Lögberg - 03.12.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.12.1936, Blaðsíða 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. DESEIMBER 1936 C.C.M. SCATINC CCTHTS Trade in your outfit on another Sharpening Specialists—HOCKEY, RACING, FIGURE R. J. LINTON, 644 Portage Avenue Silfurfarmur á sjávar- botni í höfnum Eftir Ólaf Ketilsson. Eitthvert merkilegasta skip- strand, sem orðiS hefir á Is- landi, var þegar enska skipiS “Jamestown” bar aS landi í Höfnum fyrir 55 árum. HafSi skip þetta veriS yfirgefiS af skipshöfninni þá fyrir fremur árum vestur undir Ameríku- strönd, og allan þenna tíma var þaS aS flæjast mannlaust á haf- inu. Margir leiSangrar voru gerSir út til aS reyna aS bjarga þvi, vegna þess hvaS þaS hafSi dýrmætan farm innanborSs — silfur frá Mexico í kjölfestu. En aldrei fanst skipiS. Sein- ast stradaSi þaS í Höfnum og brotnaSi og þar liggur enn mexikanska silfriS á marar- botni. Á hvítasunnudagsmorgun áriS i88x kl. 5 um morguninn vaknaSi eg og aSrir í baSstofunni í Kotvogi viS þaS, aS veriS var aS hrópa fyr- ir utan gluggann: “ÞaS er aS verSa strand!” Mun sjaldgæfur jafnmikill fim- leiki og flýtir viS aS klæSast hvers- dagsflíkum, sem ungir og gamlir sýndu þennan hvítasunnudagsmorg- un. Munu margir Hafnahrepps- menn þennan morgun hafa sett æf- innar met í flaustri og flýti aS færa sig í spjarirnar. Þegar komiS var út, var skips- bákn þetta, sem enginn hafSi áSur séS neiná líkingu af aS stærS, kom- iS fast upp aS svonefndum “Há- steinum,” þar sem hafrótiS — fjall- háir brimboSarnir — risa hæst viS sjávarströnd Hafnahrepps. Var þaS stórfengleg sjón, aS sjá þessa ægi- legu brimboSa koma æSandi eins og snæviþakinn fjallgarS á flatt skipiS. Var þaS næsta ótrúlegt mörgum, sem á horfSu, aS skipinu, þó stórt væri, skyldi ekki alveg hvolfa, þegar þessi tröll náttúrunnar komu æSandi á þaS flatt, og ruku upp í miSjan reiSa, af mótstöSu þeirra, sem skip- iS veitti gegn sjónum. En fyllilega inn á mitt þilfariS sáum viS þegar stærstu sjóarnir skullu á því. Kl. 7 um morguninn var skipiS komdS inst inn í Kirkjuvogssand og átti ekki nema örfáa faSma eftir lengra inn á sundiS, þar sem þaS hlaut aS stranda. En af því aS þá var komiS útfall, tók þar á móti Hvorki eg né aSrir, sem í baS- beljandi straumurinn úr Ósunum, stofunni sváfum, létumi þennan boS- sem er langur vogur í norSaustur bera hafa fyrir þvi að þurfa aS frá Kirkjuvogi, þar sem Maríu- hrópa oftar en einu sinni: “ÞaS er kirkja í Vogi stóS til forna, en var aS verSa strand!” heldur þutu allir flutt á sinn núverandi staS í Kirkju- karlmenn, sem i baSstofunni voru vogi áriS 1671. Barst skipiS nú ÓS- upp til handa og fóta, 0g ruddist fluga móti vindi og sjó fram Kirkju- hver í kapp viS annan á nærklæSum vogssund, og langt fram á Hafna- einum út aS glugganum. Sáum viS leir, á meSan aS straumurinn úr Ós- þá skipsbákn eitt mikiS vera aS unum (“Vogi”) náSi til þess. Og veltast í brimgarSinum. En vestan töldu nú allir, sem á horfSu, aS rok var og stórveltu brim. skip þetta væri týnt og tapaS Hafna- INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota .... B. S. Thorvardson Árborg, Man .. .Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota ... . .Einar J. BreiSfjörS Bellingham, Wash. ... Blaine, Wash Bredenbury, Sask Brown, Man J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota .. ... B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask.... Cypress River, Man. . Dafoe, Sask Edinburg, N. Dakota... ... Jónas S. Bergmann Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask GarSar, N. Dakota .. .Jónas S. Bergmann Gerald, Sask Geysir, Man • -Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Mah Glenboro, Man Hallson, N. Dakota ... ...S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.. .. .Magnús Jóhannesson Hecla, Man Hensel, N. Dakota .... Husavick, Man F. O. Lyngdal Hnausa, Man Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask Langruth, Man Leslie, Sa9k Lundar, Man Markerville, Alta. .... iMinneota, Minn Mountain, N. Dak .... S. J. Hallgrímson Mozart, Sask. Oak Point, Man Oakview, Man Otto, Man. Point Roberts, Wash. .. .S. J. Mýrdal Red Deer, Alta Reykjavík, Man Riverton, Man . .Björn Hjörleifsson Seattle, Wash. J. J. Middal Siglunes P.O., Man. ... .Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man Svold, N. Dak. . ..B. S. Thorvardson Tantallon, Sask Upham, N. Dakota .... . .Einar J. BreiSfjörS VíSir, Man .Tryggvi Ingjaldsson j Vogar, Man Magnús Jóhannesson 1 Westbourne, Man .. .Jón Valdimarsson j Winnipegosis, Man Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask Winnipeg Beach F. O. Lyngdal s „ „ „ „ „ r hreppsmönnum fyrir fult og alt! En er þaS var komiS norSvestur íyrir ÓsmynniS, og straumurinn úr Ósunum hafSi slept því, sneri skip- iS viS, og stefndi nú aftur beint á Kirkjuvog, en sem næst 1 km. norS- vestar frá Kirkjuvogi en þaS var áSur en straumurinn tók þaS. En hefSi veriS aSfall um morguninn, og straumurinn þá legiS inn í Ós- ana, þá hefSi skipiS strax um morg- uninn strandaS örfáa faSma fyrir neSan Kotvog. En nú hélt þaS stefnu norSan viS ÓsmynniS, þar til þaS strandaSi kl. 9 urn morguninn, sem næst 2 km. fyrir norSvestan Kirkjuvogssand, örfáa faSma suSvestur frá svoköll- uSum “Hestakletti,” sem er stórt sker, norSvestan viS ósmynniS. Þegar skipiS steytti hrökk efri topp- stöngin niSur i sjó af miSmastrinu, en aftasta mastriS var fariS áSur en þaS barst hingaS til iands. í þrjá daga eftir aS skipiS strand- aSi var ekki hægt aS komast út í þaS fyrir roki og brimi, en á f jórSa degi komumst viS í fyrsta sinn um borS, og verSur mér sem 16 ára ungling, ógleymanleg sú hrífning, sem snart mig, þegar eg kom um borS í fyrsta skifti í þetta 360 feta langa og 65 feta breiSa skipsbákn, sem eg auSvitaS hafSi aldrei séS neina líkingu af áSur. Þegar viS svo loksins komiumst inn á þilfariS, en sem ekki ætlaSi aS ganga greitt, sökum hæSarinnar frá sjó, þá var ekki hægt aS segja aS um auSugan garS væri aS gresja, eSa mikla f jöl- breytni aS sjá. Þrjú hleralaus lest- arop, þar sem sjá mátti dekksfylli af plönskum, nokkrar rifnar segl- druslur á miSbiki þilfarsins, einn stóran gufuketil viS fremstu sigluna, og svo tvö ankersbákn, sem danskur skipstjóri úr Keflavík sagSi aS væru ca. 3000 hvort. Aftur á þilfarinu var salur einn mikill, 64 fet á lengd, meS fjölda svefnherbergja til beggja hliSa, sem höfSu veriS afar skrautleg, meS út- skornumi póleruSum mahogani rós- um á milli allra bita. En eftir miSj- um salnum endilöngum, milli svefn- herbergjanna, hafSi veriS borsalur, sem sjáanlegt var aS lika hafSi ver- iS mjög vandaSur, en var nú orSiS ekki annaS en svipur hjá sjón. Alt brotiS og bramlaS. Þiljur, hurSir, hillur og skápar, alt í einum hræri- graut, hvaS innan um annaS. En aftast á þilfarinu var hálf- dekk, aSeins tvær álnir á hæS, en sem næst 6% alin á lengd, en alveg eftir breidd skipsins, og var sjáan- legt aS þarna hafSi veriS forSabúr skipsins, og var þar ennþá ýmislegt aS finna matarkyns, svo sem svíns- flesk, nautakjötsstykki og fleira af skemdum matvælum, og auk þess heilar hjarSir af risavöxnum rott- um, svo fáa fýsti þangaS inn aS fara. En þaS var þó freistandi, aS fara þarna inn, því allur þessi geim- ur var fullur af timburbraki úr salnum, sem borist hafSi þangaS inn, auk þess sem þarna höfSu líka safn- ast saman kynstrin öll af kopar- skrúfum, skrám, lömium og hurSar- húnum, og fleira af málmsmíSi! Eins og eg áSur hefi tekiS fram, þvi aS neSsta lestin var full En efri Möstrin tvö, sem uppi voru, er virtist þó vera eitt niesta tröllasmíSi skipsins, og skal hér í sem fæstum orSum skýrt frá því. HæSin frá þilfari og upp í topp efri stangar- innar, eftir því, sem Eiríkur sál. bróSir minn mældi, var 104 fet (mæld meS efsta stöngin sem brotn- aSi af), en gildleikinn var alveg ó- trúlegur. Eiríkur sál. bróSir minn og Ingvar Ingvarsson í JunkaragerSi voru einir af stærstu mönnum í hreppnum, en er þeir föSmuSu mastriS hvor á móti öSrum, náSu þeir aSeins saman meS fingurgóm- unum, en f því má nokkurn veginn gera sér í hugarlund hvílíkt bákn þetta mastur var. Átján afar sver- ar járngjarSir voru á mastrinu neSan frá þilfari og upp aS neSri stönginni. FaSir minn keypti möstrin bæSi, og vhr þaS mitt verk og Valmundar Benónýssonar (nú í Ameríku), bróSur B. Benónýssonar kaupm. í Reykjavik, aS slá gjarSirnar af miS- mastrinu, en þegar eftir fleiri daga aS seinasta gjörSin hrökk af, féllu 3 kúptir renningar frá, en eftir voru fjögur ferköntuS tré, tvö og tvö saman, 18. þuml. á hvern veg, öll úr amerískri rauSfuru (Pitch-pine). eru þaS sennilega ein þau fallegustu tré, sem hér hafa nokkurn tíma sézt, ekki ein kvistarSa í neinu trénu, en öll voru þau hefluS og olíuborin. Um lengdina þori eg ekki aS segja meS ákveSinni vissu, minnir aS þau væru 30 eSa 32 álnir (60—64 fet), en þó er ekki víst aS þetta sé ábyggi- lega rétt, þori ekki aS fullyrSa aS svo sé. Fremsta mastriS var hins vegar eintrjáningur, en mjög eigu- leg spýta. En þaS, sem tók þó öllu öSru fram aS tröllskap, á þessu skipi, var “spruSiS” eSa undirbugspjót, eSa hvaS þaS nú er kallaS. Eg er ,eng- inn hafskipafræSingur, og þekki fæst af öllum þeim nafnorSum, sem tengd eru viS þessi stórskip. En hvaS sem nú þessi spýta annars er kölluS á sjómannamáli, þá var hún 36 þuml. á annan veginn, en á hinn veginn tniklu meira, en eg man ekki meS vissu hvaS mikiS, minnir fast- lega aS þaS væru 48 þuml. (tvær álnir), en lengdin var ekki nema 12 álnir. Ingvar Ingvarsson í JunkaragerSi keypti tréS, og bygSi úr því, aS mestu leyti, 12 álna langa loftbaS- stofu, nema aSeins húsgrindin var úr plönkum. Eins og gefur aS skilja, þá voru kynstrin öll af köSlum og vír, sem fylgdu þessu skipi. HöfuSbönd mastranna voru úr bikuSum tjöru- hampi, en nálega öll önnur bönd úr vír. FaSir minn keypti allan þennan “vant,” og seldi hann aftur í flesta hreppa Gullbringusýslu innan Skaga, kaSalinn í stjórafæri og netateina, en vírinn í túngirSingar. ASallega voru þaS Vatnsleysustrandarmenn, sem keyptu vírinn í girSingar, og voru þaS áreiSanlega fyrstu vír- girSingar í Gullbringusýslu. Ef til vill fyrstu vírgirSingar á landinu. LandbúnaSurinn á íslandi var þá ekki kominn lengra áleiSis en þaS! m * * Eftir aS “Jamestown” strandaSi, var ekkert aShafst i heila viku, eSa lengur, meS aS bjarga timbrinu. Töldu margir þaS óvinnandi verk aS skipa upp úr þvi, og var þaS aS von- umi, menn höfSu aldrei áSur átt aS venjast slíkri vinnu, svo aS verk- kvíSni og úrræSaleysi fyltu huga fjöldans. Voru svo sameiginlegir fundir haldnir um hvaS gera skyldi, af Hafna-, Vatnsleysustrandar- og Romshvalanesmönnum. Var tilboS sent til Hlimar Finsen landshöfS- ingja. LeiS svo hver dagurinn af öSrum aS ekkert svar kom frá landshöfSingjanum. En svo var þaS einn dag, eftir fundarhöldin hér, aS tveir mennn komu ríSandi suSur aS Kotvogi, Jón Vídalín og Páll Eggertz. KváSust þeir hafa tekiS aS sér uppskipun úr skipinu, meS helmings bjarglaunum og vildu nú fá menn í vinnuna. Fengu þeir þegar nálega alla starfs- færa menn í hreppnum fyrir um- samiS kaup, 25 aura um tímann, 3 krónur um daginn, og þótti þá ríf- andi kaup. En þótt kaupiS væri ekki hærra en 25 aurar um tímann, munu margir bæSi í Hafna- og MiS- neshreppum hafa átt drjúgan skild- ing á kistubotninum, er sumri lauk. Eftir nokkra daga kom svo hing- aS frönsk “Loggorta,” sem þeir fé- lagar höfSu fengiS sér leigSa yfir sumariS til timburflutninga til Reykjavíkur, en þegar skútan kom, var meS henni þriSji félaginn viS þá Pál og Jón. Var þaS SigurSur Jónsson járnsmiSur í Reykjavík (tengdafaSir Jónatans sál. Þor- steinssonar). Og mátti segja aS hann væri hæstráSandi á sjó og landi og ekkert þótti fullráSiS fyr en SigurSur hafSi lagt sitt smiSs- högg á ráSin, viS hvaS sem gera átti, enda var SigurSur víkingur aS dugnaSi, og ósérhlífinn, og afkasta- maSur meS afbrigSum, en hins vegar misjafnlega þokkaSur af verkalýSn- um, eins og gengur og gerist. Mér reyndist hann alt af semi bezti faSir, og borgaSi mér engu minna kaup en öSrum, 16 ára gömlum ungling. Þegar Loggortan” kom, lagSist hún þegar viS hliS skipsins. Var skúta þessi nákvæmlega jafnlöng og skipiS var breitt, en eins og öSuskel aS sjá viS hlSiina á þessu mikla skipi. ByrjaS var á því aS ferma “Log- gortuna,” og plankarnir aS nafninu til taldir niSur í lestina, en hvort sú tala var í hverri ferS alveg rétt, læt eg ósagt, enda líka ekki veriS aS sýta út í smámuni, 30—40 stykki, hvaS er þaS, — krækiber í ámu- kjafti — vatnsdropi í hafiS, af öll- um þeim ósköpumi! Þann daginn, sem “Loggortan” var fermd var engu skipaS í land, en á meSan hún var burtu voru búnir til þrístrendir flotar, og þeim róiS i land aftan í bátunum. Voru jafnaSarlega 75 — 130 plankar í hverjum flota, en erfiSir voru þeir í róSri aftan í bátunum, en sem bet- ur fór var leiSin stutt, aSeins 200— 300 metrar. En þá sjaldan aS sunn- an storma gerSi, var plönkum óspart rutt í sjóinn, mörg hundruS stykkj- um á dag, og alt svo látiS reka í land, og létti þaS afar mikiS vinn- una og flýtti fyrir. StærS plankanna var frá 6—12 þuml., breidd frá 6—12 þuml., en allir undantekningarlaust 3 þuml. á þykt. Var þaS hiS mesta níSsluverk aS bera plankana undan sjó, gegn- sósa af sjó, og blýþunga. Voru margir búnir aS fá sár á axlirnar undan burSinum, en þó aSallega bleytunni, viku eftir viku gegnblaut- ir af söltum sjónum frá morgni til kvölds. Auk sjálfra plankanna voru líka kynstrin öll af planka bútum frá 1— 4 álnir á lengd, sem fylt var meS í öll skörS svo hvergi í allri lestinni var hnífstungusmuga á milli plank- anna. En ef einhver hefSi sagt aS þaS væri hálfgerSur tvístringur á þessum plankabútum, þá hefSi þaS ekki veriS rétt hermt, því þaS var víst algerSur tvístringur á þeim. Á hverju kvöldi þegar fariS var á bát- unum heim, voru þeir fyltir og hálf- fyltir af þessum plankabútum, er tvistruSust svo í allar áttir þegar í land var komiS. En auSvitaS var þaS meS leyfi þeirra, sem umráS höfSu yfir skipi og farmi. En eg man eftir aS einu sinni sagSi Páll sál. Eggerz viS mig þegar viS vor- um á leiS heim um kvöldiS: “MikiS held eg aS þiS Hafna- hreppsmenn þurfiS yfir áriS af plankabútum í skorSur og hlunna.” Og svo hló Páll innilega aS planka- búta sýkinni í verkalýS sínum. Ann- ars vil eg taka þaS hér fram aS Páll sál. var hiS mesta prúSmenni og góSmenni, og hvers manns hugljúfi, elskaSur og virtur af öllum sinum verkamönnum. (Meira) NEYÐARÚRRÆÐI MaSur nokkur kom á markaS í sveitaþorpi og staSnæmdist við- hringekjuna. Hann sá aS lítill og vesaldarlegur maSur sat á einum af tréhestum hringekjunnar. En þaS þótti honum einkennilegt, aS litli maSurinn fór aldrei af baki, þó að hringekjan næmi staSar, en sat kyr jafnt og þétt. Forvitni aSkomumannsins varS aS lokum svo mikil, aS eitthvert sinn þegar hringekjan nam staSar, gekk hann nær og sagSi viS riddar- ann þaulsætna: —AfsakiS 'forvitni mína. Þykir ySur gaman aS þessum stöSugu hringferSum? Vesalings riddarinn dæsti. —Nei, þaS er nú eitthvaS annaS I —Hversvegna fariS þér þá ekki af baki? —MaSurinn, sem á hringekjuna skuldar mér 10 krónur, og eg fæ þær aldrei nema eg taki þær út á þennan hátt. HEIMANMUNDUR SÍMAKVENN A Bretar borga árlega allmikiS fé í “heimanmund” talsímakvenna, sem hætta störfum og giftast. Nemur þessi “heimanmundur” allmikilli fjárhæS úr ríkissjóSi árlega, en fer þó heldhr lækkandi: Þannig er gert ráS fyrir þvi, aS nú í ár verSi hún 2500 sterlingspundum lægri en áriS 1935. ÁstæSan er sú, aS stúlk- urnar giftast yngri nú, ár frá ári, en áSur gerSist. Þegar Talsímamey giftist, verSur hún aS 'hætta störfum og sleppir til- kalli til þess, aS fá eftirlaun. Þess í staS fær hún fjárupphæS, sem nemur einum mánaSarlaunum fyr- ir hvert ár, sem hún hefir veriS í þjónustu talsímans, hafi hún starf- aS 6 ár minst. Skýrslur póststjórnar herma, aS meSal-giftingaraldur símameyja sé nú 24 ár. En áriS 1926 var meSal- giftingaraldur þeirra 27 ár. Árang- urinn er sá, aS heimanmundurinn lækkar á hverju ári.—Vísir. 25 oz.....$2.15 40 oz. $3.25 G*W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 Elzta áfengisgerð í Canada Thla ad vrertÍ8ernent is not inaerted by the Qovernment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to the quality of products advertised.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.