Lögberg - 24.09.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.09.1936, Blaðsíða 6
6 LíÖÍtBERG, FIMTUDAGINN 24. SEPTBMBER, 1936 Garðurinn hennar Marits Hann gat ekki varist hlátri. “Þú ert skrítin, lítil stúlka, sem slettir þér fram í alt. Átt þú heima hérf” Hann leit á litla, óhreina andlitið, ó- greidda hárið og lélegu fötin. Hún hristi höfuðið, með dökka, hrokkna hárinu. “Hvað ert þú þá að gera hér?” Það brá fyrir hræðslusvip í dökku aug- unum. “Bróðir hennar sagði, að eg skyldi fara liingað og fá dálítið af mat.” “Bróðir hverrar?” hann mundi nú, að hann vissi ekki hvað þessar manneskjur hétu. “Ungfrú Marits, jæja, þarna er hún!” Og Mia stóð strax upp. “Br það þú, sem gerir slíkan hávaða, Mia, það er veikt fólk á öðru. lofti.” “Nei, það er hann,” sagði Mia og benti á Due. “Hann datt næstum því ofan stig- ann,” bætti hún við, þegar hún sá hið gremju- iega augnatillit óðalseigandans. Due lyfti hattinum. “Afsakið, ungfrú, eg er faðir Amold Dues. Þér þekkið —” Aldrei á æfi sinni hafði hann verið jafn hug- daufur. Marit rétti honum hendina með glaðværu brosi. “Nú skil eg hvers vegna Amold kom ekki í gærkvöldi; við söknuðum hans,” sagði hún blátt áfram. Svo þetta var stúlkan, sem leiddi son hans út í eyðileggingu, þetta barn með hvíta ennið og hjörtu augun. Marit bauð honum að koma inn. “Hafið þér þekt Amold lengi!” spurði hann. “Aðeins í þrjár vikur. Gunnar kom með hann eitt kvöld, síðan hefir hann komið oft.” “Já, eg get ímyndað mér að þér eigið stóran vinahóp. Hér koma eflaust margir!” spurði hann. Marit brosti. “Eg get talið þær mann- eskjur, sem eg hefi mætt á æfi minni,” björtu augun hennar urðu alvarleg. “Áður en Arn- old kom, var aðeins einn maður, sem kom hingað. ’ ’ Hann vissi ekki hvað hann átti að nota sem afsökun fyrir nærveru sinni. Það varð erfitt að halda áfram samtali við þessa ungu, fávísu stúlku, því hann áleit sig sjá að hún væri það. Mia kom til hjálpar; hún hafði staðið kyr og beðið, en nú rauf hún þögnina og sagði: “Bróðir yðar sagði, að eg skyldi fara og fá mat!” Marit brosti og strauk hendinni um höf- uð hennar. “Far þú út í eldhúsið til Maren, þar fær þú mat, Mia. ” “Fæ eg leyfi til að leika mér með brúð- urnar á eftir?” Marit kinkaði og Mia hvarf út í eldhúsið. Marit sagði, að síðastliðinn vetur hefði Gunnar fundir barnið á götunni, ískalt og hungrað. Hann kom heim með hana, og síðan kemur hún alt af með þessa afsökun: “Bróðir yðar sagði það, hann—” “Á hún enga foreldra?” spurði Due. “ó-já, ef þeir verðskulda að heita það,” svaraði hún hnuggin. “Sorglegt,” sagði hann, “en þetta er lík- lega altítt í stórbæjum. 'Telpan lítur annars út fyrir að vera greind, sem líklega orsakast af því, að hún er vön við að bjarga. sér sjálf frá fæðingunni. En mann hryllir við að hugsa um þá hræðilegu möguleika, sem búa í slíku barni.” “Geta ekki eins vel búið góðir mögu- leikar þar?” spurði Marit róleg. “Það er ekki slæmt eðli í Miu,” bætti hún við. Due stóð upp og rétti Marit hendina. “Mér fanst eg verða að nota tækifærið, og heilsa vinum Arnolds,” sagði hann. “Mér þykir leitt að eg fæ ekki tíma til að heilsa bróður yðar, því eg fer heim á morgun og hefi ýmislegt að framkvæma.” Þau skildu sem góðir vinir. Daginn eftir fór hann, og Arnold Due mátti eflaust þakka hinum góðu áhrifum, sem Marit óafvitandi hafði haft á föður hans, hve umsvifalaust öll hans óþægindi voru lög- uð fyrir hann. * * # Svo kom frítíminn. Ein vikan leið eftir aðra; Arnold var enn í bænum. Bréf komu að heiman með spurningum, en hann gaf þeim engan gaum. Móðir hans skrifaði, að nú yrði hann að koma heim undir eins, annars kæmi hún að sækja hann. Frænka og Helen væri komnar, þangað hefði líka komið fáeinar af vinstúlkum Sigríðar. Faðir hans skrifað, að ef mjög erfitt væri að slíta sig frá vinunum í bænum, þá gæti hann komið með þá. En það vildi Arn- old ekki, auk þess var honum farið að leiðast. Töframagnið fór minkandi. Þau höfðu fengið lánaðan bát, og fóru til að fiska þenna dag. Arnold sagði, að hann yrði að fara heim á morgun. Marit varð alt í einu svo kyrlát og alvarleg, hún talaði næst- um ekkert. Gunnar tók eftir þessu, og alt í einu datt honum nokkuð í hug, svo hann lét brýr síga. Yindurinn varð hvass og löngu áður en þeir lentu, var Marit orðin gagndrepa. Due kvaddi þau við bryggjuna. Hann hélt hendi Marits lengi, sagðist bráðum mundi sjá hana aftur og lofaði að , skrifa. Gunnar tók bif- reið, til þess að komast sem fyrst heim. Maren fékk Marit strax til að hátta, og gaf henni rauðvínspúns, en þrátt fyrir alla hennar umhyggju varð Marit innkulsa, og varð að halda við rúmið í marga daga, Dagar og vikur liðu, en Amolds bréf kom t'kki. Fyrst talaði Marit um bréfið, og furð- aði sig á að það kom ekki, en svo varð hún þögul, kyrlát og fáskiftin. Gunnar sá með alvarlegum kvíða, að eftir því sem á sumarið leið, varð hún magrari, fölari og augun innar í höfðinu. Hún neytti næstum einskis, sat langa tíma eins og hálf- sofandi, sherti sjaldan við bók og aldrei við handavinnu; þegar hann bað hana að ganga út með sér, var hún alt af þreytt. Aðeins þeg- ar hann kom heim með nýtt blóm eða jurt handa garðinum hennar, brosti hún, en bros- ið yar eitthvað svo þreytulegt og fjarlægt, að það vakti hroll hjá honum. “Eg þekki ekki barnið aftur,” kvartaði Maren. “Það var nú aidrei mikið fjör í því, en það lítið sem var, er horfið.” “Þú veizt að Marit hefir aldrei verið hraust,” huggaði hann, “og það er eins og þetta inkuls vilji ekki yfirgefa hana, en mjög alvarlegt held eg ekki að þetta sé.” Maren tók í handlegg hans. “Það get- ur líklega ekki verið þessi piltur, . . . sem flæktist hér, ætli hún ... ?” “Nei, nei,” mótmælti hann. En Maren hafði snert við hinu svíðandi sári í meðvit- und hans. Hann ásakaði sig beiskjulega fyr- ir það, að hann hefði komið með Due til Marit. Hann mundi að hann hafði hikað þann dag,.en hafði þó gert það, hann sem var svo varkár með að vdlja sér kunningja. Marit var alt, sem hann mat mikils í þessum heimi, arfurinn, sem hann hlaut eftir foreldra sína. Hann mundi svo glögt eftir föður sínum sein- asta daginn. ‘ ‘ Gunnar, drengur minn, ’ ’ sagði hann, “þú færð snemma að læra að bjarga þér sjálfur, og hefði skilið við þetta líf á- nægðari, ef eg hefði vitað að þið voruð fjár- munalega óhult. E(g veit raunar að Betty frænka muni hlynna að ykkur, eins vel og hún getur, en það er þér, Gunnar, sem eg fel Marit á hendur.” Þetta hafði afar mikil áhrif á Gunnar, máske mest af því, að þetta voru síðustu orðin, sem hann heyrði föður sinn tala. Fyrir tveimur árum síðan var hann aftur kallaður að banabeð Betty frænku. “Gunnar,” hvíslaði hún, “Marit hefir nú aðeins þig. Lofaðu mér því, að hún verði þín fyrsta og síðasta hugsun, þangað til sá dagur kemur, að þú getur afhent hana sterk- um og tryggum höndum. Gleymdu því ekki, að Marit er ekki eins og aðrir; hún er af þeirri tegund, sem þarfnast varðveizlu og elsku alla æfi sína; hún hefir erft eðli móður ykkar. ” Þurfti hann að lofa þessu? Var ekki Marit það eina sem hann elskaði? Og samt hafði hann slept úlfinum inn. Síðla dags nokkurs sagði Marit skyndi- lega, að hún þarfnaðist sjávarloftsins, og bað Gunnar að sigla með sig litla stund. Hann tók með sér sessu og dúk, sem hann lét aftast í bátinn handa henni. Gróður vindur fylti seglið, svo bátinn bar hratt frá landi. En hvað lagleg og viðfeldin hún var, þar sem hún lá með hendurnar undir hnakkanum, og horfði dreymandi augum á hæðirnar og eyjarnar í umhverfinu. “Það er alt svo yndislega fagurt,” sagði hún kyrlát. “Eg er glöð yfir því, að eg fékk leyfi til að vera ein af þessu. Fegurri staður finst líklega ekki í heiminum en hér.” Hann svaraði ekki, hann horfði líka á náttúrufegurðina. Hann fann til þrengsla í hálsinum, og fyrsta skifti fann hann, hve erfitt er að verjast gráti. Báturinn hélt á- fram með kyrð, og sólin sendi geisla sína á sjóinn, svo hann gljáði eins og gull. Þarna blöktu mörg hvít segl, og gufuskip rann fram h já, með glaðar manneskjur á þilfari. Bylgj- urnar rugguðu bátnum, og í vestrinu nálgað- ist sólsetrið. Hún var kyr litla stund, eins og hún væri að líta á náttúruna, áður en hún gekk til hvíldar. Þá sagði hún alt í einu. “Eg veit ekki nema Eiríkur komi bráðum. Máske það sé ímvnd- un, en mér finst það samt. ” Hann varð svo glaður; að hún nefndi Lirík, sýndi að hún hugsaði ekki eingöngu um hinn. Hún leit rannsakandi á hann, eins og hún læsi hugsanir hans. “Gunnar, drengur!” Hún var á samá augnabliki hjá honum, og tók höfuð hans á milli handa sinna. “Þú ásakar sjálfan þig mín vegna, það áttu ekki að gera . . . þér skjátlast líka.” Hún roðnaði. “Eg kunni vel við Arnold. Við erum nú þannig, þú og eg, að svo fáir fá að koma inn til okkar, en þeim sem koma, treystum við, og þeir verða eins og hluti af okkur sjálfum. Það er eflaust rangt — hræðilegt, að vera eins og við, því þá getum við ekki losnað við traustið á neinum. Þannig er eg að minsta kosti, og svo verður lífið alveg ómögulegt.” Hann þrýsti henni að sér, og fann um leið til undarlegrar beiskju. Hann hafði brot- ið sér brauð, þrátt fyrir fétæktina og hann var virtur af öllum, dáður af sumum, en eng- inn annar en Eiríkur hafði álitið það ómaks- ins vert, að komast í nánari kunningsskap við bókaþöngulinn. Það er í sjálfu sér gott að öðlast þekkingu, sögðu þeir, en það má ekki útiloka alla gleði lífsins. Hann hafði aðeins hugsað um það, að fá heimili handa Marit. 1 hinni fögru náttúru átti hún heima, meðal grænna trjáa, blóma og fuglasöngs. “Gunnar, ” sagði hún alúðlega og áhrifa- mikil. “Þú mátt ekki vera svona hryggur, það er svo leiðinlegt, — eg get ekki gert við þessu, eg er ekki betur undirbúin.” Hún brosti og reyndi að spauga. ‘ ‘ Lélegt skip, eins og gamli Jens bátstjóri var vanur að segja, manstu eftir því? Þú sérð að fyrsta vind- golan hefir hvolft því.” “ Þá er um að gera að koma því á réttan kjöl aftur.” Hann reyndi líka að tala glað- lega. Hún losaði sig úr faðmi hans, og lagðist aftur út af. Henni var kalt. Hann sneri bátnum við. “Ó,nei,” sagði hún biðjandi, “við skulum láta bátinn reka, við þurfum ekki að flýta okkur heim. Hvað hefir Arntzen læknir sagt þér, Gunnar?” “Aðeins að þú yrðir að vera varkár, og að kvöldloftið væri óholt, þessvegna verðum við að flýta okkur heim; það er nú orðið framorðið. ’ ’ Hann fór úr treyjunni og vafði henni um hana. “Eg hefi nokkuð að segja þér, Gunnar. Eg á hægra með að segja það hér, undir beru lofti. Eg hefi hugsað mikið undanfarið, og eg held í rétta átt. Eg er aðeins þröskuldur í götu þinni — og þú nærð einhvem tíma efst upp í metorðastigann. ” “Heldur þú að metnaðargirnin sé sterk- ust hjá mér?” Honum féll illa að hún sagði þetta. “Það er eðlileg löngun hjá þér, Gunnar, og þess vegna ætti hún að fá leyfi til að hef ja sig þangað upp sem hún leitar. Eg mundi verða blýsakkan, sem héldi henni við jörðina. Skilur þú mig ekki?” sagði hún áköf. “Mamma varð slík hindmn fyrir pabba — það sagði frænka — hann varð alt af að taka tillit til hennar, breyta eftir hennar vilja.” “Pabba þótti undur vænt um mömmu,” sagði hann þóttalega. “ Já, einmitt þess vegna verður það deyð- andi. Þessar hugsanir hafa náð svo miklu valdi yfir mér undanfarið. Mér finst það svo hræðilegt, að ein manneskja með óheilbrigðar hugsanir og ímyndanir, skuli eyðileggja hið andlega — hið mikla — deyða alt sjálfstæði hjá annari manneskju, sem hún elskar.” “Frænka hefði ekki átt að segja þér þetta,” sagði hann ákafur. ‘ ‘ Frænka sagði það ekki sem ásökun gegn mömmu. Þú veizt að frænku þótti vænt um mömmu; hún vorkendi henni, en honum meira. Það er í sjálfu sér leiðinlegt, að verða að afhjúpa þá, sem manni þykir vænt um. ” “En var það nauðsynlegt að segja þér það, sem var umliðið og gleymt? “Frænka hefir sagt mér þetta, sem að- vörun, en eg hefi ekki notað það á þann hátt, sem hún vildi.” “Marit, veiztu hve fátækan þú gerir mig? Hún lá kyr án þess að svara; svo sagði hún alúðlega og angurvær. “E<g hefi líka hugsað um það, Gunnar, að einhvern tíma kemur ein, sem hefir sterkari kröfu til ástar þinnar, ein, sem stendur þér nær en eg. Líka þá, verð eg til hindrunar. ’ ’ “ Aldrei,” sagði hann æstur, “skal nokk- ur kona inn í tilveru mína, sem fjarlægir þig —aldrei! ” Hún brosti angurvær. “Það er fallegt. af þér að segja þetta, Gunnar, en það er nokk- uð, sem þú ræður ekki við. Hún verður að- eins að vera stór og heilsugóð. Þú hefir erft hina miklu hæfilekia pabba, gáfur hans og geðsmuni. Lífsbraut þín er á björtu svæði; þú heldur áfram þar sem hann hætti — fram- kvæmir það, sem hann aðeins dreymdi.” Hugsanir Gunnars voru margar og mikl- ar, hann vissi að Marit hafði komist að þeirri niðurstöðu, að hún með rólegri undirgefni vildi yfirgefa það pláss, þar sem hún áleit sér ofaukið og óþarfa. Þau komu að bryggjunni. Þar stóð mað- ur og beið, og rétti fram tvær hendur sterkar til að taka á móti þeim. Eiríkur!” hrópaði Marit með svo mikilli óafvitandi ánægju, að Gunnar varð hissa. “Já, það er eg,” hin hreimfagra rödd titraði af ánægju. “Góðan dag, Marit, góðan dag Gunnar. Maren sagði að þið væruð úti á firðinum, og hér hefi eg beðið langa stund. ” Vinirnir hristu hver annars hendur rösk- lega. “Eg hefi bifreiðina,” sagði Eiríkur. “Maren sagði áð þú værir ekki heilsusterk, Marit.” Augu hans leituðu að hennar aug- um. Hann vafði sjali um hana með nærgætni. “1 dag er eg miklu hraustari; nú finst mér að það sé næstum viðeigandi að —” Hún þagnaði skyndilega og leit niður. Hún var nærri búin að segja, að nú væri viðunandi að lifa; — hvað mundi hann þá hugsa um hana? Þangað til liðið var langt af nóttu, gengu vinirnir fram og aftur í garðinum hennar Marit. Gunnar sagði Eiríki frá kvíða sínum. Eiríkur nam st^ðar og laut niður að rós. “Rjómalitar rósir elskar hún mest,” hann stundi. “Nei, Gunnar, eg held þetta sé ekki mjög alvarlegt; eg kem hingað með Frantz frænda á morgun.” “ Er hann kominn heim aftur ? ’ ’ “Já, við urðum samferða. Góða nótt, Gunnar. ’ ’ “Góða nótt Eiríkur.” “Um kl. 11 kom Biríkur með frænda sinn, roskinn, dálítið feitan mann af meðal hæð. 1 kringum munninn var ákveðinn drátt- ur, en augun litu út eins og þau væri alt af glöð. Hann gekk aleinn inn til Marit. Hún stóð upp og brosti til hans. “Þér eruð frændi Winters læknis, bróðir minn sagði að þér munduð koma.” “Unga stúlka, eg er Winter læknir, en ekki minn eiginn frændi, það er líklega aðeins í Ameríku, að svo flókin hjónabönd og skiln- aðir og aftur hjónabönd eiga sér stað að blöð- in gera mann að sínum eigin frænda.” Marit hló. ‘ ‘ En þér meinið auðvitað drenghnokkann sem á þann heiður að vera frændi minn, hann skreytir líka nafn sitt með orðinu læknir aftan við.” “En hvað þér eruð undarlegur, Winter læknir. Það er eins og andlit yðar tali tvö mál. Þegar þér komuð inn sá eg aðeins hinn ákveðna drátt um munninn, nú sé eg aðeins augun sem hlæja, og samt hefir munnurinn ekkert mist.” “Jæja eruð þér mannþekkjari, litli kjúklingur?” Nú fékk Marit hóstakviðu, augu læknis- ins brostu ekki lengur í þeim blikaði nokkuð af munnsins ákveðnu alvöru. Hann rann- sakaði brjóst hennar og bak. Þegar hann var búinn að þessu brosti bæði munnur hans og augu til liennar. Hann strauk ljósu lokkana burt frá hinu raka enni. Fyrir utan dyrnar biðu hans Gunnar og Eiríkur. “Hefir þú alt af þenna hátíðasvip, þegar þú vitjar sjúkra?” spurði hann hörkulega. “Frændi, þú skilur ekki—” Gamli Winter veifaði hendinni. “Nei, gamalt fólk veit aldrei neitt, en eg skal segja þér að eg hefi séð alt of marga eins og hana þarna inni en eg hefi aldrei rænt þá kjarki þeirra — og þér,” hann snéri sér að Gunnari. “Þér lítið út eins og þér hafið læst niður all- ar eigur yðar.” “Hún er líka alt sem eg á,” sagði Gunn- ar hægt. “Hún er ekki læst niður,” sagði hann á- kafur. ‘ ‘ Sei, hér er voðalega þungur blóma- ilmur, hvaðan kemur hann-?” Dyrnar að garði Marits voru dálítið opnar. Eiríkur opnaði þær alveg. “Garður Marits,” sagði hann; þeir gengu þangað inn. En eldri læknirinn hafði á þessu augnabliki engan smekk fyrir þeirri listrænu fegurð, sem nú mætti honum; hann var læknir frá hvirfli til ilja. “Og í þessu jarðsetningardags lofti hefir hún lifað. Engin furða, að hinir grönnu frjó- angar eru að visna, vesalings barnið, og þetta hefir þú leyft. Hvers konar læknir ert þú, drengur?” “Frændi, þú skilur ekki,” byrjaði Eirík- ur. “Nei, það er nú vitanlegt,” sagði frændi hans fráhrindandi, “en sannreyndin verður þreytandi, þegar hún er endurtekin hvað eftir annað. Bn — alt þetta óhóflega rusl verður að fara út — hver einasta ögn! ’ ’ Hann veif- aði höndunum hringinn um kring til að benda á alt. Gunnar fölnaði; hann gekk aftur á bak að glugganum, eins og hann yrði að gera bil á milli sín og þessa manns. Eiríkur roðnaði. “Þessi garður er hluti af Marit sjálfri, hér hefir hún lifað.” “Og hér mun hún líka deyja,” sagði frændi hans, “ef ekki . . Hann leit til Gunnars, sem nú sneri baki að honum. “Þau verða samt sem áður að fara burt, öll þessi blóm með mismunandi lykt,” sagði hann með blíðari róm. Eiríkur stundi. “Garðinn fyrst og svo Marit; verður það að vera svo!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.