Lögberg - 10.12.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.12.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAUuN jN 10. DESEMBER 1936 3 þar til hin hræðilega þögn gefur til kynna að morðunum sé lokið. Og hversu oft hljóta ekki slíkir at- burðir að liafa gerst í “catacombun- um” ? Og hversu oft hafa ekki böðlarnir myrt þar, og trúarhetj- urnar liðið píslarvættisdauða. —Þýtt fyrir kvöldvökufélagið “Nemó” á Gimli. Erlendur Guðmundsson. Silfurfarmur á sjávar- botni í Höfnum (Niðurl.) f Þegar búið var að tæma lestina, var uppboð haldið á þeim helnjing, sem bjargað hafði verið i land og sem selja átti. En hvað mörg stykki það voru, get eg ekki sagt með neinni vissu, en í gömlum skjölum, sem eg hefi með höndurm frá þeim tímum, er sagt, að selt hafi verið það sinn sem næst 8 þúsund stykki. En eg held, að i efstu lestinni hafi hlotið að vera mikið meira en 16 þús. stykki, þó að allir bitar séu dregnir frá. Geymur, sem er 360 fet á lengd, 64 fet á breidd og 20 fet á dýpt, rúmar reikningslega séð miklu meira en 16 þús. planka, þótt reiknað sé að meðaltali t. d. 16 feta lengd, 8 þml. breidd og 3 þml. þykt. Kristján Jónsson, sem siðar var hæstaréttardómari, var þá sýslumað- ur í Gullbringusýslu, og hélt hann uppboðið. Var meðalverð á hverri hrúgu 10—12 kr., en 24 plankar í hrúgunni (númerinu). Var meiri- hlutinn af öllu timbrinu keyptur af Gullbringusýslubúum. En mörg ár liðu frá því uppboðið var haldið og þar til enginn plánki sást eftir á strandstaðnum. Skipið sjálft, með öllu, sem eftir var í þvi, keypti H. P. Duus í Kefla- vík fyrir 301 krónu. En hann bauð i það fyrir Suðurnesjabændurna, en ekki fyrir sjálfan sig, og átti alls enga hlutdeild í skipi eða plönkum eftir uppboðið. En þrátt fyrir það, þótt búið væri að selja shipið með öllu tilheyrandi, þá var þó uppskipun haldið áfram upp á helming, eins og áður, en sú breyting orðin á, að þeir félagar, Páll, Jpn og Sigurður, voru nú hætt- ir, en bændur teknir við, og man eg ekki betur, en að hver sem vildi mætti skipa upp gegn helmingaskift- um. Voru 4—6 í hverju félagi, og var áreiðanlega góða atvinnu að hafa upp úr þeirri vinnu, þetta frá 10—14 planka i hlut á dag. Fyrir utan plankana í miðlestinni var líka aftast í þeirri lest afarstór borðabunki af rengluborðum, 10— 16 fóta 1., 4—6 þml. br. og 3/4 þml. þykkum. Var gömlum manni ein- utm fátækum í Hafnarhreppi leyft að taka af borða bunkanum eins og hann gæti flutt i land, fyrir ekki neitt. En með syni sínum einum gat hann flutt það mikið í land, að hann vorið eftir bygði sér snoturt íveruhús, úr plönkum og borðum, sem ekki hafði kostað hann einn eyri, nema aðeins vinnuna. En auk borðabunkans var líka aftast í þessari lest afarstór hlaði af hvítum múrsteini, fleiri þúsundir, og var víst meiningin að skipa hon- um öllum upp, þegar timbrið væri búið úr lestinni, en það fór á aðra leið. Skipið brotnaði áður en sú vinna væri hafin. Seinni hluta septembermánaðar gerði SV-storm með miklu brimi, og klofnaði þá skipið í tvent. Og var, eins og eg áður hefi tekið hér fram, alveg ótrúlegt, að öll þau kynstur, sem þá bárust i land af plönkum og plankabútum, skyldu geta verið úr einni lest af þremur, úr sama skipinu. Var á fullu f jögra kílómetra svæði ein óslitin hrðnn af timbri, plönkum og stórtrjám úr skipinu sjálfu. Þegar búið var að bjarga því mesta undan sjó, nema stórtrjánum úr skrokknum sjálfum, var annað uppboð haldið. Hélt það þáverandi hreppstjóri Vatnsleysu- strandarhrepps, Ásbjörn Ólafsson í Innri-Njarðvík. Verð var mjög líkt og á hinu fyrra uppboði, nema hvað öll stórtré og síðurnar, sem báðar voru i heilu lagi, fóru fyrir sama sem ekki neitt, sökum erfiðleika þeirra, sem taldir voru á að vinna að því að rífa þetta tröllasmíði i sundur. Auk annars á þessu upp- boði keypti faðir minn aðra siðuna, og var eg ásamt fleirum í fjölda- mörg ár að rífa hana og flytja tímbrið heim að Kotvogi. Alt var skip þetta eir- eða látúns- slegið f sjó og sverum koparboltum neglt , gegnum byrðing, innholt og garneringu, en hvað margar smá- lestir af látúni og kopar faðir minn átti, man eg ekki, eða réttara sagt vissi ekki. En það var mikið, það eitt man eg. Mér hefir talist svo til, að í skip- inu hafi alt af verið ca. 100 þúsund plankar, fyrir utan alla plankabúta og fleira. En hvað varð svo af öllum þessum ósköpum? Til Reykja- víkur einnar voru víst fluttir sem næst 20 þúsund plankar. En hvað mikið lenti svo í hverjum hreppi sýslunnar er ómögulegt að segja neitt urn með vissu, en langsamlega mest lenti samt í Hafnahreppi. Eg man, að faðir.'minn seldi austur á Eyrarbakka, Jóhanni nokkrum snikkara þar, 400 stykki, og sá þó víst ekki mikið á hrúgunni. Auk þess bygði hann 18x9 álna baðstofu, afar rammgerða, klæddi sjálft íveru- húsið, sem er 18x12 álnir, alt utan með 3 þml. ’plönkum, bygði nýtt 5 kúa fjós úr heilum plönkum, og margt fleira. En alls voru víst bygð að stofni 9 hús hér í Hafnahreppi, fyrir utan minni hús, f járhús, hest- hús, fiskhjalla o. s. frv. En 'hvað mikið var svo bygt úr þessum plönkum í öðrum hreppum Gullbringusýslu, er mér ekki kunn- ugt um. Mesti sægur af fólki, nálega úr öllum landsf jórðungum, kom að skoða þetta mikla skip. En oft fékk maður að heyra óp og vein: “Guð almáttugur” og “Æ, Jesús minn,” þegar verið var að hala kvenfólkið upp þennan 17 tröppu Stiga, sem nálega var lóðréttur upp frá sjó, og upp að öldustokk skipsins. Þegar leið á sumarið fór það að kvisast, að seglfesta skipsins væri óhreinsað silfur, eða silfurgrjót frá Mexikó, og væri tneira virði en skip- ið með öllum farminum. Og spratt nú upp sannkölluð silfursýki í f jölda manna. Ep eins og áður er sagt frá, þá brotnaði skipið áður en byrjað var á að skipa upp úr neðstu lest- inni, en ógerningur að komast að seglfestunni, fyr en plankarnir voru teknir úr lestinni. Það er næsta ótrúlegt, en þó satt, að til þessa dags hefir ekki einn moli af seglfestu skipsins borist til lands, í öllum þeim hafrótum, sem verið hafa síðan að skipið brotnaði, og ekki hefir heldur sézt einn steinn af öllum múrsteinshlaðanum:, sem var í miðlestinni. Það sennilegasta ér, að þann dag, sem skipið klofnaði, hafi botninn borist fram á leirinn og hvolft þar öllu úr sér, og grjótið svo sokkið niður í leðjuna. En þó er alveg óskiljanlegt, að ekki ein steinvala skyldi flækjast í land, hvorki fyr né síðar, ekki lengra veg en skipið var frá landi. En sumar eftir sumar kom Sig- urður Jónsson járnsmiður hingað i Hafnirnar, með ýmiskonar útbúnað til þess að reyna að slæða upp þó ekki væri nema einn stein af þessu seglfestugrjóti, en við gáturn aldrei verið svo hepnir að fá eina steinvölu af því. Og þó er það áreiðanlega víst, að seglfestan var silfurgrjót, því árið eftir strandið kom upp til íslands maður frá Ameríku, sem var sendur hingað að spyrjast fyrir um hvað hefði orðið af seglfestunni, og staðfesti hann það, sem áður hafði heyrst, að seglfestan hefði verið verðmætari en skipið sjálft með öllu timbrinu. Þó varð eg einu sinni svo frægur að sjá einn mola af þessu silfur- grjóti. Sigurður Ólafsson, smiður í Merkinesi (föðurbróðir séra Ólafs fríkirkjuprests), komst eitt sinn eitthvað langt niður í skipið, fast við afturstefnið., þar sem kinnungurinn var rifnaður frá stefninu. Þegar hann kom upp aftur, var hann með stein í hendinni, vel hnefastóran, silfurgráan að lit. Hann fór með steininn 'heim til sin og bræddi hann i srniðju sinni, og var mér sagt, að hann hefði fengið úr honum silfur, sem svaraði tveirn krónum, en aldrei sá eg það silfur sjálfur hjá Sigurði. Þetta er áreiðanlega alt það silfur, sem komst í umferð eða til nothæfr- ar brúkunar á Islandi af öllum þeim hundruðum þúsunda, sem i skipinu voru af siflri.—Lesb. Morgunbl. SKILAGREIN yfir inntektir og útgjöld við minnisvarða St. G. Steph- anssonar, Markerville, Alta. A. —Inntektir alls ......$463.90 B. —Útgjöld: Minnisvarðinn sjálfur, (áður auglýSt, 27. nóv. 1935). .$201.50 Girðing umhverfis reitinn: Stálkeðjur (600 fet)........$65.50 Hliðstólpar, steypun........ 25.00 30 cement stólpar........... 57-85 Cement ..................... 20.50 Járnsmíði ................... 7.00 Mál ....................... 14-35 Myndamót, plötur, o. fl......20.15 Fyrir flutning á möl grjóti, og cementsstólpum i girð- inguna .................. 24.00 Alls útborgað..........$438.85 í sjóði (Can. Bank of Com- merce) ................. 25.05 Samtals ...............$463.90 Skýrsla Ófeigs Sigurðssonar Skýringar við ofanskráðan reikn- ing þarf eg ekki margar að gera. Eg hefi enn ekki ákveðið neitt urn það hvað gera skuli við það lítilræði, sem eftir er í sjóðnum, en hefi það aðeins á huganum að þarflegt muni vera að mæla veg frá alfaravegi inn að grafreitnum, en engra upplýs- inga 'hefi eg aflað mér viðvíkjandi kostnaði þar að lútandi. Loks skal eg þá minnast þess að verðugu þeim mönnum, sem hjálpuðu mér við gjafavinnu og fleira til að koma þessu verki í framkvæmd, að það hefir ekki verið reiknað til peninga það sem þeir gerðu, þó svo hefði mátt vera. Eitt af því var það að Mr. Daníel Mörkeberg flutti fyrir mig keðjurnar frá Calgary og hing- að norður í bygð. Munu þær hafa vigtað um hálft annað tonn, 3,000 pund, en hann vildi enga borgun þiggja fyrir það. Þá var Mr. E. G. Johns, v.erzlunarmaður í Red Deer. Hann gaf mér átta feta járngrind í hliðið og er hún í tvennu lagi, fjög- ur fet hver hurð. Nokkrir góðir drengir í kring um Markerville gáfu mér eitt og sumir tvö dagsverk við að koma girðingunni upp, og er eg þeim mönnum sérstaklega þakklátur fyrir það hvað þeit unnu vel og dyggilega við það verk. Maðurinn sem að steypti póstana fyrir mig er hr. Ágúst Ásmundsson í Red Deer bæ, og er hann af öllum sem til hans 'þekkja talinn að vera snillingur og með afbrigðum vandvirkur við sem- ents vinnu af öllu tagi. Eg er hon- um mjög þakklátur fyrir það góða verk sem að hann gerði á póstun- um og það fyrir lítið endurgjald, þvi að efnið sem að fór í póstana kost- aði $47.85, en hann aðeins tók við $10.00 fyrir sitt verk og var það víst æði lítið í samanburði við þann tíma sem að það tók hann að búa póstana til og viða að sér efni i þá. Til dæmis vildi hann ekki hafa það neitt minna en fjóra jámteina í hvern póst með krók á hverjum enda. Tvær eins og hálfs þuml. pipur eru i gegnum hvern póst til að draga keðjuna í gegnum. Póst- arnir eru 6 þml. á annan veginn en 8 á hinn og settir 2 fet niður í jörð- ina í sementssteypu. Maðurinn, sem að bygði minnisvarðann og 'hlið- stöplana líka úr sama efni heitir Tony Krissganan og er Serbíumað- ur. Þar lær%i hann sitt handverk, heima í gamla landinu. Hann er eini maðurinn hér um slóðir, sem er hæfur til að vinna svona lagað verk, og hann er talinn að vera af öllum sem til hans þekkja, vandvirkur og samvizkusamur maður. Þeir Hill- mans bræður bygðu fyrir mig und- irstöðuna undir minnisvarðann og gerðu, að eg held, snildarverk á henni; eg er sérstaklega ánægður yfir þvi að vita til þessy að verkið var af öllum, sem að því unnu, unn- ið af góðvilja og ráðvendni, og gef- ur það mér um leið góða von um góða og langa endingu fyrir fram- tíðina. Eg er öllu því fólki inni- lega þakklátur, sem að einhverju leyti hafa hjálpað mér til að koma þessu verki í framkvæmd, og sér- staklega er eg þakklátur þeim dr. Rögnv. Péturssyni og syni hans, og líka Mr. E. Thorláksson fyrir kom- una hingað síðastliðið sumar og fyr- ir þær ágætu ræður, sem, að þeir fluttu hér við afhjúpunarathöfnina þann 19. júli síðastliðinn. Eg hefi fengið bréf frá nokkrum góðkunn- ingjurn mínum og hafa þau öll lokið miklu lofsorði á ræðurnar, sem að von er til. Eg á von á að þetta, sem að hér hefir verið framkvæmt verði í fram- tíðinni aðeins lítil byrjun af því, sem að verða mun í framkvæmd komið og það áður en að langir tímar líða. Eg á von á að til þess verði margir áhugasamir og góðir menn, bæði austan hafs og vestan að halda á lofti minningunni um þenna afburða gáfumann, sem ávann sér aðra eins aðdáun fyrir skáldskap sinn sem St. G. Stephansson, og þar að auki var hinn ágætasti maður. Kæra þökk fyrir kornu hans hingað í þessa bygð, það fáum við aldrei fullþakk- að. Svo með kærri kveðju til ykkar, .andar góðir, og með kæru þakklæti til ykkar allra sem að sintuð liðsbón minni þegar að eg einn og ókunnur flestum ykkar, ávarpaði ykkur í Heimskringlu og Lögbergi fyrir nærri tveimur árum síðan. — Þegar eg lít til baka, þá er eg hjartanlega sáttur við alla menn, þó að undir- tektirnar yrðu ekki almennari held- ur en að raun varð á þar sem að eg var flestum að öllu leyti ókunnug- ur. Þar af leiðandi vissi fólk ekki við hvern það skifti, og eðlilega fór sér því hægt. En góða þökk og gæfuríka framtíð. Vinsamlegast ykkar einl. vinur, Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Silfurbrúðkaup Þann 16. nóv. siðastliðinn söfn- uðust yfir tvö hundruð manns í sam- komuhúsi Selkirk-safnaðar til að •heiðra og samgleðjast hinum valin- kunnu hjónum, hr. Ásgeiri og frú Guðrúnu Bjarnason í tilefni af tuttugu og fimrn ára giftingaraf- mæli þeirra. Salurinn var skreytt- ur með hvítum og bleik-rauðum “streamers.” Borðin voru mjög smekklega prýdd með blómum og blárauðum vax-kertum, auk hins vanalega borðbúnaðar. Mrs. Fred Fidler og Miss Emma Gíslason leiddu heiðursgestina til sætis um leið og hr. Leo Oddson spilaði brúðkaupslag á píanóið. Séra Carl J. Olson var veizlustjóri og á- varpaði silfurbrúðhjónin bæði á ís- lenzku og ensku. Frú Margrét J. Sigurðsson flutti stutta ræðu og las frjumort kvæði, eftir sjálfa sig, sem birtist með þessari fréttagrein. Einn- ig tóku til máls Sveinn Skagfeld, Trausti ísfeld og Þórður Bjarnason. Séra Carl, sem veizlustjóri, las á- varp frá kvenfélagi safnaðarins. Mrs. Lillian Murdock, Margaret Eymann, Björg Christianson, Irene Erickson, G. Eymann, J. Benson, Th. Thorsteinsson, M. Johnson og Miss Ruby Epps skemtu veizlugest- unum með hljómfögrum og indælum söng. Þar að auk voru ýmsir þjóð- söngvar sungnir af öllum viðstödd- um. Mrs. Davíð Johnson talaði fáein orð urn leið og hún afhenti heiðurs- gestunum einkar höfðinglegar gjaf- ir frá þeim stóra vinahóp, sem var saman kominn. Á meðal þessara gjafa var ekta silfurborðbúnaður í vandaðri hirzlu, nokkur stykki úr postulíni, líndúkar fyrir borð, og budda, með silfurpeningum. Að endingu þökkuðu brúðhjónin fyrir gjafirnar með einkar velvöldum orðum og svo voru Þjóðsöngvar Is- lands og Canada sungnir; og allir fóru heim í rnjög glöðu skapi. Konurnar, sem stóðu fyrir þessu veglega samsæti, voru sem fylgir: Mrs. Davíð Johnson, Mrs. G. Ey- mann, Mrs. W. Walterson, Mrs. Th. Anderson, Mrs. I. Magnússon, Mrs. H. Thorsteinsson, Mrs. F. Fidler, Miss E. Gilson, Mrs. Th. Thor- steinsson, Mrs. J. Peterson og Mrs. D. Lindorff. Auk þeirra gengu þessar ungu stúlkur um beina: Josephine Johnson, Margaret Ey- man, Laufey Johnon, Sylvia Ben- son, Eleanor Benson, Thora Peter- son og Veronica Sveinsson. Business and Proíessional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. B. H.OLSON 216-22 0 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og lvennedy Sts. l’hone 21 8 34—Oífice tlmar 2-3 906 047 Consultation by Appointment Heimili: 214 WAVERLEY ST. Only Phone 403 288 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba Dr. Herbert J. Scott Dr. P. H. T. Thorlakson 306-7 BOYD BLDG. 205 Medical Arts Bldg. Stundar augna-, eyrna-, nef- og kverka-sjúkdöma Cor. Graham og Kennedy Sts. ViCtalstíml 2-5, by appointment Phone 22 866 Sími 80 745 ReS. 114 GRENFELL BLVD. Gleraugu útveguð Phone 62 200 DR. ROBERT BLACK DR. JON A. BILDFELL Sérfrœðingur 1 eyrna, augná, nef 216 Medical Arts Bldg. og hálssjúkdömum. Viðtalstfmi frá 4-6 e. h., nema 216-220 Medical Arts Bldg. öðruvísi sé ráðstafað. Cor. Graham & Kennedy Sfml 21 834 Viðtalstimi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusfmi — 22 251 Heimili 238 Arlington Street. Sfmi 72 740 Heimili — 401 991 Dr. S. J. Johannesson DRS. H. R. & H. W. TWEED Viðtatstfmi 3-5 e. h. Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL 218 SHKRBITRN ST. TRUSTS BUILDING Sfmi 30 877 Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœOingur J. T. THORSON, K.C. Skrifstofa: Room 811 McArthur islenzkur lögfrœOingur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 800 GREAT WEST PERM. BLD. PHONES 95 052 og 39 043 Phone 9 4 668 BUSINESS CARDS Ákjósanlegur gististaOur Fyrir Islendingal Vingjarnleg aðbúð. Sanngijarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Sími 94 742 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36137 Símið og semjið um samtalstfma A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur lfkkistur og annast um út- farir. Aliur útbúnaður sá bezti. •Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfmi: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757— Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur i nviObiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltfðir 40c—60c Free Parking for Ouests Þetta silfurbrúðkaup var hið veg- legasta og mjög skemtilegt. Það verður lengi haft í minnum í Sel- kirkbæ. Hr. Ásgeir Bjarnason er vel gef- inn og fróður maður, ágætur stuðn- ingsmaður kirkju og kristindóms og hinn bezti drengur í hvívetna. Frú Guðrún hefir flestar eða allar kven- legar dygðir til brunns að bera í rík- um mæli. Hún hefir ávalt stutt góð málefni og verið prýði heimilis síns og mannfélags. Guð blessi næsta aldarfjórðung þeirra! Carl J. Olson. Ort til Asgeirs Bjarnasonar og Guðrúnar konu hans í silfur- hrúkaupi þeirra 16. nóvember síðastliðinn, í Selkirk Aldarf jór^ung einn þið hafið áfram leiðst með kjarki og dug, ykkar pund því ekki grafið, erfiðleikum rutt á bug. Þú ert, Ásgeir, mikilmenni, mörgum frægri á lífsins braut, hygginn, framgjarn hjartaprúður hugdjarfur í hverri þraut. Fróður ert í fornum sögum, fróðleik háum unnir mest, og á þínum æskudögum ávaxtaðir pund þitt bezt; listaverk þin lýst þig frægan. lítt þeim kastað var á glæ; andans forða áttu nægan allan fyrir Selkirk-bæ. Er þín fögur eigin brúður, úrvalskvenna bezt, eg hygg, glæðir alt það góða og fagra, Guð elskandi, vinum trygg. Nú er greind hin sanna saga, sem án tafar verður skráð ykkur sytðji alla daga eilíf fögur Drottins náð. Margrét J. Sigurðsson. The Child's Health Today is the

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.