Lögberg - 22.10.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.10.1936, Blaðsíða 1
49. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 22. OKTÓBER 1936. NÚMER 43 Frá Innisfail (3. október ,1936) Herra ritstjóri Lögbergs:— Hér meÖ sendi eg þér -hitt og þetta, þar e8 fréttir eru eftir dúk og disk um veÖráttu hins heitasta suni- ars, er viÖ landar höfum lifað hér í Alberta-nýlendunni nær 50 ár. Þó varð heyfengur vel í meðallagi og matjurtagarðar, og er pressað hey nú selt á 10 dollara tonnið, af rækt. uðu landi. Hveitiuppskeran hér um slóðir 16 til 27 bushel af ekru og kornhlöðuprís 70 til 75 cent, en rtú nær 80 cent; hér er cnest “garnet” hveiti. Barley er 40C, hafrar 30 til 35 cent bushelið. Gripa og kinda- verð 2 til 5 cent pundið; svín 6 til 8 cent pundið á fæti.. Smjörfita 22 til 24 cent pundið; en alifuglar i engu verði. « Sífeldar rigningar hafa verið síðan um miðjan ágúst og tafir með kornskurð og þresking, en jörð græn sem í vormánaðar gróanda. Fyrstu næturfrost þrjá síðustu daga- sept- ember; síðan þurviðri og flestar þreskivélar komnar í naust. Engir landar hér á sjúkrahúsum mér vitan. lega, og má heita vellíðan fólks og fénaðar. Red Deer héraðið er af- farasælasta pláss í Albertafylkinu. Síðastliðið sumar andaðist hér að- eins einn maður, Jón Böðvarsson, 3. júní 1936 — 69 ára; ólst hann upp að Geithól i Hrútafirði, en 18 ára fluttist hann vestur í Haukadal í Dalasýslu; 1894 gekk hann að eiga ungfrú Höllu Arngrímsdóttur Magnússonar hreppstjóra á Núpi, er sú ætt talin til Daða i Snóksdal og Arngríms hins iærða. Síðustu árin heima voru þau hjón hjá þeim heið. urshjónum Ólöfu og Árna á Jörfa, og þótt Jón heitinn væri hinn mesti verkmaður til lands og sjávar, réri margar vertíðir á teinæring á Stafns nesi í Höfnum syðra, aflaði hann ekki nauðsynjar til framfærslu barnahóp og konu sinni. Gerði þá hreppsnefnd Haukdæla þá ráðstöfun að senda Jón heitinn með surnt af börnunum á sinn fæðingarhrepp til Hrútafjarðar i Húnavatnssýslu. En móðir hans sem ól hann einstæðing- ur, var þá búsett hér, skrifaði kona mín Sigurást Daðadóttur (Halla og hún eru bræðradætur) Árna óðals- bónda á Jörfa fyrir hönd móður Jóns, og með tilstyrk þeirra Törfa- hjóna komu þau hingað í bygðina 1905. Varð Jón þá strax að leita sér atvinnu og þótti hinn eftirsókn- arverðasti kaupamaður, trúr og dyggur; tók hann sér heyland til á- búðar; voru þá landar hér búnir að fá honum laglegan bústofn tneð hjálp stjúpa hans og móður, með hestum, sauðfé og gripum. Það land er nú í eyði, en synir hans og dætur búsett á hveiti. og griparæktarlönd- um í nágrenni við föðurleifð sína. Tengdasynir hans tveir, ungir rnenn, þreskjarar, og Steinþór sonur hans; öll vel efnum búin og eiga glæsilega framtíð, ef alt gengur vel. Þessar fáu drætti rita eg vinum Höllu og Jóns heitins, er lesa kynnu Lögherg, i Haukadal; þá sjá þeir hversu mikið lán það var þeim hjónum að flytja til Ameríku. Jón heitinn eftirskilur stjúpa sinn og móður, 91 árs, á veg- um dóttur þeirra í Calgary, og aðra hálfsystur sterkrika hér í hygðinni, eftirlifandi konu sína, Höllu, bú- stýru hjá Steinþóri syni síntim. Fyrirfarandi ár hefir þar oft verið mannmargt á sunnudöguna; í þeirn laufgræna lundi leikur hin yngri kynslóð knattspyrnuleiki, og mætti því vel heita á “Leikskálum”; og þó vinið glói þar ekki í glösunum, leys- ir Halla mín alla út með sinu ís- lenzka, ilmandi kaffi og kryddmeti að forislenzkum stð. Eftirlifandi börn þeirra Jóns og Höllu eru hér talin eftir aldri: Arngrímur, giftur hérlendri WALTER J. LINDAL, K.C. Á ársfundi Manitoba Liberal As. sociation, sem haldinn var í Portage la Prairie þann 16. þ. m., var Walter J. Lindal, K.C., kosinn forseti þess félagsskapar fyrir næsta starfsár. kenslukonu, á tvö börn; Margrét (Mrs. Orla Neilsen) á tvö börn; Ólöf (Mrs. Varne Perry) olíubrunn borara í Turner Valley; Steinþór Hermann, ógiftur, býr stórbúi; Jó- hann Theodór, verkamaður hjá Arngrími bróður sínum; Elín Jóna Jakobína (Mrs. Steve Rughley, á eitt barn; ungfrú Kristjana Steþh- ania búðar og póst dama í Marker- ville;, Valdimar, verkamaður hjá Steinþóri bróður sínum; Ernil Daði, báðir ógiftir heima. Þessa æfisögu bið eg ritstjóra Lögbergs að flytja lesendum blaðs- ins heim til Haukadals í Dalasýslu og annara. Með vinsemd og virðingu, J. Bjömsson. Frú SoffíaG. Johnson (Kveðja frá fósturdóttur hennar) Eg veit það, móðir, ekki þarf að gráta, þó andi þinn sé horfinn sjónum mér; til endurgjalds mér leyfðu þó að láta þá litlu fórn, að tárast yfir þér. Eg segi: móðir! móður betri varstu, sem mállaust barn mig tókstu þér i skaut, og varkárt mig á blíðum örntum barstu og bægðir frá mér allri sorg og þraut. Þitt bros ntig gladdi, er byrjaði eg að hjala, þú barst mig, studdir fyrstu lifs- spor mín. Eg heyrði á þig, er hóf eg fyrst að tala, og hvergi lærði eg betra' en orðin þín. Þú göfugt eitt og gott mér vildir kenna: þitt grandvart líf, að styðja vanaðan, og láta hjartað heitt og stöðugt brenna af hreinni elsku á Guð og náungann. Og þó að árin áfram lengra rynni og aðrar nýjar myndir fylgdu þeim, og alt að hinstu æfinstundu þinni, eg átti’ í þér það bezta’ í þessum heim. Sá lengsti dagur loks þó enda tekur, en líf ]>itt eftir helgar minjar her; þitt dæmi öðrum vísbendingu vekur, að vert sé það, að breytá eftir þér. Nú byrjar þú, sem barn við Guð að hjala, ntuberi Drottinn þig á örmnm sér, nú kenni hann þér heilög orð að tala; sé honuni lof! — en friður sé nteð þér! Brúðkaup í Blaine Kirkjugiftingar hafa fallið mjög úr móð í seinni tíð og mun það auð. vitað standa í sambandi við frá- hvarf fólksins. Þó fer sú hátíðlega athöfn hvergi betur fram, enda aldrei meiri ástæða að biðja um blessun Guðs en þegar hjörtun vigj- ast til æfistamstarfs í því að byggja heimilið. Það munu vera um 22 ár síðan lúterska íslenzka kirkjan var reist i Blaine. Á öllum þessum árum hafa aðeins tvenn hjón verið þar vígð. Fyrsta giftingin var et Mrs. Matt- hildur Sveinsson gekk að eiga þá- verandi prest safnaðarins, H. E. Johnson árið 1926. Svo liðu mörg ár þangað til að ung og efnileg mær kom alla leiðina austan frá Winnipeg, til að giftast unnusta sínum, í gömlu kirkjunni. Þessi unga kona heitir Ólöf, og er dóttir Jakobs Vopnfjörðs og Dag- bjartar konu hans. Eiga þau hjón heimili rétt fyrir norðan línuna, svo sem Vi mílu frá Blaine. Brúðgum- inn er af þýzkenskum ættum, Abra- ham Benny Salters að nafni. Hefir hann verið við vinnu í Bellingham- borg urn nokkurra mánaða skeið, en kom þangað frá Winnipeg. Hann er mjög viðfeldinn maður og er það bæði von mín og hyggja að þessum ungu hjónum muni vel farnast. Séra V.*J. Eylands framkvæmdi alhöfnina, og sagði einhver að prest. urinn hefði gleynit handbókinni heima, en það kom honum ekki að sök, og er mér nær að halda að at- höfnin hafi orðið innilegri og per- sónulegri fyrir bragðið. Eftir hjónavígsluna var sezt að veitingum í samkomuhúsi kvenfé- lagsins. Foreldrar brúðarinnar buðu um 70 manns þar til veizíu, en Mrs. II. E. Johnson með aðstoð systur sinnar Mrs. Charles Wells og Mrs. Sarah Dickenson gengu um beina. Undir borðum skemtu þeir með ræðum séra V. J. Eylands, A. E. Kristjánsson, Andrew Danielsson, foreldrar brúðarinnar og undirritað. ur. Á milli ræðanna skemtu fjórir ungir rnenn með söng, nefnilega þeir Breiðfjörðs bræðurnir þrír, Elías, John og Trausti ásamt frænda þeirra Ilerði Vopnfjörð, bróður brúðar. innar, en Miss Reoh Bedell lék á hljóðfærið. Má þess vel geta í þessu sambandi að börn þeirra Breiðfjörðs hjón- anna, Ágústs og Margrétar, hafa tíðum skemt okkur með söng. Elías er aðal tenor sólóisti þessa bæjar, en John syngur við niessur í einn stærstu kirkjunni í Bellingham. Hörður frændi þeirra — þær Mrs. Vopnfjörð og Mrs. Breiðfjörð eru systur — er góður viðbætir í flokk- inn. Þau Salters hjónin tóku sér bráða. birgðar bústað nálægt Blaine, en eftir að njóta haustblíðunnar hér, á hveitibrauðsdögunum, munu þau trauðla hverfa austur yfir fjöllin. E. II. Johnson. Or borg og bygð Mr. Sigfús S. Bergmann kom til borgarinnar á þriðjudagsmorguninn vestan frá Wynyard, Sask. Hinn 15. okt. s.l. voru gefin sam_ an í hjónaband Mrs. Björg Good- man, til heimilis í Glenboro, Man. og Bergsteinn B. Mýrdal einnig frá Glenboro, Manitoba. Giftingin fór fram að heimili sóknarprestsins, sem framkvæmdi hjónavígsluna. Fram. tíðarheimili þeirra verður að Glen- boro. þar sem brúðguminn hefir verslun. Mr. Jón Kjemested frá Winnipeg Beach kom til borgarinnar snöggva ferð á þriðjudaginn. T. W. KILSHAW Mr. Kilshaw hefir nýverið gert það heyrinkunnugt, að hann hafi á- kveðið að keppa um borgartjóra- stöðuna í Winnipeg við kosningar þær til borgarráðs, er fram fara í næstkomandi nóvembermánuði; tjá. ist hann vera með öllu óháður póli- tiskum flokksböndum Mr. Kilshaw er fæddur á Englandi fyrir 49 árum ; hann fluttist hingað til lands u.m tvítugsaldur, og nam heimilisréttar- land í Saskatchewan; tók hann þeg. ar að gefa sig við þátttöku í sveitar. málum, og varð brátt forseti í skóla. ráði. Nokkru seinna flutti hann til Regina og byrjaði þar verzlun. Nú hefir hann um alllangt skeið gegnt umsvifamiklu uppboðshaldara starfi í Winnipeg. Emile Walters Þær fréttir hafa nýlega horist af Emile Walters listmálara, að liann hafi í sumar lokið við allmargt landslagsmálverka frá íslandi, frá því er hann siðast var hér, og að ýmsar þeirra verði sýndar í vetur hér og þar í stórborgum Bandaríkj- anna. Fyrsta sýningin hófst við Grace Nicholson’s Galleries, 46 North Los Robles Avenue í borg- inni Pasadena í California, þann 15. þ. m., og stendur þar yfir til þess 15 nóvember næstkomandi. Bæði í Pasadena og ýmsum hinna nærliggj. andi borga er þó nokkur strjálingur af Islendingum; ættu þeir ekki að láta það undir höfuð leggjast að heimsækja þessa málverkasýningjti og styrkja með því ræktarsamband sitt við ísland. Málverk Emile Walters verða einnig sýnd í San Diego, San Crancisco, Portland og Seattle; verður nánar frá því skýrt seinna, hvar og hvenær þær fara þar fram. Áætlað er að sýningin í Seattle standi yfir frá 7. febrúat til 10. marz. í Séattleborg er margt Is- lendinga, og færa þeir sér vafalaust þessa nýstárlegu sýningu i nyt. HAUSTGEIGAR Fölbleik jörð er færð új glæsiskrúða, fellivindar hrista lknið trjánna. Lágt nú hnígur laufið fagurprúða, lægra tala raddir gróðraþránna. Haustið breiðir nálín napúrt yfir nægtir jarð;y, sólarbirtan dofnar. Hér á jörðu ögra öllu er lifir elli og dauði, blómlif_deyr og sofnar. Gnötra heimar, geysa hrannir þvlja, geiga yfir berum foldar vanga, eins og vilji allar stoðir mylja undan þvi, sem dirfist hæst að langa. Menn og skepnur móka í heljar- viðjum, merg og beinin kvíðhrollur smýgur, yfir hvað sem göngum að og iðjum, ótti og skelfing nornavætta hnígur. Haustið kallar; hervæddur er vetur, harðhentur og strangur mjög í kröfum. Honum móti hver einn bezt sem getur hugans beiti styrku þroskagjöfum. M. Ingimarson. Stjörnuhröp Hvernig á þeim stendur. Hver er sá, sem ekki hef ir horfl með aðdáun á stjörnuhröp um heið- skíra vetrarnótt? En hver veit hvað stjörnuhröp eru? 1 þessari grein er gerð tilraun að skýra það. 8.—16. nóvcmber nœstkomandi er búist við þvt að sjáist mikil stjörnuhröp, ef veðrabrigði hindra það ekki. Alexander Humboldt, ihinn mikli visindamaður, var staddur á strönd. inni hjá Cumana í Norðurhluta Suð. ur-Ameríku i nóvembermánuði árið l799- I>ar sa hann þá sjón, sem hann dáðist mest að og gat aldrei gleymt. Þegar dimdi af nótt varð alt himinhvolfið að tindrandi ljós- hafi, líkast þvi sem stórkostlegum flugeldum -væri -skotið sem tíðast. Þetta voru óteljandi stjörnuhröp og blossar af þeim. Það var engu lík- ara en að allar stjörnur á festingu himinsins væri að hrapa til jarðar. íbúarnir þarna sögðu honum þá sögu, að hina sömu nótt fyrir 33 ár. um íhefði þeir séð hina sömu sjón, eða i nóvember 1766. Það var því viðbúið að hið sama mundi endur- taka sig að 33 árurn liðnum, eða í nóvember 1833, og það varð. Enn kom hið sama fyrir í nóvember 1866, en 1899 brást þetta, þótt undarlegt megi virðast. Vísindamenn hafa lengi brotið heil- ann um það hvernig á stjörnuhröp- um muni standa. Margt kom þar til athugunar, en nú vita' menn með vissu hvernig á þeim stendur. í fornöld trúðu menn því á Norð- urlöndum, að örlaganornirnar spynnu lifsþráð manna og á enda hans væri stjarna; þegar hún hrap- aði, þá væri tnaður dauður. Það var því þjóðtrú hér á Islandi fram á vora daga, að «f einhver sá stjýrnu- hrap mundi ekki líða á löngu áður en hann heyrði mannslát úr þeirri átt. 1 ýmsum sveitum, sérstaklega i Skaftafellssýslu, hefir það og ver. ið trú manna fram á þennan dag, að stjörnuhröp boðuðu veðrabrigði. “Ef stjarna hrapar til norðurs, suð. urs, austurs, vesturs, þá á hann bráðum að koma á úr þeirri átt,” (íslenskir þjóðhættir bls. 144)- Þetta sýnir eftirtektargáfu íslenzkra alþýðumanna, því að vísindin hafa nú sannað að stjörnuhröp og veðra. brigði fylgjast að. LTpprunalega héldu menn að þeir sæi stjörnur hrapa. Þaðan stafar nafnið stjörnuhrap. Þessi skoðun hélst fram eftir öldum og jafnvel fram á vora daga, enda þótt vér vit- um nú, að flestar stjörnurnar eru mörgum sinnum stærri heldur en jörðin, og að jörðin mundi því far- ast ef stjarna rækist á hana. í forn. öld voru í hofum í Grikklandi geymdar og dýrkaðar “stjörnur, fallnar af himni,” oft og tíðum stór. ir steinar. Plinius nefnir einn af þessum heilögu steinum, og segir að hann sé eins stór og stór vagn. Þessi steinn féll til jarðar hjá Aegaspatomol árið 476 fyrir Krists. burð. Slíkir steinar eru nú nefndir loft. steinar (Meteor). Auðvitað var það hjátrú ein að halda að þeir hefði áður verið stjörnur á festingu him- ins. Seinna mistu menn alveg trúna á það að steinar gæti komið til jarð. arinnar utan úr ómælisvídd himin- geimsins. “Hvaðan ætti þeir að geta komið?” spurðu menn. Árið 1790 barst vísindafélaginu í París frásögn, staðfest af 300 sjónarvott- um, um það, að hinn 24. júlí þá um sumarið hefði fallið steinar úr lofti frá Juillac í Gascognehéraði. Vís- indafélagið hafði þá ekki annað til þess máls að leggja en að það væri hastarlegt “á þessari menningaröld” að menn skyldi geta látið sér til hug. ar koma, að steinar kæmi úr loftinu. Það hefir lengi loðað við vísinda- menn að þeir hafa átt bágt með að trúa þvi, að hið óliklegasta gæti skeð. En þegar ekki varð hjá því komist að viðurkenna, að steinar félli úr loftinu, þá komu þeir frarn með þá skýringu, að þetta væri steinar, sem eitthvert eldfjall, lík- lega Hekla, hefði gosið, þeytt upp í háaloft og þeir siðan borist þar með veðri og vindum. Sutnir héldu þvi frm að steinar þessir væri frá tungl. inu; þar hefði nýlega orðið eldgos °g grjótið spýzt alla leið til jarðar! Smám saman komust menn þó að raun um það, að steinar komu til jarðar utan úr himingeimnum, að grjót væri þar á flugi, og ef það kæmi of nálægt jörðinni, drægi að- dráttarafl hennar það til sin. Menn komust líka að þeirri niðurstöðu, að ekki væri mikill munur á vígahnött. um og stjörnuhröpum, eða aðeins stærðarmunur. Vígahnettirnir eru aðeins korn, fáein grömm á þyngd, en loftsteinarnir geta verið stórir og þungir, máske þúsundir smálesta. eins og t. d. loftsteinninn, sem féll niður í Síberíu hérna um árið og eyðilagði þar skóg á svo stóru svæði að nema mun flatanmáli Lundúna- borgar. Hefði þessi steinn því t. d. fallið niður á miðja Lundúnaborg, mundi öll borgin hafa fallið í.rúst- ir á sama augnabliki, og er það nokkuð stórkostlegra skot heldur en stærstu sprengikúlur, sem menn hafa fundið upp. Þegar steinar þessir eru úti í him- ingeimnuim, eru þeir kaldir og dimrn. ir og því ósýnilegir. En þegar þeir koma inn í gufúhvel jarðar, verða þeir hvítglóandi af fallhraðanum og viðnámi loftsins. Stundum verður fallhraðinn svo mikill og þensla steinanna við hitann, að þeir springa og verður þá dásamlega fagurt gneistaregn á lofti, eins og óteljandi stjörnur séu að hrapa, eða óteljandi eldingar þjóti hver um aðra. Menn verða að gæta þess, að síeinar þessir eru á flugferð um hiimingeiminn, fara með alt að því 40 kílómetra hraða á sekúndu að meðaltali. En þegar aðdráttarafl jarðarinnar kippir í þá og stöðvar þá á þessari fleygiferð, verður hnykkurinn svo mikill að þeir verða hvítglóandi í einu vetfangi, og þá fyrst getum vér séð þá. Þessi orku. breyting í ljós ér í sjálfu sér alveg hið sama eins og þegar skeifur und- ir hesti slá gneista úr grjóti. Loftsteinar þessir hafa máske verið á ferð og flugi um himinhvelið um miljónir ára. Nú kippir jörðin alt í einu í þá, stöðvar þá á flugrás sinni og dregur þá til sin með ómót. stæðilegu afli. Og í 100—120 km. hæð “kviknar” á þeim^jg þeir falla til jarðar sem glóandi eldhnettir og springa venjulegast i smáagnir. En þó eru sum brotin nokkuð stór. Taktu eitt slíkt brot í hönd þér og virtu það fyrir þér. Mundi þig þá ekki grípa einkennileg kend er þú hugsar um það, að þessi steinn er ekki "af þessum heimi,” heldur hefir hann borist til vor einhvers- staðar utan úr ómælisvíðáttunni og hefir ef til vill verið þar á flugi um miljónir ára. Og ef til vill er hann upprunalega kominn frá annari stjörnu. Hvaða stjarna er það? Hvaða sögu hefir þessi boðberi það. an að bera? Er líf þar eins og hér? Óteljandi fleiri spurningar, al. vaktar og hálfvaktar, munu sækja á þig á meðan þú horfir á steininn og veltir honum í lófa þér. En svör færðu ekki, því að steinninn er þög. ull. Hann á það sammerkt við stein. ana á vorri jörð. Og hann á fleira sammerkt við þá, því að hann er yfirleitt af sama efni ger og þeir. Hvaðan koma nú þessir loftstein. ar? Það vitum vér enn eigi með Framh. á bls. 3

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.