Lögberg - 03.09.1936, Síða 1

Lögberg - 03.09.1936, Síða 1
49. ABG-ANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1936 NÚMER 36 Frá Islandi Línuveiðarinn “Örninn” ferst með 19 manna áhöfn. Öll von er nú talin úti um að línu- veiðarinn “Örninn” frá HafnarfirÖi sé ofansjávar. Mun skipið hafa far- ist meÖ allri áhöfn — 19 manns — s.l. sunnudag einhversstaÖar vestan við Mánáreyjar. BáÖir nótabátar skipsins hafa nú fundist á reki tómir. Síðari bátinn fann finskt “móðurskip,” Tessamo, út af Meirakkasléttu síðari hluta dags í gær og sendi skeyti um það til Siglufjarðar. Varðskipið Ægir hafði áður komið með hinn nóta- hátinn til Sigluf jarðar. Alt bendir til þess að “örninn” ‘hafi sokkið mjög skyndilega. Ekkert hefir fundist rekið úr skipinu, nema bjarghringur, hurð úr stýrishúsi, koddi og plankar úr dekkskilrúmi. Fjöldi skipa hefir leitað síðan á mánudagsmorgun um alt svæðið, sem hugsanlegt er að skipið hafi komist. Varðskipið “Ægir” og varðbát- urinn “Snarfari” hafa tekið þátt í leitinni. 1 gær var norska eftirlitsskipið “Fridthjof Nansen” fengið til að leita einnig, og þá sérstaklega að spyrjast fyrir um það hjá norskum skiupm hvort þau hefðu orðið “Arn- arins” vör. En eftir að skeytið barst frá ^inska skipinu, um að það hefði fundið nótabátinn, sem vantaði, var sýnt að öli frekari leit var árangurs. laus. Var því leitinni hætt í gær- kvöldi. Ægir hefir undanfarna daga leit- að á svæðinu frá Skjálfandaflóa austur að Fanganesi. Álandsvindur hefir verið á þeim slóðum undanfarna daga og mátti því búast við, að ef mennirnir hefðu komist í bátinn hefði þá rekið up^ undir Tjörnes eða inn í Axarfjörð. Voru því menn fengnir til að ríða með fjörunni, alt frá Húsavík og norður með ströndinni. Stjórnaði Júlíus Havsteen þeirri leit, en því miður bar hún engan árangur. Ægir sigldi grunt með landi fram með Tjörnesi og sendi síðan vélbát sinn enn nær landi. Einnig var leit. að á vélbátnum kringum Mánár- eyjar. Ómögulegt er að segja með hvaða hætti skipið hefir farist. En menn búast við að skipið hafi ekki sokkið vegna veðurs, heldur hafi eitthvert slys hent um borð og að skipið hafi sokkið afar fljótt. Sóknarpresturinn í Hafnarfirði, séra Garðar Þorsteinsson. var stadd- ur á Akureyri í fyrakvöld. Brá hann skjótt við í fyrrinótt og hélt til Ilafnarf jarðar til þess að geta orðið aðstandendum, sóknarbörnum sín. um til hugtreystingar í sorg þeirra. Þeir sem fórust á “Erni.” 19 manna áhöfn var á “Erninum,” 3 Reykvíkingar, 3 ungir menn frá Ólafsvík og 13 frá Hafnarfirði. Reykvíkingarnir voru: Ólafur V. Bjarnason, skipstjóri, 60 ára, Frakkastíg 26, kvæntur og átti uppkomin börn. Steinn Ásbjörnsson, stýrimaður, 28 ára, Rauðará við Hverfisgötu, ó- kvæntur. ' Eggert Ólafsson, 1. vélstjóri, 27 ára, Grettisgötu, kvæntur en barn- laus. Hinir 13 Hafnfirðingar voru: Guðmundur Guðmundsson, nóta. bassi, 57 ára, Gunnarssundi 3. Hann var kvæntur og átti 2 börn innan við fermingu og 3 uppkomin. Skúli Sveinsson, 2. vélstjóri, 34 ára, Brekkustíg 25. Hann var Efnileg og liálrœn systkini JÓHANNES PALSSON fiðluleikari L'ngfrú Lilja Pálsson, sem stund- að hefir nám i piano-spili síðastlið- in þrjú ár hjá Miss Eva Clare hér i borginni, lauk þann 16. júni, kenn- araprófi í þeirri grein (A.M.M.) í Solo Performers Class, við hljóm. listardeild Manitoba háskólans, með fyrstu ágætiseinkunn, og 'hlaut hæzta stigatölu þeirra allra, er undir próf þetta gengu í fylkinu. Hún hlaut einnig verðlaunanámsstyrk þess fé- lagsskapar, er Wednesday Morning Musicale nefnist, og þessu til viðbót- ar varð hún fyrir þeim heiðri, að vinna fyrir pianospil gull-medalíu þá, sem stofnað var til í minningu um Rhys Thomas. Á fyrstu náms- árum sínurn vann Lilja silfur- medalíu í Elementary og Primary Piano við Toronto Conservatory of Music. Athyglisvert er það, að út allan námsferil sinn, hefir hún jafn. fratn unnið fyrir sér í vist. Herra Jóhannes Pálsson, lauk þann 9. júní síðastliðinn kennara- IJIJA PALSSON pianokennari prófi, A.T.C.M., í fiðluleik við Toronto Conservatory of Music, með hæztu ágætiseinkunn, er nokkr- um Manitoba-nemanda hlotnaðist í þeirri grein; nám sitt, svo að segja alt, hefir hann stundað hjá herra Pálma Pálmasyni fiðlukennara. Jó- hannes er prýðilega að sér í list sinni og hefir þegar búið nemendur undir próf við ágætum árangri.— Systkini þessi eru bæði frábær- lega listræn og vel að sér ger; má þess því óhætt vænta, að þau eigi nytsamt æfistarf fyrir höndum. For. eldrar þeirra eru þau ágætishjónin, Mr. og Mrs. Jón Pálsson, sem heima eiga í Geysir-bygðinni í Nýja ís- landi. Þau Lilja og Jóhannes hafa rtú ákveðið að setja á stofn kenslustofu i hljómlist, og verður hún á heimili þeirra Mr. og Mrs. Sigurbjörn Paul. son að 535 Dominion Street, er veita þar móttöku umsóknum um kenslu fyrst um sinn. kvæntur en barnlaus. Guðmundur Albertsson, mat- sveinn 23 ára, Vesturbraut 22, kvæntur og átti eitt barn. Sigurður Sveinsson, háseti, 53 ára, Hverfisgötu 7, kvæntur og átti eitt barn innan við fermingu. Þorsteinn Guðmundsson, háseti, 40 ára, Merkurgötu 14, kvæntur og átti eitt barn. Jón Bjarnason, háseti, 37 ára, Selvogsgötu 16B. Kvæntur og átti 3 börn í ómegð. Jóhann Símonarson, háseti, 61 árs, Merkurgötu 12, átti konu og upp- komin börn. Hjörtur Andrésson, 37 ára, Lang. eyrarveg 2, lætur eftir sig konu og tvö börn í ómegð. Feðgarnir Jóhannes Magnússon og Magnús Jóhannesson, tvítugur piltur, Öldugötu 6. Jóhannes lætur eftir sig konu og 3 börn, eitt innan við fermingu. Sigurður Bárðar$on, 23 ára, Vest- urbraut 6, ókvæntur, en sá fyrir aldraðri móður sinni. Reimar Eiriksson, 29 ára, Brunn- stíg 4, einhleypur maður. Gunnar Eyþórsson, 16 ára, Hverf. isgötu 17C. Mennirnir frá Ólafsvík voru: Jóhannes Jónsson, 29 ára. Hjörtur Guðmundsson, 20 ára. Kristján Friðgeirsson, 20 ára. Línuveiðarinn “Örninn” var 100 smálestir brúttó að stærð. Bygður í Noregi 1003 og því orðinn 33 ára gaimall. Frá Noregi var hann seldur til Færeyja og þaðn keypti O. Elling- sen kaupm. hann 1027. Síðan var hann gerður út héðan úr Reykjavík og hét þá “Pétursey.” Núverandi eigendur voru Sam- vinnufélagið “Ernir” í Hafnarfirði. —Morgunbl. 12. ágúst. ölduangur stofnar sjóði með yfir 100 þús. kr. Jón Sveinsson trésmíðameistari andaðist í fyrrakvöld að heimili sínu hér í bænum, Öldugötu 59, tæpra 84 ára að aldri. Æfiferill þessa látna öldungs er næsta merkilegur. Jón var fæddur að Árnesi í Stað. arsveit 4. nóv. 1852. Foreldrar hans voru Sveinn Ólafsson bóndi x Árnesi og kona hans, Steinunn Ólafsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sín- um til fermingaraldurs, en réðst þá til vinnumensku að Drápuhlið í Helgafellssveit, en var þar aðeins eitt ár. Fluttist þá í Staðarsveit aftur og réðst vinnumaður að Stað- arstað. Þar var hans 6 ár. Árið 1876 fluttist Jón til Reykja. víkur og tók að læra trésmíði hjá Jakob Sigurðssyni, trésmíðameist- ara. Ijá var Jón eignalaus að öðru leyti en því, að hann átti 6 ær, er hann leigði bónda í Staðarsveit. Er Jón hafði verið lærlingur í 4 ár gerði hann sveinsstykki, sem snikkari. Úr þessu gerðist Jón víðförull. 1883 fluttist hann búferlum til Kaupmannahafnar og árið 1888 til Hamborgar og stundaði trésmíðar á báðum stöðunum. 1889 fluttist hann aftur til Rvíkur. En ekki varð dvölin löng hér, þvi 1891 fluttist hann til Ameriku.^ Jón dvaldist á ýmsum stöðum í Ameríku og hafði góða atvinnu þar. En 1895 fluttist hann aftur til Reykjavíkur og dvaldi síðan þar til æfiloka. Nokkru síðar (1900) kvæntist hann Elísabetu Árnadótt- ur, prófasts Böðvarssonar á Isa- firði. Jón bygði og átti um langt skeið stórhýsið nr. 14 við Pósthússtræti og einnig hið áfasta hús við Templ- arasund. Jón var vel efnaður og munu fáir vita það, að hann stofnaði 3 sjóði, sem nú e;ru til. Þessir sjóðir eru: Yerðlaunasjóður Staðarsveitar í Snæfellsnessýslu. Tilgangur sjóðs- ins er: “Að styðja á hvern hátt sem vera skal búnaðarframfarir í Stað- arsveit i Snæfellsnessýslu.” Stofnfé 61,020 kr. Sumardvalasjóður Jóns Sveins- sonar. Tilgangur: “Að styðja að því, að veikluðum börnum úr Rcvkjavíkurbæ verði veitt sumar- dvöl í sveit.” Stofnfé 10 þús. kr. Þjóðmálasjóður Jóns Sveinssonar. Tilgangur: “Að styðja að því með verðlaunum fyrir greinar í blöðum eða timaritum eða með útgáfu blaða eða tímarita eða á hvern annan hátt, sem vera skal, að almenningi hér á landi verði birtar röksemdir gegn öfgum og ósannindum í íslenzkum þjóðmálum og sannar, hlutlausar frásagnir um íslenzk þjóðmál, svo og um erlend þjóðmál, að þvi er þau geta talist hafa áhrif á íslenzk þjóðmál.” Stofnfé 33 þús. kr. —Mbl. 13. ágúst. Ur borg og bygð Þær Miss Alda Johnson og Miss Sigríður Vestdal frá Wynyard, Sask., er dvalið hafa hér í borginni um'þriggja vikna tima, lögðu af stað heimleiðis i hil á föstudaginn var. í för með þeim var Mrs. Mar- teinn Sveinsson frá Elfros, ásamt syni sinum. Bílstjórinn var Barney Sigurðsson frá Yorkton. Mr. G. O. Einarsson verzlunar- stjóri frá Árborg var staddur í borg- inni á föstudaginn í vikunni sem leið. Mr. og Mrs. Henry Bjerring með tveimur dætrum sínum Carrol og Hope, ásamt Björgvin Johnson og Mrs. A. H. Robson, lögðu á stað heimleiðis til Minneapolis í vikunni sem leið eftir mánaðar dvöl hjá for- eldrum Mrs. Bjerring, Mr. og Mr. A. W. Johnson, Cypress River, Man. og í heimsókn til skyldmenna í Win- nipeg. The Junior Ladies Aid Fyrsta lúterska safnaðar, heldur fund á þriðjudaginn þann 8. september, kl. 3 e. h., í fundarsal kirkjunnar. Áríð. andi að meðlimir sæki fundinn senx allra bezt og mæti stundvíslega. Mr. og Mrs. Halldór Erlendsson frá Árborg, voru stödd í borginni seinni part vikunnar sem leið. Mikið er verið að laga til i Jóns Bjarnasonar skóla um þessar mund- ir; plastra þar sem þurfti, mála veggi og gólf. Þar verður mjög vistlegt þegar nemendur hefja þar starf í haust. Á fimtudaginn í vikunni sem leið, komu hingað til þess að vera við út- för föðursystur sinnar, Miss Þór- eyjar Ólafsson, þeir J. K. Ólafsson, fyrrúm ríkisþingmaður og Ó. K. Ól- afsson, báðir frá Garðar, N. Dak. I för með þeim voru tveir synir hins fyrnefnda, þeir Hermann og Theo- dore. Miss Ingibjörg Sigurgeirsson, kenslukona frá Hecla, Man., kom til þorgaritinar á þriðjudaginn. Prófessor Alexis, kennari í nor- rænum fræðum við ríkisháskólann í Nebraska, sem íslendingum er að góðu kunnur frá komu sinni hing- að fyrir tveimur árum og áhuga hans á íslenzkum fræðum, hefir dvalið um hrið í surnar á Girnli, til þess að æfa sig í að tala fslenzku. Var hann til heimilis á Betel, og kvað sér endurminningarnar frá þeirri dvöl sinni þar, verða mundu ógleymanlegar. Prófessorinn er farinn að tala islenzku eins og fara gerist. Hann lagði af stað hermleið- is á miðvikudaginn. Föstudaginn 11 sept. flytur séra K. K. Ólafson fyrirlestur í lútersku kirkjunni að Langruth kl. 8 að kvöldinu. Umræðuefni: “Nýstefn- ur og nauðsynjamál.” Frjáls sam- skot. Samskot til Ólafssons barnanna Frá Sigurbjörgu Sigfúsdóttur og manni hennar, Sveini Árnasyni, $10. Einlægar þakkir, /. S. Gillis. Síðastliðinn laugadag komu hing- að til borgar sunnan frá Hensel, N. Dak., Mr. Hannes Björnsson og Mrs. Bergman, ásamt dætrúm sín- um þremur, þeim Evelyn, Alice og Dolores. Fólk þetta hélt heimleiðis að kvöldi hins sama dags. I ferða- mannahóp þessum var einnig frú Kristrún Sigtmundsson frá Cherry- dale, Virginia. Mr. Joseph Ólafsson frá Leslie, Sask., sá er vann $5,000 námsverð- laun 1933 til þess að ljúka námi við hvaða háskóla sem væri i Canada eða Bandaríkjúm, kom til borgar- innar á mánudaginn sunnan frá Cleveland. Ohio, þar senx hann sat 6. ársþing The Fisher Body Crafts. man’s Guild, en það var þessi stofn- un, sem veitti Mr. Ólafsson náms- verðlaunin. Mr. Ólafsson hefir nú lokið fyrsta árs námi í verkfræði við háskólann í Saskatchewan. Frú Salína Guttormsson frá Flin Flon, Man., var stödd í borginni um síðustu helgi, ásamt sonum sínum tveim. Hún lagði af stað heimleiðis á mánudaginn. Hið 24. starfsár Jóns Bjarnason- ar skóla hefst miðvikudaginn 16. sept. Þann dag fer fram skrásetn- ing nemenda, en næsta dag skóla- setning og kensla. Mr. Jón Pálsson frá Geysir, Man., kom til borgarinnar snöggva ferð á mánudaginn, ásamt tveim börnum sínum, þeim Lilju og Jóhannesi. Katólski presturinn Jón Sveins- son, S.J., höfundur “Nonna” bók- anna, mun vera væntanlegur hingað til WHnnipeg, seint í september, i heimsókn til bróður síns hér. Undanfarin árthefir hann ferð- ast úm þvera og endilanga Evrópu og flutt fjölda fyrirlestra aðallega um íslenzk efni. Nú er ferðinni heitið til Austurlanda. Eftir því sem hann hefir nýlega skrifað gerði hann ráð fyrir að leggja á stað frá Söuthompton á Englandi með “Berengaria” 28. ágúst, til New York, eftir nokkra dvöl þar kemur hann til Winnipeg og verður þar nokkra daga. Síðan fer hann til San Francisco og þaðan með japönsku skipi til Yokohama. Eftir nokkurra vikna dvöl í Japan, fer hann til Kina, svo til Indlands, og mun hann hafa í hyggju að rita bók um ferðina. I þessu sambandi má geta þess, að nokkuð af bókum hans hafa verið þýddar á kínversku og japönsku. Meðan hann dvelur 'hér í Winni- peg er í ráði að hann flytji tvo fyr- irlestra annan á frönsku í St. Boni- face College og hinn á þýzku, í sam. komusal St. Pauls College (áður ALBERT STEPHENSEN, píanókennari Mr. Stephensen, hinn velþekti píanisti, er nýkominn heim sunnan frá New York, þar sem hann dvaldi um hríð við framhaldsnám í pianó- spili, hjá frægum kennara, Mr. Albert Jones. Mr. Stephensen er sonur þeirra Mr. og Mrs. Sigurður Stephensen að 417 Ferry Road, St. James. Manitoba College), sem nú er í höndui^ Jesúíta, reglubræðra séra Jóns. Ófáanlegur mun hann til að flytja fyrirlestra eða ræður á ensku eða islenzku, því í þeim málurn er hann farinn að ryðga.—F. S. HUNDRAÐ OG ELLEFU ABA GÖMUL KONA DEYF I BELMONT Síðastliðinn mánudag lézt að heimili sinu í Belmont, Man., Ange- lique Gooslaw, 111 ára ára að aldri. Var hún fædd í Fort Garry. Hún var ógift alla æfi. Miss Gooslaw var afarheilsusterk; varð í raun- inni helzt aldrei misdægurt. Fyrir rúmum mánuði varð hún fyrir byltu á heimili sínu og mjaðmnarbrotnaði. Varð þetta áfall orsök í dauða henn. ar. Eftirtektarvert útvarp um tsland Næstkomandi laugardag (5. sept. ember) xverður víðvarpað frá stöð- nni WMAQ eða WENR í Chicago (outlet) yfir The Blue Network of The National Broadcasting Com- pany 15 minútna prógrammi um ís. land. Stendur það yfir frá kl. 3.45. 4 e. h., Eastern Standard Time (2.45-3 Central Standard Time). Short wave til íslands W2XAD —1533 kilocycles. Dr. Richard Beck, prófessor við rikis'háskólann í Norður Dakota, flytur stutta ræðu á ensku, um Is- land nútímans; og Guðmundur Kristjánsson, óperusöngvari í Chi- cago syngur nokkur íslenzk lög. íslendingar í Norður Dakota, Winnipeg, og þar í grend, munu geta heyrt prógram þetta frá út- varpsstöðvunum í Bismarck og Fargo; Islendingar í Minneapolis og Minneota fá stöðinni KSTP í St. Paul; íslendinga í New York frá stöðinni WJZ; og íslendingar á vesturströndinni frá stöðvunum KJR i Seattle, KFSD í San Diego og KECA í Los Angeles. Eru menn í því sambandi beðnir, að at- huga tímamuninn í hinum ýmsu landshlutum. Annars er tryggast fyrir íslenzka hlustendur, að leita nánari upplýs- inga um útvarp þetta í einhverri hinni prentuðu útvarpsskrá (radio guide), eða í hinum stærri dagblöð- um. Því miður, var eigi hægt, að auglýsa útvarpið fyrri í íslenzku vikublöðunum, vegna þess, að það var ekki ákveðið fyr en í vikunni, seim leið.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.