Lögberg - 10.12.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.12.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER 1936 Hogberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRES8 L I MITED 695 Sargent Avenue Wínnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Farið að rofa til Þrátt fyrir það þó langt of margir menn séu litblindir í sambandi við þjóðfélagsmálin og rás þeirra, þá verður nú naumast lengur um það deilt, að nokkuð sé farið að rofa til á sviði viðskiftalífsins í þessu landi; taka nýj- ustu hagskýrslur af öll tvímæli í því efni. I októbermánuði síðastliðnum hlupu út- fluttar vörur úr Canada upp á $111,000,000, eða yfir 4,000,000 til jafnaðar á hvern virkan dag. Blaðið Ottawa Journal, sem talið er með- al hinna áhrifamestu málgagna íhaldsflokks- ins, álítur þetta vera næsta glæsilega útkomu og spá góðu um stórbætta afkomu þjóðarinn- ar á hinum næstu árum; leggur blaðið áherzlu á hve mikilvægt þetta sé, er tekið sé tillit til þess hve þjóðin enn sé fámenn og telji ekki nema rúmlega tíu miljónir íbúa. Blað þetta er.King-stjórninni alveg sam- mála um það, að velferð canadisku þjóðar- innar sé undir því komin, að hún geti öðlast sem allra hagfeldasta og víðtækasta markaði fyrir íramleiðslu sína; að sérhverjum þeim höftum, er til innilokunar leiða, þurfi miklu fremur að verða létt af en á þeim verði hert. Blaþ þetta fylgdi Mr. Bennett einu sinni að málum, þó nokkuð kveði þar nú við annan tón. Þegar núverandi afkoma canadisku þjóð- arinnar er grandskoðuð frá öllum hliðum, er það sýnt, að flestar þær umbætur, er átt hafa sér stað undanfarið ár, eru á traustara grund- velli bygðar og miða til varanlegri farsældar, en umbótúfálmið í tíð Bennett stjórnarinnar. Um mál þetta lætur Ottawa Journal meðal annars þannig um mælt: “Fyrir tveimur árum, eða því sem næst, var því mjög haldið að almenningi, bæði yfir útvarpið og í ræðum, að hið svonefnda kapi- talistiska fyrirkomulag væri í rauninni dauða- 'dæmt; sumstaðar féil þetta í frjóva jörð, þó íolk hins vegar hugsaði sig tvisvar um; ekki hvað sízt fyrir þá sök úr hvaða áttum hávær- ustu raddirnar komu. En þegar tekið er fult tillit til þess, hve víðtækar umbæturnar eru, verður ekki annað sagt en þær séu því nær ótrúlega risafengnar undir “deyjandi eða dauðadæmdu fjárhagsfyrirkomulagi. ’ ’ Að vísu er hér tilfinnanlegt atvinnuleysi enn og harðrétti á ýmsum sviðum; samt er ekki viðlit að mótmæla því, að viðreisnin í þessu landi hafi gengið hraðar fyrir sér en jafnvel bjartsýnustu menn voguðu að láta sig dreyma um.” Ekki verður Ottawa Journal borið það á brýn að það sé vilhalt núverandi stjórn, þó það á hinn bóginn telji það sjálfsagt, að hún fái að njóta sannmælis. 1 hvaða átt sem litið er bendir flest til þess, að kreppan sé í rénun. Hagskýrslur Sambandsstjórnarinnar bera því augljóst vitni, hve viðskiftin innanlands hafa aukist í réttum hlutföllum við útfluttu vörurnar; verzlunarjöfnuðurinn er með öðrum orðum að komast í sitt eðlilega horf. Verkamálaráðherra Sambandsstjórnar, Hon. Norman Rogers, var fyrir skömmu á , ferðalagi um Vesturlandið, til þess að kynn- ast með eigin augum ástandinu, eins og það í raun og veru er; má óhikað telja hann einn af framsæknustu ágætismönnum þjóðarinnar. Eftir að hann kom heim lét hann þess getið, að fyrir atbeina stjórnarinnar hefðu 15,000 einhleypra manna fengið á skömmum tíma atvinnu á bændabýlum, og að þess mætti ör- ugglega vænta, að ráðstafanir atvinnuleysis- nefndar í því sambandi sem og á öðrum svið- um, myndi leiða til heillavænlegrar úrlausnar á atvinnuleysinu. Að því er viðkemur atvinnu í bæjum, get- ur ekki hjá því farið, að hið nýja lán til end- urbóta á íbúðarhúsum leiði af sér mikið gott fyrir iðnaðarmenn í hinum ýmsu greinum, er gengið hafa auðum höndum um strætin með brennimark örvæntingarinnar um brá og enni. Stjórnin hafði í samráði við bánkana, hlut-’ ast til um það, að $50,000,000 fjárhæð skyldi vera fyrir hendi, er lána mætti eigendum í- búðarhúsa til viðgerða gegn vægari vöxtum en áður viðgekst, eða sem svarar rúmlega 6 af hundraði. Margir eru þegar famir að gera sér gott af þessu, þó enn sé málið hvfergi nærri komið á þann rekspöl, er það þarf að komast. Ulgjarnir mega þeir menn vera og fá- vísir, er bregða King-stjóminni um athafna- leysi, með þetta, sem nú hefir nefnt verið, og margt fleira fyrir augum, sem til varanlegra þjóðþrifa miðar. Ný smásögusöfn i. Axel Thorsteinson: 1 leikslok. Nýtt safn. Reykjavík, 1935.— 57 bls. Verð 2 krónur. 1 safni þessu eru þrjár sögur, sem upp- runalega voru prentaðar neðanmáls í dag- blaðinu “Vísi” en áttu vel skilið, að koma fyrir sjónir almennings í bókarformi. Þær eru, eins og heiti safnsins segir til um, fram- hald af stríðssögum höfundar, og munu les- endur hans taka þeim feginshendi, því að þær eru að efni til frábrugðnar öðrum íslenzkum smásögum, og með ósviknum svip raunveru- leikans, þar sem þær eru beinlínis bygðar á reynslu skáldsins sjálfs. Hér bregður Axel upp myndum úr lífi nokkurra hinna kandisku hermanna, félaga sinna, og þær eru allar glöggum dráttum dregnar, með blæbrigðum ljóss og skugga, eftirtektarverðar og festast í minni lcsand- ans. A það ekki sízt við um hermamúnn Haldoni í sögunni “Grænar hlíðar.” Maður dáist að þrautseigju þessa veikgerða, írsk- ítalska Ameríkumanns, sem lætur eigi bug- ast á erfiðri hergöngunni, fyr en kona hans hafði brugðist honum, og maður kennir sárt í brjósti um hann. Djúp rækt hans til móður- jarðarinnar, Irlands, er einnig einkar aðlað- andi; “grænar hlíðar” þess létta honum stritið “í steinborginni miklu,” og verða honum ímynd draumalands hans, eða eins og hann orðar það í sögulok: “Eg hefi sætt mig við hlutskifti mitt. Það skiftir í raun og veru ekki svo miklu, að gangan sé erfið og menn þreytist, ef hugurinn fer ljósvegu — til grænu hlíðanna.” Átakanleg er sagan “Kveldstund,” um afgreiðslustúlknna sorgmæddu í Ed|inborg, sem átti á bak að sjá eiginmanni sínum, er fallið hafði á vígvegginum “einni klnkku- stund áður en vopnahléð var samið.” Hinn hógláti og angurblíði blær frásagnarinnar eykur á áhrifamagn þessarar harmsögu. I niðurlagssögu safnsins, “Litli karl—” er hinsvegar talsvert af þeirri notalegu kýmni, sem lesendur kannast við úr sumum fyrri sögum skáldsins; en hér greinir frá bræðrum tveim, frakkneskum Kanadamönn- um, einkum því, hversu leiðir þeirra skilja um hríð að stríðslokum, erfiðleikum yngra bróðurins og endurfundum þeirra og sátt áð- ur lýkur. Axel er enn samur við sig hvað stílinn snertir, fasttrúaður á tilgerðarleysi og hisp- ursleysi í frásögn, og jafn frábitinn sterkum litum og stóryrðum; fer málfar hans löngum vel með þeim söguefnum, sem hann velur sér, því að þau eru ekki stórbrotin á venjulegan madikvarða, en þrátt fyrir það raunveruleg og frásagnarverð; ósjaldan örlagaríkari og djúpstæðari en virðast kann í fljótu bragði. Og á þessari hávaðaöld bókmentanna, er það satt að segja tilbreyting, hreinasta hressing, að taka sér endur og sinnum í hönd rit þeirra höfundanna, sem hægar fara, en bjóða upp á lestrarverðar lífslýsingar. Það gerir Axel Thorsteinson. Og þó hann sé enginn bardagamaður, er ekki erfitt að sjá, hver mannanna börn eiga einkum samúð hans, en það eru nú sem áður, einstæðingarnir og olnbogabörnin. Beinnar ádeilu kennir eigi verulega í þessum sögum hans; en rauntrúar myndir hans úr lífi her- mannanna, bæði á stríðsárnum og að leiks- lokum, og úr lífi annara, sem þar koma við sögu, er hljóðlát en markviss ákæra á hendur valdhöfunum og því þjóðfélagslega skipulagi, sem styrjaldir spretta upp úr. Og því öflugar sem almenningsálitið leggst í þann farveg því meiri von er um frið á jörðu. II. Hulda: Undir steinum. Smá- sögur. Akureyri. 1936.—117 bls. 'Sögusafn þetta er að sönnu prentað sem handrit — aðeins 215 tölusett eintök, — en þar sem einhver merkasta skáldkona Islands, og sú lang mikilvirkasta, á í hlut, þykir mér hlýða, að segja íslenzkum lesendum hérlendis frá útkomu safnsins. Með fyrri ritum sínum, bæði Æskuástum og Tveim sögum, hefir Hulda sýnt, að hún kann að segja smásögur lipurlega og á list- rænan hátt, þá hvorki séu allar sögumar í framannefndum bókum jafn efnismiklar né jafn vel gerðar frá listarinnar sjónarmiði. í þessu nýja safni'skáldkonunnar eru 10 smásögur; nokkuð eru þær mísmunandi að aldri, ritaðar á árunum 1905—1931, en eigi minnist eg að hafa séð neina þeirra á prenti fvrri. Þær eru allar vel sagðar og hugðnæm- ar, yfirlætislausar, en taka eigi að síður at- hygli lesandans föstum tökum, því að þær eru skýrar og sannar lífsmyndir, þó hvorki séu / þær stórfeldar aS efni til né sér- staklega tilþrifamiklar að frá- sagnarhætti. Raunveruleikii þeirra er engu minni fyrir það, þó Huldu sé tamara að lýsa göfgi. og góðleik heldur en andstæðum þeirra í fari manna; annað viðhorf frá hennar hálfu væri hvort sem er gagnstætt skapi hennar og lífsskoð- un; hún trúir á sigurmátt hins góða og hvikar ekki frá þeirri sannfær- ing sinni, enda eru einlægnin og innileikinn í umræddum sögum hennar einhver hugþekkustu ein- kenni þeirra. Ekki svo að skilja, að yfir þeim sé einn samfeldur sum- ar og sólskinsblær; skuggar og skin skiftast þar á, sorgir og gleði. Eins og önnur rit Huldu, í bundnu máli sem óbundnu, bera þessar sögur hennar því ótvírætt vitni, að hún er dóttir íslenzkrar sveitar, þjóðleg i anda og þjóðrækin,, glöggskygn og geymin á ættarerfðir sinar og þær “fornu dygðir” íslenzkar, sem sumir vilja nú selja vægu verði við erlendri mynt, þó sú hin sama reynist næsta misjafnlega á markaðstorgi mann- lífsins. Efnið í öllum þessum nýútkomnu sögum skáldkonunnar er sótt í ís- lenzkt sveitalif að fornu og nýju; þær lýsa hversdagsviðburðum og al- þýðufólki, en löngum kjarkmiklum mönnum og konum, sem eiga bæði skapfestu og sálargöfgi, ábyrgðartil- finnjngu í ríkum mæli, og verða djarflega og drengilega við andvíg- um örlögum. Þannig skapi farnar, þó ekki séu þær steyptar í sama mót- inu, eru aðalpersónurnar — sögu- hetjurnar, skyldi eg sagt hafa, því að þær eiga það nafn skilið — í “Arngerður,” “Guðbjartur gamli,” “Ekki öðrum skyldara,” “Loftur Markússon” og “Humlafell,” og þykir mér hin síðastnefnda einhver bezta sagan í bókinni. En hvert stefnt er í sögum þessum kemur, að mér virðist ágætlega fram í þessum orðum, sem skáldkonan lætur sögu- manninn segja um Loft og ættmenni hans: “Systkinin frá Stað eru grein- ar af göfugum stofni — eikur, sem sprottið hafa/ í góðum jarðvegi. Blóm ágætrar ættar, sem hefir stöð- ugt verið að þroska sjálfa sig með heilbrigðu og góðu líferni. Það er gott að vera íslendingur meðan slík- ar greinar gróa á þjóðarmeiðinum. En þær eru of fáar. Fauskar og kalviði tíðséðari.----Eg elska ís- lenzka ættgöfgi, íslenzka menningu. Eg vil gjörast einn þeirra hlekkja, er tengja saman fortíð og nútíð ætt- jarðar minnar — hennar sönnu for- tíð og nútíð. Verja mína eigin ætt og óðal og vera öðrum fyrirmynd; þótt eg viti hvað örðugt það er.” Örlög Auðbjargar gömlu í sög- unni “Huggun” snerta lesandann djúpt. Átthagatrygðinni, og þar með máttarvald íslenzkrar náttúru yfir hugum þeirra, sem gefa sig henni á hönd, er eftirminnilega lýst í sögunni “I afdal.” íslenzk þjóð- trú er uppistaðan í “Ljósið í klett- unum,” og “Röddin” er prýðisgóð endursögn á gamalli þjóðsögu, og hvað þróttmest að stíl allra sagn- anna í safninu. Af framanskráðu er auðsætt, að hófsemi og smekkvísi einkenna enn sem fyrri frásagnarhátt Huldu; þessar sögur hennar eru stimplaðar ríkri fegurðarást hennar, samúð hennar og kvenlegum næmleik til- finninganna; og málið er mjúkt og ljóðrænt. Þær auka lesendanum trú á lífið og mennina, og má þar minna á orð Guðbjarts gamla: “En það er agnarögn af guðsbirtu* í hverjum manni, eins og þú veist, Þórdís,— ef þeir ausa hana ekki í kaf með moldinni.” Richard Beck. Svertngnn Rastus kemur til hús- bónda síns: —Fyrirgefið þér Mister Williams —get eg ekki fengið frí 4. og 5. næsta mánaðar? —Frí aftur? Hver er nú veikur? —Það er enginn veikur, Mister Williams, en bróðir minn hefir skrifað mér og beðið mig að vera við jarðarför sína. —Við jarðarför sins? Hvernig getur hann séð það mánuði fyrir fram hvenær hann muni deyja? Fjöldi óviðjafnaDlegra muna á Þjóðminja- safninu “Meðan Þjóðminjasafnið ykkar er í núverandi húsakynnum, geta sérfræðingar einir gert sér grein fyrir því, hve ómetanlega dýrmæta fjársjóði safnið hefir að geyma.” Þannig komst prófessor Shetelig, þjóðminjavörður frá Bergen að orði við tíðindamann blaðsins. Og hann sagði ennfremur: —Að visu átti eg á því von, að þið ættuð á safni ykkar talsvert af merkilegum gripum. En mér gat ekki kömið til hugar, að Þjóðminja- safn íslands ætti svipað því eins mikið af óviðjafnanlegum hlutum eins og það á. Prófessor Sh(etelig kom hingað með Lyru síðast. Hann er forstöðu- maður fyrir þjóðminjadeild Berg- ens-safns. Hann hefir því hin beztu skilyrði, til þess að gera sér og öðr- um grein fyrir gildi Þjóðminjasafns- ins og gildi þeirra verðmæta, sem það hefir að geyma. Sneri blaðið sér til hans og bað hann að segja álit sitt um þetta. —Eg kem á þjóðminjasafnið á hverjum degi, meðan eg verð hér í bænum, segir hann, til þess að gera þar ýmsar athuganir. Sambandið við Skotland og Eystrasaltslöndin Það, sem safnið hefir að geyma frá heiðni, er að vísu ekki mikið að vöxtum. Og fyrir almenning, sem þangað kemur, er það heldur ekki sérlega ásjálegt. En þess ber vitan- lega að gæta, að ekki er það alt til sýnis, sem safnið á frá þessu tíma- bili. Margt geymir þjóðminjavörð- ur í lokuðum hirslum, sakir þess, að ekki er rúm í sýningarpúltum. Undir eins og eg sá haugafundi safnsins og hafði tækifæri til að skoða þá, urðu mér ljósir tveir merkir dra^ttir í svip íslenzkrar menningar frá fyrstu öldum íslands bygðar. I hlutum þessum, sem þarna eru fyrir hendi, sjást greinilegar merki um samband við Skotland en sést af fornminjum í vestanverðum Nor- egi. Eg get nefnt sem dæmi gripina úr dys þeirri, sem fanst í Hornafirði fyrir 4 árum. Eg sé ekki betur en að þeir beri öll einkenni þess, að þar hafi verið jarðsett kona, sem flust hefir til íslands beina leið frá Skot- landi. Þarna eru gripir, sem eru sjaldgæfir í Noregi, en algengir í Skotlandi frá þeim tíma, er Island bygðist. En merki sjást á safnmunum greinileg um önnur erlend sambönd Islendinga í heiðni. Af ýmsum munum er hægt að sjá, að lands- menn hafa haft viðskifti við eða a. m. k. kynni af Eystrasaltsþjóðum. Gætir þessa meira á Þjóðminjasafn- inu hér er á fornminjum okkar Norðmanna. Þar eð menningarsagan í heiðni er sérgrein mín, mun eg reyna að athuga þessi efni sem bezt eg fæ tíma til, meðan eg dvel hér. Sérkennin komu fljótt En þær athuganir, sem eg þegar hefi gert á þessu, hafa kent mér, að íslenzkar fornminjar frá fyrstu öldum Islandsbygðar bera það með sér, að íslendingar hafa hætt að vera Norðmenn, hafa orðið sérstök þjóð, með sérstakri menningu undir eins og kynslóð sú var liðin undir lok, er landið nam. Óviðjafnanlegir kirkjugripir En þegar heiðna tímabilinu slepp- ir, og eg fer að virða fyrir mér minjar ykkar byrjar fyrst lofsöngur minn um safnið, heldur próf. áfram. ‘—Aldrei hafði mér til hugar komið, að þið ættuð hér á íslandi aðra eins dýrgripi. Alt frá fyrstu öld kristn- innar eigið þið kirkjugripi, sem standa yfirleitt jafnfætis kirkju- gripum hvaða safns sem er, að feg- urð og listagildi. Þarna gefur að líta röð af kaleikum, sem eru hver öðrum dásamlegri, krossa, m. a. af frönskum uppruna frá 12. öld. Bæði kaleikar og krossar og aðrir kirkju- gripir, sem þarna eru, eru hrein op- inberun fyrir sakir fegurðar. Og þá má ekki gleyma messuklæðunum, sem sum eru svo fögur, og svo mik- il listaverk, að maður nýtur þess í endurminningunni, að hafa yfirleitt augum litið svo fagra hluti. Margir af þessum munum eru frá 12. og 13. öld. Þá er silfursmíði margskonar þarna^ sem er alveg framúrskarandi vönduð að gerð, og falleg, en sem áreiðanlega er íslenzk vinna. Ekki má gleyma altarisklæðunum, sem sýna íslenzkt handbragð og ís- lenzkan stíl i hannyrðum frá löngu liðnum tímum. Dýrlingarmyndirnar, sem safnið á, eru aftur á móti ekki merkilegri en slíkar myndir eru víða annars staðar. Sjálfstceður stíll heimilisiðnaðar Eg hefi ekki enn haft tækifæri til þess að kynna mér til hlítar vefn- að og útskurð á safninu. En það er mér þegar ljóst, að íslenzkur heimilisiðnaður hefir fyr á öldum haft alveg þjóðleg sérkenni. Hinn íslenzki stíll er vitaskuld skyldur samtíðar-stíl Norðurlanda. En þó virðist mér að íslenzkur heimilis- iðnaður hafi verið einna sjálfstæð- astur. Margir múnir eru þarna á safn- inu í þessum deildum, sem að öllu leyti eru alveg fyrsta flokks munir, hvernig sem á þá er litið. En það, sem gefur Þjóðminja- safni ykkar alveg sérstakt gildi, er hve nátengt það er sogu og högum þjóðarinnar, það er að mest öllu leyti ísleilzkt safn, og þannig vaxið, að það endurspeglar menningu Is- lendinga frá fyrstu tíð. I bókmentum ykkar eigið þið rík- ar, sígildar myndir af andlegu lífi þjóðarinnar. En í safninu geymast minjar hinnar listrænu og verklegu menningar, sem gefa ómetanlegan fróðleik um líf og þroska þjóðar- innar fyr á öldum. Þær myndir af þjóðlífinu, er geymast í bókmentun- um, verða lifandi og nálægar, er menn kynnast dýrgripum safnsins. Þjóðminjasafnið og framtíðin Það er mikið og veglegt verkefni fyrir þjóðrækna Islendinga, segir prófessor Shetelig að lokum, — að >sjá safninu fyrir tryggu húsnæði, er væri við þess hæfi, þar sem gripir þess gætu notið sín fyrir augum f jöldans, svo allur almenningur gæti notið þess fróðleiks, þeirrar fegurð- ar og listar, er það hefir að geyma, svo menning fyrri kynslóða, sem geymist í gripum safnsins, gæti bor- ið ávexti meðal núverandi og kom- andi kynslóðar, orðið það leiðarljós fyrir sjálfstæða íslenzka menningu, sem það getur bezt orðið. —Hve mikið húsrúm þyrfti Þjóð- minjasafnið til þess að það gæti not- ið sín? —Því er vandsvarað að órann- sökuðu máli. En mér er nær að halda, að ekki væri tekið of djúpt í árinni, þó menn settu sér það tak- mark að ætla því tífalt húsnæði á við það, sem hún getur best orðið. Eg hefi, bætir prófessorinn við, ekki getað komist hjá því, að fá augastað á ákveðnum stað hér í bænum, þar sem reisa ætti veglega byggingu fyrir Þjóðminjasafn. En eg er ekki hingað kominn til að gagnrýna eða neitt i þá átt. Ykkar er að sjá þessari ómetanlegu þjóð- areign ykkar fyrir stað, þar sem hún nyti sín í höfuðborg ykkar, og gerði hana blátt áfram íslenzkari á svipinn. —Mbl. 25. okt. Bryant’s Studio Phone 22 473 - - Evenings 45 427 611 WINNIPEG PIANO BLDG. PORTAGE AVE. are giving special discount for Exmas, this year Send the most personal of all gifts—YOUR PHOTOGRAPH Over fifty-five years of experience is our guarantee. Hvergi betra að gera viðskifti, né vandaðri myndir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.