Lögberg - 15.10.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.10.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER, 1936 Högberg Gefið út hvarn fimtudag af T H É COLUMBIA P R E S 8 LIMIT E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 urn drið — Borgist fyrirfram The ‘'Lögberg’’ is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 “Ágirndin er rót alls ills” Blaðið Winnipeg Trinne birti þann 12. þessa mánaðar fregn um það, að bændur í béruðunum suðvestur af Brandon, bæri sig illa yfir því, að krökt hefði veriÖ þar af ferða- snötum upp á síðkastið, er þózt hefði vera umboÖsmenn fyrir fylkjastjórnirnar í Mani- toba og Saskatchewan þeirra erinda, að kaupa hey og annað fóður; mun þeim að sogn, því miÖur, hafa orÖið þó nokkuð ágengt, og gint nokkra af bændum til þess að láta hey sitt falt fyrir smánarlega lágt verð. Fyrir Jiessum dándismönnum hefir sjáanlega vakað það, að komast með þessum hætti yfir sem allra mestar fóðurbirgðir, og knýja síðan stjórnimar til þess að kaupa þær við upp- sprengdu verði, er fram á vetur kæmi, til út- býtingar í þeim landshlutum, er fóðurskort- urinn, sakir hinnar miklu þurkatíðar síðast- liðið sumar, svarf tilfinnanlegast að. ASferð þessi til þess að auÖgast og nota sér neyÖ ann- ara, er óvífin, illmannleg og óverjandi; hún ætti að koma þeim sjálfum óþyrmilega í koll, sem ekki eru vandaðri að meðölum en þetta. Það fylgir sögunni, að prangarar þessir hafi samið um kaup á heyi svo þúsundum smálesta skiftir fyrir svo lágt verð, að bændur fái ekki nema þetta frá $3.00 til $1.50 fyrir smálestína, að frádregnum öllum kostnaði. Á föstudag- inn í vikunni sem leið, áttu eitthvað um tvö hundruð bændur í Belleview, Findlay, Deleau, Oak Lake, Ruthledge og Pipestone fund með sér til þess að ræða þetta alvarlega hneykslis- mál og taka ákvarÖanir því viÖvíkjandi; á fundi þessum var það afráðið, að tilkynna stjórnunum í Manitoba og Saskatchewan hvernig komið væri, og brýna fyrir þeim nauðsynina á því, að brellur þessar gagnvart bændum og búalýÖ viðgengist ekki átölulaust. Er þess að vænta að hlutaðeigandi stjórnar- völd bregðist vel við og sýni af sér fulla rögg- semi til útrýmingar þeim óvinafögnuði, sem hér um ræðir. Hún er næsta markviss, vísan, sem hér fer á eftir, og hliðstæð að mörgu því er við- gengst mitt á meÖal vor: “Bændur fara á kaldan klaka, kaupmenn gulli saman raka. Austfirðinga, án allra saka, enskir flá, en kaupmenn raka.” Avalt vaka einhverjir yfir því að flá bóndann, og raka saman fé á kostnað hans. Minningarorð um Dr. Jón Stefánsson Eftir Dr. W. Harvey Smith. (Þýtt úr Free Press, 10.-10. ’36) Það var fyrir fáeinum dögum, að Dr. Jón Stefánsson lagist til hinstu hvíldar í Winni- peg. Hann var ekki maður, sem mikið bar á; hversu mikill maður hann var þó í raun og sannleika vissu aðeins þeir, sem þektu hann bezt: nokkrir nánir vinir, sjúklingar hans og stéttarbra'ður. Þeir þektu hann eins og hann var: sem einn hinna ágætustu meðal dauð- legra manna. Dr. Stefánsson var gæddur meðfæddri Ilógværð og frábærri prúðmensku; honum var það í raun réttri eiginlegt að “fela ljós sitt undir mælikeri”; en meðan hann lifði og starfaði með oss, var hann sómi því bergi, sem hann var brotinn af, og hélt á lofti heiðri þeirra trúar- og mentastofnana í Manitoba, sem þvrí láni áttu að fagna að geta talið hann meðal sinna andlegu barna. Auk þess, sem Dr. Stefánsson var gædd- ur hinni mestu tækni í þeirri köllun, sem hann hafði valið sér, var hann einnig viðurkendur fyrir frábæra dómgreind í læknisstörfum, takmarkalausa mannúð og fúsleika til þess að láta mannfélag það, er hann tilheyrði, njóta í fylsta mæli þeirra hæfileika, sem hann var gæddur. Fátæka fólkið í Winnipeg, og sérstaklega það, sem er af íslenzkum uppruna, hefir mist trúan vin og tryggan, sem aldrei lét það undir höfuð leggjast að líkna þeim, sem liðu og lækna þá, sem sjúkir voru. Allur sá tími og öll þau störf, sem hann lagði á altari fórnfýsinnar í Winnipeg Gen- eral spítalanum og læknaskólanum í Mani- toba voru meiri en svo að metin verði eða á vog vegin. Margir af nemendum hans minn- ast með þakklæti hinnar miklu þolinmæði, er hann sýndi þegar hann var að reyna að gera þá hluttakendur í þeirri þekkingu, sem hann átti svo mikiÖ af, í þeirri grein, er hann sér- staklega stundaði. Jón Stefánsson var ágætur borgari, trúr og_ staðfastur vinur og fyrirmyndar læknir. Mannkostir hans, líknarstörf og áfreksverk lifa í viðkvæmri minningu hjá hinum mörgu sjúklingum, sem eiga það honum að þakka að þeir njóta þeirrar blessunar að geta litið bjartan dag og heiðan himinn. Einnig minnast þeir hans með söknuði og klökkva, er því láni áttu að fagna að vera samstarfsmenn hans við mentastofnanir og mannúðarmálefni; en til þeirra starfa hafði hann lagt fram krafta sína ós^art og sérhlífn- islaust. Með honum hefir þessum málum og þess- um stofnunum horfið sá styrkur, sem aldrei verður að fullu bættur. Sig. Júl. Jófiannesson. Lækningar á ríkiskoátnað Eftir G. B. Reed, prófessor við Queens háskólans > Sig. Júl. Jóhannesson þýddi Niðurl. Mikið hefir verið ritað og rætt um þáð í hinum vestrænu löndum, hversu lág væru laun læknanna á Rússlandi. Sir James Pervis- Stuart, sem er nafnfrægur enskur skurðlækn- ir ferðaðist um Rússland fyrir hér nm bil tveimur árum og lét hann í ljósi undrun sína yfir því hversu samvizkusamlega og vel lækn- arnir þar stunduðu starf sitt og hversu á- nægðir þeir væru þar sem þeir fengju svo afarlítið í aðra hönd. Það er áreiðanlega ekkert, sem fólki gengur erfiðar að skilja yfir höfuð viðvíkj- andi Rússlandi, en sá mælikvarði, sem þar í landi ríkir á verulegu gildi starfs og launa. En Jiegar eg hafði átt tal við allmarga lækna og einnig leiðandi menn í öðrum stéttum víðs- vegar um landiÖ, þá komst eg brátt að þeirri niðurstöðu að læknarnir væru þar álitnir meðal allra nauðsynlegustu og nýtustu manna þjóðfélagsins; það var viðurkent að til þess að geta verið góður læknir yrði maður að vera góðum gáfum gæddur, hafa sérstaka þekkingu og tækni og stunda starf sitt með árvekni og samvizkusemi. Við þetta eru launin miðuð. Yfirlæknir í einni verksmiðjunni sagði mér Jiað í óspurðum fréttum að laun sín væru 500 rúblur á mánuði. 1 þessari sömu verk- smiðju eru lægstu laun verkamanna 125 rúbl- ur, lærðra iÖnaðarmanna 200 til 500 rúblnr á mánuði. Verkfræðingum eru borgaðar 400 til 700 rúblur. Yfirmenn stórra læknastöðva fá 700 rúblur á mánuði. Læknarnir á samlagsbýlum eða stórbýl- um stjómarinnar fá jafnt og ráðsmennirnir, talsvert meira en skólakennarfirnir og dálítið minna en yfirbústjórinn. Svo er að sjá sem margt sé líkt við lækn- askipun og heilbrigðismál á Rússlandi, því sem á sér stað að nokkru leyti, og aðallega stefnir að í öllum lýðstjórnarlöndum. Á Eng- landi hefir stjórnin þegar tekið í sínar hend- ur margar hliðar heilbrigðismálanna, svo sem umsjón og eftirlit á landfarssóttum og sótt- næmum sjúkdómum; skoðun matvæla; eftir- lit á þrifnaði og hreinlæti; ræsingu og sótt- vörnum. Alt þetta er nú viðurkent að stjórn- inni beri að annast fyrir hönd þjóðarinnar og á hennar kostnað. Eftirlit stjórna á spítalanum og styrkur til þeirra eykst ár frá ári; sama er að segja um aðrar heilbrigðisstofnanir. Á síðustu tím- um hefir það bæzt við í flestum löndum að stjórnirnar annast heilsuábyrgð og bæti mönnum fyrir slys. Þetta mál er þegar orðið víðtækara og fullkomnara í Danmörku en í öðrum lýðstjórnarlöndum. Þar eiga allir heimtingu á heilsuábyrgð, nema þeir, sem há laun hafa, og árið 1928 höfðu 65% þess konar ábyrgð. Þegar veikindi ber að höndum fá þeir sem ábyrgðina hafa læknishjálp og spít- alaveru með öllu sem þar er nauðsynlegt, og svo fá þeir ellistyrk þegar þeir eru 65 ára. Hinir trygðu leggja fram ákveðið gjald á ári hverju og eru hlunninnin eftir því meiri eða minni sem tillagið hefir verið hærra eða lægra. Sams konar fyrirkomulag er nú komið í £ildi í flestum löndum í Vestur-Evrópu. í lýðstjórnarlöndum er hver einstakling- ur skattaður nægilega mikið til þess að borga fyrir ýms atriði er heyra til almennu heil- brigði og læknastörfum í sambandi við það; auk þess verður hver að bjargast á eigin spýtur og semja prívatlega við lækna og spítala ,ef hann getur. Geti hann það ekki, verður hann að vera kominn upp á náS og miskunnsemi ýmsra líknar- félaga. Með öörum orÖum: þrátt fyrir það þótt stjórnirnar hafi tekið að sér allmikið af heilbrigðisráðstöf. unum* verður samt mikill hluti þeirra að fleytast á bónbjörgum. í flestum spítölum vinna allir læknar kauplaust, að undanskyldum nem- endunum, og þeir vinna aðeins fyrir fæði og húsnæði eða rúmlega það. Stjórnarspítalar eru undantekning í þessu atriði. Flestir læknar stunda fjölda sjúklinga innan spítala jafnt sem utan þeirra, án þess að þeim komi til hugar að fá nokkuð í aðra hönd. Fjölda margt f61k, sem á læknishjálp þarf að halda, fer á mis við hana vegna þess að það hefir ekkert til að borga með, en vill hvorki skulda né lifa á bónbjörgum. Spítalar og aðrar heilbrigðisstofn- I anir aftur á móti eiga oft tilveru sína ! og viðhald undir gjafmildi vissra manna. Á Rússlandi er hver einasta mann- eskja sköttuð óbeinlínis nægilega hátt til þess að standast kostnað við heilbrigðismálin öll í landinu á svo I fullkominn hátt að allir njóti í þeim efnum þess bezta, sem til er, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir. Heimskautafarar Eftir Lion Feuchtwanger Höfundur þessarar sögu er þýzkur Gyðingur, sem nú lifir í útlegð, fjarri ættlandi sínu. Þótt hann sé ekki nema rúmlega fimt- ugur að aldri (f. 1884), þá hefir hann þegar fyrir allmörgum árum hlotið heimsfrægð sem rithöfund. ur og bækur hans verið þýddar á fjölda tungumála. Af skáldsög- um ha'ns má nefna “Saga “Oppen- heim-ættarinnar’’ og “Gyðingur- inn Súss” sem þær þektustu, enn- fremur “Erfolg” (á ensku “Suc- cess”). Smásaga sú, sem hér birtist, minnir ef til vill fullmikið á menn og málefni, sem allur heimurinn þekkir, til þess að hægt sé að kalla hana “skáld”-sögu, í þess orðs venjulegu merkingu, en það rýrir í engu listgildi hennar. Hér er harmleikur, sem við aðeins höf- uin kynst af fréttaskeytum og frá- sögnum blaðamanna, færður í þann búning, sem skáldið eitt er fært um að sníða og jafnframt j opnar það hugi söguhetjanna fyr- | ir okkur, svo að við skiljum nú > betur en nokkru sinni fyr, hve rás viðburðanna er hér eðlileg og hve gusturinn getur stundum andað kalt á sálir þeirra, sem standa á tindi frægðarinnar.—Þýð. * * # Þegar Norðurlandabúinn var fjórtán ára gamall, las hann um hörmungar heimskautafarans Sir John Fanklin og félaga hans, þegar þeir lifðu vikum saman á beinum, sem þeir fundu í mannlausum Indí- ánakofum og rifu að lokum i sig leðurstígvélin sín. Hann fyltist brennandi löngun til að sigrast á álíka erfiðleikum og bækurnar sögðu frá. Hann var fámáll drengur. Hann sagði engum, hvað honum bjó í brjósti, en byrjaði að æfa sig af heljarmóði og reyna, hvað vöðvar hans og taugar gætu þolað. Rétt hjá borginni, þar sem hann bjó, var ‘háslétta, sem engin lifandi vera lagði leið sína um að vetrinum. Þegar hann var tuttugu og eins árs, fór hann yfir hana í janúarmánuði, og þá var það ekkert annað errfram- úrskarandi þol og þrautseigja, sem bjargaði lífi hans, því að eina nótt- ina fraus hann fastan í snjógryfju, þegar hann lagðist til svefns, yfir- kominn af þreytu. Með iðni og ástundun aflaði hann sér upplýsinga um alt, sem heim- skautafari þarf að vita — lærði að þekkja lögmál hafs og himins. Þeg- ar ihann hafði lokið prófum sínum, kaus hann að sigla um þau höf, sem erfiðust voru yfirferðar til þess að geta af eigin reynd öðlast þekkingu jafnt á því stærsta sem hinu smæsta, er snerti siglingar um íshöfin. Langvarandi hungur, frost og skyr- bjúgur gerðu hann þöglan og þung- an á brún, en hann eignaðist æ meiri reynslu og þekkingu og kærði sig ZIC-ZAG Úrvals pappír í úrvals bók 2 Tegundir SVÖRT KAPA f Hinn upprunalegi þunni vindl- : inga pappír, sera flestir, er { reykja “Roll Your Own” nota. | Biðjið um : “ZIG-ZAG” Black Cover .j. BLA KAPA “Egyptien” úrvals, h v í t u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindling- ana eins og þeir væri vafðir í verksmiðju. Biðjið um ‘ZIG-ZAG,, Blue Cover ekki um að veita öðrum hlutdeild í því. Hann skifti sér ekkert af fé- lögum sinum og treysti engum nema sjálfum sér. Honum tókst með harðfylgi sínu að útvega sér alt, sem með þurfti í fyrsta sjálfstæða leiðangurinn. Hann sigldi yfir Norðuríshafið á þeim slóðum, sem enginn hafði áður far- ið. Hann braust gegnum norðvest- ur-leiðina eftir þriggja ára baráttu,' en slíkar tilraunir höfðu aldrei borið árangu fyr. Allur heimurinn dáð- ist að þessu þrekvirki og þó mest hann sjálfur. Hann þreyttist aldrci á að lýsa torfærunum, sem hann hafði sigrast á og vega og meta af- rek sitt og hve mjög það tæki fram afrekum fyrirrennara hans og keppi- nauta. Honum óx hugur við þessa vel- gengni og nú lagði hann af stað til Norðurhoimskautsins. En annar maður varð á undan honum. Þá sneri hann við blaðinu umsvifalaust og hélt til Suðurheimskautsins. En einnig þangað var annar lagður af stað á undan honum. Og nú hófst miskunnarlaust kapphlaup. Norður- landabúinn átti margra ára reynslu fram .yfir hinn og færði sér hana í nyt. Hann reiknaði alt út fyrir- fram, kaldur og rólegur. Hvar gæti hann grafið upp galla á undirbún- ingi keppinautar síns, galla, sem hann sjálfur yrði að forðast ? Hann rakst á einn og það var sá galli, sem reið baggamuninn. Hinn hafði farið með hesta með sér, sjálfur treysti hann á hundana, sem bæði má nota til flutninga og átu. Hinn, sem fór með hestana, varð ógæfunni að bráð. En sjálfur kom hann aftur sigri hrósandi. Hann lauk lofsorði á dugnað keppinautar síns, sem nú var sigraður og dáinn. En hann gleymdi ekki að benda heiminum með skýrum orðum á það, að or- sökin til hins mishepnaða ferðalags og dauða, var sú fásinna að ætla sér að nota hesta. Ef hann sjálfur hefði borið sigur úr býtum, þá væri það vegna þess, að honum hafði dottið i hug að fara með hundá. Það væri ekki að þakka þepni hans, heldur hæfileikum. Litlu seinna fór hann að dreyma stærsta draum æfi sinnar, að komast til heimskautsins með nýjum og betri hætti — i loftskipi. Starf hans í þá átt að koma þessari hugmynd í framkvæmd og tilraunir hans til þess að útvega loftskip, komu honum í kynni við Suðurlandabúann. Vel- gengni Norðurlandabúans hafði gert hann jafnvel enn óþjálli og hroka- fyllri en áður —L hann var orðinn önugur og níðangurslega fúll í skapi. Munnur hans var skældur og andlit. ið alt með hnútum og gúlum eins og eldgamalt og kvistótt olífutré. Það var ómögulegt að segja, að hann væri aðlaðandi. Hann hafði megn- ustu fyrirlitningu á flestum mönn- um og á marga lagði hann ískalt hatitr. Hann elskaði engan. Hann krafðist þess, að allir lytu honum í skilyrðislausri undirgefni. Suður- landabúinn, sem nú átti að verða samstarfsmaður hans, var honum gjörólíkur — aðlaðandi, viðmóts- þýður og heldur grunnhygginn, en bjartsýnn eins og unglingur; hann kunni sér engin læti, þegar alt lék í lyndi, en gaf sig örvæntingunni á vald, þegar móti blés. Þeim geðj- aðist ekki meira en svo hvorum að öðrum, hinum glaðlynda og skemti- lega Suðurlandabúa og Norður- landabúanum önuga og ósveigjan- lega. Báðir voru haldnir af tak- markalausri metorðagirnd; báðir voru drotnunargjarnir og óvandir að meðölum. Það hófust undir eins deilur milli þeirra, þegar átti >að leggja af stað; en það var aðeins um eina leið að ræða til heimskautsins, og án Norðurlandabúans kom ekki ;il mála að fara hana, og það var aðeins um eitt loftskip að ræða til heimskautsins og Suðurlandabúinn hafði umrárð yfir því. Suður- landabúinn hafði ráðið smiði loft- skipsins og var ágætur flugmaður. Norðurlandabúinn hafði brotist gegnum norðvestur-leiðina og var kunnugur í heimskautalöndunum á norður- og suður-hveli jarðar. Það er áhætta fyrir mann, sem aldrei hefir sett á sig skíði, að fela sig for- sjá annars manns á ferðalagi yfir hinum geisi-víðáttumiklu ísbreiðum. Það er einnig áhætta fyrir mann, sem aldrei hefir flogið, að fela sig forsjá annars manns á flugferð um óþektar auðnir, þar sem hin minsta yfirsjón leiðir út i opinn dauðann. En þeir þurftu jafnmikið hvor á öðrum að halda og stefndu báðir að sama marki og það tengdi þessar andstæður saman. Hvorugur var fús til að skifta heiðrinum í tvent. Meðan þeir voru á leiðinni að öðlast heiðurinn, vonaði hvor um' sig að geta leikið á hinn og haft af honum þann hlutann, sem honum bar. Og, ekki bar á öðru, loftskipið náði takmarkinu. Þau flaug yfir heimskautið. Hvor átti nú heiðurinn ? Norðurlandabúinn hafði átt hug- myndina, hann hafði lagt á ráðin um leiðina og undirbúið ferðalagið. Hann átti að baki sér þrjátíu ára ó- þreytandi vísindastarf í þágu heim- skautarannsókna. Sex mánuðum áður hafði hinn ekki vitað nokkurn skapaðan hlut um heimskautið, ann- að en það, að þar væri kalt. Og nú krafðist þessi ósjálfbjarga vesaling. ur að fá hluta — meira að segja mestan hlustann — af frægðinni. . • NorðuFlandabúinn maldaði í mó- inn; hann kallaði hinn kveif og á- byrgðarlausan spjátrung, sem væri haldinn af barnalegu mikilmensku- brjálæði. — Heimurinn hlustaði á orð Norðurlandabúans, viðurkendi sannleiksgildi.þeirra og beindi með hálfgerðri ólund að honum nokkr- um hluta af aðdáun sinni. En það var líka alt og sumt. Hann fékk engan stuðning til frekari afreks- verka. Vafalaust átti hann sjálfur nokkra sök á því. Hann var svo strang-vísindalegur í starfi sínu, að það nálgaðist beinlínis smámuna- semi. yEðsta boðorð hans var — að sjá fyrir hverja hindrun, sem hugs- anlegt var, að kynni að mæta og at- húga hvern einn og einasta mögu- leika. En slík vinnubrögð voru á- kaflega kostnaðarsöm. Eins og áð. ur var frægð hans viðurkend með eftirtölum og án allrar hrifningar, en hann fékk engan fjárhagslegan styrk til undirbúnings nýjum leið- angri. Suðurlandabúinn átti meira gengi að fagna. Hann hló að Norður- landabúanum, þessum þungbúna, ó. bærilega og sjúklega eigingjarna manni. Að hugsa sér, að honum skyldi detta i hug annað eins og það að öðlast einn allan heiðurinn af ferðinni! Það var blátt áfram hlægilegt. Hvert barnið gat séð, að flugið yfir heimskautið var afrek flugmannsins og að Norðurlanda- búinn vissi ekki nokkurn skapaðan hlut um hreyfil í loftskipi annað en það, að hann hafði hátt. Fólkið var á sömu skoðun og Suðurlandabúinn. Heimurinn var allur á hans bandi og

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.