Lögberg


Lögberg - 01.10.1936, Qupperneq 1

Lögberg - 01.10.1936, Qupperneq 1
49. ARGANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER, 1936 NÚMER 40 Frá Islandi Samkepnispróf, sem mun vekja þjóðarathygli GuÖfræÖideild háskólans hefir nýlega skrifað kenslumálaráðuneyt- inu bréf og tilkynt því, að hún hafi ákveðið að láta ;fara fram sam- kepnispróf um kennaraembætti það, sem nú er laust í deildinni. Kveðst guðfræðideildin þegar hafa ákveðið verkefni og dómnefnd fyrir prófið, og að prófritgerðum skuli skilað fyrir io. desember. Verkefnið, sem prófritgerðirnar eiga að fjalla um, er hvorki meira né minna en þetta: “Sérkenni kristindómsins eins og þau birtast í prédikunum Jesú, lifi hans og dauða og kristinni trú frá öndverðu til vorra daga. Hvers ber einkum að gæta, að dómi reynslunn- ar, svo að þessi sérkenni njóti sín sem bezt i kristindómsboðun nútím. ans?” Dómnefnd kveðst guðfræðideildin þegar hafa valið og skipa hana allir þrír guðfræðiprófessorarnir, Sig- urður P. Sivertsen, Ásmundur Guð- mundsson og Magnús Jónsson, en auk þeirra dr. Jón biskup Hedgason og Árni Sigurðsson fríkirkjuprest- ur. Umsóknarfrestur um kennaraem- bættið er þegar útrunninn og hafa sótt um það: Séra Sigurður Einarsson, séra Benjamín Kristjánsson, séra Garðar Svavarsson, séra Björn Magnússon. í bréfi gufræðideildarinnar segir meðal annars um samkepnisprófið: “Enda þótt guðfræðideildin álíti það engan veginn ókleift, að gjöra nú þegar tillögu um veitingu dosents embættisins að framkomnum um- sóknum, þá telur hún þó eftir atvik. um rétt, að gefa umsækjendum kost á að ganga undir samkepnispróf, er skeri úr um hæfileika þeirra til þess að takast embættið á hendur. Sam- þykkir deildin því í einu hljóði að neyta þess réttar, sem henni er veitt- ur í síðari málsgrein g. gr. háskóla- reglugerðarinnar og láta samkepnis. próf fara fram.” 1 bréfi deildarinnar segir enn- fremur, að þegar dómnefndin hafi metið ritgerðirnar, skuli hún ákveða hverjir séu hæfir til að halda sam- kepnisprófinu áfram, og skulu þeir keppendur þá flytja 2 háskólafyrir- lestra, en verkefni fyrir þá, á dóm- nefndin að skila með hálfsmánaðar fyrirvara.—Alþbl. 9. sept. * * # Kappróðrarmót Islands Kappróðrarmót Islands var háð í gær kl. 5.30 síðdegis; 5 bátshafnir keptu. Róðurinn hóf st við Laugar- nestanga og endaði í hafnarmynnr inu. Vegalengdin er 2,000 metrar. Úrslit urðu þau, að a-lið Ármanns sigraði, réri það vegalengdina á 8 mín. 17.7 sek., og hlaut það nafn- bótina “Bezta róðrarsveit íslands,” og kappróðrarhorn íslands ásamt verðlaunapeningum. í liðinu eru þeir: Ásgeir Jónsson, Max Jeppe- sen, Axel Grimsson, Óskar Péturs- son forræðari og Guðm. Pálsson stýrimaður. Nr. 2 var a-lið K. R. Voru þeir 8 min. 28 sek. Sveitin er þannig skipuð: Jón Sigurðsson, Þórhallur Hálfdánarson, Róbert Smith, Valgeir Pálsson forræðari og Sigurður Jafetsson stýrimaður. Nr. 3 var byrjendalið Ármanns. Réri það vegalengdina á 8 mín. 30 sek. Er þetta í fyrsta sinni, sem þeir taka þátt i kappróðri, og hafa þeir allir æft skamman tíma. Sveit- in er þannig skipuð: Gísli Sigurðs- son, Karl Gíslason, Finnur Krist- jánsson, Sigurður Norðdahl for- ræðari og Jens Guðbjörnsson stýri- Saskatchewan strykar út $75,000,000.00 í skuld- um, sköttum og vöxtum Símað er frá Regina þann 28. f. m., að í samkomulagi við lánfélög og Sambandsstjórn hafi stjórnin i Saskatchewan ákveðið að stryka út $75>ooo,ooo í skuldum, sköttum og vöxtum í 158 sveitarhéröðum í Sas- katchewanfylki, er harðast hafa orð- ið úti af völdum ofþurka og upp- skerubrests undanfarin ár. Áætlað er að með þessu sparist bændum fylkisins að meðaltali um fjórar miljónir dala á ári. Forsætisráð- herrann, W. J. Patterson, gerði tíð- indi þessi heyrinkunn, að afstöðnum þingmannafundi á föstudaginn var. maður. Má þetta teljast mjög góð- ur árangur hjá þeim. C-lið Ármanns var 8 mín. 31.2 sek. og B-liðið 8. mín. 35.7 sek. Veður var ekki hagstætt fyrir ræðarana, því dálítil alda var. Á- horfendur voru margir.—Alþbl. 7. sept. * * # Ritfregn Handan storms og stramna. Kvæði eftir Jakoh J. Smára. Engum þeim, sem lesið hefir rit- gerðina “Hugljómun” í 1. hefti Eimreiðarinnar árið 1922, eftir Jakob Smára, fær dulist, að höf- undurinn muni vera það, sem nefnt er “Mystiker,” — dulhyggju- eða djúphyggjumaður. Hann er mað- ur, sem hugsar um rök tilverunnar, en gerir sig ekki ánægðan með blind- ingsleik þann sem allur fjöldinn leikur — og sættir sig við að leika. . . . Hin nýja kvæðabók hans, er hann nefnir “Handan storms og strauma,” ber öll merki höfundar- ins, og er honum til sóma. Kvæðin eru þýð og ljóðræn, kliðmjúk, og flytja oss boðskap frá bláum ihimni, djúpum höfum og gróðri jarðar. Þau eru skemtilega stutt, skemti- lega látlaus og “óþvinguð.” Þau eru ekki samanbarið rim, heldur>lif. andi hugsanir, sem brugðið hafa á leik, eins og léttklæddar dansmeyj- ar. Sonnettu-formið, sem skáldið notar allmikið, er vel til þess fallið að láta einhverja hugsun streyma fram tneð stígandi þunga og ná há- marki í síðustu setningunum, sbr. t. d. kvæðið um Þingvöll (bls. 15). Öll eru kvæðin fáguð og segja frá fagurri og hugsandi skáldsál. í kvæði, sem heitir: “Svar,” segir svo meðal annars: “í sögum er þess getið, að fjöllin voru full af fjársjóðum, og dulið þar skein hið rauða gull við augum skygnra manna, sem svo öflug kunnu ljóð, að upplaukst jörðin fyrir þeim og dyr að bergsins sjóð. Og tilveran á eilífan auð til handa þeim, sem ekki skortir sýn inn í hennar dulda geim,— en leyndardómur alheimsins í hverju blómi hlær að hroka spekinganna’ og þeirra vizku frá í gær.” Jakob Smári er sannleiksleitandi maður, og staðnæmist ekki við hugs- anir annara. Fyrir því getur hann talað um “hroka spekinganna og þeirra vizku frá í gær.” Hann er einn af vorum fáu andans mönnum, mannsins og gaumgæfni rannsókna. sem sameina í sjálfum sér.eðli trú- mannsins. Og hann hefir aldrei tamið sér hávaða þann og vopnaskak er sumir nútíma rithöfundar ís- lenzkir tíðka svo mjög. Hann er þess vegna geðþekkur öfgalausum mönnum. Með þessari kvæðabók sinni mun hann auka vinsældir sínar meðal hugsandi manna, er unna fögrum ljóðum. Grétar Fells. —Vísir 5. sept. # # # Dr. Skúli Guðjónsson sæmdur gullmedalhi háskólans í Oslo Oslo 2. september. Á árshátíð háskólans í Oslo í dag var dr. Skúli Guðjónsson sæmdur gullmedaliu háskólans fyrir vísinda- rannsóknir sínar í heilsufræði. Enn. fremur voru þeir sæmdir gullmeda- liu konungs cand. theol. Leiv Aalen, cand. phil. Nicolay Stang, cand, real. Isak Undaas, Engelsen flotalæknir var sæmdur gullmedalíu háskólans. —Vísir 3. sept. IIELLIR SÉR YFIR FASCISTA Utanríkisráðgjafi ríkjasambands-, ins rússneska, Maxim Litvinoff, út- húðaði Fascistum á Þýzkalandi, Italiu og hvar annarsstaðar sem væri, í ræðu sem hann flutti á þingi þjóðbandalagsins í Geneva á laug- ardaginn var og taldi þá erkióvini hinna vinnandi stétta og heims- menningarinnar i heild. ÚTSTRYKUN SKULDA RAÐGERÐ 1 MANITOBA Fullyrt er að allmikið af skuldum í uppskerubrestshéröðum í Mani- toba verði styrkað út á sama grund- velli og gert hefir verið í Saskat- chewan, þó í smærri stíl verði. SKALDSÖGUR KAMBANS OG GUNNARS GUNN ARSSON AR Skáldsögur þeirra Guðmundar Kamban og Gunnars Gunarssonar, er Gyldendalsbókaforlag gefur út, koma á bókamarkaðinn innan skamms. Er bók Gunnars Gunnars- sonar ein af röð þeirra skáldsagna, er hann hefir unnið að undanfarin ár og fjalla um ýms tímabil í sögu þjóðar vorrar alt frá landnámsöld. Þessi bók fjallar um efni frá 12. öld. En saga Kambans er frá Græn- lands og Vínlandsferðum íslendinga til forna.—Mbl. 10 sept. ALDREI FRIÐUR Þýzki rithöfundurinn Ernest Toller, sem varð landflótta, dvelst nú í London. Þar hefir hann samið nýtt leikrit, sem heitir “Aldrei frið. ur,” og hefir það verið sýnt i Gate’s I heatre og vakið talsverða athygli. Leikurinn gerist bæði á himni og jörðu. Á himni sér maður meðal annars Napoleon og Sókrates og eru þeir að spjalla saman um ævarandi frið. Jarðarbúar tala líka um sama efni, en þeir eru ekkert sérlega gin- keyptir fyrir friði. Og þeir, sem berjast fyrir alheimsfriði, eru á- litnir kjánar. Auk þessa er komið á loftskeyta. samband milli himins og jarðar. Lít- ill engill, sem er mesti galgopi, sér um sendistöðina og þá er ekki von á góðu. Yfirleitt dregur Toller dár að friðarhreyfingunni, en undir niðri er þó alvarlegur tónn. Dr. Jón Stefánsson, látinn Hún kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir íslenzkt mann. félag hér í borg, og vitaskuld víðar, jafnskjótt og hún breiddist út, fregnin um það, að hinn ástsæli og mikilsmetni Islendingur, Dr. Jón Stefánsson, hefði látist á hinu Almenna sjúkrahúsi aðfaranótt siðastliðins þriðjudags. Fregnin snart afar viðkvæman streng í hjörtum íslendinga og vakti hvarvetna ómælissorg. Fáa af okkur, er hittum Dr. Jón og töluðum við hann á móttökufagnaði land- stjórans að Gimli þann 21. september, mun hafa órað fyrir, að það yrði siðustu samfundir í þessu jarðneska lífi; að við yrðum að sjá honum svona sviplega á bak, þessum yfirlætislausa, íslenzka aðalsmanni, er eigi aðeins vegna vísindalegrar sérþekkingar sinnar, heldur og engu siður frábærra mannkosta, hafði varpað ljóma á íslenzkt þjóðerni vítt um vestræna fold. Við sviplegt fráfall Dr. Jóns Stefánssonar rifjast upp þessi undurfagra vísa eftir Sigurð skáld frá Arnarholti: “Þyngt er tapið, það er vissa; þó vil eg kjósa vorri móðir, að ætíð eigi hún menn — að missa, meiri og betri en aðrar þjóðir.” Gott er til þess að vita, að þjáning ihins látna vinar varð ekki löng; hraðvirk lungnabólga varð honum að bana. Það fór saman hjá Dr. Jóni að vera góður íslendingur og góður maður; hann unni íslenzkri tungu og íslenzkum fræðum hugástum; var hvorttveggja í senn ljóðrænn og hljómrænn sem þá er bezt gerist. I íslenzkum mannfélagsmálum tók hann giftu- drjúgan þátt; átti um langt skeið sæti í stjórnarnefnd Jóns Bjarna- sonar skóla og Betelnefnd, auk þess sem hann starfaði kappsamlega að velferð Fyrsta lúterska safnaðar; hvar sem hann skipaði sér i fylking, stóð hann þar óskiftur, einlægur og heill. Dr. Jón Stefánsson var fæddur á íslandi þann 10. dag ágúst- mánaðar árið 1878; hingað til lands fluttist hann með fólki sínu 10 ára að aldri, og dvaldi í Argylebygð fram að þeim tima, er hann hóf skólanám. Lærðaskólanátn stundaði hann við Wesley College, en útskrifaðist í læknisfræði af háskóla Manitobafylkis. Fram- haldsnám stundaði hann í London, Glasgow, Vínarborg og Berlín, og hlaut víðfrægð sem sérfræðingur i augnasjúkdómum. Arið 1916 kvougaðist Dr. Jón, og gekk að eiga Joanna Philip. owska, óperusöngkonu af rússneskum ættum, mæta konu og mikils. virta; varð þeim tveggja barna auðið: Nicholas, 15 ára og Martha 10 ára. Konu sína misti Dr. Jón árið 1932; var hjónaband þeirra hið ástúðlegasta. Tvö alsystkini Dr. Jóns eru á lífi, þau Árni söngvari, búsettur að Tyndall, Man. og Mrs. J. Cryer, 105 Oliva Street hér í borg- inni; hjá henni var hann til heimilis meðan hann stundaði háskóla. nám. Hálfsystkini hans eru: Óli og Harold, búsettir í Argyle, og frú Guðrún, kona Dr. A. Blöndal. Lögberg vottar sifjaliði hins látna merkismanns innilega sam- úð í hinni djúpu sorg. Jarðarförin fer fram frá Fyrstu lútersku kirkju kl. 2.15 e. h. á laugardaginn kemur. Úr borg og bygð A Thanksgiving Concert and lecture will be held by the Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church, on October i2th, at 8.30 p.m., in the First Lutheran Church,1 Victor St. — A lecture wi'll be given by Professor A. L. Fhelps, of the j Wesley College, who has just re- turned from the Continent and will give his impressions of Furope. A splendid program has also been ar- ranged. Lunch will be served in the church parlors after the Con- cert. Admission 35C. John J. Arklie gleraugna sérfræð- ingur verður staddur í Eriksdale Hotel fimtudaginn 8. október og í Lundar Hotel föstudaginn 9. okt. Einar Páll Jónson, skáld Ljóðtöfrum hallar hvergi —hljóðnæmi’ i öllum línum. Orðgnótt frá íslands bergi ólgar í brögum þínum. Byrgir. Mrs. Sigurjón Steinólfsson frá Mountain, N. Dak., var stödd í borginni á sunnudaginn var, ásamt dóttur sinni og Vilhelm bróður sín- um. Kom fólk þetta til þess að vitja Thomasar Halldórssonar, sem leg- ið hefir á hinu Almenna sjúkrahúsi borgarinnar undanfarandi. Séra Jóhann Fredriksson kom til borgarinnar á þriðjudagsmorguninn norðan frá Langruth; hann hafði í fyrri viku prédikað í Winnipegosis. Séra Jóhann var á leið norður til Lundar og verður þar um næstu helgi. Home cooking sala undir umsjón Mrs. B. J. Brandson og Mrs. H. Olson, verður haldin á föstudaginn 9. okt. í fundarsal kirkjunnar á Victor St., Verður þar á boðstól- um heimabakað brauð, Vínartertur og sætabrauð, rúllupylsur, lifrar- pylsur, blóðmör, kæfa og svið. Einn. ig kaffi selt bæði eftir hádegi og um kvöldið. Fjölmennið! Salan stend- ur yfir síðdegjs og að kveldinu. Var þessu breytt frá 2. október, sökum þess að jarðarför fer fram úr kirkjunni þann dag. The Young peoples Club of the First Lutheran Church will hold their first meeting of the seasgn on Friday, Oktober 2nd, at 8.15 p.m. in the chuch parlors. All young people interested are cordially in- vited to attend. Snnnudagaskólinn í Wynyard er nú tekinn til starfa. Sú nýbreytni hefir verið tekin upp, að drengjum verður veitt tilsögn í undirstöðuat- riðum íslenzkrar glímu. Kennarar í henni verða Bogi Johnson og séra Jakob Jónsson. Sérstök áherzla verður lögð á að nota glímuna sem siðferðislegt uppeldismeðal. Fáar íþróttir munu vera betur til sliks fallnar en íslenzka glíman, því að hún er í eðli sínu grundvölluð á hug- sjón drengskapar og sómatilfinning- ar, sem kennir mönnum að virða andstæðinginn og lita á hann sem bróður og jafningja. I íslenzkri glímu er ruddaskapnum aldrei boðið heim. Glímukenslan fer fram frá kl. 10-10.45 á hverjum sunnudags- morgni, kl. 10.45-11 er samveru- stund kennaranna, kl. 11-12 sunnu- dagaskólastarf með venjulegum hætti. Upplestrarsamkoma í Wynyard. Séra Jakob Jónsson ætlar að lesa upp nokkra kafla úr óprentaðri skáldsögu í Sambandskirkjunni í Wynyard næsta föstudagskvöld hinn 2. okt. kl. 8 e. h. stundvíslega. Inngangur kostar 25 cent og allur ágóðinn rennur í sjóð safnaðarins. Munið að Jón Sigurdson Chapter, I.O.D.E., heldur sitt árlega Silver Tea í The T. Eaton Co. Assaembly Hall á laugardaginn 10. október. Jón Sigurdson Chapter, I.O.D.F., heldur sinn næsta fund að heimili Mrs. B. S. Benson, 757 Home St. á þriðjudagskveldið þann 13. október. HRYÐJÚVERKIN A SPANI Símfregnir á þriðjudaginn herma að í Toledo á Spáni hafi 600 prestar verið teknir af lífi á einum degi. Daglegar sögur af hermdarverkum, þessum svipuðum, berast af Heljar- slóð spönsku þjóðarinnar. VOPNAFLUTNINGUR TIL SPANAR UM FRAKKLAND Parísarblaðið Le Jour segir, að því er hermt er í skeyti frá París, að norskt eimskip hafi komið til Vernon við Signu með vopnafarm, 200 vélbyssur o. fl. og 'hafi afferm- ing farið fram að viðstöddum full- trúa spænsku stjórnarinnar og tveggja fulltrúa spænsku alþýðu- samfylkingarinnar. Vélbyssurnar voru látnar í tvo járnbrautarvagna, til flutnings til Spánar. Mrs. W. H. Paulson LATIN Rétt um þær mundir sem blaðið var albúið til prentunar, bárust því þær fregnir, að látist hefði á Al- menna sjúkrahúsinu hér í borginni, frú Anna Paulson, ekkja Wilhelms H. Paulson, fyrrrum þingmanns Wynyard kjördæmis í fylkisþinginu í Saskatchewan, mæt kona og mikil- hæf. Kom hún til borgarinnar um síðustu helgi frá heimili sínu í Regina. Útförinni er enn eigi ráð- stafað. STALIN EINI MAÐURINN Símað er frá Moscow þann 29. s«ptember síðastliðinn, að Joseph Stalin, alræðismaður rússnesku þjóðarinnar, sé nú einn á lífi af þeiin mönnum, er þátt tóku í stjórn. arforustunni með Lenin, að Trotsky undanteknum, er flæmdur var úr landi. EFTIR STJÓRNARSKIFTIN 1 RÚMENIU Nýja stjórnin í Rúmeníu hefir lagt til að uppleyst verði öll vopnuð pólitísk varnarlið, hverri stefnu sem þau fylgja, og hefir ennfremur á prjónunum frumvarp til laga um vinnuskyldu, fyrir menn á aldrinum 18 til 21 árs, og skuli þeir inna þegn- skylduvinnu sína af hendi áður en þeir gegna herskyldustörfum.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.