Lögberg - 15.10.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.10.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER, 1936 Garðurinn hennar Marits “Já og þessi digra frú Monsen, sem alt af hrósar sér og sínum, hana kallið þér “Asters” (körfublóm) Hún hefir ánægju af að skreyta sig með litum; en með þessa þykku neðri vör, sem hún beygir alt af niður á við, mundi eg kalla hana “Prundella Vulgaris.” Og svo ætla eg ekki að endurskíra fleiri af yðar blómum. Já, en bíðið þér við —sjáið þér hana, sem núna læddist inn og sezt há- vaðalaust á stqlröndina, auðvitað alt af í nánd við þá, sem eru að tala saman, án þess að þá gruni um nærveru hennar.” “Ungfrú Blom,” sagði Marit, “hún er nú alúðleg og frómlynd. ” “Já, þökk fyrir,” sagði Klara Moe dá- lítið hörkulega. “Eg met nú meira yfirlætis- lausa hreinskilni. Mér sárnar þegar hún svarar með blíða brosinu sínu “Cornvall- aria” (litla fjölksyldan); þá á eg mjög erfitt með að varast að hrópa: “Kallið þér hana heldur “Kattarlöpp!” ” “Svei, Nökkerose (árblómið), þér eruð slæmar í dag; þarna kemur okkar “Fagus Silvatica. ” Nú vill hann reka mig upp til Maren og byggsúpunnar. Eg drekk hana af hlýðni, en mér líkar hún illa.” Ungfrú Hoe hló. “ Þarna hefir yður aft- ur skjátlast tvisvar, litla “Maíblóm. ” t fvrsta lagi ættuð þér að kalla mig “Nyperose,” hún er svo blátt áfram. en svo hræðilega rík af þyrnum. Og nafn bækitrésins á betur við þenna einmanalega danska mann þarna. “Picea Exselfa,” okkar eigið fallega norska grenitré, á betur við Veise forstjóra.” # # # X Marit skrifaði löng og áhrifamikil bréf til Gunnars. Hún hafði áhuga á lífinu; því lífi, sem hún hafði verið útilokuð frá; henni fanst það svo viðfeldið og ánægjulegt, að geta verið öðrum til gleði og skemtunar. Rökkurstundirnar, þegar hún lék á hljóðfæri og söng, glöddu alla og vöktu hjá þeim eftir- væntingu. Hinn þögli hr. Wheeler stóð þá við hlið hennar og sneri nótnablöðunum við. Þegar myrkrið fór vaxandi og Marit söng og lék á hljóðfærið þau lög, sem hún mundi bezt, þá dró hann sig í hlé, settist á stólinn sinn við ot'ninn og huldi andlit sitt með höndunum. Stundum sneri hann sér til hennar, þegar hún spásseraði alein; þau urðu þá stundum samferða heila klukkustnd, án þess að tala eitt orð. Marit vissi að honm var ánægja að samvistum hennar, orð voru ekki nauðsynleg. Hún skildi ekki slíkan mann og þenna Wheel- er, er hún bar virðingu fyrir þögn hans, og gladdist yfir því að geta gert honum einhvern greiða. J Og svo komu jólin; Marit var dálítið ang- urvær yfir því, að hugsa um hin einmanalegu jól Gunnars, en svo.kom bréf, sem sagði henni að hann hefði fengið sér heimili hjá Winters. Marit var aðalpersónan í öllum undirbúningi • til jólahátíðarinnar. Hún sýndi óþreytandi fjör og starfslöngun, sem hafði mikil áhrif á óðalseigandann Grundt og hr. Wheeler. Jóladagurinn rann upp með heiðbjörtum liimni yfir glitrandi snjó. Marit reis árla úr rekkju, til þess að ganga sér til hressingar á undan neyzlu morgunverðarins. Hún gekk alein, engan sá hún, og henni þótti vænt um það, því í dag langaði hana mikið til að vera einmana. Á brekkubrún hjá holti einu nam hún staðar, og leit yfir hið snjóþakta land- svæði. Trén, þung og full af snjó, lutu áfram; þau líktust tröllum, með bæði tveimur og þremur höfðum. Og neðan undir mjóum, ís- klæddum læk, sem nokkur tré beygðu sig út yfir, líktust greinarnar smágervu marmenn- ilssmíði, búið til úr .snjó og klaka. Marit dró andann að sér seint og þunglega; og alt í einu varð henni það 1 jóst, að það, sem amaði að henni, var ekki sjúkur móðurarfur, bn ein- göngu rangt og óholt uppeldi. Og aftur fanst henni, að hún hefði verið rænd því, sem hún hafði fulla heimild til að krefjast — frjálsa og heilbrigða umgengni á bernskuárunum. Nú gat hún ekki fengið hana héðan af, en hún hafði alt lífið fyrir framan sig, og ]>að átti hún Winter la'kni að þakka. Hún rétti skvndi- lega hendumar út yfir þetta blikandi, hvíta landsvæði; fáein tár brutust fram en lágu kvr í augnakrókunum. “Eruð þér að blessa þetta friðsama landsvæði?” spurði rödd bak við hana. “ó, hr. Wheeler, fanst yður líka að þér yrðuð að fara út í þetta aðdáanlega—stóra?” “Tár,” sagði hann og leit á hana með einkennilegu augnatilliti. “Hreinar perlur, sem nú eru eflaust frosnar.” Marit brosti; hún tók vasaklútinn sinn oít ]>urkaði burtu tárin. “Það er af þakk- læti, af því — af því, að eg loksins einu sinni finn, að eg er frjáls og óbundin.” Afar beiskt bros leið yfir dökka andlitið hans. “Frjáls og óbundin,” endurtók hann, “]>að erum við aldrei frá þeirri stuudu að við fæðumst í þenna heim, og þangað til við yfirgefum hann. ” Marit svaraði ekki. Hún hugsaði sér, að það væri í rauninni afar erfitt að vera mann- •eskja, og að Wheeler hefði orðið fyrir meiri reynslu af þeirri tegund en aðrir, sem hún hafði kynst. Hann leit dökku augunum sínum á hana. “Það er líklega engin manneskja, sem ekki er fast búndinn þræll af einhverju.” “Getur verið,” svaraði hún stillilega, hún vissi alls ekki hvaða hreyfingar áttu sér stað í þeim heimi, sem hún hafði verið úti- lokuð frá. Hann sagði alt í einu mjög ofsafenginn. “Þér getið ekki skilið hvað eg á við. Þér fáið aldrei að reyna hvernig það er, að eldur logi í blóði yðar — þegar allar innri hugsanir yðar verða tættar í sundur af þúsundum djöfla — ha-ha—” Hann nísti tönnum saman, og rétti hend- ur sínar fram, eins og hann vildi hrinda ein- hverju frá sér. Marít hopaði á hæl ósjálfrátt, en á næsta augnabliki gekk hún til hans, lagði hendi sína á handlegg hans og sagði: “Eg skil yður ekki, en eg veit að yður líður illa, og eg er fús til að hjálpa yður, ef eg get.” Hann leit á hana hálflokuðum augum. “Líður illa,” endurtók hann. “Já, þeg- ar djöfullinn hefir mig á sínu valdi, og eg stríði á móti með afli örvilnaninnar, þangað til hver taug er uppgefin — þá hefi eg hrópað til yðar ...” “Til mín?” “ Já, að þér syngið og leikið fyrir mig.” “Ó, hrópið þér þá svo íiátt að eg heyri ])að,” sagði Marit viðkvæm. Hann gekk fáein skref frá henni, en kom svo aftur og stóð kyr með handleggina kross- lagða á brjóstinu hugsandi. “Noregur er indælt land,” sagði hann loksins. ‘ ‘ Það er naumast hugsandi að mað- ur finni nokkurt land, sem er meira hressandi og fagurt en þetta landsvæði um vetur. Hann lalaði með undarlegri ró, eins og hann vildi evðileggja allar endurminningar um hin áð- urnefndu ofsalegu orðatiltæki sín. Þau gengu í hægðum sínum ofan brekk- una. Hann með rriðurlútt höfuð — og þegj- andi. Marit gekk líka þegjandi og hugsandi; henni fanst sem hún í fyrsta skifti hefði vog- að sér út á hálan ís — alein. “Ungfrú Marifc” — röddin var blíð, n*stum því hreimfögur. “Þér eruð svo að segja að byrja lífið; þér byggið áform, yður dreymir. Við höfum öll byrjað þannig, með stórum vonum, treystandi okkur sjálfum, en — í baráttunni fyrir tilverunni, í barátt- unni fvrir því, eem vér treystum — fyrir því, sem er bezt og rótgróið hjá okkur — verðum við oft eyðilögð. Það er auðvitað þannig, að i þessum stóra mannmarga heimi, er nauð- synlegt að einhver jir verði eyðilagðir; og það er ekki alt af afhrakið, sem eyðilegst — nei, alls ekki.” “Það er ekki nauðsynlegt,” sagði Marit viðkvaun. “Viljinn hefir þó gildi hér.” Hann hló hörkulega. “Viljinn er ekki til.” Það sem eftir var vegarins gengu þau ]>egjandi. I nánd við heilnæmisKælið kom maður gangandi á móti þeim. Marit nam staðar, svo æpti hún af fögnuði og hljóp á móti hon- um með framréttar hendur. Winter læknir hélt henni frá sér, og horfði á hana rannsak- andi augum. Marit las ánægju á svip hans. Hún kynti þessa tvo menn hvorn öðrum. “Þetta er sú sterka hendi, sem greip stýrissveifina þegar báturinn minn var að því kominn að hvolfa,” sagði hún brosandi, en hr. Wheeler las bæn í fögru bláu augun- um. Hann brosti líka, og í dökku augunum hans, brá fyrir gleðigeisla; en svo tók hann ofan og fór. “Winter læknir;** Marit tók hendi hans. ‘Eg veit ekki hvernig eg á að þykka yður, ‘sem leið fyrir sjón í skóginn skáruð.” Hann tók brosandi handlegg hennar og lagði hann á sinn. “Mér fanst eg verða að koma sjálfur og óska yður gleðilegra jóla. Þér voruð háttaðar í gærkvöldi, þegar eg kom, og í morgun voruð þér flognar út svo snemma. Yður líður bærilega hér — er það ekki? ’ ’ “Það sézt eflaust á mér,” svaraði hún hlæjand.i Hann færði henni kveðjur frá Gunnari og Eiríki. “Nær koma þeir að heimsækja mig?” spurði hún með eftirvæntingarsvip. “Þegar eg leyfi þeim það,” sagði hann með sterkri áherzlu á orðið eg. “ Jæja, þá gagnar ekki að biðja,” sagði hún og reyndi að vera glöð, en einmitt í dag langaði hana mikið til að tala við Gunnar. I dyraganginum mætti hún Veise. Marit hljóp upp til herbergis síns, og sá þar rósir, bækur og alls konar indæla hluti frá Winter lækni, Gunnari og Eiríki. Hún hraðaði sér að hafa skifti á skemtigöngu fötunum og íallegum blóum kjól, festi indæla rós í hárið og aðra í br jóstinu; þessir tveir menn litu upp til hinnar yndislegu þokkagyðju og brostu. “Nú?” spurði Veise forstjóri lágt. “Miklu meira en eg bjóst við,” svaraði hinn og nuggaði saman höndum sínuim á- nægjulega. “Þarna er hún!” hrópaði kunnug rödd, og Mia kom þjótandi til þeirra ásamt Maren. “Mia — er þetta Mia?” “ Já, það’er eg, ” sagði Mia mikillát, “við komum í gærkvöld, hann og eg!” hún benti á Winter. “Við höfum leitað yðar, og gátum hvergi fundið yður. ” “Hefir þú saknað mín, Mia?” “Já, það hefi eg raunar gert — bróðir yðar-1— hann—” “ Já, hvað er að bróður mínum?” “Hann hefir enga reglulega aðhjúkr- un— ’ ’ Þau hlóu, en Mia var óhindruð. “Hann segir áðeins,” hún teygði úr sér og hermdi eftir Gunnari: ‘ ‘ Hérna barn, kauptu þér fáeinar kökur ” — hann gefur mér peninga en aldrei mat.” “Skrítin lítil stúlka,” sagði Veise. “En hann,” sagði Mia og leit alvarlega á Winter lækni, — “hann er ósegjanlega góð- ur — sjáið þér ekki hve skrautbúin eg er?” Hún var dálítið gröm yfir því, að Marit hafði ekki minst á fallegu fötin hennar. “Hann hefir gefið mér þau, og hann ætlar að gefa mér mörg fleiri, ef eg vil koma og eiga heima hjá honum. Júlía sagði að eg væri mjög lán- söm, og það sagði mamma líka — en pabbi grét, og hann er líka fullorðinn maður.” “Hann hefði átt að vera glaður — eða ])á mjög sorgbitinn, Mia.” Mia stundi. “Neytið þið ekki matar hérna?” spurði hún svo skyndilega, að þau urðu að skellihlæja. “Mér lá við að spyrja um það líka,” sagði Winter og hló. ‘ ‘ Eg er dauðhungraður, skal eg segja ykkur.” * “Er nokkuð hæft í því, sem Mia talaði um?” spurði Marit við morgunverðarborðið; Mia talaði af ákafa til skemtunar fyrir Veise, sem hafði ánægju af lýsingu hennar á Júlín og kærasta hennar, sem hún var gift. “Eg hefi áhuga og ánægju af barninu,” sagði Winter, “og eg hefi sagt foreldrum hennar, að eg vilji ættleiða hana, ef þau geri enga kröfu til hennar. Móðirin var fús til að samþykkja þetta. — Faðirinn hafði ögn af mannlegum tilfinningum í fórum sínum ennþá, sem voru þessu mótfallnar. En þess- ar tilfinningar skildu líka, hvað gagnlegast var fyrir barnið sjálft; eg 'sagði honum líka, að hann gæti heimsótt Miu einu sinni á viku, ef hann viidi það.” “Þetta er þá sannarleg alvara,” sagði Marit glöð. “Og það er hrósvert af yður. ” Hann brosti ánægjulega. ‘ ‘ En barnið til- biður yður, Marit, svo við verðum líklega keppinautar. ” Marít fór með Miu til allra vina sinna. Rösklegu svörin hennar og skrítnu athuga- semdimar, kðmu stóru höllinni til að drynja af hlátri. 1 rökkrinu, þegar Marit lék og söng, og allir höfðu sezt hringinn í kringum hana, settist Mia á lítinn körfustól hjá ofn- inum. Það óvanalega við þenna dag, mann- fjöldinn, loftið og hitinn, gerðu hana drunga- fulla. Hún reyndi af öllu megni að halda augunum opnum, en þau lokuðust og höfuðið hné aftur á bak og hvíldi á hnjám Wheelers. Einkennilegur skjálfti greip hann, hann laut áfram og horfði á hið rólega barnsandlit; svo huldi hann andlit sitt með liöndunum, kiptist öðru hvoru við, eins og hann væri að gráta. Daginn eftir við morgunverðarborðið, bað Wheeler Marit að verða sér samferða á skemtigöngu. Eins og venja þeirra var, gengu þau hlið við hlið, þegjandi. Það var á heimleiðinni að Wheeler teygði úr sér og sagði snögglega. “Þetta verður líklega í síðasta sinn, sem við verðum samferða.” Marit leit upp kvíðandi. Hann brgsti beiskjulega. “Nei, verið þér ekki hræddar— eg hefi áformað að reyna eina skemtigöngu ennþá.” Þegar ]»au nálguðust hælið, gekk hann hægar. “Ungfrú Baler, eg átti einu sinni konu, og eg áleit hana trygga og fallega —»hún var það ekki. Við skildum — hún flaug í fangið á öðrum manni — eg varð eyði- lagður — eða næstum því. Eg á barn, litla stúlku — sem eg kom fyrir hjá ókunnugum. í gærkvöldi heyrði eg hana kalla á mig: “Mig vantar pabba,” hvað eftir annað, eins og hún kallaði og hélt sér við mig, í síðasta skifti er eg sá hana. Eg fer nú aftur til lífsins og skyldunnar. ” Haiin tók b)endi hennar og þrýsti hana fast. “Þér hafið hjálpað mér, þökk fyrir. ” Hann slepti hendi hennar og gekk hröðum skrefum inn í húsið, án þess að gefa henni tíma til að svara. Næsta dag fór hann. Dagar, vikur og mánuðir liðu, án þess að Marit tæki eftir því. Svo var það einn dag í maí, að Gunnar og Eiríkur komu að heim- sa'kja hana alveg óvænt. Hún og Elsa höfðu farið sér til skemtunar út í skóginn og tímlu þar fjólur og maíblóm. Þær komu syngjandi eftir skógarstígnum og héldu hvor utan um aðra með handleggjunum, þegar Marit sá þá. Hún misti körfuna með blómunum í niður á jörðina, og fleygði sér brosandi í faðm Gunn- ars; bann þrýsti henni að brjósti sínu. Þeg- ar hann loksins slepti henni, sneri hún sér að Eiríki og rétti honum hendi sína. Roðinn í kinnum hennar varð meiri, og hún leit niður þegar hún sá hina hlýju aðdáun í augum hans. Hún losaði heiuli sína fljótlega úr hans, “Marit” — það var eins og hann leitaði eftir orðum til að segja meira. Þá sagði hún fljót- er það ekki? Eg vildi líka vekja hjá ykkur lega: “ Já, þið næstum þekkið mig ekki aftur, undi"Un. ” “Þú gætir ekki gert okkur meira furð- andi,” sagði Eiríkur. “Frantz frændi hefir raunar sungið liáværa hróssöngva, en—” “Eln þú hefir samt búist við að finna gróðrarhússblómið,” sagði hún og hló. Elsa tók körfu Marits og tíndi upp blóm- in. Gunnar hjálpaði henni. Hann tók ofan hattinn og sagði: ‘ ‘ Þér eruð ungfrú Barth- man; eg þekki yður samkvæmt bréfum Marits, og þér hafið lfldega heyrt eitthvað um Gunn- ar, býst eg við — eg er hann.” Augu þeirra og hendur mættust yfir blómakörfunni. Elsa roðnaði, og Gunnar fann óþektan gleðistraum renna um sig. Marit og Eiríkur komu til þeirra, Marif flýtti sér að kynna þau. “Þú kemur of seint,”sagði Gunnar hlæj- andi, “við þekkjum hvort annað — fyrir löngu síðan. ” Hann leit í augu Elsu; hún brosti til hans og roðnaði enn meira. Marit varð innilega glöð yfir því, að Uunnar gat hlegið svo alúðlega og litið þann- ig á ókunna stúlku; henni fanst það svo undur ánægjulegt. ‘ ‘ Við skulum setjast hér á braut- arröndina,” sagði hún. Eiríknr fór strax úr treyjunni og breiddi hana á jörðina handa henni að setjast á. “Farðu í treyjuna aftur,” sagði hún skipandi. “Nú sér þú, Elsa, hversu rangt hefir verið breytt við mig í öll þessi ár.” Eiríkur tók treyjuna og fór í hana aftur, hálf sneypulegur. Þessi nýja Marit, með feitu, fjörlegu kinnarnar, björtu, alvarlegu augun, ])ráðbeina vöxtinn og liðuga göngu- lagið, var honum stórkostleg nýung, sem hann varð fyrst að venjast við, til þess að skilja hana rétt. Marit vissi um hvað liann hugsaði, og það kom eitthvað dulið í augnatillit hennar. Svo jafnaði hún sig og sagði fljótlega: “Eg ætla ekki að lialda því fram, að hin gamla Marit sé alveg horfin — það verður hún má- ske aldrei; en ef eg fæ við það ráðið, skal hún aldrei ná sigri — þar eð eg veit nú, hvað það gildir. Og svo vil eg biðja ykkur að muna, að eg er ékki búin til úr vaxi eða saffran — en er manneskja með holdi og blóði, með heimild til lífsins og til að taka á móti því góða og illa, sem að höndum ber.” Eiríkur tók hendi hennar með leynd og þrýsti hana innilega. Hún losaði hana með hægð og stóð upp. “Eg sé það á þér, Elsa, að þú ert viðkvæm; þú hugsar um, að nú muni gamla konan vöknuð fyrir löngu síðan, og sé í slæmu skapi, af því þú ert svo lengi úti.” Elsa brosti. “Hún er alúðleg, gömul kona,” sagði hún, “og eg vil síður valda henni gremju, þessa síðustu daga, sem eg er hjá henni. ” “Ætlið þér að fara burtu?” spurði Gunnar fljótlega. “Sonur hennar og dóttir koma í næstu viku, til þess að taka hana heim með sér; og eg hefi sagt upp stöðu minni, þar eð mig lang- ar til að vera í Noregi um tíma.” “Eg kem heim að tveim vikum liðnum, Gunnar, og Elsa hefir lofað að verða mér samferða og dvelja hjá mér um langan tíma, sem eg efast ekki um að þú samþvkkir, Gunn- ar,” sagði Marit. Að Gunnari þótti vænt um þetta, sá Marit. Hann hló glaðlega og sagði: “Þá verð- ur þú að senda Maren heim, viku á undan ])ér. tbúðin líkist—” “Piparsveinsbústað,” sagði Elsa hlæj- andi og glettnisleg. Eiríkur fekk ekkert tækifæri til að tala einslega við Marit, sem hann hafði hlakkað svo mikið til. Hún átti svo annríkt alstaðar og á öllum stundum. Síðari hluta næsta dags, ]>egar ungu stúlkurnar fylgdu þeiin til stöðv- arinnar, sagði hann Marit, að hann ætlaði að setjast að sem læknir í litlum bæ við' sjóinn, þar sem frjálslegt var og rúmgott; hann hafði valið sér snoturt hús í fallegustu deikl bæjarins, því fylgdi verulega fagur garður, og þaðan til skógarins er stutt leið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.