Lögberg - 20.08.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.08.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. ÁGÚST, 1936. Högfteng OeflB flt hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO 53.00 um áriS—Borgist fyrirfram The "Lögberg” ls printed and published by The Columbia Press, Limíted. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Leátrarfélagið á Gimli A föstudagskvöldið var, mintust Gimli- búar þoss með veglegum mannfagnaSi í sam- komuhöll bæjariná, aS lestrarfélag bygÖar- manna átti þá fjórSungsaldar afmæli. ViS- eigandi var þaS og í rauninni sjálfsagt, aS jafn mikilvæg tímamót í sögu þessara menn- ingarsamtaka, yrSi eigi þöguS í hel eSa fram- hjá þeim meS öllu gengiS, ekki sízt er tekiS er tillit til ]>ess, aS í vor sem leiÖ kom félagiS sér upp prýSilegu húsi fyrir bókasafn sitt, er nú mun telja nálægt tólf hundruSum ágætra og vel innbundinna bóka. — BókasafniÖ, og þá ekki hvaS sízt hiS nýreista heimili þess, ber þess ljósan vott, hve miklu má áorka, þrátt fvrir kreppuna og erfiSar aSstæSur, ef unniÖ er í einingu aS því, sem barist er fyrir, og hugur fvlgir máli. I ])jó8ræknismálum vorum, engu síSur en öSrum mannfélagsmálum, verSa þaS vita- skuld verkin, sem ávalt tala hæzt. Mannfagn- aSur sá, er lestrarfélagiÖ efndi til í tilefni af afmæli sínu, var hinn virÖulegasti, ríkmann- legur veizlukostur og skemtiskrá fjölbreytt. Séra Jóhann Bjarnason skipaÖi forsæti. Er- lendur GuSmundsson fræÖimaÖur, rakti ítar- lega tildrögin aS stofnun lestrarfélagsins og skýrSi jafnframt starfsferil þess og þróunar- sögu frá fyrstu tíS; er Erlencfur, sem þjóÖ- kunnugt er, sérlega greinargóÖur maSur, sögufróSur og stálminnugur; er þess aS vænta aS þetta sögulega yfirlit hans komi fyrir al- mennings sjónir áSur en langt um líSur.— Séra B. Theodore SigurSsson frá Selkirk, flutti all-langt erindi um íslenzka menning og nauSsyn þjóÖernislegra samtaka vor á meSal; var erindiS hvorttveggja í senn, þrungiÖ af eldmóSi og samiÖ á gullaldarmáli. Er gott til þess aS vita, er vestræn, íslenzk æska á í hópi sínum jafn glæsilega forvígismenn og séra Theodore svo augljóslega er. Hljómsveit, undir forustu Ola Thor- steinssonar hljómfræSikennara, skemti veizlu- gestum hiS bezta. Hefir Óli nú um langt skeiS veriS brautryÖjandi á sviSi söngmenn- ingarinnar meÖal fólks vors í bygSum Nýja íslands; munu bygSarlögin lengi bera vott þeirra menningar áhrifa, er hann hefir kveikt og viÖhaldiÖ innan vébanda þeirra. Frú SigríÖur Olson, þessi vængjaSa og volduga söngvadís í félagslífi vor íslendinga vestan hafs, söng fjölda laga eftir ýms hin nýrri tónskáld þjóÖar vorrar; vakti hin unaÖslega rödd hennar, ásamt frábærri túlk- an viÖfangsefnanna, þá hrifningu, er seint þeim úr minni líSa, er á hlýddu. Tvö kvæÖi, helguÖ lestrarfélaginu og af- mæli þess, eftir þá J. H. HúnfjörS og rit- stjóra þessa blaÖs, voru lesin á minningar- móti þessu.— Jafnskjótt og lestrarfélagi Gimli-búa vex efnalega fiskur um hrygg, sem og reyndar samskonar félögum hvar annarsstaSar sem er í nýbygSum vorum, er þess brýn þörf, æskunn- ar vegna, aS aflaS sé jafnframt hollra bóka á ensku máli; ekki hvaS sízt bóka, er um ís- lenzk málefni fjalla.; slíkt þolir helzt enga biS. Ritstjóri þessa blaÖs getur af reynsl- unni um þetta dæmt af liinum mörgu fyrir- spurnum, er Lögbergi sýknt og heilagt berast víSsvegar aS viÖvíkjandi bókum á ensku. sem gera íslenzka menning aS umtalsefni, eSa ís- lenzkum bókum þýddum á ensku. Vil val slíkra bóka kæmi þaS aS góSu haldi aS stySj- ast \ÚS hina vönduSu og fróSlegu bókaskrá I)r. Rirhards Beck “ A List of Selected Books in English on Icelandic Subjects,” sem birt var í XVII. árgangi Tímarits ÞjóSræknisfé- lagsins.— Lestrarfélag Gimlibúa hefir jafnan haft mætum mönnum á aÖ skipa, aS því er bóka- vörslu og aSra forgöngu áhrærir. Bókavörslu félagsins hefir meS höndum um þessar mund- ir, hr. Hjálmur Þorsteinsson, skýrleiksmaS- ur hinn mesti, skáldmæltur vel og fróSur um margt. I Minni Islands Flutt að Gimli 3. ágúst, 1936 Eftir E. Hjálmar Björnson. Margir ræÖumenn byrja mál sitt meS af- sökunum. Þeir telja sér ófært og ofvaxiS aS gera sæmileg skil ræÖuefni því, sem þeim hef- ir veriÖ úthlutaS. Fáir munu hafa eins gilda ástæSu til aS byrja meS afsökunum eihs og eg, en ef eg færi aS telja upp alla annmarka á mér sem íslenzkum ræSumanni—þá mundi dagur aS kvöldi kominn áSur en annaS um- íalsefni kæmist aS. Eg náttúrlega skil og veit aS þessi “Is- lendingadagur” er “hátíSlegt tækifæri” þar sem allir ættu aS vera íklæddir veizlubúningi, l>æSi andlega og líkamlega. Bn svo stendur nú á fyrir mér aS eg á engin íslenzk kjólföt, ekki einu sinni Islendingadags-sparibuxur aS hleypa'mér í, og verS þessvegna, hvaS máliÖ snerlir, aS koma til dyranna eins'og eg er klæddur — í stagbættum “overalls” meS Ameríkönsku sniSi, “])arna aS sunnan.” ÞaS fer líklegast fyrir mér meS íslenzk- una eins og fór fyrir konunni suSur frá meÖ enskuna. Hún og maSur hennar voru ný-sezt aS á heimilisréttarlandi einhversstaSar á “sléttunum ómælandi.” ÞaS var langt á milli manna, langt á milli nábúanna — svo langt aS nábúi var eiginlega fjarbúi en ekki nábúi. Jæja, Jón og SigríSur voru búin aÖ koma upp hreysi yfir sig. Þau höfSu náÖ sér í tvær kýr, þrjú svín, nokkur hænsni, tvo uxa og eitt folald. Engum höfSu þau kynst nema Manga gamla og Jórunni — enda var skemst til þeirra frá Jóni og SigríÖi, aSeins þrjár mílur. ÞaS er einn morgun árla aS Jón kemur inn frá því aS gá til veSurs, og er mikiS fas á honum. Hann veSur upp aS rúmstokknum hjá SigríÖi og segir: “Komdu á fætur, kona, búpeningurinn er allur kominn til andskotans, ekki einu sinni fjöSur af hænu eftir!” Eins og nærri má geta tók SigríSur viÖbragÖ" og þaS þarf ekki aS orÖlengja þaS að innan drykklangrar stundar var hún komin á staS aS leita. Eftir klukkutíma gang er hún kom- in til Manga gamla, en ekkert hefir sézt til búpenings SigríÖar þar. Jórunn var meS kaffi á könnunni og þáSi SigríÖur hressing- una meÖ þökkum. Hún leggur svo á staS aS nýju og eftir liSugan tíma gang er hún komin aS bjálkakofa. HurS er í hálfa gátt og sér hún dúkaÖ borS og stóra mynd á vegg. SigríÖur hugsar meS sér, um leiS og hún hag- ræSir svuntunni framan á sér, “þetta hlýtur aS vera ein af þessum fínu “Jankum’ sem fólk talar um.” Hálf feimin ber SigríSur aS dyrum meS því aS drepa högg á dyrustafinn. HurÖinn er strax hrundiÖ upp og kona stend- ur fyrir innan þröskuldinn. SigríSur kastar á hana þeirri einu ensku kveSju sem hún kann: “Hello!” Svo dettur henni í hug aS bezt sé aS komast sem fyrst aS efninu, og rullar úr sér í einni lotu: “Haf þú seen one uxa, one kú og kalf, og tíu kjiknur?” ÞaS hefir kostaS SigríSi æSi mikiÖ lífs- og sálarþrek aS tala svona mikiS viS “enska Janka” konu, og hún stendur næstum því á öndinni þegar búiS er. Hin konan horfir á SigríÖi í mestu rólegheit- um, en segir svo, í spyrjandi rómi: “HvaS ertu aS segja, kona?” SigríSi féll alfur ketill í eld, en segir loksins: “ Ja, ertu þá íslenzk? —og hér hefi eg staSiÖ í allan þennan tíma og talaS tóma ensku!” Eg er ósköp hræddur um aS íslenzkan á erindinu sem eg er aS reyna aS stama.út úr mér verSi ekki óáþekk enskunni hennar Sig- ríSra. En einu get eg lofaS og eitt get eg efnt —og þaS er aS vera stuttorÖur. ÞaS er hlutverk mitt á þessum fáu mín- útum, sem mér eru ætlaÖar á þessari dagskrá, aS minnast íslands; mér dettur ekki í hug aS segja aS eg mæli fyrir minni Islands; þaS væri alt of djúpt í árinni tekiS. Eitt finst mér merkilegast þegar hér- lendir og óíslenzkir menn tala um ísland — nefnilega aS sú eftirtekt sem þeir veita landi og þjóS er oftast bygS á einhverjum einkenn- um sem þeir þykjast finna í eSli og náttúru þjóðar og lands. Mannfrœðingurinn (the anthropologist) snýr sér til Islands, því þar finnur hann renna í óbreyttum farvegi þúsund ára gamlan þjóð- flokksstraum. Stjórnmálamaðurinn gefur íslandi gaum því aS þaS felur í skauti sínu sögu hins forna lýSveldis þar sem löggjöf og dómsvald héld- ust höndum og stjórnuðu landi og lýð, án kon- unglegs yfirvmlds né nokkurs manns fram- k væmd a r - f o r s töð u. Málfrœðingurinn, tungumála garpurinn, snýr sér að íslehzkunni, því aS hér finnur hann mál af fomum frumstofni, sem breyti- ]>róun aldanna hefir lítt unniS á. ÞaS er freistandi aS reyna aS gera heildar-yfirlit á sviði málbreytinganna, eins og tíminn leiðir þær í ljós. En slíkt getur ekki átt sér staS innan takmarka þessa stutta erindis. Við- eigandi finst mér sarnt aÖ minnast í fáum orðum á eitt atvik í þessu sambandi. ÞaÖ eru nú meira en þúsund ár síðan víkingarnir, er töl- uðu norrænu — sama málið sem við nú köllum íslenzku — fóru sigur- farir ttm England. Margir þessara Norðmanna urðu búsettir á hinum brezku eyjum og þar af leiðandi finnum vér í ensku máli í dag á milli fimm og sex hundruð orð, sem eru annaðhvort óbreytt úr forn-nor- rænu máli, eða dregin af því. Svo gott sem óteljandi eru þau orð, sem rót sína eiga að rekja til hins nor- ræna tungustofns. Ættarmót með forn-ensku og norrænu voru svo sterk að það gtti lítt þá svo skyldir sætu sambekkja. Svo lík voru mál- in reyndar að skáldið Gunnlaugur ormstunga gat rætt við Aðalráð Breta-konung án fyrirstöðu. Gunn. laugur mælti á norræna tungu, en Aðalráður á tíundu aldar ensku- og þeir skildu hvör annan án nokk- urra erfiðleika. En nú er það fyrir löngu um garð gengið að málin séu svona lík. Bókmentamaðurinn snýr sér til ís- lands vegna Eddanna, Heimskringlu, og okkar óviðjafnanlegu sagna, sem við tölum svo oft um en sem við höf. um samt ekki öll lesið. Á íslenzku máli finnast bókmentir svo þýðing- armiklar að nú-orðið er varla hægt að fá doktors-nafnbót í enskum bókmentum hérlendis, án þess að kynnast fyrst íslenzkum bókment- um. Landfrœðingurinn og sá, er nemur náttúruvísindi, telur ísland ein kennilegt land, því að þar, við norð- urheimskautin, finnur hann sjóð- heitar uppsprettur og gjósandi hveri Sjálft orðið “geyser” á ensku kem- ur af nafni vel þekta hversins, Geysir. Ferðamaðurinn, eins og enski rit- höfundurinn Thomas Hardy spáði fyrir hálfri öld, befir “fundið” ís- land — og í þeirri “landkönnun” hefir hann verið mest hrifinn af hinni einkennilegu fegurð landsins. Þau áhrif sem ferðamannastraum- urinn mun hafa á íslandi valda tvi- rtiælum. Tákn komu hans eru, á mörgum sviðum, óafmáanleg. Til dæmis, steyptu ferðamenn svo mik. illi sápu í gamla Geysir, að hann varð alveg aflþrota. Ekki fyr en í fyrra tókst löndum vorum að koma Geysi í sitt gamla horf — og þá var það mögulegt bara með því móti að sprengja jörðina í kringum hverinn og dreifa þeim deyfandi áhrifum, sem sápu-burður ferðamanna hafði skilið eftir. Stundum finst mér að æskilegt væri að nota einhvers kon- ar sprengi-öfl á andlegum sviðum líka. Ferðamenn hlóðu sápu i stærsta hverinn heima þangað til afl hans dofnaði nærri því algjörlega. Erlendir mentamenn — ef maður má nota sama orðatiltækið — hafa “hlaðið” hóli á ísland og íslendinga í svo mörg ár að maður undrast um hvort svipuð dofnun í andlegum efnum verði ekki lika árangurinn. Lofsöngvar hljóma vel í eyrum; okkur þykir gott að hlusta á þá — og ef okkur finst að kraft vanti í sönginn, þá raulum við undir oftast nær sjálfir. Einn af okkar leiðandi Vestur- íslenzku kennimönnum sagði einu sinni að sér fyndist þjóðræknisstarf- semin hjá okkur vera alt of oft ein. tómt “sjálfshól og hanagal á heima. þúfum.” -Má vera að svo sé. Við verður að kunna að virða að mak- legleikum og gera okkur sem ljós- asta grein fyrir þvi, hvað þetta þjóð- erni er sem við viljum vernda og varðveita. Við verðum að leitast við að kynna okkur uppruna oð ekli, kosti og lesti. “Þéktti sjálfan þig,” sagði spekingurinn. Sá fær aldrei þekkingu á sjálfum sér, sem hlustar aðeins á hól vina og “hanagal skjall- ara. Þjóðræknis-ofstopi er einskis virði. Því miður er ekki fritt við að við íslendingar höfum heldur mikið af ættjarðarstolti. En sleppum því. Það sem mest ríður á er að sýna á borði en ekki aðeins í orði að við eigum réttmætt tilkall til arfs innan vébanda þess þjóðernis sem við er- um svo óþreytanlega stoltir af. En nú er eg að höggva i sama farið sem flestir Islendingadags ræðumenn hafa gert í meira en mannsaldur. Hugmyndirnar eru þær sömu — og hvað annað er eig- inlega hægt að segja þegar maður bindur sig við efnið? Við heyrum ekki nýjar ræður á íslendingadags- skemtiskrám — nýja ræðumenn, kannske, en umtalsefni hin sömu — framsetning hugsananna breytt, en efni og innihald sama. Vér höfum sameiginlega eign — hver og einn okkar á hlut í dýnmætum arfi. Skylda okkar sem skynsams fólks er —fyrst og fremst — að kannast við eignina, að læra það að arfurinn sé mikils virði. Svo hvílir á okkur ekki minni ábyrgð — sú að varðveita þennan arf, að “ávaxta pundið” sem okkur hefir verið gefið, til þess að komandi kynslóðir njóti hans og hann verði vakandi og starfandi afl í hinu nýja þjóðlifi, sem skapast hefir hér vestra. En kæru vinir, mér vai sagt að mæla fyrir minni íslands — og lík- ast til er eg kominn inn á svið ann- ara ræðumanna hér í dag. Eg hefi aldrei séð ísland sjálfur. Eg þekki landið bara af sögusögn og lestri. Margir, sem hér eru í dag eru fædd. ir þar sem þeir — og við — köllum “heima.” Og margir í þeirra tölu hafa ekki séð gamla landið í hálfa öld. En þeir hafa fylgst með breyt- ingum og endurbótum þjóðlífsins heima þrátt fyrir mikla f jarlægð og meira eða minna slitið samband. En að mestu leyti nærist ættjarðarást þeirra á gömlum endurminningum. Þess gerist ekki þörf að lýsa til hlítar öllum þeim breytingum, sem hafa orðið á íslandi. Þær hafa komið flestar sj|5an að ungmenni á mínum aldri fæddust. Síminn hefir tengt ísland öðrum þjóðum, og lagt undir sig sveita-strjálbýlið. Ykkur, sem komuð að heiman fyrir manns- aldri siðan getur varla skilist hvaða breytingar eru orðnar í gömlu átt- J högunum. Gamla landið er að , mörgu leyti orðið nýtt land, þjóðin 1 önnur þjóð ■— ný stjórn, nýir siðir, nýir vegir, nýjar hugsjónir, nýtt starf. Bílvegir liggja um land alt. Bil- ferðir landshornanna á milli eru al- gengar. Nýjar brýr, nýjar bygging- ar, nýtízku framfarir á öllum svið- um, hafa breytt algjörlega þeirri menningu, sem að eldri íslendingar hér í dag muna eftir. ísland fylgir nú með alheimsstefnunni; véla- menningin hefir rutt sér veg á “Eld- gömlu ísafold.” Og sú menning hefir ekki náð þroska þar án þess að hin eldri hafi fundið til. “Gam- aldags” menning á erfitt með að lifa í breyttu umhverfi — sérstaklega þar sem að andlegar breytingar fylgja nærri því ósjálfrátt þeim efnislegu. Við tölum mikið um framfarir ekki aðeins á íslandi, heldur alstaðar — en við verðum að viðurkenna um leið að tóm breyting er ekki æfinlega framför. Oft er minst á “endurgjalds-lög” í lífinu— “the law of campensation.” Tap fylgir flestum vinningum; fátt er einhliða. Framfarirnar hafa óhjá- kvæmilega flutt með sér glötun margs þess er við kveðjum með söknuði. Málsmetandi maður á fs- landi, sagði, ekki alls fyrir löngu, að þörf væri að koma meir af kaup- staðamenning inn í sveitalífið, og meir af sveitamenning inn í kaup- staðalífið. Sú þörf er auðsæ víða. Hið gamla og hið nýja ætti að hald- ast i hendur. Andlegur veruleiki hefir ævarandi gildi. Á því sviði eru “þúsund ár dagur — ei meir.” Við megum ekki leggja'alla áherzlu á hið sýnilega, er breytist með hverj- um dutlungi tízkunnar. Hið ósýni- lega er kannske ekki áþreifanlegt eða mælandi, en ekki er það minna virði fyrir það. Vorar efnalegu framfarir mega ekki blinda okkur fyrir verðmæti hins andlega. Einn hluti þessa gamla arfs hefir vakið( eftirtekt á ný í sumar. Kon- ungskoman til íslands er fyrir skömmu afstaðin. Mikið hefir ver. ið ritað um hana, og mér finst tíma- bært að Ijúka máli mínu með þvi að vitna í eina þessa ritgjörð. Hún birtist í hinu velþekta ameriska dag- blaði, “New York Herald-Tribune”. Greinin er löng og er með fyrir- sögninni: “ísland undir hinum gamla sáttmála” (Iceland Under “The Old Law”). Eg leyfi mér að þýða lauslega nokkrar setningar, ( sem fylgir: “Amerika og Ameríkumenn ættu að þekkja ísland betur. Dvöl Krist- jáns Tíunda frá Danmörku í þessu jafnhliða ríki sínu veitir nú tæki- færi að benda á það, að ísland er ein sú merkilegasta (‘tilraunastöð” í stjórnarfarslegri merkingu, sem heiimurinn á — og þess vegna sér- staklega þýðingarmikið land fyrir Ameríkumenn. . . . Flótti landnáms- manna Islands frá Noregi kom fyr- ir fullum sjö öldum, áður en svipað- ur flótti brezkra frelsishetja lagði grundvöll þjóðar vorrar. Einmitt áhugamál nútímans sýnist að hafa verið reynsla þessara forp-íslend- inga. Þeir flúðu innleiðslu harð- stjórnar og einokunar svipaða ein- mitt þeirri, sem að Hitler hefir reynt nú í sinu eigin landi að tengja við forn-norrænan hugsunarhátt. Slíkt samandregið stjórnarvald hefir nú lika upp á síðkastið verið málað fögrum litum sem æskileg uppbót þess lýðveldis sem að landnáms- menn bæði íslands og Ameríku unnu svo heitt.” (Framh.) GULLHRINGUR BBEYTIB LIT í seinasta heftinu af British Medi- cal Journal er sagt frá gullhring, sem breytir lit þegar sú, sem á hann, verður veik. Það er kona, sem fædd er á Indlandi, og hefir aldrei getað þolað loftslagið í Englandi, og þjá- ist þvi oft af máttleysi og höfuð- verk. En í hvert skifti sem hún fær þessi köst, hverfur gullsliturinn af hringnum og hann verður á litinn eins og platína. Ef hún tekur hring- inn af sér, fær hann smám saman sinn rétta lit. En hún er treg til að taka hann af sér, því að þá standa veikindaköstin lengur en ella. Lækn- arnir skilja ekkert í þessu fyrir- brigði, og halda helzt að konan þjá- ist af einhverjum óþektum austur- landa sjúkdómi, sem geti “smitað” málma. — Lesb. Mbl. Móður eftir Jane Dee Mörg tilmæli hafa oss borist um leiðbeiningar uim móðinn, til aðstoðar fyrir þær konur, sem hvorki hafa tíma eða tæki- færi til þess að fylgjast sjálfar með hinum yfirstandandi breytingum sem hann tekur. Vegna þess hefir Eaton’s sett á stofn deild til leiðbein- ingar um tizku klæðnað, fyrir þær utanbæjar konur, sem á- huga hafa fyrir nýjustu tízku, og langa til að vera vel til fara. Langar yður til að vita um nýjustu lita samböndin er not. uð verða í haust — um finustu dúkaefnin fyrir síðdegis og kveldkjóla, — um hinn rétta sokkalit, er fer með hinum mismunandi lita samböndum —nýjustu tízku í skrautgrip- uim, skóm, vetlingum, höttum, handtöskum, o. fl. ? Hikið ekki við að skrifa mér og eg skal með ánægju reyna að aðstoða yður og hjálpa til að leysa úr þessum spurningum. En munið að þetta snertir aðeins tízku-málin en er ekki verzlun viðkomandi. Eg starfa aðeins sem ráðunautur viðvikj- andi tizku dagsins og reyni í því sambandi að gefa hinar réttustu leiðbeiningar sem unt er, gagnvart fyrirspurnum yð- ar. Ef það er eitthvað sem þér óskið eftir að kaupa og ekki er að finna í vöruskránni, þá gjörið svo vel og sendið þær pantanir til The Shopper. EATON’S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.