Lögberg - 24.09.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.09.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. SEPTEMBER, 1936 3 má ekki gleyma núverandi forseta kvenfélagsins, sem um margra ára skeiÖ hefir skipaS forsetaembætti, sjálfri sér til sóma og félaginu til blessunar. Firntíu ár er stærsti hluti bverrar mannsæfi, jafnvel þó hún sé óvana- lega löng. Af þeim, sem í byrjun innskrifu'Öust sem meðlimir kvenfé- lags Fyrsta lútérska safnaðar, er a'Ö. eins ein kona á lífi, og er hún hér stödd í kvöld, Mrs. Albert. Henni vil egj sérstaklega færa hugheilar lukkuóskir safnaÖarins um Íeið og eg þakka henni fyrir vel unniÖ dags. verk. Hún á því láni aÖ fagna, að vera ekki 75 ára gömul, heldur 75 ára ung. Ef við lítum til baka yfir sögu þessara 50 ára, má eflaust sjá margt sem betur hefði mátt fara. Líka má sjá margt, sem er ánægjulegt og hughreystandi. Margar torfærur hafa verið yfirstignar, mörgum steini úr götu velt, enn með nýjum tímum koma nýjar ráðgátur, ný spursmál, sem krefjast úrlausnar. Hver kynslóð verður að leysa úr sínum eigin spursmálum á þann hátt sem þáverandi kringumstæður heimta. Spursmál nútímans eru ekki spursmál frumherjans, heldur spursmál nýrra tíma, nýrrar aldar. En hver sú kynslóð, sem gengur út í baráttu lífsins með þá hugsjón að lífið sé sigur og guðleg náð, hefir ekkert að óttast. Það er ætíð ánægja í því falin, að veita heiður þeim, sem heiður ber. Þessvegna er það óvenjulega mikil ánægja í því að votta kvenfélagi Fyrsta lúterska safnaðar þökk og virðingu fyrir þeirra mikla og göf- uga starf á hinum liðnu 50 árum. I þeirra starfi hefir ætíð verið augljós andi samúðar og einlægs góðvilja til alls starfs safnaðarins. Ef sá andi fær að ríkja í okkar félagslífi, þá er ekkert að óttast, þá getum við með björtum augum og öruggum hjörtum litið til framtíðarinnar. Fyrir okkur sjálfa og niðja vora, ef við höldum fast við hugsjónir feðra vorra, verður lífið sigur og guðleg náð, eins og það var hjá hinni fyrstu kynslóð íslendinga í Vesturheimi. Rœða flutt á 50 ára afmæli Jcvenfél. Fyrsta lút.erska safnaðar. Bftir frú Hansínu Olson Kæru vinir:— Mér hefir verið falið á hendur að segja ágrip af sögu kvenfélags Fyrsta lút. safnaðar yfir tímabilið frá 1886—1936, með öðrum orðum siðastliðin 50 ár, og það er óefað, að það hefði átt að vera langt erindi, til þess að geta gert því nokkur skil, en tíminn, sem mér er ætlaður, er 15—20 mínútur, svo það sem eg hefi að segja verða aðeins fáeinir drættir úr starfssögu kvenfélagsins. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar var stofnað 5. ágúst 1886, og var því félagið fimtíu ára þann 5. ágúst síð- astliðinn. Félagið var stofnað af frú Láru Bjarnason, og var hún þá þegar kosjn forseti, og hélt Wún þeirri stöðu þar til árið 1915, að hún sagði af sér forsetaembætti. Var hún þá kjosin hqiðursfonseti fVélagsinjs, og var það til dauðadags. Hún hafði þá verið forseti í 28 ár, og munu þess fá dæmi meðal íslenzkra kvenna að kona hafi verði forseti svo lengi. Sjö konur voru viðstaddar á stofnfundinum, ein af þeim er lif- andi enn, það er Mrs. Kristján Albert. Á fyrstu fimm mánuðun- um eftir stofnfundinn, höfðu gengið inn 6 konur, tvær af þeim eru á lífi. Frú Lára stjómaði félaginu með hinni mestu lipurð og kristilegum kærleika, og gleymist það aldrei þeim konum, sem með henni unnu. Og mun það mikið hennar góðu.og viturlegu stjórn að þakka, hvað fé- lagið hefir þroskast og farnast vel, og ætti því nú á þessari fimtíu ára minningarhátíð þakklæti að vera efst í huganum, bæði fyrir hana, sem við fengum að njóta svo lengi, og hina margföldu blessun á öllum okkar fyrirtækjum. Já, nú eru liðin 50 ár, og við sem höfum fengið að fylgjast með straumnum1 í gegnum árin, höfum séð framfarirnar. Þvílík breyting frá því sem var! Ekki er úr vegi að rifja upp fáein atriði frá frum- býlingsárunum. Enginn samkomu- salur, sem við áttum ráð á, engin ljós nema olíulampar, ekkert vatn nema í brunnunum, engir strætis- vagnar, engir símar; við áttum ekk. ert leirtau, urðum að fá það lánað og bera það í bölum á milli, en þó ýmislegt væri erfitt, þá ríkti ánægja og eining í félagsskapnum, svo alt gekk vel. Starfssaga félags vors er fremur einföld; aðal mark og mið félagsins er að styrkja söfnuðinn, sem það tilheyrir, og svo hefir það látið sér ant um öll fyrirtæki kirkjufélagsins, einnig hefir það viljað liðsinna fá- tækum og einstæðingum. Fjánnuna hefir félagið aflað sér með handavinnu meðlima sinna, og um eitt tímabil fyrir löngu síðan, með hinum svokölluðu 10 centa sam- skotum, og með gjöldum meðlima. Fyrst framan af árum var félagið kallað saumafélag, því þá komu kon- ur saman kl. 2 á hverjum fimtudegi; var þá strax byrjað að sauma og oft saumað til kl. 6, fundir voru þá haldnir í heimahúsum, og mátti þá oft sjá drengina okkar, sem nú fyrir löngu eru fullorðnir menn, með hina svokölluðu “kvenfélagskistu” á litl- um sleða eða vagni, á leið á milli húsa. Það sem saumað var, var mest- megnis bama og kvennafatnaður, sem félagið seldi svo. Um eitt tímabil var saumað fyrir utanfélags. fólk, bæði íslenzkt og enskt, og hafði félagið góðan ábata af því. Nú í seinni tíð hefir félagið fundi aðrar hverja viku, og þá er ekki saumað, en félaginu er skift í deild- ir, og á deildarfundum er ýms handavinna, og svo sauma konur og vinna að ýmsu heima hjá sér. Síðan 1900 hefir félagið haft “bazaar” árlega og stundum tvisvar á ári, og var það um eitt skeið stærsta tekjugrein félagsins, en nú í seinni tíð hefir orðið breyting. Bazararnir eru ekki eins og þeir voru, og er það eðlileg afleiðing hinna erfiðu tíma. En svo hefir ýmislegt annað verið gert til að auka inntektir, til dæmis hin svokölluðu “Silver Tea” og sölur á heimatilbúnum mat, í 2 síðastliðin ár, hafa verið mjög f jölmenn “Silver Tea” í Eatons búðinni að haustinu. Tvær fastákveðnar samkomur hefir félagið, sumardags fyrsta sam- komu og svo afmælissamkomu fyrir “Betel,” og ágóðinn af þeirri sam- komu gengur til að kaupa nauð- syngjar fyrir heimilið “Betel.” Einnig hafði félagið í mörg ár sam. komu á þakklætisdaginn að haust- inu. Á þeim: árum, þegar iðnaðarsýn- ingin var haldin hér í borginni, hafði félagið greiðasölu í sambandi við sýninguna, og má óhætt fullyrða að þá hafi konur lagt meira á sig en nokkurn annan tíma, í þarfir félags- ins, og verður það aldrei augljóst livað margar konur tóku nærri sér þá, en arðurinn var mikill, aldrei minna að meðaltali en $500.00 fyrir tímabilið, sem var vanalega vika. Þetta var á árunum frá 1903-1912. Jesús sagði við Mörtu: “Marta, Marta! Þú hefir miklar áhyggjur og umsvif fyrir mörgu, en eitt er nauð. synlegt.” Eg veit að við höfum ‘haft miklar áhyggjur og umsvif fyr- ir mörgu, en trúarneistinn um að eitt væri nauðsynlegt hefir lifað í hjörtum kvennanna, og þessvegna hefir alt gengið vel. En hvað hefir svo félagið gert við þá peninga, sem það hefir aflað sér? Fyrstu hlutir, sem félagið keypti voru skírnar og altarisgöngu tæki fyrir kirkjuna; það var í maí 1888, og nokkru seinna, sama ár, lét fé- lagið smíða prédikunarstól. Félagið leggur til nokkra f járupp. hæð til safnaðarins árlega, og hefir þar að auki keypt ýmsa hluti fyrir kirkjuna. Einnig hefir það lagt i trúboðssjóð kirkjufélagsins, þar til tvö síðastliðin ár, að kringumstæður leyfðu það ekki. Eitt af þeirn málum, sem frú Lára Bjarnason hafði borið fyrir brjósti, var heimili fyrir íslenzk gamal. menni, og lagði hún það mál fyrir félagið i janúar 1901, og var oft um það talað og mikið rætt, en vegna þess að félagið var fátækt og málið mætti mótspyrnu, þá var það ekki fyr en í október 1906 að félagið fékk kjark til að leggja fram 50 dollara, til að mynda sjóð, og þar með var lagður fyrstu steinninn í eitt hið þarfasta og bezta fyrirtæki meðal Vestur-Islendinga. Eftir að sjóðurinn var myndaður, var farið að vinna að því að auka hann á ýmsan hátt, til dæmis var skrifað til kvenfélaganna út um bygðir, og þau beðin að leggja í sjóðinn. Það fékk góðar undirtekt- ir og söfnuðust nokkrir peningar, en ekki svo að hægt væri að koma í verk framkvæmdum. Árið 1913 afhenti félagið kirkju- félaginu sjóðinn, sem nam þá 3,000 dollurum. öllum er kunnugt um hvernig það fyrirtæki hefir blessast og blómgast í höndum kirkjufélags- ins. Óefað má þakka kvenfélaginu fyrir kvendjákna-starfsemi innan safnaðarins, og væri rétt að rifja upp hvemig það atvikaðist. Kvenfélagið hafði ætíð nefnd kvenna, sem vann að því gleðja fá- tæka og einstæðinga um jólin. Það var um jólin 1903, að kvenfélagið kaus nefndina til að annast þetta á- minsta verk fyr en vanalega, og gafst því konunum ætkifæri til að kynnast kringumstæðum fólks bet- ur, og komst nefndin að því að það voru margir, sem þörfnuðust hjálp- ar á ýmsan hátt. Konurnar söfnuðu bæði peningum og fötum, fyrir utan það, sem félagið lagði til, svo þær gátu leyst meira verk af hendi en undanfarandi jól, svo þegar nefnd. in skilaði af sér, lagði hún til að fastanefnd væri kosin til að íhuga ráð til aukinnar líknarstarfsemi inn- an safnaðarins. Dr. Jón Bjarnason var viðstaddur á fundinum, og tók hann málið að sér, sagði að það væri safnaðarmál. Árangurinn varð að á næsta safn- aðarfundi útnefndi hann þá fyrstu kvendjákna, til að vinna þetta um- talaða verk í söfnuðinum. Framan af árum hafði félagið saumaskóla fyrir litlar stúlkur. Það var áður en farið var að kenna sauma í alþýðuskólunum, og mun sá skóli hafa lukkast vel og haft góðan árangur. Þegar stríðið mikla stóð yfir, þá tók félag þetta þátt í “Red Cross” verki, aðallega saumum, og hefir félagið hlotið heiðursviðurkenning frá “Red Cross” félaginu fyrir það. Fyrir nokkrum árum gaf félagið út matreiðslubók, sem alment hefir hlotið hrós, og gaf félaginu góðan •fjárhagslegan ábata. Það var bæði fyrir og eftir alda- mótin, að félagið hafði þann sið, að hafa heimboð fyrir safnaðarkonur einu sinni á ári, og voru þá stærstu húsin valin hjá félagskonum:, fyrir þessi heimboð, og mun það hafa aukið samúð og hlýhug meðal kvennanna. Nú í seinni tíð hefir félagið byrj. að á því að bjóða mæðrum ferming. arbarna á fund til sín í samkomusal kirkjunnar að vorinu, rétt á undan fermingunni, og hefir það aukið á- nægju að kynnast konunum og sýna þeim velvild í sambandi við það al- varlega spor, sem börnin þeirra voru að stíga. Það var fyrir framkvæmdir kven. félags Fyrsta lúterska safnaðar, að Bandalag lúterskra kvenna var stofnað, sem nú samanstendur af 17 safnaðakvenfélögum innan kirkju- félagsins, og er það ómetanlegt gagn fyrir konur, sérstaklega út um sveit. ir, að hafa svona lagað samband; mætast einu sinni á ári, kynnast og læra að vinna saman. Félagskonur hafa oft fundið til þess, að þær ættu að leggja meiri áherzlu á að uppbyggjast og fræðast á fundum félagsins, en það sýndist ekki vera tími til þess, við áttum ætíg svo annríkt við þessi algengu störf félagsins, en samt hefir verið ráðin dálítil bót á því nú í seinni tið, við höfum1 fengið bæði menn og konur til að fIytja erindi á fundum félags- ins, og hefir það þótt bæði fróðlegt og skemtilegt, og nú síðastliðið ár, voru fyrir áhrif frá B. L. K. fimm erindi flutt á fundum félagsins, fjögur af þeim voru flutt af félags- konum sjálfum og eitt af presti NUGA-TONE ENDURNÝJAE HEILSUNA NUGA-TONE styi-kir hin einstöku líffæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lútandi. Veitir vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að almennri velllðan. Hefir oft hjálpað er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. safnaðarins. Fyrir nokkuð mörgum árum varð kvenfélagskonum það ljóst, að þær voru að eldast og þarafleiðandi starfskraftar að minka, en eigi að síður vissu þær að það voru miklir starfskraftar utan félags vor.s., þar sem ungu konurnar voru, en vegna þess að allir okkar fundir fara fram á íslenzku mun það hafa haldið þeim til baka, að ganga í okkar félag vegna málsins; það var því ekki lítil gleði fyrir kvenfélagið, þegar ungu konurnar stofnuðu sinn félagsskap “Junior Ladies’ Aid (þar sem alt fer fram á ensku). Með því var vissa fengin fyrir því að það héldi áfram kvenfélagsstarfsemi innan safnaðar. ins, þó garnla kvenfélagið félli frá. Nú er þetta félag, “Junior Ladies’ Aid” sem er bæði fjölment og göf- ugt, búið að vinna nærri sex ár, og hefir það verið stórkostleg framför i söfnuðinum. Það er því óblandin fögnuður fyrir kvenfélagið að vita um þeirra dugnað og árvekni í fé- lagsskapnum, og munu tilfinningar' kvenfélagsins gagnvart “Junior Ladies’ Aid” líkt og móðurinnar gagnvart dætrunum. Það, sem nú hefir verið sagt, eru aðeins nokkrir drættir úr sögu kven- félagsins, en hið innra líf félagslima verður ekki sett á pappírinn. Við sem ‘höfum búíð saman í félaginu í 40 ár og yfir, finnum bezt hvað mikið við eigum þessum félagsskap að þakka. Ekki einungis fyrir hinar mörgu verklegu framkvæmdir, heldur einn. ig fyrir innbyrðis samúð og kær- leika á meðal félagssystranna, eigum vér margar ljúfar endurminningar frá liðnu árunum. Eg ætla að leyfa mér að lesa fá- einar setningar úr ársskýrslu frú Láru sál. Bjarnason; það er fyrir árið 1904. Það sýnir bezt hvernig hún óskaði að félagslíf vort væri. Hún segir: “Eitt af því sem við þurfum ávalt að hafa fyrir augum er það, að það er ekki það eina mark. mið félags vors, að græða fé í safn- aðarins þarfir; við höfum æðra mið, það að leita upp á við, að vaxa sem kristnar konur, að láta ljós vort skína sem lærisveinar Krists, ef það ekki sézt í neinu á göngu vorri í gegnum lífið, að vér viljum fylgja honum, þá förum við fram hjá markinu sem kvenfélag kristins safnaðar. Það, sem á að auðkenna oss er hið auðmjúka yfirlætislausa framferði vort, það að þekkja ekk- ert smávægilegt eða taka það upp í illri meiningu, það, að kannast við ef okkur verður eitthvað á, að þykj- ast ekki meiri en við erum.” Og svo fáein orð úr ársskýrslu 1915, þegar frú Lára sagði af sér forseta embætti, og þau orð eiga við nú, eins og þau áttu við þá. Þar segir hún: “Það er fleira, sem getur gjört eitt félag sterkt og gagnlegt, en peningar, sameiginleg trú á kraft Guðs orðs skapar “karakter” og þá staðfestu, sem alstaðar og í öllu er nauðsynleg til þess að lífið verði sigur, 'hvað sem ytri kjörum líður. Sá tíðarandi, sem nú ræður er í sannleika þannig, að þörf er á stað- festu og vissu hjá einstaklingum á guðdómi Jesú Krists, ekkert nema sú trú, getur veitt viðnám þvi illa, og með því afli verðum vér að berjast. Já, með auðmýkt játum vér að margt hefir verið ófullkomið og vangjört í félagi voru, en við treyst. um að hann, sem þekkir veikleikann dæmi það vægt. Eg mintist á það í fyrstu að það ætti að vakna þakklæti í hugum vor. um á þessurn fimtíu ára minningar- degi. Eg endurtek það, — þakklæti fyrir allar móðurlegu og kærleiks- riku leiðbeiningarnar frá henni, sem veitti oss forstöðu ,svo lengi, þakk- læti fyrir öll liðnu árin, og þá bless. un drottins, sem hefir hvílt yfir starfi voru, þakklæti fyrir alla góðu vinina, sem við höfum eignast í fé- laginu, þakklæti til þeirra, sem hafa styrkt vorn félagsskap á einn eða annan hátt, með nærveru sinni eða* annari hjálp. Með lotning minnumst vér þeirra félagssystra vorra, sem vér höfum orðið að sjá á bak, og drottinn hefir kallað heim til sín, heim þangað sem við eigum allar að mætast, er vér höfum fullkomnað skeið vort hér í timanum. Ávarp Flutt á 50 ára afmæli kvenfél. Fyrsta lút. safnaðar Eftir Mrs. Eggert Eéldsted Madam President, Senior Ladies’ Aid, Friends:— It gives me great pleasure, on behalf of the Junior Ladies Aid, to extend hearty vongratulations to the Senior Ladies Aid, on this their fiftieth anniversary. On this occa- sion we, the members of the Junior Ladies Aid feel keenly how young and inexperienced we are. Our five years seem very short as compared with your half century of service. Our small effort is like a drop in the ocean compared with the sacri- fices, time and labor that you have given, down through the years. It must be with a^ feeling of great satisfaction and also thanksgiving that you gather together to celebrate this your jubilee. Satisfaction with what you have accomplished, — thanksgiving for the courage, strength and perseverance you have been given to accomplish. The mem. bers of our society felt they would like to commenmorate this jubilee in some tangible form, so we have donated $50 to the church fund — the fund that you have struggled and strived for all these years. This money to symbolize your fifty years of service. Opinion being divided as to whether these few remarks be made in English or Icelandic I de- cided to use both. # # * Kvenfélagið hefir verið mér kært frá barnæsku. Eg man svo vel hvað það var mikil gleði að mega fara með mömmu á kvenfélagsfund og sitja ósköp stilt á meðan Mrs. Bjarnason las biblíukaflann, — mér finst eg geti séð hana nú í anda lesa, "Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.” Ég vona að Guð gefi að við gleymum því aldrei, hvernig hún, sem stofnaði þetta kvenfélag, leiddi okkur, þá yngri sem eldri, í Jesú nafni. Það var hún, sem kendi okkur að syngja jólasálmana og á sunnudaga. skóla picnic-unum í Elm Park, þá var það Mrs. Bjarnason, sem stýrði söngnum, er við sungum, “Nú er veðrið svo gott, nú er loftið svo létt, nú mig langar að ganga um skóg- lendin slétt.” Hugurinn flýgur til baka og þá sé eg skýrast kvenfélagskonurnar vinn. andi úti í sýningargarðinum, — sá kafli í sögu kvenfélagsins finst mér að sýni betur en nokkurt annað tímabil, það þrek, dugnað og sjálfs- afneitun, sem þær höfðu yfir að ráða. Þegar við hugsum nú til þess að í viku og stundum tvær vikur nirftu þær að vera komnar á morgn. ana fyrir klukkan sjö út í garðinn, engir bílar voru þá fáanlegir, ekki einu sinni' strætisvagn, heldur þurftu þær að ganga í gegnum C.P.R. yards sem við kölluðum, standa svo allan daginn við matreiðslu. Eg get enn séð Mrs. P. S. Bardal og mömmu mtna við að búa til “pie.” Auk held- ur þar skaraði kvenfélagið fram úr, — allir sögðu að bezti maturinn fengist hjá kvenfélagi Fyrsta lút. safnaðar. Konurnar í kvenfélaginu hafa verið sannar hetjur, og við i yngra kvenfélaginu höfum hátt markmið, er við reynum að feta í fótspor ykkar. Við, sem erum enn svo ungar í starfinu, getum vel fylgt skáldsins orðum: Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei þótt straumur lífs sé þungur, en set þér snemma háleitt mark og ■mið, haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himinshlið. Svo vil eg þakka kvenfélagskon- unum fyrir þá alúð og þann kærleik, sem þær hafa sýnt mér frá barn- æsku. Ávarp og blómakranz frá kvenfélagi Fyrsta lúterska safnaðar til Mrs. Kr. Albert Kæra Mrs. Albert:— Félagssystur þínar þakka þér fyr. ir liðnu árin og allar þær indælu stundir, sem þær hafa átt með þér, og þó mamma sé nokkuð farin að eldast, er andinn ungur og kærleik- ur hennar til þeirra, sem hún hefir svo lengi unnið með, óþrjótandi. Megi ilmur og fegurð blómanna færa þér kærleik þeirra til þín. Guð gefi okkur margar fleiri glaðar stundir. HAUST-ERINDI Lækkar nú sól, lýða um ból, lengjast nú skuggarnir, haustið þeit boða. Vindur í garð, eyðandi arð, æðir svo geyst að fátt náir stoða. Jurtir og blóm dauða við dóm drúpa niður og hníga að foldu. Landið gjörvalt, læsist þá alt, lifandi fræin samt geymast í moldu. Hretviðrin hörð, halda þá vörð, heimilin fátæk í hlekkina toga. Grimmur og þrár, grettinn og grár geysar Noðri um vötn, elfur, voga. Harðvítug IJel hristir nú stél, heimtar þjóðirnar blóðs út á völlinn. Engin fást ráð, dygðir og dáð drepa myrkravalds ágirndar tröllin. Hvert er að flú ? töpuð er trú, togast þjóðir í kúgunarhlekki. Hrópum nú hátt Herrans á mátt, hann hefir oss kunngjört að sína hann þekki. Magnús Einarsson. i?oc Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAÆ STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið iwn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG >o<z==>oc=>oczr>ociz>oo

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.