Lögberg - 05.11.1936, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.11.1936, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. NÓVEMBER 1936 Ræða flutt við útför Kristjáns N. Júlíus að Mountain af Rögnv. Péturssyni. “Víst hefir upphaf og endir Alt sem við gerum hér.” “Hverf er haustgríma,” stendur í fornum málum. Er þaÖ orÖa sann- ast. Hefir til þeirra hluta brugÖið í þetta sinn. Haustnóttin er hverful, snöggum breytingum háð. En hún hefir gert nú þau umskifti er meiru varða en vér fáum gert oss í hug. Umskifti þessi eru ekki eingöngu þau er ávalt fylgja haustnóttum, stytting dags og lenging nætur — og þó eru þau það, — heldur eru þau þetta hvorttveggja í senn, í tvöföld- um skilningi. Það hefir lengt nótt og stytt dag. En það hefir sérstak- lega lengt nótt og stytt dag við burt- fiir samferðamannsins, sem vér er- um nú að kveðja, skáldsins K. N. Júlíus, þó hann sjálfur teldi sig um- komuminstan allra manna. Einkennilegt er það, en þó ekki einstætt, að umkomufæðin eða stað- an í mannfélaginu segja ekki ákveð- ið til um alla hluti; og sízt að þessu sinni. Mætti færa óteljandi rök að því ef þess væri þörf, því til þess eru mörg dæmi þó vér látum þait ótalin. Dagurinn lengdist, nóttin styttist við komu slíkra manna sem Bólu Hjálmaís, St. G. St., Þorst. Erl., Sig. Br., og fleiri, sem vér könnumst við. Og nóttin lengdist eins og nú, og dagurinn styttist við burtför þeirra. Með réttu mætti spyrja: Réðu þessir menn eða ráða slíkir menn, yfir ljósinu til að stýra deginum og stytta nóttina? Þessari spurningu þurfum vér þó ekki að svara. Svarið liggur opið fyrir þeim, sem vilja leita þess, en minna mætti á orðin í hinni fornu helgisögu, er samfara hinni algengu merkingu, eiga líka sina dýpri þýð- ingtn “Þá kom myrkur mikið yfir alt land, — frá sjöttu til níundu stundar.” Það dimdi í sannleika, er hann, er aldirnar, er fram hjá hafa liðið, hafa nefnt ljós heimsins, hvarf burt af jörðu. Það lengdi nóttina, það stytti dag- inn. Ljós heimsins sloknar ekki, svo að eklci dimmT á vegferðinni, fram á vegamótunum, í þjóðlifinu, í höll- um. höfðingjanna og í hreysi smæl- ingjans. Á þeirn timamótum endar gangan út á landsbygðina í húmi, í langri nótt, og enginn er undir nátt- staðinn búinn, nema hann beri með mér blys af því ljósi, inn að sæng- beðinum. Og óskin og vonin helzta verður sú, sem falin er í orðunum: “Vertu hjá oss, því að kvölda tekur, og á daginn líður.” Hann réð, og ræður yfir ljósi, því ljósi, er stýrir deginum og styttir nóttina. Hljótum vér þá ekki líka að á- lykta, að eins sé farið með hina smærri bræður hans, að þeir hafi ráðið yfir ljósi og i því efni sé hinn burtsofnaði vinur engin undantekn- ing. Talsmenn hinna undirokuðu og þjáðu; talsmenn auðnuleysingjanna, hinna smáðu og lítilmótlegu; tals- menn minsta bróðursins, hinna sorg- mæddu og snauðu, þeir ráða yfir ljósi. Fegursta ljósið er það, sem skin innan að frá, út frá hjartanu. Þaðan kom ljósið, birtan og ylurinn, sem hið látna skáld veitti samtið sinni. Það ljós lagði aldrei fyrir neinum vindi, það blakti ekki, þó gustasamt yrði fram á athafnasviði þjóðfélagsins, það brann jafn björt- urn logum fyrir því og birtu þess lagði til allra jafnt, inn í hvern krók og kima. Sjálfur gerði hann grein fyrir starfi sínu á þessa leið : “Mér leiddist hin eilífa þunglyndis þögn, því þá urðu kvöldin svo löng.” Og liann lýsti upp kvöldin, stytti nóttina og rauf “þunglyndisþögn- ina,” með gamansamri vísu. Það varð æfistarf hans að kveða, ekki eingöngu kvöldin glöð heldur allar stundir og eyða þunglyndisþögninni í þjóðlífi voru, frá fyrstu landnáms- tíð og fram á þenna dag. Eigi var þó svo að kjör hans væri þau, að lionum væri þetta léttara en öllum mönnum öðrurn. Hann var fátæk- ur alla æfi, hann var einstæðingur, hánn var nænnir og viðkvæmur eins og barn og sjálf hneigðist lund hans, eins og þeirra sem við slik kjör eiga að búa, að þunglyndi. Mun honum hafa fundist á stundum að hann naumast geta látið ljóð sín brosa. Kemur það á stökum stöðum fram í kvæðum hans, án þess þó að hann fari með kvartanir, því það var hon- um ekki lagið. Mun honum hafa stundum fundist erfitt að kveðja sér hljóðs og ljóðin vilja falla í þögn. í kvæði er hann orti ekki alls fyrir lntigu segir hann: “Mig brast ekki viljann, en breyzkur eg var, —er búinn að hreyfa mig ögn.— Eldurinn brennur sem útkulnað skar Svo enda eg kvæðið með þögn.” Og sjálfsagt hafa rrtörg kvæði hans byrjað og endað með þögn, en sem betur fer, urðu þau líka mörg sem öðluðust glaðan búning. Hin þýða og góðviljaða barns- lund hans lýsir sér i öllum hans kvæðum, þó á mismunandi hátt sé. í öllum hans gamanvísum leynir sér, undir gamninni, leikur og góðvild, og i þeim hljómar léttur æskuhlát- ur. 1 hinum, er ræða hin þyngri rök, lýsir sér innileiki barnshugans, sem þó er fullorðinn að skilningi. Þar kemur fram einlægur söknuður, hreinn og ósérplægur, trygð og kærieikur, minningar saknaðarglað- ar, sem tíminn fyrnir ekki. yfir. Hann rifjar upp gamanleika með þeim sem farnir eru og ræðir við þá eins og þeir væri ennþá hjá honum. Minnist eg þar sérstaklega vísunnar er hann kvað fýrir 20 árum síðan við hið nýorpna leiði Magnúsar heit- ins Brynjólfssonar í Mountain graf- reit, er kista Magnúsar var færð þangað. Talar skáldið þar út frá eigin hjarta við nærstaddan vin: “Eg hefi gert það gamli vinur minn í góðu skyni, að breyta um legstað þinn; ipoc o >OC=>OC=30C Verzlunarmentun * Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Bnda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til drjúgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO 0g SARGENT, WINNIPEG !>0<ZZZ>0CZZ>0CZZ>QCZZ30<ZZZ>0CZZZ>0CZ=ttCZ=>0CZ30<~~-~>0<->0<HZ=>0CrT7>0<=I>0<IZ=>0C Eg veit þér leiddist lífið norður frá, Um langar aldir fátt er þar að sjá. En eins og barnið þegar sól er sezt Þú sefur værst hjá þeim er unnir bezt. Or frjálsa svipnum forna gleðin skín Eg finn það glögt, þú brosir hlýtt til min.” Með þeirri ástúð mælir hann, en svo hljóðlátlega, eins og hann vilji ekki raska hinni djúpu ró og hin- um væra og endurnærandi svefni, að mannleg trygð og vinátta og góð- vild eiga naumast fegurri orð. Inn í orðin les maður auðveldlega þessa hugsun, sem göfgar og vegsamar líf- ið þrátt fyrir mörg vonbrigði þess og leyndan sviða sem það veldur, að vér mennirnir búum á hinu mikla heimili Móður Jarðar og að hann, grafreitsvörðurinn, er þjónn við einn svefnskálann, og velur vinum og ættingjum náttstað, í náinunda hvern við annan. Þar er enn barnið. en vaxið að vizku og þekkingu í skóla lífsins, með óspiltar og djúp- ar tilfinningar fyrir vináttu og ætt- arrækt, sem talar hlýjum og hug- mildum orðum. Eg minnist þess hversu, fyrir nokkrum árum, hann hvislaði klökt og hljótt að mér vísu einni, er við gengum út úr þessum sama reit frá þvi að fela í moldu fornan vin hans og góðan. Efni vísunnar var það, að þar fjölgaði alt af vinum hans, þar dveldi hann oftast, horfði lengst af upp úr gröfinni upp í heiðan him- ininn svo að hér, og hvergi annars- staðar, ætti hann því orðið heirria. Söknuður ómaði frá orðunum, en mjúkur og hlýr eins og regndropar sumarskúrinnar. Gleðin var honum veitt að vöggu- gjöf, segja menn, og þá þunglyndið líka. Og einmitt fyrir það var fyndni hans og gamansemi ómenguð og hrein, að hún spratt upp úr þeim jarðvegi. Sá, sem ekki þekkir al- vöruþunga lífsins hann þekkir ekki heldur hvað að réttu lagi eigi að vera haft að leikfangi, hann greinir ekki i sundur hið þýðingarverða og einskisverða. Það að kunna að greina þetta rétt og kunna að nota hvert um sig á viðeigandi hátt, til þess að varpa ljósi yfir viðfangs- efni lífsins, leysir úr þrautinni að gera beinan lífsins veg og snúa þreytu í hvíld. Það veitir skamman fögnuð að hæða andvörp gamal- mennisins eða grát barnsins, þó hvorttveggja sé af smáum rökum runnin. Hvorttveggja er verulegt og fylgir vaxandi og þverrandi lífs- þrótti og eiginleikanum að finna til. Eg hefi hvergi orðið þess var í því sem skáldið hefir ritað, eða með þeim kynnum, sem eg hefi af honum haft, að hann gerði sársaukann að hlátursefni. Hann gat það ekki, samúð hans með liðandi og örvasa lýð var of einlæg, of sterk til þess. Hvað er hlægilegt við eymd eða orkuleysi? “Alþjóð fyrir augum verður gamals þegns gengileysi,” orti Egill Skallagrímsson. Þetta var skáldinu vel ljóst. Barnið, sem tár- ast yfir sínum ofursmáu raunum vex upp til fullkomnara sjálfstæðis og getur léttilega yfirstigið þúsund- faldan mótgang siðar. Gamalmenn- ið steig einu sinni þyngra til jarðar og þoldi andviðrin betur en nú. Það var heimskan, sem menn- irnir bera svo stóra umönnun fyrir, sem var að hlátursefni hafandi, heimskan, sem hefð og siðir halda ríkast við, heimskan, sem þjóðfé- lagið hefur upp til skýjanna, heimsk- an, sem trúarbrögðin hafa of oft haldið uppi hlífiskildi fyrir, þetta stuf aldanna, sem lagt hefir rykhttð sina yfir skilning og aðra hvora hugsun mannanna, það var gegn henni sem hann beitti fyndni sinni og gamansemi. Það er þessi heimska, innan allra stétta, á öllum þeim menningarsviðum, sem eg hefi talið upp, sem er hið rétta hláturs- efni og sem hann kom oss til að brosa að í stað þess að dá eða ótt- ast. Þar í er höfuðstarf hans fólg- ið fyrir yfirstandandi og komandi tíð. Til þess að geta áttað sig sem bezt á þessu verða gamanljóð hans að vera lesin í ljósi þeirra atburða er gerðust frá ári til árs í sögu vorri alt frá landnámstíð. Hið annað, sem var að hlátursefni hafandi, var hégómaskapurinn og tildrið sem er látið koma í stað menningar og sið- fágunar. Þar var unt mikið yrkis- efni að ræða, næst um því ótæmandi námu, enda sótti hann þangað margt og mikið efni og smíðaði úr vísur og “kviÖ'linga” er aldrei fyrnast. Sökum eiginleika hans, samúðar og samlíðunar með mönnunum, vann hann úr efni þessu á annan hátt en flestir aðrir. Hann hallaði ekki á meðbræðurna, ekki á nokkurn mann. llann hafði mennina ekki að skot- spæni, heldur hleypidómana, sem þeir voru háðir, sem voru og eru svo mörgu eftirsóknarverðu farar- tálmi. Þessvegna er hann líka sér- stæður í bókmentum vorum og sem næst í flokki sér. Með samúð sinni, með góðvild sinni, með glaðværð sinni, og með hinu.ljúfa og heillandi þunglyndi sinu dreifði hann skuggunum. Hann færði ljós inn á vegu samferðasveit- arinnar, hann sneri margri amasemi í hlátur og myrkri tómleikastund í bjarta sumarnótt. Fyrir þetta bless- ! um vér minningu 'hans, þökkum ! verkin hans og finnum til saknaðar j við burtför hans, þess minnug þó, 1 sem hann sjálfur varar við að : “Vist hefir upphaf og enda, alt sem við 1 ;,ernm hér.” Vera hans á meðal vor jók við daginn og stytti nóttina. Vel sé þér, aldni vinur, fyrir þetta alt. Fyrir mína hönd, sem gamals vinar, fyrir hönd Þjóðræknisfélags : íslendinga í Vesturheimi og fyrir hönd sveitunga þinna, klúbbsins Helga Magra, færi eg þér hjartans kveðju og þökk. Frá samverustund- unum með þér, geymum vér öll glað- ar og ljúfar minningar. Þær verða oss til gleði og fagnaðar hvenær sem vér hugsum til þeirra, fram að lok- um hinna hraðfleygu æfistunda. Þær lengja daginn, rjúfa “þung- lyndisþögn” og stytta nóttina. — Kæru vinir, svo eg víki aftur að orðum þeim, sem eg hóf máls með, — “Hverf er haustgríma.” Já, en haustnótt mannsæfinnar er þó hvað helzt hverful. Fyrir rúmu ári síðan er vér sátum með honum fagnaðarmót hefði oss sízt til hug- ar komið að svo skjótt kæmi að, “hin svala nótt, er svefn í skauti ber.” I Oss fanst enn svo miklu leyfa af heilsu hans og kröftum. Eða var það I hitt að oss fanst ekki dauðinn eiga samleið með honum ? En hvað um það, vér erum aldrei viðbúin um- skiftunum, hinnar hverfulu haust- grímu. Vér sjáum að vísu að degi hallar. Vér spyrjum : “Næturvörð- hann að hrygðardegi. — Það myndi vera fjarri upplagi hans, en hann þakkar og gleðst yfir hverri hlýrri hugsun og einlægri kveðju er vér látum fylgja honum yfir á eilífðar- landið. — Blessum svo burtför hans og þökkum guði og föður fyrir það, að hann gaf hann vorri fámennu þjóð einmitt á þeim tíma, sem hann var á meðal vor. Guð blessi þig, gamli vinur, hann láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Hans er ríRið, máttur- inn og dýrðin að eilífu. ur, hvað liður nóttunni?” En svo þegar oss er svarað: “Nóttin er komin, þá enginn getur unnið,” drúpir hugur vor, og vér lútum höfðum. Þetta kemur oss svo óvænt að oss stanzar við og vér spyrjum á ný: “Hví húmar svo skjótt, svo alt í einu?” Vér söknum vina vorra, hörmum að horfa þeim á bak en vitum þó, að hjá því verður ekki komist. Eg er þess viss að svo muni ávalt ganga til að vér söknum góðra vina. Og eg fyrir mitt leyti þakka það, því það gerir heiminn hlýrri, samúðarfyllri, en ef á þessu ætti að verða breyting. Látum oss bera fölskvalausa trygð til vina, þó það eigi að kosta oss það, að vér söknum og^ syrgjum þegar degi lýkur og þeir eru heimtir á burt.------ Eg veit að skáldið óskar ekki eft- ir að vér gerum kveðjustundina við Kornræktin í Reykholti Nokkrir áhugamenn i Reykholts- dal í Borgarfirði stofnuðu fyrir þremur árum félag með sér til að gera tilraunir með kornrækt. Félag þetta nefnist “Kornræktin í Reyk- holti” og hefir haft með höndum all-umfangsmikla starfseini. Hefir Nýja dagblaðið átt tal við Þóri Steinþórsson, bónda í Reyk- holti um framkvæmdir félagsins, en hann skipar stjórn þess ásamt Jóni Hannessyni, bónda í Deildartungu og Þorgils Guðmundssyni kennara í Reykholti. —Félagið tók á leigu um 14 hekt- ara lands í Reykholti og var sumarið 1934 byrjað á framkvæmdum, m. a. bygð kornhlaða og gerðar tilraunir á landinu. I fyrravor var Andrés Kjerulf frá Hafursá á Fljótsdalshéraði, en áður starfandi á tilraunastöðinni á Sámsstöðum, fenginn til að standa fyrir kornræktinni. Var í fyrra- sumar sáð byggi og höfrum í 10 hektara lands og var uppskeran rúmlega 200 tunnur. Seldum við hverja tunnu á 18—22 kr. til hænsna og hestafóðurs og er markaður næg- ur í héraðinu. Útsæði seldum við út um land á kr. 30 tunnuna á skips- fjöl í Borgarnesi. —Hvernig er uppskeran í haust? —Hún verður sennilega ámóta og í fyrra. Sáð var í ámóta stórt svæði, höfrum i um 2 hektara, en byggi í 8 hektara. Var spretta nokk- uð misjöfn, ágæt þar sem þurt var í vor, en lakari þar sem jörð var blautari. Er akurinn allur full- þroska, nema þar sem síðast var sáð höfrum, en von er um að þeir verði lika fullþroska. Sáð var 3 tegundum af byggi, mest af Donnes-byggi, sem gefur mikla uppskeru, Solen-bygg þrosk- ast norðar, er öruggara, en gefur eigi svo mikla uppskeru. Guld-bygg þarf lengri þroskunartíma, er tví- raða, en hefir ýmsa kosti fram yfir hinar tegundirnar, er m. a. síður hætt við foki, en í ofviðrinu í síð- asta mánuði urðu t. d. töluverðir skaðar á ökrunum í Reykholti végna þess, að bygg fauk úr öxum. — Auk kornræktarinnar voru ' kartöflur ræktaðar í einum hektara lands og er uppskera góð í nokkrum hluta landsins, þar sem áður var ræktað en nokkru lakari í nýræktinni. —Hve margir starfa að ræktun- inni ? —I vor unnu að henni 4 menn i þriggja vikna tíma í sambandi við verklegt námskeið í kornrækt, en sennilega hefðu 3 menn nægt. Ak- urinn þarf lítillar nmhirðu við yfir sumartímann, en í haust starfa 6 menn að upskerunni. Er henni enn eigi lokið. —Hvaða mannvirki hafa verið gerð í sambandi við kornræktina? —Bygð kornhlaða 10x14 111 • Er loft yfir henni hálfri auk hanabjálka lofts. Þreskivél er höf ð þar. Etin- fremur hafa verið bygð tvö bú- peningshús. Voru þar fóðraðir s.l. vetur 6 hestar félagsins og auk þess teknir 8 kálfar og 80 kindur til fóð- urs. Er fúðrað á hálmi þeim er til fellur. Að lokum getur Þórir þess, að fé- lagið hafi í hyggju að fá myllu til að mala kornið til kúafóðurs, en heilt er það mest notað til að fóðra hesta og hænsni.—N. dagbl-. 3. okt. “BALDURSBRÁ” Eftirfylgjandi menn og konur hafa góðfúslega lofast til að veita móttöku áskriftargjöldum fyrir Baldursbrá í hinum ýmsu bygðum íslendinga. 1 þeiin bygðum sem eng- ir eru nafngreindir væri óskandi að | einhver gæfi sig fram að taka á móti gjöldum og koma þeim til ráðs- mannsins, B. E. Johnson, 1016 Do- minion St., Winnipeg. Gjaldið er | 50 cents fyrir árið, sent póstfrítt, og ’ verður að borgast fyrirfram. Þeir tveir árgangar, sem út eru konmir, fást enn keyptir og verða sendir póstfrítt fyrir 50 cents hver, til : þeirra sem óska. Útgáfunefndin 1 þakkar þessu fólki innilega fyrir samvinnu og hlýhug þess, og öllum þeim, sem kynnu að finna hvöt hjá sér að greiða veg fyrir þessu þarfa fyrirtæki. Sigurður Indriðason, Selkirk, Man. Rév. Carl J. Olson, Selkirk, Man. Páll Guðmundsson, Leslie, Sask. Jóhannes Einarsson, Calder, Sask. Jóhann K. Johnson, Hecla, Man. Rev. E. H. Fáfnis, Glenboro, Man. Jón Jóhannsson, Wynyard, Sask. Séra Jak. Jónsson, Wynyard, Sask. Jón Gíslason, Bredenbury, Sask. John Arnórsson, Piney, Man. Rev. G. Árnason, Lundar, Man. Miss Kristjana Fjeldsted, Lundar Rev. S. Ólafsson, Árborg, Man. Rev. B. Bjarnason, Gimli, Man. Egill Egilsson, Gimli, Man. Mrs. T. J. Gíslason, Brown, Man. Mrs. Aldís Peterson, Víðir, Man. Mrs. S. O. Sveinson, Keewatin, Ont. : Mrs. Margaret Benedictson, 1920— 8th St., Anacortis, Wash. , Mrs. Ingibjörg Sverrisson, Bantry, N. Dak. j Stefán Einarsson, Upham, N.D. Dr. R. Beck, University of North Dakota, Grand Forks | Gam. Thorleifsson, Garðar, N. D. | Th. Thorfinnsson, Mountain, N. D. Mrs. O. Anderson, Baldur, Man. Mrs. J. H. Guðmundsson, Elfros, Sask. Rev. G. Guttormsson, Minneota, Minn. Mrs. E. B. Johnson, Oak Point, Man. Árni Björnson, Reykjavík, Man. Aug. Johnson, Winnipegosis, Man. Marino Briem, Riverton, Man. Mrs. Jakobína Johnson, 820—25th Ave. N.W., Seattle, Wash. Mrs. T. Böðvarsson, Geysir, Man. Mrs. Lilja Bjarnason, Langruth, Man. Mrs. P. Einarsson, 3314 N. Kilaise, Irving Park Station, Chicago Páll ísfeld, Winnipeg Beach, Man. — llllllllIllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllll!lll!llllll!l!ll!llll!!ll!lllllll!!l!lllllíil!!llllllllllllllllllllllll!lll!llll!llllllllll!IIII!!lllll!!'!lí''l!lll!lil!!llll!llin!lllll!!!!IIIIIIIIIII!!IIIIIIIU!l I THOSE WHOM WE SERVE I IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECA USE— OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG PHONE 86 327 IHUIII!!I!IIIIIIII -

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.