Lögberg - 03.09.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.09.1936, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1936 ILögticnB G«flS út hvern fimtudag af THE COLXJMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Wlnnlpeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verb $3.00 um driS—Borgist fyrirfram The "Liögberg" is printed and published by The Columbia Press, L.im;ted. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Situr áfram að völdum Þingmenn Liberal-Progressive flokksins áttu fund með sér síðastliðinn föstudag, lýstu einróma trausti á foringja sínum, Hon. John Bracken, og gáfu jafnframt út vfirlýsingu, þess efnis, að eins og málin horfðu við, teldi flokkurinn það skyldu sína gagnvart kjósend- um sínum og fylkisbúum í heild, að bera á- byrgð á stjórnarforustunni. Mr. Hawkins, þingmaður Dauphin kjördæmis, gerði niður- stöðu þessa heyrinkunna fyrir munn hinna nýkjömu flokksbræðra sinna. Fundur þessi tók af öll tvímæli um það, að til mála kæmi ekkí framar mvndun samvinnuráðuneytis í félagi við Mr. Willis. Frá tilraunum í þá átt hefir áður verið að fullu greint, og því engu þar við að bæta. Mr. Willis ber á því ábyrgð- ina einn, hvernig til tókst í því efni, hvort sem honum fellur betur eða ver. Þing kemur saman í öndverðum janúar- mánuði næstkomandi, og kemur það þá fljótt í ljós livernig aðstöðu stjórnarinnar með til- liti til þingfylgis verði háttað. Annars má alveg vafalaust ganga út frá því sem gefnu, að þrjátíu þingmenn, eða jafnvel fleiri, stvðji hana áfram við völd, því víst e,r um það, að Social Credit þingmennirnir flestir, eða allir, fylgja henni að málum, auk þess sem hún mun mega gera sér nokkra yon um stuðning af hálfu utanflokka þingmannanna tveggja líka. Fylkingar riðlaál Eg var útnefndur sem þingmannsefni í Winnipeg; mér var það þvert um geð, þó eg að lokum léti tilleiðast. fyrir þrábeiðni skoð- anabræðra minna. ” Mr. William Sanders, fráfarandi forseti, sagðist liafa átt í óþrotlegum erjum allan þann tíumánaða tíma, sem liðinn væri frá stofnun félagsskaparins; tjáðist hann til- neyddur til þess að segja af sér sakir ósvífn- islegra árása á mannorð sitt af hálfu með- lima; ekki hvað hann það heldur spá góðu, hve kæruleysislega meðlimir færi með sjálf grundvallarlög samtakanna. Skoðun sína á Social Credit hugtakinu kvað Mr. Sanders samt sem áður með öllu óbreytta. Mrs. Emma Humphrie, er átt hafði sæti í I framkvæmdarnefndinni, var að því spurð, hvort hún ætlaði sér að vera í félagsskapnum framvegis. Svar hennar var á þessa leið; ‘ ‘ Eg fylgi Social Credit stefnunni hundr- að af hundraði og mun ávalt gera. En sé það, sem fram fór á flokksfundi okkar síðastliðinn fimtudag Social Credit eða kallað því nafni, þá treysti eg mér ekki lengur til þess að telj- ast til samtakanna, þó stefna mín sé óbreytt eftir sem áður. ” Mr. Smith, einn þeirra, er úr fram- kvæmdamefndinni viku, flutti ræðu á þessum eftirminnilega fundi og lagði áherzlu á það hve afar áríðandi það væri fyrir þá, sem hlyntir væri Social Credit hreyfingunni, að gerkynna sér málið frá öllum hliðum, því það væri þannig vaxið og margbrotið, að ekki væri auðhlaupið að því að skilja það til hlítar. Sjálfur kvaðst hann hafa “stúderað” það í hart nær fimm ár, og þó ætti hann enn langt í land með að öðlast á því fullkominn skilning'. Mr. Smith lauk máli sínu með svofeldum orðum; “ Jafnvel þó hinir nýkjörnu Social Credit þingmenn okkar skilji ekki sem bezt Social Credit, þá er ekkert við því að segja; þeir eru komnir á þing hvort sem er; þeir þurfa einungis að gæta sín, er þeir taka til máls, tala ekki of mikið, heldur tala aðeins af viti. ’ ’ Lækningar á ríkiskostnað Eftir G. B. Reed, prófessor við Queens háskólann. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Þau tíðindi hafa gerst, að William San- ders forseti félagsskapar þess, er Social Credit League nefnist, hefir sagt af sér, á- samt öðrum meðlimum framkvæmdarnefnd- arinnar. Ritari hinnar fráfarandi nefndar, A .C. Benjamin, einn af frambjóðendum Social Credit samtakanna í Winnipeg við síð- ustu fylkiskosningar, lýsti jafnframt yfir því, að stofnaður yrði annar félagskapur, er nefnast skyldi “The Social Credit. Associa- tion of Manitoba. A fundi. sem haldinn var nýlega hér í bænum og um mál þetta fjallaði, flutti Mr. Benjamin íhyglisverða ræðu; var hann næsta harðorður í garð ýmsra félagsbræðra sinna og fletti ofan af hinu og þessu, sem að öðrum kosti myndi hafa legið í láginni; bar hann hinum nýkjörnu Social Credit þingmönnum meðal annars það á brýn, að þeir hefðu í rauninni ekki nokkra minstu hugmynd um allra einföldustu frumatriði hinnar nýju Social Credit hreifingar. Kafli úr ræðu Mr. Benjamins er á þessa leið: “Þegar félagsskapur þessi var stofnað- urr, vakti það einkum og sérílagi fyrir þeim, er að málum stóðu, að komið yrði á fót fræðsludeildum, þar sem meðlimum veittist kostur á að kynna sér Social Credit; úr þeiiTÍ fræðslu hefir lítið sem ekkert orðið. 1 þess stað voru samtökin gerð að stjórnmálaklíku þegar í öndverðu og rokið til þess að fá menn kosna á þing, er voru gersamlega ófróðir um þau grundvallar atriði, sem til var ætlast að þeir læsi ofan í kjöl og skildu til hlítar. Skömmu eftir að lítnefningar fóru fram, barst mér bréf frá Mr. Lisowsky, núverandi Social Credit þingmanni Ethelbert kjördæm- isins, þar sem hann biður mig um það að senda sér í öllum hamingju bænum alt sem eg gæti af ritlingum og pésum í sambandi við So- cial Credit, svo hann hefði þó eitthvað til þess að tyggja drusluna um. Dr. Fox sagði mér það sjálfur að hann botnaði ekki lifandi vit- und í Social Credit. Mr. Rogers frá Roblin hefir aldrei kynt sér þetta mál, og hið sama er uin Mr. Turnbull frá Hamiota að segja. Þessir menn eru ófróðir með öllu um Social Credit; þó höfum við sent þá á þing, til þess að berjast fyrir og fylgja fram Social Credit stefnu. Yið stofnuðum ekki Social Credit samtökin til þess að kjósa menn undir- búningslítið á þing; tilgangurinn var sá að fræðast og fræða aðra eftir föngum um Social Credit og gildi þeirrar hreifingar. í nánu sambandi við aðal heilbrigðisstofn- anirnar eru lyfjastöðvar verksmiðjanna. Ilver verksmiðja með 250 manns eða fleiri verður að hafa slíka lyf jastöð. Þar eru lækn- ar og hjújirunarkonur; er þar litið eftir heil- brigði verkamannanna yfirleitt og gert við sár eða meiðsli til bráðabyrgða. Þess er gætt að fæða sé heilnæm, húsakynni eins góð og hægt er, og yfir höfuð að heilsan sé vemduð í öllum efnum. Verksmiðjulæknarnir fram- kvæma alls konar sóttvarnir; þeir sjá um hreinlæti í matartilbúningi, gæta þess að hreint og heilnæmt loft sé í verksmiðjum, sjá um að fólkið hafi nægar líkamsæfingar o. s. frv. 1 öllum þessum efnum vinna verksmiðju- læknarnir í nánu sambandi við aðal heilbrigð- isstöðvamar og verksmiðjudeild heilbrigðis- ráðsins. Nákvæmar heilbrigðisskýrslur eru geymd- ar í verksmiðjunum viðvíkjandi öllum, sem þar vinna og alls konar upplýsingar eru veitt- ar viðvíkjandi heilsu og sjúkdómsvörnum; er það gert með fyrirlestrum, myndum og sýningum; auglýsingum, götuspjöldum og alls konar stuttum setningum, sem allir geta lært og munað. Tala heilbrigðisfróðra manna, sem við þessar stofnanir vinna er mismunandi eftir því hversu fólkið er margt og einnig eftir því um hvers konar verksmiðju er að ræða. í > verksmiðju einni í Leningrad héraðinu, þar sem 1200 verkfróðir menn vinna að alls konar vandasömum störfum, er einn læknir, einn tannlæknir, f jórir heilsufróðir menn og nokkr- ar hjúkrunarkonur. Þessi lækningastöð er útbúin með alls konar áhöldum, sem notuð eru við fyrirlestra og sýningar; einnig uppskurð- artæki, tannlækningaáhöld o. s. frv. 1 annari stöð í sama héraðinu, þar sem 4,000 manns vinna og miklu fleiri hlutfalls- lega, sem vinna óbreytt störf, eru fjórir la>kn- ar, tveir tannlæknar, allmargir heilsufræð- ingar og nokkrar hjúkrunarkonur. t sambandi við matreiðsluskála einn í Moscow þar sem eg kom, vinna 900 manns við matreiðsluJ og útbýtingu matar meðal 20,000 verkamanna. Þar er lækningastöð með fjór- um læknum, allmörgum hjúkrunarkonum og nokkrum heilbrigðisfræðingum. Er þá ná- kvæmt eftirlit með matreiðslu, bæði að því er næringu, gæði, tilbúning og framreiðslu snertir. Þeir, sem fæðuna höndla eru skoð- aðir nákvæmlega með vissu millibili, sérstak- lega til þess að finna hvort þeir hafi nokkra veiki er sýkt geti út frá sér. Fyrir börnin eru heilbrigðisstöðv- ar viÖ skólana og sérstakar barna- stöðvar, þar sem eftir þeim er litið á sama hátt og fullorðna fólkinu i verkámiðjunum. I öllum skemtigörðum eru einnig sérstakar stofnanir til eftirlits, svo fullkomnar að þær eru í raun og veru eins og barnaspítalar. Þessar barnastöðvar eru lærdómsríkar og eftirtektarverðar. I verksmiðju í bænum Krakau skoðaði eg eina slíka barnastöð. Sá eg þar f jölda kvenna koma með börn sín á morgnana áð- ur en þær byrjuðu að vinna. Stöð- inni var skift i deildir og átti hver móðir aðgang að sérstakri vöggu fyrir barn sitt í ákveðinni deild. Þar var hjúkrunarkona við hendina; veitti hún barninu móttöku, baðaði það (og hefir hvert barn sín eigin baðáhöld) og vigtaði; mældi í því hitann og skoðaði það vandlega. Morguninn, sem eg var þar, voru minni börnin látin í vöggur úti á svölum; önnur voru klædd í örþunn föt, svo þau gætu sem bezt notið sólarylsins; Mtill rauður poki með vasaklút var festur á aðra öxlina og voru börnin svo látin leika sér úti í sólskininu. Stærri börnin voru látin fara út á nokkurs konar tún eða grundir og léku sér þar. Mæður, sem höfðu börn á brjósti kömu tvisvar til þess að láta börnin sjúga á meðan vinnutíminn stóð yfir; en það eru sjö klukkustundir. Ekkert er dregið af vinnutíma þeirra fyrir þessar tafir. Börnum, sem ekki eru á brjósti er gefin fæða á þessum stöðum og brjóst- börnum, sem ekki hafa nóga móður- mjólk er bætt það upp með auka- fæðu. Þegar dagsverkinu er lokið kemur móðirin aftur inn í barnastöðina, er þá barnið aftur klætt í sín eigin föt og móðirin tekur við því og hefir það þangað til næsta morgun. Framh. Er œttarkjarna sveita- fólksins hœttá búin ? Eftir Jón Gauta Pétursson. (Framh.) VII. Til glöggvunar því, hvernig skil- yrði íslenzkra sveita til varðveizlu ættarkjarna kynstofnsins hafa breyst, er rétt að rifja upp, hver breyting, eða réttara sagt umbylting, hefir orðið á þjóðfélagsbyggingunni hér á lándi, og þá einkum' á síðasta mannsaldri, þó upptökin séu all- miklu eldri. Fram um aldamótin 1800, og þó reyndar miklu lengur víðast hvar, verður eigi talið, að verzlunarstaðir hér á landi stæði í neinu menningar. sambandi við sveitir landsins, og því síður að þar myndaðist nokkur sjálfstæð menning. Þýðing þeirra var eingöngu í því fólgin að vera út- og innflutningsstaður verzlunar- vara. Þar var enga atvinnu að fá, sem máli skifti, og þeir höfðu því ekkert aðdráttarafl fyrir fólk sveit. anna, hvorki í því tilliti né öðru. Alt stjórnarstarf landsins, löggjöf, löggæsla og dómstörf fór fram í sveitum landlsins. Allir embættis- menn Iandsins, jafnt biskupar amt- menn, landfógetar og þeir, er lægra voru settir, voru jafnframt bændur eða ráku búskap. Börn þeirra ólust upp í sama umhverfi og börn manna af öðrum stéttum, og við svipuð skilyrði að öðru en því, er betri efna. hagur gat ráðið. Mentasetur lands- iras, bæði tvö hin helztu á biskups- stólunum og önnur smærri, voru í miðjum bygðum'. Þeir, sem þangað komu, voru að jafnaði mestu efnis- menn þjóðarinnar, þótt vitanlega væri með undantekningum. Þaðan dreifðust þeir, flestir prestvígðir mennj um allar sveitir þessa lands, í hverja sókn, út á yztu andnes og inn í afdali, stofnuðu þar bú og hei-mili, ólu þar upp börn og fengu i þeir gjarnan staðfestu til að ílend- ast á sömu stöðvum. Þannig fengu jafnvel útkjálkasveitirnar “nýtt blóð” öðru hvoru, er bætti stofninn sem fyrir var, eða a. m. k. vann á móti viðsjárverðri innbyrðis blönd- un of skyldra ætta þar, lið eftir lið. Þetta voru helztu fólkisflutningarnir í landinu um margra alda skeið, og það er engum vafa bundið, að þeir hafa stuðlað mjög að heilbrigðu jafnvægi í ættum landsins. Nú horfir svo við um sveitirnar, sem að nokkru er lýst að framan. Eins og áður leggja sveitimar til á- litlegan hóp í mentamannasveit landsins, og velja að jafnaði til þess eins og fyr þá menn, sem mestum gáfum eru gæddir. En í stað þess, að áður komu þessir menn nálega allir til baka í sveitirnar aftur, bún. ir skilyrðum til þess, öðrum frem- ur, að geta varðveitt og viðhaldið ættarkjarna sveitafólksins, þá má fullyrða, að nú er það ekki néma litið brot þeirra skólagengnu gáfu- manna, sem sveitirnar leggja menta. mannahóp landsins til, sem þær heimta aftur til bólfestu þar. En eigi er alt upp talið með því: Ýmsar atvinnugreinar i kaupstöðum og sjávarþorpum draga einnig til sín framtakssamt og tápmikið fólk sveitanna öðru fremur. Kjarkmikl- um piltum þykir álitlegt að snúast að sjósókn, ná stýrimannaprófi í von um skipstjórn og annað þvílikt. Verzlun og önnur viðskiftastörf draga einnig til sin álitlega menn, og eigi síður iðnaður og listir þá menn, er eignast hafa hagleik eða hug- kvæmni til starfa í náttúrugjöf. Þeir finna óviða verkefni við sitt hæfi i sveitum landsins og koma þar eigi aftur nema eins og farfuglarnir. Þá er það staðreynd, sem eigi þarf sér- stakra vitna við, að kvenþjóðin, sú er í sveitum elst upp, leitar sér mjög staðfestu í kaupstöðum og sjávar- þorpum. Er það þá ofmælt að tala um að ættarkjarna sveitafólksims sé hætta búin? Eða skiftir það engu, þótt hneigðir og hæfileikar til skáldskap. ar, lista, vísinda, fræðimensku, hug- kvæmni og hagleiks f jari smámsam- an út í ættstofnum sveitanna? Verð- ur mannkildi bændastéttarinnar í framtíðinni metið eftir verklegum frmkvæmdum hennar einum — lagt í dagsverk, eins og, jarðabæt- ur ?— VIII. Því kann þó að verða haldið frami, að þessi ummæli um þverr- andi eðliskosti sveitfólksins sé al- gerlega ósannað mál. Það sé aðeins hugmynd eða fræðileg kenning, sem ekki verði studd með neinum tölum eða skýrslum — eða að hér sé um spádóm að ræða, semi óvíst sé hvort eða hvenær rætist. Það er að vísu rétt, að hvorki verður mælingum né nákvæmu mati komið að um þetta efni. En þeim, semi geta áttað sig á öðrum staðreyndum en tölirm, er ráðandi til að skygnast um í sínu nágrenni eða þar sem þeir eru kunn. ugir í sveitum og athuga, hvað í þeim hefir reynst að hafa búið, sem þaðan hafa flutt burtu á síðustu ár- um eða áratugum. Það má einnig gefa því gaum að með fáum undan. tekningum eru allir þeir menn sem fnest kveður að í þjóðlífinu og mestum ábyrgðar- og virðingarstöð- um gegna, uppaldir í sveitum, en eru fluttir þaðan að öllu. Er þá svo komið, að ekkert sé eftir í sveitum landsin-s nema meðal- menn að andlegu og líkamlegu at- gerfi og svo þar fyrir neðan? Nei, þvi fer betur, að íslenzki kynstofn- inn átti af meiru að taka en svo, að hann sé mergsoginn eftir tvo manns- aldra eða þar um bil. En það rétt- lætir ekki, að augunum sé lokað fyrir þvi, sem- er að gerast. Sú hin sama “þróun” — svo viðhaft -sé það orð, sem Islendingar nota um allar þjóðfélagsbreytingar — hefir viða erlendis verið að gerast um margar aldir, og afleiðingarnar komnar skýrar í ljós en hér. Sé hæfa í því, er ýmsir erlendir merk- ismenn, sem kynst hafa íslenzku sveitafólki, halda fram, að það standi sveitafólki í nágrannalöndun. um framar að gáfum og andlegu at- Framh. FYRIBLESTUR UM ISLAND flutti Miss Ingibjörg Sigurgeirsson, kennari frá Mikley, í samkomusal Gimlibæjar, siðastliðið laugardags- kvöld. Var fyrirlesturinn -skýrður með mörgum og góðum myndum, er gerðu efnið ljósara og skiljanlegra. IJafði fyrirlesarinn dvalið á Islandi um tveggja ára skeið og farið víða um land og gert sér far um að kynn- ast sem flestu er snertir bæði fólkið sjálft og hagi landsmanna yfirleitt. Hafði Mi-ss Sigurgeirsson stundað kenslu, milli þess sem hún var í ferðalögunum, aðallega, að eg hygg, í enskri tungu, sem fólk á Islandi leggur nú meiri stund á að nema en áður var. Var erindið vel flutt og áheyrilega. Minst á margt, er bæði var fróðlegt og til skemtunar. Sagan borin Islandi og fólki þar hið bezta. Mun fyrirlesarinn ekki hafa orðið fyrir neinum vonbrigðum þar heima, heldur þvert á móti. Lét frábærlega vel af unga fólkinu, er notað hafði sér ken-slu hennar. Sömuleiðis af viðtökunum og gest- risni landsmanna, þar sem hún hafði ferðast. Hafði hún vitanlega heyrt um það efni og lesið, áður en hún fór til íslands, en mér virtist sem henni muni hafa þótt alúð, vin- gjarnleg framkoma og fyrirgreiðsla fólks þar heima, taka flestu fram* af því tægi. Innan um var sagt frá ýmsum spaugilegum atvikum, sum- um héðan að vestan, öðrum þaðan heiman að, er henni hafði verið sagt frá, eða hún hafði sjálf kynst. Var þetta sett í sámband við frásögnina og gerði hana f jörugri og meira lif- andi. Engin nöfn voru nefnd og enginn var meiddur. Spaugið góð- látlegt og kurteist. Dreift innan um, sýnilega, til þess að halda áheyrend- um þeim mun betur vakandi. Aldrei þar hallað á Island eða fólk þar.— Aðsókn að fyrirlestrinum var miður en skyldi, sem imun hafa stafað af því, að á laugardagskvöld eru sölu- búðir opnar lengi fram eftir kvöldi og enda oftast um hásumarið dans- samkomur þau kvöld, í skemtiskála í lystigarði bæjarins. Tel sennilegt að svo hafi og verið í þetta sinn. Veit þó ekki glögt um það. — Fyr- irlesarinn, Miss Sigurgeirsson, er fædd hér vestra, í Mikley, að eg hygg. Engu að síður hefir hún vald á fallegu, íslenzku máli. Orða- val hennar setningaskipun og stíll því líkast sém hún væri fædd og uppalin á íslandi. — Áheyrendur voru flestir eldra fólk og miðaldra. Gerðu þeir hinn bezta róm að er- indinu.—(Fréttaritari Lögb.). GO HIGH HAT! Up they soar, forward they go -— bewitchingly draped and cunningly manipulated Miladi’s Fall Chapeau has definitely gone “High Hat” — and Eaton’s obeys her behest. First hint of the great uprising cáme from Paris upon the arrival of genuine Paris models — smart as ever and more wearable than they’ve ever been! Then our New York buyer found hats there rising higher — more attractive than for many a 9eason, and here’s important news — they one and all fit down snugly and completely — escape from shallowness of former seasons! Visit Eaton’s Millinery Showrooms — you the hat for you in the grand new Fall array! Millinery Section, Second Floor, Portagc **T. EATON

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.