Lögberg - 17.12.1936, Blaðsíða 11

Lögberg - 17.12.1936, Blaðsíða 11
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. DESEMBER, 1936 11 Islendingur stofnar og starfrækir stórvoldugt iðnfyrirtœki Framleiðir: Kassa, Wood-Wool og Kwick Kleen kindling Heródót Grískuir sagnritari, sem ritaði mannkynssögu fyrstur manna. Hann er sagður fæddur í borginni Halikarnassos í L,itlu-Asíu um 484 f. Kr. og mun hafa dáið sextugur að aldri (um 356). Hann var því fæddur fám árum áður en sjóorustan mikla varð við Salamis milli Xerxes Persakonungs og Grikkja. Sá óvænti atburður vakti sameiginlega ættjarðarást hjá Grikkjum og um engan atburð hefir verið jafn tíðrætt á æskuárum Heró- dóts. Það var þrent, sem rann saman í eitt hjá þessum merkilega manni og studdi að því, að það var hann, sem ritaði hina fyrstu veraldarsögu —tíminn, sem hann fæddist á, stað- urinn, þar sem hann fæddist og alveg einstæð forvitni, sem bersýnilega hefir verið honum meðfædd. Heródóts-fjölskyldan var í hárri virðingu í fæðingarborg hans. Frændi hans einn var rithöfundur og stjórnmálamaður og er svo að sjá, sem Heródót hafi verið honum fylgisamur, og það svo, að af þeirri fylgisemi í stjórnmálum var Heró- dót rekinn í útlegð til Samos-eyjar um langan tima. Af þessu má skilja, hví Heródót ber svo þungan hug til harðstjórn- artímans, en fylgir lýðveldinu af öll- um huga, og þjóðfrelsinu, þvi það var einmitt frelsið, sem átti að greina Grikki frá útlendingum. Grikkir nefndu einu nafni Bar- bara þær þjóðir, sem töluðu mál, sem þeir ekki-skildu og var í eyrum þeirra eins og rabb rabb. I því atriði var Heródót sjálfur sannur Grikki (eða Helleni, sem þeir kölluðu sig), enda þótt saga hans sýni, að hann hafi fyllilega kunnað að meta menn- ingu Austurlandaþjóðanna. Alt hefði hann viljað af þeim læra, ann- að en tungur þeirra. Það er víst líka hið eina, sem honum hefir ekki verið forvitni á, því tekur hann sinn þátt í hinum ótrúlega hroka forn- aldarþj óðanna gagnvart þeim, er eigi töluðu sömu tungu. En að því sleptu, þá hefir víst aldrei uppi ver- ið nokkur maður, sem hafi lagt svo mikla rækt við forvitni sína, að hún yrði að alráðandi þekkingarþrá. Hefði hann verið uppi á vorum dög- um, þá héfði hann svelgt í sig al- fræðibækur vorar, sérstaklega allar greinar, sem lúta að landfræði, þjóðafræði, jarðfræði, náttúrusögu, trúarbragðasögu og stjórnmálasögu. Það má ráða af mannkynssögu hans. En ekkert slíkt var til á hans dög- um, ekkert nema kvæði um goð og menn og heimspekileg heilabrot um eðli hlutanna. En það voru stað- reyndir, sem Heródót lagði allan hug á. En þeirra var ekki hægt að afla sér þá, nema á einn hátt, afar-ein- faldan, en feykilega erfiðan um leið. Það var með því að ferðast til hvers staðar fyrir sig og annað hvort sjá alt sjálfs síns augum eða hitta menn sem kunnu að segja deili á einu og öðru. Auðvitað gat þetta mistekist, en hér var ekki á það að líta, heldur hitt, að þar sem víð nú förum i bókasafn til að fá upplýsingar, þá varð maður á hans dögum að ferð- ast hundruð mílna, og þó voru sjó- Lýsið upp um Jólin ! Kaupið Edison Mazda Lampaglös.— Ef að betri glös væru á boðstólum, myndum vér að sjálfsögðu selja þau. Allar stærðir og litir við hendina, kosta ekki meira hjá oss en niðri í bæ. ás>argent jKtcptlc ®3orfes 675 SARGENT AVENUE SUMARLIÐl MATTHEWS, eigandi ferðir þá hættulegri en flugferðir nú, og undir ferðalag á landi varð hver einstaklingur að búa sig, eins og menn nú búa sig undir heim- skautaferðir. Með þeim hætti hefir Heródót ferðast um alla Litlu-Asíu og Sýr- land, Mesópótamíu, og nokkurn hluta Persíu. Hann ferðaðist líka til Egyptalands, alla leið suður til Elefantine (áreyjar) ; þangað rak forvitnin hann til að fá að vita or- sakirnar til vaxtarins í Níl. Hann hafði líka kynt sér strendur Norður- Afriku og til Suður-ítalíu kom hann og gerðist þar persónulegur þátt- takandi í byggingu borgar nokkurr- ar, er Thuri hét. Hann fór með' I skipi eftié Svartahafinu alt til Krim. Um allar Grikklandseyjar fór hann, þvert og endilangt. Á dögum Heró- dóts var ekkert jarðlikan til né land- bréf ; ef lýsa átti landi eða hafi, urðu þær lýsingar orðmargar, þar sem ekkert landbréf fylgdi til skýringar- auka og við miðunar. Þetta kemur fram í lýsingu hans á fjarlægum löndum, t. d. Krim- nesinu og er hún þar af leiðandi næsta ónákvæm, enda sá hann nesið eingöngu af sjó. Mannkynssögu sina kallar Heró- dót Historai, eða rannsóknir. Hann rannsakar og segir samvizkusam- vizkusamlega frá niðurstöðunum af rannsóknum sínum. Heródót er frumlegur og ágætur sögumaður. Hann segir margar góðar sögur af sjálfs sin heyrn og sýn, og sögur, er hann hefir eftir öðrum:: Alt þetta undursamlega sem vér munum frá bernskuárum vorum, um hring Polýkratesar, um Solon og Krösös á bálinu, um bernsku Kýrasar og um Svika-Smerdis er runnið frá Heró- dót; sagan hans er ótæmandi fjár- sjóður. Af mörgu má sjá, að hann hefir verið auðtrúa og prestar og túlkar, Vér óskum yður Gteðilegra Jóla PELISSIERS Country Club Beer PELISSIER S BREWERY LIMITED MULVEY and OSBORNE STS. WINNIPEG Phone 96 361 ^ ^ ^ ^ ^ hafa leikið á hann, því að þar sem hann kunni ekki nema móðurmál sitt varð hann alt af að hafa túlka með útlendum þjóðum. Þar á móti er alt það, sem hann segist hafa séð sjálfs síns augum vafalaúst áreið- anlegt og oft hafa fornmenjagreftir sannað sögu hans. Af frásagnarhætti Herodóts má ráða, að hann hafi lesið sögur sínar fyrir, og þá að líkindum látið þræl sinn skrifa, eins og algengt var í þá daga. Hér er ekkert af tilgerðar- mælsku þeirri, sem einkendi grísku seinni tíma. Alt er sagt blátt áfram, eins og maður tali við mann, og honum er mjög tamt að byrja að segja. frá einhverju, en þá kemur honum annað í hug, sem harin skýt- ur þá inn í frásögnina jafnóðum. En svona ritar enginn, heldur tala menn svona. Af þessu má því ráða, að hann hefir lesið sögur sinar fyrir ritara.—Heimilisblaðið. Flugferðir um háloftin Flugferðir um háloftin verða al- gengar eftir nokkur ár, að dómi ýmissa sérfróðra manna, en með öll- um stórþjóðunum er nú unnið að rannsóknum og undirbúningi á þessu sviði. — Enskur flugforingi flaug nýlega í nærri 50,000 enskra feta hæð og reyndist flugvélin afburða vel. — /Etla Bretar að smíða fleiri slíkar. Breska flugmálaráðuneytið hefir ákveðið að láta fara fram ítarlegar rannsóknir, að því er snertir skil- yrði til hraðflugferða um háloftin. —Orsökin til þess, að brezka flug- málaráðuneytið lætur þetta mál til sín taka, er m. a. sú, að háloftsflug- ferð bresks flugforingja tókst á- gætlega og reyndist flugvélin, sem hann notaði, afburða vel. En það var flugvélaflokksforingi að nafni F. R. D. Swain, sem nýlega flaug í sérstaklega útbúinni ílugvél til há- loftsflugs, og komst í nærri 50,000 enskra feta hæð, eða nákvæmlega talið 49,967 e. f. h. Þegar Sv.ain hafði unnið afrek þetta, tilkynti flugmálaráðuneytið þegar, að hafist yrði handa þegar í stað til þess að smíða aðra flugvél af samskonar gerð og Swain notaði. Hreyflarnir ií þessum flugvélum; eru ekki loft- kældir, heldur um svo kallaða “vökvakælingu” að ræða. — Flug- vélarnar verða báðar notaðar til frekara tilraunaflugs um háloftin. Swain flugmaður hefir sent flug- málaráðuneytinu ítarlega skýrslu um flugferð sína. Flugvélin, sem hann notaði, er kölluð Bristol Type 138. Er hún nú í Farnborough, á vegum einnar stofnunar flugmálaráðuneyt- isins þar, og verða farnar í henni nokkrar reynsluferðir upp í háloft- , in, — helmingi hærra í loft upp en Mt. Everest, hæsta fjall í heimi, teygir koll sinn upp í loftið. — í , tilkynningu frá flugmálaráðuneyt- ' inu segir, að fullvíst megi telja, að í '■ flugvél eins og þeirri, sem hér er um að ræða, megi komast miklum mun hærra í loft upp en Swain komst í flugferð sinni fyrir nokkuru. Stór- þjóðirnar allar hafa nú athuganir og tilraunir með höndum, að þvi er flugferðir um háloftin snertir, af viðskiftalegum og hernaðarlegum ástæðum, en það er enn ýmislegt, sem þarf frekari rannsóknar við, en það er búist við, að sigrast muni á öllum “tekniskum” erfiðleikum áður langt líður, og þess muni eigi langt | að bíða, að flugferðir um háloftin verði algengar. — Ýmislegri reynslu,! sem fæst í tilraunaflugferðunum, halda stórþjóðirnar leyndri, en flug- ferð Swains og árangurinn af henni þykir eitt hið merkilegasta þar að lútandi, sem að undanfömu hefir kvisast um.— (United Press) Hátíðakveðjur frá C ACHE Confectionery Cor. PORTAGE & ARLINGTON Lunch Counter - Confectionery KAUPIÐ Rafgjafir / CITY HYDRO’S SÝNINGARRÚÐUM Þér finnið þar eitthvað við- eigandi fyrir hvern meðlim. f jölskyldunnar. SKRAUT LAMPAR frá .......... KAFFIKÖNNUR ÚR GLERI, frá. RAF-KLUKKUR frá, ......... VÖFFLUJÁRN frá .......... TOASTERS frá .......... STRAUJARN frá .......... VASALJÖS frá .......... $1.98 $2.95 $4.45 $4.45 $1.69 $1.69 70c Einnig mikið úrval af hitunar- púðum, jólatrésljósum, leik- fanga raflestum, Humidifiers, Percolators, Cigarette Lighters Razors, o. fl. Símið 848131, eða finnið Olu LhjÆl/ro BOYD BUILDING Einnig að 55 PRINCESS STREET Ti '“hild's Health Today is the Ni ; HEALTH TOMORROW BUY Christinaa Sectls

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.