Lögberg - 29.10.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.10.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. OKTÓlBER 1936 Högberg Gefið út hvern fimtudag af THE C O L XJ M B I A PRESS L I M 1 T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba , Utanáakrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Iskyggilegar horfur Ekki verður sagt að vænlega horfist á um Norðurálfufriðinn, eins og nú standa sak- ir; óstjórnlegt vígvarna brjálæði sýnist hel- taka eina þjóðina eftir aðra með slíkum firn- um, að langt skarar fram úr því, er viðgekst í byrjun heimstyrjaldarinnar miklu frá 1914. Og þótt reynt sé eftir föngum að halda þessu leyndu, þá mun það þó sönnu næst, að um sex miljónir manna séu undir vopnum í Norður- álfuríkjunum um þessar mundir; er það tveim miljónum meira en þá var. Þessu til viðbótar er staðhæft, að með hálfsmánaðar fyrirvara geti þjóðir þessar hætt við sig sjö miljónum vígra manna. Nýprentuð árbók þjóðbandalagsins, er um vígvarnir og vopnastyrk fjallar, lætur þess getið, að á Rússlandi séu undir vopnum 1,300,000 manna; jafnframt nemi árleg við- bót sex hundruð þúsundum. Samkvæmt ár- bókinni eru ekki fyrirliggjandi opinberar skýrslur, er kveði á um mannaflannr í her Þjóðverja, en getið þess til, að hann sé um 550,000, það er að seg'ja hinn fasti her; hafa Þjóðverjar síðaetliðið ár lagt mikið kapp á aukningu flotans. Árið sem leið taldi her Frakka 642,875 menn, bæði heima fyrir og í nýlendunum; við- bótin í ár hefir hreint ekki verið neitt smá- ræði, einkum að því hvað loftflotann áhrærir. Svo má að orði kveða sem öll ítalska þjóðin sé undir .vopnum; hefir herinn verið margaukinn á öllum sviðum, þó mest hafi á- herzlan auðsjáanlega verið lögð á aukning loftflotans; telur hann nú hvorki meira né minna en 1,862 flugvélar. Hinn fasti her Itala telur 502,582 óbreytta liðsmenn, auk 25,000 herforingja. Bretar eru epgin undantekning frá því hvað vígbúnaði viðvíkur, nema síður sé; hefir stjórnin nýlega ákveðið að auka loftflotann til muna, þó slíkt mælist harla misjafnt fyrir, að því er ráða má af ummælum brezkra blaða. Allur er þessi fáránlegi viðbúnaður gerður undir sjálfsverndar yfirskyni þar sem leikið er á viðkvæmustu strengi þjóðernisvitundar- innar; þá strengina, sem teygja má lengst. Það, sem hér hefir sagt verið um Norðurálfu- þjóðimar, gildir vitanlega engu síður um Japani, sem ávalt eru undir vopnum, jafnt nótt sem nýtan dag. Það skiftir engu máli hversu viðbúnað- aræðið er fegrað; fyr eða síðar leiðir það ætíð til blóðsúthellinga og böls fyrir alla að- ilja jafnt. Mikið er úr því gert hvað mikla atvinnu vopnaframleiðslan í hinum ýmsu löndum veiti; hve margar miljónir sæti auðum hönd- um, ef ekki væri fyrir það. En er þá þetta sú atvinna, sem fólkinu er fyrir beztu og líkleg- ust er til frambúðarheilla? Svarið er ekki vandfundið. Blöðin flytja fregnir um það sem dæmi upp á vaxandi velgengni, að unnið sé í vopna- verksmiðjunum myrkranna á milli, jafnframt því sem nýjar og nýjar verksmiðjur bætist í hópinn. Það hefir aldrei leikið á tvennum tungum hvert hagnaðurinn af slíkri fram- leiðslu lenti; en tapið hefir jafnast niður á al- menning; niður á þá, sem horfðu úr sér augun í einfeldni sinni, við það, að smíða morðtól á meðbræður sína og sjálfa sig. Vo>pnaverksmiðjurnar sjóða stál sitt í nafni friðarins. Þjóðirnar tala hátt um frið, en sitja jafnframt á svikráðum hver við aðra; þær úthella bræðrablóði í nafni friðarins og skilja við móðurmoldina sundurtætta og flak- andi í sárum. Það eru stjórnmálaforingjam- ir og vopnaframleiðendumir, sem í ýmsum tilfellum eru einu og sömu mennirnir, er á- byrgðina bera á öllum þessum óvinafagnaði, og sá ábyrgð er engin léttavara; gagnvart þessum öflum stendur fólkið, enn sem komið er, svo að segja öldungis varnarlaust. Ein- hvemtíma finnur það þó sjálft sig og hristir af sér okið. Þroskað almenningsálit mun á sínum tíma krefjast þess, að framleiðsla morðtóla á mannkynið verði bönnuð að alþjóðalögum. Þá, en ekki fyr, má réttilega gera sér nokkra von um frið á jörðu. F orseta-kosningarnar í Bandaríkjunum Þann 3. nóvember næstkomandi skera amerískir kjósendur úr því, hvor þeirra Roosevelt eða Landon skuli hafa með hönd- um búsforráð Bandaríkjaþjóðarinnar næst- komandi fjögur árin; hvort heldur það verði Demokrataflokkurinn undir forustu Roose- velts forseta, sem eins og sakir standa, virð- ist vera róttækur framsóknarflókkur, eða þá Republicana flokkurinn með Landon í farar- broddi, er kvaddur verði til forráða. Re- publicana flokkurinn syðra minnir mjög á I afturhaldsflokkinn hér í landi, þau árin, sem Mr. Bennett sat við völd, þar sem alt hjakk- aði í sama farinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum telj- ast ávalt til stórviðburða á sviði stjórnmál- anna; eigi aðeins heima fyrir, þar sem að sjálfsögðu mest ber á öldurótinu, heldur og ’ út um allan hinn siðmenta heim; hjá því getur heldur ekki farið, þar sem jafn voldug þjóð á hlut að máli og hin glæsilega Bandaríkjaþjóð. Oss, sem þetta land byggjum, snerta forseta- kosningarnar syðra á margvíslegan hátt; ekki sízt eins og nú horfir við. Vér njótum um þessar mundir hagkvæmilegra viðskiftasamn- inga við Bandaríkin; þeir samningar eru undirskrifaðir af núverandi forseta Banda- ríkjanna, Mr. Roosevelt. Nái hann endur- I kosningu, er ekkert að óttast um samninga þessa, auk þess sem vel má ætla, að rýmkvað . verði til um þá að mun í gagnskiftaáttina. j Mr. Landon, er virðist hafa tekið Mr. Hoover sér til fyrirmyndar á íhalds- og innilokunar- sviðinu, hefir hvað ofan í annað lýst yfir því, j að svo framarlega sem Republicanar komist j til valda að afstöðnum næstu kosningum, verði vðiskitasamningarnir við Canada eigi aðeins numdir úr gildi, heldur megi þess jafnframt vænta, að hækkaðir verði drjúg-um innflutningstollar gegn canadiskri fram- leiðslu. Af þessum ástæðum og mörgum fleiri, er það því eigi nema eðlilegt, að áhugi ríki norðanverðu landamæranna, í sambandi við forsetakosningarnar. En hann nær miklu legra en það.— Svo langt gengur Mr. Landon í innilok- unaráttina, að hann í hinni margumræddu Indianapolis-tölu sinni, beinlínis hótar því, að fái hann nokkru um ráðið, segi Ameríka skil- ið að fullu og öllu við alþjóðadómstólinn í Haag; um afskifti af þjóðbandalaginu geti vitanlega heldur ekki orðið að ræða. Ame- ríka skuli aðeins vera fyrir Ameríkumenn. Að svo verði í framtíðinni mun ástæðulaust | að draga í efa; og það engu síður fyrir það þó þjóðin haldi opnum augum sínum gagnvart skyldum sínum við umheiminn og mannkynið í heild. Mr. Roosevelt er alveg vafalaust engu óþjóðræknari Ameríkumaður en Mr. Landon, þó hann finni til þess og viðurkenni,, að til séu fleiri þjóðir en Bandaríkjaþjóðin. Mr., Roosevelt hefir verið fundið það til foráttu, að hann hafi verið eyðslusamur bústjóri; að viðreisnarlöggjöf hans hafi ekki staðist hreinsunareld dómstólanna; að umbótatil- raunirnar stefndi í áttina til Fascisma og þar fram eftir götunum; þetta og margt fleira, hefir honum verið borið á brýn í yfirstand- andi kosningahríð með það fyrir augum, að reyna að fyrirbyggja endurkosningu hans. En þrátt fyrir þetta verður ekki annað sagt en Mr. Roosevelt hafi varið málstað sinn vel og drengilega; það hafa útvarpsræður hans afdráttarlaust sannað. Ekki verður um það deilt, að Mr. Roose- velt teljist til vinstrimanna í stjórnmálalífi þjóðar sinnar; jafnvel hinna róttækustu; ekk- ert sýnist standa skapgerð hans fjær en kyr- staðan; hann er víðsýnn umbótamaður, er flestum þjóðhöfðingjum fremur virðist skilja kröfur hins nýja tíma; eigi aðeins í þröngri merkingu innan vébanda Bandaríkjaþjóðar- innar, heldur og engu síður með hliðsjón af rás heimsviðburðanna í heild. Það er ekki einasta að Bandaríkjaþjóðin þarfnist Roose- velts, eins og nú horfir við, heldur er það hreint og beint pólitískt sáluhjálpar atriði fyrir umheiminn að hann verði endurkosinn þann 3. nóvember. Mannúðarmál Líknarsamlag Winnipegborgar heldur sína fimtándu fjársöfnun 2. til 7. nóvember næstkomandi, að báðum dögunum meðtöldum. Winnipegbúar hafa jafnaðarlegast brugðist vel við og ekki skorið við neglur sér framlög til líknar- og mannúðarþarfa, og þeir gera það vafalaust heldur ekki í þetta sinn, því nauðsynin er engu síður brýn nú en endrar- nær. Stofnanir þær, er stuðnings þurfa við eru margar; þær hafa allar það veglega hlut- verk með höndum, að hlynna að þeim, sem einhverra orsaka vegna hafa orðið undir í lífsbaráttunni og þarfnast liðsinnis. Kornið fyllir mælirinn. Máls- mergurinn er sá, að allir leggist á eitt, og leggi fram kserf sinn eftir efnum og ástæðum. GULLBRÚÐKAUP 1 SELKIRK Síðastliðið sunnudagskvöld, áttu þau Mr. og Mrs. Magnús Hjörleifs- son í Selkirk, gullbrúðkaup; var þess minst með ánægjulegu samsæti, er haldið var á heimili sonar þeirra og tengdadóttur, Mr. og Mrs. Björn Hjörleifsson. Séra Rúnólfur Mar- teinsson hafði veizlustjórn með höndum, og leysti það starf af hendi með sinni alkunnu prúðmensku og lipurð. Til máls tóku, auk veizlu- stjóra, Dr. Eyjólfur Johnson, séra Carl J. Olson, Einar P. Jónsson, Björn Hjörleifsson frá Riverton, bróðir gullbrúðgumáns, og Skúli verzlunarstjóri Hjörleifsson, sonur gullbrúðhjónanna, er afhenti þeim, fyrir hönd barnanna, minningar- gjafir, tvo hægindastóla og peninga- upphæð. Sunginn var fjöldi ís- lenzkra söngva á milli þess sem töl- ur voru fluttar. Árnaðarskeyti bár- ust gullbrúðhjónunum frá þeim Mr. og Mrs. Sigurður Sigurðsson á Girnli og Gunnari H. Johnson að Tessier, Sask., hálfbróður gullbrúð- gumans. Veitingar voru hinar á- gætustu, eins og títt er, þar sem ís- lenzkar konur eiga hlut að máli. Þau Magnús Hjörleifsson og Guðný kona hans eru bæði ættuð úr Norðurmúlasýslu; hafa þau dvalið langvistum vestan hafs og njóta al- mennra vinsælda. Fimm mannvæn- leg börn eiga þau á lífi. Frá Islandi Karfaveiðin nam 33,411 málum Karfatökunni í Siglufirði er ný- lega lokið. — Síðustu togararnir, Skallagrímur, Þórólfur, Gulltoppur ’og Snorri Goði affermdu 4. og 5. þ. m. Karfaveiðin varð alls á þessu hausti 33,414 mál, og 1,326 mál veiddust af ufsa. Veiðin skiftist þannig milli togaranna: Skallagrímur 7,30 mál karfi og 236 mál ufsi, Snorri Goði 4,391 mál karfi og 152 mál ufsi, Egill Skalla- grimsson 1,129 mál karfi og 15 mál ufsi, Arinbjörn hersir 1,205 m'ál karfi, Gulltoppur 5,475 mál karfi og 292 mál ufsi, Þórólfur 4,870 mál karfi og 257 mál ufsi, Ólaíur 3,825 mál kárfi og 236 mál ufsi og Garðar 5,207 mál karfi og 138 mál ufsi.— N. dagbl. 9. okt. • # # # Slátrun sa/uðfjár Sauðf járslátrun er nú langt kom- in víðsvegar um land. Var um síð- ustu helgi búið að slátra um 150 þús. dilkum á öllu landinu og meðal kjötþyngd var 13.5 kg. Átti Nýja dagblaðið í gær tal við formann Kjötverðlagsnefndar, Pál Zóphóníasson, um sauðf járslátrun- ina. —Sauðfjárslátrun er nú langt komin viðast, segir Páll, og verður sumstaðar lokið um eða fyrir næstu helgi. Var um síðustu helgi búið að slátra 150 þús. dilkum á öllu landinu, en enn er eigi vitað hve mörgu fé verður slátrað á þessu hausti. —Er fé ekki með vænna móti? —JÚ, yfirleitt mun það vera vænna en t. d. síðastliðið haust og meðalkjötþyngd dilka vera víðast um Jú kg. meiri nú en í fyrrahaust, en þá náði meðalkjötþungi dilka um alt land ekki 13 kg. En um síðustu helgi vr meðalkjötþungi þeirra dilka, sem búið var að slátra, 13.5 kg. Mestur meðalþungi dilka var þá á þessum slátrunarstöðum: Borðeyri, Króksf jarðarnesi, Óspakseyri og Búðardal eða allsstaðar yfir 15 kg. Meðalþungi 4,205 dilka er var búið að slátra á Borðeyri um síðustu helgi var rúmlega 16 kg., sem er mjög óvenjulegt. Meðalþungi 2,157 dilka á Króksfjarðarnesi var um í5 1/3 kg., 460 dilka á Óspakseyri um 15J4 kg-; og 5,408 dilka í Búð- ardal rúmjega 15 kg. — Vitanlega ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONE er dásamlegt metSal íyrir sjúkt og lasburða fólk. Eítlr vikutíma, eða svo, verður batans vart, og við stöðuga notkun fæst góð heilsa. Saga NUGA-TONB er einstæð í sinni röð. Miljónir manna og kvenna hafa fengið af því heilsu þessi 45 ár. sem það hefir verið í notkun. NUGA- TONE fæst í lyfjabúðum. Kaupið að- eins ekta NUGA-TONE, því eftirlíking- ar eru árangurslausar. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. geta heildarniðurstöðutölurnar síð- ar breyzt, en varla til mikilla muna. Var meðalkjötþungi dilka í fyrra 14—15 kg. á þessum 4 sláturstöð- um. —En er fé Þingeyinga miklu rýr- ara? —Það munar töluverðu, ef mið- að er við slátrun á Húsavík. Var um síðustu helgi búið að slátra 8,992 dilkum hjá Kaupfélagi Þingeyinga og meðalkjötþyngd þeirra tæplega '3'/2 kg,— —Á hvaða slátrunarstöðum er kjötþungi minstur? —Sennilega á Höfn í Hornafirði og Djúpavogi. Meðal kjötþungi 4,912 slátraðra dilka að Höfn var ríflega nl/2 kg., en 2,976 dilka að Djúpavogi ríflega 12 kg.. — En eins og eg hefi áður sagt, er heildarkjöt- þungi dilka í haust samt með betra móti, segir Páll Zophóníasson að síðustu. — N. dagbl. 9. okt. # * # Grýtu og Sölvi, er stundar trésmíð- anám hjá Þorsteini Einarssyni smið hér í bæ—N. dagbl. 8. okt. * # # Gos i Vatnajökli? 1 gær barst Jóni Eyþórssyni veð- urfræðingi skeyti frá Seyðisfirðj þess efnis, að ferðamenn, sem far- ið hafi í gær yfir Fjarðarheiði telji sig hafa séð mjög dökkan gosmökk upp af Vatnajökli í stefnu yfir Snæ- fell.—N. dagbl. 6. okt. # # * fírengur druknar í bæjarlæk Á sunnudagsmorguninn vildi það slys til á Sílalæk í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu, að tveggja ára drengur druknaði þar í bæjarlækn- um. Var læknir sóttur og lífgunar- tilraunir gerðar, en árangurslaust. Drengurinn var sonur Halls Jón- assonar bónda á Sílalæk og konu hans.—N. dagbl. 6. okt. # # # 25,500 tunnur saltaðar af Faxaflóasíld Um síðustu helgi nam söltuð sild á verstöðvum við Faxaflóa samtals 25,500 tunnum. Ennfremur var búið að senda 639 tonn af Faxaflóasíld í ís til Þýzka- lands.—N. dagbl. 6. okt. Maður hverfur JON BJARNASON ACADEMY Maður hvarf frá Búðum á Snæ- fellsnesi síðastliðinn mánudags- morgun. Hefir hann ekki fundist þrátt fyrir mikla leit, og er talið vonlayst að hann finnist á lífi. Síðastliðinn mánudagsmorgun fór Guðlaugur Halldórsson kaupmaður á Arnarstapa frá vinnu sinni á Snæ- fellsnesi, en þar rak hann verzlun og hafði aðrar framkvæmdir rheð höndum. Var eigi óttast um hann fyrst í stað, en þegar farið var að leita hans, fanst hann hvergi. En húfa hans fanst við Búðaós, sem er rétt hjá Búðum. Síðan hefir verið leitað að manninum en árangurs- laust, og er talið vonlaust að hann finnist á lifi. Guðlaugur Halldórsson kaupmað- ur var 53 ára að aldri og rak verzl- un á Arnarstapa og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni. í fyrra mun hann hafa tekið á leigu verzlunarhús á | Búðum og rekið þar yerzlun, út- |gerð og veitt afurðum móttöku. Guðlaugur Halldórsson var kvænt- ur og áttu þau hjón 3 börn uppkom- in : Kristbjörn heima að Arnarstapa, Jenny, er vinnur hjá Þvottahúsinu Áður auglýstar gjafir í Styrktarsjóð til greiðslu skattskuldar . .$334.65 S. Thorvaldson, M.B.E. .. 10.00 Þ. A. Þ., Winnipeg....... 1.20 Frederick Swanson, Winni- peg, Man................. 25.00 íslenzka kvenfélagið í Leslie, Sask., (Mrs. Stefan And- erson, ritari) gjöf í minn- ingu um Mrs. Önnu Paul- son, nýlátna ekkju W. H. Paulson, ágæta merkiskonu er ávalt bar hag skólans fyrir brjósti .......... 10.00 Sanídals ...............$380.85 Forstöðunefn skólans þakkar hlut- aðeigendum vinsamleg fyrir þessar gjafir. Winnipæg 28. okt. 1936 N. W. Melsted, gjaldkeri skólans. 673 Bannatyne Ave., Winnipeg, Man. ♦ Borgið LÓGBERG! Skilningur MEÐ það fyrir augum. að hér á vorum vestrænu sléttum, búa menn og konur frá svo að segja öllum löndumi hins gamla heims, er unnið hafa að því að byggja upp voldugt innanlandsveldi, hefir EATON’S ávalt gert sér far um að skilja hina mismun. andi þjóðflokka, sérkenni þeirra og þarfir. Frumbyggjar Vesturlandsins og afkomendur þeirra skildu þessa viðleitni og sneru sér eins og af innri hvöt til EATON’S viðvíkjandi þörfum sinum,; þeim skildist að á sama stæði á hvaða tungumáli þeir bæru fram kröfur sínar, því það yrði réttilega skilið. Traustið á verðskrá EATONS festi djúpar rætur í huga þeirra. EATON’S metur þetta traust, og hefir kappkostað að halda því. Þér getið skrifað EATON’S eins oft og þér viljið á yðar eig- in tungu; þér munuð fyrirhitta þar skilning og þjónustu. E ATO N ’S I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.