Lögberg


Lögberg - 03.12.1936, Qupperneq 1

Lögberg - 03.12.1936, Qupperneq 1
PHONE 86 311 Seven Lines 49. ÁftGANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3. DESEBIBER 1936 NÚMER 49 “ Nonni ” SíÖastliðna viku var staddur í New York góÖlegur öldungur með ellihrímgað hökuskegg; það er 79 ára gamall prestur, íslendingur og Jesúíti. Hann á ætt sína að rekja til norrænna stórmenna, þar á meðal eru: Auður drotning ekkja Ólafs hvíta írakonungs, Þórður gellir goði, seni' endurbætti Alþingi á íslandi ár- ið 965, Loftur Guttormsson ríki, Hrólfur Bjarnason sterki og Sveinn Þórarinsson, sem bæði var lögmað- ur og umboðsmaður konungsjarða i857- Þegar Sveini fæddist sonur nefndi hann drenginn Jón Sveinsson. En móðir Jóns kallaði hann “Nonna” og þegar hann óx hélzt það nafn við hann og sjálfur útbreiddi hann það nafn víðsvegar um Evrópu í rnörg- um bókum, er hann ritaði um það, er fyrir hafði komið á lífsleiðinni. “Nonni” Sveinsson er glaðvær og unglegur, þótt hann sé nú orðinn 79 ára; hann var gestur Fordham há- skólans síðastliðna viku og sagði greinilega ágrip æfi sinnar blaða- mönnumi þeim er þess óskuðu. “Nonni” dvaldi ekki Iengi þar sem hann var fæddur á íslandi. Þegar hann var tólf ára að aldri voru tveir piltar valdir til þess að fá ókeypis uppeldi og mentun á Frakk- landi. Þeir urðu að vera fyrirmynd annara pilta, bæði að siðprýði og likamlegu atgervi. “Nonni“ var annar þeirra, sem varð fyrir valinu. Þeir fóru á seglskipi til Danmerk- ur, en komust ekki lengra sökum stríðsins á milli Prússa og Frakka. Þeir staðnæmdust því í Kaup- mannahöfn. Biskupinn og prestarn- ir í Kaupmannahöfn litu eftir pilt- unum og snerist “Nonni” þar til kaþólskrar trúar; nokkru síðar strauk hann með farandleikflokki (gypsies) en fanst loksins eftir langa leit. Hafði ýmislegt á dagana drifið þann tíma, sem hann dvaldi með þessu farandfólki. Loksins komust þessir íslenzku •drengir báðir til Frakklands árið 1871; en þá hafði “Nonni” ákveðið að verða prestur. Hanrt lærði við Jesúíta skólann í Amiens, gekk í Jesúíta regluna og var sendur til Þýzkalands til þess að kenna latínu, :sögu og nýju málin. “Nonni” Sveinsson var 56 ára þegar hann byrjaði að skrifa bækur; var aðalefni þeirra úr æfisögu hans. En þó hann byrjaði seint, hefir hann -verið frábærlega afkastamikill. Fjórar bækur hefir hann ritað um æ^kulíf sitt, en tólf bækur hefir hann skrifað alls; þær hafa verið þýddar á þrjátíu tungumál og sex miljón eintök hafa selzt af þeim. Fyrir tveimur árum kom þýzkur stéttarbróðir séra Jóns frá Japan. Spurði þessi maður íslendinginn hvort hann langaði ekki til þess að takast á hendur ferð til Japan. Hann var fús til þess. Leyfi var fengið til fararinnar -hjá æðsta valdi reglunnar i Rómaborg, með því skil- yrði að séra Sveinsson lófaði því að skrfia bók um ferðina; hann varð að fá áreiðanlegt læknisvottorð um góða heilsu og borga allan kostnað sjálfur. Þessi voru skilyrðin. Hann gekk að þeim tafarlaust; bókina var hann viljugur að skrifa, læknisvott- orðið fékk hann, þvi hann var stál- hraustur að öllu öðru, en því að hann hafði dálitla gigt í öðrum fæt- inum og peningana til ferðakostnað- arins fékk hann með því að flytja fyrirlestra á Frakklandi, Svisslandi og Þýzkalandi og lagði svo af stað áleiðis til Japan ýfir Canada og Bandarikin. Mikið var um dýrðir við Ford- ham háskólann þegar séra Jón kom þangað. Presturinn er teinréttur eins og tvítugur rnaður, andlitið ljómar af góðlátlegu gletnisbrosi. Á höfðinu hafði hann gamlan linan hatt; er það hattur erkibiskupsins í Austurríki; sé hét Ignaz Seipel og átti séra Jón heima hjá honum i Vínarborg og var hjá honum þegar hann dó. Jesúítarnir við Fordham voru ekki seinir á sér þegar þeir vissu þetta; fengu þeir hattinn hjá séra Jóni og keyptu honum annan nýj- an. Hafa þeir nú hatt Seipels við minjasafn háskólans sem annan dýr- grip. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi úr Time. SAMSETNING BÆJAR- STJÓRNARINNAR I WINNIPEG / Þegar hin nýja bæjarstjórn tekur við völdum þann 1. janúar næst- komandi, verður hún þannig sam- sett: F. E. Warriner, borgarstjóri. 1. kjördeild— E. D. Honeyman H. C. Morrison Mrs. Margaret McWilliams C. E. Simonite F. G. Thompson R. A. Sara. 2. kjördeild— Thomas Flye James Simpkin Paul Bardal Garnet Coulter C. Rhodes Smith M. W. Stobart. 3. kjördeild— J. Blumberg J. A. Barry M. A. Gray Dan. McLean Jacob Penner M. J. Forkin. SAMBANDSÞING KVATT TIL FUNDA Forsætisráðherrann, Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, hefir tilkynt að Sambandsþingið í Ottawa komi saman þann 14. janúar næstkom- andi. Er búist VÍð þíingslitum í apríllok til þess að ráðherrum og þingmönnum veitist kostur á að sækja konungskrýninguna, sem fram fer í Lundúnum þann 12. mai. SKIPAÐUR INÝJA STÖÐU Simað er frá Ottawa þann 1. þ. m., að Hon. R. A. Hoey, fyrrum mentamálaráðherra Briackenstj órn- arinnar i Manitoba, hafi verið skip- aður formaður þeirrar nýju stjórn- arskrifstofu í Ottawa, er sérstak- lega skal hafa umsjón með fræðslu og velferðarmálum Indiána í Can- ada. Ráðherra Indíánamálefna er Hon. T. A. Crerar. EFNILEGUR MENTA- MAÐUR Einn þeirra islenzku mentamanna, sem rutt hafa sér braut til vegs og gengis, er Mr. J. C. Jónasson, B.A., er nýlega hefir verið skipaður yfir- umsjónarmaður með skólum í Al- bertafylki, og búsettur er í Hanna. Mr. Jónasson var fæddur í Win- nipegosis hér í fylkinu; hann flutt- ist ungur vestur á bóginn, og stund- aði árið 1919 nám við kennaraskól- ann í Camrose. Árið 1928 lauk hann B.A. prófi við háskóla Al- bertafylkis með hinum ágætasta vitnisburði. Að því loknu tók Mr. Jónasson að gefa sig við kenslu- störfum og hafði á hendi skólastjórn á ýmsum stöðum, svo sem í Cam- rose, þar sem hann dvaldi samfleytt í átta ár. Áður en 'hann var skipað- ur i þessa nýju stöðu sína, hafði hann starfað í mörgum nefndum, er það hlutverk sérstaklega höfðu með höndum, að endurskoða kenslubæk- ur, sem notaðar skyldu í hinum ýmsu skólum innan vlébandia Al- bertafylkis; ávann sér í því starfi sem og reyndar á öðrum sviðum, traust og álit samverkamanna sinna. Foreldrar þessa merka menta- manns, voru þau Kristján Jónasson og Halldóra Þergþórsdóttir. Misti hann ungur föður sinn, en móðir hans er búsett í Edmontonborg. Œfintýraleg björgun úr snjóflóði Á laugardaginn var fóru tveir menn úr Öræfum að leita kinda i Breiðamerkurf jalli. Lentu þeir báð- ir í snjóflóði í brattri fjallshlíð. Annar lenti utan til í snjóflóðinu og stöðvaðist ofarlega i fjallinu og komst sjálfkrafa úr fönninni. Hinn hrapaði niður bratta fjalls- hlíðina, um 200 metra, og náðist ekki fyr en eftir 25 klukkutíma, en þá var hann tnn lifandi. Morgunblaðið átti á sunnudags- kvöld tal við Runólf Jónsson bónda á Sandfelli i Öræfum og skýrði hann blaðinu þannig frá: Snemma á laugardagsmorgun fóru þeir Gunnar Þorsteinsson á Hofi og Sigurður Björnsson á Kvískerj- um til að leita kinda i Breiðamerk- urfjalli, sem er inni í jöklinum, norðaustur af bænum Kvískerjum á Breiðamerkursandi. Breiðamerkurfjall er afréttarland Hofs, og ætlaði Gunnar að leita kinda þarna, en fékk með séi Sigurð á Kvískerjum. Það er um 3—4 tíma gangur frá bænum Kvískerjum upp í Breiðamerkurfjall, og yfir jökul að fara talsvert af leiðinui. Var erfið ferð inti á fjallið núria, því að talsverður snjór var á jökl- inum. Um hádegi á laugardag féll snjó- flóð á þá félaga í brattri fjallshlíð i Breiðamerkurfjalli. Gunnar lenti utan til í snjóflóð- inu og hrapaði aðeins stuttan spöl. Hann komst úr fönninni án hjálp- ar, og var ómeiddur. En félagi hans, Sigurður á Kví- skerjum hrapaði niður bratta f jalls- hlíðina og fram af klettabelti, sem var neðan við miðja hliðina, yfir klappir og stórgrýti, og alla leið niður að jökulröndinni. Gunnar fór nú niður til þess að skygnast um eftir félaga sínum, en sá hann hvergi, enda taldi hann vist að hann væri ekki lifandi. Hélt nú Gunnar til Kvískerja og fékk þar menn til þess að leita. Var nú farið strax upp í Breiðamerkur- fjall til þess að leita, en sú leit bar engan árangur, enda var komið myrkur og því mjög erfið aðstaða um j ökulklungurnar. Var nú haldið aftur heim að Kvi- skerjum og ákveðið að hefja nýja leit á sunnudagsmorgun, og fá menn frá öðrum bæjum til 'hjálpar. Snemma á sunnudagsmorgun var lagt af stað af nýju til þess að leita. En allir leitarmenn gengu út frá þvi sem gefnu, að nú væri aðeins um það að ræða að reyna að finna lík Sigurðar. Engum datt í hug að Sigurður kæmi lifandi úr fönninni. En þegar menn höfðu leitað góða stund heyrðu leitarmenn hljóð og virtust þau koma undan jöklinum, þar sem snjóflóðið hafði komið nið- ur. En þannig hagar til þarna, að nokkuð bil hefir myndast milli jök- ulsins og fjallshlíðarinnar, þar sem jökullinn hefir bráðnað i sumar. Var bil þetta um 1 meter á hæð og 6—8 metrar á breidd. Snjóflóðið hafði fallið þarna inn undir jökulinn, en þó þannig, að krönglast mátti þar niður með þvi hálfpartinn að skríða á maganum. Leitarmenn bundu nú mann í vað og fór hann þarna niður og gekk á hljóð Sigurðar. Var aðstaðan mjög erfið að komast þarna niður, vegna þrengsla. DR. F. E. WARRINER, sá, er tekur við borgarstjóraembætti í Winnipeg þann 1. janúar næstk. Þegar hinn vaðbundni maður var kominn 28 metra niður, undir jökul- röndina, fann hann Sigurð þar ríg- skorðaðan. — Tókst honum að moka snjónum frá Sigurði og losa hann úr fönninni. Var Sigurður málhress, en mjög stirður og þjakaður. — Hann var all-bólginn og skinnkalinn á hönd- um og fótum, en að öðru leyti ó- meiddur, að því er virtist. Leitarmenn færðu Sigurð í þur föt, nærðu hann og óku honum á sleða heim til Kvískerja. Faðir Sig- urðar, Björn bóndi á Kvískerjum tók sjálfur þátt í leitinni. En heima- fólk fékk varla trúað sínum eigin augum, er leitarmenn komu með Sigurð lifandi, enda telja Qræfingar þetta hið mesta kraftaverk. Svo langt er það yfir öllum skilningi manna, að Sigurður skyldi komast lífs af. Samtal við Björn bónda á Kviskerjum. í gær átti Morgunblaðið tal við Björn Pálsson, bónda á Kvískerj- um og spurði um líðan Sigurðar. —Hann er furðanlega hress, seg- ir Björn, nema hvað hann er dasað- ur, sem sizt er að undra. —Hvernig fór um Sigurð þarna undir jöklinumi? —Hann var fastskorðaður undir jökulröndinni, gat aðeins lítilsháttar hreyft hendurnar. Annars gat hann sig ekki hreyft; sérstaklega voru fæturnir illa skorðaðir. Lá hann þannig skorðaður, að höfuðið var talsvert lægra en fæturnir, og olli það óþægindum. Hann hafði fulla meðvitund, bæði meðan hann hrap- aði og eins í fönninni undir jökul- röndinni. —Var Sigurður ekki sjálfur von- laus um að honum yrði bjargað? —Nei; hann 'hafði alt af von, eftir að hann komst nokkurn veg- inn ómeiddur úr hinu háa hrapi, niður fjallið. En hann vissi vitan- lega ekki, að hann var skorðaður langt inn undir jökulröndinni. Hann tók það fyrir að syngja þar sem hann var skorðaður, til þess bæði að fá styttan tímann þarna í einver- unni, og einnig til þess að gera vart við sig, er farið yrði að leita. Hefir það þannig verið söngur Sigurðar, sem leitarmenn heyrðu. :—Sofnaði Sigurður i fönninni? —Hann býst við að hann hafi mókt eitthvað, en þá aðeins stutta stund í einu, enda reyndi hann að halda sér vakandi. Hann varð ekk- ert var við okkur leitarmenn á laug- ardagskvöldið, og höfðum við þó verið nálægt honum' þá. Sennilega hefir hann þá blundað. Að vísu kölluðum við ekki, því enginn okk- ar bjóst við að Sigurður væri lif- andi þarna niðri. —Það heVir hjálpað, segir Björn að lokum, að Sigurður var mjög vel klæddur, svo að hjann varð ekki gegndrepa fyr en komið var fram undir morgun á sunnudag. Morgunbl. 10. nóv. Frá Islandi Gunnar Gunnarsson Ný bók eftir Gunnar Gunnarsson er nýlega komin út hjá Cerlag von Philipp Reclam, jun. í Leipzig. Bók- in heitir “Advent im Hochgebirge” Jólafasta á Fjöllum. I þessari sömu bók er lýsing á Gunnari Gunnars- syni, rituð af hinum kunna bók- mentafræðingi Helmuth de Boor. Af bók þessari má sjá, að alls hafa komið út í Þýzkalandi 19 bækur eft- ir Gunnar Gunnarsson. Fimtán af þeim hafa verið gefnar út á forlagi Albert Langen-Georg Muller í Munchen. En fjórar hefir Insel- forlagið í Leipzig gefið út. Alls hafa þessar 19 bækur verið gefnar út í 105 útgáfum, og er það meira er nokkur annar núlifandi norrænn rithöfundur hefir náð í Þýzkalandi, að frátöldum Knut Hamsun. Oftast hefir sagan “Die Leute auf Borg” eða Saga Borgarættarinnar, verið gefin út, eða alls 25 sinnum. Þar á eftir kemur "Die goldene Gegen- wart,” 15 sinnum, “Strand des Lebens” og “Schiffe am Himmel” með 10 tgáfur hvort; “Die Eid- bruder” í átta útgáfum, og “Der weise Krist” í sjö. Sex aðrar af bókum Gunnars hafa kotmið út í fimm útgáfum í Þýzkalandi. Af fjöldamörgum blaðadómum 'hinna stærstu blaða í Þýzkalandi má ráða, að Þjóðverjar telja Gunnar Gunnarsson vera mesta rithöfund, sem nú er uppi á Norðurlöndum. Norræna félagið í Lubeck hefir boðið Gunnari til Þýzkalands til þess að flytja þar fyrirlestra næstkom- andi vor.—N. dagbl. 12. nóv. * * # Sorglegt slys Með sviplegum hætti druknuðu í gær tveir menn í höfninni örskamt frá landi framundan skipasmíðastöð Daníels Þorsteinssonar & Co. Skorti þá sundkunnáttu til að ná landi. Um. kl. 10% var hafinn undir- búningur að því að draga mótorbát- inn “Þorstein” í skipasmíðastöð Daníels Þorsteinssonar & Co. Fóru þrir menn á litlum bát áleiðis að m.b. “Þorsteini” með vírstreng til að draga bátinn á í land. Er þeir voru komnir um 40 m. frá landi og í námunda við m.b. “Þorstein,” fyltist báturinn skyndilega af sjó og urðu allir mennirnir lausir við hann. Einum bátverja, Stefáni Richter Stefánssyni, tengdasyni Daniels Þorsteinssonar skipasmiðs, tókst að ná í kaðal frá m.b. “Þorsteini” og komst á honum í bátinn. Hinir mennirnir tveir voru alveg ósjálfbjarga. En Þorsteinn, sonur Daniels skipasmiðs, sem var um borð í mótorbátnum, kastaði sér þegar til sunds til að reyna að hjálpa þeim. Tókst honum að koma ár til annars mannsins, en gat ekkert gert fyrir hinn. Síðan synti Þorsteinn að “bauju” austanvert við mótorbátinn og hélt sér þar unz hjálp kom frá landi. Þegar slysið sást úr landi, var bát skotið út og róið að slysstaðnum. En litlu áður en björgunarmenn- irnir komu þangað, sukku báðir mennirnir, og slepti annar þeirra handfesti sinni, árinni. Sjór var svo óhreinn að ógjörlegt var að leita að mpnnunum þá þegar og var Þorsteini Daníelssyni bjargað í land. Var hann aðþrengdur vegna kulda og veiktist af vosbúðinni. Eigi þótti gjörlegt að slæða eftir líkum hinna druknuðu manna, vegna þess hve mikið er af keðjum og allskonar rusli á botninum þar sem slysið vildi til. Fékk lögreglan því Þórð Stefánsson kafara til aðstoð- ar. — Fann hann líkin eftir um V2 klukkust. leit. Voru þau nær fast saman um 40 m. frá landi eða á sama stað og slysið vildi til. Hinir tveir ungu menn, sem druknuðu, voru báðir lærlingar á skipasmíðastöð Daníels Þorsteins- sonar & Co. Var Kristján Richter Stefánsson fæddur á Isafirði 15. apríl 1915 og þar eiga foreldrar hans heima. Hann fluttist hingað til Reykjavíkur 1934 og átti heima á Laugaveg 51B. — Ragnar Gísla- son fæddist á Seyðisfirði 9. des. 1915, fluttist hingað 1935 og átti heima á Hávallagötu 35. Þetta dapurlega slys er bending um það, hve sundkunnátta er nauð- synlegur liður í mentun þjóðarinnar. Þessir ungu menn létu lifið vegna þess, að þeir kunnu eigi sund. Þeir voru örskamt undan landi og hefðu eigi þurft að synda nerna nokkurn hluta leiðarinnar, því að aðgrunt er á þessum stað.—N. dagbl. 6. nóv. RANNSÓKNARNEFND HVEITIS Sú hin konunglega rannsóknar- nefnd, er sambandsstjórnin skipaði í þessu sambandi ekki alls fyrir löngu, hóf starf sitt á þriðjudaginn hér i borginni undir forustu Tur- geon rannsóknardómara. Verður það hlutverk nefndarinnar að ger- kynna sér allar aðstæður viðvíkj- andi sölu hveitis og annara cana- diskra korntegunda. Búist er við að fjöldi vitna af 'hálfu kornverzlana og kornframleiðenda mæti fyrir rannsóknarne f ndi nni. ROOSEVELT SETUR FRIÐARÞING Síðastliðinn þriðjudag setti Roose- velt Bandaríkjaforseti allsherjar, amerískt friðarþing í Buenos Aires, þar sem mættir voru fulltrúar frá 21 lýðveldi hins nýja heims. Mr. Roosevelt lagði á það áherzlu í ræðu sinni, að þjóðir þær, er Ameríku byggja, stæði saman sem einn mað- ur, ef til þess kæmi að ráðist yrði á lönd þeirra; með öðrum orðum mynduðu með sér órjúfandi sam- varnar og friðarsamband. Ennfrem- ur leiddi forseti ljós rök að því, hver hætta heimsfriðnum jafnan stafaði af ströngum viðskiftahöml- um þjóða á milli. LAVARÐUR TWEEDSMUIR í WINNIPEG Landstjórinn i Canada, lávarður Tweedsmuir, kom til borgarinnar í byrjun vikunnar og flutti ræðu í samkomuhöllinni á þriðjudagskvöld- ið að viðstöddu miklu fjölmenni. Var landstjórinn við þetta tækifæri sæmdur doktorsnafnbót í lögum af Manitobaháskólanum. HEIMSSÝNING I NEW YORK Undirbúningur er þegar hafinn undir heimssýninguj sem haldin verður í New York 1939, til minn- ingar um, að þá eru 150 ár liðin frá því Georg Washington varð forseti í Bandaríkjunum. Sýningin stendur yfir til ársloka 1939 að minsta kosti, og ef til vill allmiklu lengur. Gert er ráð fyrir að 50 miljónir manna komi á sýninguna 1939. Sýningarsvæðið verður við Flush- ing Bay á Long Island, og er áætl- aður kostnaður við byggingar, sem þar verða reistar, 125 miljónir doll- ara. Sýningarsvæðið er 1216 ekrur lands. Á miðju sýningarsvæðinu verður turn, 250 feta hár. Sýningin verður í f jórum deildum, og þar verður til sýnis flest það, sem fundið hefir verið upp á vor- um dögum og til framfara telst. Undirbúningur er hafinn til þess að geta flutt 160,000 manna á klst. hverri milli Flushing Bay og New York.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.