Lögberg - 10.12.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.12.1936, Blaðsíða 6
6 LÖOBERG, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER 1936 Þræll Arabahöfðingjans Skáldsaga, eftir Albert M. Treynor. Nú var búið að leggja á úlfaldana og klyíja þá, og þeim síðan skipað á fætur. Caverly heyrði skipanir þessar og gat af þeim ráðið í það, sem sann ekki sá. Alt í einu heyrði hann úlfaldana fara að hreyfa sig úr stað, og skildi hann' af traðkinu, að nú voru þeir að skipa sér í sína venjulegu lestar-röð. Svo lögðu þeir af stað. Hjarta hans sló óþarflega hratt og sterkt. Þeir héldu á stað— raddirnar íjarlægðust og deyfðust, hófatakið dofnaði — þeir héldu á brott! Hljóðið f jarlægðist og varð daufara með hverri sekúndu, sem leið. Caverly lá kyr og hreyfingarlaus og fann gieinilega, að titring- urinn í jörðinni smá minkaði stöðugt. Hann hlustaði gaumgæfilega, unz úlfaldalestar- hljóðið heyrðist aðeinss sem f jarlægur og hverfandi niður. Og loksins breiddist auðn- arkyrðin og algerð þögn aftur yfir alt um- hverfið. — Eyðimerkurþögnin grúfði aftur vfir alt umhverfið. — Eyðimerkurþögnin grúði aftur yfir sandhæðunum. Hann beið lengi, lengi eftir að hann þótt- ist viss um að þeir væru allir á brott. En loksins var þolinmæði hans á enda. Hann lyfti höfðinu og tók léreftið frá andlitinu. Kyrðin og tunglsljósið heilsuðu honum. Hin ægilega kvrð, sem öllu gat leynt. Hann settist upp og hristi af sér sandinn og skreiddist svo á fætur. Fætur hans voru kaldir og dofnir upp að knjám, og hann fann engann lífsvott í þeim, þó hann stigi í þá og stappaði þeim niður. Ekkert líf var að sjá, eins langt og augað eygði á hinu óskemti- lega leiksviði milli sandhæðanna. “Bó!” sagði hann og laut niður. Hann gróf í sandinn og fann hendi hennar og hand- legg. Svo sópaði hann sandinum burtu og lyfti ungu stúlkunni upp úr gryfjunni. Það var víst bezt að sjá ekki hin blóðugu spor, sem Tagar hafði látið eftir sig. Hún ætti að minsta kosti ekki að sjá þau. Hann reisti hana á fætur, og áðúr en hálfblinduð augu hennar höfðu getað greint nokkuð umhverfis sig, hafði hann snúið henni við, svo hún sneri andlitinu að hæztu sand- öldunni. Hann tók utan um hana og studdi hana upp sandölduna og dálítið ofan eftir hinum megin. Þar hneig hún niður á sandinn og horfði hálfringluð út yfir sofandi eyði- mörkina. Caverly horfði hvössum augum út að sjóndeildarliring. Hin breiða slóð eftir úlf- aldahófana lá eins og dökk braut í bugðum út yfir sandöldurnar, en ræningjahópurinn var horfinn með herfang sitt út yfir yztu öld- urnar. Hvergi var líf né hreyfingu að sjá, eins langt og augað eygði. “Eg geng sem allra snöggvast ofan að tjaldstæðinu aftur,” sagði hann. “ Verið þér kyr hér á meðan. Og látið mig undir eins vita, ef þér skylduð verða einhvers vör. E‘g kem aftur, eins fljótt og eg get. ” Unga stúlkan andaði nú aftur rólega og jafnt. “Carl Lontzen?” sagði hún. Það voru fyrstu orðin, sem hún sagði, eftir þján- ingarvistina í sandgröfinni. “Hann skildi yður eftir, góða mín!” Á augabragði komu harðir og gremju- legir drættir um munn hennar, og hún beit fast saman tönnunum. ‘ ‘ Gerið svo vel að láta vera að kalla mig góÖa mín,” svaraði hún. Hún starði í suðvestur og sagði svo við sjálfa sig, án þess að taka nokkurt tillit til Caverly: “Hann hlýtur að hafa fallið, eða hann befir verið handtekinn. ” “ Yður skjátlast. Hann komst undan. Og á þessu augnabliki ríður hann einhversstaðar úti á eyðimörkinni og lemur úlfaldann sinn áfram, eins og hann frekast getur. Hefði hann verið drepinn eða handtekinn, þá værum við ekki hérna. Eg þér hugsið yður dálítið um, munuð þér eflaust komast að sömu nið- urstöðu?” Caverly hélt nú af stað ofan í dældina, þar sem tjöld Lontzens höfðu staðið. Það var eins og hann hikaði við að vitja aftur j þessa sundurtroðna blóðvallar. Hann kom aftur að liðugum stundarf jórðungi liðnum og bar þá í fangi sér fatahrúgu, sem blikaði í skrautlegum litum í tunglsljósinu og skrjáf- aði eins og silki. Hann fleygði -fötunufn frá sér niður í sandinn og stóð nú eins og varðmaður hæzt á sandöldunni og virti gaumgæfilega fyrir sér yztu sjónarröndina. Fyrir handan svart- bláan skugga fjærstu sandhæðanna sá hann ofurlítinn gulbleikan bjarma. “Þarna koma þeir,” sagði hann. “Nú eru þeir að tjalda. Ofan á þetta frækilega dagsverk sitt býst eg ekki við, að þeir fari langt fyrst'um sinn.” “Hvað voruð þér að gera þarna neðra!” spurði hún fremur kuldalega. Það leit út fyrir að Caverly hefði ekki heyrt spurningu hennar. “Nii þyrpast þeir utan um bálið og hæla sér af afreksverkum sínum. Svo éta þeir og drekka, eins og ekkert hafi í skorist. — Allah sverti á þeim smettin! ’ ’ “Þetta eru föt Sídí Sassí!” §agði hún. “Friður sé með honum!” mælti Caverly. Hann settist niður við hliðina á ungu stúlkunni, horfði stundarkom á hana í djúp- um hugsunum, en leit svo» upp í himindjúpið stjörnum stráða, sem hvelfdist yf'ir þeim á alia vegu. ‘ ‘ Langt í burtu í þessa átt liggur Rauða- hafið og Mekka — það era á að giska f jögur hundruð mílur þangað. ” Rödd hans var vin- gjamleg, en alveg eins og væri hann að tala við einhvern ungan kæruleysingja, en þó nægilega skynsaman til þess að skilja, hvað um væri að ræða. Hann leit ekki á ungu stúlkuna, en horfði framvegis á stjörnurnar. “Hér um bil í hánorður liggja Kúfara- landeyjarnar,” mælti hann íhyglilega. “Þar halda til lang-verstu ofstækisþorparar Mú- hameðstrúarmanna, sem til era á þessari jörðu. Þar eru hvítir menn ekki velkomnir. Við myndum líka vera löngu dauð úr hung-ri og þorsta, áður en við næðum svo langt. Það er ora leið. ’ ’ “1 suðri,” mælti hann, “sjáið þér Cano- pus — hina bláu stjörnu Múhameðs ? Ef þér hélduð í þá átt og gengjuð í hundrað daga, gætuð þér fengið munnfylli yðar af vatni í E1 Fasher. Á vinstri hönd liggur líjnd Túareg- anna, og til hægri Ríbíanna, sem eru ennþá verri. ” Hann spyrnti af sér skóm Lontzens og stakk fótunum ofan í sandinn. “Þér skiljið víst þetta?” “Þér hafði ekki sagt neitt um, hvað sé í vestri,” sagði hún lágt og auðmjúklega. ‘ ‘ Þar eru Tíbestí-f jöllin. Eg veit þar um uppsprettulind eina. Þangað eru sjö dag- leiðir héðan, þ. e. a. s., ef við værum ríðandi eins og Túaregarnir, og gætum matast á hest- baki. En við höfum ekki einn einasta úlfalda, og hvorki vatnsdropa né eina einustu döðlu til matar. ” “Hún sneri sér að honum í sárustu ör- væntingu. “Hvað eigum við þá að gera?” “Tagar og menn hans halda heim til Gazim á morgun. Það eru þrjár dagleiðir héðan. Annað hvort förum við með Tagar til Gazim eða------” Hann þagnaði í miðju kafi. Það var ó- þarft að ljúka setningunni. “Já — en — ” Unga stúlkan horfði dauðskelkuð á hann. “Það væri — það væri miklu verra!” “Heyrið þér nú, Bó. Sonur Tagars, Sassí, var smádrengur, þegar hann 'fór að heiman. Enginn í Gazim myndi þekkja hann aftur, þegar hann kæmi sem fullorðinn mað- ur. Hann hafði á sér rúbín-hring með álétr- un, og líka ýmsa verndargripi og þess háttar dót. — Það var með þessum gripum, sem hann átti að gefa sig til kynna. Eg hefi þetta alt saman hérna í vasanum, og eg hefi fötin hans.” Unga stúlkan var alt of hissa til þess að geta komið upp einu orði. Hún glápti aðeins á Caverly og vissi sýnilega ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. “Eg, fyrverandi þræll, sem kann tungu þeirra, sný nú aftur á þeirra fund, skrýddur silkiskrúða höfðingjasonarins. Maður með mit^isskýlu eina og maður í skrautlegum höfðingjaskrúða eru ólíkir menn. Bf til vili þekkja þeir mig aftur, og ef til vill ekki. Við neyðumst til að eiga það á hættu. Annað hvort fer eg til Gazim sem prins, eða við er- um dauðadæmd.” “Já, en hvað á þá að verða af mér?” spurði hún. “Það var úlfaldadrengur af lágum stétt- um með í lestinni. Fötin hans voru of léleg til þess að þorpararnir kærðu sig um þau. Eg tók þau með mér. Þér neyðist til að færa yður í Garrong og vefjarhött og vera dreng- ur. Þér eruð þræll höfðingjasonárins Sídí' Sassí Kreddache.” VI. Ungi þrællinn Bó. Ungu stúlkunni varð illa hverft við og það sljákkaði sem allra snöggvast í benni. Yfirlætisbragurinn hvarf af henni og það var auðséð, að uppástunga Caverly hafði alger- lega gert hana ruglaða. Hún sat í sandinum með annan fótinn kreptan innundir sig og starði út á eyðimörkina hrygg í bragði. Alt til þessa hafði lífið verið svo ánægjulegt og þægilegt, en nú virtist það alt í einu snúa ranghverfunni út. Hún sat alveg mállaus, ráðþrota, hrygg og þverúðug. “Þegar eg segi, að þér eigið að vera þræll,” mælti Caverly á ný, “þá þýðir það raunverulega þræll. Það er enginn kátbros- legur grímu-dansleikur, sem eg er að tilkynna vður, heldur fylsta alvara.” “Eg geri það ekki,” mælti hún. “Þér og eg eigum nú fyrir höndum, að dansa á nálaroddi yfir hyldýpisgjá, ” mælti hann, án þess að gefa nokkurn gaum að mót- mælum hennar. “Það verður algerlega að girða fyrir að okkur geti orðið tötaskortur. Ef við misstígum okkur minstu vitund, er úti um okkur. Þessir Zo&íav era tortryggnir að eðlisifari og skarpskygnir eins og hræfuglar. Þeir sjá alt, sem fyrir augun ber. Og í þeirra augum er þræll þræll og ekkert annað.” “Aldrei!” sagði hún. “Eg geri þetta ekki! ’ ’ “ Aldrei hefir til verið nokkur Arabi með yðar háralit og yfirbragði. Eg er ekki að slá yður gullhamra, en eg er aðeins að gera yður skiljanlegt, að þér getið ekki gefið yður út fyrir Araba — jafnvel þó þér kynnuð tung-umál þeirra, sem þér auðvitað kunnið nú ekki. Og enginn hvítur maður fær að stíga fæti inn fyrir Gazim, nema hann sé þræll ein- hvers Araba.” ‘ ‘ Hvítur maður getur aldrei lært arabisku svo til fullnustu, að hann geti leikið á inn- lendan mann, ’.’ mælti hann. ‘ ‘ En það verður nú að hætta á það. Erlendi hreimurinn í máli Sídí Sassí mundi efalaust hafa hljómað und- arlega í eyrum landa hans, eftir að hann hafði verið svo mörg ár f jarverandi. Eg held nærri því, að eg geti leikið sannari Bedúína en hann.” ■ * “Þér getið auðvitað gert eins og yður sýnist.” mælti Bó Treves. “En eg fyrir minn part vil miklu heldur, að Tagar drepi mig. Og þá er öllu lokið. ’ ’ ‘ ‘ Því miður myndi hann ekki drepa yður. Og þér eruð eiginlega ekki líkleg til að gera það sjálf heldur.” Þögn hennar var eins konar samþykki á þessu sviði. ‘ ‘ Það era því engin önnur úrræði, ” mælti liann ákveðið. “Hvað sem öllu líður,” mælti hún, “þá vil eg heldur vera það sem eg er. Eg vil hvorki né get leikið þennan skrípaleik, sem þér stingið upp á. Eg á ekki að vera þræll nokkurs manns.” “Á þrælamarkaði Túareganna er borgað lðilega helmingi hærra verð fyrir ungar am- báttir en unga þræla,” mælti Caverly rólega. Stúlkurnar hafa nefnilega sérstakt verð- mæti. ” Hann horfði fast og einbeittlega. í augu henni og slept þeim ekki. “Því verðmætari sem hluturinn er, því betrþer hann fyrir eig- andann — en það er ekki æfinlega hið bezta fýrir hlutinn sjálfan.” Nú fölnaði hún alt í einu í fyrsta sinn. Hún greip andann á lofti, og djúpur roði breiddist frá hálsinum upp yfir alt andlit hennar. Caverly res á fætur og tók nú að skilja sundur fatahrúguna, sem hann hafði komið með neðan úr dældinni. Hann rétti benni tvö —þrjú léreftsplögg, er einhverntíma höfðu verið hvít, en nú var ekki sérlega mikið sýni- legt af þeim lit. “Þarna er búningur yðar. Þér getið ekki komið inn í tjaldborg Tagars með svo mikið sem eina tætlu af yðar eigin búningi á yður. Þér verðið að fara úr öllum vðar spjörum og í þetta hérna.” Hún var enn þá blóðrjóð í framan. “Mér dettur það ekki í hug!” mælti hún og stóð upp úr sandinum. “En í hamingjubænum!” greip hann liastarlega fram í. “Þið menningarfólk erað alveg óþolandi með alla ykkar fordóma og í- mynduðu feimni. Haldið þér ekki, að eg hafi annað að gera en að glápa á yður, eða brjóta heilann um það minstu vitund, þó mér kynni að verða litið á yður? Það er líf yðar, sem hér er um að ræða, og það sem er meira um vert, en Guð hjálpi mér, ef þér eruð ekki of feimin til að hafa fataskifti!” ‘ ‘ Eg var bara að hugsa um drenginn, sem var í tuskunum þeim ama,” svaraði húp með ákefð. Það var andstyggilegur náungi, skit- inn og leiðinlegur. Hann minti helst á rottu. Mig langaði bara ekki til að smeygja mér í hans föt — annað var alls ekki um að ræða. Hún beygði sig snögt og ákveðið og reif aðra fótvefjuna af sér. “Þér þurfið ekki að hæðast að mér. Það er ekki eg, sem er hlægi- leg. Það eruð þér sjálfur. Eg er alls ekki vansköpuð, ef það er það, sem þér hafið í- myndað yður. Mér er svei mér alveg sama, liver það er sem sér mig.” — Hún reif af sér blússuna. “Réttið mér þá fatatuskurnar. ” Það hefði enginn getað séð á svip Cav- erlys, að hann þættist nú hafa borið sigur úr býtum. Hann fl|?ygði til hennar tuskipi Arabadrengsins, sneri svo baki við henni og fór að tína saman fataplöggin, sem heyrðu til viðhafnarbúningi Sídí Sassí. Fyrst fór hann í hinar sallafínu hvítu buxur, sem pokuðust um hnén og voru festar niðri á leggnum, því næst stígvélin, sem skálmunum var stungið niður í. Þau voru úr mjúku grábrúnu skinni með silfurþráðar- saumi. Svo fór hann í hárauðu treyjuna og því næst hinn skrautlega jelabia, svarta silki- kápu með djúpum fellingum og fóðraða með silfurgljáandi efrii. “Jæja, hvernig gengur það?” spurði hann án þess að snúa höfðinu og líta í áttina til stúlkunnar. Hún svaraði ekki, en hann heyrði hreyf- ingar hennar. Hún var augljóslega að strita við að koma fataleppunum sem haganlegast fyrir á sér. Caverly lauk við að klæða sig. Hár hans var bæði sítt og úfið og vanhirt á allan hátt, en hann gat skýlt því undir húfunni, sem féll fast að höfðinu. Bedúínar kalla húfur þessar ma-araka, og má draga þær alveg ofan fyrir eyru eins og kvenliatta þá, sem Norðurálfu- konur bera á seinni árum. Utan um húfuna batt hann svo rauða höfuðdúknum og batt síðan mittisreflinum utan um sig. Hann var hárauður á lit eins og liöfuðdúkurinn og svo langur, að liægt var að þrívefja honum utan um sig, og síðan voru kögurendarnir hnýttir á vinstri mjöðminni. Nú var aðeins eftir að binda utan um sig stutta bogsverðinu í flauelsslíðranum og láta það vera vinstra megin en hægra megin átti að stinga eins konar daggarði, flissa, niður með mittisreflinum. Hann snéri sér á hæl dróg bogsverðið úr skeiðum og brá því, svo hvein við í loftinu. Augu lians leiftruðu ískyggilega, og í fyrsta sinn heyrði stúlkan hann lilæja liátt. “Eg er alls ekki svo lélegur skilmingamaður, stúlka mín, ” sagði hann í ákveðnum róm. Bó Treves glápti á hann, blikandi augum, steinhissa og forviða. Það voru sannarlega merkileg hamskifti, sem hún hér var sjónar- vottur að, á fáeinum mínútum var þessi nakti, skinhoraði náungi úr þrælastíunni orðinn að glæsilegasta fyrirbrigði — að höfðingja í höfðingjaskrúða — að hreinum og óblönduð- um Bedúína. Hún stóð glápandi með opinn munninn; en alt í einu lokaði hún honum og beit á vör- ina. Reiðbuxur liennar, blússa og silkinærföt lágu í lirúgu fyrir fótum bennar. Hún leit ofan yfir fataleppana sína, sem hún hafði reynt að láta hylja sem mest af líkama sínum. Það var eins konar ermalaus kyrtill eða skyrta, er náði ofan undir kné. En hún vissi augljóslega ekki, hvað hún átti að gera við langa léreftsrenninginn, sem fylgdi búningn- um. “Nei!” Caverly tók af henni rennings- rytjuna. “Undir hendina og upp yfir öxl- ina!” Hann þrívafði renningnum í sauð- band. ‘ ‘ Svona og svona! Takið nú vel eftir, hvernig á að gera þetta. ” Hann batt endana saman í slaufu, fljótfærnislega, en þó fast. Svo steig hann eitt skref aftur á bak og leit á hana rannsóknaraugum og gat varla varist hlátri. Hún var sannarlega meira en lítið skringi- leg á að líta. Ofurlítil öskubuska, indæl og hrífandi í skitnu fatagörmunum sínum. Fæt- ur hennar og leggir voru berir, og handlegg- urinn var ber alveg upp að mjúkri og fagurri öxlinni. Hún bar höfuðið hátt og djarfmann- lega, kvenleg og fögur. Það var sannarlega synd að fela fallega hárið hennar, sem glóði í tunglsljósinu; en Caverly mátti ekki vera að neinni viðkvæmni. Hann tók handfylli sína af hárinu, batt það saman í skúf og faldi það undir slitnum túr- ban (vefjarhetti), sem hann steypti á höfuð henni. “Nú líkist þér helzt hvítum smástrák, sem hæfir mest til að hlaupa í vindi,” mælti hann og virti liana fyrir sér gaumgæfilega. “En þér eruð samt alt of hrein.” llann tók annan enda léreftsrenningsins, sem auðsjáanlega hafði atast af viðarkolun- um í tjaldbálunum. Það komu drættir í and- lit ungu stúlkunnar, en liún mælti þó ekki orð, meðan hann var að sverta andlit hennar, handleggi og fögra hendur . Síðan steig hann eitt skref aítur á bak og virti liana rækilega fyrir sér. I “Nú eruð þér sæmilega útlítandi,” mælti hann. “Þrælsnáði! Eg vona, að þér þurfið aldrei að finna til þrælasvipunnar.” Hún leit hægt niður. “Það lítur út fyrir, að þér skemtið yður ágætlega yfir þessu öllu saman,” sagði hún. ‘ ‘ Eg er að reyna það, ” mælti hann. ‘ ‘ Eg hefi nú mánuðum saman verið að leita að ein- liverju til að skemta mér við. Þér getið reynt til að nota ilskóna þá þarna, en eg býst við að þér getið ekki hamið þá á fótunum.” “Eg vil beldur vera án þeirra,” mælti hún. “En þér verðið blóðrisa á fótunum, áður en þér eruð búnar að herða þá nægilega. ’ ’ “Jæja, þá það,” sagði hún kæruleysis- lega. Caverly hafði tekið með sér silfursaum- aðan handpoka Sídí Sassí. Hann opnaði hann og fann þar á meðal ýmra verndargripa og annara kennitákna, heilmargt smámuna, svo sem ilmvatnsflösku, litla gylta rakvél, nagla- skæri, hársmyrsl, gimsteinum prýdd hylki undir /eldspýtur og vindlinga, skrautlegt úr og ofurlítinn áttavita í lýsigullsumgerð. Hann rétti Bó Treves vindlingahylkið. “Viljið þér fá yður eina?” “Nei. ” “ Hvers vegna ekki?” I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.