Lögberg - 27.08.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.08.1936, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. AGÚST L936 Sir Gordon og Laurie Stewart Við náðum landi heilu og höldnu, og eg var þá orðinn með fullu viti, og bað og grát- bændi mennina um að fara aftur og sækja skipstjórann. "Það er skipstjórinn, sem nú þarf að ná, piltar góðir," sagði eg — "það var hann, sem t'rclsaði okkur. Og eg skal gefa yk'kur 5 hundruð pund, som þið skiftið milli ykkar, ef þið getðj frelsað hann." Þeir reru af stað sem hotjur, þeir reru meira en menn gera vanalega. en þegar b.jörg- unarbáturinn kom þangað sem ski[)ið hafði verið, sást engin ögn eftir af því. Tveim stundum síðar stóð alt skipbrots- fólkið kringum blossandi eld í bezta herberg- inu í bezta hótelinu í (Jrigsby, og eg sagði þeim hvernig skipstjórinn hefði fórnað sínu lífi til að frelsa mitl. Það kallaði hann hálf- guð, cn og hefði heldur viljað missa mitt líf cn að það skyhli eiga sér stað, sem nú var skcð. Þegar dagur raiin upp, fór eg af stað til að finna konu hans og segja henni hveroig dauða hans hefði að höndum borið. Bg fann liana í litlu húsi skamt frá sjónum. Hún var lík því sem hún hafði áður verið, að því undanteknu, að síðustu árin höfðu gcrt hana föla og magr.a Eg fékk hana til að ganga með mér út í blómagarðinn, og þar sagði eg henni frá öllu. Hvernig sá maður, sem barið haf'ði konu sína, sem hafði breytt illa við hana og verið henni slæmur, sem befði gert líf licnnar ógæfusamt, hvernig hann dó sem hetja, já, jafnvel meira en það — hann fórn- aði lífi sínu til að frelsa líf óvinar síns, hafði á síðustu stundu æfi sinnar sýnt óviðjafnan- legt eðallyndi. # * # l'm leið og eg enda sögu mína, verð cg að síðustu að minnast dálítið á konu mína. Laurie og eg höfum nú verið gift í fimm ár. og okkur hefir ekki fundist þau löng. Við eigom falleg og góð börn, og lifum eins gæfu- ríku lífi og kostur er á í þessum heimi. Laurie telst nú meðal aðalskvenna — lafði Gordon, en í framkomu sinni er hún hin sama og áður — andrík, saklaus og blátt á- fram. Öllum þykir vænt um hana; allir hrósa hcnni; kvcnfólk af ípðstu stcttum mannfé- lagsins saíkist eftir að kynnast hcnni og um- gangast hana; fátæka fólkið því scm næst tilbiður hana. Frú Stewart dó tveim árum eftir að við giftumst, en faðir Laurie lifir og er í Egre- mont, hann er sérstaklega lipur til að leika við börnin okkar. Þegar eg tek í hendi Laurie, sé eg fcvo t rúlofunarhringi á fingri hennar, og mér lík- ar það vel. Eg ætla aldrei aftur að taka þann liring af hendi hennar, sem Eiríkur Hardrose gaf henni. Frænka mín, lafði Meretoun, heimsa>kir okkur oft, og er hin ánægðasta. Við komum stundum til hennar og njótum þar góðra -skcmtana, og læt eg mcð þcssu sögu minni lokið. BNDIR Konan í lífi hans Eftir Eilert Bjerke. Það var ljó.st undir eins í barnaskólanum að Jau Agard átti óvenjulega framtíð f'yrir höndum. Hann hafði þrjú ákveðin sérkenni: að vcra a>rugjarn, stálminnugur og stórlega hugkvaanuT. Tveir síðastnbfndu oigjinloik- arnir fara sjaldan saman. Minnugi maður- inn lendir oftast við kcnnarapúltið eða á heið- arlegum skrif.stofustól. En hngarflugsmað- urinn lendir í listum, skapandi vísindum eða uppgötvunum. Engum félaganna datt í hug að reyna að kcppa við Jan um að verða efstur í bckknum. Xámið var honum eins og leikur. Og þó höfðu engri þeirra betri tíma afgangs en hann til lcikja og íþrótta. Hann lauk mjö^ góðu stúdentsprófi á einu ári. Það var eins og hann þyrfti ckki nema blaða í kenslubók- unum til þess að þekkja innihaldið og tileinka scr l»að. Þannig virtisl það að minsta kosti vcra þegar hann átt að standa reikningsskap á kunnáttu sinni. En þó undarlegt megi virðast var hann sjö ár að ná embættisprófi í læknisfræði með loffl- cinkunn. Þetta var þó af sérstökum ástæð- um. Það var nefnilega á þessum árum scm hann hitti konuna. Snarráðri stúlku, Sylvíu að nafni, kátri og ágengri og ástleitinni, en jafn lausrí við mentun eins og samvizku. Mannorð hennar var þegar orðið talsvcrt snjáð, þegar stud. med. Agard gerðist fórnardýr hennar. Hún átti það mest lokkandi en um leið það ótrygg- lyndasta augnaráð, sem hann mintist að ha*fa séð hjá nokkurri lifandi veru. Það lagði hann beinlínis í læðing. Hér hafði hann hitt beina andstæðu sína. Honum fanst það lífs- köllun sín að hnoða einhverri sál inn í þetta fagra en að svo stöddu gjörtóma og ábyrgðar- !ausa hulstur. Þegar greindur maður tckur að sér svo vafasamt fyrirtæki, þá táknar þetta það eitt að hann sé bálskotinn og taki ekki icinum skynsamlegum sönsum. Hún var upp með sér yfir því að jafn gáf- aður maður skyldi tilbiðja sig. Hún hafði samvizkulaust vísað ýmsum ungum mönnum á dyr undir eins og henni fór að leiðast þeir. Kinum þeirra — hann var jarðeigandi — liafði orðið svo mikið um, er hann komst að því, að hún hafði dregið hann á tálar, að hann ók skammbyssuna og "gerði það sjálfur," ins og hún komst að orði. Auðvitað varð henni talsvert um þennan atburð. En í hjarta sínu var hún upp með sér al' lionum. Maður í góðum efnum fórnar sjaldan lífi sínu fyrir kvenfólk. Honum eru svo ótal margir aðrir vegir færir. Þegar liann gerir það samt, hlýtur konan að vcra sérstaklega mikils virði. Stud. med. Agard tafðist þannig tals- vert við að kynnast þessum töfrandi kvcn- manni. Hún krafðist daglegrar umhyggju. I íann skifti sér milli hennar og námsins, eins og hann gat. Það var ástæðan til að prófinu -einkaði svona. En hún sveik hann í raun og veru ekki á þessu tímabili, hún fór jafnvel að dáðst að sjálfri sér fyrir trygglyndið. Þetta hlaut að vera sönn ást. Þau gengu í hjónaband sama daginn og liann settist að sem læknir í lítilfjörlcgu svcithaéraði. Fyrsta árið hafði hún til að vlgja honum á sjúkrahúsið, standa hjá hon- um í kerrunni eina og góður kunningi. Hann vni' símalandi, cn tók >ekki eftir að hún hafði engan áhuga fyrir því, sem hann talaði um — að heilann vantaði blátt áfram í hana. En hún var konan í lífi hans. En henni leiddist sveitalífið meira cn hún hafðí gott af. Hún var alt af að klifa á því að komast í höfuðstaðinn. I fyrstu þorði 'iann ekki að láta þetta undan henni. Maður veit livcrju maður sleppir, en ekki..... Fyr.st varð hann að,koma fyrir sig fótunum. Hann vann að doktorsritgerð í öllum frí- sl undum sínum. Og einn góðan veðurdag gat liann glatt hana með því, að háskólinn liefði viðurkent ritgerðina. Fftir þessa viðurkenningu á gáfum lians gat hún talið hann á, að flytjast í höfuðstað- inn. Hann settLst að sem vitjanalæknir í vest- urbænum, nánar tiltckið í Thomas Heftyges- götu. Það reyndist lítið eða ekkert að gera. Ef þau ættu að geta greitt húsaleiguna fyrir 4 liorbergja íbúð urðu þau að taka tvo leigjend- ur. Jan Agard barðist fyrir viðurværinu. Yinnukonu gátu þau ekki haldið og Sylvia varð að sætta sig við að þvo upp sjálf. Svo losnaði prófessorsembætti í læknis-* fraaði. Jan heimtaði og fékk að hafa fult næði. Hann sá varla konu sína, vann eins og hamhleypa allan sólarhringinn og svaraði i'kki einu sinni í síma. Arangurinn af þessu varð stórmerkilegt iit, scm hann lét fylgja umsókn sinni um pró- fossorsembættið. Háskóladeildin varð hrifin af því. Vogna þekkingar sinnar var hann sjálfkjörinn í embættið. Nú settist Agard prófessor að í húsi á rólegum stað fyrir utan borgina. Hann vildi stunda vísindi sín óáreittur af hávaða og bíla- óti. Hann var í laumi að -sýsla við viðfangs- fni, sem á sínum tíma gæti orðið öllu mann- kyninu til blessunar. En hann hafði ekki tekið konuna með í reikninginn. Hann hafði gifst lífsglöðu fyrirbrigði, sem hugsaði mest um það að njóta skemtana í lífinu. Daglega var húsið fult af gestum. Ardegis tuttugu sögusmettur í teboði og á kvöldin hersing af lnisvinum, sem komu til þess að fá sér grogg ; rabba. Jan Agard var í örvæntingu. "Fær maður aldrei vinnufrið?" andvarpaði hann. "Blessaður vertu," sagði frúin, "við getum ekki neitaðað taka á móti heimsókn- nm vina okkar." " En ef við færum dálítið sjaldnar í sam- kvaamit" "Ertu frá þér! Prófessorar verða að liafa mikið um sig heima við." "A eg líka að hafa skyldu til að vanrækja störf mín?" "Þú getur leikið þér að því að ljúka þeim fyrri part dags. A kvöldin verðum við að taka á móti gestum." Hann stóð henni ekki á .sporði í þessum cfuum. Ef hann hefði verið þrekmaður, hefði hann hreinsað til á heimilinu og sagt: Út með )11 sníkjudýr! Eg þarf að vinna! Eínga grogg-gesti í kvöld. Og engar heimanferðii í samkvæmi hjá Pétri og Páli! Jan Agard var of veikgeðja til þess að taka upp slíkar reglur. Hann sætti sig við alt, som konan ákvað. Hann varð að fórna vinnu sinni þegar heimilið fyltist af landeyðum. Ilann var hamslaus af gremju í einrúmi, cn hafði aldrei þrek til að reka hyskið á dyr. • Jan Agard vanrækti störf sín í sífellu. Hann var fæddur vísindamaður en lenti undir fargi érgóðrar og áhugalausrar konu sinnar. Það var teboð hjá frú Sylviu. "Maðurinn minn er hræðilegur harð- stjóri," sagði hún. "A eg að segja ykkur að í gær stakk eg upp á ])\í við hann að kaupa skemtibústað við Rivierann fyrir tækifæris- verð. Hverju haldið ]>ið að hann hafi svar- að? Fyrst verð eg að borga skuldir mínar frá stúdentsárunum og þasr eru 10,000 krónur. —Hvað finst ykkur f — Svo verð eg að borga húsaleigu, ljós og hita, síma og gas og þvott og alt til iioimilisþarfa og skólagjald fyrir drenginn. Og svo kemur það, sem við eyðum í skemtanir: leikhús, bíó, veitingahús ogsam- kvæmi. — Hann fór ekki einu sinni hjá sór þegar hann sagði að við eyddum 500 krónum á mánuði í skemtanir. Og þessu á maður að súpa seyðið af. Mér finst þetta skammar- legur rógur. Við leggjum alt á okkur fyrir manninn og svo nefnir hann svona reikinga !'' Og allur kennafansinn komst í uppnám við þetta útsýni yfir hjónabandið. " Já, þetta er óttalegt," sagði ein. "Svona eru karl- mennirnir." " Maðurinn minn vinnur nærri alt af oft- ir\innu og kemur sjaldan heim á réttum 'iáttatíma," vitnaði önnur. '' Og minn er alt af að fara á ráðstefnur til útlanda," sagði sú þriðja. "Stundum er liann heilan mánúð að heiman í einu. Hvað linst ykkur um aðra eins hundamoðferð?" "En minn," sagði Sylvia þrútin af fyrir- litningu, "hefir til að fara inn í leyniklefann sinn og loka sig þar inni og vinna nótt eftir nótt, þó að hann viti að bann oigi ástríka konu." Sylvia lét hávaðann frá gestaboðinu glymja í öllu húsinu. Sjálf var hún gjör- sncydd því að hafa nokkurt sálarlíf. Hún gat fiami'citt góðan mat og góðan drykk eins og livcr vildi hafa. En sá sem hafði verið með henni eina kvöldstund hlaut að segja: Þetta er Sahara allrar greindar. — Og þó var önnur tilfinning í einskonar samlífi með henni. Ast- fýsni én enginn vottur gagnkvæmrar sam- hygðar. Hvernig gat nokkur samhygð orðið þar sem hvorki var skift á orðum né hugsun? Jan Agard hafði séð fram á harmsögu sína án þess að hafa orð á því. Hann hafði líka skilið, að aðrir sáu hvernig komið var. En hvenær sem tækifæri gafst gerði hann sér far um, að sýna fram á kosti konu sinnar. " Fr hún ekki falleg?" gat hann sagt, þegar liann var að spila við kunningjana. — ".lú, víst er hún það," svaraði máske einhver kunninginn, "þrjá tígla!" Agard prófessor tókst að gera ágætt blóðvatn gegn liðagigt. En hann fann aldrei blóðvatn gegn konunni sinni. Hún var sífclt i'ins og pest, sem eitraði líf hans. A hverjum degi dró hún úr starfsþreki hans sem vísinda- manns. Hann gat verið að brjóta heilann um læknisfræðisgátur, þegar liún hafði til að segja: "Þú ert svo subbulegur í kvöld. Farðu nn og rakaðu þig." "Truflaðu mig ekki," muldraði hann. " Eg er að hugsa um flókna gátu." " I>að bannar þér enginn að hugsa meðan þú ert að raka þig. En eg vil ógjarnan að þú lítil ekki út eins og manneskja. Þú ert ckki svo gamall enn, að þú hafir ástæðu til að verða eins og hérvilla. Hér geta komið geatir, hvenær sem verkast vill. Og þú getur ekki sýnt þig eins og þú ert." Hann andvarpaði og ýtti frá sér handrit- uiuira sínum, hughrifin voru horfin og komu ekki aftur þann daginn. En þegar hann .skömmu síðar horfði á sápufreyðandi andlit sitt í speglinum, gat hann ekki að sér gert að segja í einlægni við sjálfan sig: "25% vísindamaður, 75% konuþræll." I sama bili hringdi grogg-gestur á dyrn- ar. Svo að frúin gat hrósað sigri: "Hvað sagðieg ekki?" Svona gekk það árið út og árið inn. Hin- ar miklu gáfur Jan Agard voru eins og ógróin jöi-ð. I>að var ekki nokkur neisti í fyrirlostr- um hans á báskólanum. Stúdentarnir komust að þoiri'i niðurstöðu, að þeim notaðist tím- imi bctur ef þeir sa'tu yfir bókum sínum en sæktu fyrirlestrana. Því að fyrirlestrar lians voru úr hófi fram leiðinlogir. Það kom fyrir að okki hlustaði nema einn áheyrandi á hann, on hann var líka tryggur gestur — fórnfú.s og moðlíðandi. Það var ógerningur fyrir pró- fossorinn að halda fyrirlestur fyrir gjörtóm- um sal — svo mun þessum eina manni líklega hafa fundist. En svo lagðist prófessorsfrúin á sóttar- sæng. Það var eitthvað að lungunum. Agard fékk sérfræðinga til að vitja hennar og sagði: Eg stunda aldrei mína nánustu. Það vorða aðrir að gera! Prú Agard lá á spítalanum. Hann kom daglega til hennar. Það bráði af henni stundum og þá óð á henni um ýms hjónabönd í borginni. Og smám saman urðu sögur honnar enn ótrúlegri. Þegar hún var að dauða komin var varia það hjónaband til í bænum, sem ekki var að fara í hundana. Agard fanst sem konan sín mundi taka and- vörpin, um leið og síðasta hjónabandið leyst- ist upp. Það hófst nýtt líf hjá Jan Agard. Alt í einu hafði hann eignast dýrmætar gjafir; hús, sem hann bjó einn í, gáfurnar og frelsi oins og hann vildi. Eigi að síður var eins og athafnafýsn hans væri lömuð. Að vísu hélt hann grogg-gestunum í fjarlægð og tók ekki bátt í samkvæmislífinu. En hvernig stóð á, að hann hafði varla framkvæmd í sér til nokkurs hlutar? Hversvegna kom ekki gamla greind- in upp í honum og gaf honum efnivið í ný sköpunarvterk? Hann vann dagSega vinnu sína en heldur ekki meira. Enginn varð noklcurntíma var við frumlega hugsun frá honum. Hann skrifaði með miklum erfiðis- munum nokkrar greinar fyrir Læknablaðið, cn þær voru nánast blekiðnaður, sem ekkert gagn var í. Það var komið með konulík inn á skurð- lækningadeild Agards prófessors á háskólan- um. Meðan prófessorinn var að kryfja líkið varð hann alt í einu svo ákaflega mælskur: "Þessi kona hefir verið ákaflega óham- ingjusöm,"sagði hann. "Hún hefir með öðr- um orðum haft sál, og það er fyrsta skilyrðið fyrir heiðarlegu tilfinningalífi. Takið þið eftir andlitsdráttunum hennar! Það ljómar af þcim góðlyndi og gáfUr. Hve undursam- lega mikil hofir hún ekki verið á þeirri stundu sem hún var að skilja við. Sjáið þið hvað 'iún lfkist "stúlkunni frá Signu." Það er sjaldgæft að fá sjálfsmorðingja, sem líta svona út, stúdentar góðir." "En er það ekki vanmáttarkend þegar konur ganga út í dauðann nú á okkar tímum, vegna þess að þær eiga að fæða barn?" sagði einn stúdentanna gáskafullur. Agard prófessor horfði hvast á stúdent- inn um stund: "Jú, vitanlega. Fræðilega ætti hver ein- slaklingur að geta hafið sig yfir alla hleypi- dóma. Og þessi kona hefir hvað líkams- hreysti snertir haft meiri rétt til að lifa en l lestár aðrar. Bn hún var viðkvæm sál. Hún stóðst sennilega ekki dóm sögusmettanna." "Má eg leyfa mér að játa fyrirlitningu mína á slíkum kveifum," svaraði stúdentinn aftur. "Má eg leyfa mér að játa undrun mína yfir fullkominni vanþekkingu yðar á bæði konueðlinu og lífinu yfirleitt," svaraði pró- fcssorinn raunalega. Hann var opinskár að eðlisfari. Og hann gat verið ákafur þegar bitur reynslan var annars vegar. Öllum hlaut að geðjast vel að honum í framkomu og umgengni. Máske var hann, þegar öllu var á botninn hvolft, ágæt- ur uppeldisfræðingur — að minsta kosti hafði hann farið batnandi eftir að hann misti konuna. En eitt hlutu allir að verða sammálaoim. Sköpunarsnilli hans var fyrir löngu dauð. Konan í lífi hans hafði séð fyrir því. —Fálkinn. FRÁ SANDGERÐI Sandgerði i. ágúst. Frá Sandgerði byrjaði vélbáturinn Laxfoss rek. netaveiði í fyrradag, en þar befir reknetaveiði verið afarlítil undanfarið, aðeins vélbáturinn Gylfi hefir stundað reknetaveiði ]?ar og af lað 240 tunnur. Síldin er fryst í frystihúsi Haraldar Röðvarssonar & Co. og reykt i reyldiúsi Stefáns Franklíns. En >að tók nýlega til starfa í Sandgerði. Verður þar aðallega reykt síld og ýmsar tegundir af fiski. Stefán Frank. lín, sem verið hefir verkstjóri hjá Haraldi l!(')ðvars- syni & Co. undanfarin ár, er eigandi húss þessa á- samt fleirum. Stefán hefir dvalið í Skotlandi og kynt sér reykingaaðferðir Skota. Reykbúsið er 6x10 metrar að flatarmáli, en hæð reykklefanna er 12 metrar. í húsinu eru 4 reykklefar og rúmar hver um sig 1500 kg. af síld, er því hægt að koma fyrir í einu til reykingar 6000 kg. sildar. Áfast við reyk. húsið er vinnuskáli, 2 hæðir. Á neðri hæð hússins er síldin undirbúin til reykingar, en á efri hæð er bún látin í unibúðir. Hugmynd þeirra félaga er að reykja bæði til útflutnings og innanlandssölu, og er síldin þegar komin til sölu í verzlanir í Reykjavík °R fylgir henni leiðarvísir til matreiðslu. Reynslu- sending til útlanda verður send innan skamms. TeljV allir þeir, sem reynt hafa reyktu síldina hana mjög ljúffenga.—Vísir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.