Lögberg - 27.08.1936, Blaðsíða 8

Lögberg - 27.08.1936, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. AGÚST, 1936 Ur borg og bygð Kvenfélag Fyrsta lúterska saín- aðar heldur sinn fyrsta fund á þessu hausti í samkomusal kirkjunnar á fimtudaginn þann 3. septemher næstkomandi, klukkan þrjú. ÁríÖ- andi að félagskonur sæki fundinn sem allra bezt. Mr. Grímur Eyford, 512 Toronto Street, er nýkominn til Ixjrgarinnar vestan af Kyrrahafsströnd, þar sem hann hafði verið sárlasinn urn all- langt skeiS. Heilsa hans er nú nokkru betri, og er hinum mörgu vinum hans það mikið ánægjuefni. Miss [ngibjörg Sigurgeirsson, skólakennari frá Hecla, Man. flyt- ur fyrirlestur um tslandsferð sína og sýnir myndir f rá íslandi, í River. toi! hall á föstudagikvöldiíS þann 28. ágúst, og á Gimli á laugardagskvöld- ið þann 29. ágúst, kl. 9 á báðum stoðum. [>etta verður óvenjulega fræðandi skemtun, og má því búast við mikilli aðsókn á báðum stöðum. Mrs. I [araldur Sigmar frá Moun- tain, X. Dak., dvelur í borginni þessa dagana. Mr. og Mrs. I'.. T. I'.jörnson frá Portland, Oregon, komu til borgar- innar snöggva ferð í vikunni sem leið, ásamt tveim dætrutn sínum. Ferðafólk þetta heimsótti einnig ís- lenzku bygÖarlögin i North Dakota. Mr. Björnsson var laust fyrir alda- mótin ráðsmaÖur Lögbergs, en rak um eitt skeið verzlun í MiJton-bæn- um í X. Dak. Mr. lijörnson er bróðir Mrs. Árni Fredrickson i Vancouver og þeirra systkina, en kona hans dóttir Jakobs Eyford, sem Eyford bygðin er kend við. RróíS- ir hennar, I'ogi, er búsettur hér í borginni. Mr. og Mrs. Connie Kenson frá Chicago eru stödd i borginni um þessar mundir í heimsókn til ætt- ingja og vina. Frú Guðrún Helgason, píanó- kennari, er nýlega komin heim sunnan frá New York, þar sem hún dvaldi um hríð. Mrs. B. S. Benson, bókhaldari Columbia Press, Ltd., kom heim síðastliðinn sunnudag ásamt Normu dóttur sinni, úr hálfsmánaðar skemtiferð suður í Bandaríki. Þær mæðgur dvöldu mest tímans í Min- neapolis og Chicago og nutu ósegj- anlegrar ánægju af ferðalaginu og heimsóknum til frænda og vina. Á miðvikudagskvöldið þann 2. september næstkomandi, kl. 9, fer fram sönghátíð í lútersku kirkjunni í Riverton, þar sem sungin verða einvörðungu lög eftir Gunnstein tónskáld Eyjólf sson, og verður þessi kvöldstund því i raun réttri helguð minningu hans. Mr. Sigurbjörn Sigurðsson hefir æft söngflokk fyr. ir þetta tækifæri, en Grace Thorlak- son-Johnson syngur þar nokkra ein. söngva, auk þess sem hún syngur líka í flokknum. Eins og getið hefir verið áður um hér í blaðinu, þá hafa börn Gunn- steins héitins nú gefið út sönglög hans í bókarformi, og gefst því þeim, er samsöng þenna sækja þar ágætur kostur á að kynnast þeim. Búast má alveg vafalaust, allra hluta vegna, við mikilli aðsókn að söng- skemtan þessari. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA íslenzk guðsþjónusta í Fyrstu lút- ersku kirkju næsta sunnudag, 30. ágúst, kl. 7 að kvöldi. Séra Jóhann Bjarnason frá Gimli, er staddur í borginni þessa dagana, ásamt frú sinni. Mr. J. J. Myres frá Crystal, N. Dak., var staddur í borginni á fimtudaginn var. Mrs. Sigrún Johnson frá Hólmi í Argylebygð var stödd í borginni á fimtudaginn í vikunni sem leið, kom hún norðan frá Riverton frá útför móður sinnar. Alrs. Lilju Eyjólfs- son. í för með Mrs. Johnson var Lilja dóttir hennar. Mr. og Mrs. Eiríkur A. ísfeld, 668 Alverstone Street, komu heim um miðja vikuna sem leið, úr bíl- ferð suður til St. Paul, Minneapolis og ýmsra annara staða í Minnesota. ríki. Með þeim var í ferð þessari dóttir þeirra, Miss Mae ísfeld. Messur i Argylebygð 30. ágúst: Glenboro, ir a.m. Grund, 2.30 p.m. Baldur, 7 p.m. l!rú 9 p.m. Rev. E. H. Fáfnis. Guðsþjónusta boðast í kirkju Betelsafnaðar sunnudaginn 6. sept- ember kl. 2 eftir hádegi. S. S. Christopherson. Messa næsta sunnudag, 30. ágúst, kl. 1 1 f. h. í Grandy, en kl. 2 e. h. í Wynyard, og flyt í Wynyard á- framhald af ræðunni á sunnudaginn var. Hún fjallaði um einn kaflann í bók Þorbergs Þórðarsonar, "Rauðu hættunnar."—Jakob Jónsson. Séra K. K. Ólafson flytur guðs- þjónustu, á þessum stöðum í Vatna. bygðunum. í Saskatchewan sunnu- daginn 30. ágúst: Wynyard, kl. 11 f. h. Elfros, kl. 2 e. h. Mozart, kl. 4 e. h. Kandahar, kl. 7.30 e. h. Guðsþjónustan í Kandahar verður á ensku, hinar á íslenzku. Mr. Grímur Scheving frá Garðar, N. Dak., kom til borgarinnar á föstudaginn, ásamt frú sinni og dótt. ur, til þess að vera við útför Stefáns bróður síns, fyrrum heilbrigðisfull- trúa. T. S. Guðmundson, Thorsteinn Hólm, Mundi Guðmundson og Rob- ert Steinólfson frá Mountain, N. Dak., komu til borgarinnar síðast- liðinn laugardag og dvöldust hér fram á sunnudaginn. Mr. Oli G. Johnson frá Garðar, XT. Dak., kom til borgarinnar síðast- liðinn föstudag til þess að vera við útför Stefáns ScheVing. Sunnudaginn 6. sept. flytur séra K. K. Ólafson guðsþjónustur sem f ylgir: Otto, kl. ii f. h. Lundar, kl. 3 e. h. Oak Point, kl. 7.30 e. h. Eyrislestra á sömu stöðum flytur séra Kristinn einnig: Fimtudaginn 3. sept, að Oak Point, kl. 8 e. h. Föstudaginn 4. sept., á Lundar, kl. 8 e. h. Laugardaginn 5. sept., að Otto, kl. 8 e. h. I 'mtalsefni að Oak Point og Otto : "Xýstefnur og nauðsynjamál." Á Lundar: "Hlutverk kirkjunnar."— Frjáls samskot. Látið ekki hjá líða að borga Lögberg nú þegar. Uppskera er viða goö í bygðum íslendinga--- Þess œtti Lögberg að njóta! Halastjarna er á leiðinni til jarð. arinnar um þessar mundir og fer 5 miljónir kílómetra á dag. 1 ágúst er mælt að hægt verði að sjá stjörnu þessa með berum augum. Stjörnufræðingar hafa reiknað út, að stjarna þessi hafi verið á ferðinni á þessum slóðum fyrir um 40,000 árum. Mr. Chris. Thomasson, útgerðar- maður frá Hecla, Man., er staddur i borginni þessa dagana. Hjónavígslur Thorsteinn V. Guðmundson og Merle Sando, bæði f rá Árborg, voru gefin saman í hjónaband af Dr. íiirni B. Jónssyni, miðvikudaginn 19. ágúst. Séra Carl J. Olson flytur guðs- þjónustu og prédikar í efri sal Good. templarahússins næsta sunnudag kl. 7 síðdegis. Ræðuef ni: "Ytri merki kristilegs lífs." Allir hjartanlega boSnir og velkomnir! Gleymið ekki að koma með sálmabækur. AUGNASKOÐUN og gleraugu lö'guð við hœfi J. F. HISCOX Optometrist Formerly of Hudson's Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg. Ph. 93 960 Opposite Post Office ARSFUNDUR ísiendingadagsins verður lialdinn í efri sal Goodtempl- ara hússins, Sargent og MsGee, ]>riðjudaginn hinn L september næstkomandi og byrjar kl. 8 e. m. Mál fyrir fundinum oru þessi, auk ]><>ss sem nefnd- in leggur fram skýrslur og reikninga yfir starf sitt á árimi: Kosning sex manna í nefndina, Hvar liálíoin skuli lialdin á komandi sumri, Samviiina við aðrar bygðir. í umboði nefndarinnar, G. P. Magnússon, liitari. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 30. ágúst, eru fyrir- hugaðar þannig, að morgunmessa verður í Betel á venjulegum tíma, síðdegismessa í Víðineskirkju kl. 2, og íslenzk messa í kirkju Gimli safnaðar kl. 7 e. h. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRV AVENTJE AND ARGYIÆ STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 Sunnudaginn 30. ágúst flytur séra Haraldur Sigmar guðsþjónustu und_ ir umsjón sunnudagsskóla Vídalíns safnaðar kl. 10. f. h., og að Moun- tain, N Dak., kl. 8 e. h. Báðar mess- urnar á ensku. Allir velkomnir, sér. staklega unga fólkið. HAFIÐ ÞÉR SVEFNRÚM 1 BÍLNUMf Sparið hótelgjöld á ferðum yðar í sumar. Sérfræðingar í árekstrar aðgerðum. AUTO BODY WORKS Burnell & Portage Winnipeg, Man. M anna lát Miss Þórey Ólafsson, því nær áttatíu og fjögra ára að aldri, lézt hér í borginni siðastliðið sunnu- dagskvöld. Útför hennar fer fram í dag (fimtudaginn þann 27.) frá Fyrstu lútersku kirkju klukkan 2. Þórey heitin var vinsæl og vellátin manneskja. Hún var föðursystir K. K. Ólafsson, forseta kirkjufé- lagsins, en ömmusystir Hjálmars A. Bergman, K.C. Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu SKULUÐ PÉR AVALT KALLA UPP SARGENT TAXI PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT & AGNES FRED BUCKLE, Mgr. Miss Aurora Jöhnson, hjúkrunar- kona, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Páll Johnson, að Belmont, Man., er ný- látin á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni. Var hún 25 ára að aldri. Mrs. Halla Crawford, lézt nýver. ið hér í borg, 43 ára að aldri, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Þiðrik Eyvinds- son, sem lengi bjuggu í grend við W'estbourne, Man., en látin eru nú fyrir nokkrum árum. Halla heitin lætur eftir sig, auk manns síns, sex börn og allmörg systkini. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem aC flutningum lýtur, smáum e6a stör- um. Hvergi sanngjarnara ver8. Helmili: 591 SHERBURN ST. Simi: 36 909 Býflugnaræktendur ! Veítið athygli ! HIVES — SUPERS — FRAMES FOUNDATION SendiS vax yðar til okkar, 24c I pening- um, 27c I vöruskiftum. SkrifiS eftir 1936 verBskrá. Alt handa býflugnaræktendum. Andrews & Son Co. PORTAGE AVE. AT VICTOR Winnlpeg JEWELLERS Úr, klukkur, gimsteinar 00 aOrir skrautmunir. Oiftingaleyfis'bréf 447 PORTAGE AVE. Slmi 26 224 Sönglög Eftir GUNNSTEIN EYJÓLFSSON tónskáld og rithöfund Nýkomin á markaðinn, "Mimeographed" eftir Gunnar Erlendsson. Afar vandaður frágangur. Verð $1.25 Fæst í bókaverzlun Ó. T. Thorgeirsson, 674 Sargent Ave., og hjá frú Þórdísi Thompson í Riverton. Börn Gunnsteins heitins hafa annast um útgáfuna til minningar um f öður sinn. Hellisgerði í Hafnar- firði Hefirðu litið Hellisgerði— Hafnarfjarðar bjarka-lund? sótt á reynis fagnafund— glæsiimeiða í grýttum sverði? Þarna geta þau úr bergi þolvirk sogið kjarna-gnótt, upp í loftið sólbað sótt, fœtt sig vel á f jallamergi. Gerðið yfir sér lítið lætur; lystigarðs er þröngur skór; sitja þar að sumbli tór, drykkja sér á dögg um nætur Gott er í þessu Gerði hljóta guðaveig um kveldin hljóð. Sóley blá og sóley rjóð, þeirra gæða þurfa njóta. Þarna mundi ástúð yngja instu hrá um sumarkvöld, þegar himins heiðblá tjöld sól og máni silfri slyngja. Landvættir og álfar eiga í þvi byrgi griðastað, undir bláum hömrum hlað, bergs við rætur blóma teiga. Hefirðu komið í Hellisgerði— T rafnarfjarðar gróður-ver? Hafirðu ekki, hraðaðu þér! Naumast bregst, að vel þér verði Skáld með vængjum syngja, suða sumardægrin þar, af list: fiðrildi og fugl á kvist yndislega á Gerðið guða. HAROLO EGGERTSON Insurance Counselor NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY Room 218 Curry Bldg. 233 Portage Ave., Winnipeg Office Phone 93 101 Res. Phone 86 828 Skóla bœkur Við kaupum og seljum notaðar skólabækur fyrir alla bekki. Hvergi betri kaup. Einnig úr- val af bókum og tímaritum. Afar sanngjarnt verð. Mrs. Ingibjórg Shefley The Better Ole 548 ELLICE AVE. Heilagur andi i Hellisgerði hefir í seli, ef menning vill. En tálmað geta ólög í 11 að af þeirri dásemd verði. Hellisbyrgið heitið getur, hafi fólkið vilja og ráð, himininn veiti hlýju-náð: Hafnarfjarðar helgisetur. Guðmundur Friðjónsson. —Lesb. Mbl. Krishnamurti Framh. frá bls. 5 Að endingu vil eg geta þess, að ef nokkur eða nokkrir vildu hrinda ein- hverju á stað í sambandi við starf- semi Krishnamurtis, væri mér sú stærsta ánægja að vera með í verki, ef til framkvæmda kemur, og gefa allar þær upplýsingar, sem eg gæti náð í viðvíkjandi þessu málefni. "Vinnum meðan dagur er." Ingibjörg Lindal, Wynyard, Sask. The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 69» SAROENT AVE, WPO. J. Walter Johannson UmboíSsmaBur N1J}W YORK L.1FE INSURANCE COMPANY 219 Curry Bldg. Winnipej; Minniát BETEL í erfÖaskrám yðar! WHAT IS IT— 9 That makes a business man choose one appli- cant for employment in preference to another? Efficient business training, important though it is, is only half the story. To sell your services you must understand the employer's needs and his point o£ view. You must be able to "put yourself over." DOMINION graduates are taught not only the details of their work but also the principles of good business personality. They can sell their services. DOMINION BUSINESS COLLEGE ONTHE MALL And at Elmwood, St. James, St. John's \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.