Lögberg - 17.12.1936, Side 1

Lögberg - 17.12.1936, Side 1
PHONE 86 311 Seven Lines Ro'1' iot d V c«t- sl> ^'cVS^0" "vA For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines \V d fe*** "'Vv.'vS Cot- For Better Dry Cleaning and Laundry 49. ÁRGANGUR || WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 17. DESEMBER, 1936 NÚMER 51 1 FRIÐUR A JÖRÐU OG VELÞÓKNAN YFIR MÖNNUNUM! | Norrænn dagur Kvæði þetta birtist á íslenzku, og í norskri þýð- ingu eftir Kristm. Guðmundsson, í norska blað- inu “ Aftenposten” á norræna daginn. 1 f jarska blika jöklarnir í fannahvítum logum og fjöllin spegla tindana i sUfurbláum vogum. Ungir vinir vaka og viltir fuglar kvaka. 1 blœnum syngja bjarkirnar svo björgin undir taka. í f jarska blika jöklarnir og frá þeim kemur svalinn, sem faðmar að sér bygðina, streymir niður dalinn. Þegar harnti fer að halla er húmið gott við alla. 1 bœjunum er björg og skjól að baki hárra fjalla. Og loksins sveipar veturinn landið hvítum feldi og leikur sér á nóttunni að köldum stjörnueldi. Þá leggur ystu ósa og ár og lækir frjósa, og loftið skin og iðar alt af eldi norðurljósa. Við himin gnæfa jöklarnir og holskeflurnar rísa, en harka þeirra mildast af bænum góðra dísa. Þvi eftir is og snjóa fara akrarnir að gróa, og æskan leikwr ör og frjáls um iðjagræna skóga. Veit nokkur annað fegra en næturnar á vorin er náttúran er vóknuð, frjáls og endurborin, og svanir yfir sundum og sól i grænum lundum. Þá hefir nóttin fangið fult af fögrum óskastundum. 1 fjarska blika jöklarnir og fritt er upp til dala, og frjálsborinn er sonurinn, sem norðrið hét að ala. Hann elskar allar þjóðir er allra manna bróðir, en höfði sínu hallar að hjarta þinu, móðirr * # # Við heiðan himin háturnar gnæfa, fjöll fagurblá, fannhvítir jöklar. Um musterið mikla Vefst mánasilfur, glit gullroðið og glóð stjarna. Stendur þar stalli af steini gerður, ristur rúnum og roðinn blóði. Einn skal sá eiðúr, um aldaraðir gæddur goðmagni og guðavilja. Margoft mætast við musteriseldinn fimm frændþjóðir fœddar í norðri. Einn skal sá eiður, sem allir sverja, einn sá andi, sem éldinn kyndir. # # # Svo látum þennan mikla drottins dag slá dýrð um hverja bygð á Norðurlöndum. Við biðjum öll um bættan þjóðarhag. Við blessum, hvern, sem vinnur þveyttum hóndum. Við hyllum þann, sem högg af öðrunn ber. Við hötum þann, sem tjón vill öðrum vinna. Vargur er sá, er vébönd heilög sker og virðir einkis frelsi bræðra sinna. Við getum aldrei rofið blóðsins bönd— hún ber þess merki, öll hin forna saga. Og þeim, sem virða okkar hug og hönd, skal heita sætt og friði alla daga. Við höfum sigrað feigð og forlög grimm og frelsi okkar leyst úr heljarböndum. 1 dag er bjart um frændþjóðirnar fimm og friður yfir öllum Norðurlöndum. DAVIÐ STEFANSSON frá Fagraskógi. —Lesbók Morgunbl. Vetrar sólhvörf Eftir Hjálmar Gíslason. Vetri vangafölum veröld lýtur köld. Nú er dimt í dölum, dauðinn hefur völd; auðnir öllu megin, áfram gengur smátt; mörgum villir veginn viðhorf hélugrátt. Er sem illar vættir alt í kring hér sé, gegnum þoku gættir grillir frosin tré. Hér til höfuðs settar hræddum forulýð, trjónur grana grettar gægjast fram úr hríð. Lognský himin hylja, hlustin greinir þó aðsig illra bylja yfir myrkan skóg, sem að svikum staðinn sé—og rjúfi grið,— kyrðin kvíða 'hlaðin kippist aðeins við. Hríða lopinn langi lokar hverri slóð. Er sem illspá hangi yfir sekri þjóð; fjarar táp úr taugum traust og kjarkjur dvin, övænting úr augum óttafrosnum skín. II. Lúta vetrar völdum vill ei hugur minn, lyftir tímans tjóldum til að sjá þar inn. Oft t samtíð sá hann sorgir, skugga stríð; Úti’ í framtíð á hann óskalöndin frið. Yfir dimma dali, dauðans kyrru sæng, upp í sólar sali svífur skjótum væng. Nýjum sjónum sér hann sorg og gleði skil, vona blærinn ber hann betri landa til. um að III. Iljá framtíð er Ijúft litast frá Ijóshæðum útsýn er glögg. Eg horfi á héluna á trjánum. Er hún ekki frosin döggf Þó eikurnar beygi í bili hinn blýþungi vetrarsnær, Ijósélskan lifir i greinum og lífshjartað undir slær. Eg lít yfir fangvíðar fannir og finn að—í álögum þó— liðinna sóldægra sálir sofa í þeim kalda snjó. Og vængjaþyt vorsins eg heyri en vetrarins hverfa ský, eg sé þær úr læðingi leystar 'og lífinu þjóna á ný. Og nú sé eg ávexti andans með öðrum og fegurri lit, er hitinn frá hjartanu streymir um höfuðsins kalin vit. A skilningstré ávextir anga og eplanna njóta menn vel, þau vald’ ekki synd eða sorgum því safinn er: bróðurþel. IV. Vængir stuðla stefi stika víðan geim, létt með lauf í nefi leita eg aftur heim. Skuggi í hmdu lækkar, léttan syng eg brag. Sól á himni hækkar hænufet í dag. Birth of the Snowdrop By Helen Swinburne Kneeling on the ground, repentant And with head bowed low, Eve ivas weeping in her anguish Long and long ago; Banished from her lovély garden Trembling, she prayed tó God for pardon. Through the snowflakes gently falling Gabriel drew near, Silently he watched the woman Praying in her fear, And listened to her sobbing breath Fraught ivith dread of life and death. Gabriel the angel holy, Caught a flake of snow, Changed it to a little snowdrop Long and long ago, And, with pity in his eyes, Gently bade the woman rise. Then the angél gave to Eve The fair and fragile flower As a living sign of hope In her darkest hour, And ever since that distant morn Snowdrops have bloomed for hope reborn. Vofan (Vikivaki) Nýjung þessa Fróni frá frostgolan mér bar: Aður ókunn vofa er á ferðum þar. Sást hún óvænt og ein út’ á Húsavík. —Sveimar þar um sand og höfða sæfugli lík. Sægt er heim í Ilólmavað hafi ’ún leitað fyrst. Út’ á grœnum engjum öldung nokkrum birzt. Tíndi fífil úr flekk — fólk að slætti var. Gekk svo inn í Grýlubæ og geymir sig þar. Sást hún næst á Sjávarborg, —sagði frá því mær,— þar sem þrílit fjóla þétt við klettinn grær. Festi blóm sér í barm,—björt var nótt og heið. Sólin rann—og dreglað ský tihDrangeyjar leið. Grindavík er henni höfn, heyrist fagurt lag. Leikur létt um garðinn við lækn/is hörpuslag. —En ef opnuð er hurð, eða borið Ijós, sézt, þar hvíhur þoku hnoðri hverfa til sjós. Þegar tignir svanir sjást sigla’ á Ýíkur Tjörn, —út í hólma æður með ótal syfjuð börn,— hafa sjáendur séð, sumarkvöldum á, bjartri vofu bregða fyrir björkunum hjá. Kynt er þar á nýjársnótt næsta fagurt bál. Unga tsland dansar með eld og fjör í sál. —Læðist vofan í leik, Ijúflings klæði ber. Alfakonu enginn nema Indriði sér! Desember 1936 Jakobína Johnson. Christmas Morning By Richard Beck With pen of golden beams the mornmg writes The ever-joyous tidings: “Peace on Earth!” On swan-white plains and winter-silvered heights, Proclaiming to a grieving world the birth Of Him tvhose hand could still the raging seas, And, gently speaking, troubled hearts appease. His kindly face smiles in the rose-hued dawn This Christmas morn, had we but eyes to seé. To visioned realms of hope He leads us on, Would we but follow, give our hearts in fee. Above the tumult, distant cannon’s roar, IIis voice is calling, gently as of yore. I Winnipeg um Jólin (Eftir Rose Fyleman) 1 Wvnnipeg um jólin er voða mikill snjór; hann glóir eins og geislatjald, hann glitrar eins og jólaspjald; harður, hvítur snjór. Snjór á húsasnögum og snjór á götunum. Og Viktoria úr steini steypt; um sniðgreitt hár er snjónum dreift, og snjór á fótunum. / Winnipeg um jólin við strætin standa tré, í löngum röðum rísá þau, með rauðu og grænu lýsa þau, svo fátt eg fegra sé. 1 loðnum fötum ferðast Þar fullorðnir og börn. Og sleðar minna á myndabók; en pólitíin kæn og klók, og klædd sem skógarbjörn. I Winnipeg nm jólin er fólkið gott og glatt. Þar ungt og gamalt gjafir fær; það gleðst og dansar, syngw, hlær; eg segi þér alveg satt: Ef vaka viltu um jólin, en veizt þó ekki hvar, þá reyndu strax—það ráðlegg eg— að finna veg til Winnipeg, eg veit þér likar þar. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.