Lögberg - 10.12.1936, Blaðsíða 7

Lögberg - 10.12.1936, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER 1936 7 Fréttir Það hefir veriÖ farið fram á þaÖ við mig, að skrifa fáeinar linur til íslenzku blaðanna um það sem í fréttir sé færandi frá íslendingum í Chicago, og drógst eg á að verða við þvi. Eg geri ráð fyrir að það séu æði margir af þeim, sem hér eiga heima, sem eiga frændur og vini til og frá í fjarlægð,, sem máske hafa gaman af að frétta frá okkur. Og það er í sjálfu sér viðeigandi, að íslendingar láti heyra frá sér i blöðunum af og til, hvar sem þeir eru settir, svo lengi sem íslenzku blöðin eru við lýði, sem eg vona að verði lengi enn. Þegar eg þá fer að safna saman í huganum fréttum héðan, verður fyrst fyrir mér góður gestur, sem við höfðum hér hjá okkur um miðj- an þennan mánuð, séra K. K. Ól- afsson, hafði hann hér messu á ís- lenzku og var hún vel sótt, eftir þvi sem búast má við af svo dreifðum hóp, sem hér er. Svo vel vildi til að laugardags- kvöldið sem séra Kristinn var hér, var samsæti haldið þeim hjónum, Mr. og Mrs. Egill Anderson lög- fræðing, í tilefni af giftingu þeirra, sem fram fór eigi alls fyrir löngu. Skemti séra Kristinn þar með ræðu, sem mjög vel var rómuð. Töluðu þrír aðrir við það tækifæri: Paul Clemens, S. Arnason og J. Björn- son, sem afhenti þeim hjónum “dinner-set” sem gjöf frá viðstödd- um. Þakkaði Mr. Anderson með vel völdum orðum fyrir gjöfina og vinarhug þann, sem þeim hjónum væri sýndur með þessari heimsókn. Úr því eg er farinn að minnast á samsæti, þá ætla eg að nefna tvö önnur, sem hér hafa verið 'haldin í sumar sem leið. í september síð- astliðnum var þeim Mr. og Mrs. Pétur Anderson haldið samsæti í til- efni af 30 ára giftingarafmæli þeirra. Það var haldið í fundarsal þeim, sem íslendingafélagið Vísir heldur fundi sína í; var það fjöl- ment mjög og lýsti sér almennur vinarhugur til þeirra hjóna, var þeim gefinn -silfurborðbúnaður við það tækifæri. Síðastliðinn 6. júní var okkur hjónum veitt heimsókn að óvörum í minningu 30 ára giftingu okkar; mun hafa verið um 70 rnanns sam- ankomið, var mörgum vinaorðum til okkar talað og okkur gefinn silf- urborðbúnaður. Tek eg nú tækifærið, að þakka öllum, sem þátt tóku í þeirri heim- sókn hjartanlega fyrir þá virðingu og velvild, sem þar kom í ljós gagn- vart okkur.. Vísir byrjaði starf sitt aftur eftir sumarhvíldina í september; fundir eru 'haldnir fyrsta föstudag í hverj- um mánuði, í norska samkomuhús- inu, 2350 N. Kedzie Bl., Chiago. Set eg “addressuna” hér til þess að þeir íslendingar, sem kynnu að vera hér á ferð, á þeim tíma sem fundir eru haldnir, geti heimsótt okkur og verið með okkur kvöldstund, sem mundi sannarlega vel tekið af með- limum félagsins. Fólk er hér mjög alúðlegt, enginn flokkarígur, — og skemtir sér vel þegar það kemur saman. Félagsskapur þessi mjög heppi- legur til þess að fólk kynnist hvert öðru og haldi hópinn. Annar litill félagsskapur er hér sem þrifist hefir allvel, í síðastliðin nærri 9 ár, það er taflfélagið; 'hefir verið frekar fáment, en staðið sig allvel í þeint mannraunum, sem það hefir átt. Fyrir tveimur árum tefldi það kapptöfl við þrjú önnur félög, voru þau öll miklu fjölmennari og höfðu því úr stærri hóp að velja, en land- arnir urðu að brúka alla sína menn upp til hópa; má því kalla vel af sér vikið. Hér í Wilmette er félagsskapur, sem nefndur er “Sunday Evening Club” og hefir það á dagskrá sinni að fá málsmetandi menn og konur víðsvegar að úr landinu til að koma hér fram á prógrammi. Síðastliðið sunnudagskvöld var þar Mrs. Theodore Roosevelt (yngra). Sagði hún ferðasögu þeirra hjóna til Asíu og mæltist mjög vel. Næstkomandi sunnudag, 6. des- ember, verður hinn nafnkunni landi okkar, Vilhjálmur Stefánsson þar; efnið, sem hann hefir til umræðu er: "T'he Northward Course of Em- pire”; sýnir einnig myndir. Hann var hér áður fyrir nokkrum árum síðan; hlustaði eg þá á hann. Þá sagði hann brot úr ferðum sín- um i norðrinu. Hann er mælskur vel og mjög áheyrilegur á ræðupalli. Eg hefi séð í blöðunum, að hann hefir verið á ferð á íslandi nýlega, og að þeir hafa virt hann þar að maklegleikum. Mér kom til hugar þegar eg sá nafn hans í auglýsingunni, hvort ekki mundu tiltök fyrir Islendinga i Chicago að fá hann til að vera á fundi með okkur, og segja ágrip að ferðasögu sinni til íslands; viss mundi okkur góð aðsókn að þeim fundi. Það ætti að vera markmið félags- ins að fá eins marga utanaðkomandi menn og hægt er, til að vera á pró- grami með okkur; það gefur fjöl- breyttari skemtun og mundi auka aðsókn. N. Arna'son. 1412 Maple Ave. Wilmette, 111. Að vera, eða vera ekki! (To be or not to be) Þessi sex orð eru álitin að vera allra orða frægust í engilsaxneskri tungu. Fyrst og fremst eru þau við- höfð í svo fjölda mörgum hugtök- um til staðhæfinga; þau fela í sér nokkurs konar dóma á einu og öðru, er birtast sjón og heyrn í mannlegri fræði. Því að vera eða vera ekki (to be or not to be) eru eitt fyrir sig tvær afar stórar andstæður. I hinum dýpri skilningi geta tvö fyrstu orðin i setningu þessari táknað það t. d., þegar við segjum sem svo, að vera alfullkominn, jarðneskur mað- ur. En fjögur hin síðari orðin. að vera ósannur og ófullkominn. Aftur á móti í einfaldasta skilningi geta fyrstu tvö orðin táknað það, að vera aðeins lifandi og eins að vera staðbundinn á þessum og þessum stöðum, nfl., dvelja þarna og þarna, með ótal fleiri táknmyndum, er við koma þessum orðum, o. s. frv. Nú úr því að þessum ofanskráðu atrið-* um er hér hreyft þá langar mig til að setja hér fram, hvernig mér fyrir mitt leyti finst, að alfullkominn jarðneskur maður ætti að vera og breyta, til þess að eg gæti eignað honum með réttu þá þýðing eða tákn þau, er felast í þessum tveim litlu orðum, “að vera” (to be) og taka svo fjögur hin síðari orðin til um- ræðu síðar, þó eg viti vel að margt fólk hugsi alfullkominn jarðneskan mann á annan veg. Ef um nokkurn alfullkominn jarðneskan mann væri að ræða hér á jörðu, þá liggur það í augum uppi að sá maður verði að vera góður að eðlisfari; vel innrætt- ur á allan hátt; hafa mentast í rétt- um skólum er kenna sanna og rétta líffræði, gagnvart öllum myndum í jarðnesku eðli. 'Dygðir hans þurfa að vera margháttaðar, svo hann hafi stöðugt gott vald á allri hegðan sinni. Um fram alt verður alfull- kominn jarðneskur maður, að hafa stöðugar gætur á því að varast að gera að nokkru leyti meðbræðrum sínum nokkuð til miska, á allan hátt, og ekki heldur því lífi er dvelur í öðrum myndum jarðneskrar tilveru. Alfullkominn maður verður að hafa fullkomna dómgreind, varúð og sterkan og stöðugan vilja á því að gera æfinlega hið rétta i öllum grein- um, i hvaða skilningi sem um er að ræða. Sömuleiðis verður alfullkom- inn, jarðneskur maður að eiga í rík- asta mæli hinn æðsta undirstöðu- neista hinnar jarðnesku náttúru; með öðruin orðum nóga elsku til alls er lifir og hrærist í hans eigin ríkí, jarðneskri tilveru. Þar af leið- andi verður hann stórgjöfull að vera, eftir fremstu getu og fórnfús til hjálpar við alt lif, er berst á móti óhagfeldum kringumstæðum, nfl., réttvís, óeigingjarn, sannleikselsk- andi og stöðuglyndur. Alfullkominn, jarðneskur maður getur ekki annað en verið alsæll með sinni fögru breytni. Hann fær iðu- lega hljóðlaus hugskeyti um það, að hann sé sannur og hafi engan blett á undirvitund sinni. Hann veit ekki að sönnu hvaðan þessi hljóðlausu skeyti koma til hans; þau vitna til hans sakleysis við hina dá- samlegu trúmensku hans gagnvart sinum yfirboðara, jarðneskri nátt- úru. Það eru þau stærstu laun, er mannsandinn getur meðtekið, í sínu eigin riki hér á jörðu. Á öðrum hnöttum finst mér hann hafi ekki ráð á að vinna neitt stórvirki sálu sinni til velferðar, þó um annað líf væri að ræða, enda virðast jarðnesk störf hins alfullkomna, jar^ieska j manns svo mörg og aðgæzluverð, að hann komist ekki til að sinna eilífðar j málum, án hindrana jarðneskra verka. Hversu óumræðileg blessun yrði það fyrir heiminn i heild, ef hann ætti sem flesta alfullkomna, jarðneska menn, er við gætum til- einkað hin tvö mest þýðingarmiklu stuttu orð, “að vera” (to be) alfull- kominn, jarðneskur maður. Luther Burbank á að hafa sagt við vini sína, er voru að dást að verkum hans: “Eg hefi að sönnu ekki komið miklu til leiðar af þeim verkum, er liggja fyrir hendi, en það lítið mér hefir áunnist virðist mér bera vitni um að hið jarðneska náttúrueðli hafi eins og leitast við að sameinast mér til hjálpar i flest- um mínum tilraunum. Næst liggur fyrir að ræða ofur- lítið hin fjögur síðustu orðin af fyrirsögn þessa máls (or not to be) og sýna með þeim, að þau geti átt við alófullkominn jarðneskan mann. í beinni andstæðu við hinn alfull- komna. Við skulum þá nfl. taka t. d. mann með allan sinn huga upp- tekinn í peningasökum. Hann er harðdrægur í öllum viðskiftum; alt verður að lúta að þvi að hann græði sem mest sjálfum sér í hag, því við skulum setja sem svo að hann sé gersneiddur allri sanngirni i garð allra meðbræðra. Hann að sjálf- sögðu hatar alla keppinauta sína; finst þeir standi sér í vegi að því leyti að geta grætt peninga örara. Honum liður illa. Á sama hátt er hann blóðhræddur við mennina í heild. Hann fær hótunarbréf úr mörgum áttum, frá fólki er hann hefir féflett. Hann veit ekki hvern-! Merkileg bók ig hann á að svala reiði sinni á þess- um óvinum sínum. Hann veit þar , fyrir að sjálfur er hann orsök að þessum ástæðum, því í gegnum hljóðlaus skeyti, er berast honum, finnur hann það, að hann er að ! uppskera það sama og hann hefir sáð. Sú eina hjálp til hans, er það,' að hann veit að heimurinn, eða held-' ur mannfélagsskipulagið, er álika j viðbjóðslegt og hann sjálfur. Þar fyrir kallar hann á hjálp frá hinu opinbera til að vernda líf sitt og j eignir. Fyrst fær hann lögregluna til hjálpar, svo ef það dugar ekki, þá fær hann bæði landher og sjóher til að drepa óvini sína. Um leið er j hann orðinn alfullkominn jarðnesk-1 ' ur djöfull. Með ágirnd sína í fangi, | j dauðann og eldinn fyrir hugskots- sjónum og við slökknandi jarðnesk- jan lífsneista finnur hann til þess að : hann skuldar jarðneskri náttúru alt, ! er lá í því að hann meðtök mikið, en miðlaði engu öðu lífi en sjálfs sín til viðhalds og farsældar, færandi dapran dauða yfir nokkra meðbræð- ur sína. Og báðar þessar fjarskyldu myndir er að framan hafa verið lít- ilsháttar sýndar, skýra það þó í litlu ljósi sé — þessi sex ensku, litlu orð, “to be or not to be” — að vera, eða vera ekki, Á þvi veltur alt. Erl. Johnson. Hannes Finnsson biskup í Skálholti. Eftir dr. Jón Helgason, biskup. 'Það er ekki orðið smáræði, sem dr. Jón Helgason biskup hefir látið frá sér fara á prenti. Eru rit hans orðin rúnvir tveir tugir að tölu og sum þeirra býsna stór, svo sem hin “Almenna Kristnisaga” hans, í 4 bindum og Kristnisaga íslands,” í tveim bindum. I fyrra kom út eftir hann mikið rit, æfisaga meistara Hálfdáns Einarssonar hins lærða og nú í sumar kemur frá honuin stærð- ar rit um samtíðarmann meistara Hálfdáns syðra, hinn stórmerka mann Hannes Finnsson, síðasta biskupinn í Skálholti. Almenningi mun tæplega vera •ljóst, hve stórmerkan mann þjóðin hefri átt þar sem Hannes biskup var. Hann vekur þegar á námsárum sínum í Kaupmannahöfn á sér at- hygli fyrir ágæta vísindamannshæfi- leika og á siðari árum sínum í Kaup- mannahöfn stendur svo mikill ljómi af honum sem vísindamanni, að hon- um eru gerð beztu boð, sem Danir gátu boðið vísindamönnum sínum í þá daga, svo sem prófessorsstaða og fleira. En hiann hafnar þessu til þess að geta fluzt aftur heim til Is- lancls, og orðið samstarfsmaður og eftirmaður Finns biskups föður síns, þó að biskupsembættið í Skál- holti væri sízt eftirsóknarvert í þá daga, hvorki hvað laun snerti né annað. Hún er ófögur lýsingin á aðbúnaði biskupsins í 'Skálholti í þá daga, þar sem hann gat tæplega var- ið bækur sínar fyrir fúa og sagga. Má telja víst að enginn prestur á íslandi hafi jafn slæman aðbúnað nú og hinir síðustu biskupar í Skálholti urðu að láta sér lynda. Enda var það ekki sízt fyrir algert hrun stað- arins, að ákveðið var að flytja biskupsstólinn til Reykjavíkur á dög- um Hannesar biskups, þó aldrei flyttist Hannes biskup þangað. Hinsvegar varð liann að hröklast vestur að Innra Hólmi og dvelja þar um hríð, eftir að Skálholtsstaður hrundi í jarðskjálftum. Keypti hann staðinn er hann var seldur og hefir Skálholt verið í eigu ættingja hans síðan, þangað til ríkið keypti hann á. þessu ári. Bókin um Hannes biskup og sam- tíð hans er að öllu hin fróðlegasta. Hér í blaðinu hafa lesendur átt færi á >því nýlega, að sjá sýnishorn af bókinni, þar sem kaflinn um Reykja- vík er um það leyti er ákveðið var að flytja stólinn hiryjað. Lýsingarnar á Skálholtsskóla og hinum nýja skóla i Reykjavik eru ljómandi skemtileg- ar og yfirleitt munu menn lesa alla bókina með mikilli eftirtekt og sér til óblandinnar ánægju. ísafoldarprentsmiðja H;.f. hefir gefið bókina út og er útgáfan hin prýðilegasta og með allmörgum myndum. —Fálkinn. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO.f LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 SNYRTIMENNIÐ Inni á snyrtistofu einni i North Carolina kom nýlega maður nokkur, sem vildi láta fegra sig allmikfð. Hann vildi láta bylgja hárið sem var slétt og taka af sér all-sítt vanga- skegg, sem hann hafði, auk þess átti að klippa augnabrúnirnar, sem voru töluvert loðnar, og ef hann gæti fengið annan andlitslit, þá væri það ágætt, sagði hann. Forstöðukona snyrtistofunnar tók manninn sjálf til meðferðar, en er hún hafði hálfnað verk sitt datt henni nokkuð óvænt í hug. Hún fór inn í annað herbergi og hringdi á lögregluna. Kom þá í ljós, að þessi fegurðar- dýrkari var alræmdur glæpamaður, sem vildi láta breyta útliti sínu, svo að hann þektist ekki. Núsiturhann í fangelsi og er heldur ósnotur grey- ið. Skeggið er af öðru megin, önn- ur augnabrúnin klipt, og hárið bylgj- að öðru megin. Svoleiðis útlítandi glæpamaður hefi raldrei fyr sézt í North Carolina. Bragðbetra og meira hressandi— Búið til og sett í flöskur af hinum frœgu Carling öl- gerðprhúsum. RED CAP ALE BLACK LABEL LAGER Hreinar og glitrandi öltegundir, er veita fullnaðaránægju og þróttauka. SIMIÐ 21 331 í sambandi við fljóta afgreiðslu, eða biðj- ið um “Carling’s” í s t j ó rnarvínbúðum, ölstofum, klúbbum og hjá ölkaupmönn- um. NÝTT VÖRUHÚS NÚMER — 138 Portage Ave. E. This advertisement is not inserted by Góvernment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible íor statements made as to quality of products advertised. ♦ Borgið LÖGBERG! YOUNG PIANIST WINS SUCCESS AT PREMIER RECITAL The rapid growth of musical tal- ent in Winnipeg during the past few years was again in evidence Wednes- day night when May Veysey, pianist, appeared in recital before a large and enthusiastic audience in the Royal Alexandra hotel under the auspices of the Kiola club. Of many young artists heard, none has shown ntore advanced insight into composi- tions ranging over a wide period of musical history or manifested a keener intuitive grasp of essential details. Bach, Chopin, Debussy were re- presented in solo groups. For novelty, the Hungarian Fantasie by Liszt, with orchestral arrangement played on second piano by Muriel Cottingham, and with string en- semble. In choosing the Chromatic Fan- tasie and Fugue by Bach and the Nocture in C Minor, Op. 48, No. 1, Chopin, for special mention, one does so feeling that these selections brought into fullest play capabilities of the artist. Her touch is it omce coloring and balance of polyphonic parts in the Bach, rhythmic impulse, strong and unfaltering. Ttie Hungarian Fentasie won spontaneous acclaim. Liszt has given full rein to his ever-abundant melo- dic inspiration throughout. Muriel Cottingham, at second piano, was amazingly resourceful, her judicious use of power in forte passages, always remaining in back- ground, with soloist, meriting spe- cial praise. Wilford Davidson, baritone, in four selections, upheld his high re- putation as a singer of polish and expressive vocalism. Muriel Cot- tingham provided admirable accom- paniments. SEXTAN SJALFSMORÐS- TILRAUNIR Eftir fimtán árangurslausar til- raunir hefir austurrisku dansmeynni Caroline Sterzinger loksins tekist að fremja sjálfsmorð. Ungfrú Sterzinger skýrir svo frá því í bréfi, sem hún lét eftir sig, að hún væri orðin leið á lífinu og eftir að hafa verið hindruð 15 sinnum; í sjálfsmorðstilraunum sínum, sæi hún enga aðra leið en að reyna einu sinni ennþá. Hún tók inn eitur eitt kvöldið, er hún var nýkomin af leik- sviðinu og var ekið á spítala morg- uninn eftir. Hún dó í höndum lækn- anna, er þeir voru að reyna að bjarga henni í 16. sinn. Sverðagleypir var rannsakaður af lækni, sem fyrirskipaði honum mat- aræði: Ekki löng sverð, ekki byssu- stingi eða korða! Þér verðið fyrst um sinn að láta yður nægja að gleypa ávaxtahnifa, rakvélablöð og stöku sinnum borðhníf. M Ý V A TNSSTÚLKA Eftir Artliur Wieland. Hjá Mývatni býr ein brúður ung blið eins og þeyr á vori. Hárið er dökt eins og dimmasta nótt, döggfögur augun og leiftrandi ótt, hrafntinnusvört, en svipurinn ljós eins og sólglit í úðaspori. Létt í gangi sem lauf í blæ, ljúfmælt sem niður í strengjum. Og loftstraumur sá, er lék ’ana um kring var likastur angan úr töðubyng. Hún var stygg eins og hind og heið sem nótt um hásumar Mývatns á engjum. Með augnasteini eg af henni tók þá ágætu mynd, sem geymist í hjarta mér dýpst. Og hennar svör, heit og roðnandi kinn og vör á myndina læstust, og líka það langblik, sem aldrei gleymist. A. ó. þýddi. —Lesb. Mbl. True Christmas Cheer. . . Help to Make Others Healtby BUY Christman Seals HUDSON’S BAY RYE WHISKY H B C 36 6A j The Government I 18 not responslble hereln aa to the ferred to. iquor Control Commisaion for any statement made Quaiity of ^the liquor re-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.