Lögberg - 17.12.1936, Blaðsíða 10

Lögberg - 17.12.1936, Blaðsíða 10
10 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 17. DESEMBER, 1936 Þræll Arabahöfóingjans Skáldsaga eftir Albert M. Treynor. “ Þrælastrákar reykja ekki vindlinga.” ' Sem allra snöggvast leit Caverly hlýlega tif hennar. Hann fleygði vindlingahylkinu frá sér. “Eg fer að halda að þessi glæfralega á- ætlun okkar ætli að hepnast fyrir okkur,” sagði hann. Hann leit í litla vasaspegilinn, sem fylgdi dóti Sídí Sassí og virti nákvæmlega fyrir sér tveggja ára gamlan skeggvöxt sinn. Það var hnetubrúnt, flókið alskegg, sem skýldi tveim þriðju hlutum af andliti hans. Það var hepni, að Sassí hafði tekið naglaskærin sín með sér út í eyðimörkina. Caverly settist niður með spegilinn á hnjánum og klipti hvern lagðinn af skegginu á fætur öðrum. Bó Traves settist niður á sandhrúgu og krosslagði fæturna og starði þunglyndislega út í bláinn. Caverly klipti nú skegg sitt á þann hátt, sem hinir herskáu Arabahöfðingjar eru van- ir að gera; var það snöggklipt frá neðri vör- inni og ofan á hökuna og myndaði síðan odd- hvassan topp undir hökunni. Yfirskeggið var snúið í mjóa þræði, sem héngu niður sitt hvoru megin. Andlit hans varð þannig lengra og mjórra á að líta, og svipurinn breyttist að mun, varð hvatskeytlegri og íbygginn mjög. Að lokum notaði hann rakhefilinn og sneri sér svo að ungu stúlkunni. “Jæja, hvernig lízt yður á þetta?” “Hversvegna ætti mér svo sem að lítast á það ? Eg hefi andstygð á skeggi. Og svo hafið þér ofan í kaupið klipt það skakt.” Hún stóð upp og virti hann kæruleysislega fyrir sér. Svo lagðist hún á kné fyrir framan hann og þreif skærin frá honum. “Svona!” Hún klipti dálítið burtu hægra megin, svo að samræmi náðist. Hún virti árangurinn nákvæmlega fyrir sér með því að halla höfðinu á víxl. “Nú er það gott,” sagði hún kuldalega og gekk á burt frá honum. “Úr því þér endi- lega viljið líkjast þessum hræðilegu Aröbum, þá hefir það tekist prýðilega. ” “Ef svo er,” svaraði hann og hljóp á fætur, “þá verðum við fyrst að leita gæfunn- ar í garði Tagars.” Langt úti á eyðimörkinni sáu þau blika á tjaldbál i^ouaianna. Þau sneru nú baki við dauðansdal þeim, þar sem Carl Lontzen hafði haft áfangastað, og héldu nú fótgangandi af stað til að grenfelast eftir hvað þessi við- burðaríka nótt hefði enn í skauti sínu þeim til handa. “Eg verð að fá að vita alt, sem yður er kunnugt um Sassí, ” sagði Caverly við ungu stúlkuna, sem stritaðist við að halda sig sam- hliða honum. Hann gekk hratt með sveifl- andi hreyfingum, sem einkenna gang eyði- merkurbúa. “Við fengum vitneskju um heilmargt, sem á daga hans hafði drifið,” sagði Bó. “Hann sagðist hafa verið sendur tli Norður- álfu, þegar hann var á áttunda árinu.” “ Já, eg veit það. Tagar Kreddache sendi hann þangað til að læra nýtízku hernaðarlist þegar á unga aldri.” “1 Norðurálfu lærði Sídí Sassí reiðlist, skilmingar og skotlist, ” sagði Bó Treves ennfremur. “Hann lærði einnig hernaðar- fræði og alt sem heyrir hernaðarlist til, Hann dvaldi lengst af í París og komst þar ein- hvem veginn inn á herforingjaskólann. En það var ekki fyr en hann var orðinn fullorð- inn. Ástæðan til þess að Tagar sendi hann burt á bamsaldri, var sú, að hann var hrædd- ur um líf bamsins.” “Eg'hefi ekki heyrt þess getið fyr,” mælti Caverly. Þau voru nú komin á slóð ræningjaflokksins, og Caverly sneri nú í suð- vestur iog fylgdi krókqlttif úlfaldasTóðinni. “Hann var ef til vill heilsulítill?” “Nei, það var hann ekki. En eftir því sem mér hefir skilist átti Kreddahe höfð- ingjaættin óvini. Einn þeirra var höfðingi yfir ættkvísl er átti heima nálægt Gazim. ” “Já, í Khadrim,” sagði Caverly. “Það er höfðinginn Zaad ibn Dheila, sem á þar heima. Það eru blóðugir bardagar milli Tagar og Zaad, gamalt ættarhatur, sem hald- ist hefir í marga ættliðu. Tagar óskar einskis heitar en að vinna Khadrim og höggva höf- uðið af Zaad, og á hinn bóginn ber Zaad sömu ósk í brjósti gegn Tagar og Gazim. En alt til þessa hefir hvoragur þeirra árætt að hefja óeirðirnar. Lendi þeim saman á annað borð, linnir eigi þeim ófriði, fyr en yfir lýkur, og annar hvor þeirra verður algerlega yfirunn- inn og þorp hans lagt í rústir.” ‘ ‘ Því hefir verið spáð, ’ ’ mælti unga stúlk- an, að þegar Sídí Sassí verði 25 ára, muni hann vinna Khadrim. Það kvað hafa verið einhver eyðimerkur-spámaður, sem hefir spáð þessu.” Caveríy leit skáhalt til förunauts síns og horfði síðan hugsandi í áttina til tjald- bálanna, er nú urðu æ skírari og skýrari hinu megin við sandöldurnar. “Hvar hafið þér heyrt þetta?” spurði hann. “Sassí sagði okkhr það sjálfur. Að öll- um líkindum hefir Zaad heyrt um spádóm þennan, og er hræddur um að hann rætist. Þess vegna sendi Tagar son sinn á brott. Sídí sagði okkur, að það hefðu verið gerðar ítrek- aðar tilraunir að drepa hann á eitri, meðan hann var á bamsaldri. Zaad hafði þá annað hvort mútað einhverjum af mönnum Tagars eða þá sent einn af sínum mönnum inn f Gazim. En hvað um það. Sökudólgurinn fanst ekki, og svo var Sassí sendur til Norð- urálfu. ” “Það er þá ýmislegt, sem ekki er haft orð á í þrælastíunni,” mælti Caverly. “Drengurinn var sendur að heiman und- ir umsjón eins af prestum Tagars,” ^agði unga stúlkan,” svo að uppeldi hans færi fram í samræmi við siði og trúarbrögð þjóðar hans. Prestur þessi dó, þegar höfðingjasonurinn var átján ára, en Sassí leyndi föður sinn því. Honum geðjaðist bezt að tilverunni eins og þá var komið. Hann tók nú sjálfur við pen- ingum þeim, sem sendir voru til að greiða með uppeldi hans, og fyrir fé þetta skemti hann sér svo dýrðlega í Parísarborg. ” Caverly blístraði. “Jæja. Það er þá svona lagað! Það var svei mér dálaglegur höfðingjasonur að fá heim aftur sem fitlærð- an hernaðai fræðing. Það hefði orðið heldur en ekki skrípaleikur, þegar honum hefir lent saman við annan eins eyðimerkurúlf og gamla Zaad.” ‘ ‘ Eg held að hann hafi ekki verið sérlega iðinn við hernaðarnám sitt,” sagði unga stúlkan. “Ilann myndi tæplega hafa orðið fær til þess að láta gamla spádóminn rætast.” “Hm!” murraði Caverly. “En hann kunni samt að skilmast og hafði lært riddara- liðsfræði og allskonar merkjasendingar og hernaðarfræði — já, það er svei mér skringi- legur heimur, sem við lifum í nú á dögum. ” Hann stóð í djúpum hugsunum og sneri stóra hringnum, sem hann bar á vísifingri. Það var hringur með afar stórum blóðrauð- um lúbín. Litur steinsins var eins og hinn rauði eldur, sem brann í blóði allra höfðingja Kreddache-ættarinnar. “Tagar sendir syni sínum byssukúlu í gegnum ennið, undir eins og hann kemur heim aftur, og í hans stað fær hann svo svika-son og erfingja, er samt hefir dálítið hugboð um riddaraliðsfræði og eyðimerkur- hernað. Hann getur því í rauninni verið á- nægður með skiftin.” Hann brosti við og leit upp í bleikt tungl- ið. “Eíg segi þetta ekki af gorti, en út úr bitrustu hjartans gremju. Ef Tagar skyldi glæpast á mér og viðurkenna mig sem son sinn, þá mun hann kref jast þess, að eg leggi af stað og drepi Zaad. Og með liðsstyrk þorparalýðsins í Gazim er eg smeikur um að mér myndi takast þetta. En hatur mitt bein- ist ekki að Zaad, heldur að Tagar.” Nú gengu þau all-lengi án þess að mæla orð af munni. Caverly lét hugann fljúga og augu hans störðu sífelt í áttina til silfur- skærrar línu sjóndeildarhringsins framund- an. Unga stúlkan stalst öðru hvora til að líta hikandi og órólegum augum á hið hörkulega andlit hans; en hún sagði ekki neitt. Svo sagði hann alt í einu: ‘ ‘ Það versta er, að við hlaupum bæði upp í hringekjuna, án þess að hafa nokkur skilyrði til að ákveða sjálf, hvenær við viljum stíga út úr henni aft- ur. Við getum auðvitað kvatt og þakkað fyrir okkur, þegar tækifæri gefst, en hvenær það verður, má skollinn vita. ” Hann gekk enn spölkom og sagði því næst í hryggum róm: “Nú hefi eg árum sam- an ráfað um heiminn og leitað að hvíld og friði, en mér virðist eigi ætlað að fmna það.” Þau gengu nú upp bratta sandöldu og staðnæmdust allra snöggvast á háhryggnum og lituðust um. Tjaldbálin voru nú ekki langt undan. Þau gátu nú greint hvítklæddu mann- verurnar, sem eldslogarnir glömpuðu á, og næturkaldinn bar til þeirra ægileg hróp og hávaða. Zouai-arnir héldu nú sigurhátíð sína. “Hvernig í ósköpunum gat yður dottið í hug að leggja í ferðalag hingað suður?” spurði Caverly alt í einu. Bó Treves lét fyrst eins og hún hefði ekki heyrt spurningu hans. Hún hlustaði á háreystina, sem barst til hennar eins og geig- vænlegt bergmál gegnum eyðimerkurkyrðina. Það fór hrollur um hana, og hún vafði kyrtl- inum fastar að sér. “Mér var farið að leiðast heima,” svar- aði hún loksins. “Á yðar aldri?” “Eg er tuttugu og tveggja ára.” “Nú, jæja, það er annað mál. Á þeim aldri getur maður svo sem orðið dauðþreytt- ur á lífinu.” Húíi lét kaldhæðni hans ekkért á sig fá. “Alt það sama dag eftir dag, sömu radd- irnar, sömu andlitin — maður getur svei mér orðið þreyttur á því. Mig langaði því til að komast burt þaðan og svipast um í heimin- um. ” “Og verða Lontzen samferða?” “Eg rakst á liann af tilviljun í Cairo. Eg hafði ekki séð Carl frænda, síðan eg var barn. 1 mínum augum var hann alt af vafinn einskonar æfintýraljóma. Eg vissi að hann var mesti ferðalangur, og það þótti mér svo dásamlegt. Hann var einmitt að undirbúa ferð sína til Gazim og mér tókst að fá hann til að taka mig með sér. Það var æfintýra- þrá mín, sem nú átti að ná takmarki sínu. ” “Æjá, — þessi æifntýraþrá, þessi æfin- týraþrá!” mælti Caverly. “Ef til vill. Það er annars ekki gott að vita, hvort það var það eða ekki. ” Bó brosti með samanbitnum vörum. “Það var ef til vill sjálft æfintýrið — hið raunverulega—” “Maður finnur venjulega það sem mað- ur ^eitar að,” mælti Caverly, “og þegar mað- ur hefir fundið það, reynist það nærri undan- tekningarlaust að vera alt annað, en maður hélt. Það er sorglegt.” “Eg er fús til að trúa, að Lontzen hafi talið sér trú um, að Sídí Sassí myndi geta verndað yður,” mælti Caverly eftir ofurlitla þögn. “Annars hefði hann óefað leyft yður að fara með mér. ” “Það gat engan grunað, að Sassí mundi verða drepinn, áður en hann gæti gefið sig til kynna,” aridmælti unga stúlkan. “Það hefði svo sem ekki gert hvorki frá eða til” sagði Caverly. “Hvorki Lontzen né Sassí sjálfur hefðu getað hnikað Tagar minstu vitund. Tagar hatar kristna Inenn. Hann myndi fyr láta flá sig lifandi heldur en að leyfa hvítum manni aðgang að aðalstöð sinni, Gazim — nema sem þræli. Sídí Sassí liefði jafnvel engu getað áorkað. Lontzen liefði verið dauðadæmdur — og þér líka.” Þau nálguðust nú dæld þá milli sand- hryggjanna, þar sem hinir sigur-ölvuðu Zouai-hermenn höfðu tekið sér náttstað. Gegnum skörðin í sandöldunum gátu þau nú séð rétt ofan í dalverpið, þar sem tjaldið var reist, og bjarminn frá bálunum málaði sand-' hlíðarnar gyltar og blóðrauðar. Ölvaðir menn slöguðu fram og aftur á milli bálanna. Tapparnir höfðu verið teknir úr hinum stóru vínkútum, og vínið var nú tekið að ólga í blóði þeirra, sem enn var heitt og í æsingu eftir hryðjuverkin, er þeir höfðu unnið fyr um nóttina. Sumir sungu hásum rómi — nakinn dervish dansaði á rauðglóandi kolum. Gljáandi líkami hans hringsnerist í hrnigiðu af eldsneistum, og utan um hann vafðist blikandi baugur tveggja sverða, er liann sveiflaði kringum sig. Utarlega í tjald- borginni sat einn varðmannanna og lamdi trumbukólfum í vömbiná á emjandi úlfalda og gaulaði hástöfum hersöng Zbuaianna. Caverly greip ósjálfrátt hönd förunauts síns og þrýsti hana fast. “Tagar er einvaldur yfir þessu fólki, og Sídí Sassí er eigi mætari né meiri, en Tagar vill vera láta. Við getum væntanlega leikið á þá og talið þeim trú um, að eg sé Sídí Sassí, sonur Tagars og erfingi. En höfðinginn sjálf- ur er bæði lögin og dómarinn. Munið nú eftir því, að þér eruð aðeins þræll Sassís. Og gleymið því, að við erum bæði glataðar sálir. ” Hann spretti fingram. “Umfram alt verðið þér að varast öll mistök, því annars væri oss betra, að við hefðum aldrei fæðst í þenna heim. ” Il^nn gekk nú fram á sandöldukambinn rétt upp yfir tjaldborginni og kallaði hátt og snjalt, svo rödd hans skar gegnum háreyst- ina fyrir neðan hann: “Heyr raust mína, faðir minn! Það er eg, Sídí Sassí Kreddaohe! Herra minn og drottinn, eg fleygi mér fyrir fætur þína!” VII. Höfðingjasonyrinn. i Hin djöfullega háreysti þagnaði og gaura- gangurinn hjaðnaði á svipstundu. Hlátra- sköllin og öskrin köfnuðu í miðju kafi. Eyði- merkurpresturinn nam staðar í miðri eldið- unni, sjötíu æðisgengnir hermenn stóðu sem steini lostnir og störðu upp á sandhrygginn. Dauðaþögn sú, er á svipstundu hafði fallið yfir tjaldborgina, var á sinn hátt jafn ægileg og tryllingurihn hafði verið rétt áður. En Caverly stóð í höfðingjabúningi sínum rólegur og ákveðinn uppi á öldukambinum. Svipur hans og yfirbragð lýsti fullkomnu kæruleysi og yfirlæti. Teningnum var kast- að. Og nú var það hugrekkið eitt, sem gat aflað honum sigurs. Hann varð að taka á öllu, eins og nú horfði við. Að hika var sama og að tapa. Hann sá nú að alt komst á hreyfingu framan við hið stóra tjald höfðingjans. Hár maður vexti ruddi sér braut gegnum mann- þyrpinguna. Það var Tagar Kreddache. Höfðinginn starði upp til háa mannsins á sandhryggnum, og er hann tók til máls, var ekki snefill af geðshræringu í rödd hans, hvorki undrun, gleði né tortrygni. “Ef þú ert Sídí Sassí, eða hver sem þú ert, þá komdu undir eins liingað!” kallaði hann í skipunarróm. Caveriy lyfti hendinni upp að hálsmál- inu og l>reifaði eftir litla fílabeins verndar- gripnum, sem höfðingjasonurinn eflaust liafði borið á sér frá fæðingu. Síðan hélt liann af stað hægt og virðulega ofan sand- brekkuna þangað sem Tagar Kreddache stóð og beið. Búbínhringurinn glóði á fingri hans, og hin skrautlegu, gimsteinum prýddu hjöltu stutta bogsverðsins blikuðu og leiftraðu ofan við mittisrefilinn vinstra megin. Bó Treves gekk á eftir Caverly, lítil og niðurlút. Á svipstundu hafði ræningjaflokkur Tagars umkringt þau bæði. Dökkleitir skeggkarlar störðu á þau úr öllum áttum. Caverly þekti hvern einasta þeirra alt of vel: Motlag hinn eineygða, sem með sínu eina auga sá lengra og skarpara en flestir aðrir með báðum sínum. Mansor, sem bar í hendi þrælasvipuna tvítunguðu. Alí Móhab, er gekk næstur Tagar að völdum og gortaði af því að hafa drepið fjöratíu manns með eigin hendi. Mahmed Taib, hinn eyrnar- lausa, er lifði aðeins til þess að hefna sín á Zaad, er einu sinni hafði tekið hann til fanga og skorið af honum eyrun. Achmed og Hamd skilmingameistarann, ásamt hinum slóttuga og halta Zúwalla. — Caverly hefði getað kall- að þá með nafni, alla þessa sjötíu ræningja, og helt úr sér skömmum og bölbænum yfir hvern þeirra. Bn hann bar höfuðið hátt og borgin- mannlega og leit hvorki til hægri né vinstri, er hann ruddi sér braut gegnum þyrpinguna, sem þokaði hægt og hægt til hliðar. Það var eigi sýnilegt, að hann gæfi þeim nokkurn gaum, en samt fór hrollur um hann, er þessi þorparalýður glápti á hann með augunum, og mest af öllu óttaðist hann hið eina leiftrandi auga Motlags gamla. Nú var hann kominn inn í miðjan ljósbjarmann frá bálinu, og enn hafði enginn látið til sín heyra. Hann gekk beint fram fyrir Tagar Kred- dache og fleygði sér flötum niður fyrir fætur hans.i “Faðir minn!” mælti hann. Næstu augnablikin þorði hann ekki að draga andann. En svo var þessi ægilega bið rofin, er höfðinginn lirópaði í skipunarróm: “Sta'ttu upp!” Nú stóðu þessir tveir menn andspænis hvor öðrum og horfðust í augu. Háir og sinastæltir vora þeir báðir, og undir köldu yfirbragði þeirra tóku þeir mat hver á öðrum eins og tvö villidýr, er mætast af tilviljun. Augu Tagars voru köld og óbreytileg, og þó var Caverly alveg viss um, að hann hafði þekt aftur bæði hringinn og fílabeinsverndargrip- inn. Alt í einu rauf hann þögnina, og það skeði svo skyndilega og óvænt, að jafnvel hermenn hans hrukku við. “Bjóðið höfðingjasoninn velkominn!” hrópaði liann. Hann breiddi út faðminn og svipur hans varð eins og ofurlítið mildari. “ í’aðmaðu mig, sonur minn!” mælti hann. Sverðin ruku úr slíðrum beint í loft upp. Kliður af syngjandi stáli og dynjandi raddir rufu á ný eyðimerkur-kyrðina, er allur hóp- urinn hrópaði: “Velkominn!” Tagar steig eitt skref aftur á bak og leit hvössum rannsóknaraugum á komumann. Það var auðséð, að hann dróg eigi kensl á 'strokuþræl sinn. Hann virtist eigi vera í vafa um, að þessi stæriláti, skrautklæddi maður væri raunverulega Sídí Sassí, sonur hans, er nú væri orðinn fullþroska maður, mikill á velli eíns og Kreddache-ættin átti að sér. Nú væri aðeins eftir að komast að því, hvers konar maður væri orðinn úr höfðingja synin- um. “Hvaðan kemurðu?” spurði hann. Caverly kinkaði kolli í norð-vestur. “Eg kom frá hafi gegnum eyðimörkina.” ‘ ‘ Fylgdarlaus ? Gangandi ? ’ ’ “Fylgdarlið mitt var drepið, og rílföld- um mínum stolið.” Tagar hleypti brúnum. “Hverjir gerðu það?” “Það ætti þér að vera kunnast um,” mælli Caverly rólega. Dauðaþögn féll á mannþyrpinguna um- hverfis bálin. Menn skotruðu augum hver til annars, en enginn mælti orð af munni. Hið skeggjaða andlit Tagars var alveg sviplaust, en glytti í arnaraugu hans undir þungum brúnunum. “Voru menn þínir félagar eða vinir þín- ir?” spurði hann loksins. “Aðeins fylgdarmenn,” mælti Caverly, “og þrælar.” “Þá er alt gott! trlfaldar þínir og far- angur eru hérna. Þú hefir aðeins mist menn- ina.” Tagar sveiflaði handleggnum út yfir hermannahóp sinn, er þyrptist utan um þá. “Og þú hefir unnið meira en þú mistir!” Nú var okinu létt af hópnum. Þeir ráku upp glymjandi hlátur, og höfðinginn hló einn- ig. “Spaugið hverfur aftur og hittir Tagar fyrir,” mælti hann góðlátlega.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.