Lögberg - 15.10.1936, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.10.1936, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER, 1936 7 Vilhjálmur Stefánsson segir frá ViÖ vissuni öll, aÖ dr. Vilhjálmur Stefánsson var heimskunnur land- könnuður. ViÖ vissum, að hann var ágætur rithöfundur. ViÖ höfÖum heyrt, að liann væri góÖur fyrirles- ari. En fæst okkar vissu fyr en af eigin reynd, hve afburða skemtileg frásögn lians er, lifandi og fjörug, án þess nokkurs staðar sé farið út í öfgar, viðfeldin og látlaus. Hann talaði i Ferðafélaginu í fyrrakvöld. Erindi hans stóð á aðra klukkustund og var flutt á ensku. Þó var þess ekki vart, að nokkur maður þreyttist undir frársögninni. Flestir hefðu óskað, að hann hefði talað miklu lengur. Framburður hans er mjög skýr og frásögnin öll svo eðlileg, að þeir, sem nokkuð eru færir í ensku, fylgdust fullkomlega með. Hann talaði alveg blaðalaust, stóð þarna hávaxinn og hæruskot- inn, góðmannlegur og brosandi og sagði frá. # # Fyrst sagði hann frá heimsóknum sínum til Islands 1904 og 1905. í seinni ferðinni gróf hann upp mikið af hauskúpum og mannabeinum frá Sturlungaöld og hafði með sér. Gerði hann síðan ýmsar vísindalegar athuganir á þessum fornu beinum. Við höfum öll heyrt, að forfeður okkar hefðu verið mjög stórvaxnir' menn, sagði V. St. En mælingarnar, sem gerðar voru á þessum beinum, sýndu, að þessir menn, sem lifað höfðu á 12. og 13. öld, voru ekki að meðalstærð hærri en konurnar í Reykjavík nú á dögum. En það var annað merkilegt, sem kom í ljós við þessar rannsóknir. I öllu þessu fólki fanst ekki ein ein- asta skemd tönn. Og þó höfðu þess- ir menn aldrei heyrt talað um tann- btirsta eða tannpasta. og aldrei smakkað ávexti. Síðan sagði hann frá ferðum sín. um um heimskautalöndin vestra. # # Menn höfðu hinar fráleitustu hug- myndir um þessi lönd, segir V. St. Margir héldu, að alt væri þakið is og snjó allan ársins shring. Kuldinn væri drepandi og engum vært nema Eskimóum, sem dúðaðir væri í þykkum skinnklæðum frá hvirfli til ilja. Við héldum norður með Mac- kenáe fljótinu, 100 mílur norður fyrir haumskautabaug. Þar voru skógar með þrjátíu metra háum trjám og trjábolirnir að gildleik á við þrekvaxinn karlmann. Hitrnn var svo mikill, að svitinn draup af Eskimóunum. Stundum komst lofthitinn í skugga yfir blóð. hita (370 C.). Það er eftirtektarvert, að Eski- móar eru aldrei feitir. Þeir eru þrekvaxnir og kringluleitir, en eg hefi aldrei séð Eskimóa með ýstru, ef hann hefir þá ekki lifað á fæðu hvítra manna. Húsin eru svo heit, að þeir sitja allsberir inni. Það er engu likara en hafast við í gufubaði. Á sumrin klæðast þeir aðeins stuttbuxum úti við og eru alt af kófsveittir vegna hitans. Við höfðum haldið, að Eskimóar væri allir litlir vexti. En meðal þessa steinaldarfólks voru menn, sem voru jafnvel stærri en sumir úr kanadisku riddaralögreglunni, en það lögreglulið er frægt um allan úeim og veljast í það aðeins af- burðamenn að hreysti og atgerfi. Stöku maður rneðal Eskimóanna var 6 fet amerísk. En þess er að gæta, að Eskimóarnir þarna vestra eru stærri en grænlensku Eskimóarnir. Þessir Eskimóar við Mackenzie. fljótið eru að vexti álíka eins og Frakkar. En svo eru gríðarstórir menn innan um. Eg hefi t. d. séð tvær Eskimóakonur, setu voru yfir 6 fet. # # Menn standa alment í þeirri trú, að mál Eskimóa sé mjög einfalt. En þetta er rnesti misskilr.ingur. Hvítir menn, sem þarna setjast að og kvæn_ ast innfæddum konum, hafa fundið upp eins konar blendingsmál, nokk. ur hundruð orð, sem þeir komast af með til daglegrar notkunar. En eg hefi ekki þekt nerna einn hvítan mann, sem kunni tungu Eskimóa svo vel, að hann skildi konuna, þegar hún talaði við börnin. Mál Eskimóa er eitt hið erfiðasta. í íslenzku eru t. d. 4 föll. En i Eskimóamálinu 20 föll, og þó er þetta aðeins byrjunin. Því orðmynd- anirnar breytast óendanlega eftir merkingunum. I daglegri ensku er talið að notuð séu um 3,000 orð. En í daglegu máli Eskimóa er sú tala sennilega 10,000. í heimskautalöndunum er enginn jökull og i heimskautahöfunum þarna um slóðir enginn hafís. í norður Alaska virðist aldrei hafa verið ísöld. Allur snjór og ís hverf. ur á sumrin. Eg hefi farið austur að Geysi og séð hin gróðursælu hér. uð hér austan heiðar. í heimskauta- löndum Alaska er gróðurinn sízt minni, og blómskrúðið meira og fjölbreyttara en hér á landi. Enda verður hitinn þarna á sumrin ioo° á Fahrenheit í skugganum (38° á Celsíus). # # Fatnaður manna er allur úr skinn. um. Mest er notað hreindýraskinn, sem er alveg flauelsmjúkt. Næst sér ganga menn í sokkum, buxum og skyrtum úr hreindýraskinni, og snýr loðnan inn. Þar utan yfir fara menn i annan hreindýraklæðnað og snýr loðnan út á yfirfötunum. Yfir þessu er svo hetta úr skinni. Þessi klæðn- aður er svo hlýr, að menn geta sezt niður í mestu frostgrimdum og kveikt sér í pípu, án þess að að þeim setji. Á gönguferðum fara menn úr ytri fötunum og ganga á nærklæð- unum einum, þangað til komið er Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Bnda er nú svo komið, að verzlunar- 8kólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STOLKUR, sem ætla sér að ganga á verz<lunarskóla (Business öollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG >OdZ>«c:^>OCIZDOC undir kvöld. Síðan lýsti dr. Vilhjálmur mjög nákvæmlega hvernig snjóhús eru búin til. En svo er hlýtt í þessum húsum, að liann gat setið á kvöldin við skriftir sinar, og hefir hann skrifað niður efni í heilar bækur á þennan hátt. Þvínæst lýsir hann því, hvernig vakirnar í ísnum end- urspeglast sem svartar rákir á himn- inum, svo að hægt er að þræða sig áfram á ísspöngunum með þvi að horfa stöðugt til himins. En ís- spangirnar eru mjög mismunandi að stærð, sumar ekki nema fáeinir fer- metrar, en aðrar á stærð við heila sýslu á íslandi. # # Við leggjum upp í sleðaferðirnar í janúarmánuði. Þá er dimt þarna nyrðra. Við höfum með okkur nesti handa mönnum og hundum. Því þótt veitt sé bjarndýr eða selur við og við, þá er ekki að treysta á veiðarnar til fullnustu fyr en dag fer að lengja. En þegar nestið þrýtur, verðum við að lifa eingöngu á veiðum. Og menn venjast selketinu fljótlega. Við smökkuðum ekkert nema sel mánuð. um saman, 4—5 mánuði í einu. Við átum ketið, drukkum soðið, höfðum lýsið til Ijósmetis, eldsneytis og upp- hitunar. Menn verða aldrei leiðir á matn- um, ef þeir vita, að annað er ekki til innan 200 km. fjarlægðar. Eg hefi vanið 20 menn á að eta ekkert nema kjöt. Og þetta hafa verið menn af allskonar þjóðflokkum, negrar, Spánverjar, Suðurhafseyja. búar og Norðurlandamenn. Oftast “læra menn átið” þannig, að fyrsta daginn eta þeir heilmikið. Svo liða 2—3 dagar og alt af er etið minna og minna. Loks verða menn dauðleiðir á matnum og kligjar við öllu. En svo breytist þetta bráðlega aftur. Og eftir 2—3 vikur hafa menn vanist matnum og þykir hann alt af betri og betri. Eg hefi lifað 6 ár æfi minnar á eintómu keti og vatni. Auðvitað ekki i einu, en 2—8 mánuði í senn. # # Eins og kunnugt er berjast marg. ir læknar mjög á móti kjötáti. Eg hefi látið frægustu lækna rannskaa mig hátt og lágt. En þeir hafa hvorki fundið i mér gigt eða blóð- þrýsting, né aðra kvilla, sem taldir eru samfara kjötáti. Til þess að sanna mál okkar, tókum við okkur saman, félagi minn og eg, í New York, og átum ekkert í rúmt ár nema kjöt og vatn, jafnt sumar og vetur. Okkur varð ekkert meint af því. Eg_ vil hughreysta ykkur landa mína með því, sagði Vilhjálmur og brosti við, að þó aldrei nema svo færi, að heimsstyrjöld brytist út og allir aðflutningar teptust, þá þyrft- uð þið ekki að kvíða sulti, meðan þið hafið nóg kjöt og nógan fisk. Þið getið lifað bezta lífi á þvi ein- vörðungu. Eg hefi reynslu fyrir þvi. Síðan lýsir Vilhjálumr skyrbjúg, sem mjög var algengur fyrrum með- al heimskautafara, og segir frá því, að honum hafi tekist að lækna hann á tómu kjöti, hráu og soðnu. * # Eg hefi nú reynt að sýna ykkur, segir V. St., hvað það er afar vanda. lítið að vera landkönnuður í heim- skautalöndunum. í nánd við Spitz- bergen og austur Grænland horfir þetta auðvitað öðruvisi við vegna rekíssins. Menn verða auðvitað að haga sér eftir breyttum staðháttum. En þeg, ar menn hafa lært nokkur ár af Eskimóum og hagnýtt sér reynslu þeirra, held eg því hiklaust fram, að mentaður, hvítur maður geti látið sér líða vel í þessum Jöndum, gert sér lífið bjart og ánægjulegt og not- ið þess fullkomlega. í annari norðurför minni var eg 4þí ár, og eg varð að slíta mig það- an. Eftir 6 mánuði lagði eg aftur upp í næstu för. Sú ferð tók $/2 ár. Við lögðum upp 1913. Við höfðum ekki hugmynd um að heimsstyrjöld- in væri byrjuð, fyr en 1915, og hafði hún þá staðið rúmt ár. Aftur frétt- um við um hana 1917. Eg vildi ekki hafa nein þráðlaus tæki i þessa för. Þetta varð til þess, að við gátum óáreittir haldið áfram rannsóknum okkar, því annars hefðum við verið kallaðir heim. # # Eg býst ekki við að þetta hafi haft nein áhrif á úrslit heimsófrið- arins, segir V. St., og brosir, meðal annars vegna þess, að hér um bil þriðjungur leiðangursmanna voru Þjóðverjar. Einn af förunautum mínurn í þessari ferð var frá Suðurhafseyj- um. Hann hafði safnað allmiklu fé og hefði getað lifað áhyggjulausu lífi heima hjá sér á Samoa það sem eftir var æfinnar. Hann fór þangað suðureftir, en festi ekki yndi. Hann var orðinn 71 árs gamall. En hon- um héldu engin bönd. Hann sneri aftur til heimskautalandanna og lifði þar 6 eða 7 ár. Hann fór einn dag að vanda að gæta að dýrahögunum sínum, en siðan hefir ekki til hans spurst. Annar maður, sem með mér var í þessari ferð, hefir síðan hlotið heimsfrægð. Það var unglingspilt- ur, fæddur og uppalinn í Ástralíu við nálega hitabeltisloftslag. Á þeim árum kölluðum við hann bara George. Það er einhver röskasti maður, sem með mér hefir verið. Nú heitir hann Sir Hubert Wilkins. • * * Og svo að endingu. Eg er ekki búinn að vera lengi hér á íslandi. En einhvern veginn finst mér, að þrátt | fyrir það þótt hér séu ekki slík auð- æfi eins og t. d. í Bandarikjunum, þá muni fólkinu þó líða betur hér. Eg held, að hér sé minna af biturleik yfir lífinu en þar í landi. En hvergi í heiminum hefi eg kynst eins hamingjusömu fólki og Eskiinóunum í Norðurhöfum. Þeir voru ákaflega hraustir. Það var að- eins tvent, sem angraði þá, mýbitið og beinnálarnar. Þeir vildu gefa stórfé fyrrir venjulega saumnál. Annars undu þeir glaðir við sitt og trúðu því fastlega, að landið þeirra væri bezta landið, sem til væri. Þó lifðu þessir menn stein- aldarlífi, höfðu aldrei séð hvítan mann, vissu ekkert um umheiminn, höfðu aldrei séð eldspýtu, aldrei heyrt skot úr byssu. Þetta er aðeins hrafl af því, sem Vilhjálmur Stefánsson sagði frá á skemtikvöldi Ferðafélagsins. —Mbl. 13. sept. Heimskautafarar Framh. frá bls. 5 hann kæmi þenna daginn. Norðui landabúinn stóð á fætur, boginn o stirður af því að hafa setið í hnipi svona lengi, og fór heim. Daginn eftir komu heldur engi skeyti. Suðurlandabúinn hafði ber zin til sjötíu og fimm stunda flug; Fimtíu stundir voru liðnar, sexth sjötíu og fimm. Nú hlaut það a vera þrotið. Dagar og nætur liðu. Suðurlanda búinn kom ekki fram. Nú va Norðurlandabúinn eini maðurinn lífi, sem hafði stjórnað leiðangri loftskipi yfir íshafið. Dagar og nætur liðu. Þá kom boð frá Suðurlandabúanum efti leiðum loftsins. Skipið hans haf? eyðilagst; hann og nokkur hlut skipshafnarinnar var á reki á hafís jaka eitt hundrað og áttatíu kíló metra frá Norðurhöfða. Allur heimurinn stóð á öndinni Yar nokkur leið að bjarga mannin um? Hvað gæti hann lifað þarn; lengi? Skyldi ísinn ekki brotna Höfðu þeir nógar vistir? Rak þ; alt af undan? Skip voru send a stað — og flugvélar. Allra augu mændu á Norðurland; búann, bæði hans eigin þjóðar oj alls heimsins. Ríkisstjórnin í land hans lagði að honum að fara skip brotsmönnunum til hjálpar. Hve var líklegri en hann til þess að get; bjargað þessum bágstöddu leiðang ursmönnum ? Hann var vanur að undirbúa al af stökustu nákvæmni, vanur a' gripa tækifærið á hinu heppilegast; augnabliki eftir langar og ýtarlega bollaleggingar. Alt, sem hann hing að til hafði afrekað, var hyggni han að þakka, en ekki heppni. Nú átt hann að leggja af stað sama kvöldii í flugvél, sem valin hafði verið sv< að segja fyrirvaralaust og í mest; flýti hafði verið breytt, svo að húi Business and Professional Cards PIIYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones: 21213—21144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson VitStalstími 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Sími 30 877 DR. JON A. BILDFELL 216 Medical Arts Bldg. VitStalstími frá 4-6 e. h„ nema ööruvisi sé rátSstafatS. Sfmi 21 834 wHeimili 238 Arlington Street. Sími 72 740 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœöingxir Skrifstoía: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœðingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 BUSINESS CARDS G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36137 Slmið og semjið um samtalstima DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar 4 06 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG CorntoaU ^otel Sérstakt verð á viku fyrir námu. og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT, WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 STE. 4 NORMAN APTS. 814 Sargent Ave., Winnipeg A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Guests % yrði nothæf í þessa för. En það var nú sama — hann var sá eini, sem gat tekið þetta að sér; orðstir hans krafðist þess af honum. Það yrði lika skrattans mikill sigur að bjarga með flugvélinni þessum ræfli, sem ímyndaði sér að hann væri jafn- ingi hans, þóttist jafnvel honum meiri. Hann lofaði að fara. Blaða- mennirnir tóku ljósmyndir af hon- um, þegar hann klifraði upp í vél- ina með samanklemdar varir og augun tinnuhörð eins og endranær. Það voru síðustu ljósmyndirnar, setn teknar voru af honum. Hann bjargaði ekki hinum manninum með flugvélinni. Hann kom aldrei aft- ur. En það var hinn, sem kom aftur. Hann hafði ékki átt sjö dagana sæla —legið fótbrotinn á rekandi hafís- jaka og horfst i augu við dauðann, meðal manna, sem álitu hann vera orsökina að óláni þeirra. Sá einásti þeirra, sem hafði nokkra reynslu i íshafsleiðangri, var dáinn. Hann hafði lagt af stað við þriðja mann og ætlað að ganga yfir ísinn og kom- ast á fast land. Hann hafði helfros- ið á leiðinni, eða dáið úr hungri, eða verið étinn af félögum sínum. Um það vissi enginn. En það, sem allir vissu, var, að Suðurlandabúan. um hafði verið bjargað af ísnum á undan mönnum hans — honum, for. ingja þeirra — á undan hinum; og allir vissu, að hann átti sök á dauða Norðurlandabúans og átta annara manna, og að þeir, sem af komust. áttu líf sitt að launa ísbrjótftum frá því ríki, sem á flestum sviðum, bæði hvað snerti stjórnarfar og annað, var hinn svarnasti óvinur þess ríkis, sem Suðurlandabúinn var frá. Hann var sá maður, er fyrstur flaug yfir heimskautið í farartækj- um, sem hann hafði séð um teikn- ingar og smíði á og stýrði sjálfur. Aðeins fáum vikum áður hafði heimurinn sýnt honum lotningu, langt fram yfir það, sem Norður- landabúanum hafði nokkurntíma verið veitt. Nú hræktu allir á hann. Nú var hann raggeit, blettur á heiðri þjóðar sinnar, menn hlógu að hon- um og sneru reiði sinni gegn hon- um. Hinn var dáinn — dáinn vegna hans og fyrir hann. Hann sjálfur lifði — eina lifandi veran, sem gat flogið yfir heimskautið. En hinn var mikilmennið. Hann sjálfur var öllum til athlægis, jafnvel hans eigin þjóð vildi ekki við hann kannast. —Dvöl. Þ. G. þýddi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.