Lögberg - 27.08.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.08.1936, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. AGUST, 1936 Fimtugasta og annað ársþing Hins eyangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi Haldið í Arbo'rg, Manitoba, 18. til 22. júní 1936. Wynyard, Sask., 16. júní 1936. Herra forseti Hins evangelisk lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi— Hér meö þakka eg yður og kirkjufélaginu fyrir þá vinsemd, er mér var sýnd i fyrra, er mér var boðið að sitja þing kirkju- félagsins, og sömuleiðis vil eg þakka fyrir samveruna við það tækifæri, sem mér verður jafnan ljúft að minnast. Eins og yður og öllum almenningi er kunnugt, hefi eg með nokkrum ræðum og greinum hvatt til þess, að samvinna með hin- um tveim íslenzku kirkjufélögum vestan hafs yrÖi betur skipu- lögo en hún nú er. Með skírskotun til þessara skrifa leyfi eg mér hér með að fara þess á leit við hið heiðraða kirkjuþing, að það kjósi nefnd til þess að ræða þetta mál við þá menn, sem til þess yröu kjörnir af hálfu hins kirkjufélagsins, ef til kæmi. Hefi eg ákveðið að flytja fram samskonar máloleitun við Hið samein- aða kirkjufélag. Ennfremur hefi eg í hyggju að fara þess á leit við kirkjustjórn íslands, að hún tilnefni menn til að athuga ásamt vestur-lslenzkum kirkjumönnum á hvern hátt verði skipulögð samvinna milli Islendinga heima og í Ameríku í kirkjulegum efn- um. Með bróðurkveðju og bæn um blessun Guðs yfir störf yðar. Jakob Jónsson. Samþykt var, eftir talsverðar umræður, að visa þessu máli til 5 manna þingnefndar. í nefndina voru skipuð þau séra G. Guttormsson, Konráö Xorðman, Mrs. Margrét Sigfússon, séra B. Theodore Sigurðsson og G. Ingimundarson. \'ar að þessu loknu sunginn sáknurinn 78, Af heilagleik meira, ó, herra gef mér, og fundi síðan slitið kl. 6 e. h. Næsti fundur fyrirhugaður kl. 8 e. h. sama dag. FJÓRDI FUNDUR Kl. 8 að kvöldi sama dag. Fundur byrjaði með guðræknisstund undir umsjón séra H. Sigmar. Fór þaíS fram á enskri tungu svo og fundurinn sjálfur. Forseti mintist, í stuttri tölu, hins hlýja og bróðurlega sam- bands, er kirkjufélagið hefði jafnan notið hjá lúterskum, kirkju- legum leiðtogum hér vestan hafs frá því fyrsta að kirkjuleg starf- semi þess hófst. Gerði hann síðan kunnan dr. E. T. Horn, trú- boða um fjórðung aldar í Japan, er á þingi væri staddur sem virðulegur sendiboði United Lutheran Ghurch in America. Flutti þá dr. Horn frábærlega snjalt og fróðlegt erindi um hin miklu trúboðs tækifæri, er kristnir menn nú hefðu i Japan. Fór hann mjög lofsamlegum orðum um starf trúboða kirkjufé- lagsins þar í landi, þeirra séra S. O. Thorlákssonar og f rúar hans, er höfðu verið í samstarfi með honum, og hann með þeim, um margra ára skeið. Flutti ræðumaður bróðurkveðju og árnaðar- óskir The American Lutheran JJoard of Foreign Missions, frá United Lutheran Church og frá forseta þess, dr. F. H. Knubel. Var ræðan þökkuð af forseta. Bað hann hinn virðulega sendi- boða að f lytja bróðurkveðju til United Lutheran Church, og sömu- leiðis að flytja þeim trúboðum vorum i Japan árnaðarorð og bless- unaróskir kirkjufélagsins, þegar hann kæmi aftur til starfs síns þar í landi. Þetta niót þingsins var mjög vel sótt. Kirkjan um það eins full af fólki og í hana komst. Endaði fundurinn með því að sungið var hið alkunna lof söngsvers: "Praise God, From W'hom All Blessings Flow." Var síðan blessan lýst af forseta og fundi slitið kl. um 10:30 e. h. Næsti fundur fyrirhugaður kl. 9 f. h. næsta dag. FIMTI FUNDUR Þ. 20. júní, kl. 9 f. h. Fundurinn byrjaði imeö guðræknisstund, undir umsjón séra S. S. Christopherssonar. Gjorðabok i. 2. 3. og 4. fundar var lesin og staðfest. Fyrir lá til umræðu 2. mál á dagsskrá: Kristniboð í útlöndum. Málið innleiddi séra N. S. Thorláksson. Flutfi hann skýra og ítarlega ræðu. Héldu umræður síðan áfram, þar til samþykt var að vísa niálinu til 3 manna þingnefndar. í nefndina voru skipaðir séra H. Sigmar, séra B. A. Bjarnason og Jón Gunnars- son. Þá var tekið fyrir 8. mál á dagsskrá: Prestsþjónustumál. Samþykt var, eftir lítilsháttar umræður, að visa því til þing- nefndar í heimatrúboðsmálinu. Xæst vra tekið fyrir 9. mál á dagsskrá: Ungmennafélög og kristileg uppfrœðsla. Samþykt var, eftir stuttar umræður, að skifta málinu. Var þá tekið fyrir að ræða um seinni liðinn, kristilega uppfrœðslu. Var málið þá rætt talsvert,, en síðan samþykt, að vísa því til 3. manna þingnefndar. I nefndina voru skipuð S. O. Bjerring, Mrs. Anna M. Jonasson og séra S. S. Christophersson. Þá var tekið fyrir 10. mál á dagsskrá: Ensk þýðing á lögum kirkjufélagsins og frumvarp til safnaðarlaga. Samþykt var að setja málið í 5 imanna þingnefnd. I þá nefnd voru skipuð þau séra Li. Theodore Sigurðsson, Jón Halldórson, Mrs. \\ . E. liell, Baldur Guttormsson og W. C. Christopherson. Þá lá fyrir 11. mál á dagsskrá: Afstaða kirkjunnar við mannfélagsmál. Séra G. Guttormsson innleiddi málið með skýrri og ítarlegri ræðu. Urðu síðan miklar og fjörugar umræður um málið, þar til samþykt var, að 2 manna þingnefnd sé skipuð til að semja til- logu til þingsályktunar í þessu máli. Skipaði forseti þá dr. B. B. Jónsson og Helga J. Helgason. J'á lá næst fyrir 12. mál á dagsskrá: Prcstafundir. Var málið rætt um hríð, þar tíl samþykt var að vísa því til 5 manna þingnefndar, er alskipuð sé leikmönnum. I nefnd þá voru skipaðir Jónas Th. Jónasson, Jóhann Péturson, G. J. Guð- mundsson, Thorvaldur Sveinsson og J. J. Myres. Þá var tekið fyrir 13. mál á dagsskrá: Bindindismál. Eftir litlar umræður var samþykt að vísa þessu máli til 3. manna þingnefndar. í nefndina voru skipuð þau séra E. H. Fáfnis, Mrs. Rósa Thorsteinsson og Björn Melsted. Þegar hér var komið var kominn tími að slíta fundi. Var samþykt, að næsti fundur byrjaði ekki fyr en kl. 4 e. h. til þess að gefa þingnefndum færi á aÖ Ijúka störfum sínum. Var síðan sunginn sálmurinn "Drottinn blessi mig og mína," Nr. 28, og fundi slitið kl. 12 á hádegi. SJÖTTI FUNDUR. Kl. 4 e. h. sama dag. Sunginn var í íundarbyrjun sálimurinn 23, "Faðir andanna, frelsi landanna, ljós i lýðanna stríði." Tekið var fyrir á ný 2. mál á dagsskrá: Kristniboð i útlöndum. Fyrir hönd þingnefndar lagði séra B. A. Bjarnason fram þessa skýrslu: Trúboð í útlöndum. Þingnefndin í málinu um kristniboð í útlöndum leyfir sér að leggja fram eftirfylgjandi tillögur til þingsályktunar: (1) Þingið fagnar út af því, að hafa sem gest sinn nú, hinn virðulega sendiboða Saimeinuðu lútersku kirkjunnar (United Lutheran Church in America), og samverkamenn trúboða vorra, Dr. E. T. Horn, og þakkar honum hið ágæta og vekjandi erindi, er hann flutti oss um trúboðsstarfið föstudagskvöldið 19. júní. (2) Þingið lýsir ánægju sinni yfir þeim góða orðstír um trúboðshjón vor og starf þeirra, sem oss hefir borist til eyrna með þeim, sem kunnugir eru á trúboðssvæðinu. Þingið þakkar trú- UxYshjónunum hið dygga starf þeirra um tuttugu ára skeið, og árnar þeim blessunar Drottins í bráð og lengd. (3) Þingiö ákveður eins og að undanförnu að greitt sé til erlends trúboðs eftir megni alt að $1,200.00, á þessu starfsári. (4) Þingið vill draga athygli safnaða og presta vorra að því, að reynt sé að viðhalda og efla áhuga í söfnuðum vorum fyrir þessu mikilsvarðandi málefni. B. A. Bjarnason John Gunnarson II. Sigmar Samþykt var að taka skýrsluna fyrir lið fyrir lið. 1. liður lesinn og samþyktur. 2. 3. og 4. liður sömuleiðis. Nefndarálitið síðan í heild sinni samþykt. Málið þar með afgreitt af þinginu. Þá var tekið fyrir á ný 4. mál á dagsskrá: Jóns Bjarnasonar skóli. Fyrir hönd 2 manna þingnefndar, er sett var til að semja þingsályktunartilldgu í skólamálinu, lagði séra N. S. Thorláksson f ram þessa skýrslu : Nef ndin í skólamálinu leggur þetta til: Þingið vottar skólaráði Jóns Bjarnasonar skóla alúðarþakkir fyrir góðar framkvæmdir í starfi sínu, sem síðasta þing fól því á hendur. Það lýsir ánægju sinni út af því, að skólinn hefir verið gerður að skóla íslendinga, úr því kirkjufélagið sá sér ekki fært að standa straum af rekstri skólans, og að hann hefir starfað með góðum árangri undir forstöðu séra Rúnólfs Marteinssonar á sama grundvelli og áður. Það vonast eftir því, að hann eignist hylli almennings og fái sem lengst að njóta forstöðu séra Rúnólfs. A kirkjuþingi 20. júní 1936. A'. S Thorláksson li. II. Fáfnis. Var skýrslan, eða þingsályktunartillagan, rædd lítillega, en síðan samþykt í e. hlj. Þá er hér var komið bað séra R. Mar- teinsson um leyfi til að skýra frá skólastarfinu, eins og það hefir gengið til íðan á þingi i fyrra, og leyfði forseti það. Flutti þá séra Rúnólfur glögga og skýra tölu um skólastarfið á síðastliðnu ári og um úrræði þau er skólanefnd hefði gripið til, í því augnamiði, að greiða fram úr hinum örðugu f járhagsástæð- um skólans. Að ræðu þessari lokinni, rnintist forseti lítillega á starf skólans og um leið á 'hið mikla og veglega starf séra R. Marteinssonar við skólann, frá því fyrsta til yfirstandandi tíðar. I'á flutti formaður skólaráðs, J. J. Bildfell, snjalla og ítarlega ræðu um skólann, tilgang hans og þýðing. Endaði hann ræðu sína með því að skora á þingmenn og alla aðra, að vera vinir skólans og styðja hann eftir mætti á komandi tíð, þó hann sé úr höndum kirkjufélagsins, rétt eins og fólk hefði gert á liðnum áruim. Þá bar dr. Björn B. Jónsson fram þessa tillögu til þingsálykt- unar: Kirkjufélagið lýsir yfir, að stjórnarráð Jóns Bjarnasonar skóla er nú uppleyst og Jóns Bjarnasonar skóli er úr eign og um- sjón kirkjufélagsins. Tillagan var samþykt. Héldu umræður enn áfram um hríð, þar til J. J. Vopni bar fram þessa tillögu til þingsályktunar: Kirkjufélagið vottar hr. H. A. Bergman, K.C., hjartanlega fyrir hans mikla og ágæta starf í sambandi við Jóns Bjarnasonar skóla. Var tillagan samþykt í e. hlj. Þá var tekið fyrir á ný 9. mál á dagsskrá, starfsliður A.: Ungmennastarf. Fyrir hönd milliþinganefndar lagði séra E. H. Fáfnis fram þessa skýrslu: Til kirkjuþings 1936:— Fyrir hönd milliþinganefndar í ungmennamálinu leyfi eg mér að leggja fram eftirfarandi skýrslu : Xefndin hefir bæði sem heild og þó mest sem einstaklingar leitast við að verða málum ungmennanna til styrktar, eftir því sem mögulegt var á liðna árinu. Samt hefir okkur ekki miðað eins áfram, eins og þeir bjartsýnustu vonuðu, en til þess liggja margar (jrsakir hvorki mönnum né málefni að kenna. Þó hafa nokkur ungmennafélög þegar gengið í sambandið, ný verið stofnuð fyrir hjálp frá því, og sum vaknað sem sofin voru áður. Áhugi fyrir málum ungmenna, er vaknaður meir en undanfarið, og meðvitund hinna eldri að hneigjast að og viðurkenna vaknandi vonir sólgins ;eskulýðs í hugsjónir og takmörk. Aktirinn, vestur-íslenzkur æskulýður er reiðubúinn til ávaxta, og þeim eldri er skylt að styðja að fullþroskuninni. Ungmenna- stjórnin gat ekki lokið undirbúningi undir þing sitt svo það gæti haldist á þessu vori, en í haust hefir verið ákveðið þing, þar sem mál æskunnar og hugsjónir verða bornar fram. Einnig er i hyggju að áhugasamar persónur ferðist um meðal 'hinna ýmsu ungmenna. félaga, til þess að örva og leiðbeina á ýmsan hátt. Til þess þyrfti dálítinn f járhagsstyrk í byrjun, sem þó myndi verða brátt endur- goldinn, og vildi eg beina þeirri beiðni að þingi þessu, að það sjái sér fært að styrkja ungmennin á þessu byrjunarstigi. Ritari hefir þegar gefið skýrslu um félaga og félagsmeðlimi. Það er að birta af degi. Æskulýðurinn er að fylkja sér til starfs. Þér eldri, kvíðið ekki, æskan er reiðubúin að taka við málum þegar þörf krefst. Arborg 19. júní 1936. f. h. nefndajinnar E. H. Fáfnis. Xokkurar umræður urðu um málið. Var samþykt að vísa tilmælum um fjárstyrk til Ungmennastarfs, til fjármálanefndar þingsins. Að því búnu var, eftir tillögu séra N. S. Thorlákssonar, er studd var af mörgum, samþykt að þakka milliþinganefnd starf hennar á liðnu ári. Þá var tekinn fyrir til umræðu síðari liður, stafliður B., af 9. máli á dagsskrá: Kristileg uppfrœðsla. Fyrir hönd þingnefndar i því máli lagði S. O. Bjerring fram þessa skýrslu: Kristileg uppfrœðsla œskulýðs. Nefndin, sem skipuð var í þetta mál leyfir sér— (1) Að beina hvatningunni í garð allra kirkjulegra starfs- manna íslenzkra í bygðuim og bæjum, að styðja að því að æsku- lýðurinn fái sem fullkomnasta undirstöðu í kristnum fræðum. (2) Kirkjuþingið lýsir yfir ánægju og þakklæti sínu vegna hinnar göfugu viðleitni Bandalags lúterskra kvenna í því að út- býta kristilegu lesmáli meðal unglinganna á ýmsum stöðum, eftir því sem þörf gerist. (3) Þar sem á sér stað regluleg sunnudagsskóla starfsemi Ieggur nefndin til að foreldrar láti sér ant um og sýni áhuga fyrir þeirri uppfræðslu með að kynna sér á allan hátt starf skólans og með þátttöku í því. (4) Þar sem ekki er hægt að halda uppi reglulegum sunnu- dagaskóla væri æskilegt að kensla eigi sér stað innan heimilisins. Eru heppileg hjálparrit til þess: Biblíusögur, Barnalærdómskver, Sunnudagsskólabókin og annað lesmál, sem hægt er að nota bæði á heimilunum og sunnudagaskólum. (5) Kirkjuþingið felur væntanlegri milliþinga-nefnd, er hafi með höndum ungmennastarf og fræðslumál, að afla upplýs- inga um ýmiskonar námskeið sunnudagsskóla kennara hjá öðrum kirkjufélögum, að hverju leyti vér ætturn að hagnýta oss þau, og hvort ráð séu til þess að til svipaðra námskeiða sé stofnað sér- staklega fyrir sunnudagsskólakennara i söfnuðum vorum. -S". O. Bjerring S. S. Christopherson Anna M. Jonasson. Kristindóiusnámskeið í sveitum. Starf nefndarinnar, sem hefir haft með höndum kristindóms- fræðslu í sveitum, sem ekki eru aðnjótandi jirestsþjónustu, hefir verið líkt og undanfarin ár. Þó varð sú breyting síðastliðið ár 0935) a^ starfað var eingöngu með eldri börnum á fermingar- aldri. Agætur kennari, Miss Lilja Gttttormsson tók að sér að upp- fræða og búa börn undir fermingu að svo miklu leyti sem hún gat á því tímabili sem henni var afskamtað. Hafði beiðni komið frá Vogar og Oak View og afréði því nefndin að leggja fram alla krafta í sumar í þessa átt. Miss Guttormsson lagði af stað frá Winnipeg 20. júní, og stóð námsskeið hennar yfir frá 22 júní til 6. júlí. Tuttugu og fiimm börn nutu uppfræðslu hjá henni og voru flest síðar fermd af forseta kirkjufélagsins, sem þjónaði í því bygðarlagi fyrir hönd kirkjufélagsins um tíma. Eftirfylgjandi börn voru fermd: Karl Halldórsson, 15 ára; James Frimann, 17 ára; Margrét Halldórsson, 16 ára; Helgi Frimann, 13 ára; Anna Halldórsson, 13 ára: (jrace Sveistrup, 17 ára : Helen Steinthorson, 15 ára: Anna Magnússon, 15 ára; Ilelga Steinthorson, 14 ára; Fríða Pétursson, 16 ára; Konráð Pétursson, 14 ára; Clarence Pétursson, 16 ára; Pétur Davidson, 14 ára; Joseph Kernested, 17 ára; Clifford Kernested, 15 ára; Ella Eiríksson, 12 ára, Margrét Eiríksson, 17 ára; Ernest Eiriksson, 15 ára; Gísli Hallson, 14 ára; Guðmundur Johnson, 14 ára. Fjögur börn, sem sunnudagsskóla sóttu voru, fvrir einhverjar ástæður ekki fenmd. í skýrslu Miss Guttorms- son segir hún: "Sunnudagsskóli var vel sóttur þrátt fyrir rign- ingar og vondaF brautir. Sum börnin keyrðu um sjö mílur á hverjum degi, en öðrum sem lengra áttu að, var komið fyrir. Yfif- leitt sýndu þessi börn áhuga fyrir kerdómnum, hugsuðu um að læra það, sem þeim var sett fyrir, og virtust hafa góðan skilning á því sem þau lásu. Þau börn, sein notið höfðu klukkutíma kcnslu í hvcrri viku yfir skólatímann voru fróðari en hin, og vcittist starfið því lcttara þar sem tíminn var svo stuttur." Þegar Miss Guttormsson fór, skyldi hún eftir s.skóla lexíu blöð og bækur, sem nefndin.hafði skaffað henni, hjá hinum ýmsu skólakennurum, sem starfað höfðu að kristindómskenslu einu sinni i viku i sambandi við skólastarf sitt. I sept. .skrifaði nefndin aftur kennuruim hinna ýmsu skóla i þeirri von að áframhald yrði á því starfi. Einnig voru blöð og bækur sent til allra sem þurftu þess við. Jólakveðjur frá B. L. K. og myndabækur, voru einnig sendar til allra barna, sem þátt hafa tekið í s. skóla starfi Bandalagsins. Einnig lítið nýja Testamenti sent að gjöf til barnanna, sem fermd voru. Nokkuð stærri Testa- menti með góðum stíl voru keypt og send til þriggja skóla þar sem kristindómskensla hefir farið fram og verða þau eign skólans. Mörg innileg bréf hafa komið frá börnunum sjálfum þakkandi fyrir hlýleik og kærleik Bandalagsins. Aðallega hafa þrír skólar: Vogar, Bay End og Hayland, haldið uppi með reglu kristindóms- kenslu og ber oss að þakka af hjarta eftirfylgjandi kennurum fyrir þeirra dygga starf: Vigdis Sigurðsson, Secilia Halldórson, Sigrún Guðmundsson. Engan kennara var mögulegt að senda í fyrra sumar til Poplar Park, en s. skóla blöð og bækur voru sendar. Þetta hefir okkur reynst erfitt pláss, mestmegnis vegna þess að enginn leiðtogi fæst til að halda áfram neinu starfi þar. Það er að sönnu Anglican sunnudagsskóli þar ]>art af árinu, en okkar íslenzku börn sækja hann ekki. Sumarið 1934 voru tvær stúlkur, Dísa Anderson og Lára Oleson sendar til Árnes til að kenna og stofna S. skóla. En árið 1935 var enginn kennari sendur, en Mrs. H. Sigurdson, sem þar á heima og Thora Oliver, sem kendi þar nálægt, héldu uppi s. skóla að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stóð. Vegna þess að þetta svæði tilheyrir prestakalli hefir nefndin aðeins sent s. skóla blöð og bækur þegar þess hefir verið æskt. Uppörfandi bréf frá börnum, kennurum og einni móður sér- staklega, hefir nefndin meðtekið og lýsir hún þakklæti fyrir.— Þessi móðir segir meðal annars: "Mig Iangar til að þakka inni- lega B. L. K. fyrir þeirra mikla og kærleiksrika verk fyrir börnin hér í bygðinni. Eg er tólf barna móðir og á svo annríkt, að eg hefi lítinn tíma afgangs að uppfræða börnin mín. Þessvegna er eg ykkur svo þakklát fyrir ykkar tilraunir til að hjálpa upj) á okkur." Fjörutíu bréf hafa verið skrifuð og send út <á árinu í sam- bandi við sunnudagsskóla starfið. Að endingu viljum við þakka öllum, sem greiddu götu Miss Guttormsson í fyrra sumar og sýndu henni alúð og hlýleik og aðstoð á ýmsan hátt. Guð er kærleikur, og því aðeins megum við vonast eftir að sjá auglit hans, að við reynum að breyta eftir boðum hans og rétta hjálparhönd hinum minsta af þessum hans börnum. Þjóðbjörg Henrickson Margaret Stephensen.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.