Lögberg - 29.10.1936, Blaðsíða 8

Lögberg - 29.10.1936, Blaðsíða 8
8 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 29. OKTÓBER 1936 Ur borg og bygð Dr. A. B. Ingimundson, tannlækn- ir, verður staddur í Hecla, 3 nóvem- ber næstk. Ákveðið hefir verið að fresta sjúkrasjóðssamkomu St. Heklu, til 18. nóv. n.k., vissra forfalla vegna. Auglýsing síðar. Halloween grímudans verður haldinn föstudaginn þann 30. þ. m. í G. T. húsinu, Sargent Ave. Einnig spilasamkepni. Góð verðlaun veitt. Red River Ramblers orchestra. — Byrjar kl. 8.30 e. h. — Inngangur 25C. Mr. og Mrs. S. T. Björnson frá Hensel, N. Dak., voru stödd í borg- inni síðastliðinn laugardag. Mr. Ingimundur Ólafsson frá Reykjavík, Man., kom til borgar- innar á miðvikudaginn í fyrri viku og dvaldi hér fram á föstudag. Mr. Guðmundur Davíðsson frá Swan River, var staddur í borginni í byrjun yfirstandandþ viku. Mr. B. J. Lifman, sveitaroddviti frá Bifröst var staddur í borginni siðastliðinn þriðjudag. Mr. B. L. Baldwinson, fyrrum aðstoðar-fylkisritari stjórnarinnar i Manitoba, átti áttræðisafmæli síð- astliðinn mánudag. Lögberg flytur afmælisbarninu innilegar hamingju- óskir. Þau systkinin Laugi, Pauline og Anna Thorvardson frá Akra, N. Dak., komu til borgarinnar á laug- ardaginn var og dvöldu hér fram á sunnudag. í för með þeim var Jónína Anderson, einnig frá Akra. Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E., is planning an evening’s entertain- ment for Returned (Icelandic) Soldiers, in the city of Winnipeg and adjacent points, and have ar- rangecj for a Hall where Dancing and Bridge can be enjóyed by a large number. It is therefore very important that returned soldiers get in touch with the chapter just as soon as possible, for this evening has been planned for the early part of November. Please, send in your names to the Regent, Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., phone 73 298, or Mrs. Thorpe, 2 Bonn- veens Apts, Spence St., phone 36 355, without delay. This enter- tainment is for returned soldiers and their wives. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur sitt árlega "Silver Tea’’ i. T. Eaton assembly hall á laugar- daginn þann 31. þ. m. kl. 2.30 til 5.30. — Forstöðukonur deildanna, sem umsjón hafa yfir borðunum eru: Nr. 1, Mrs. B. J. Brandson og Mrs. Finnur Johnson ; nr. 2, Mrs. H. Olson og Mrs. K. Hannesson; nr. 3, Mrs. J. K. Johnson og Mrs. O. Frederickson; nr. 4, Mrs. Frank Dalman og Mrs. J. A. Blondal. Fyr- ir Home Cooking sölunni stendur Mrs. S. Backman. Það er sérstök ánægja fyrir kvenfélagið mi á þessu júbil ári sínu að taka á móti sem flestum gestum. Forseti félagsins, Mrs. B. B. Jónsson, ásamt heiðurs- forseta, Mrs. Jón Júlíus, tekur á imóti gestunum. Fréttir frá Iaugardága- skólanum. Kensla hófst þar síðastliðinn laugardag. Allmargir komu þá, sem ekki voru viðstaddir í vikunni á und- an. Nú væri gott að allir nemendur væru komnir næsta laugardag. í þessum hóp, sem byrjaði á- minstan dag, voru fjórir fullorðnir sem komu til að nema íslenzku frá byrjun. Éinn þeirra var enskur há- skólanemandi, sem er að leggja sér- staka stund á tungumálanám. Það er einstaklega ánægjulegt að verða var við þessa löngun til að nema íslenzkt mál. í seinni tíð hafa nokkrir íslendingar hér í bórg, sem einhverra orsaka vegna fóru á mis við það að ná góðu haldi á íslenzku máli á Darnsaldrinum, farið að gjöra alvöru úr þvi að nema mál feðra sinna. Slíkt er í fylsta máta virðingarvert. En þá ættu ungling- arnir, sem nú eru að alast upp, að nota hin gullvægu tækifæri meðan þau gefast, Já, í skólalok, síðastliðinn laugar- dag kom kona með fjögur börn sín til að læra íslenzku. Þau byrja næsta laugardag. Ekkert barn aí íslenzku bergi brotið, 6 ára eða eldra, í þessari borg, láti sig vanta næsta laugardag. Rúnólfur Marteinsson. ......——. Mrs. Jóhanna Thórdarson, kona Kjartans Thórdarsonar, hér í borg, andaðist snögglega úr heilablóðfalli, að heimili þeirra hjóna, þ. 22. okt. s. 1. Var ættuð úr Miðfirði í Húna- vatnssýslu, fædd að Skarfhóli þar í sveit þ. 3. april 1895. Var því f jöru- tíu og eins árs er hún lézt. For- eldrr hennar eru Guðmundur Jóns- son og Ingveldur Arngrímsdóttir, bæði á lífi, og nú til heimilis hér í Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu Skuluð þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT & AGNES FRED BUCKLE, Manager KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Greiðið atkvæði með STONE HILLMAN AKRA N.D. Candidate for SHERIFF PEMBINA COUNTY borg. Fluttu af íslandi árið 1900. Bjuggu lengi að Reykjum, í Geysis- bygð, i Nýja Islandi. Átta systkini hinnar látnu konu eru og á lifi, sömuleiðis fimm börn hennar, sem eru á aldrinum fimm til tuttugu og eins árs. Hæglát kona og góðsöm. Jarðarförin fór frarn frá útfarar- stofu Bardals þ. 2Ó.'okt. Séra Jó- hann Bjarnason jarðsöng. Selkirk lúterska kirkja Næsta sunnudag, ’ 1. nóv. verða guðsþjónustur sem fylgir; Kl. 9.50 árd., sunnudagaskóli Kl. 11 árdegis, ensk guðsþjónusta Kl. 7 síðd., íslenzk guðsþjónusta. Fimtudagskvöldið — Bandalags- fundur; föstudagskvöldið — söng- æfing og kennarafundur; laugar- daginn kl. 1 og 2 e. h. barnaspurn- ingar (enska og íslenzka). Vinsamlegast, Carl }. Olson. verið félagsbú beggja hjóna, undir umsjón þeirra yngri, eftir að aldur- inn færðist jtfir Lárus, er verið kona, ágætlega viti borin, föst i iund, trygg i vináttu og trúkona mikil. Þau hjón bæði jafnan fram- arlega í starfi Bræðrasafnaðar, er hafði hinn mesti garpur og sæmdar- maður. Var hann rétt um áttrætt er hann lézt. Guðrún Björnsson, kona Lárusar, var hin mesta merkis- stofnaður var snemma á ári 1877.— Jarðarför'Guðrúnar fór fram, fyrst með húskveðju á heimilinu og síðan með útfararathöfn í kirkjunni, þ. 22. okt. — Tveir prestar þar við- staddir, þeir séra Sigurður Ólafs- son, þar nú þjónandi prestur, og séra Jóhann Bjarnason, er* áður lengi þjónaði því prestakalli. Fjöl- menni við jarðarförina. Hafði hin látna merkiskona átt heima þar i bygðarlaginu í sextíu ár og jafnan notið vinsælda og virðingar sam- ferðafólksins. Mrs. Hjálmar A. Bergman, 221 Ethelbert Street, fór suður til Garð- ar um síðustu helgi í heimsókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. John Johnson. Hefir Mr. Johnson legið rúmfastur allengi upp á síðkastið. Silver Tea til arðs fyrir Trúboðs- félag Fyrsta lúterska safnaðar verð- ur haldið miðvikudagskveldið 4. nóv. i húsi Mrs. Hansinu Olson, 886 Sherburn St., frá kl. 7 — 10. Gott “musical program.” Komið og skemtið ykkúr! UNIVERSITY MUSIC HOUR 5 :30 — 6 :oo p.m. Programme for Sunday, November ist, 1936. This week we are featuring a complete Mendelssohn Concerto in the University Music Hour, played by Fritz Kreisler, who has made this Concerto tremendously his own. Concerto in E Minor, Op. 64..... .............Mendelsshon 1. Allegro molto passionato 2. Andante 3. Allegro molto vivace Played by Fritz Kreisler and the London Philharmonic Orchestra, conducted by Sir Landon Ronald. Hjónavígslur Á laugardaginn þann 17. þ. m., voru gefin saman í hjónaband i Sam bandskirkjunni í Riverton, þau Miss Margaret Wilhelmina Olson, hjúkr- unarkona, stjúpdóttir Sveins kaup- manns Thorvaldssonar og Mr. H. Marino Frederickson, sonur þeirra Mr. og Mrs. O. Frederickson í Win- nipeg. Séra Eyjólfur J. Melan framkvæmdi hjónavígsluna. Að henni lokinni var setin vegleg veizla á Thorvaldssons heimilinu, er um 150 manns tóku þátt í. Framtíðar- heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. Mannalát Þann 18. okt. s.l. andaðist að Ósi við Islendingafljót Mrs. Guðrún Björnsson, 89 ára gömul, ekkja Lár- usar Þórarins Björnssonar, er lengi bjó á Ósi og andaðist þar árið 1924. Þau hjón fluttu vestur um haf, úr Skagafirði, í “stóra hópnum” 1876. Bjuggu fyrst æði lengi á Fljóts- bakka, er var landnámsjörð þeirra hjóna, og er við sunnanvert íslend- ingafljót, en keyptu síðan jörðina Ós, sem er norðan við fljótið, og bjuggu þar stórbúi í mörg ár, eða þar til þau létu af búskáp, og fengu Stefaníu dóttur sinni og manni hennar, Jónasi bónda Magnússyni, búið í hendur. Hafði þó áður lengi Þann 17. þ. m. lézt að heimili sínu í Selkirk, Margrét Nordal, ekkja ^ Ólafs Nordal, niutíu og þriggja og hálfs árs gömul. Útför hennar fór fram þann 21. þ. m. Séra Carl J. Olson jarðsöng. THORGEIR SÍMONARSON LÁTINN Á laugardaginn þann 24. þ. m., ézt að heimili sínu í Blaine, Wash., Thorgeir Símonarson, 72 ára að aldri; var hann maður prýðisvel gefinn og glöggur um margt. Bana- meinið var krabbi í lifrinni. Thorgeir heitinn lætur eftir sig ekkju, Guðrúnu, ásamt tveim son- um, þeim Árna og Einari lögfræð- ingi, og dóttur, Sigrúnu að nafni. Tvö systkini hans eru á lífi á Is- landi. Lögberg vottar fjölskyldu hins látna mæta manns, innilega samúð í sorg hennar. MeseuboÖ FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Sunnudaginn 1. nóvember — ensk messa kl. 11 f. h.; íslenzk messa kl. 7 e. h. Messa i Wynyard næsta sunnu- dag, kl. 2 e. h.—Jakob Jónsson. Guðsþjónusta er ákveðin í kirkju Konkordia safnaðar, ásamt altaris- göngu næsta sunnudag, þ. 1. nóvem- ber. Samskot verða tekin fyrir heimatrúboðssjóð kirkjufélagsins. S. S. C. Áætlaðar messur í nóvembermán- uði: 1. nóv., Riverton, kl. 2 sígdegis (Heimatrúboðsoffur)- 1. nóv., Riverton, kl. 8 síðdegis (ensk messa) 8. nóv., Víðir, kl. 2 síðdegis (Heimatrúboðsoffur) 8. nóv., Árborg, kl. 8 siðdegis (ensk messa) 15. nóv., Hnausa, kl. 2 síðdegis ( Heimatrúboðsof f ur) 22. nóv., Árborg, kl. 2 síðdegis 29. nóv., Geysir, kl. 2 síðdegis The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem aS flutningum lýtur, smáum eða stórum. Hvergi sanngjarnara verð. Hehnili: 591 SHERBURN ST. Sími 35 909 Festið þetta í minni! Svo mikil eftirspurn var eftir Lögbergi frá 24. septem- ber, þar sem sagt er frá móttökufagnaði lávarðar Tweedsmuir að Gimli, að upplagið þraut með öllu. Til þess að bæta úr þessu og fullnœgja eftirspurninni, var ekki um annað að gera en prenta talsverða viðbót. Eitthvað um 100 eintök eru nú fyrirliggjandi, sem seljast á 10c eintakið. Pantamr afgreiddar á skrifstofu Columbia Press, Ltd., Toronto og Sargent. McCurdy Supply COMPANY LIMITED VERZLA MEÐ ALLAR RESTU TEGUNDIR ELDSNEYTIS OG RYGGINGAREFNIS PANTIÐ ÞAR KOL og VIÐ Vér höfum nú flutt okkur í nágrenni Islendinga og eigwn því enn hægra með að tryggja fullkomnari og betri afgreiðslu en jafnvel nokkru sinni fyr. \ ) McCurdy Supply COMPANY LIMITED 1034 ARLINGTON, COR. ROSS Sími 23 811 29. nóv., Riverton, kl. 8 síðdegis. Allir boðnir velkomnir. Á. Ólafsson. Messur fyrirhugaðar í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 1. nóvember: Betel, á’venjulegum tíma Árnes, kl. 2 e. h., íslenzk messa Gimli, kl. 7 e. h., íslenzk messa. Sunnudagaskólar: Árnes kl. 1 e. h.; Gimli kl. 1.30 e. h. Væntanleg fermingarbörn í Árnessöfnuði beðin að mæta til viðtals í sunnudagaskóla. B. A. Bjarnason. Dr. Herbert J. Scott 306-7 Boyd Bldg. Stundar augna eyrna, nef og kverka sjúkdóma Viðtalstími 2-5 by appointment Sími 80 745 Gleraugu útveguð J. Walter Johannson Umboðsmaður ' Sunnudaginn 1. nóv. messar séra Haraldur Sigmar í Vídalínskirkju kl. 11 f. h.; í Garðar kl. 2.30 e. h. og í Péturskirkju að kveldinu kl. 8. Messan í Péturskirkju verður á ensku. Sunnudaginn i. nóvember messar séra Guðm. P. Johnson i Templara- húsinu kl. 3 e. h.—Allir velkomnir. Place Your Qrder Now ! For Personal Christmas Cards Over 200 Samples to Choose From Also the Special Dollar Box Victor Eggertson PHONE 86 828 Give me a ring, I uAll he pleased to call. specialToffer- TO ALL OUT-OF-TOWN PEOPLE j Mall One Dollar to i VICTOR EG-GERTSON 614 Toronto Street, Winnipeg, Man. Canada I and a box of 21 beautiful Christmas . Cards will be sent to you postpaid. I I I I NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY 219 Curry Bldg. Winnipeg Minniét BETEL * 1 erfðatökrám yðar ! Úr, klukkur, gimsteinar og aðrir skrautmunir. Giftlngaleyfisbréf 447 PORTAGE AVE. Sími 26 224 WHAT IS IT— 9 1 That makes a business man choose one appli- cant for employment in preference to another? Efficient business training, important though it is, is only half the story. To sell your services you must understand the employer’s needs and his point of view. You must be able to “put yourself over.” DOMINION graduates are taught not only the details of their work but also the principles of good business personality. They can sell their services. DOMINION BUSINESS COLLEGE ON THE MALL And at Elmwood, St. James, St. John’s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.