Lögberg


Lögberg - 08.10.1936, Qupperneq 1

Lögberg - 08.10.1936, Qupperneq 1
49. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 8. ÖKTÓBEIÍ 1936. NÚMER 41 Slœr í brýnu milli Fascista og Communista í Lundúnum SíÖastliðinn sunnudag höfðu brezlkir Fascistar, undir forustu Sir Oswald Morley’s, boðaÖ til fundar í einu fjölmennasta GyÖingahverfi úundúnaborgar. Leiðtogar verka- mannaflokksins höfðu krafist þess af lögreglunni aS komið yrÖi í veg fyrir þetta fundarhald meÖ því aÖ til þess væri stofnað til þess að ná sér niSri á vissum þjóðflokki. Lög- reglan gekst inn á aÖ sporna viS fundarhaldinu, en út af þeirri ráS- stöfun sló í brýnu milli Fascista og Kommúnista, er varð þess valdandi, aS hátt á þriðja hundrað manns sætti meiri og minni meiðslum. Atburður þessi hefir vakið at- hygli vítt um heim og er nýstárleg- ur með öltu i sögu Breta, því þar er flest leyft, jafnvel skammir um kónginn, og það í Hyde Park. Ekki er samt líklegt talið, að fylgi Sir Oswalds eða Fascista hafi aukist að 'neinu við uppþot þetta. verk af hendi. Ifann hefir ritað mikinn fjölda ritgerða um ýmisleg efni í erlend og innlend tímarit. Af stærri verkum hans öðrum má hér nefna doktorsritgerðina um sögu Ólafs hins helga (1914), Fornar ástir (1919), Snorri Sturluson (1920), Völuspá (1923), íslenzk lestrarbók (1924), Ágrip af bók- mentasögu íslendinga á 19. og 20. öld, á norsku (1927). Þá hefir hann haft á hendi ritstjórn íslenzkra fornrjita og gejfið þjálfur út eitt bindið. Egilssögu (1933). Enn- fremur hefir hann ritstjórn á út- gáfusafni dr. Ejnars Munksgaards á elstu, prentuðum bókum íslenzk- urn og ritað þar inngang að útgáfu af Nýja testamenti Odds Gottskálks- sonar (Monumenta Typographica Islandica I. 1932). Ennfremur má telja að hann hafi átt nokkurn þátt i hinni stórmerkilegu útgáfu Munks- gaards af islenzkum skinnbókum, Corpus Codicum Islandicorum medii aevi, og séð hefir hann um útgáfu af einu bindi í þvi safni, höf- uðhandriti af Snorraeddu (Codex Wormianus, 1931). Sigurður Nordal er vinsæll mað- ur i bezta •skilningi þess orðs. Og enga betri ósk munu vinir hans eiga honum til handa en að honum megi auðnast að lifa enn lengi, safna ár- um, ástsældum og heiðri við ný af- rek.—Þ. J. —Nýja dagbl. 13. sept. Hin nýju karfamið fyrir Austurlandi Hin nýju karfamið fyrir Aust- urlandi virðast vera mjög rík af karfa og að þar sé eins mikið af þessum fiski og á Halamiðum, sagði Þórarinn Björnsson stýri- inaður á varðskipinu “Þór” í við- tali við Alþýðublaðið í gærkveldi. Þórarinn Björnsson var með í rannsóknarleiðangri “Þórs”, er hin nýju karfamið fundust í sumar, og eftir að togarinn Brim- ir hafði farið á miðin án þess að það bæri góðan árangur, var Þór- arinn Björnsson ásamt báts- inanninum af “Þór” Þorsteini Jónssyni, sendur austur, og fylgdu þeir Brimi á miðin, og fékst af því góður árangur eins og kunnugt er. “Straumur er þarna allharður, og fiskurinn er á tiltölulega mjó- um hrygg,” hélt Þórarinn Björns- son áfram, “um 170 til 180 faðma dýpi, en minkar strax og komið er á 190—200 faðma dýpi, eða út af hryggnum. Það er því mjög erfitt fyrir eitt skip að halda sig á miðunum. Væru 2—3 skip að fiska þarna, va*ri aðstaðan mun betri. Eftir rúmlega þriggja sólar- hriga veiðar höfðum við fengið 175 tonn, þar af 135 tonn af karfa og 40 tonn af upsa. Við tókum 35 köst, og eru því til jafnaðar 5 tonnn í kasti, sem er mjög gott. Mest fengum við í einu kasti 9—10 tonn. Upsi var mestur, þegar togað var með straum og skipið fór hraðar; en þegar togað var á móti straum fékst að mestu leyti karfi. . Hér um bil í hverju togi feng- ust ein og tvær og jafnvel þrjár lúður, 10—80 kg. hver, ineira fengum við þó af stærri lúðu. Ágætur tog botn er alls staðar á þessu svæði, þar sem kastað hefir verið. Má telja það einstakt hvað botninn er góður á þessu svæði, sem aldrei hefir verið tog- að á, og er botninn miklu betri en á Halamiðum. Karfinn er mjög svipaður og á Halamiðum og sizt smærri. Með- al sjávarhiti er þarna 9 gráður.” Þér teljið miðin litil pin sig? “Nei, engan veginn. Við vor- um að vísu svo að segja altaf á sama stað, en eg tel mjög líklegt, að miðin séu stór. Hinsvegar er það órannnsakað. Og tel eg nú SEXTUGUR Hon. Ernest Lapointe, dómsmála- ráðherra Sambandsstjórnarinnar, varð sextugur á þriðjudaginn var, fæddur þann 6. október árið 1876. Mr. Lapointe, er áhrifamikill ágætis- maður; hann hefir samfleytt átt sæti á Sambandsþingi síðan 1904. Þegar núverandi forsætisráðherra, Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, myndaði hið fyrsta ráðuneyti sitt, skipaði hann Mr. Lapointe til þess að veita flota- og fiskiveiðaráðu- neytinu forustu. Við dómsmála- ráðherra embætti tók Mr. Lapointe af Sir Lomer Gouin. ÚTFARIRNAR TVÆR Það hefir verið skamt stórra högga á milli í íhinu fámenna mann- félagi vor Vestur-lslendinga upp á síðkastið. Á laugardaginn var bor- inn til moldar einn hinn mætasti og ástsælasti maður í íslenzkri samtíð vestanhafs,' Dr. Jón Stefánsson. Útför hans fór fram frá Fyrstu lút- ersku kirkju að viðstöddu feikna fjölmenni. Við kveðjuathöfnina töluðu þeir Dr. Björn B. Jónsson og séra Rúnólfur Marteinsson, en frú Sigríður Olson söng einsöng. Á mánudaginn fylgdi mannfjöldi mikill til grafar frú Önnu Paulson, ekkju merkismannsins W. H. Paul- son, er um langt skeið átti sæti á þingi Saskatchewan fylkis. Frú Anna var ein hin glæsilegasta kona í vestur-íslenzku mannfélagi, og er hörmuð vitt um bygðir vorar. Út- för hennar fór fram frá Fyrstu lút. kirkju. Þeir Dr. Björn B. Jónsson og séra Rúnólfur Marteinsson fluttu kveðjumál, en frú Sigríður Olson var sólólsöngvari. UPPÞOT t PARtS Síðastliðinn laugardag varð all- alvarlegt uppþot í París milli Komm. únista og Fascista. Kvaddi stjórn- in herlið á vettvang; þó tókst lög- reglunni að stilla til friðar eftir að hafa tekið á fjórða hundrað manns til fanga, er sakaðir hafa verið um að vera valdir að uppþotinu. GULLFRAMLEIÐSLAN EYKST Áætlað var að gullframleiðslan í Canada í ár myndi nema $135,000,- 000. Við lok níu mánaða, var fram- leiðslan orðin það mikil, að líklegt þykir að við áramótin fari hún um 15 miljónir fram úr áætlun. HÖRMUNGARNAR A SPANI Frá Spáni berast daglegar fregnir af nýjum og nýjum hörmungum og hermdarverkum. Meðal annars er þess getið að á mánudaginn hafi stjórnin látið skjóta 3,000 manns, er neitað höfðu að ganga til víga. Mælt er að um höfuðborgina, Madrid, þvera og endilanga, sé nú verið að gera skotgrafir. Líklegt þykir að þess verði ekki langt að bíða, að uppreisnarherinn hafi Madrid á valdi sínu. Frá Islandi Prófessor Sigurður Nordal fimtugur Sigurður Nordal er fæddur 14. september 1886. Hann á því fimt- ugsafmæli á morgun. Það er í sjálfu sér lítils vert að safna árum og tekst flestum að gera það, án þess að til tíðinda beri um orðfleyg afrek á hálfri öld, og þótt sé drjúgum lengri tími. En um prófessor Sigurð Nordal gildir ekki hversdagsleg reynsla. Hann var ungur afbragð annara manna og fimtugur er hann efalaust lang-fremsti maður í sinni grein, og einn af þeim fáu íslenzku mönnum, er auðnast hefir að verða þjóð sinni til mikils sóma. Hvar- vetna um lönd, þar sem norræn fræði eru stunduð, er nafn hans kunnugt og í heiðri haft. Sigurður Nordal var snemma til náms settur. Hann lauk stúdents- prófi 1906, nítján ára gamall. Sigldi siðan til Kaupmannahafnar og las norræn fræði við Hafnarháskóla. Lauk hann þar meistaraprófi 1912. Tveimur árum síðar, 1914, hlaut hann doktorsnafnbót við HafnarhÉý skóla fyrir ritgerð um sögu Ólafs hins helga. Þótti þá þegar sýnt, að hann mýndi verða með fremstu mönnum í fræðigrein sinni. Það ár fékk hann styrk Hannesar Árnason. ar og dvaldi síðan á ýmsum stöðum við erlenda háskóla, lengst af í Eng- landi, og lagði stund á heimspekileg efni. Haustið 1918 var hann skip- aður prófessor í íslenzkri bókmenta- sögu v;ð Háskóla íslands, við lát Björns Olsens. Veturinn 1918-19 flutti hann Hannesar Árnasonar erindi í Reykjavík, er mikla athygli vöktu á sínum tima, en þar fór sam- an ljós hugsun og frumleg og prýði- leg framsetning, sem jafnan hefir einkennt alt er Sigurður Nordal hef- ir ritað. Mun það ekki hafa leikið á tveim tungum síðan, að hann væri einn hinn fjölmentaðasti maður og gáfur hans að því skapi marghæfar, og gætir þess alls í ritum hans. Hitt er og víst, að hann er afburðagóður kennari og hinn ástsælasti af læri- sveinum sínum, erlendum og inn- lendum. Það' er venja að telja og meta störf manna við slík tækifæri sem þetta, reikna á fingrum sér, hvað unnist hafi á hálfri öld eða svo. Á- hrif Sigurðar Nordals sem kennara óg rithöfundar, er torvelt að meta. Það er ef til vill hans minsta verk, að hafa gerbreytt viðhorfi manna við íslenzkum seinni alda bókment- um, svo að nú sjá menn nýtt og ó- kannað land þar sem áður var auðn og tóm. Hann hefir fyrstur manna bent á samhengið í islenzkum bók- mentum, svo að ekki varð lengur fram hjá þvi litið. — Rannsóknir hans á bókmentum þjóðar vorrar 1400—1800, eiga að sjálfsögðu enn. þá langt í land, en engum er betur treystandi til að leysa þar afburða- 8ÆMD öfíi“iYMLro Aðskilnaðarmenn í Quebec krefjast þess að lávarður Tweedsmuir láti af embœtti Elva Pálsson var sæmd gulmedalíu af konunglega hljómlistarskólanum í London á Englandi, fyrir að skara fram úr öllum keppinautum sínum í Canada við hljómlistarprófin síðastliðið vor. Þetta er i fyrsta sinn, sem Islend- ingur hefir hlotið slíkan heiður. Elva er fjórtán ára, dóttir þeirra Mr. og Ms. Jónas Pálsson i New Westminster, B.C., og stuudar hljómlistarnám sitt hjá föður sín- um. brýna nauðsynn til þess, að svæð- ið sé rannsakað miklu nákvæmar og mælt upp að nýju, og að það sé gert sem allra fyrst.”—Alþbl. 12. sept. fslnnds Síld Norðmanna Samkvæmt símskeyti frá Berg- en, 1. sept., sem Fiskifélaginu hefir borist, frá fiskimálastjóra Noregs, höfðu norsk skip flutt heim af íslandsmiðum eftirfar- andi aflamagn 29. f. m.: 94,400 tunnur af saltsíld; 31,974 tunnur af matjesíld; 4,368 tn. kryddsíld; 22,173 tn. hausskorna síld; og 2,123 tn. með ótilgreindum verk- unaraðferðum.—Samtals 155,309 tn. og er þetta afli 112 skipa, sem þá voru koin heim. Frá Karmö^ er nú skýrt frá því, að 20 kr. séu greiddar fýrir grófsaltaða íslandssíld, og 38 kr. fyrir matjesíld. Búast norskir eigendur fs- landssíldar við þvi, að allmikill hagnaður verði að útgerðinni á þessu sumri.—Mbl. 2. sept. Nefnd aðskilnaðarmanna í Quebec-fylki, er stofnað hafði á mánudaginn var, til fjölmenns mannamóts við gröf Armand La- vergne eins af forvígismönnum Nationalista, þar í fylkinu, og vara- forseta Sambandsþingsins frá 1930- Í935, krafðist þess að lávarður Tweedsmuir léti þegar af embætti. 1 ályktun, sem fundur þessi gerði, var komist þannig að orði: “Æskan er sameinuð um það, að verja með vopnum ef þörf krefur, vöggu og lif canadiskra manna af frönskum stofni, gegn yfirgangi brezkra og Gyðingaættar okrara. Hinir ungu Nationalistar krefj- ast þess að lávarður Tweedsmuir segi af sér, með þvi að hann breyti ekki eins og rxkisstjóri í Canada, heldur sem agent, er vér launum sjálfir, í þjónustu brezkra auðkýf- inga og útgerðarmanna.” irtæksins skipa: Sigurður Á. Gunnarsson kaupmaður, Ársæll Sveinsson útgerðármaður, Guð- laugur Brynjólfsson útgerðar- maður, Jónas Jónsson forstjóri og Eiríkur Ásbjörnsson útgerðar- maður.—Mbl. 2. sept. Karfaveiðarnar Fimm Kveldúlfstogarar komu inn í gær og nótt með fullfermi af karfa af Halamiðum. Til Siglufjarðar komu: Skalla- grímur með um 240 smál., Egill Skallagrímsson með 170—-180 smál. og Arinbjörn hersir var væntanlegur í nótt með um 170— 180 smál. Skallagriímur misti talsvert af þilfari þvi stormur og sjógangur var i gær. Til Hesteyrar komu í gær: Þór- ólfur með um 240 smál. og Snorri goði með urn 220 smál. Gulltoppur var úti á Hala i gær og sagði storm og ilt sjóveður.— Mhl. 2. sept. 10PÚ.S. Króna Gjöf til Blindravinafélags íslands Blindravinafélag íslands hefir fengið 10 þúsund króna gjöf frá manni, sem ekki vill láta nafns síns getið. Þessi höfðinglega og kærkomna gjöf er í bankavaxtabréfum, sem hinn ókunni gefandi hefir ánafn- að Blimjravinafélaginu eftir sinn dag og skal henni varið til starf- semi félagsins á sinum tíma. Blindravinafélagið er ungt enn- þá, en það hefir þegar unnið mik- ið og gott starf. Slík gjöf sem þessi sýnir, að hinn stórtæki, ókunni gefandi hefir kunnað að meta starf félagsins, enda mun hann með sinni höfðinglegu gjöf korna mörgu góðu til leiðar í framtíðarstarfi félagsins. — Mbl. 2. sept. Vestmannaeyingar Gera Net Sin Sjálfir Netagerð Vestinannaeyja var stofnuð í vikunni sem leið. Til- gangurinn er að hnýta öll þau þorskanet, sem notuð eru í Vest- mannaeyjum, en þau eru 7—8 þús. ár hvert. Auk þess er tilætlunin að hnýta önnur net, svo sem dragnætur. Vélar eru væntanlegar frá Nor- egi í þessum mánuði. Stjórn fyr- Árbók Ferðafélags lslands---1935 ræðir um Vestur-Skaftafellssýslu, eitthvert hið einkennilegasta og merkilegasta hérað á landinu, hvort sem litið er til náttúru, sögu eða menningar fólksins. Nægir að nefna nokkur nöfn eins og Kötlu, Mýr- dalssand, Skaftáreldahraun, Skeið- ará, Skeiðarár-sand og -jökul ásamt Lómagnúpi, til þess að rifja upp fyrir mönnum hina stórfeldu eld- fjalla- og jökla-náttúru héraðsins. Talið er, að Skaftárelda-hraun sé mest hrauna þeirra, er menn vita til að runnið hafi í einu á hnetti þess- um, síðan sögur hófust, enda var það harðasta plágan, sem náttúran heftr nokkru sinni refsað íslending. úm með. Hvergi er eldurinn fjör- ugri í fjöllum landsins en í Vestur- Skaftafellssýslu, eins og eldgosin i Kötlu (1918) og Vatnajökli á síð- ustu árum — síðast nú í haust — bfcra vitni um. Og á hinum miklu söndum vinna árnar “úr jakatoga band” eins og Grímur kvað, meðan náttúran annars “talar ein við sjálfa sig.” En milli sanda og hrauna býr fólkið, afskekt, þar til á sí^ustu ára. tugum, þegar brýr og vatna-bílar eru farin að leysa vatnahestana af hólmi. En svo afskekt sem fólkið hefir verið, þá hafa samt verið unn. in andleg stórvirki þar í fásinninu. Þar var Njála skrifuð, að ætlan þeirra, sem bezt mega vita; þar skrifaði séra Jón Steingrimsson æfi- sögu sína, eitthvert hið fróðlegasta og skemtilegasta rit frá þeirri öld. Eftir henni mestmegnis skrifaði Jón Trausti Sögur frá Skaftáreldum, á- gæta alþýðubók um plágurnar 1873- 74. í verklegri menningu hafa Vestur. Skaftfellingar haft sérstöðu sökum landshátta. Má til þess nefna kunn. áttu þeirra að ríða vötnin á söndun. um, sem enginn utanhéraðsmaður mundi leika eftir þeim, fuglatekju þeirra, sem þeir raunar eiga sam- eiginlega við Vestmanneyinga og fleiri, og loks meltekjuna, þessa al- islenzku kornskurðar aðferð, sem geymt hefir einkennileg orð og orð- tæki, líklega aftan úr forneskju. En svo fornir, sem Vestur-Skaft- fellingar eru í aðra röndina, þá urðu þeir einna fyrstir til að koma upp raflýsingum hjá sér á sveitabæjun- um. Þar runnu Öræfingar á vaðið, en síðan hafa margir eftir farið.— Man eg eftir því, hve myndarlega var hýst og raflýst á Kirkjubæjar- klaustri, er eg gisti þar vorið 1924. Eg man lika, hve góðar viðtökur eg fékk þar, eins og raunar allsstaðar i Skaftafellssýslunum, og hve gaman eg hafði af að hlusta á snillinginn Helga Lárusson taka í orgelið. Þar voru engin vetlingatök, enda hafði hann numið listina að sjálfum Páli ísólfssyni. — Fyrstir urðu og Vest- ur-Skaftfellingar til að koma út mjög myndarlegri lýsingu af héraði sinu með bókinni Vestur-Skafta- fellssýsla og íbúar hennar, er prest- ur þeirra í Ásum, séra Björn O. Björnsson gaf út 1930. Eftir þeirra fordæmi hafa nú Borgfirðingar sent út Hréaðssögu Borgarfjarðar I. (1935), mikið rit, en með nokkuð öðru sniði. * Þeir, sem ekki hafa rit Björns O. Björnssonar, geta samt fengið ágæta hugmynd um héraðið af Árbók Ferðafélagsins. Er það séra Óskar J. Þorláksson á Prestabakka, sem hér lýsir því i langri ritgerð “Lönd og leiðir í Vestur-Skaftafellssýslu.” Af fallegum' og einkennilegum myndum má nefna “Brim í Vík” (P. H.), “Systrastapi,” “Stjórnar- foss” (H. Lárusson), “Lómagnúp- ur” (Ól. Magnússon) og “Kötlu- gosið 1918” (Kjartan Guðmunds- son). Auk aðalgreinarinnar skrifar Jón Eyþórsson hér “Gengið á Mýr. dalsjökul” og Haraldur Jónsson “Til Kötlu.” Er kverið yfirleitt hið eiguleg- asta, enda er Ferðafélagið vinsælt mjög heima á íslandi (félagar á 2. þús. 1934) og ætti líkar vinsældir skilið vestan hafs sökum fróðleiks- ins um landið og hinna ágætu mynda. Meðlimagjaldið er 5 krón- ur, og geta menn snúið sér beint til Ferðafélags Islands, Reykjavík um upptöku í félagið, enda fá menn þá Arbókina fría. Stefán Einarsson. John Hopkins Uuniversity, Baltimore, Md. A FLUGFÖR UM RANDARIKIN S a mg ö n g u málaráðherra Sam- bandsstjórnarinnar í Ottawa, Hon. C. D. Hove, er á ferðalagi loftleiðis um Bandaríkin þessa dagana. Er hann að kynna sér hvernig til hag- ar viðvíkjandi farþega og póstflutn. ingum í lofti hjá nágrannaþjóðinni syðra. Mr. Hove hefir nú tekist á hendur yfirumsjón flugmálanna í Canada fyrir stjórnarinnar hönd.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.