Lögberg - 29.10.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.10.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines w^SS^ For Service and Satisfaction PHONE 8S311 Seven Liney toto awsíP ttv ^ c^« *° ., C**5£o* p*iv^ For Better Dry Cleaning and Laundry 49. ARGANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 2!). OKTÓBER 1936 NÚMER 44 Senator Couzens látinn Síðastl. fimtudag lézt á sjúkrahúsi í Detroit, senator James Couzens, 64 ára að aldri; haf t5i_ hann átt sæti i öldungadeild þjóðþingsins i Wash- ington siðan 1922, fyrir hönd Michiganríkis. Republicanflokkn- ttin fylgdi hann að minsta kosti að nafnimi til, að málum, þótt ávalt teldist hann til hins róttækara fylk- ingararms. Við prófkosningarnar í vor sem leið tapaði Senator Couzens útnefningu, og nokkru áður en hann d('i gerði hann þá yfirlýsingu, að endurkosning Roosevelts væri hvorki trteira né minna en pólitískt sálu- hjálparatriði fyrir Bandaríkjaþjóð- ina. Senator Couzens var canadisk. ur aö' uppruna, fæddur í bænum Chatham í Ontariofylki þann 25. dag ágústmánaðar 1872; hann flutt- ist til Detroitborgar 1890, og öðlað- ist eins fljótt og auðið varð amerisk þegnréttindi. l*m það leyti, er llcnry Ford stofnsetti hina heims- frægu bílaverksmiðju sína, gekk Couzens í þjónustu hans og fékk skömmu seinna umráð yfir $3,500 virði af hlutum í félaginu; hækkaði hann þar svo fljótt i tign, að innan fárra ára gekk hann næst aðaleig- andanum sjálfum livað áhrif snerti. Árið 1915 skildu leiðir nveð þeim Couzens og Fbrd ; seldi Couzens þá sinn hluta í bilafélaginu fyrir hvorki meira né minna en $30,000,000. l'm nokkurt áraskeið gegndi hann borg. arstjóraembætti i Detroit, og þótti hinn mesti athafnamaður í þeirri stöðu sem á ö'ðrum sviðum ; nú er sonur hans borgarstjóri í Detroit. Er fregnin um lát Senator Cou- zens barst Roosevelt forseta til eyrna, lét hann me'ðal annars þann- ig um mælt: "Með fráfalli senator Couzens. hefir ameriska þjóðin mist drenglyndan forustumann, þar sem hugsjónir og þrek fóru saman í jöfnum hlutföllum. ALT I BÖD OG REGLU UM STARFRÆKSLU WINNIPEQ HTDRO Kinhver vikublöð hér í, borginni ¦höfðu í sumar hamrað á því hvað ofan í annað, að ekki mundi alt með feldu um starfrækslu Winnipeg Hydro. Þessu undir bæjarstjórnin illa, og ákvað að Iáta óháð sérfræð- ingafélag endurskoða allar bækur raforkukerfisins fyrir árið 1935. Endurskoðendafélagið víðkunna. l'rice, Watershouse, leysti verk þetta af hendi, og lét bæjarstjórn þær upplýsingar í té að loknu starfi, að alt væri í röð og reglu starfræksl- unni viðvíkjandi, og að fyrirmælum l'ttblic Utility nefndarinnar hefði í öllum, atriðum verið nákvæmlega framfylgt. MINNA MA NO GAGN GERA Sú hin konunglega rannsóknar- nefnd, undir forustu W. F. Turgeon dómstjóra, sem verið hefir að kynna sér hag og ástæður vefnaðarvöru- iðnaðarins í Canada, hefir þegar leitt það i ljós, að félagið Courtaulds of Canada, Limated, græddi til jafn. aðar 30.23 af hundraði á árunum [926 til 1935. Sennilega hefir marg- ur bóndinn orðið að sætta sig við minni ágóö'a af rekstri bús síns.— ARASUM MR. ABÉRHARTS Á BLÖÐIN STRANGLEGA MÓTMÆLT Forseti félagsskapar vikublaða út- gefenda í Alberta, H. T. Halliwell, hefir nýverið sent Aberhart forsæt- isráoherra strangyrt bréf fyrir ítrek_ aðar árási hans á blöðin. Gefur Mr. Halliwell forsætisráðherra þá ráð- leggingu, að lögsækja þau blöð, er hann þykist eiga sökótt við, en láta hin í friði, er undir engum kring- umstæðum hafi nokkuð til áfellis unnið. VIGÐ TIL PRESTS- ÞJÓNUSTU Miss Lydia Emilie Gruchy verður vígð til prestsþjónustu í Moose Jaw, Sask., þann 4. nóvember næstkom- andi; verður hún fyrsta konan, sem prestvígslu þiggur í þessu landi og starfar innan vébanda Sameinuðu kirkjunnar í Canada. Miss Gruchy lauk guðfræðaprófi árið 1923. lVú- ist er vi'ð að fjöldi kirkjuhöfðingja sæki vígsluathöfn þessa. Vígsluna framkvæmir Rev. J. J. Nichol frá Saskatoon, forseti Sameinuðu kirkj- unnar í Saskatchewan. FOLEGGJUM KASTAÐ AÐ FORSETAEFNI Earl lírowder, frambjóðandi com- múnista til forsetatignar í Banda- ríkjunum, bafði ákveðið að halda útvarpsræðu í bænum Terre Haute í Indiana-ríkinu þann 21. þessa mánaðar. Er til útvarpsstöðvar- innar kom, var Mr. Browder bönnuð innganga og varpað yfir hann mestu ógrynnum af fúleggj- um. Varð hann neyddur til þess að slá ræðu sinni á frest. ÞTKIR SOPINN GÓÐUR Fólkstalan í Suður-Ástralíu er lítið eitt innan við 750,000. En þó hún sé ekki hærri en þetta, er það næstum ótrúlegt hve mikils áfengis er neytt í landinu. Árib' sem leið nam neyzlan 4,002,702 gallónum af bjór og 438,121 gallónum af víni, auk sterkra drykkja. TEKUR VII) SENDIIIERRA EMBÆTTI Hon. Herbert Marl'er, hinn nýji, canadiski sendiherra í Wjashington, vitjaði á fund Roosevelts forseta þann 21. þ. m., og lagði fyrir hann embættisskilríki sín. Lét Mr. Mar- ler í ljós ánægju sína yfir viðskifta og vináttusam,bandinu milli Canada og Bandaríkjanna. Mr. Roosevelt tók í sama streng og kvað sér seint mundu úr minni líða þær ástúðlegu viðtökur, er hann af Ihálfu hinnar canadisku stjórnar hefði orðið að- njótandi í Quebec í sumar. IIIALDSMEXX VINNA KOSNINGU Yio' aukakosningu til brezka þingsins, scm fram fór í Erdington kjördæminu þann 20. yfirstandandi mánaðar, fóru leikar þannig, að J. A. C. Wrigbt, frambjóðandi íhakls. flokksins gekk sigrandi af hólmi með freklega 6,000 atkvæða meiri- hluta umfram keppinaut sinn, C. J. Simmons, er kosningar leitaði af hálfu hins óháða verkamannaflokks HÓSTUSAMT I BOMBAY l'ann 20. þ. m. sló i brýnu milli Moslems og Hindúa í Bombay, er svo harðnaði eftir því sem á daginn leið, að stjórnarvöldin sendu þang- að sextán vagnfermi af brezkum hermönnum, til þess að skakka leik- inn. LJm 50 manns biðu bana í orra. hrið þessari. BERA SAKIR A RÚSSA Stjórnin í Portúgal ber Rússum það á'brýn að þeir sé valdir að blóðs- úthellingunum ægilegu á Spáni; að þeir hafi rofið hlutleysisloforð sin með því að senda spönsku stjórn- inni vopnabirgðir og með því hafi þeir framlengt borgarastríðið að ó- fyrirsynju. DR. RIOIIARD BECK Blaðið Grand Forks Herald frá 18. þ. m., lætur þess getið, að Dr Ritíhard Beck, prófessor í Norður- landamálum og bókmentum við rík- isháskólann i N. Dakota, hafi ver- ið kjörinn sérfræðilegur ráðunautur i nútíðarbókmentum Norðurlanda fyrir hið merka og útbreidda félag bókmentafræðinga og málfræðinga, The Modern Language Assiciation of America. Tilkynning um þenna nýja heiður barst Dr. Beck frá pró- fessor Percy W. Long við New York háskólann, skrifara félagsins. Val þessara sérfræðilegu ráðunauta er gert samkvæmt uppástungum og imjeðmælum þjóðkunnra fræðimanna innan takmarka félagsskaparins, þeirra, er einkum og sérilagi við bókmentarannsóknir fást. Félagsskapur sá, er hér um ræðir, telur á fimta þúsund meðlima; pró- fessora, rithöfunda og aðra fræði- og vísindamenn. Dr. Beck er meira en maklegur þess heiðurs, er honum, samkvæmt ofangreindri ráðstöfun, hefir fallið í skaut, sakir umsvifamikilla at- hafna á sviði bókmentanna. AUKAKOSXING TIL SAMBANDSÞINGS Á mámtdaginn var f ór f ram auka- kosning til samhandsþingsins í East Ottawa kjördæminu. Þmgsæti þetta losnaði við það, að þingmaðttr þess siðan í fyrra, Mr. E. R. E. Chevrier var skipaður dómari í hæstarétti Ontariofylkis. Við þessa auka- kosningu buðu sig fram fjórir liberalar og maour nokkur, er taldi sig standa í einhverju pólitísku sam- bandi við Kuion Nationale. Úrslit urðti þau, að J. Albert Pinard, lib- eral, var kosinn með j.K<)4 atkvæða meirihluta umfram næsta gagnsækj- anda sinn. Frá lslandi ¦¦»_¦«¦¦,* * ->i -ti ¦--,,---,. Xtjft iðnfyrirtæki Friðrik Þorsteinsson frá Dyrhól- um í Mýrdal hefir komið upp ný- tízku reykhúsi við Tryggvagötu hér i bænurn (Reykjavik) til að reykja síld og annað fiskæti. Friðrik hefir lært iðn sína í I'ýzkalandi, og er reykhús hans sniðið eftir þýzkri fyrirmynd. 1 lann er nú byrjaður að koma vörum sínum hér á markaðinn og fást þær í flestum helztu matvöru- verzlunum. Hingað til hefir hann aðallega framleitt síld, er hann nefnir Vínar- sild, en það er flött síld og reykt, sem mikið er framleitt af í Þýzka- landi og er hún kend við Vínarborg, en selst mikið um alla Mið-Evrópu. Vínarsíldin þykir mesta lostæti, einkum steikt og framreidd með heitum kartöflum eða brauði. Ý.msir vilja hana þó aðeins reykta og má ef vill, smyrja hana ofan á brauð. Þá reykir Friðrik einnig heila síld sem um leið soðnar í reykingunni, er sú síld nefnd "Bitckling" í Þýzka- landi, þykir hún og herramannsmat- ur, sérstaklega á kvöldborð. Friðrik ætlar sér einnig að reykja aðrar fisktegundir, svo sem karfa. ýsu, steinbít o. fl. Reykhúsið hefir einnig útbúnað til að leggja síld í dósir, steikja fisk og sjóða niður. Tilætlunin er að selja þessar vör. ur.bæði á innlendum, og erlendum markaði. Hefir Friðrik ráðist hér í hið þarfasta fyrirtæki. Islendingar J'ttrf a ab læra að eta síld miklu meira (ii þeir gera nú, er vonandi að það gangi betur þegar hún er tilreidd þann veg sem bezt gefst annarsstað. ar. Reykta síldin er líkleg til þess aS verb'a mjög eftirsótt hér sem annarsstaðar, þegar hún er rétt meÖ farin, og fólk fer að kynnast þessari ódýru, ljúffengtt og heilnæmu fæðu. Það er einkum i fiskiðnaðinum, serri oss Islendingum er þörf á nýju framtaki. Þar þarf ekki að sækja hráefnið til útlanda, við höfum það við strendur landsins. Með stofnun Verðbúða-reykhúss- ins er stigið spor í rétta átt í fisk- iðnaðinum og á Friðrik Þorsteins- son þakkir skilið fyrir framtak sitt. sem vonandi er að bæði hann og al- menningur hafi gott af. — Mbl. 12. sept. # # # Bókarfregn ísafoldarprentsmiðja hefir á und. anförnum árum gefið út rit Jónasar Hallgrímssonar, og hefir flest af því, sem þar kemur fram, fyrir utan kvæðin, alt til þessa legið ójirentað í bókasöfnum hér, eða í Kaupmanna. höfn. Þessi útgáfa er þarft verk íslenzkum bókmientum og allrar virðingar vert. Matthías Þórðarson fornminjavörður hefir safnað efn- inti. séð um útgáfuna og ritað æfi- sögu Jónasar. Fyrsta bindið kemur út i92(), en hið fimta og síðasta nú á þessu ári. Þó vantar enn efnis- yfirlit alls verksins og ef til vill eitt. hvað af athugasemdum og skýring- ttm. Með útgáfu þessa verks, eru Jón. asi Hallgrímssyni gerð betri skil en nokkrum öðrum rithöfundi, skáldi efia merkismanni þjóðar okkar bafa verið gerð alt til þessa, að Jóni Sig- urðssyni undanteknum, í hinu mikla riti um hann eftir Bál Eggert Óla- son, sem Þjóðvinafélagið gaf út fyrir nokkrum árum. Þessir tveir nienn, Jinias Ilallgrimsson og Jón Sigurðsson, eru líka áhrifaríkustu mennirnir í þeirri vakningu og viðreisnarbaáttu, sem einkenna þjóð. líf okka á síðastliðinni öld. Þeir voru brautryðjendur á sínum tíma, hvor á sinn hátt, og eiga það báðir skilið, að minningu þeirra sé haldið hátt á lofti. Æfisaga Jónasar 1 íallgrimssonar er í þessu nýútkomna fimta bindi, miklu nákvæmari og fullkomnari en þær æfisögur hans, sem áður hafa verið prentaðar. TTún er samin af alúð, og höfundurinn, Matthías Þórðarson, hlýtur að hafa varið til hennar miklum tíma. Lesendurnir fylgjast mcð Jónasi alt frá bernsku hans, frá ári til árs, fylgjast með kjörum hans, störfum og öllum við- fangsefnum. Og M. Þ. skrifar um Jónas og verk hans með þeirri sam. úð og aðdáun, sem sýna, að honum hefir verið verkefnið hjartfólgið. Ilann segir frá niörgu, sem fáum nittn hafa verið kunnugt ttm áður, og hann leiðréttir ýmislegt i eldri frásögnum af Jónasi. Það er yfir höfuð mikill fengur í þessari ná- kvæmu æfisögu. Hún nær yfir 200 blaðsíður í bókinni, og er prentuð með smáu letri. Þetta safn af ritverkum Jónasar Hallgrímssonar er þarft og gott verk, eins og þegar er fram tekið, enda þótt ýmislegt í því, svo sem Kristján Níels Júlíus, skáld, látinn Síðastliðinn sunnudagsmorgun lézt að heimili sinu í grend vio Mountainbæ í North Dakotaríki, skáldið Kristján Júlíus, venjulegast nefndur K.N. Bar dauða hans að með snöggum hætti; hafði hann ver- ið heilsuhraustur maður alla sína æfi.— Kristján skáld átti sérstöðu i bók- mentum íslenzku þjóðarinnar sakir meðfæddrar, góðlátrar fyndni, er hann var svo auðugur af, að jafnvel alvarlegustu ljóð hans báru þess ó- t\íra'(S búningseinkenni. Var hami fæddur til þess að "fækka táruuum" með samferðasveit sinni um langt áraskeið. Hjá Kristjáni Júlíusi fór saman glæsimenska og góðmenska; hann var blíðlundaður maður og hjartahreinn, er aflaði sér trúrra vina hvar sem leiðin lá. Skólageng- inn var hann ekki, en nam þess meira af lífinu sjálfu. Kristján Níels Júlíus var í heim þenna borinn hinn 7. dag aprílmán- aðar á Akureyri,-árið 1859; voru foreldrar hans þau hjónin Jón Jóns- son og Þórunn Kristjánsdóttir, Til Winnipeg kom hann árið 1878, en fluttist þaðan brátt suður til Duluth í Minnesotaríki; lengst varð þó dvölin á beimili Geirs-f jölskyldttnn- ar við Mountain, þar sem á hann : rann höfginn hinsti; var hann ávalt borinn þar á höndum sem fjöl- skyldufélagi, þó eigi stæði hann í ættartengslum við húsráðendur. Kristján var ókvæntur alla æfi. Hann lætur eftir sig þrjár systur, Eleonóru í Winnipeg, Steinunni Lindal í Victoria, B.C. og Rósu Þor- valdsson á Akureyri. Bræður hans tveir, þeir Jón og Bjarni, eru látnir fyrir nokkrum árttm í iVinnipeg. Arið K)_-() kom út kvæoasafn nokkurt eftir K.N., er "Kviðlingar" nefndist: var það vitanlega ^kki nema nokkurt brot af því öllu, er hann f ram að þeim tíma haf ði ort; frá þeim tíma orti hann mikið, og er sumt af því alveg vafalaust með þvi bezta, er hann reit. Nú liggur það næst fvrir að safna verkum hans öllum í heild, sem.ja æfisögu hans, og gefa út i einu lagi. Kristján Júlíus var vafalítið vinsælasta skáld- ið, er fslendingar vestan hafs áttu í hópi sínum. Og nú er harpan hans hljóðnuð; hún haf Öi hljómað leugi og vel. Útför skáldsins fer fram í dag. fimtudaginn þann 29. október, frá Eyford-kirkju. margt þaíS, er náttúruvísindastarf hans snertir, sé aðeins brotasilfur, sem hontim entist ekki aldur til að skapa úr heildarverk. ITann var að- eins 37 ára gamall, er hann dó.— Þ. G. Mbl. 16. sept. * # # Fjórir Hteiin farast af bát fyrir Austurlandi Kjórir fullorðnir karlmenn, þar af þrir bræður, fórust af trillubát fyrir Austurlandi i fyrradag, í góðu veðri og sjólaustt, en i niðadimmri þoku. mennirnir vortt: Þórarinn Sveinsson (34 ára), Fri- mann Sveinsson (26 ára), Sófus Sveinsson (30 ára), alt bræður frá N'iðfirði (skamt frá Neskaupstað), og Ilalldór Eiríksson (56 ára), aldraður einsetumaður á nýbýli hjá Viðfirði. Með þeim bræðrum Sveinssonum, er farin einasta fyrirvinna heimilis- ins ao' N'iðfirði. Unnu þ'eir fyrir aldraðri móður og konu Þórarins og fjórttm börnum hans. Hinir bræð- ttrnir tveir voru ókvæntir. Ilefir þessi atbttrður komið eins og reið- arslag á heimilið. Slys þetta spurðist til Norðfjarð- ar í gærmorgun, en togarinn P>rimir kom þangað með trillubátinn fullan af sjó, og með honum lík Frímans Sveins§onar. Var Brimir á siglingu af veiðum, og þegar skipið var út af Mónesi, 2—3 sjómilur undan landi, sátt skipverjar, sem voru á stjórn- palli, rekald á sjónum skamt frá togaranum. v Var það bátur fullur af sjó, og var í honum maður. er lá á grúfu yfir fremstu þóftuna og flaut sjór yfir. Maðurinn var örendur og auðsjá- anlega nokkuð langt síðan hann hafði dáið, því líkið var kalt og stirðnað. Báturinn fór í fyrramorgun kl. 9 í róður. í fyrrakvöld var hann ó- kominn að, en ekki var óttast um bátinn, þar sem veður hafði verið gott. Er helzt álitio, að bátinn hafi fylt af sjó á rastarboða við Norð- fjarðarhorn, sem oft reisir sig snögglega þó ládautt sé. Bátnum hefir attðsjáanlega ekki hvolft, því ýmislegt lauslegt var í honum, er l.rimir fann hann, svo sem áttaviti, nesti bátverja, vélar- áhöld o. fl., attk úrs, er stöðvast hafði kl. 10 minútur fyrir 10. Þegar kunnugt varð um slysið, var leit hafin á landi og sjó, en ekk. ert fanst. \ iðt'jaroarbneour eru synir Ólaf- ar Þórarinsdóttur og Sveins sál. Bjarnarsonar, bróður dr. Björns frá Viðfirði.—Mbl. 3. okt. # # # Samliljnniar Kitt með öðru góðu er komið hef- ir á bókamarkað eigi alls fyrir löngu, eru Samhljómar. Eins og nafnið bendir til, eru það tónljóð, bæði eft. ir innlenda og erlenda höfunda. Út- gefandinn er Kristinn Ingvarsson, organleikari við Fríkirkjuna í Hafn. arfirði. T'að kennir margra góðra grasa i bók þeirri; ekki er hægt að segja annað en að smekklega sé val- ið, I'ar eru log eftir einn hérlend- an mann, er almenningi hefir ekki verið áður kunnur, sem tónljóða- smiður, Gísli að nafni Gíslason. T'að eru engin víxlaspor, sem hann tekur, og mundi það þykja álitlegur fqli, er þrifi svo laglega niðttr i byrjun. Þar eru einnig smekkleg lög eftir Áskel SnoTrason. I Tann er landskunnur bæði sem tón. skáld og söngstjóri. í "SamhljómH um" er eitt lag eftir útgefanda, Kr. Ingvarsson, fremur laglegt, en æski- legra að fylgiraddirnar hefðu haft (Framlh. á bls. 5)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.