Lögberg - 03.12.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.12.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. DESEMBER 1936 3 Samvinna og kynning Norðutlands Um þessar mundir er liÖin rúm- lega hálfönnur Öld síÖan því var hreyft opinberlega, aÖ Norðurlanda- þjóÖirnar ættu að taka upp með sér nánari samvinnu en verið hefði og efla með sér bræðralag í stað þess að berast á banaspjótum, eins og tíðkast hefði svo oft áður. Tals- menn þessarar kenningar höfðu eigi að eins menningarlegt samstarf þjóðanna á stefnuskrá sinni heldur jafnframt stjórnarfarslegt samband landanna. Var hafin útgáfa tima- rita til þess að afla þessum málum fylgis. en það eina þeirra, sem lifði var vísindalegt tímarit “Det Skandi- naviske Litteraturselskabs Skrifter,” sem kom út 1795—1832. Og eina stjórnmálasamvinnan milli landanna var samþykt, er gerð var af Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, þess efn- is að vernda verzlun sina í Napole onsstyrjöldunum. Svo kom ófrið- urinn 1809—10 og umbyltingar þær sem gerðust næstu árin til 1814 og enduðu með því, að Noregur losnaði frá Danmörku og komst í samband við Svia. Við þá atburði köfnuðu allar tilraunir til stjórnmálalegrar samvinnu eins og eðlilegt var, en meðal skálda og vísindamanna var samhugurinn norræni enn vakandi. En um 1840 bfnar á ný yfir þeirri breyfingu, sem kölluð hefir verið “skandinavismi.” Það voru frjáls Jyndir stúdentar, sem beittu sér mest fyrir henni og eru tveir þeirra fræg ir í Danmörku, Carl Plough og Orla Lehmann. Þá voru norrænir stúd- entafundir haldnir og eru þeirra frægastir Uppsalafundurinn 1843 °S K.hafnarfundurinn 1845. Og þar var stjórnayfarslegt sarraband sett á stefnuskrána á ný, sem aldrei skyldi verið hafa. Forustumennirnir voru hugsjónamenn fremur en pólitískir raunsýnismenn og hugðust að styrkja aðstöðu Dana í baráttunni um hertogadæmin, með því að stuðla að stjórnarfarslegri sameiningu Norðurlanda. Og svo vel var stefn- unni orðið ágengt, að þegar Danir áttu í fyrri styrjöldinni um hertoga- dæmin kom bæði norskt og sænskt sjálfboðalið þeim til hjálpar. En það va-r erfitt að sameina ríkin á Norðurlöndum til samstarfs út á við. Óvinir Dana voru sunnan Dan- merkur og óvinir Svía austan Sví- þjóðar. Það voru því ekki sameig- inlegir hagsmunir, sem þjóðirnar áttu að gæta. Og svo fór, að í ó- friðnum 1864, að Danir stóðu einir uppi og voru ofurliði bornir. Hvorki Norðmenn né Svíar hreyfðu hönd eða fót þeim til hjálpar, þó að hug- sjónamennirnir, eins og Björnson talaði máli 'hins .hrjáða bróður við suðurlandamærin. Með stúdenta- mótinu 1875 'mátti segja, að hinn gamli “skandinavismi” væri lagður í gröfina. En ýms menningarleg samvinna hélt þó áfram. Og í lagasetningu ýmiskonar höfðu löndin samvinnu sina á milli og samræmdu þau lög, sem mest var þöríin á að samræma vegna mikilla viðskifta landanna, svo sem siglingalöggjöfina. Menn- ingarleg samvinna var einkum milli vísindamannanna, ekki sízt í nor- rænum fræðum. En svo kom heims- styrjöldin. Þá fundu norrænu þjóð- irnar hve ómissandi það var, að stofna til norrænnar samvinnu, máklu nánari en áður hafði verið. En nú var ekki minst á það, sem áður hafði orðið “skandinavisman- um” að falli: stjórnarfarslega heild- armyndunr eða ríkjasamband Norð- urlanda. Menn sáu, að það var auð- velt að auka holla samvinnu frænd- þ>jóðanna án þess að skerða i nokkru fullveldi þeirra, einnar gagnvart ;annari. Það voru ekki liðnir nema fáir mánuðir af heimsstyrjöldinni, þ>egar Norðurlandaríkin sendu her- þ>jóðunum fyrstu sameiginlega orð- sending sína. Og í desember 1914 boðaði Gustaf Sviakonungur kon- unga Noregs og Danmerkur til sam- eiginlegs fundar í Málmey. Annar konungafundur var haldinn í Oslo haustið 1917. Og samvinna Norð- urlandaþjóðanna á ófriðarárunum var margvísleg, firti þær mörgu fári og létti þeim mjög tilveruna. Má þar minnast á vöruskifti Norður- landaþjóðanna á harðærisárum styrjaldarinnar, sem íslendingar voru að vísu að miklu leyti lausir við vegna þess, að verzlunarsamband hélst lengst af opið til Amei'íku. Á þessum/ árum fær hugsjón Nor- rænu félaganna byr undir báða vængi og eflist svo, að undir eins ár- ið 1919 eru norræn félög stofnuð hjá þremur þjóðunum, Dönum, Norðmönnum og Svíum. Það var danski augnlæknirinn C. I. Heerfordt, sem fyrstur fór að starfa að félagsstofnuninni. Þó komst hún ekki fram í þeirri mynd, sem hann hafði hugsað sér. Þeir sem einkum lögðu drögin að undir- stöðu norrænu félaganna voru Sví- arnir Conrad Carlesson fyrv. fjár- málaráðherra og próf. Eli F. Heck- scher. Og imeðal samverkamanna má einkum nefna Alexander Foss verkfræðing og próf. Aage Friis sagnfræðing í Danmörku og Joh. L. Mowinckel síðar forsætisráðherra, í Noregi. Þessir menn voru farnir að starfa að félagsstafnuninni 1918 og í febr. 1919 var sent út boðsbréf til félagsstofnunarinnar og skýrt frá tilgangi félagsins, er sé sá, að auka samhygð Norðurlandaþjóðanna og samvinnu í menningarmálum og efnalegum málum. Voru félögin þrjú stofnuð vorið 1919 og fyrsti formaður sænska félagsins var Louis de Geer landshöfðingi, norska félagsins Hagerup Bull hæstaréttar- dómari og danska félagsins de Jonquieres yfirborgarstjóri. Rúm þrjú ár liðu þangað til ís- lenzka félagið var stofnað; það var 29. sept. 1922 og varð Matthías Þórðarson fornmenjavörður fyrsti formaður þess. En félag þetta var fáment framan af og lögðust fund- ir þess niður um skeið. En síðustu árin hefir Islandsdeildin starfað af miklu kappi og hefir nú um 450 meðlimi, eða tiltölulega mest allra félaganna. í Finnlandi hófst nokkru síðar undirbúningur hjá þeim mönnum, sem sanwinnu vilja hafa við Norð- urlönd, um stofnun norræns félags þar. En aðstaða .Finnlendinga var önnur en hinna. Þjóðin er að ætt- erni og menningu tvískift og finskir sjálfstæðismenn, sem hlúa vilja að sinni eigin menningu en gera sænska menningu landræka, höfðu horn í síðu hinnar nýju hreyfingar. Þó fór svo að finskt félag var stofnað haustið 1924 og eru löndin síðan fimm innan vébanda norrænu hreyf- ingarinnar. Hugsjón norrænu félaganna, sú að efla menningarlega og efnalega samvinnu Nórðurlandaþjóðanna og viðkynning þeirra, er öllum kunn. En um hitt kynnu ýmsir að spyrja, semi ekki eru meðlimir Norræna fé- lagsins, á hvern hátt félagið geri þetta og hvað því hafi orðið ágengt í starfinu. Skal því drepið á nokk- ur atriði þessu viðvíkjandi, til þess að kynnas almenningi starfsemi þessa félags, sem starfar að því, að auka kynni norrænu þjóðanna, á þeim grundvelli, að þær séu allar jafnar og jafn réttháir aðilar í þessu norræna bræðralagi. Það má fyrst nefna að félögin gefa sameiginlega út ársrit og hafa gert frá byrjun. Framan af hét rit þessa “Nordens Aarbok,” er kom út 1920, en síðan 1930 hefir komið út hið vandaða rit “Nordens Kal- ender” með ýmsum ritgerðum frá hverju landi og ljóðum og sögumi. Rit þetta er svo eigulegt, að all- staðar er prýði að því, og geta með- limir félagsins eignast það fyrir sáralítið verð. — Ennfremur gefa félögin út, í sambandi við sænska stofnun tímaritið “Nordisk Tids- skrift,” sem kemur út átta sinnum á ári, og fá félagsmenn það fyrir hálf- virði (5 kr.). Ritstjóri þess er próf. Niels Herlitz, sem var hér með sænsku stúdentunum á “Sænsku vikunni” i sumar semi leið. — Enn- fremur hefir félagið gefið út fjölda smárita, þar af þrjú um ísland (á norsku). Þá efna félögin til fyrirlestra, þannig að maður frá einu landi heimsækir annað, svo sem nú gerir próf. Hákon Shetelig, frá Noregi. Og sænska félagið hefir meira að segja fasta sendikennara í dönsku og norsku við háskólann í Stokk- hólmi síðan 1928. Væri íslenzkum fræðum hagur að því, að þar bætt- ist við einn frá íslandi. Svíar eru j nú farnir að senda kennara hingað ! til háskólans og væri þarft að það yrði gagnkvæmt. En það eru ekki aðeins vísinda- menn, sem löndin skiftast á. Það eru einkum Norðmenn, sem mikið j hafa gert að því, að bjóða til sín | skáldum frændþjóðanna, oft mörg- 1 um saman, svo að þeir lesi upp ljóð i sín og haldi erindi á opinberum ! samkomum. Einnig íslenzk skáld hafa verið boðin í þessum erindum til Osló (1933). I þessu sambandi ! má geta þess, að félögin hafa stuðl- að að bókmentum norrænna skálda | innbyrðis, einkum með því, að fá j blöð einnar þjóðar til þess að geta’ ! um og kynna nýjar bækur annarar. í Og fyrir forgöngu félaganna hafa | bókaútgefendur þjóðanna haldið 1 með sér sameiginlegan fund til þess j að ráðgast um, hversu gagnkvæm 1 um kynnum á bókmentum þjóðanna yrði sem bezt til vegar komið (1935). Þá má minnast á vikurnar. Það eru Svíar semi hafa haft forgönguna þar og hafa vikur allra hinna þjóð- anna verið haldnar í Stokkhólmi. Menn minnast enn “íslenzku vik- utinar” í Stokkhólmi 1933, sem öll- um íslenzkum þátttakendum varð ó- gleymanleg og einnig “sænsku vik- unnar,” sem hér var haldin í sumar. Þá er rétt að minnast hinna ýmsu 1 móta, sem haldin haf verið á veg- 1 um félgsins “Norden” en svo nefn- ’ ist félagið á öllum málum þjóðanna nema íslenzku. Flest af þessum 1 mótum eru hin svokölluðu “studie- kursus” eða námskeið, sem nefnd hafa verið á íslenzku, en þó með nafni, sem eigi svarar fyllilega til þess, sem átt er við. Því að þessi ! studiekursus Norrænu félaganna j eru miklu meira en námskeið, i 1 venjulegri merkingu þess orðs. Þau ! eru samsett úr þeim aðalatriðum, að 1 gesturinn sem kemur þangað fái I jöfnum höndum að kynnast landinu, j sem námskeiðið fer fram í, þjóðinni sem hann dvelur hjá, bókmentum þjóðarinnar og sameiginlegum verk- efnum norðurlandaþjóðanna. Og þegar þetta er gert þannig, að skift- ist á fyrirlestrar, viðræður og ferða- lög umi ýmsa merkustu og sérkenni- legustu staði landsins, verður tím- inn, sem námskeiðinu er ætlaður ó- blandin ánægjustund. Tíminn verð- ‘ur námskeið í alveg nýrri merkingu. Aðeins eitt slíkt “námskeið” hefir verið haldið hér á landi, og það var í sumar sem leið. Það var fyrir stúdenta í norrænu frá norrænum löndum. Það er langt fyrir erlenda stúdenta að sækja um langan veg námskeið hingað. En eigi að síður valdist til ferðarinnar frábært fólk, sem þegar á stuttum lífsferli hefir sýnt að það muni eiga dáðríka starfsæfi fyrir höndum. Námskeið þetta var haldið á Laugavatni, en einnig var farið að Reykholti. Flutti Sigurður Nordal þar erindi það um “Snorra í Reykholti,” sem prentað er í ársriti Norræna félagsins nýút- komnu. Námskeið þetta tókst hið bezta og létu þátttakendur í ljós ó- blandna ánægju sína yfir komunni hingað og öllum viðtökum. Þá hafa norrænu félögin haldið ýms önnur sérnámskeið, ekki sízt Danir, sem eru svo hepnir að eiga aðgang að höllinni Hindsgavl fyrir námskeið sín. Þar ræður húsum Helge Bruhn oberstlautinant, ritari danska félagsins Norden og er gest- risni þeirra hjóna annáluð. Hinds- gavl er öllum öðrum stöðum fremur aðalsetur norrænu félaganna. Fyrir kennara og skólafólk hafa einnig verið haldin mörg námskeið og hafa einhverjir íslendingar tekið þátt í flestum þeirra, þó að talsverð- ir örðugleikar hafi verið á þvi síð- ustu árin vegna gjaldeyrisvandræða Einnig hafa verið farnar skólaferð- ir með börn, bæði til Noregs og Sví- þjóðar. Félagið leggur ekki sízt stund á að ná til æskulýðsins, hinn- ar komandi þjóðar, og væntir sér mikils af honum. Hér hefir verið sagt lauslega frá ýmsu úr starfi félagsins og er þó margt ótalið. Ln þe'ta ætti að nægja til þess að gera hverjum manni ljóst hve umsvifamikið og margþætt starf félagsins er. Menn geta ekki á annan hátt betur greitt fyir þessu mikla kynningarstarfi, en að gerast meðlimir félagsins. Og nú á síðustu árum hefir félagið einnig beitt sér fyrir efnalegu samstarfi þjóðanna, í samvinnu við ríkis- stjórnirnar. Var fundur haldinn um þau mál í Osló nýlega.—Fálkinn. • TIL MARGRÉTAR OG EIRIKS ÞORBERGSSON í tilefni af silfurbrúðkaupi þeirra 27. nóvember 1936 Vér skygnumst bak við tímans rökkurtjöld við tamörkin á aldarf jórðungs vegi, sem eigum ráð á augnabliki í kvöld, en ekki hinum sæla morgundegi. Og komum mánafull á þenna fund, af fögnuði, þótt enginn sjáist reika, j og helgum þessa hátíðlegu stund ! með heillabænum vorum, Möggu og Eika. Og til að hylla liðinn dýrðardag, hér dragast saman hugir þeirra granna, að ryfja upp eitthvert róttækt skemtilag, og rekja úr þáttum kærstu minning- anna. Og þeim skal ekki verða vakan löng, eg veit að allir kunnugir þeim hrósa; og þau fá nýjan silfurbrúðkaups- söng og syndakvittun prestins, ef þau kjósa. Við bræðraþelsins hlýja arineld má ætíð stytta dapra vetrarhúmið. Og blessun vora líkt og loðskinns- feld vér leggjum yfir gamla hjónarúmið. Lúðvík Kristjánsson. TRÚIN MIN Tók mig traustum tökum trúin feðra minna. Þreyttur, þjþður, mæddur Þar mun svölun finna. Bjarg, sem bifast eigi byltinga þó straumur fossi dag frá degi, dugar lítt sá glaumur. Vantrú vísindanna vil eg burtu kasta, ... • aldrei undir rita almættið að lasta. Efnis er þar hyggja eyðilegging sálar, ekkert á að byggja, allar leiðir hálar. Dóms á hinsta degi, dugar vizkan lítið; réttlætið þar ræður, ráð er því að slítið hlekki, svo að hljótið himna réttinn barna; Af því yndis njótið ykkar leið ófarna. B. J. Hornfjörð. ŒFIMINNING hjónin Björn Sigurðson Heiðman 1853 — 1936 Guðrún Valg. Hallgrímsdóttir 1860 — 1935 Eftir langa æfi og athafnaríkt æfi- starf eru þessi hjón til rnoldar geng- in; hún dó 19. okt. 1935, en hann 13. maí 1936; dóu bæði að heimili dótt- ur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Hannes Anderson í Hólabygð- inni fyrir norðaustan Glenboro. Björn var fæddur á Breiðumýri í Vopnafirði, voru foreldrar hans Sig- urður Rustikusson og kona hans Solveig Sigurðardóttir, Steingríms- sonar Jónssonar Þorleifssonar bónda á Hafursá, dáinn um 1785. Bjuggu foreldrar hans á Breiðumýri og Lýt- ingsstöðum i Vopnafirði mestan sinn búskap. Foreldra sína misti hann ungur, ólst því upp á ýmsum stöðum þar til hann var 17 ára. Vann Björn á Skeggjastöðum og Haugsstöðum á Jökuldal þar til hann giftist og fór að búa fyrst á Víðirhóli í Jökudalsheiði og siðar að Ármótaseli þar í heiðinni, þar Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. Herbert J. Scott Dr. P. H. T. Thorlakson 306-7 BOYD BLDG. 205 Medical Arts Bldg. Stundar augna-, eyrna-, nef- og Cor. Graham og Kennedy Sts. kverka-sjúkdóma Viðtalstlmi 2-5, by appointment Slmi 80 745 Res. 114 GRENFELL BLVD. Gleraugu útveguð Phone 62 200 DR. ROBERT BLACK DR. JON A. BILDFELL Sérfrœðingur I eyrna, augna, nef 216 Medical Arts Bldg. og hálssjúkdðmum. Viðtalstími frá 4-6 e. h., nema 216-220 Medical Arts Bldg. öðruvlsi sé ráðstafað. Cor. Graham & Kennedy Slmi 21834 Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5 Heimili 238 Arlington Street. Skrifstofuslmi — 22 251 Sími 72 740 Heimili — 401 991 % Dr. S. J. Johannesson DRS. H. R. & H. W. TWEED Viðtalstlmi 3-5 e. h. Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL 218 SHERBURN ST. TRUSTS BUILDING Slmi 30 877 Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. BUSINESS CARDS H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 Ákjósanlegur gististaður Fyrir tslendinga! G. W. MAGNUSSON Vingjarnleg aðbúð. Nuddlœknir Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel 41 FURBY STREET Phone 36137 MAIN & RUPERT Slmi 94 742 Slmið og semjið um samtalstlma A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útlninaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisýarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. trt- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL. 285 SMITH ST., WINNIPEG Pœgilegur og rólegur bústaöur i miðbiki borgarin nar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltiðir 40c—60c Free Parking for Guests sem hann bjó í 22 ár. 1903 flutti hann vestur um haf, settist að í Hólabygðinni, keypti sér þar land og bjó þar til ársins 1919, að hann brá búi sökum aldurs og sjóndepru, flutti hann þá til Glenboro, keypti þar mjög myndarlegt heimili og bjó þar í mörg ár. Síðustu árin voru þau hjón hjá dætrum sínum til skiftis í Glenboro og Hóla bygðum, en þó lengst í Hólabygðinni. Björn var tvígiftur, var fyrri kona hans Guðrún Pétursdóttir, ætt- uð af Jökuldal. Var hún áður gift Halldóri Einarssýni bróður Halls á Rangá. Börn þeirra eru: Guðrún Jóhanna, gift Jónatan K. Steinberg í Seattle og Jón Sigbjörn, giftur Rannveigu Sigtryggsdóttur Hall- grímssonar, einnig búandi í Seattle. Seinni kona hans. Guðrún V. Hall- grimsdóttir var fædd á Fellsseli i Köldukinn. Börn þeirra eru (1) Aðalgrímur bóndi í Hólabygðinni, kona hans er Mable Friðfinnsdóttir Jónssonar; (2) Benedikt á heima í Glenboro, kona hans Karolina Krist- jánsdóttir Sigurðssonar frá Kata- stöðum í Núpasveit. (3) Jóhanna, gift Hannesi Anderson í Hólabygð- inni og (4) Jóna Sigurbjörg, gift Haraldi Freeman í Glenboro. Tvo drengi mistu þau hjón hér vestra. Björn var bróðir þeirra Sigurbjörns S. Hofteig í Minnesota og Daníels Sigurðssonar, pósts, er lengi bjó á Steinsstöðum í Skagafirði (báðir nafnkendir menn), og þeirra syst- kina. Björn, sem aðrir fátæklingar í þá tíð á Islandi, naut engrar ment- unar, en hann var mesti nytsemdar og dugnaðarmaður, er annálaður af kunnugum fyrir hve drengilega hann barðist fyrir stórri fjölskyldu á heiðarbýli á íslandi, og var þó svo efnum búinn, að hann gat af eigin ramleik komist vestur, en lítinn af- gang hafði hann er hingað kom, en með dugnaði, sparneytni og hagsýni komst hann hér brátt í góð efni, hafði hann því nóg fyrir sig að leggja til elliáranna og brast ekki. Kona hans var mikil dugnaðarkona og honum samhent í öllu, og var hjónabandið og heimilislífið mjög farsælt. Þótt erfið væri stundum baráttan, þá voru elliárin farsæl og sólskinsrík, jafnvel þó blindur væri hann um fjöldamörg ár að mestu. Var kona hans honum ljós og leið- arstjarna og dætur þeirra sýndu þeim það ástríki og umönnun, að ekki verða fegurri dæmi talin. Þau hjón nutu vinsælda í héraði, því þau voru ætíð reiðubúin að leggja gott til allra mála. Jarðarförin fjöl- menn og virðuleg í alla staði. Voru þau bæði jarðsungin af séra E. H. Fáfnis, presti Glenboro-safnaðar. G. J. Oleson. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.