Lögberg - 20.08.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.08.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. AGÚS'T, 1936. Sir Gordon og Laurie Stewart “Nei, ekki ef eg má ráða,” sagði Hard- ross. “Eg hefi ekki átt mjög gleðilega daga,” sagði hún með angurværri en blíðri rödd, “en síðan við kyntumst hefir hann ávalt reyn,st mér sem sannur vinur. E|g hefi aðeins einu sinni kyst hann, Eiríkur; en nú kveð eg hann í síðasta sinn; má eg kyssa hann einu sinni enn ?” “Já, ef þig langar sérlega mikið til þess; það er mér óviðkomandi, ’ ’ svaraði hann. En hann stóð og gaf henni nánar gætur með ó- duldri afbrýði í augum sínum. Hún kom til mín og lyfti föla andlitinu sínu upp að mínu; saklausu varirnar hennar snertu mínar á þann hátt, sem systir kyssir framliðinn bróður. “Vertu sæll, góði minn,” sagði hún, “ó, hve góður og vingjarnlegur þú hefir verið við mig. Vertu sæll.” Mig furðar enn í dag á því, að eg skyldi ekki deyja á sama augnabliki. Nú kom hann til hennar. “Stattu kyr,” sagði hann lágt, en með ískrandi vonzku. Hún hlýddi honum. “Taktu af þér þetta glingur,” hrópaði hann um leið og hann benti á gimsteinana, sem frænka mín hafði gefið henni. Það var með naumindum að hinar skjálfandi hendur hennar gætu losað hana við þá; en hann vildi ekki bíða. Hann sleit hina kostbæru háls- keðju af henni, svo gimsteinarnir duttu á gólfið sem gljáandi stjörnur. “Taktu alla hringina af fingrum þín- um,” öskraði hann. Ilún gerði eins og hann skipaði, ogjagði þá á lítið borð, sem stóð í nánd. Hann leit á hvítu, skjálfandi fingurnar hennar. “Hvar er trúlofunarhringurinn, sem eg gaf þér?” spurði hann alt í einu. Hún leit á mig spyrj- andi augum. “Hann er hjá mér, Hardross skipstjóri,” sagði eg. “Þegar eg gerði mér von um að þessi persóna ætti að verða kona mín, tók eg hann frá henni.” “Þér getið ekki neitað að fá mér hann aftur, ” sagði hann — og enginn getur getið sér til þeirrar beiskju, sem þá fylti liuga minn. Eg-tók hringinn upp úr vasa mínum og lagði hann á borðið. Hann tók hann og lét hann á fingur hennar. Eg sá stunu læðast vfir varir hennar. “ Jæja, þá, nú ertu tilbúin, Laurie. Eg er orðinn leiður á öllu þessu.” Hún rétti mér hendi sína, en eg þorði ekki að snerta hana. “Jæja, vertu þá sæll,” sagði hún, og eg sneri mér undan með brennandi tár í aug- um ]>egar þau gengu út í rökkurdimmuna. 17. Kapítuli. Hvernig þau komust af stað, hefi eg aldrei fengið fulla vitneskju um. Eg man að eg heyrði vagnskrölt; það sárnaði mér afar- mikið að heyra. Svo — en mér fanst það vera löngu seinna —kom lafði Meretoun til mín svo vingjarnleg og ástrík eins og hún væri móðir mín, lagði höndur sínar um háls mér og sagði: “Ó, hvað eg er hrygg þín vegna, Gor- don.” “Það gagnar ekki að tala um það, frænka, en gerðu mér greiða, máske þann síð- asta sem eg bið þig um, sjáðu um að eg kom- ist í burtu, án þess aðrir sjái það, og láttu svo gestina fara. Einn get eg borið þessi vonbrigði, þessa sorg, en ef einhver kemur til að reyna að hugga mig eða sýna mér hlut- tekningu, þá geðjast mér ekki að því.” Þegar dagsett var og dimt orðið, kom vagn akandi að aðaldyrunum; eg sté inn í vagninn og ók í burtu, en hvert eg átti að fara, það vissi eg ekki. Atti eg aftur að fara til útlanda og ef til vill verða fyrir nýrri sorg og vonbrigðum. Hingað til hafði eg ekki þekt mótlæti eða sorg, eg hafði alt af lifað í sól- skini; að undanteknu skipbrotinu og dvölinni á eynni, hafði eg öll þau lífsþægindi sem eg gat óskað mér. Nú var afarmikil breyting orðin á högum mínum, og eg hafði hvorki kjark né þolgæði í fullum mæli, til að geta þolað hana; eg held jafnvel að hún hafi tekið nokkuð af skynsemi minni með sér. Eg man það, að þegar Hardross skipstjóri kom inn í gestasal frænku minnar, var sem sverði væri stungið gegnum hjarta mitt og mér fanst sem heilinn væri að brenna — og eg gat alls ekki hugsað. Bg hafði mist hana, sem eg elskaði svo innilega — eg átti aldrei að fá að sjá hana aftur; mér fanst sem eg væri staddur í myrkri og gæti ekkert séð, en eg hafði óljósa hug- mvnd um, að aðeins hún væri fær um að eyða þessu myrkri. Eg varðveitti minningu hennar hreina og óflckkaða; eg þaut ekki út í sollinn — eg bar sorg mína í kyrð, ásamt stöðugri endur- minningu um hana. Eg ferðaðist langar leiðir í burtu frá St. Romas og höfðingja- setri frænku minnar, ekki til þess að dvelja þar þangað til sorg mín væri gleymd — held- ur til þess að verða frískaði, kjarkbetri og hæfari til að bera hana. Þá ætlaði eg aftur að fara til Egremont, og byrja þar á lífsstarfi nínu að nýju; en eftir að eg kom þangað, gekk eg aldrei inn í það herberg, sem eg hafði ætlað minni elskulegu Laurie, og útbúið var öllum þeim lífsþægindum er veita áttu henni ánægjulega tilveru. Eg lét hengja blæjur fyr- ir gluggana — alveg eins og þar væri fram- liðin persóna til staðar. Aldrei grenslaðist eg eftir því hvar Laurie væri, né hvernig henni liði. Lafði Meretoun skrifaði mér og sagði, að hr. Stewart hefði farið heim til sín mjög sorgbtin, en um Laurie frétti eg ekkert. Eg vogaði ekki að spyrja neinn um hana. Ári síðar var eg í Egremont ennþá; eg var mjög einmana og mér fnast tíminn vera lengi að líða. Þá las eg í einu Lundúnablað- inu, að Eiríkur Hardross skipstjóri væri far- inn til yalpariso, sem formaður á skipimi “Royal Albert;” á farþegalistanum var einn- ig getið um konu hans, frú Hardross. Ó, eg óskaði með sjálfum mér að eg hefði aldrei séð þetta, því hugsunin um það kvaldi mig, bæði dag og nótt. Laurie aftur á sjónum. Laurie, sem var svo voðalega hrædd við hann. Laurie úti á hinu stór, lymska, prettótta hafi án mín, án nokkurs, sem gæti hjálpað henni, verið henni til skemtunar, aukið kjark hennar ofur- lítið þegar hræðslan greip hana. Eg gat ekki þolað að hugsa um það, það gerði mig næstum vitstola. Þessi heitt elskaða Laurie, svo ein- mana, svo hjálparlaus, hún, sem hefði orðið svo gæfurík með mér. Eg gat hvergi unað mér; landið sem hún hafði elskað svo innilega, misti nú alt að- dráttarafl fvrir mig. Hvert skifti sem mér varð litið á tré eða blóm, varð eg að hugsa um hana; það sama var tilfellið þegar fugl- arnir sungu. Loks komst þessi óþreyja svo langt með mig, að mig sárlangaði til að fara út á sjóinn, út á hafið. Mér fanst eins og eg gæti á þann hátt tekið þátt í hættum hennar. Næstu fimm árin heimsótti eg á þenna hátt mörg framandi lönd. Á Egremont bjó eng- inn, eg leigði öðrum bændum afnot jarðar- innar. Lafði Meretoun skrifaði mér við og við, og bað mig að hætta þessu flakki og koma heim. \ “Það eru fleiri kvenmenn í heiminum en Laurie Stewart,” skrifaði hún. Þegar eg las þessi orð, sagði eg við sjálfan mig: “Ekki fyrir mig.” Hún var sú eina í heiminum, sem mér geðjaðist að; eg fann enga aðra. Eg elskaði að eins hana, og þessa ást geymdi eg nákvæmlega. Loks kom eg aftur til Englands í byrjun maímánaðar. Eg lenti við Dover, og fann þar einn gamlan kunningja minn, Sir Albert Pomtret. Hann var nýbúinn að kaupa stóra og fallega skemtiskútu, og var að safna sam- an fólki, sem vildi taka þátt í skemtiferð á skútunni með honum. Eg varð að fara og sjá ýja skipið hans, sem hann var eins hreykinn yfir og barn yfir nýju leikfangi, eða nýgiftur maður yfir konu sinni. “Hvað heitir skipið?” spurði eg, en hann hló og sagði: ‘ ‘ Þú skalt velja því nafn fyrir mig. ’ ’ Án þess að hugsa mig um eitt augnablik sagði eg: “Kallaðu það Annie Laurie.” Hann kunni vel við nafnið og samþykti það undir eins. Þar eg skútan hafði nú hlotið nafn minn- ar ástkæru vinu, þótti mér eins vænt um hana og liún væri lifandi. Eg gat ekki án hennar ■erið, eg vildi alt af vera á skipinu — hvað Jítði sem snerti hana, var mér mjög umhugað, um. Sir Albert hló að þessu. Mig furðaði á hve mörgum hann hafði boðið að koma með sér — könu sinni, systur hennar, nokkrum herforingjum, ungfrú Harr- old„ sem var falleg ljóshærð stúlka — alls yfir meira en ein tylft af gestum, og 10 menn sem hyrðu skipinu til. Við áttum að sigla milli ensku eyjanna, en ekki úti á rúmsjó, og við vorum öll í góðu og glöðu skapi. Getur nokkur nokkuru sinni lifað tveim- ur lífum? Kf ]>að er mögulegt, þá gerði eg það. Eg talaði, át og drakk, eg hló með hin- um, eg talaði við þá, og eg var alveg eins kát- ur og þeir — og samt var eg alt af að hugsa um Laurie. Tíminn hefir hlotið að líða fljótt, enda }>ótt mér fyndist langt síðan við fórum frá Dover. Alt gekk ágætlega í indælu sólskini, heiðríkum himni og þægilegum vindi. ‘ ‘ Annie Laurie reyndist ágætt seglskip, og það var líka orsökin til þess hve allir voru glaðir og kátir. En þegar skipið sigldi fyrir stórt og langt nes, breyttust ástæðurnar allmikið. Eg var uppi á þilfarinu; mér kom vel að vera þar einn út af fyrir mig, ganga aftur og fram, horfa á sjóinn og dreyma um það, sem eg hafði mist. Allir hinir farþegarnir voru niðri, og neyttu einnar af litlu úrvalsmáltíð- unum, sem Sir Albert mat svo mikils. Þegar eg leit til norðurs, sá eg svart ský, sem í raun- inni var ekki stærra en hendi mín. Fyrst datt mér ekki í hug að þetta hefði neina þýðingu, og allra sízt að það gæti leitt dauðann yfir okkur. Sir Albert var sá fyrsti sem kom upp á þilfarið, og eg benti honum á þenna litla skýhnoðra á heiðríkum himninum. Hann hló. ‘ ‘ Ský, sem ekki er stærra en hendi manns, þurfið þér alls ekki að vera hræddur við, Sir Gordon! ’ ’ Eg vissi vel, að hvað sjálfan mig snerti var ekki um neina hræðslu að tala, eg var (>kki hið minsta hræddur við dauðann, því lífið átti ekkert aðlaðandi fyrir mig. En það voru svo margar aðrar manneskjur á skipinu, sem maður gat borið kvíðboða fyrir. Eg kallaði á skipstjórann, og sýndi honum þenna litla, dökka skýhnoðra. “Eg hefi reynt það, að þessir litlu svörtu skýhnoðrar í norðrinu boða aldrei neitt g’ott,” sagði hann hugsandi; “eg skal búa okkur undir að geta tekið á móti ofviðri, ef til þess kemur.” Litli skýhnoðrinn fór ávalt stækkandi. Lafði Pomfret og fleira af kvenfólkinu kom nú upp á þilfarið. Hún leit í kringum sig með hryllingi. “Sir Gordon, þér hafði sannarlega'ást á }>ví óþægilega, að því er séð verður,” sagði hún. “Því eruð þér hér uppi á þilfari, fyrst að skýin eru svona dökk og ógeðsleg og vind- urinn kaldur og óviðfeldinn? Við höfum ver- ið að spila vist og skemt okkur vel. Komið þér ofan með okkur, viljið þér?” Eg þakkaði henni fyrir boðið, en þáði það ekki; stormurinn sem í vændum var, hafði eitthvað aðlaðandi fyrir mig. Kvenfólkið fór aftur ofan í káetuna, þaðan ómaði söngur og hlátur; en eg sá að hásetarnir voru kvíðandi; þessvegna sendi eg boð til Sir Albert og sagði honum frá þessu. Nú voru skýin kolsvört, og sum þeirra lögðust á sjóinn, að því er okkur sýndist. Vindurinn var eins og skrækjandi, ekki eins og sá, sem maður heyrir þjóta gegn- um skóginn, heldur mjög ógeðslegt væl. En samt sem áður hló Sir Albert að þessu. “Það er stormur í vændum, það er auð- séð, en það er engin ástæða til að vera hrædd- ur. Við höfum gott skip og æfða sjómenn; við þurfum ekki að skeyta um það, þó vindur- inn verði hvass og nokkur sjógangur eigi sér stað; skútan okkar þolir það alt.” Mér þótti vænt um að hann var ekki hræddur. Hann fór ofan aftur þegar dimma tók, en og var kyr uppi. Af því eg var svo þreyttur á lífinu, svo þunglyndur af hinni endalausu sorg, sem knúði mig, hafði eg oft hlakkað til að fá að deyja. Skyldi dauðinn finna mig í þetta sinn? Var svarta skýið og skrækjandi vindurinn fyrirboði storms, sem mundi sökkva okkur? 18. Kapítuli. Enn voru liðnar þrjár klukkustundir, og skipið okkar var statt í voðalegum stormi. Bárurnar voru afarstórar, og gengu stundum yfir skipið, sem kastaðist til og frá, stundum var það uppi á .báruhryggnum, stundum niðri í djúpum dal. Öllum hlerum og hlemmum á skipinu var lokað, og kvenfólkið hnipraði sig saman þar niðri, og sumir af karlmönnunum voru eins hræddir og þær. Skipsmennirnir höfðu nóg að gera, og það leit út fyrir að þeir byggist við hinu versta; það var engum efa andirorpið að stormurinn fór vaxandi. “Eg við getum komist fram hjá Grigs- by,” sagði stýrimaður, “þá er öllu borgið; ef við komumst út, í opinn sæ, þá mun mega verja skipið. En ef okkur rekur að landi, þá má guð miskunna sig yfir okkur. ’ ’ Bkki var kvenfólkinu með einu orði sagt frá hættunni, sem yfir vofði, og Sir Albert ímyndaði sér að engin hætta væri á ferð. “Skip, sem eru helmingi lélegri en þetta, hafa staðið af sér verra veður,” sagði hann. Hann fór ofan, en eg var kyr uppi. Þetta átti að verða annað skipbrotið mitt; því eg var sannfærður um að það myndi koma fyrir. “Water Queen” sökk þegar sjórinn var ró- legur og brhsandi. “Annie Laurie” barðist, við ofsafeiíginn storm og ólgandi sjó. Eg sá afturseglsrána hverfa í sjóinn, og reiðinn skemdist svo mikið að hann var óbrúkandi; skipið fleygðist hingað og þaugað eins og ])ungur trébjálki. “Eg vildi að guð gæfi að við kæmumst burt frá Grigsby rifjunum,” sagði stýrimað- ur, “en eg sé ekki betur en við hrekjumst ])angað beina leið.” Meðan stormurinn orgaði og hamaðist í kringum okkur, og bárurnar voru sem há fjöll, sagði hann mér hvað Grigsby-rifin væru. Það væru sandbakkar eða rif, s<“m all- ir sjómenn væru hræddir við. Þar hefði fleiri skip liðið skipbrot og eyðilagst, en nokkurs- staðar annarsstaðar. “Er þar enginn viti í nánd?” spurði eg. “Jú, þar er vitaturn og björgunarbát- ur.” Á sama augnabliki sáum við stórt Ijós glampa úti yfir sjóinn, og stýrimaður hrópaði í skelfingu: “Guð hjálpi okkur, við erum við Grigs- by-rifin. ’ ’ Hávaðinn og hrópin á skipinu, keyrðu fram úr hófi; Sir Albert lét eins og brjálaður maður. “Guð á himnum,” öskraði hann, “liefi (>g tekið manneskjurnar með mér í því*<skyni að skemta þeim, og samstundis stofnað ])eim í dauðans hættu.” Það var verra að ráða við hann en skip- ið, sem rétt bráðum átti að lenda á einu rifinu. Bylgjurnar gengu yfir það og til lands var ein míla. Björgun virtist ómögnileg — enginn bátur gat flotið í þessu öskrandi brimi. Við sendum hvern flugeldinn á fætur öðrum upp í loftið, og loksins heyrðist hrópað: “Björg- unarbátur! Björgunarbátur! 1 einhvers konar æði endurtóku þeir þetta hvor við ann- an. Þeir liöfðu verið svo vissir um að drukna, að vonin um að verða bjargað, svifti þá allri sjálfsstjórn: “Björgunarbáturinn! Björg- unarbáturinn! Ó, guð gefi að hann komist til okkar sem fyrst!” Líf mannanna hékk á veikum þræði. Þeir störðu og störðu með angistarfullri von. Hann kom nær og nær. Innileg húrraóp frá mönnunum í björgunar- bátnum bárust til eyrna vorra, yfir hinum hræðilegu og hættulegu bylgjum. Bráðlega komu nokkrir úr bátnum upp á skipið. Dreymdi mig, eða hafði hinn nálægi dauði vakið hjá mér missýningar og flutt undarlegar myndir fyrir augu mín! For- maður þessara djörfu óhræddu manna, sá kjarkmesti, sterkasti sá hærsti, sem með sínu aðdáanlega afli virtist að ráða við hinar hrikalegu höfuðskepnur — var áreiðanlega Eiríkur Hardross. Var þetta draumur?” Enda þótt bylgjurnar gengi yfir okkur, þekti eg dökka andlitið hans. Eg nefndi ekki nafn lians, en athugaði í kyrþey afl hans og hugprýði. Það var liann sem bar kvenfólkið í yfirliði og hálfdautt af hræðslu ofan í bát- inn. Að sjá hann, virtist fylla sálu mína með kveljandi ótta — a*lt, sem eg hafði liðið við að missa Laurie, vaknaði nú í liuga mínum— allar endurminningar um mína sárt söknuðu heitt elskuðu brúði. Bg hefi heyrt talað um menn, sem beittu öllu lífsafli sínu til að frelsa líf sitt, en gátu það þó ekki. Ðg hefi heyrt um aðra sem þráðu dauðan, en fundu liann samt ekki. Eg þráði hann, en hann kom ekki. Eg stóð kyr á þilfarinu, meðan bárumar gengu yfir mig, en engin þeirra vildi taka mig með sér. Björgunarbáturinn hafði tekið eins marga menn og hann gat, en samt voru margir eftir á hinni dauðadæmdu “Annie Laurie.” “Við skulum koma aftur,” hrópaði Hardross skipstjóri. “Verið þið kjarkgóðir, við komum!” og björgunarbáturinn fór. “Bið verðum allir dauðir áður en þeir koma aftur,” sagði einn af skpiverjunum við mig. “Skútan er full af sjó.” Tíminn virtist æðilangur þangað til björgunarbáturinn kom aftur tli að sækja þá sem eftir voru. Stormurinn hafði vaxið, bylgjurnar voru enn liærri og brothljóðin í skipinu líktust þrumum. “Fljótt, piltar, ef ykkur þykir vænt um lífið,” hrópaði Eiríkur Hardross. “Fljótt!” Skipverjar fóru ofan í bátinn, hver á eft- ir öðrum, dauðþreyttir eins og þeir voru. “Enga fleiri,” hrópaði maðurinn, sem líta átti eftir í bátnum, “við getum naumlega náð landi með ])á sem við höfum. “Fljótt, Ilardross skipstjóri!” “Eru engir fleiri á skipinu?” hrópaði Hardross; þá svraaði skipverji einn, sem var hálfdauður af ])reytu: “Sir Gorrlon er eftir.” “Hvað þá? Sir Gordon?” hrópaði Ilard- ross. Á næsta augnabliki stóðum við báðir, sem þegar við sáumst síðas’t, skildum með hatri og öfund í hugum okkar, í næturmyrkrinu með dauðann við hlið okkar, andliti til and- litis. “Sir Gordon!” lirópaði hann, “eruð það þér?” “Látið þér mig vera þar sem eg er, skip- stjóri,” svaraði eg. “Eg er leiðui*, þreyttur og gramur yfir lífinu, og eg ætla ekki að ]>akka vður fvrir þó þér frelsið það. Eg lievrði að maðurinn sagði að það væri ekki pláss noma fyrir einn mann enn — þar er ekki pláss fyrir tvo. Þér takið það.” Hann hopaði á hæl. í flýti vildi eg þó fá að vita hvernig Laurie liði. Ilún hefði alt af verið ánægð; liún þráði mig. Nú vildi hann hennar vegna frelsa líf mitt en fórna sínu. Á sama augnabliki greip hann mig með vfimáttúrlegu afli og lét mig ofan í bátinn. ‘ ‘ Af stað með ykkur undir eins! ’ ’ öskraði hann. ‘ ‘ Þið getið komið aftur og sótt mig. ’ ’ En hann vissi mjög vel að sér yrði ekki bjargað. Skipið yrði brotið í spón og eyðl- lagt áður en báturinn næði landi. Eg hrópaði og sagði að það væri eg sem ætti að vera eftir. En rödd mín heyrðist ekki fyrir brimhljóðinu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.