Lögberg - 15.10.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.10.1936, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER. 1936 5 Ur borg og bygð Heimilisfang Mrs. D. S. Curry, er að Ste. 8 Sec. C, Pasadena Court, ilugo & McMillan — sími 45567. Mr. Thordur Thordarson kaup- maður frá Gimli, dvaldi í borginni nokkra daga í vikunni sem leið. Mr. Thorleifur Johnson frá Tangruth, Man., kom til borgarinn- ar á fimtudaginn i fyrri viku, ásamt Önnu dóttur sinni. Mr. Johnson var að leita sér lækninga. Mr. F. O. Lyngdal, kaupmaður frá Gimli, var staddur , borginni á föstudaginn. Mr. Guðlaugur Sigurðsson frá Lundar, Man., kom til borgarinnar seinni part fyrri viku, í heimsókn til dætra sinna og mun dveljast hér um hríð. Mr. C. P. Paulson, bæjarstjóri á Gimli, var staddur i borginni síðast- liðinn föstudag. Þau Mr. og Mrs. Harry Anderson frá Gimli, eru nýflutt austur til Timmings í Ontariofylki, þar sem Mr. Anderson hefir tekist á hendur forstjórastarf við kjötverzlun; hefir hann selt verzlun þá, er hann rak hér í Winnipeg um hríð, en leigt kjötverzlun sína á Gimli. Mrs. And- erson er dóttir Mr. F. O. Lyngdals kaupmanns á Gimli. Gjöf til Ólafsons 'barnanna að Brown, Man., frá kvenfélaginu að Svold. N. Dak., $10.00, safnað af G. Th. Oddson, Mountain, N. Dak. Með innilegu þakklæti, J. G. Gillis Tliorst. J. Gíslason J. M. Gíslason Gísli Ólafsóv. um hann lék dýrðarljómi frægðar- innar. Hann hafði lag á að nota hvert tækifæri til að láta á sér bera. Hann hafði neytt Norðurlandabúann til að skilja loðkápurnar sinar eftir, vegna þess að þær ykju svo á þunga flutn- ingsins. En hann laumaði i loft- skipið einkennisbúningi þeim, er hann átti sjálfur sem liðsforingi í her þjóðar sinnar. Þegar þeir fóru yfir heimskautabauginn á leiðinni heim og leiðangursmennirnir, klædd- ir þokkalegum vinnufötum, gengu af skipinu, sem h^fði flutt þá aftur til menningarinnar, þá birtist hann alt í einu í glæsilegum einkennisbún- ingi. Geisimikill mannfjöldi beið þeirra og litla stúlkan, sem færði þeim blómvöndinn, fór ekki með hann til ólundarlega Norðurlanda- búans í svörtu verkamannafötunum, heldur rétti hann hinum skraut- klædda liðsforingja. Og hún var ekki sú eina — hann átti samstundis ítök í hVerju hjarta hinnar stóru, örlyndu þjóðar sinnar. Framtíð hans var nú borgið; þótt hann vsqri ungur maður, var hann gerður að herforingja. Þegar hann fór að tláðgera flug yfir heimskaut- ið í annað sinn, lét landið hans óðara smíða sérstakt loftskip handa hon- um — 25 metra hátt, 115 metra langt, 1.900 teningsmetra að rúm- máli, með 4 bátum. Benzíngeym- arnir tóku eldsneyti til 75 stunda flugs, hreyflarnir höfðu 720 hest- afla kraft. En þegar öllu þessu er slept, þá er ekki hægt að segja, að Suðurlandabúinn hafi lagt sig allan fram til þess að undirbúa ferðina. Hann gerði sér engan veginn mikið far um að afla lér þekkingar á ís og snjó og veðráttu heimskauta- landanna. Hafði hann ekki fengið hið fullkomnasta farartæki, sem nokkurntíma hafði lagt af statf i heimskautaför, valda skipshöfn og öll tæki af nýjustu gerð? Að öðru leyti treysti hann á hepni sína. Hann sat veizlur og þáði heiðurs. merki, klukkum var hringt og hljóm- •sveitir léku. Skip hans hóf flugið og fór norður í þremur áförtgum og lagði svo af stað í úrslitasprettinn. Allur heimurinn hlustaði á loft- skeytin, sem sögðu, að ihann væri á leiðinni til heimskautsins — að nú væri hann yfir Grænlandi og nú far- inn framhjá því. Eftir tuttugu mínútur yrði hann á heimskautinu. Nú er hánn yfir heimskautinu. í tvær klukkustundir sveimaði hann sigurglaður yfir hinni hvítu og lang- þráðu eyðimörk. Grammófónninn spilaði þjóðsöng landa hans. Fáni þjóðar hans og stór kross, sem páf- inn hafði lagt blessun sína yfir, voru látnir falla niður á ísinn. Hann tilkynti konunginum, páfanum og einvaldinum í landi sínu, að með Guðs hjálp hefði hann komist til heimskautsins. Viva la Patria. I borginni þar sem Norðurlanda- búinn átti heima, var fullkomin loft. skeytastöð, og þar sat hann. í aug. um hans var meiri glampi en venju- lega og skældi munnurinn var jafn. vel enn hörkulegri en nokkru sinni fyr. Sem áheyrandi lifði hann með þau augnablik, þegar hinn hæfi- leikasnauði og fyrirlitlegi keppinaut- ur hans komst til heimskautsins og hringsólaði yfir því.. Sjálfur hafði hann i fjöldamörg ár lagt á sig þrotlaust erfiði til þess að ná þessu takmarki og marga vetrarnóttina glímt við yfirvofandi dauðann. Nú voru afrek hans einskis virði, orðstír hans þurkaður út. Þetta aðskota- dýr hrepti auðveldlega og næstum undirbúningslaust, með brosi sínu og glæsilegri framkomu, það, sem hann hafði fórnað allri æfi sinni til þess að öðlast. Já, bara að hann hefði stjórnað þessum leiðangri! Þá hefði loft- ^kipið verið búið út af nákvæmni og næmum skilningi. Þessi náungi, keppinautur hans, var ekkert nema fífldirfskan, jafnvel sem flugmað- ur. Hann hafði séð það, hann vissi það af hinni hárvissu glöggskygni, sem hatrið eitt getur gefið. Þetta var ógætilegt og léttúðugt ferðalag —það var glæpsamleg léttúð að fljúga yfir isnurn, án þess að þekkja hann til hlítar. En hann hefir hepnina með sér og hann á andlit, sem heiminum geðjast að. Hann hefir þetta dásamlega skip, þessa dá- samlegu hreyfla, öll þessi dásam- legu tæki. Sjálfur hefir hann hæfi- leikana og þekkinguna — hinn'hefir loftskipið og heppnina. Hann sat í loftskeytastöðinni og hlustaði á það alt. Hann var svo mikill maður, að hann gat verið áheyrandi að hepni hins, þótt það væri beiskt. Senditæki loftskipsins segja frá fluginu til baka. Viðstöðu. laust auðvitað. Vellíðan allra. Þoka —já, einmitt. Meiri þoka — alveg niðaþoka. Vafalaust gerir það hon. um ekkert til. Stormur á móti, skygni slæmt. O-jæja, þú mátt ekki gera þér alt of háar vonir, vihur sæll. En þú hefir léttúðina, stein- blinda bjartsýnina og — hepnina. Bráðum stendur þú föstum fótum á landi. Eg heyri það alt; eg býð hérna eftir því, að þú komir til baka. Hann sat kyr og beið; hann ætlaði að tæma þenna beiska bikar. En hvað er þetta? Erfiðleikarn. ir aukast. Hreyflarnir vinna ekki eins og þeir eiga að gera. Skipið rekur undan vindi i þokunni. Einn hreyflanna hefir bilað. Loftskeyta- maðurinn tilkynti enn: Vellíðan allra. Svo tilkynti hany ekkert fram. ar. Norðurlandabúinn hafði setið í loftskeytastöðinni frá því snemma um kvöldið. Nú var komið undir morgun og þrisvar sinnum var búið að skifta um á verðinurm Hann var stirður eftir nóttina, en fann ekki til hungurs. Hann sat og sat og beið eftir að heyra tilkynt, að hinn mað- urinn væri kominn til baka heilu T>g höldnu. Það leið að hádegi. Engar fréttir. Ef (til vill rak hann fyrir vindi i þokunni; ef til vill hefir hann orðið að nauðlenda; ef til vill hafði sendi. tækið bilað. Klukkustundirnar liðu og það virtust engin líkindi til að (Framh. á bls. 7) Hinn öruggi staður C peninga yðar- tyrir m Peningar yðar eru veld geymdir í bankanum. Sparifé, sem geymt er á Royal Bank of Canada útibúi, er trygt með yfir $800,000,000, og þér getið ávalt fengið það, er þér þarfn. ist. Inneign á Royal bankanum, verndar yður í veikindum og atvinnuleysi. Opnið sparireikning þegar í dag. THE ROYAL BANK 0 F CANADA - Eignir yfir $800,000,000 Mr. Sigurður Sigfússon frá Oak View, Man., var staddur í borginni seinnipart fyrri viku. Miss Guðrún Johnson, 760 Home Street, er nýlega lögð af stað til vetrardvalar vestur á Kyrrahafs- strönd. Þeir bræður Ágúst og Marino Erlendssynir frá Reykjavík, Man., voru staddir i borginni um miðja fyrri viku. Pálmi Lárusson og Magnús Magnússon frá Gimli, komu til borgarinnar snöggva ferð í vikunni sem leið. Deildin Nr. 3, kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar, undir umsjón Mrs. J. K. Johnson, heldur Silver Tea að heimili Mrs. Olgeir Frede- rickson, 698 Banning St. á þriðju- daginn 20. þessa mánaðar, seinni part dags og að kveldi; verður hér einnig seldur heimatilbúinn matur, og þar á meðal margs annars er rúllupylsa. Islenzku skóli þjóðrækn- isfélagsins byrjar á laug- ardaginn þann 17. þ. m., kl. 9.30 að morgni. Kenn- arar, sem gert hafa kenslu að 'æfiköllttn, annast um kensluna. Islenzkir for- eldrar! Sendið börn yðar á skólann hvern einasta laugardag. Kenslan fer fram í Jóns Bjarnasonar skóla. Hinir fyrstu Celebrity hljómleik- ar á þessari árstíð, fara fram i Witi- nipeg Auditorium á þriðjudags. kvgldið þann 20. þ. m. Láta þar til sín heyra Giovanni Martinelli, tenór. söngvarinn frægi frá Metropolitan óperunni og Richaw Czerwonky, þektur fiðlusnillingur. Tíu hljómleikar, sem taka öllu öðru fram, verða haldnir hér á yfir. standandi árstið; má þar til nefna Josef Hoffmann, pianoleikara; Martinelli tenórsöngvára, er heldur sameiginlega hljómleika með Czer- wonky fiðlusnillingi; Minneapolis Orchestra, undir forustu Eugene Ormandy; Jooss Europian Ballet; ensku söngvarana sex (Cuthbert Kelly, söngstjóri), Elizabeth Reth- berg, sóprano; Enzio Pinza, bass- baritone; Jascha Heifets, fiðlusnill- ing; Ignas Friedman, Raya Garbou- soura, ’cellist; Marian Anderson, Negro Contralto og Lawrence Tib- bett, baritone. Mr. Louis’Hillman frá Mountain, N. Dak., kom til borgarinnar síðast- liðinn þriðjudag. "BAJ.DURSBRA” Með næsta blaði byrjar “Baldurs. brá” ungmennablað þjóðræknisfé- lagsins þriðja árið. Áríðandi er að allir sendi áskriftargjöld sín til að tryggja áframhaldandi sendingu blaðsins. Fyrsta blaðið af þriðja ár. gang verður sent tií allra kaupenda, en svo eftir það aðeins til þeirra, er senda 50 cent fyrir árganginn fyri- fram. Það er til nokkuð af fyrsta og öðrum árgangi fyrir þá, sem óska, fyrir 50 cent hvern. Vonast er. til að bráðlega sé hægt að auglýsa í ís- lenzku blöðunum nöfn þeirra, er taka á móti áskriftagjöldum í hinum ýmsu bygðum og bæjum. Ritstjóri blaðsins er sem fyr, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Allar pen- ingasendingar og bréf viðvíkjandi útgáfu blaðsins sendist til ráðs- manns blaðsins, B. E. Johnson, 1016 Dominion St., Winnipeg. Hjónavígslur Á mánudaginn þann 28. septem- -ber voru gefin saman í hjónaband í St. Stephens-Broadway kirkjunni hér í borginni, þau Miss Doreen Rescorl, einkadóttir þeirra Mr. og Mrs, W. T. Rescorl og Mr. Andrew Ferdinand Neilson, sonur þeirra Mr. og Mrrs. C. G. Neilson að 748 Lip- ton Street hér i borginni. Dr. G. A. Woodside framkvæmdi hjónavígsl- una. Veizla var setin að heimili foreldra brúðarinnar í Raleigh Apts. Ungu hjónin fóru brúðkaupsferð sína til Minneapolis. lleimili þeirra er i Pallisers Apartments. Hinn 10. þ. m. voru gefin saman í hjónaband þau Þorsteinn Björgvin Borgfjörð, verkfræðingur, sonur þeirra Þorsteins byggingarmeistara Borgfjörð og frú Guðrúnar Borg- fjörð, og Miss Mary Elizabeth G. Ballantyne Hjónavígslan fór fram að heimili foreldra brúðarinnar, 421 Agnes Street hér i borginni. Rev. Stanley Knowles gifti. Mr. S. E. Sigurðsson, fyrrum út- gerðarmaður að Hecla, Man., er nú fluttur til borgarinnar, ásamt fjöl- skyldu sinni. Hefir Mr. Sigurðsson sett á fót fiskverzlun, er hann nefn. ir The Canadian Fish Producers, Limited. Skrifstofu sína hefir hann að 409 Scott Blk.j og rekur þar um. voðsverzlun í stórum stíl. Mannalát Látinn er þ. 4. okt. s.l., Mrs. Guðrún Sigurðsson kona Stefáns bónda Sigurðssonar, fyrrum búandi á Viðivöllum i Árnesbygð í Nýja Islandi, sjötíu og þriggja ára gömul. Var ættuð af Suðurlandi, fædd að Grímsstöðum, nálægt Reykjavík, þ. 24. júní 1863. Foreldrar hennar voru Magnús Þorkelsson og kona hans Vigdís Guðmundsdóttir. Syst- kini hennar á lífi eru Þorkell, Ingi- björg (Mrs. .Hafstein Johnson) og Björg, öll til heimilis í Keewatin, og Grímur, er heima á hér í borg. Hin látna kom frá íslandi árið 1887. Giftist Stefáni Sigurðssyni, á Víði- völlum, rúmum þremur árum síðar, var siðari kona hans. Börn þeirra á lífi eru Jósef bóndi í Álftavatns- bygð, Vigdís, gift kona nálægt Win. nipegosis, Sigurður og Ágúst, bú- settir í Nýja Islandi, og Margrét, Mrs. S. Jósephson á Gimli. Bömu- leiðis tveir stjúpsynir Guðrúnar, þeir Hrólfur kaupmaður í Árnesi og Jón búsettur á Gimli. báðir synir Stefáns af fyrra hjónabandi. Stefán sjálfur enn á lifi, nú níutíu og þriggja ára gamall. Er til heimilis á gamal- mennaheimilinu Betel á Gimli. — Guðrún Sigurðsson var frábærlega ’dugleg kona, hjartagóð og vinsæl. Jarðarför hennar fór fram frá kirkju Árnessafnaðar þ. 8. okt. Séra Bjarni A. Bjarnason jarðsöng. Sömuleiðis talaði í kirkjunni séra Jóhann BjaYnaison, er þjónað hefir Gimli prestakalli í nokkur undan- farin ár, áður en séra Bjarni gerðist þar fastur prestur. Fjöldi manns var við jarðarförina. Kirkjan meira en full við það tækifæri. Mánudaginn 5. okt. andaðist Guð- iaugur Erlendson, lyfsali, á heimili sínu i Wjyndmere, N. Dak. Hafði heilsa hans verið tæp síðustu tvö árin, þóunun hann hafa verið starf. andi fram undir andlátið. Hann var fæddur á Steinkirkju í N.-Þingeyj- asýslu 3. des. 1869. Foreldrar voru Jóhann og Sigurbjörg Erlendson, sem lengi bjuggu í grend við Akra, N. Dak. Guðlaugur giftist Krist- gerði Ólafson frá Garðar árið 1893. Lifir hún mann sinn ásamt börnum þeirra fimm. Tvö börn þeirra dóu í æsku. Um langt skeið bjuggu þau hjón í Edinburg, N. Dak., en nú mörg síðustu árin i Wyndmere, N. Dak. Mr. Erlendson var bráðvelgefinn maður. Hann var kátur, viðfeldinn og skemtilegur í úmgengni og við- móti. Bókamaður var hann mörg- um fremur, og átti ágætt og merki- legt bókasafn. Enda var hann bú- inn að afla sér slíkrar mentunar utan skóla, að lofsamlegt mátti telja. Hann og fjölskyldan nutu mikilla vinsælda og virðingar meðal sam- ferðafólks síns. Mr. Erlendson var jarðsunginn frá Garðar kirkju og i Garðar-gafreit, föstudaginn 9. des. Séra Haraldur Sigmar jarðsöng. Hafði áður verið útfararathöfn í Wyndmere, • sem prestur norsku lútersku kirkjunnar þar stýrði. Var fjölskyldan tilheyrandi þeim söfn- uði. Fimtudaginn 8. okt. lézt Elzabet G. Samúelson á hei.mili sinu rétt austan við Garðar, N. Dak., eftir æði langa og stranga sjúkdómslegu. Hún var dóttir hjónanna Jóns Jó- hannssonar og Guðrúnar Magnús- dóttur frá Bitruhreppi í Stranda- ^sýslu. Þar fæddist hún 16. apríl 1863. Arið 1888 giftist hún Álbert Samúelson. Þau bjuggu ávalt síðan í grend við Garðar. Tólf börn eignuðust þau; eru nú 5 þeirra á lífi, einn sonur og fimm dætur. Albert Samúelson andaðist 1930. Elzabet sál. var ágætiskona. Hún naut mikilla vinsælda af samferða- fólki sínu fyrir sakir margra mann- kosta; hún var háttprúð, góðlynd, gestrisin og hjálpsöm. Samhent voru hjónin í bezta lagi, og heimili þeirra hið prýðilegasta. Söfnuðinn og annan félagsskap í bygðinni studdu þau af mikilli einlægni og alúð, — Elzabet sál var jarðsung- in frá heimili sínu og Garðar kirkju og í Garðar-grafreitnum sunnudag- innn. október. Séra Haraldur Sig- mar jarðrsöng. Is Your Home Insulated ? \ líy using any of the following insulations between the floor joists imthe attic you will keep out cold from the roof and keep in the heat from the furnace. Besides making the house warm and cortifortable you’ll save considerably on the Winter’s fuel bill. These insulations are also vermin and rodent proof. WOOD WOOL—Covers 10 ZONOLITE — Covers 15 square feet, 3% ins. . .p square feet, 2 ins. thick. Bag....... OUb thick. Bag............ 00** MOSS — Covers 25 square feet, 3% inches thick. __p Bag ........................................ 75b Phone the Lumber Section for an estimate on complete cost. —Lumber Section, Main Floor, Hargrave *'T. EATON Cft.™ WINNIPEG CANADA uuiBBiiniititHiiiimiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiisiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiniiimmiiiiiiiiiiniiiiiiiir I THOSE WHOM WE SERVE I IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECA USE— OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING ANI) PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG PHONE 86 327 •MUIIIIIUIIIIII lUIIUIIIIIIIIil -

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.