Lögberg - 24.09.1936, Side 1

Lögberg - 24.09.1936, Side 1
49. ARGANGUR 1 WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 24. SEPTEMBER, 1936 ! NÚMER 39 UM TVC iþúí JUND ISLE .NDINGAR FÖGNUÐU LANDST. JÖF [ANUM a D GIMLI Avarp til lávarðar Tweedsmuir YÐAE HÁGÖFGI! Synir og dætur Islands — borgarar Canada og þegnar Hans Hátignar — bjóða Yðar Hágöfgi velkominn á þenna söguríka landnámsstað. Vér fögnum Yður sem fulltrúa konungs vors og æðsta valdhafa þjóðar vorrar. Vér fögnum Yður einnig sem rithöfundi og fræðimanni, sem heimsótt hefir ættjörð vora og gert hefir Yður far um að kynnast s-ögu og bókmentum hennar, og nú fundið hvöt til að heimsækja og kynnast oss. Þessa góðvild Yðar, í garð vor Islendinga, þökkum vér af heilum huga. Þjóðin íslenzka hefir á afskektu eylandi sínu í meir en þúsund ár varðveitt, öllum öðrum fremur, anda og eðli, bókmentir og sögu hins norræna kynstofns. Yðar Hágöfgi til heiðurs höfum vér sungið hinn mikla hátíðarsöng vorrar gömlu þjóðar, sem fróðir menn hafa sagt um, að hátíðlegastur sé allra þjóðsöngva. Þar hafa tekið höndum saman eitt höfuðskáld þjóðar vorrar og hennar mesti söngsnillingur til þess að túlka hugarfar og tilfinningar íslenzkra manna. Megin-tónar þess volduga söngs er lotningin fyrir Guði almáttugum og fórnfús kærleikur til þess lands, sem forsjónin hefir gefið þjóðinni. Með þeim söng höfum vér þá einnig viljað túlka fyrir Yður hugarfar vort og tilfinningar í dag. Yðar Hágöfgi er kunnugt um það, að ættjörð vor var um aldaraðir talin með helztu höfuðbólum frelsis og menningar. Með Alþingi Islendinga hinu forna náði lýðræðis-hugsjón mannanna æðstu fullkomnun þeirrar tíðar. 1 meir en þúsund ár hefir Alþingi íslendinga staðið. Er það elzta löggjafarþing veraldarinnar, sem nú er við lýði, og má teljast móðir þjióðþinganna. Þetta vísar Yðar Hágöfgi á þp,nn raunveruleika, að ættfeður vorir voru hvorttveggja í senn frjálsir menn og löghlýðnir menn. Þeir unnu frelsinu af hjarta, en einungis því frelsi, sem var lögum bundið. Þessa arfleifð vora — frelsisást og löghlýðni — höfum vér canadiskir niðjar þeirra viljað gróðursetja og varðveita í landi hér. Þetta er í annað sinn, að fulltrúi Hans Hátignar, konungsins, sækir oss Islendinga í Canada heim. Landnám vort í Vestur-Canada hófst árið 1875. Þá er hinir fyrstu landnemar liöfðu búið hér á vesturströnd Winnipeg-vatns einungis tvö ár, sýndi landstjórinn, sem þá var, Dufferin lávarður, nýlendulýðnum hér í óbygðunum þá miklu sæmd og góðvild að sækja hann heim — á áliðnu sumri 1877. Var þá öðruvísi umhorfs en nú er. Þá var hérað þetta svo að kalla fyrir utan lög og rétt. Hér höfðu nýlendumenn í tvö ár strítt einhver ju því þyngsta stríði, sem landnámssaga Vestur-Canada hefir »frá að skýra. Dufferin lávarður hughreysti oss með ljúfmensku sinni og þeim drengilegu orðum, sem hann mælti til vor og enn eru geymd eftir nær sextíu ár. Á þeim degi gat hinn göfugi landstjóri þess, að hann hefði gefið vinum sínum í Canada loforð um það, og lagt þar við nafn sitt og drengskap, að vér íslenzkir innflytjendur yrðum Canada-þjóð til gæfu og sæmdar. Sex tugir ára eru senn liðnir frá þessum atburði Alla þá tíð höfum vér kappkostað að láta orð landstjórans góða rætast á oss. Saga landsins verður að segja til um„ hvernig oss hefir hepnast það. Þótt staður sá, er stöndum vér á í dag, sé elzta landnámsstöð vor Islendinga í Vestur-Canada, þá ná nú bygðir vorar víða um öll vestur-fylki landsins. Allar þær mörgu bygðir mætast í anda hér í dag og fagna Yðar Hágöfgi. Um allar bygðir vorar ríkir gleði yfir ættjörðinni nýju. Hagmr fólks vors hefir blessast og blómgast í þessu góða landi. Önnur og þriðja kynslóð hafa tekið við af hinni fyrstu. Canada er ættjörð þeirra. Ekkert fólk í öllu landi ann Canada meir, en niðjar hinna íslenzku landnema. Yðar Hágöfgi! Hafið hjartans þakkir fyrir komuna. Guð lengi lífdaga Yðar og farsæli alt Yðar ráð. MR. BRACKEN TILKYNNIR BREYTINGU A SAMSETN- ÍNG RAÐUNEYTIS SfNS Fjórir nýir ráðgjafar afleggja embættiseið. Síðastliðinn mánudag gerði Hon. John Bracken það heyrinkunnugt, að fjórir nýir ráðgjafar hefðu aflagt embættiseið, og eru þeir þessir: Stewart S. Garson, f jármálaráðgj. Ivan Sdniltz, mentamálaráðgj. D. L. Campbell, landbúnararráðgj. Saveur Marcoux, án sérstakrar stjórnardeildar. Jafnframt þessu lét Mr. Bracken þess getið, að með tilstyrk Social Credit þingmanna, myndi stjórnin sitja til enda hið nýbyrjaða kjör- tímabil, f jögur og ef til vill fimm' ár. STAKA kveðin á ferð um Borgarfjörð 24. júli í sumar: Bar mig yfir Borgarfjörð beisla drekinn knái; þar er græn og gróin jörð, gull í hverju strái. Páll á Hjálmsstöðum. —Lesbók. Glœsileg fylking einhu^a íslendinga fagnaði Tweedsmuir lávarði í einmuna blíðviðri í skemtigarði Gimli á Mánudaginn Móttökufagnaður sá, er íslend- ingar beittu sér fyrir og sameinuðust um í tilefni af heimsókn Hans Há- göfgi Tweedsmuir lávarðar til Gimli á mánudaginn var, lánaðist ákjósan. lega; það var engu líkara en blíð- viðrið féllist í faðma við fylkingu samstiltra sálna um það, að gera hin_ um tigna gesti viðtökurnar sem allra vingjarnlegastar, sem og þeim hin- um mikla mannfjölda viðsvegar að, er þetta söguríka mannamót sótti. Gimlibær var allur fánum skreytt- ur, sölubúðum öllum lokað og hlýr hátíðarblær yfir öllu í hvaða átt, sem litið var. Hans Hágöfgi, Tweeds- muir lávarður, kom til skemtigarðs Gimlibæjar, ásamt þeim Mr. og Mrs. J. T. Thorson á nákvæmlega til- teknum tíma, og hófst þá móttöku- skráin með þvi að syngja þjóðsöng- inn O, Canada. Glæsileg fylking skólabarna með fána í höndum, myndaði heiðursvörð við hliðið. Bæjarstjórinn Mr. C. P. Paulson, fagnaði landstjóra, en því næst las Dr. Björn B. Jónsson hið kröftuga ávarp frá íslendingum til landstjór- ans, sem prentað er á öðrum stað hér í blaðinu. Var það rómað mjög hve meistaralega Dr. Jónsson flutti mál sitt. Enska þýðingu af ávarp- inu las Sveinn Thorvaldson, M.B.E., og fórst prýðilega. Þá flutti lands. stjóri hið drengilega erindi sitt, sem einnig er birt hér á báðum málunum ; var það talandi vottur um þá vel- vild, er hann ber til íslendinga og virðingu hans fyrir bókmentaverð- mætum þjóðar vorrar og sögu. Um Tweedsmuir lávarð má það með sanni segja, að hann kom;, sá og sigraði. Að loknu erindi Hans Há- göfgi, söng blandaður kór frá Win- nipeg, kafla úr hátíðar-kantötu Jóns Friðfinnssonar, undir leiðsögn Paul Bardals, er hljómaði fagurlega þarna í hinum forna “bústað guðanna” norður við vatnið, þar sem fyrsti innflytjendahópurinn íslenzki fyrst lenti skipi sínu. Guttormur J. Gutt- ormsson, skáld, hylti landsstjóra og lýsti hann “drápunnar verðan,” með því hinum bráðsnjalla kvæði, sem hér er einnig birt; las hann það af miklum eldmóði. Jón Laxdal, skólastjóri, hafði það hlutverk með höndum, að kynna landstjóra eitt- hvað um sjötíu gesti; fórst honum það skörulega og vakti háttlægni hans almenna athygli. Meðal þeirra, sem kyntir voru, var Jón Jóhanns- son, sem kendur er við Bólstað; var hann fyrsta íslenzka barnið, sem fæddist í landnámi íslendinga við Winnipegvatn; fæddur þann 9. dag nóvembermánaðar árið 1875. Tveim gjöfum sæmdu Islending- ar landstjórann; skrautriti af ávarp- inu, er Dr. Jónsson, fyrir hönd Is- iendinga las, sem og lagi og ljóði, “Ó, Guð vors lands,” ásamt þýðingu frú Jakobínu Johnson af frumtexta séra Matthíasar. Listamaðurinn, hr. Friðrik Sveinsson, hafði skrautritað ávarpið. Frá nokkrum atburðum í sam- bandi við þessa yndislegu móttöku- hátíð á Gimli, verður ger sagt í næsta blaði; hún var öllum þeim, er að stóðu, til hinnar mestu sæmd. ar. Allir þeir, er viðstaddir voru, munu geyma ljúfar endurminningar um prúðmannlega og yfirlætislausa framkomu lávarðar Tweedsmuir, sem og hin drengilegu ummæli hans í garð vor Vestur-íslendinga og hinnar íslenzku þjóðar. Bæjarstjórinn á Gimli, C. P. Paul- son og frú hans, buðu landstjóra, sem og þeim, er í hátíðarskránni tóku þátt, til dagverðar á hinu prýði- lega heimili sínu, er dáð var rnjög fyrir snyrtimensku og alúð. Tweedsmuir lávarður Ei rjúfa þrymgjöll þögn í geim Við þína komu, hvöss og bitur. Oss sækir þú með hógværð lieim Og heyrist enginn fálkaþytur. Stíg heill á Gimli, gestur mæti! Þér ginnhelg jörð er undir fæti. Hér hófst vort landnám trygðum treyst 1 trú á þjóðar sæmd og heiður. Hér var vor fyrsta frumbygð reist. Hér festi rætur norrænn meiður; Hann brann, liann kól, hann lifði og lifir Alt lágt og smátt að gnæfa yfir. Vér óskum þess að út um mörk, Sem enn ei rýmdi fyrir plógi, Hann ilmi líkt sem íslenzk björk —Ein ung í Hallormsstaðarskógi, Og af því helzt þú hafir veður, Ei hryggir oss ef slíkt þig gleður. Hér nafn þitt, skáld, er skráð á spjöld Þig, skáld, vér hyllum, Bretlandseyja. Vér færum þér vor þakkargjöld, Oss þóknast skáld, sem aldrei deyja. Og njót þú arfs frá Ara og Snorra Jafnt oss, hins dýrsta feðra vorra. Þú Skotlands yngsti óskason, Frá andans tignar sjónarhóli, Frá Elfráðs þjóðar Albion Frá Engla konungs hirð og stóli, Berst frægð þín vítt um allar álfur, 1 andans höll ert kóngur sjálfur. Guttormur J. Guttormsson. Address of Welcome--translation To His Excellency, Baron Tweedsmuir, Governor General of Canada:— The sons and daughters' of Iceland — citizens of Canada and subjects of His Majesty — welcome your E'xcellency to this historic spot. We welcome you as the representative of our King and the highest official of our nation. We welcome you also as an author and scholar who has visited the land of our fathers, acquainted himself with its history and literature and has now been moved to visit us and make our acquaintance. For this manifestation of good will towards our race we thank you with all our hearts. The Icelandic nation on its solitary island has for over a thousand years, above all others, preserved the spirit and characteristics, the literature and history of the Norse race. In honor of your Excellency we have sung the impressive national anthem of the Icelandic nation, which well-informed persons have declared to be the most sublime of all national anthems. One of the principal poets of our race and its greatest musical composer have in this anthem jöined hands in interpreting the national spirit and sentiments. Tlie main theme of this powerful anthem is reverence for almighty God and a self-sacrificing love of the land which Providence has gýven to the nation. By singing this anthem we have also sought to express to you our sentiments and feelings today. Your Excellency is aware that Iceland was for many centuries regarded as one of the principal abodes of liberty and culture. In the ancient Icelandic Althing the ideals of democracy found the most perfect expression then known. The Icelandic Althing has endured for over one thousand years. It is the oldest existing parliamentary body in the world and is the true Mother of Parliaments. This demonstrates to your Excellency the established fact that our ancestors were both liberty-loving and law-abiding. They loved liberty wholeheartedly, but only that form of liberty which was liberty under the law. This our inheritance — love of liberty and respect for the law — we, their Canadian descendants, have sought to cultivate and perpetuate in this country. This is the seoond oocasion on which a representative of His Majesty, the King, visits the Icelanders in Canada. Our settlement in Western Canada commenced in the year 1875. When the first settlers had resided here on the West shore of Lake Winnipeg for only two years, Lord Dufferin, who then was the Governor General of Canada, showed thé settlers here, in what was then a wilderness, the great honor and good will of visiting them in the late summer of 1877. The view presented at that time was very different from what it is now. Then this district could be said to be outside the limits of organized law and government. The settlers here had for two years been engaged in one of the most strenuous struggles against adversity in the annals of pioneer life in Western Canada. Lord Dufferin encouraged us by his urbanity and his inspiring words, which are still cherished after nearly sixty years. On that occasion His Excellency stated that he had pledged his personal credit to his Canadian friends that the Icelandic settlers would prove to be a valuable accession to the Canadian nation. Sixty years will soon have passed since that occasion. During all that time we have striven to make the predietion of that great and good man come true. The verdict of history will determine whether we have sueceeded or not. Although the spot on which we are gathered today is the seat of the oldest Icelandic settlement in Western Canada, our settlements are now to be found in all the provinces of Western Canada. All these settlements meet here in spirit to welcome your Excellency. Throughout all these settle- ments there prevails among our people a spirit of thank- fulness and satisfaction that we are Canadian citizens. Our people have suoceeded and prospered in this fair land. The seoond and third generations have now replaced the first. No people in the entire oountry love Canada more than the descendants of the Icelandic pioneers. Your Exoellency! We thank you sincerely for this visit. May God give you a long life and prosper you in all your undertakings. EINKENNILEGT ÞORP 1 Mexico er þorp, sem heitir An- coma, og á það vart sinn líka. Það stendur á 120 metra háum kletti, sem er eins og sveppur í Iaginu. Yfirborð klettsins er 28 hektarar, flatt og þar eru gjár, alt að 100 metra djúpar. Ancoma er eldgamalt þorp og á miðöldum talið afbragðs vígi, þvi að ekki er hægt að komast þangað upp nema eftir einstigum og stigum. Ibúamir hafa alt af lifað á jarð- yrkju en akrar þeirra eru niðri á jafnsléttu. Þar bjuggu þeir og áð- ur, en landshomalýður gerði þeim svo margar skráveifur að þeir fluttu bygð sína upp á klettinn. Húsin voru bygð úr steini og þau standa enn, og eru eins og kastalar.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.