Lögberg - 27.08.1936, Side 5

Lögberg - 27.08.1936, Side 5
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 27. AGÚST, 1936 5 hinna annara vestur-fylkja í Canada eignast íslenzkan bókaforÖa og fá kennarastól í íslenzkum fræÖum. Þess hins sama vill maður óska til handa háskólunum í Washington- ríki og í Minnesota. Að þessu eig- Uim vér að vinna upp frá þessu af öllu kappi. Til háskólanna eigum vér að saf na 'hinum íslenzku bókum og viÖ háskólana eigum vér að hjálpa til að stofna kennara-enjbætti og koma þar að íslenzkum sérfræðing- um, sem lærdóm hafi og dugnað til þess að veita íslenzkum bókmenta- straumum inn í mentun og menning Vesturheims. Væri þá betur farið en heima setið, ef vér bærum til þess gæfu að festa þráð þjóðernis vors við svo trausta hæla. 5. Til þess að þjóðernisþráður vor ekki slitni sundur og verði að engu, þurfum vér að varðveita and- legt sjálfstœði vort alt að efsta degi. Engum manni getur verið það fjær skapi en mér að íslendingar einangri sig. Eg veit að þeir sam- einast og eg vil að þeir sameinist hérlendri þjóð, og leggi rauðan dropa síns íslenzka blóðs í æðar hinnar verðandi þjóðar þessa lands. En meðan vér megum meðvitund halda um eitthvað sérstakt, scm vér einir eigum, þá vil eg að þetta “eitt- hvað’’ sé varðveitt sem hreinast og geymt sem lengst, hvort sem það er tungan vor, meðan vér megum hana mæla, eða það eru sérkenni hugar- fars vors eða átrúnaðar. Þótt senni- lega séum vér í flestu svipaðir öðr- um mönnum, þá höfum vér bó ein- hver sérstök eðlis-einkenni út af fyr. ir oss. Mér finst óþarfi að láta þau afhendi við hæstbjóðanda eða selja þau fyrir málungi matar. Má vera að “vort sé smátt og vesalt bú,” að því er til séreigna kemur, en það er þó “engu að síður mitt,” eins og Þorgeir í Vík sagði um byggtunn- urnar sínar tvær. Meðan hann gat reri Þorgeir með þær upp á líf og dauða undan stórskipinu enska. Vér verðum aldrei taldir minni menn fyrir það, þó vér ekki látum stór- skipin sigla litla bátinn vorn í kaf Litur By Jane Dee Liturinn hefir afarmikla þýðingu fyrir tizku samtíðar- innar, og eg er að hugsa um það hvað margar konur 'hafi gert sér grein fyrir mikilvægl hans. Vitið þér það að ef lita- hlutfallið í búningi yðar (hvort heldur í blæ eða efni) er ekki rétt, þá verður litið svo á sem þér séuð i ósamraami við tízk- una? Vitið þér hvaða litir það eru, sem framkalla beztu 'sérkennin, eða hin, sem veita hörundinu óeðlilega gulan blæ? Þekkið þér hinn rétta lit þeirra hrjúfu varasmyrsla, eða duftsins, sem þér þarfnist fyrir hörund yðar? Þetta eru mikilvæg at- riði, sem taka verður til greina ef þér viljið vera vel til fara. Því ekki að skrifa hinni nýju “Stylist Service” hjá Eatons’ í Winnipeg, og mun eg með ánægju skýra yður frá hinum nýjustu litum í haust og vetrarklæðnaði, þeim, sem bezt eiga við og yður fellur bezt í geð. Þá verður það auðvelt fyrir yður að velja með full- vissu kjóla yðar, og þá vitið þér að klæðnaður yðar verður i samræmi við nýjustu tízku. Gerið svo vel að hafa hugfast, að eg geri ekki kaup, heldur veiti einungis leiðbeiningar. EATO NS svo lengi sem vér með nokkuru móti fáum varðveitt sjálfstæði vort. Háttvirtu tilheyrendur! Eg vildi gjarnan að orð mín hér í dag megn. uðu eitthvað, þó lítið væri, að teygja lengra og treysta betur segulþráð vors íslenzka þjóðernis. Eg vildi að þessi orð mín mættu verða að smá- steinum í grundvöll hinnar nýju bræðraborgar allra íslenzkra manna. Krishnamurti Hver er hann? Það er leiðinlegt til þess að vita, hvað fáir kannast við manninn Krishnamurti. Hann er t. d. eins langt og eg veit alveg ó- þektur í þessu landi, Canada. Það gengur seinna að útbreiða Krishna- murti og störf hans í þágu mannfé- lagsheildarinnar heldur en ýmislegt fánýti, sem nær að heita má heims- viðurkenningu á stuttum tíma og margt af því sem aldrei hefði átt að þekkjast eða vera til. Krishnamurti er Hindúi, fæddur á Indlandi. Uppeldi Krishnamurti og mentun fór að mestu leyti fram undir umsjón hinnar stórfrægu og göfugu .konu, Dr. Annie Besant Hún var ekki einungis fræg fyrir gáfur og starfshæfileika sína, heldur einnig fyrir hennar stóru og miklu mannkosti. Alt það, sem hún lagði á sig í þarfir fyrir þá aumustu og min'stu. Mannúðar starfsemin var hennar köllun. En Annie Besant átti viðar heima og hún fór oft þær leiðir, sem engir aðrir hafa þorað að fara. Þessvegna var hún fræg hetja sem öllu vogaði og lagði alt í sölurn- ar þegar á þurfti að halda i þágu réttlætisins, hver sem hlut átti að máli. Annie Besant giftist ung enskum presti; hjónabandið var stutt. Hún fór frá manni sínum. Skoðanir þeirra féllu ekki saman og leiddi til skilnaðar. Geta þeir, sem til þekkja; rent grun í hvers konar ljósi hún hefir varpað yfir sig hjá Englend- ingum í þá daga, fyrir slikt tiltæki. Nú í dag eru Englendingar stoltir af að Dr. Annie Besant var þeirra þjóðar kona. Hún dó fyrir 3 eða 4 árum síðan. Eg hefi yfirgefið Krishnamurti fyrir svo litla stund. Vil eg nú snúa mér til hans aftur. Krishnamurti er orðinn mikið þektur viða um heiminn. Hann ferlast um, heldur fyrirlestra (talar við lýðinn). Fólkið þyrpist að hon. um þúsundum skiftir og býr í tjöld- um. Krishnamurti er þektur í flestum Ev'rópulöndun'um. Manni virðist ekki nú sem stendur að lífs- ályktanir og kenningar hans komi Evrópuþjóðunum að miklum not- um, er þó ekki hægt neitt um það að fullyrða. Maður veit aðeins það sem er, en ekki hvað hefði orðið, í þessu eða hinu tilfellinu. Kæru lesendur, mig langar til að vekja athygli ykkar á þessum nýja eða yngsta fræðara mannkynsins, sem hefir svo mikið að gefa, ef mót. tökutækin — mennirnir — eru reiðubúnir. Krishnamurti er maður, sem lifir “heilögu og lýtalausu lífi.” Krishna. murti er, þrátt fyrir það, bara mað- ur, enginn yfirnáttúrlegur andi, heldur ekki “eingetinn” eða “getinn af heilögum anda.” eða nein sérstök sending frá “hæðunum” hingað komin til að burttaka “allar mann- anna syndir.” Krishnamurti heldur þvi fram, að enginn geti gjört það. Hver og einn verði að bera sína eigin byrði þar til hann sjálfur hefir fundið veginn til “lausnar.” “Mað- urinn er í fjötrum.” Svo kallar Krishnamurti þetta ástand vort sem við lifum, hrærumst og störfum í. Hann gefur útskýringar hvað hann meinar, hvernig okkur beri að skilja þetta. Þetta “fjöturs” ásigkomu- lag mannanna gengur sem rauður þráður gegnum allar ræður og rit Krishnamurtis. Svo er áframhaldið að fynna eða skilja veginn til “lausn, ar.” (Losna við alla fjötrana). Þegar Krishnamurti var 12 ára skrifaði hann fyrstu bókina: “Við fótskör meistarans” (At Your Master Feet). Ræður hans og skrif eru mest á enska tungu. Hafa um 40 lönd þýtt bækur hans og er þvi meðal allra þeirra þjóðflokka fylgj- endur Krishnam.urtis. Krishnamurti biður ekki um fylgjendur eða átrúnað fólksins. Hann biður um skilning, sjálfstœð- ar og óháðar hugsanir án allra eftir- stælinga. Krishnamurti þrýstir því að mannkyninu að sannleikurinn, lífið hið eilífa, fullkomna, búi í okk. ur 'sjálfum alla tíð og aðeins með eigin áreynslu og árvekni í dagleg- um störfum og athöfnum finnum vér þau verðmæti, sem hver og einn, allir hafa yfir að ráða, en sem eru að svo miklu leyti falin og geymd i samsafni blekkinganna og hverful- leikans. Það eru “fjötrin,” fanga- klefarnir,” “hækjurnar.” Öll þessi orð notar Krishnamurti sem lýs- ingarorð á því sem hann er að reyna að útskýra fyrir fólkinu. Á þann hátt er Krishnamurti að retna að opna nýjan skilning og leggja nýjan veg á hinni löngu og erfiðu leið til sannleikans, fullkominunarinnar þar til hinu síðasta takmarki er náð, þar sem öll barátta er á enda. Krishna- murti heldur því fram að öll trúar- brögð sem slík og hvers konar helgi- siðir, séu farartálmi í sannleiksleit- inni. (Að öðlast lausn). Hann nefnir öll trúarbrögð og allar kredd- urnar, helgisiðina þar með fylgj- andi, “hækjur” sem mennirnir styðja sig við, þangað til þeir öðlast skilning á hinum eina sanna veru- leika, sem fæst aðeins fyrir eigin sjálfsprófun og áreynslu, óstuddir og öllu óháðir. Á þann hátt nálgast áfangastaðurinn, með fullkomnum skilningi,. heilbrigðu og göfugu líf- erni í veganesti. Það eru fleiri en Pílatus, sem ekki þekkja sannleik- ann. Krishnamurti vill vera ljósið og vitinn á veginum, en hann getur ekki gengið veginn fyrir neinn. Þegar Krishnamurti heldur þessa “tjaldbúðarfundi” er mikið lagt fyr- ir hann af allskonar spurningum. Ein spurning er svona: “Er hægt að taka allar 'hækjur og stuðning af hinu veika mannkyni eins og nú standa sakir?” Svar Krishnamurti: “Eg get ekki tekið af yður hækjur yðar og stuðning. Þér verðið að fleygja þessu sjálfir. Þó eg taki af yður eina hækjuna, þá mynduð þér gera yður aðra i staðinn. Þó eg rífi niður einn fangaklefann munduð þér i stað byggja annan og skreyta veggi hans. Tilgangur minn er ekki að taka neitt af yður, heldur hitt, að vekja hjá yður ákafa þrá eftir sannleikanum, sem mun koma yður til að brjóta niður sjálfir alla fangaklefa.” Meistarinn Buddha sagði: “Helgisiðir ykkar eru til- gangslausir, bænir eru gagnslausar endurtekningar — — bænaþulur geta ekki frelsað manssálir. En að láta af ágirnd og losta, að verða laus við illar ástríður, alt hatur og illan vilja, það er hin sanna fórn og rétta tilbeiðsla.” Þá kannast allur hinn svokallaði kristni heimur við uppreisnina, sem meistarinn og mannkynsfræðarinn Jesús Kristur hóf, móti kreddunum, helgisiða- hræsninni og öllu, sem því fylgdi. Fyrir þessar sakir handtóku þeir hann og kvöldu úr honum lífið á þann kvalafylsta hátt, er þeim gat í hug komið. Kæru lesendur, að þið getið orðið nokkru nær því málefni, sem eg að. eins er að reyna að koma nokkrum orðum að, vil eg óska að við öll, hverjir sem erum, hvar sem er á hnettinum, gætum tekið þátt i því, að nálgast þennan fagra sjónarhól mannlifsins, með því að taka á móti Krishnamurti nú meðan við höfum hann starfandi á meðal vor í lifandi holdi og blóði, til áréttingar og á- framhalds á þeim störfum, sem allir aðrir mannkynsfræðarar hafa komið og starfað fyrir hér á jörðinni, lífið og sannleika, og reynt að gefa skiln. ing á þessari örðugu vegferð mann- heimskunnar, með öllum hennar uppmálaða ásigkomulagi: harðýðgi, kúgun, eigingirni og grim.d. Fyrir- heitið er okkur gefið. Böl jarðlífs- ins er aðeins i heimi blekkinganna, meðan mannkynið ekki skilur veru. leikann, sem stendur að baki alls þessa ófullkomlegleika og óstjórnar. Nú sýnist ýmsum að hámarki mann. heimskunnar sé náð, með öjlum hennar vítaverðu aðförum, að nú sé ekki mikið lengra hægt að kom- ast þeim megin, nema úthellingu á mannsblóði, sem og er dagleg iðja einhversstaðar á hnettinum. Skyldi það fara svo, s«n fyr, að einnig þessi fræðari mannanna, Krishna- murti, fari svo af jörðunni, að orð hans eru ekki heyrð og kenningar hans lítt skildar og því minna tekn- ar til greina. Máske þegar hann hefir legið svo lengi í gröfinni, að þá verði, sem fyr, að upp rísi kenni. völd og prédiki af mikilli mælsku um “frelsarann” Krishnamurti. Mig langar því sérstaklega að beina at- hygli prestanna að þessum fræðara okkar, Krishnamurti. Að þeir fari að afla sér meiri þekkingar og skiln- ings á því, sem hann hefir að færa mannkyninu í heild sinni. Hann tal. ar ekki til neinnra sérstakra trú- flokka eða prédikarar yfir neinum sérstökum söfnuði. Nöfn og alls- konar merkiseðlar hafa ekkert gildi hjá Krishnamurti. Það er skiln- ingur og þekking, sem gildi hefir úr hvaða átt sem það kemur. Þegar það er orðið fullkomnað, er öllu borgið á himni og jörðu. Þetta skilst mér að sé útskýringin á þess- um orðum Krists: “Leitið, þá mun. uð þér finna,” o. s. frv. Krishna- murti gefur fullkomnar skýringar. hvernig við mennirnir eigum að leita og hvernig við finnum. Hann vill gefa heiminum það, sem hann sjálf. ur er búinn að öðlast. Til þess að geta skilið hvað það er verður mannkynið að rétta 'honum hendurn- ar og bjóða hann velkominn. Ekki nokkrir, fáir, hér og þar, heldur >allir. í hjúsji mínu rúimast allir, allir.” Mér hefir dottið i hug, hvort ekki væri vinnandi vegur, ef áhugi feng- ist manna á meðal, að vinna að und. irbúningi fyrir þvi, að fá Krishna- murti hingað til Canada. Að fá að sjá hann sjálfan og heyra. Það verða aldrei tilfinnanleg f járútlát, ef um einhver samtök væri að ræða. Fylgjendur Krishnamurtis hafa myndað alheimssjóð, sem öllum er frjálst að leggja í. Á þann hátt er fé það, fengið, sem þarfnast til reksturskostnaðar viðvíkjandi starf. semi Krishnamurtis. Krishnamurti lifir eins einföldu og óbrotnu lífi og frekast má verða. Þeir, sem hafa séð hann, bæði menn og konur, sem eþ hefi séð skrifa um hann, segist öllum á einn og sama veg, að per- sónuleiki Krishnamurtis sé frábær- lega ástúðlegur, umvafinn af kær- leika og blíðu; það sé erfitt að lýsa it#eð orðum, þeim áhrifum, sem á- heyrendur hans verði fyrir, eitthvað sem dregur og heillar áheyrendur hans sem þeir fá ekki með orðum lýst. Krishnamurti starfar mikið í ná- grenninu, Bandaríkjunum. Mundi ekki vera hugsanlegt að fá Krishna. musti hingað til Canada á næsta sumri eða í náinni framtíð? Þetta spursmál nær auðvitað ekki meir til Islendinga heldur en til annara þjóð- flokka. Væri eg eins fær á enska tungu eins og móðurmálið, mundi eg hafa skrifað þessa grein í útbreidd- ara eða víðlesnara blað heldur en íslenzku blöðin. Við erum svo lítill hluti, þegar til einhvers kemur í um. heiminum. En við erum nógu mörg og nógu stór til að útbreiða og aug. lýsa manninn Krishnamurti og störf hans um alla Canada, ef vilji og á- hugi er til staðar. Ef nú einhverjir, sem lesa þessa grein mína, skyldu vilja gera eitt- hvað meira, þá er það fyrsta að nálgast bækur Krishnamurtis og lesa með eftirtekt og athygli. Það er ekki eins fljótt til yfirferðar eins og vanalegar bækur, það er að segja, ef að nokkrum notum á að verða. Þess vegna álít eg að nauðsvnlegt sé að vera búinn að kynna sér verk Krishnamurtis (lesa bækur hans) áður en hann er heyrður af ræðu- pallinum. Eg hefi hér eitthvað um 500—600 að blaðsíðutali af útdrátt. um úr ræðum Krishnamurtis, spurn. ingar og svör, gefið út í tímariti, sem nefnist “Skuggsjá.” Ritstjóri “Skuggsjár” er frú Aðalbjörg Sig- ur; -rdóttir, Laugarnesi, Reykjavík. ti * Framh. á bls. 8 The SUPERIOR Service OF OUR ADMITTANCE STANDARD — DAY CLASSES IS GRADE XI (Supplements Allowed) A STRONG FACULTY The superior service of the following “Success” instructors and officers is of definite significance to prospective business students: D. F. Ferguson, President and Principal; G. H. Laughton, Mail Course Supervisor; J. G. Grant, C.A., Head of our Day and Evening Accountancy and Secretarial Departments; Rita Good, B.A., P.C.T., Head of Shorthand Speed Department; Eva Hood, P.C.T., Head of Shorthand Theory Department; Loa Eyrikson, Head of Typewriting Department; J. C. Way, Field Service Rep- resentative; Blanche Mclntyre, M.A., Head of English Depart- ment; Mary Rae, Shorthand Department; Mabel Anderson, B.A., P.C.T., Shorthand Department; Louise McDonald, P.C.T., Short- hand Department; Paul Faurschou, Bookkeeping Department; W. S. Roland, B.S.A., Bookkeeping Department; A. Gorling, Pen- manship Department; Nancy Whyte, B.A., English Department; Sylvia Price, B.A., Typewriting Department; Loretto Klasen, B.A., Secretarial Department; Irma Malcom, B.A., Employment and Personality Development Departments; Florence Kellett, B.A., Comptometer, Elliott Fisher and Dictaphone Departments. ALL OUR FINAL EXAMINATIONS ARE INDEPENDENT OF THE COLLEGE The Board of Examiners of The Business Educators’ Associa- tion of Canada sets all graduation examinations for this College. The Board is appointed by the Association and has full charge of all matters pertaining to setting, marking and reporting the graduation examinations for all Colleges affiliated with the Association. DAY SCHOOL LIMITED TO 500 STUDENTS If The Success Business College had set its 1936 maximum en- rollment quota at 400, many of our students would have been obliged to wait for six months or longer to enroll in our classes. In 1936 the demand for Success Courses has been so great that our classrooms had to be enlarged in order to accommodate our students. In March of this year 503 students were attending our Day Classes and our combined Day and Evening attendance exceeded 700. This College secures its large patronage through its ability to provide thorough instruction, broad courses, and efficient service to students and employers. A WIDE RANGE OF COURSES Most of the following “Success” courses qualify for a Gradua- tion Diploma of The Business Educators’ Association of Canada: (1) Shorthand, (2) General Stenographic, (3) Civil Service Stenographic, (4) General Office Training, (5) General Secre- tarial, (6) Executive Secretarial, (7) Business Administration, (8) Accounting, (9) Dictaphone, (10) Comptometer, (11) Elliott Fisher. Special subjects may be taken, if desired. Credit is allowed for subjects covered in High School and University. Personality Development is taught in all Day Classes. APPROXIIVIATELY 500 PLACEMEIMTS IN 1936 is the Record of Our Employment Service Supply and demand regulate employment conditions, and, there- fore, no school can guarantee to place its students; but a good school will seriously endeavor to place every graduate and worthy undergraduate. For the benefit of our graduates and undergraduates, we oper- ate a Placement Bureau which registers students who are quali- fied for various types of positions, and introduces them to business opportunities. There is no charge to the business puþlic nor to the student for this service. Fall Term Now Open Our system of individual instruction permits new students to start at any time and to commence right at the beginning of each subject. TUITION DAYSCHOOL EVENING SCHOOL $15.00 A MONTH $ 5.00 A MONTH Office Open for Registrations Every Day Till 6 p.m. AND MONDAY AND THURSDAY EVENINGS TILL 10 O’CLOCK Enroll Early PHONE — WRITE — CALL PERSONALLY Phone 25 843 Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG Phone 25 844

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.