Lögberg - 27.08.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.08.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines Áov uéte' u Cot' For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines WS^ a uöáT faí**** *>*gí. Better Dry Cleaning and Laundry 49. ABG-ANGUB WINNLPEG, MAN., FIMTUDAGINN 27. ÁGÚST, 1936 ! NDMER 35 SEXTAN RÚSSAR LÍFLATNIR Síðastliðinn mánudag voru sextán rússneskir þegnar teknir af lífi í Móscow, er kærðir höfðu verið fyrir landráð og fundnir voru sekir, eða höfíSu játað á sig sök, að þvi er sím. fregnir herma. Tveir þessara manna höfðu um eitt skeið noti'ð hárra mannvirðinga innan vébanda Bol- sheviki-flokksins í tíð Lenins. Voru það þeir Gregory Zinovieff, er mjög kom við sögu utanríkismálanna, og Leon Kameneff. Þessir menn voru sakaðir um það, að hafa fyrir for- tölur Leons Trotsky, sem útlægur var ger úr Rússlandi, en nú á land- vist í Xoregi, stofnað til uppreistar gegn Soviet-stjórninni, jafnframt því að reyna að ráða Joseph Stalin alræðismann af dögum. RÍKISSTJÓRINN 1 MINNE- SOTA LATINN Þann 24. þ. m. lézt á sjúkrahúsi i Rochester, Minn., ríkisstjórinn i Minnesota, Floyd R. Olson, 44 ára að aldri. Yar hann foringi hins sam_ einaða bænda- og verkamannaflokks í Minnesotaríkinu, málafylgjumaður mikill og harður í horn að taka. 1 [ann hafði ákveðið að leita kosn- ingar til öldungadeildar þjóðþings- ins í Washington af hálfu flokks sins við Nóvemberkosningarnar í haust. En svo kom dauðinn og af- vopnaði hann í blóma lífs. Þó Olson væri ekki Demokrati frá flokkslegu sjónarmiði séð, þá var hann því þó hlyntur að flokkur sinn styddi a'ð endurkosningu Franklins D. Roose- velt. Stúlka setur met % langstökki á Seyðisfirði íþrótta- og Austfirðingamót var haldið á Seyðisfirði dagana 2. og 3. ágúst. Mótið hófst með guðsþjón- ustu kl. 11 árdegis á sunnudag. Séra Sveinn Víkingur prédika'Öi Sam- koman var sett á íþróttavellinum kl. 1 e. h. af Karli Finnbogasyni. Síð- an söng karlakórinn Bragi. Að því loknu hófst íþróttadagsskrá móts- ins. Kept var í eftirtöldum íþrótt- agreinum: 100 metra hlaupi, 60 metra hlaupi kvenna, kúluvarpi, hástökki karla og hástökki kvenna. Kringlukasti, stangarstökki karla og kvenna, spjótkasti og þrístökki. Að iþróttunum loknum var sýnd- ur sjónleikurinn Æfintýri á göngu- för, og loks var dans stiginn. Síðari daginn hófst mótið með sundkepni. Kept var í 50 metra mannafélags Seyðisfjarðar nokkur sundi karla og kvenna. Síðan tal- aði Gísli Jónsson form. Verzlunar- orð í tilefni dagsins. Karlakórinn Bragi söng eftir ræðuhöldin. Þá hófst kepni í 100 metra hlaupi og síðan knattspyrnukepni milli Hugins og utanbæjarrnanna. Loks var leik- sýning og dans. Mótið sótti margt manna f rá nær- liggjandi fjörðurrfog af Héraði. Það fór í alla staði mjög vel fram. Seyðfirðingar höfðu ekkert til- sparað að alt mætti fara sem bezt fram og að samkoman yrði sem fulL komnust. Er hér sérstök ástæða til að þakka íþróttafélaginu Huginn, er sýndi lofsamlegan áhuga með því að taka þátt í öllum þeim íþróttum, sem að framan greinir. A mótinu var sett nýtt íslenzkt met i langstökki kvenna. Metið setti ungfrú Hrefnh. Gísladóttir, stökk 4.20 metra.—Mbl. 5. ágúst. Afhjúpun minnisvarða Stephans G. Stephanssonar Athöfn þessi fór fram sunnudag- inn 19.' júlí, síðastliðinn, og hófst strax upp úr hádegi. Veður var hið yndislegasta og fjölmenni mikið saman komið frá nærliggjandi stöð- um. íslendingar, er heima eiga á þessum stöðvum, voru þar allflestir Og svo auk þeirra ýmsir annara gerð fullnaðar grein fyrir þeim áður en langt um líur, þó hinsvegar hafi verið kvittað fyrir hverja gjöf jafn- skjótt og á móti henni var tekið í íslenzku blöðunum. Samkomunni stýrði Ófeigur Sig- urðsson og fórst það með hinni mestu snild. lli-r gctut' að líta ekkju stórskáldsins Stcphans G. Stephcmssonar, b'órn þeirra og aðra afkomendur. Myndin er tekín vtð afhjúpun minnisvarðans þann 19. júli siðastliðinn. þjóða menn er þektu til skáldsins, þar á meðal hinn gerfilegi og aldni höfðingi Dana, Daniel Mörkeberg. Grafreiturinn er á norðurbakka Medkine árinnar á landi þvi er þau hjón Kristinn Kristinsson og Sigur. laug systir Stephans námu i önd- verðu, eitthvað um þrjár mílur norð- ur og vestur af þorpinu Markerville. Er garðurinn eign f jölskyldanna tveggja Kristins heitins og Stephans og venzlafólks þeirra og hefir með Iagasamþykt verið tekinn undir um. Röð þess sem fram fór, var á þessa leið: 1. Þjóðsöngur Canada: söngflokk- urinn, ótilkynt. 2. Ávarp forseta: Ófeigur Sigurðs- son. 3. "Ó Guð vors lands": SÖngflokk- urinn. 4. Flutt kvæðið, "Við verkalok" ásamt nokkrum inngangsorðum: Bjarni Jónsson frá Auðnum. 5. "Svo lítil frétt var fæðing hans": söngfIokkurinn. Á mynd þessari sézt mannsöfnuðiirinn. cr var viðstaddur afhjúpmt minnisvarðans yfir Stephan G. Stephansson þann 19. jíilí síðast- liðinn í grend við Markerville i Alberta. sjá sveitarinnar. Til beggja hliða, að austan og vestan í reitnum standa há og risavaxin grenitré og var sæt- uin komið fyrir undir þeim fyrir þá er athöfnina sóttu. Ræður voru fluttar frá fótstalli minnisvarðans, og það sem lesið var úr ljóðum skáldsins. Uni söngflokk bygðar- innar var búi'ð undir grenitrjánum austan við gröfina og stýrði Vil- hjálmur Johnson verzlunarmaður í .Markerville söngnum, en ungfrú Marion Plumimer, skólakennari frá Blaine, Waishington lék á hljóð- færi, er þangað hafði verið flutt. Allan undirbúning fyrir at- höfnina annaðist hinn góðkunni sæmdarmaður Ófeigur Sigurðsson, bóndi við Red Deer, er sjálfur gekst fyrir því að reisa minnisvarðann og unnið hefir að þvi verki endur- gjaldslaust í nær því tvö ár. Al- menn samskot voru hafin í samráði við Þjóðræknisfélagið um það leyti, en eigi imunu þau hafa hrokkið til að greiða allan kostnað. Verður 6. Minningar ræða: Séra Rögnv. Pétursson. 7- "Þótt þú langförull legðir: söngflokkurinn. 8. Afhjúpun minnisvarðans: frú Sigrún Plummer. 9. Lesin minningarorð um skáldið úr Tímariti Þjóðræknisfélags- ins—XVII. ár: Ófeigur Sig- urðsson. 10. Ræða (á ensku) : Þorvaldur Pétursson. n. Lesin tvö kvæði skáldsins: "Erfðaskráin" I. bls. 223. "Særi eg yður við sól og báru," I. bls. 226: Ófeigur Sigurðsson. 12. Sálmurinn 638: söngflokkurinn. 13. Ræða: Ed. Thorlaksson, skóla- stjóri. 14. Avörp f rá gestum: Daniel Mörkeberg, — Jóhann Björns- son. 15. Samkomunni slitið: forseti Ófeigur Sigtirðsson. 16. Þjóðsöngvarnir: Eldgamla Isa- fold, God Save the King: söng- flokkurinn. Að lokinni athöfninni bauð ekkja skáldsins, frú Helga Stephansson, öllum viðstöddum í nafni f jölskyld. jrnnar heim til sin, til máltíðar. Tóku fk'stir ef ekki allir boðinu, og var dvalið þar fram til kvelds. Minnisvarðinn stendur við vestur gafl grafarinnar. Undirstaðan er tólf fet á hvern veg og tekur tæpt fet upp fyrir jörð. Ofan á henni hvilir j)lata úr stáli og cementssteypu átta feta löng á hvern veg og um tíu þumlunga þykk. Ofan á þetta hvort- tveggja er minnisvarðinn sjálfur hlaðinn. Er hann um átta fet á hæð og um sex fet á hvern veg að um- máli. í austurhlið hans er greypt marmaraplata og á hana grafið nafn, fæðingar. og dánardagur skáldsins, enn fremur þessar línur úr kvæðinu "Bræðrabýti" II. bls. 307: "Að hugsa' ekki í árum en öldum, að.alheimta' ei daglaun a'ð kvöldum, því svo lengist mannsæfin mest." og í enskri þýðingu fyrstu línurnar af kvæðinu "Þótt þú langförull legðir." Loks er sett mjög vönduð cementssteypu og stálhlekkja gir'ð- ing uimhverfis allan reitinn. Var henni komið fyrir í sumar og lokið við hana nokkru áður en afhjúpunar athöfnin fór fram. R.P. Frá Islandi Nýjar skáldsögur eftir Kamban og Gunnar Gunnarsson Khöfn. 30. júlí. 1 lasselbalchs Forlag hefir ákveð- ið að gefa út tvær íslenzkar bækur í haust, báðar í þýðingum. Önnur er síðari hlutinn af skáldsögu Hall- dórs Kiljan Laxness, "Sjálfstætt fólk," og hin "Börn jarðar," eftir Kristmann Guðmundsson. Að öðru leyti tjáði forstjórinn fréttaritara FÚ. að hin enska útgáfa af "Sölku Völku" seldist með afbrigðum vel, og að í Danmörku væri vaxandi á- hugi íyrir ritum og skáldskap HalL dórs Kiljan Laxness. Gyldendals Forlag gefur eiunig út í haust tvær bækur eftir íslenzka höfunda. Önnur er skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson. Hann hefir ekki enn afhent handritið, en það er álitið að bókin verði einn liður í þeirri röð skáldsagna, sem Gunnar (íunnarsson hefir fyrirhugað að semja og sem er ætla'ð að stikla á aðalatriðum íslenzkrar sögu frá landnámsöld og fram á vora daga. Hin bókin er eftir Guðmund Kamb- an. Það er stór skáldsaga, sem út verður gefin í tveimur bindum, og heitir Leifur heppni. * # # Endurminningar Finns Jótissonar prófessors Út kemUr í haust í Kaupmanna- höfn, að tilhlutun Hins íslenzka fræðafélags, merkileg bók, sem lík- legt er að veki athygli, ekki ein- ungis á íslandi, heldur og hvarvetna þar, sem norræn fræði eru stunduð. Það eru endurminningar Finns Jóns- sonar prófessors. Félagið gefur einnig út í haust nýtt bindi, hið átt- unda, af Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns. # # # Minningarrit i tilefni af 25 ára rik 1ssjórnarafmæli Kristjáns konungs X Khöfn 30. júlí. Á næsta ári á Kristján konungur X. 25 ára ríkisstjórnarafmæli. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir um það, hvernig eða að hve miklu leyti þess skuli minst með opinber- John Bracken forsœtisráðherra vinnur sinn stœrsta kosningasigur Fær yfir 1,000 atkvæða meirililuta í kosningunum sem I'iíim í'óru í Pas kjördæaninu þann 21. þessa mánaðar. Oddur Ólafsson gengur sigrándi af hólmi í Bupertsland kjördæmi í viðureign sinni vií> \Y. W. Kennedy, fram- bjóðanda afturhaldsliðsins. Alr. Ólafsson flutti ekki eina ein- ustu ræðu i kosningahríðinni, held- ur ferðaðist um og skýrði málstað sinn fyrir kjósendum í samtali við þá: hann ferðaðist í flugvél nálægt tvö þúsud mílum. Stefnufastir menn, sem vita hvað þeir vilja, vinna sér ávalt traust sam- ferðamanna sinna, hvort heldur er í kosningum eða á öðrufli sviðum, þó ekki kjafti á þeim hver tuska. En það skiftir engu máli hversu kapp- samlega málkvörnin malar; hún verður aldrei annað en kvörn. Jafnskjótt og úrslit hinna al- mennu kosninga þann 17. júlí, urðu heyrinkunn, kom það í ljós, að þó Liberal-Progressive flokkurinn und- ir fomstu Mr. Brackens, væri lið- sterkastur, þá skorti þó nokkuð á að hann nyti ákveðins meirihluta á þingi. í tveimur kjördæmum var kosningum frestað til þess 21. yfir- standandi mánaðar. Með glöggri hliðsjón af því hvernig komið var, og hvert stefndi í tilliti til stjórnarfars, leitaði Mr. Bracken fyrir um samvinnu við hinn nýkjörna leiðtoga íhaldsflokksins, Mr. Willis. 1 stað þess að sýna slíkum málaleitunum sjálfsagða samúð, svarar Mr. Willis með þvi, að róa að þvi öllum árum, að koma ]\Ir. Bracken i jiólitískum skilningi fyrir kattarnef í nýafstaðinni kosn. ingu í Pas. Úrslitin þar skáru alveg úr því hvorum þessara tveggja leið- toga fólkið treysti betur. Nú verð. ur það Mr. Willis, er ábyrgðina ber á ]n-i, ef alt lendir i öngþveiti þegar þing kemur s&tnan, nema því aðeins, HON. JOHN BRACKEN að hann sjái a'ð sér og bæti fyrir flasið. Að Bracken-stjórnin verði áfram við völd, verður ekki dregið í efa. Social Credit þingmcnnirnir hafa, fyrír munn leiðtoga síns, heitið henni að einhverju leyti stuðningi, auk þess sem telja má líklegt að hún njóti í meginmálum stuðnings óháðu þingmannanna tveggja Iíka. C.C.F. flokkurinn hefir jafnaðar- legast reynst stjórninni samvinnu- þýður á þingi, og sennilega verður hann þa'Ö engu siður, er næsta þing kemur saman og málin taka að skýr- ast. um hátíðahöldum. En í tilefni af 25 ára ríkisstjórn- arafmæli konungs hefir Gyldendals Forlag í Kaupmannahöfn ákveðið að gefa út stórt minningarrit um konunginn, skrifað af ýmsum þeim mönnum, sem honum eru persónu- lega kunnugastir og þekkja best til starfa hans. I bókinni verður fjöldi mynda, þar á meðal myndir frá ferðalögum konungs til Islands. Rit þetta verð- ur gefið út í stóru upplagi, og er ætlanin að selja það ódýrt. Samtímis hefir annað bókaforlag í Kaupmannahöfn ákveðið að gefa út afar vandað og skrautlegt minn- ingarrit um konung. Af því verða aðeins prentuð 300 eintök, og á hvert eintak að kosta 600 krónur. —Mbl. 31. júlí. # * * Ga 111 all Islandsvinu r heimscekir Island Dr. F. Danmeyer frá Hamborg, sem hér var 1927 við rannsóknir á sólarljósinu, kom til Islands skemti- ferð með Goðafossi um daginn. Hef. ir hann ferðast hér víða, heimsótt kunningja og fagra staði, en fór svo aftur heimleiðis með Goðafossi i gærkvöldi. Morgunblaðið hitti hann að máli í gær, og spurði hvernig ferðalagið hefði gengið. —Langt framar beztu vonum, svaraði hann. Island hefir dekrað við mig og sýnt mér náttúrufegurð sína í allri sinni ólýsanlegu dýrð. Undir eins þegar við komum til Vestmannaeyja, breyttist veðrið og síðan var sól og sumar allan tímann. Eg fór austur að Geysi og Gullfossi og Geysir sýndi mér eitt sitt fegursta gos. Það var stórfenglegt og töfr- andi. Mér hafði þótt Grýta merki- leg áður, en að svona fagurt og jafn- fram hrikalegt gos gæti átt sér stað, hafði mér ekki komið til hugar áður. framt hrikalegt got gæti átt sér stað, marga góða kunningja, sem eg eign. aðist þegar eg dvaldist á Vestur- landi 1927. Eins hitti eg kunningja á Akureyri og svo fórum við aust- ur að Goðafossi og upp í Mývatns- sveit. Þar er fagurt — og ógleym- anlegar verða mér endurminning- arnar frá þessari Islandsför. Dr. Danmeyer er Studienrat hjá Bismarck-Oberrealschule í Ham- borg og heiðursforseti fyrir Phys- ikalischbiologische Lichtforschung í Hamborg. Hann var nýlega sæmd- ur Fálkaorðunni í viðurkenningar- skyni fyrir rannsóknir sínar á ís- landi og þau rit sem hann hefir gefið út um þær, en þau eru átta. —Mbl. 1. ágúst. ÞRIGGJA MIIJÓN DALA FJARVEITING Fjármálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Hon. C. A. Dunning, hefir tilkynt, að stjórnin hafi ákveð- ið að verja um þrem miljónum dala tíl aðstoðar bændum í þeim hlutum Saskatchevvan og Alberta fylkja, er uppskerubrestur hefir sorfið fast- ast að. DAGSLIT Þegar sökkur sól í mar, sendi' eg klökkur hreiminn yfir dökkbrýnt aldarfar út i rökkurgeiminn. Lúðvik Kristjánsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.