Lögberg - 05.11.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.11.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines \oV 1 \io>4*' o §^V^° so^VA For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines a \ vv Co* \vO> ^>°* For Better Dry Cleaning and Laundry 49. ARGANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. NÓYEMBER 1936 NÚMER 45 Bandaríkjaþjóðin endurkýs Roosevelt til forseta með einsdæma atkvœðamagni Landkynningarstarf- semi er orðin Islandi knýjandi nauðsyn I ágætisbók Jóns Jónssonar sagn- fræðings, "Gullöld íslendinga," les eg þetta: "Árið 1Ó43 komst Brynj- ólfur biskup Sveinsson yfir skinn- handrit nokkurt frá síðari hluta 13. aldar, er á voru rituð forn kvæði. I lann lét taka eftirrit af kvæðum og ritaði sjálfur framan á safnið: EDDA SÆMUNDAR FRÓDA. Hér virðast örlögin hafa ákveðið oss íslendingum hlutverk. Oti um heim er nafnið EDDA kunnara en nafn íslands og er sorglegt frá að segja, að þjóðirnar virðast keppa um að taka af oss eignarréttinn að Eddu og öllum vorum fornbókmentum. Menn tala um "gamalnorskt" og "oldnordiskt" og í Þýzkalandi eru bókmerrfir þessar stundum hreint og beint kallaðar þýzkar. Eigum við Islendingar að láta okkur þetta vel líka og mótmæla ekki ? Með hverju ári sem líður, vex oss Islendingum þjóðarþroski og víðsýni á heimsgildar staðreyndir, en það er furðanlegt, hve langan tima það virðist ætla að taka oss að skilja til fulls, að öll tilvera vor sem sjálf- stæð þjóð veltur á því, að það takist að skapa Islandi álit víða um heim, sem það menningarland, sem sjálf- stætt hljóti að vera. — Eandskynn- isstarfsemin á því að vera veiga- mesta starfsemin á íslandi. Skrif- stofa landkynnis á að vera umfangs- meiri, betur skipulögð og fljótvirk- ari en nokkur ónnur skrifstofa ís- lenzk, og staða landkynnis þýðing- armeiri fyrir oss en staða nokkurs ráðherra eða stjórnmálamanns á Is- Jandi. Dr. Vilhjálmur Stefánsson hefir nýlega vakið máls á því, hve mikils verðar fornbókmentirnar eru og geta enn orðið oss íslendingum. Er það fjarri mér, að vilja telja þær hið eina nauðsynlega í kynningu landsins, en þær eru grunnurinn — og misskilningur er það, ef menn halda að land og þjóð þurfi aðeins að kynna, til þess að ná hingað nokkur hundruð eða nokkur þús- und ferðamönnum á ári. Vér meg- um ekki láta oss dreyma um að vér getum nokkurn tíma haldið stjórn- arfarslegu sjálfstæði voru, ef oss tekst ekki að skapa þjóð vorri það heimsálit, sem til þarf og að búa svo um hnútana, að því verði ekki hagg- að. 1 tveggja áratuga dvöl erlendis hefi eg þurft að berjast við þá örð- ugleika, sem skrælingjablærinn á nafni Islands hafði skapað. Að vísu er tÖluvert farið að batna ástandið í þeim efnum, en ekki er nær hálfn- uð leiðin ennþá, því að þó að við íslenzkir listamenn og rithöfundar erlendis höfum komið nokkur þús- und greinum í erlend blöð og tíma- rit, þá er það ekki nema dropi á heitan stein. Fyrir tveim árum leit- aði eg sambanda um íslenzk menn- ingarviðskifti við um 30 Evrópu- lönd, með viðtölum og bréfum, fyr- ir aðstoð ráðherra utanríkismála, llaraldar Guðmundssonar. Skýrslu um þetta lagði eg fyrir hlutaðeig- andi aðila, — en lítið sem ekkert er énn farið að vinna úr þeim plögg- um. Það er sem í öðrum málum, að einn vísar til annars, og f ramkvæmd- ir tefjast, en vanræksla í þessum efnuni er svo hneykslanleg, ati ekki má við henni þegja. Hjá landkynni virðist vera sjálfsagðasta miðstöð fyrir slíka starfsemi, en menn mega ekki hefta veigamestu athafnir með því, að einskorða landkynnisstörfin Hon. Tobias C. Norris látinn Frá Islandi Á fimtudagsmorguninn þann 29. október siðastliðinn, lézt í Toronto- borg í Ontariofylki, Hon. Tobias Crawford Norris, fyrrum forsætis- ráðherra Manitobafylkis, og um síð- astliðið átta ára skeið meðlimur járnbrautarráðsins í Canada. Mr. Xorris hafði með höndum stjórnar- forustuna í Manitoba frá 1915— 1922, eða svo að segja allan þann tíma, er heimsstyrjöldin mikla stóð yfir. I júnimánuði síðastliðnum veiktist Mr. Norris allalvarlega og var meira og minna við rúmið upp frá því; hafði heilsubilun Jjans byrj- að með aðkenning af heilablóðfalli. Mr. Norris var kosinn leiðtogi frjálslynda f lokksins í Manitoba 1910; fimm árum seinna leiddi hann flokkinn til sigurs og valda í almenn- um kosningum. Meðal afburða- manna í ráðuneyti hans má telja þá Hon. Thomas H. Johnson, er fyrst gegndi ráðherraembætti opinberra verka, en síðar hinu vandasama og viiðingarmikla dómsmálaráðherra embætti; Hon. A. B. Hudson, nú- verandi dómara í hæztarétti Canada, og Dr. Thornton, er hafði með höndum forustu mentamálaráðu- neytisins. Norris-stjórnin beinlínis markaði tímamót í stjórnmálasögu Manitobafylkis ; hún lagði grund- völlinn að flestum þeim löggjafar- nýmælum í mannúðaráttina, er Manitoba nú nýtur, og vakti á sér athygli fyrir það og margt flcira, víðsvegar um hið mikla meginland Norður-Ameríku; og til einsdæma má. það vafalaust teljast, þá um stjórnir og stjórnmálaflokka er að ræða, að Norris-stjórnin hratt í framkvæmd öllum hinum fast- bundnu stefnuskráratriðum sínum þegar á fyrsta þingi eftir að hún tók við völdum. Mr. Norris var~fæddur í Bramton héraði í Ontario þann 5. dag sept- embermánaðar árið 1861; var hann af bændafolki kominn. Á ungum alclri fluttist Mr. Norris til Mani- toba. "The Golden West,"—V'estr- ið gullna, seiddi til sín á þeim tímum framgjarna menn víðsvegar að, og Mr. Norris var einn af „þeim; tók hann heimilisréttarland skamt frá þorpinu Griswold, sem liggur um þrijátíu mílur vestur af Brandon; þar bjó hann um langt skeið stórbúi með móður sinni; hann var ókvænt- ur alla æfi. Mr. Norris var háttprúður mað- ur og mikill að vallarsýn; hann var maður glaður á góðri stund, og bar það aldrei utan á sér þó eitthvað blési á móti. Útför hans fór fram í Toronto á laugardaginn var, að viðstöddum miklum. mannf jölda úr flestum eða öllum fylkjum þessa lands. Alda.vinur hins mikilsvirta, látna stjórnmálamanns, Rev. C. A. Williams, prestur Howland Park S a m e i n u ð u kirkjunnar, flutti kveÖjumálin. við ferðamannastrauminn. Eddu- afmælið á sjálfstæðisárinu er ágætt tilefni til þess að taka skýra stefnu í þessum málum. Þingvöllum, 26. sept, 1936. Jón Lcifs. Alþ.bl. 5. okt. MRS. D. A. STEWART LÁTIN A mánudaginn var lézt á Al- menna sjúkrahúsinu hér í fylkinu, Tda Kate Bradshaw, kona Dr. D. A. Stewart, yfirlæknis við berkla- varnahælið að Ninette, mikilhæf ágætiskona, er varið hafði æfi sinni í J'arfir mannúðarmálanna og frið- arhugsjónanna; hún hafði átt við langvarandi vanheilsu að búa, en bar ávalt kross sinn sem hetja. Maður hennar, Dr. Stewart, hefir látið sér árurn/Saman ant um Islendinga og íslenzka menning, og eiga þeir hon- um margt og mikið gott upp að unna. íslenzka þjóðfélagsbrotið hér vottar Dr. Stewart djúpa samúð í sorg hans. Útför Mrs. Stewart fór fram í Winnipeg á miðvikudaginn. Meðal likmanna var Dr. B. H. Olson. Páfinn er vinur Islendinga Fyrir nokkru sendi páfinn, Pius XI., Kristskirkju í Landakoti for- kunnarfagurt listaverk, skorið út úr hnottré eftir ítalskan listamann. Er tafla þessi um 2 metrar á hæð og rúmur metri á breidd. Er hún al- sett skrauti og rismyndum. Efst er mynd af Mariu mey með Jesú-barn- ið, umkringd englamyndum. Fyrir neðan er táknmynd, er sýnir aðal- kynflokka jarðarinnar koma í bæn til guðsmóður. En á miðri töfl- iitmi til hægri er mynd af páfanum, þar sem hann biður Guðsmóður að tala máli þjóðflokkanna, friðþægja þá hjá guo'ssyni og blessa þá. Þessi fagra mynd stendur nú til vinstri handar þegar gengið er inn að kórnum' í Kristskirkju (við fyrstu súluna). Hinum megin er annað listaverk, sem páfinn hefir gefið, hin fagra Kristsmynd, skor- in i sedrusvið af spönskum lista- nianni. Það er merkilegt hvað páfinn hef- ir tekið miklu ástfóstri við Island. Hann langaði mjög til þess að koma hingað til þess að vígja hinn fyrsta kaþólska biskup <á Islandi, að Jóni Arasyni liðnum. Hann langaði til þess að ganga á háfjöll Islands og horfa meo Baimard "yfir hauðrið fríöa, þar sem um grænar grundir líka skínandi ár að /Egi blám."' Hann er f jallgöngumaður og kann að meta útsýnið. Hefir gengið á fjallið "Monte Rose" og fleiri fjöll. Til íslands gat hann ekki farið þótt hann langaði til, en sendi hingað bezta trúnaðarmann sinn, van Ross- um kardínála. Og þegar van Ross- um lagði á stað í íslandsferðina, sagði páfinn við hann: "Skilið þér hjartanlegri kveðju minni til íslands, og segið þjóðinni, að mig haf i alt af langað til þess að sjá hana, en nú sé allar vonir um það úti. Þess vegna sendi eg yður nú til þess að sjá landið í minn stað. Þér eigið að sjá það með eigin aug- um og elska það af yðar hjarta." Svo mælti páfinn, og heimsókn Rossums kardínála minnumst vér tslendingar með þakklæti. En páfinn liefir meira gert fyrir oss en þetta. Þegar bókmenta- og minningarsýningin var haldin í páfagarði í hitteðfyrra, gekk páf- inn um sýningardeildirnar, til þess að líta á þær. Var þar auðvitað margt að sjá og skoða, en franskt blað sagði þá frá því "að páfinn hefði staðnæmst aðeins við hina fögru íslenzku sýningu."—Lesbók Morgunbl. # # # Ný bók eftir Jlnldu. Dalafólk I. Skáldkonan Hulda (frú Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) er mik- ilvirkur rithöfundur. — Fyrsta bók hennar (Kvæði) kom út fyrir 27 árum (1909). Siðan hafa komið út eftir hana mörg skáldrit, og nú síð- ast þessa dagana allmikil skáldsaga. Að henni meðtalinni munu verk skáldkonunnar, stór og smá, vera orðin tólf að tölu. — Hulda er þjóðlegur höfundur og sækir tíðum yrkisefni sín í þjóðsögur og æfin- týri. Fer vel á slíku og geta einatt orðið góð skáldverk úr þeim yrkis- efnum, ef sá er hagur, sem á penn- anum heldur. Orðað hefir það ver- ið á prenti, að skáldskapur Huldu, bundinn og laus, sé ekki veigamik- ill. Eitthvað kann að vera hæft í því. En margt hefir hún vel sagt í Demokrataflokkurinn í Bandaríkjunum, undir foruálu Franklin D. Roosevelt for- seta, vann einsdœma sigur í hinum al- mennu kosningum til þjóðþingsins í Washington, sem fram fóru síðaslliðinn Þriðjudag. Þjóðin lýsir því nær ein- róma trausli á Mr. Roosevelt og við- reisnar álarfsemi hans. Oljósar fregnir, um þær mundir sem blaðið fer í press- ana, benda til þess að Mr. Roosevelt fái um 520 kjörmannaatkvœði í kjörmanna samkundunni, Electoral College. Demo- krataflokknum trygður yfirgnæfandi meiri hluti í báðum deildum þings. ljóði og lausu máli og sumt yndis- lega. Vísir hefir ekki lesið hina nýju bók káldkonunnar að svo komnu, en mun geta hennar við tækifæri.—\"ísir 10. okt. BIÍEZKA ÞINGIÐ SETT Síðastliðinn þriðjudag setti hans hátign Játvarður konungur þingið brezka, að viðstöddu feikna fjöl- menni; er það f yrsta þingið, sem hann kveður til starfs eftir valda- tökuna. Sú nýjung gerðist þar einnig, að kvenmaður bar fram þing.sálvktunartiliöguna um að há- sætisráðan yrði viðtekin og þökkuð hans hátign konunginum. Var það Miss Florence Horsbrugh, íhalds- fulltrúi frá Dundee, er leysti þetta söguríka hlutverk af hendi. MR. STONE HILLMAN KOSINN SHERIFF 1 PEMBINA COUNTY Yio llandaríkjakosningarnar, sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag, var hinn mikilsmetni íslendingur, Mr. Stone Hillman að Akra, N.D., fyrverandi ríkisþingmaður, kosinn Sheriff i Pembina County. Um aðra ísiendinga, er um önnur em- bætti sóttu í Dakotaríkinu við þess- ar kosningar, er enn eigi til fullnustu frétt. Lögberg óskar Mr. Hillman til hamingju með kosninguna. FJAÐRAFOK Trjámaðkur veldur árlega miklu tjóni á bryggjum og skipum, en nú þykjast menn hafa fundið upp ör- ugt ráð gegn honum, og það er eit- urgas, eitt hið sterkasta, sem fund- ið var upp í heimsstyrjöldinni. Það er blandao með "krósót" og borið á tréð. • # # Merkilegustu klukku í heimi hefir franskur úrsmiður fundið upp. Það þarf aldrei að draga hana upp, því að hún gengur fyrir hitabreyt- ingu loftsins. Minsta úr í heimi á Astor-fjöl- skyldan í Ameríku. Það er greypt í hring og er ekki stærra en venju- legur demant. Það gengur þó alveg rétt, og það þarf ekki að draga það upp nenia einu sinni á mánuði. Það er metið á 40,000 dollara. Hallarklukka Maharajadans af Nepal er þó enn dýrari. Hún var smíðuð á 18. öld og er eins og pýra- tnidi, hlaðinn úr mannabeinum. Þeg- ar klukkan er eitt rís upp beinagrind, og slær eitt högg á málmbumbu. Þegar klukkan er tólf, rísa upp 12 beinagrindur og slær sín hvert högg á trumbuna og hníga svo út af og verða eins og beinahrúga. Þessi klukka er metin á 100,000 dollara. —Lesb. Mbl. WINNIPEG DOCTOR DESCRIBES PERISCOPE WIIÍCIÍ EIJMIXATES CERTAIN STOMACH OPERATIONS Dr. P. H. T. Thorlakson, assistant professor of clinical surgery at the University of Manitoba, predicts íurther development of a modern technique for visual observation of the stomach walls would eliminate almost entirely the necessity for ex- ploratory operations in cases of gastric disease: The Winnipeg scientist addressed the Royal College of Physicians and Suregons in Ottawa Saturday. He described the use of an instru- ment known as a gastro-scope, a sort of periscope that can be introduced into the stomach, which was tried first on a C-erman Sword- swal- lower in 1868. Through it visual examination can be made for dia- gnosis of such diseases as gastritis, stomach ulcer and cancer of the stomach. Through the instrument, he said, five cases of stomach ulcer had been detected by himself and his associ- ates in 121 cases where X-ray exam- ination produced negative results. lle declared the instrument would be particularly valuable in detecting early stages of stomach cancer, a dis- ease from which 3,000 persons die annually in Canada. However, he added, it is neces- sary for the public to become edu- cated to realize the possible serious significance of indigestion in the early stages of stomach disorder arising during the "cancerage" of 45 to 60. The gastroscopic technique is de- signed to supplement but not replace other forms of diagnosis. In the examination the instrument is introduced through the mouth and tliroat into the empty tomach which is then inflated with air to separate the walls and prevent their clinging to the object glass of the gastro- scoj>e. \ ariations are noted from the healthy appearance, which is orange- red and glistening and lesions such as ulcers or cancerous growths can be seen. No general anaesthetic is necessary for the examination. MEÐALALDUR 120 ÁR? Leknisfræðilegur ráðunautur keisarafjölskyldunnar i Japan, Katsuzo Nishi, heldur því fram, að ef vissum heilbrigðisreglum sé fylgt, verði meðalaldur manna að minsta kosti 120 ár, jafnframt því sem nokkrir einstaklingar geti auð- veldlega náð 250 ára aldri.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.