Lögberg - 27.08.1936, Síða 4

Lögberg - 27.08.1936, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. ÁGÚST, 1936 liliJ 0«fl8 út hvern fimtudag af SHE COLUMHIA PKE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO t3.00 um árid—Borgist furirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limíted, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Þjóðernis-þráðurinn íslenzki (Ræða flutt á miðsumarsmóti íslendinga í Blaine) Eftir dr. Björn B. Jónsson. “ Fornaldarsögur NorSurlanda” þykja ekki áreiðanlegar heimildir né sannsögulegar. En margar sagnir eru þar, sem úr má gera góSar da’misögur. Svo er meS sögukorn þaS, sem hér skal haft fvrir “texta.” Ragnar LoSbrók var garpur mikill og konungur í Noregi endur fvrir löngu. Átti hann sonu marga. Voru þeir Ragnars synir hinir mestu fullhugar. Herjuðu þeir víSa og var þeirra hreysti rómuð vítt um álfur. Einn þeirra bræðra þar af öllum hinum. Ekki var hann þó líkamlegt þrekmenni, því hann var fæddur beinlau.s og alla æfi varð að bera hann á stöngum. Hann hét ívarr og var kallaður ívarr beinlausi. Ivarr var vitmaður með af- brigðum. Hann var jafnan í hernaSi með bræðrum sínum, eggjaði þá til stórræSa og hafSi ráð fyrir þeim, einkum þá er við tröll- skap og forileskju var að etja. Vitsmunum ívarrs áttu þeir Ragnars synir sigurvinning- ar sínar að þakka. < Nú er frá því aS segja, aS er vegur þeirra Ragna’rs sona stóð sem hiæst, sat Ragnar karl heima að ríki sínu og gerðist gamlaður. Þótti honum sem frægð sona sinna tæki að skyggja á sjálfs hans fyrri frægðarljóma. Má hann því ekki una við svo búið. Nú er synir hans eru allir fjarri býr Ragnar gamli för sína með litlu liði og herjar á England. En sá hernaður var Ragnari ofraun og féll hann þar við mikinn drengskap. Nú verður það hlutverk þeirra bræðra að hefna Ragnars föSur síns. Er það löng saga og verSur hér ekki sögð, nema til að drepa á atvik það, sem er merg-ur máls í því, sem hér er gert að dæmisögu. Þá er þeir bræður ekki fengu hefnt Ragn- ars og unnið England í orrustum, tók tvarr beinlausi það ráð, að hann skildist við bræSur sína og gekk til sátta við Englakonung. Kom síðar í ljós hvað undir bjó. Konungur býður tvarri þá að kjósa sér yfirbætur þær, er hann hafa vilji fyrir föður sinn. Og kemur nú sagan, sem hér verður að dæmi gerð. “E!k vil,” segir tvarr, “at þú gefir mér þat af landi þínu, er uxahúS tekur yfir, en þar utan um skal grundvöll gera, ok mun ek eigi til meira mæla við þik. ” Nú ráða þeir þetta með sér og skal tvarr eignst af Englandi það, sem uxahúð tekur yfir, er hann fengi mesta til. “Nú fær tvarr sér öldungshúS eina, ok nú lætur hann hana bleyta, ok þrisvar lætur hann hana þenja; nú lætur hann rista hana sem m.jóst alla í sundur, ok þá lætur hann renila sér hvárt, háram eða holdrosu; ok er þessu var lokit, var þvengr sjá svá langr, at furSa var at, ok engum kom í hug at svá mætti verða, ok þá lætur hann breiða á einum velli, en þat var svá vítt land, at þat var mikil borgar vídd, ok þar fvrir útan lætur hann marka grundvöll, sem til mikilla borgar- veggja; og þá fær hann sér smiði marga, og lætur reisa hús mörg á þeim velli, ok þar lætur hann gera borg eina mikla, ok er sú kölluð Lundúnaborg; hún er allra borga mest ok ágæzt of öll NorSurlönd.” Þetta er nú sagan. Ekki mun það í skólum kent, að á þá leið, sem nú var sagt, hafi veriS upphaf Lundúna- borgar, stærstu borgar veraldarinnar. Þegar eg var í London fyrir þremur árum, sá eg hvergi skækil eftir af uxahúðinni hans ívarrs beinlausa, og langur fanst mér sá þvengur munu verið hafa, er náð hafi umhverfis það borgarbákn. Sjálfsagt er þetta um húðina og langa þvenginn, sem úr henni var gerður, tóm lygi. Það varðar nú engu. Sagan er ágæt dæmisaga. Hún er til sanns um það, að mikið má úr litlu efni vinna, ef viti er beitt, —langt má þvenginn þenja, þó mjór sé, ef viturlega er með hann farið. Ef til vill telja allir menn það ovit af mér að gera uxahúðina hans ívarrs beinlausa að táknmynd, láta hana fyrirmynda uppruna þeirrar borgar, sem vér allir erum fæddir 1 eða ættaðir frá — íslenzkt þjóðerni. En mestu varðar það, að vér lærum af Ivarri beinlausa að teygja þvenginn, þjód- ernis-þráðinn, svo hann nái sem lengst, fái umvafið sem stærsta borg mannvits og menn- ingar og slitni ekki í höndum okkar. ÞaS er þá um þvenginn úr húðinni ís- lenzku, sem eg vildi tala við yður. * # # Þvengurinn, þráður hins íslenzka þjóð- ernis, er þegar teygður um víSa völlu. Hann er strengdur um tvær álfur og festur. við trausta hæla tveim megin hafs. Upptök þráð- arins eru á íslandi og alt. er undir því komið, að hællinn, sem honum heldur þar, ekki svíki. TeygSur var þráðurinn þvert yfir Atlanshaf á síðari hluta nítjándu aldar. Voru hælar reknir í jörð og þráðurinn festur víða um þetta meginland,—til bráðabirgðar í Wiscon- sin og Ontario, en til langframa í Minnesota og Nýja Islandi. Var sá hællinn mestur og dýpstur í jörð rékinn, sem festur var í Gimli bygðum. ÞaSan var þráðurinn svo teygður til Winnipeg-borgar, suður í Dakota, vestur til Argyle, út til bygðanna við Manitoba-vatn, nýlendanna í Saskatchewan og Alberta, og loks vestur alla leiS til Kyrrahafs og þaðan suður allar götur til California. I öllum þessum bygðum festu landnáms- feður trausta hæla og bundu við þá þráðinn góða hins íslenzka þjóðernis. Þegar aðgætt er, hversu langt þráðurinn er þegar teygður, verður ekki annað sagt, en að þeim, sem þar áttu hlut aS máli, hafi heppnast að teygja þráð tilveru sinnar jafnvel miklu lengra en tvarr beinlausi þvenginn af uxahúðinni. HvaS er svo þessi þráður? Hann er ekki fvrst og fremst bein og hold nokkurra mannvera, sem af sama kyn- stofni eru og á eina tungu mæla. Hann er ekki fyrst og fremst mannvirki né athafnalíf liins dreifða kynflokks, og ekki heldur samtök hans og félagsstofnanir. Þráðurinn er ósýni- legur. Hann er segulmagnaður þráður ósjálf- ráðrar meðvitundar í sálum manna. Þessari dularfullu vitund, sem er insta eðli þjóðernis- ins, verður ekki lýst. Öll tilraun í þá átt er til tjóns. ÞaS er með hana eins og andar- dráttinn, sem kemur af sjálfum sér. 1 staS þess að skýrgreina sjálfan sig, má hinn þjóð- emislegi andardráttur svara fyrir sig líkt eins og hinn forni rithöfundur lét GuS almátt- ugan svara fyrir sig og segja: “Eg er sá sem eg er.” Ekki er eg hér kominn til þess að segja mönnum að okkar þráSur sé dýrmætari, hald- betri og í alla stað fullkomnari, en þjóðernis- þræðir annara manna. GerSi eg það, fremdi eg óbótaverk. ÞaS er með þjóðemis-vitund- ina eins og meS friðhelga blettinn í meistara- legri lýsingu Einars H. Kvaraiis á sálarlífi skáldsins Bjarna Thorarensen, að þar má ekki vera nema sem minstur umgaMgur. Heil- brigð þjóðernis-vitund þolir ekki að hún sé teygð á eyrunum. Stundum höfum við með oflofi um sjálfa okkur teygt svo úr eyrum okkar, að við höfum líkst skepnunni óvitru, sem auðþekt er af eyrunum. Um það ætla eg hér alls ekki að ræða, hvernig hinn þjóðernislegi þráður vor er. Hitt vil eg fullyrða, að hvernig sem hann er, þá er hann oss svo dýrmætur, af því hann er sjálft vort insta eðli, að engan veginn megum vér þola það, að þráðurinn slitni. Hvernig getum vér afstýrt því að þráð- urinn slitni? Og hvemig eigum vér að fara að því að teygja svo úr honum, að hann fái umspent með blessunarríkum áhrifum sem stærsta borg mannfélagslegrar menningar nær og f jær ? Gæfumenn værum vér Islendingar, ef að vér (lausir þó við undirhyggju hans) hefS- um nú yfir vitsmunum Ivarrs beinlausa að ráða. HingaS til hefir þjóðemisvitund vor, ef til vill, hvað mest stjómast af tilfinningum einum saman. Hér eftir verður hún að stjórnast, af viti. I þann vitsmunasjóð eigum vér allir að leggja. Tillag mitt í þann sjóð verður að sjálf- sögðu fátæklegt, en slíkt sem það er, vil eg leggja það hér fram. Hugsanir mínar í þá átt, hvernig vér fá- um varðveitt þjóðernis-þráð vorn, að hann ekki slitni og vér týnum sjálfum oss, eru á þessa leið í sem fæstum orðum: 1. Vér megum ekki ofhjóða þræðinum. ÞaS verður til þess að þráðurinn slitnar, ef teygja á hann lengra en eðlilegt er. ÞaS hefir orðið til þess eins að hrinda hinni yngri kynslóð Islendinga burtu, þar sem eldri kyn- slóðin vildi þrengja henni til að vera og tala eins og þeir, sem fæddir voru og uppaldir á Islandi. Fram að síðustu ámm va,r oft reynt, með illu eða góðu, að láta börn tala tóma ís- lenzku heima fyrir og láta þau fylgja hugsun- arhætti og siðum hins gamla útlenda fólks. Þó börnum nú væri kent ofurlítið að stauta íslenzku og hafa eftir orðin, varð málið af- bakað og ófullkomið. Þegar svo börnin þrosk- uðust og fóru sinna ferða, fundu þau, að þetta mál þeirra og það form, sem átt hafði að steypa þau í, var ófullkomið, og lögðu það niÖur. Nú meÖ því að þjóÖernis- vitundin hafSi ekki veriÖ þeim ungu og innfæddu innrætt nema á yfir- borÖi, vildi þráÖurinn slitna. Hon- um var ofboÖið meÖ því, aÖ ætla honuim aÖ halda án þess hann væri festur við nokkura haldgóÖa hælá í eðlilegu vitundar-lifi hins unga og hérlenda fólks. 3ýú eru skynsamir menn farnir aÖ átta sig á því, aÖ þjóðernis-taugin liggur djúpt, og nái' hún aðeins á yfirborÖiÖ sé hún haldlaus, og ekki gagni þaÖ eitt að látast vera. Og þó í bili væri sumir menn úrillir, er þeir vöknuðu af sínum 'heimskulega draumi og fengu meðvitund um þann sannveruleika, að meira þarf til en að skipa öðrum og látast sjálf. ir, þá er nú fremur morgun en kvöld yfir þjóðernis-vitund vorri. Nú er oss að skiljast það, að teygja má hinn góða þráð þjóðernis vors yfir sálarlíf og manngöfgi niðja vorra, án þess að misbjóða eðli og eiginleikum þeirra, sem hérlendra enskumælandi manna. Þá má og þjóðernis-þræðinum of- bjóða með því að nota hann í eigin- | gjörnum tilgangi — til að koma sér eða sínu fram. Með kynflokkunum mörgu, sem Ameríku-löndin byggja og saman hafa runnið og saman eru að renna í eitt — eina volduga og nýja þjóð, hafa verið þeir menn, og eru enn, sem notað hafa viljað sjálfs j sín upprunalega ættstofn sjálfum sér | til hagsmuna, einkum í stjórnmál- j um og samkepninni um völd og mannaforráð. Ekkert verra getur hent nokkurt þjóðfélag, en að þar sé kynflokkarnir innilokaðir hver í sínum kvíum. Sem borgarar megum vér ekkert vita annað en hag þjóðar- innar og hvergi skipa oss undir önn. ur merki í þjóðmálum annarsstaðar zn þar sem óhlutdræg sannfæring vor um málavöxtu býður. Ættflokka- metnaður (clanishness) hefir margri þjóð á kaldan klakann komið. Séum vér Islendingar clanish í málum mannfélagsins — skammsýnir sér- gæðingar, — þá slitnar þráðurinn af s.jálfum sér, því þá hefir hann teygð. ur verið á óeðlilegan og skaðlegan hátt. 2. Þjóðernisþráðurinn verður, til þess hann ekki slitni, að vera alfrjáls og einungis eðlilegum böndum bund- inn við sína fornu hæla. Mjög mikið er undir þeim tengsl- um komið, sem þráðinn tengja við hinn fruimstæða hæl þjóðernis upp- takanna á ættjörð vorri, íslandi. Það þá fyrst og fremst að þar “heima” haldist og aukist sú menn- ing og siðgæði, sem vér teljum oss gagn og virðing að njóta. En al- gáðír þurfum vér að vera í þeim efnum. Við heimahælinn getum vér bundið oss svo óeðlilegum rembihnútum, áð við það slitni þráðurinn. Á tvenskonar hátt get- um vér tengt þráð þjóðernis-vitund- ar vorrar við ísland. Sá er annar, og er óviturlegur, að vér ætlum oss og vorum niðjum að vera hold og bein þjóðarinnar á íslandi. Sá er hinn, og er viturlegur, að vér vitum oss orðna nú þegar 'hold og bein hér- lendrar þjóðar, en þrátt fyrir það varðveitum vér i sálu vorri anda og vitund vors upprunalega eðlis. “Hvat brast við svo hátt ?” spurði Ólafur konungur á Orminum langa, er bogastrengur Einars Þambar. skelfis var skotinn sundur. “Noreg- ur úr hendi þér, konungr,” svaraði Einar. Þetta flaug mér i hug, þá eg ekki alls fyrir löngu hlýddi á afar skemtilegt erindi hjá gáfuðum og mentuðum manni, sem var nýkom- inn úr kynnisför til ættjarðarinnar. Það var auðfundið, að þráðurinn hafði slitnað hjá þeim manni, og var hvinur sá bæði hár og sár, er streng- urinn hrökk i sundur. Sízt ámæli eg þeim manni; miklu fremur virði eg hreinskilni hans. En því iminnist eg á þetta hér, að mér virðist aðstaða þessa mæta manns raunveruleg opinberun á því, hvernig fer ef þjóðernis-vitund vor er óeðlilegum böndum bundin við frumstofninn á fslandi. Þessi maður hafði farið 13 ára drengur af landinu. Nú er hann vel miðaldra maður. Alla þessa tið hpfÖi hann haft ísland í huga sem sitt heimaland. Að fá nú að koma þangað aftur var að koma heim. En þegar “heim” kom átti hann þar ekki heima. Hann kendi engum um það nema sjálfum sér. Hann sjálfur hafði breyst. “Þegar eg nálgaðist ísland,” sagði hann, “fanst mér að eg vera að koma heim; þegar eg kom aftur til Vesturheims vissi eg, að eg var kominn heim.” í ferðinni til Is- lands hafði þráðurinn slitnað. Það var illa farið. En það var af eðli- legum orsökum. Maðurinn hafði, áður en hann fór heirn ofboðið þræðinum. Hann hafði eins og margir fleiri ætlað sig vera annað en það sem hann var. Hann hafði hald- ið að hann væri íslendingur, en komst að því að hann var Ameríku- maður. Vér getum ekki þetta. Dr. Jó- hannes Pálsson á þakkir skilið fyrir það — hvað sem sumu öðru i fyr- irlestri hans líður — að hafa gert það ljóst, að vér getum ekki hér verið og erum ekki islenzkir íslend- ingar, heldur amerískir eða Vestur- íslendingar. Einungis þeir fáu, sem annan fótinn hafa á íslandi, geta verulega átt þar heima. Ef við telj- um okkur trú um það, að við séum hold og bein af þjóðinni á íslandi og skoðum oss útlendinga hér eða jafnvel “útlaga,” þá slitnar þráður- inn senn, því þetta er ekki satt og alt, sem er ósatt slitnar af sjálfu sér. Á alt annan hátt er sá þráður gerður, sem oss tengir við Island, og hann þarf aldrei að slitna. Um það get eg lítilsháttar borið af eiginni reynd. Þegar eg kom til íslands fann eg þar alt, sem eg hafði átt von á og miklu meira. Eg vissi fyr- ir fram, að eg var ekki að fara heim. Eg vissi hvar eg átti heima. En eg átti ást til íslands, sögu þess, lista þess og ljóða. ísland var mitt draumaland. Og draumar mínir | rættust, eða réttara sagt urðu fleiri j og fegurri við það að koma til Is- lands og baða sálu mína í fegurð náttúrunnar og í blíðviðri kærleik- ans, sem fólkið þar sýndi mér, Nú eru það fæstir, sem því láni eiga að fagna að ferðast til íslands. Eigi að síður getum vér öll átt ís- land sem kært og dýrmætt drauma- land. Það sakar oss ekki þótt i hug og hjarta máluim vér mynd drauma- landsins jafnvel með nokkuð bjart- ari og sterkari litum, en raunveru- leikinn leyfir. Sála vor verður fyrir það skáldlegri, bjartari og betri, að vér látum segulþráð minninga, æfin- týra og ímyndana flytja oss yl og orku frá áum vorum og átthögum og auðga vitundar-líf vort ljúfuim og viðkvæmum kendum. Hörpu-hljóm- arnir heiman að frá draumalandinu dýra mega enn fylgja oss, friða oss og hressa. Strengurinn þarf aldrei að slitna, ef vér varðveitum hann á þennan hátt. Þá vil eg vekja máls á þvi, að viturlega þurfuim vér einnig að teygja þráð þjóðernis-vitundar vorrar út frá þeim hinum fyrstu hæl. um, sem hún var fest við hér á vorri nýju ættjörð — hér á landi veru- leikans. Sé vitund vor vafin svo fast um þá fornu hæla, að engu megi þoka, slitnar þráðurinn, þá hann skal teygja fram til nýrrar lifs. aðstöðu og breyttra ástæðna. Eigi er það skortur á virðing fyrir feðr- um vorum og fruimherjum, þó vér færum til eftir þörfum, hæla þá, er þeir hér festu við þjóðernis-vitund sína og félagslíf. Miklu fremur er- um vér þeim til óvirðingar, ef vér ekki þorum að hugsa fyrir oss sjálf. ir og brjótast fram til nýrra land- náma, svo sem þeir á sinni tíð teygðu taug íslenzks þjóðernis út á nýjar og betri leiðir. Sjimir menn tjóðra sig fasta við hina gömlu hæla og voga þaðan aldrei eitt spor að vikja, Þeim finst sem öll breyting sé goð- gá. Það fer þá líka svo, að þráður- inn slitnar í þeirra höndum. Þeir binda hann dastan viö hiÖ liðna og þar endar þráðurinn, fyrst ekki má róta honum og teygja hann í nýrri mynd fraim til þess, sem nú er og síðar mun verða. Það er ekki lítill þáttur þjóðernis viðhaldsins, að kunna að leiða þráðinn með sér hvernig sem ytri kjör og hættir lífs. ins breytast. 3. Hin sameiginlega þjóðernisvit- und á að vera sterkur þráður, sem oss álla tengir saman, hvar á þessu meginlandi, séítvvér eru'nt'. Til þess þau andlegu tengsli hald- ist, er nauðsynlegt að þau sé laus við alla þvingun. Fyrir því eigum vér að forðast þá villu að troða osís öll- um í einn og sama poka. Eélagslíf vort á að vera alfrjálst. Skoðana- mun hver annars eigum vér að virða. Lífsskoðanir og trúarbrögð 'hver annars megum vér aldrei áreita. Það er oss holt að halda hópana sér, eftir því sem skoðunum vorum, þjóð- málastefnum og trúarbrögðum er farið, svo allir búi sem bezt að sínu. En taugin sem oss á að tengja sam- ’an er góðvildin hver í annars garð, af því vér eigum allir í sálum vor- um þessa dularfullu eðlisvitund, sem sameiginlegu þjóðerni fylgir. Það á að vera eitthvað það i oss öllum, sem visar oss hverjum á annan, eins og bróðir þekkir bróður af ávísun eðlis síms. I hverri bygð sem vér búum, hverjum stjórnmálaflokki, sem vér fylgjum, hvaða kirkjufélagi sem vér tilheyrum, þá á þráður þessi hinn ósýnilegi og ólýsanlegi að tengja oss bróðurböndum. Milli vor íslands barna frá hafi til haf® á þráður kærleikans að liggja, hulinn og ósýnilegur ef vill, en traustur og óslítandi, af því vér förum vel með hann, ofbjóðum honum ekki, notum hann ekki til að binda oss hver við annan ónáttúrlegum bönduim, held- ur til að vera flutningsfæri, sem flytja yl og afl milli sálna allra manna, sem af íslenzku bergi eru brotnir. 4. Það sem mestu varðar er það, að vér teygjum þráið vors íslenzka þjóðernis sem lengst inn í þetta land og hvar sem vér leggjum hann ger- um vér, eins og Ivarr á Englandi, grundvöll að stórum og góðum borg- um. Það verður raunalegt er fram líða stundir ef engin sjást þess merki hvar þráðurinn íslenzki hefir legið um mannfélagið hér. Þar er nú sögu vorri komið og ástæðuim, að vér verðum sem fyrst að fara að binda þráð vorrar sérstöku menn- ingar, við svo trausta hæla hér í þjóðlifinu ameríska, að vér megum vera öruggir um, að þeir ekki bili. Það er gagnslaust að tefja sig við það að festa þráðinn við annað" en það, sem víst er að standi um aldur og æfi. Það eru stofnanir þjóðfé- lagsins sjálfs, sem ætla má að ávalt standi. Að þeim ber oss þráðinn að leggja og festa hann þar vel. Aðal- þættir þjóðernisins er sjálft hið and- lega eðli þess og ósýnilegir eiginleik. ar, sem arfþegjum þess fylgja í marga liðu. En auk þess á hver maður með þjóðerni sínu nokkurn farangur, sem að gagni má verða hvar á land sem honum er skilað. Farangur vor er einkum afar-dýr- ar bókmentir, sem vér höfum fengið að erfðum. Um þær ber oss skylda að búa sem fyrst og sem bezt við traustustu mentastofnanir þessa lands, að þær geti orðið alþjóð hér til blessunar. Við þrjár menta- stofnanir ágætar í Bandaríkjum hef- ir þegar af öðrum verið búið prýði- lega um íslenzk fræði og bókmentir. Við Cornell-háskóla í Ithaca er Eiske bókasafnið mikla og kennar- inn Halldór Hermansson, sem nú um tugi ára hefir veitt lindum ís- lenzkra lista og bókmenta viðsvegar um enskumælasdi heim með frá- bærri atorku og fræðimannlegri snild. Við John Hopkins háskóla í Baltiimore er og settur kennarastóll í íslenzkum f ræðum og kennarinn þar, Stefán Einarsson, lætur mikinn fróðleik út frá sér ganga í bókfræði- legum timaritum hér í landi og víð- ar. Við háskóla Norður-Dakota ríkis í Grand Forks kennir og starf. ar sá stórvirki maður, Richard Beck, og fljúga fræðimannlegar ritgerðir hans í allar áttir. Einkennilegt er það, að svona langt og svona vel er máli þessu komið á þessum stöðvum, sem þó eru ekki við miðbik íslenzkra bygða. Hreyfing sú, er nú og hafin í Manitobá, sem áreiðanlega leiðir til þess að háskóli þess fylkis tekur íslenzk fræði sér í skaut, áður langt líður. Fékk það fyrirtæki byr und- ir báða vængi í yetur við hina höfð. inglegu bokágjöf Arriljóts (Dlsons.* Vonandi fer svo einnig að háskólar

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.