og nærri allar deilugreinar Kaldbaks hafa verið. Tók eg því það ráð, að eg skrif- aði stutta og meinlausa kvittun fyrir greinar-ómyndinni og sömuleiðis fyrir vottorðunum er fylgdu. Fór eg hinum vægustu og minst særandi orðum um greinina. Og að vottorð- unum fann eg ekki neitt. Tók þeim vinsamlega, þó eg um leið benti á, að vottorðin Ihefðu það eina gildi, að gefa til kynna persónulegt álit höf- undanna, því það sem einum þykir gott þykir öðrum óhafandi, en hver og einn hefir fullan rétt á sinni eigin skoðun og verður ekki um það deilt. Þessari smágrein minni, eða kvitt- un, var engin ástæða til að svara einu einasta orði. Kaldbak var bú- inn að hafa seinasta orðið í deilunni og þeir, sem nú voru farnir að styðja hann að verki. Þá var málið búið. Eða, ef Kaldbak og vinir hans, hefðu endilega viljað segja eitthvað um þessa meinlausu kvittun mina, þá hefði legið beinast við, að segja eitthvað sæmilega kurteist um hana, og var þá málið líka þar með búið. Eg hefði ekki hreyft þessu framar. En það var öðru nær en að Kald. bak litist að vera ánægður með þetta. Hann rýkur upp, þessi “fígúra,” öskuvondur. Virðist honum, að nú eigi að beita sig verulegum rang- indum, ef til þess sé ætlast, að hann hætti að rífast. Nú sé hann fyrst búinn að ná sér á stryk. Nú sé hann loks vel útbúinn til að berjast. Vottorðin eru vopnin, er hann hefir fengið í hendur. Með þeim hyggur hann, að vegurinn sé beinn til mik- ils frama. Auðséð er að Kaldbak leggur tvennan skilning í vottorðin. Fyrst þann skilning, að þau sanni alt bull hans. Segir það raunar berum orð. um. Þar næst skilur hann, að í vottorðunum liggi umboð til að hætta nú ekki, heldur halda áfram að rífast og jafnvel að herða á rifr- ildinu. Með þessum tvöfalda skilningi hafa vottorðin líkt og sterkur mjöð- ur, stigið til höfuðs Kaldbaks. Hann ræður sér ekki fyrir yfirlæti og mikilmensku. Allir vegir sýnast honum nú færir. Nú getur hann ^ fyrst verulega hefnt sín á þeim sem honum er í nöp við og ætlar líka að gera það rækilega. Ekki er það sjáanlegt á vottorð- unum, að í þeim felist umboð til að endurnýja rifrildið og það með auk- inni vonzku. Hafi Kaldbak fengið slikt umboð, þá er það með ein- hverju öðru móti en í vottorðunum sjálfum, þvi þau gefa ekkert slikt til kynna. Svo vill nú til, að flestir þeir, sem vottorðin gáfu, eru góðkunningjar minir. Man ekki til að annað en alt fremur gott og þægilegt hafi milli okkar farið á undanförnum árum. Var og þetta ein ástæðan, meðal annara, til þess að eg kaus fremur að gera vottorðin ekki að óánægju- efni. Ekkig et eg þó neitað því, að mér fanst tiltæki þeirra Riverton-manna, með vottorðum þessum, næsta kyn- legt. Það mun vera mjög sjald- gæft, að hópur manna slái sér inn í deilu, annars vegar, þar sem tveir hafa áður deilt. Flestir vilja i lengstu lög sneiða hjá slíku tiltæki. Altalað er í Riverton, að Kaldbak hafi farið ónýtisför, er hann fyrst leitaði þíir fyrir sér með lofsamleg vottorð. Vildi hann fyrir alla muni ná í gott vottorð þar hjá vissum manni og fór fyrst til hans. Var hann víst í þann veginn að stynja upp eiiindinu, er maðurinn sagði honum að slíkt vottorð dytti sér ekki í hug að gefa, og bætti því við, að hann mundi engin vottorð fá. Menn mundu ógjarna vilja slá sér inn í þessa deilu. En þar feilaði þeim gáfaða manni, því að vottorðin fékk Kaldbak, og þau bæði mörg og vel útilátin. Eitthvað svipað þessu mun hafa komið fyrir í Mikley, þá er speking- ur þessi var í vottorðaleitinni þar. Ekki undrar mig neitt þó Kaldbak dytti i hug þessi vottorða-leið til að slá sér upp og geta sýnst mikill maður. Flestir hégómlegir menn elska sjálfa sig umfram alt annað, eru eins og fullir af sjálfum sér. Vegsemd þeirrá verður aldrei of- mikil. Og ef heill hópur manna fæzt til að vera þénustu-reiðubúinn að gefa góð meðmæli, þá nota þessir menn sér þá greiðvikni oftast ræki- lega. Það fyrsta sem mér kom til hugar við lestur vottorðanna, var það, að þau væru gefin af brjóstgæðum við Kaldbak. Hann hefði borið sig herfilega. Hefði verið í öngum “Pin Money” Smart Footwear Low in Price Probably you’re well acquainted with the smartness of “Pin money” shoes—meet them in their new styles and patterns. One smart-stepping low tie shows suede inserts and cut-outs. A one-strap style has a grained leather trim. Good-Iook'ng fashions with wide straps or centre buckles. See these and other styles before the size range is broken. Cuban or con- tinental heels. Brown, black, a few navy. Sizes AA to D. 4 to 9. Pair $3.00 Women’s Shoe Section, Second Floor, Hargrave. FT. EATON WINNIPEG CANADA KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS NOTIÐ NUGA-TONE Pau hin ýmsu eiturefni, er setjast að í líkamanum og frá meltingarleysi stafa, verða að rýma sæti, er NUGA-TONE kemur til sögunnar; gildir þetta einnig um höfuðverk, o. s. frv. NUGA-TONE visar ðhollum efnum á dyr, enda eiga miljónir manna og kvenna því heilsu sína að þakka. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE I ábyggilegum lyfjabúðum. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. sínum út af öllum slysunum í fræði- menskunni. Þarna var þá líka ein ástæðan til þess, að eg vildi siður þurfa að gera vottorðin að óþægi- legu umtalsefni. Eg vildi ekki þurfa að skemma þetta miskunnarVerk' þeirra þar í Riverton. Svo vel hefðu þeir Riverton-menn þó átt að þekkja Kaldbak, að þeir hefðu átt að vita, að það var ekki alveg hættulaust að fara að hrósa honum og það heldur i frekara lagi. Man eg heldur ekki til að hafa noltkurn tíma séð svona vottorða- syrpu í deilumáli fyrri á minni æfi. Hygg eg að þessi aðferð sé mjög óvenjuleg, ef ekki sem næst dæma- laus. Hégómleg áfergja Kaldbaks, að ná í hrós manna, er vitanlega skiljanleg. Honum er fyrir öllu að geta sýnst mikill. En að hópur vel metinna borgara rjúki til og láti undan annari eins fáfengilegri á- leitni, það er ekki svo lítið undrun- arefni. “Það þarf sterk bein til að þola góða daga,” segir gamall málsháttur. Eitthvað svipað mætti segja um þá tegund velgengnis þegar mönnum er hrósað. Sá sem kann að taka lofi með hógværð, er ekki með öllu smár. Hann hefir lært að verðleggja þá vöru eftir hæfilegum reglum. En þeir, sem eru sí og æ á þönum að ná í eitthvað sem geti hreykt þeim upp og látið þá sýnast stóra í annara augum, þeim er hrósið ekki hættulaust. Það sannast á aum- ingja Kaldbak. Hann ræður sér ekki fyrir mikilmensku. Hefir orð- ið eins og ærður fyrir hrósið sem þeir brjóstgóðu menn í Riverton hafa á hann borið. Hann hefir gert vottorðin að fargani, þó þau væru sjálfsagt vel meint í fyrstu. Sem kunnugt er höfum vér mikið málfrelsi, ritfrelsi og prentfrelsi hér í landi. Þó gæti, ef ti.l vill, verið nokkurt álitamál hvort ritsmíðar Kaldbaks, í þeim ósæmilega búningi sem þær eru, eigi nokkurn rétt á sér birtast á prenti. Sama mætti senni. lega segja um sum ljóðmæli hans. Margir hafa undrað sig á, að vísan ljóta, er byrjar á orðunum: “Þér er tamt að þenja kjaft, þrælborin í grunni,” er var í nýársblaði Hkr., skykli nokkurs staðar fást prentuð. Sú vísa hefir oft borist í tal og hefir viðkvæðið æfinlega verið það sama, að fólk er alveg ‘forviða á, að hún skyldi komast á prent. Einn spaug- samur náungi var svo fyndinn að segja við mig, að þar hefði Kaldbak átt að hafa fyrirsögn og setja “Sjálfslýsing” yfir visuna. Spaug- ið er napurt, en ekki með öllu ó- verðskuldað. Og sízt mundi það sitja á aKldbak að vera svo kvartsár að fara að væla, eða að vonzkast, út af skopinu, svo harðleikinn maður og óvæginn sem hann er. Með þá grillu í höfði hefir Kald- bak lengi gengið, að menn séu hræddir við hann, og þess vegna hafi hann æfinlega seinasta orðið. Þarna mun um smávegis misskilning vera að ræða. Víki menn úr vegi fyrir honum, þá er það sjálfsagt fremur fyrir óþefinn sem af honum leggur, en vegna þess hve mikið og ægilegt hetjumenni hann sýnist vera. Menn sem eru sæmilega búnir vilja ó- gjarna takast á fangbrögðum við þann, sem kemur útataður í óþokka upp á höfuð. Þetta þarf Kaldbak að skilja. Yrðu ritsmíðar hans þá sennilega ekki út af eins ógeðsleg- ar eins og þær nú eru.— • Jóhann Bjarnason. Minni Canada i. ÁGÚST 1936. (Framh.) í engu landi sem þessu, að undan- teknum Bandaríkjunum, hefir það sýnt sig að mannfólkið getur búið saman í sátt og einingu, þó næma tilfinningu hafi fyrir sérstæði og sjálfstæði sínu gagnvart samsveit- ungum sínum, tali eigi sömu tungu, en leggi rækt við sögu og bókmentir sinnar eigin þjóðar og fræði til munns og handar. Fæst af því fólki er flutt hefir hingað frá löndum Norðurálfunnar og komið var til aldurs, hefir náð neinum verulegum tökum á enskri tungu. Til engrar tvídrægni hefir þetta leitt eða skaða fyrir rákisheildina. Hversu síður myndi það þá eigi verða, er tímar liðu fram og hver þjóðflokkurinn hefði betri kynni af hinum, allir gætu talað sömu tungu, án þess þó að hafa mist neitt af sjálfum sér. En það kalla eg að missa eitthvað af sjálfum sér, og það ekkert smáræði, ef maður glatar móðurmáli sinu og öllum kynnum af sögu og menningu sinnar eigin þjóðar, — en það fylg- ist oftast að. Maður tapar hvorki meira eður minna en sjálfum sér. Of mikil stund er lögð á það að afmá öll þjóða einkenni, og að koma inn hjá sem flestum að þetta sé vel- ferðarskilyrði. Meiri heimsku getur naumast. Það er svo þver öfugt við það að þetta sé velferðar skilyrði að það er blátt áfram hið mesta gjör- ræði, gagnvart komandi öldum. Ef hér á að vaxa upp fjölþætt menn- ingar og mentalif, ekki eingöngu meðal mentamannanna heldur og alls almennings, — en um það eru allir sammála að svo skuli verða, úr hverju eiga þeir þættir að vera spunnir, ef allri þjóðar kunnáttu, hinna ýmsu þjóðflokka, er kastað á glæ og ekki er annað eftir en togið —stritið fyrir munn og maga? Vér vitum að öllu nýlendu lífi fylgir viss afturför. Hjá því verð- ur ekki komist. Tíminn og kraft- arnir ganga i það að gera sér ný- bygðinau ndirgefna og at’la saðning- ar og klæða. Hin eina vörn gegn á- rásum slíkrar afturfarar er sú lifs- þekking, kunnátta og listræni er þjóðirnar hafa öðlast með þúsund ára reynslu, og gengið hefir i arf til hvers einstaks manns. Það varð- veitir sálina. Sé þessu glatað, eða steypt yfir það huliðshjálmi, hversu mikið geta þá þjóðbrotin lagt til hinnar tilvonandi menningar fram- tíðarinnar ? í bak við þessa viðleitni að má burtu hin ýmsu þjóðaeinkenni stend- ur óttinn við það að ríkisheildinni sé einhver íhætta búin af þeim. En hvílík fásinna það er, hefi eg þegar bent á. Saga landsins mótmælir því, svo langt sem henni er ennþá koinið. Að vísu er kannske léttara að stjórna, að ráða fyrir, þeirri þjóð, sem dáið hefir andlegum dauða, en hinni, sem lifir menningarlífi, en hver óskar að tilkomi það ríki, hér í Canada ? Með því að þjóðflokkamir vað- veiti sjálfstæði sitt og búi með vinsemd hver við annan, kynnast þeir, og eftir þvi sem timar líða og kynningin verður meiri vex virðing þeirra hver fyrir öðrum og þeir lána hver hjá öðrum, — hugsjónir, hug- myndir og smekk fyrir því sem bezt má fara í hverju einu, og spyrja eigi hvaðan það sé fengið. Á þann hátt vex upp hin margþætta menning, hugsjónarík og tungumálafróð,er vér óskum til handa Canada. Þeir gefa mest er af mestu hafa að taka, og lána minst, hinir lána mest er af litlu hafa að taka og gefa minst. En til þess þetta megi takast verður hver og einn að varðveita sjálfstæði sitt og fylgja eftir rétti sínum i bróður. legri samkepni og með fullri vin- semd.— Business and Professional Cards | PUYSICIANS and, SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og. Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, neí og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 J Dr. P. H. T. Thorlakson 20 5 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bta. Phones 21 21$—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir VlBtalstlml 3—5 e. h. 218 Sherburn St.~Simi 30877 41 FURBY STREET Phone 36 137 StmlS og semji8 um eamtalstlma BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfraeOingur Skrlfstofa: Room 811 McArthur lslenzkur lögfrœOingur Building, Portage Ave. P.O. Box 16 56 800 GREAT WEST PERM. BLD. PHONES 95 052 og 39 043 Phone 94 668 BUSINESS CARDS DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 2X2 CURRY BLDG„ WINNIPEXJ Gegnt pðathúslnu Slmi 96 210 Heimllls 33 321 CorntoaU 2?otel Sérstakt ver8 á. viku fyrir nðmu- og fiskimenn. KomiS eins og þér eruB klæddlr. J. F. MAHONEY, f ramk væmdarstj. MAIN A RUPERT WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um ðt- farir. Allur útbúna8ur sá bezU EnnfrBmur seiur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna Tekur a8 sér a8 ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgS og blf- reiBa ábyrgðir Skrlflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 828 Þér vitið að forfeður vorir fundu V fyrstir hvítra manna, þetta land og gerðu tilraun til að nenia það. Þeir fóru hingað nokkrar landkönnunar ferðir og gáfu eyjum og og annesj- um, við austurströndina heiti, er til kynna gáfu eiginleika þessara lands- hluta. 1 einni þessari landkönnunar- ferð gerðist sá atburður, er eg vil skýra frá, og er einkar merkilegur sökutn orða þeirra er þá voru mælt. Eg hefi stundum spurt sjálfan mig um það, hvort orð þessi hafi verið spá fyrir síðari tímum og þeim sem í hönd fara. Frá atburði þessum er skýrt í Eiríkssögu Rauða og gerðist hann á heimleið þessara fyrstu íslenzku vesturfara. Þorfinnur Karlsefni hafði dvalið um hrið í Vínlandi með föruneyti sínu, en varð þá fyrir áhlaupi af Skrælingjum svo að sló i bardaga. Voru drepnir af honum tveir menn, en Skrælingjar hörfuðu undan. Eft- ir bardagann virtist Þorfinni óráð- legt að lengja þar dvöl sina, svo að eftir lítinn tíma sneri hann aftur til Grænlands. Á norðurleið stanzaði hann í Straumfirði. Þar hafði liann haft vetursetu áður, er þeir könnuðu land á suðurleið. Getur sagan þess, “at þar voru fyrst alls gnóttir þess Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEQ DR. T. GREENBERG DentUt Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apta. 814 Sargent Ave„ Winnipeg J. J. SWANGON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG„ WINNIPEO Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgS af öllu tægi. Phone 94 221 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG paepilecrur og rólegur bústa/lur l miðbiki borgarinnar. Herbergl $.2.00 og þar yflr; mei baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlBir 40c—60c Free Parking for Questt er þeir þurftu at hafa.” Bjó hann þar um föruneyti sitt um sumarið, en sjálfur hélt hann, með fjörutíu manna • skipshöfn, norður að leita Þórhalls veiðimanns, er í för var með honum frá Grænlandi, en snúið hafði þar aftur við níunda mann sökum þess að honum gazt ekki að landinu. Með Þorfinni var Þor- valdur sonur Eiríks Rauða. Var hann stýrimaður á skipinu. Fóru þeir kunnar leiðir, norður fyrir Kjalarnes, þar sem þeir lestu skip sitt á suðurleið, og vestur með nes- inu, þar var skógur mikill og hvergi rjóður í. Komu þeir þar að á og lögðu inn i árósinn. Vildi það þá til einn morgun að ör flýgur úr landi af bakka þeim er þeir lágu við. Varð Þorvaldur fyrir skotinu. Dregur hann út örina og segir: “Gott land höfum vér fengit kostum, en þó megurn vér varla njóta.” Andaðist hann litlu síðar. Það eru þessi orð Þorvaldar Ei- ríkssonar og hin raunalegu æfilok hans, er mér virðast íhugunarverð. Hann sá og fann að landið var gott og kostum búið. Hann fann að það var stórum betra, en landið sem þeir höfðu komið frá. Þeir höfðu ætlað (Framh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.