Lögberg - 24.12.1936, Síða 1

Lögberg - 24.12.1936, Síða 1
49. ÁRG-ANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 24. DESEMBER 1936. NUMER 52 Jón tónskáld Friðfinnsson látinn Á fimtudaginn var lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borg- inni, Jón tónskáld FriÖfinnsson, eftir afarstranga sjúkdómslegu, er varað hafði svo að segja í ár; sjúkdómskross sinn bar hann eins og hetja, þar til yfir lauk; enda var hann lífsglaÖur kjarkmaður alla æfi, er miklu fremur styrktist við mótbyr, en hitt. Jón Friðfinnsson var merkur maður langt fram yfir það, sem alment gerist; hann flytzt ungur og umkomulaus til þessa lands, erjar jörðina og gerir hana sér undirgefna; syngur við plóginn og semur lög, jafnvel áður en hann hafði aflað sér nokkurrar minstu fræðslu um allra einföldustu atriði hljómfræðinnar og almennrar raddskipunar; áhugi hans þekkir engin takmörk, og áður langt um líður er Jón búinn af sjálfsdáð að afla sér þeirrar hljómfræðilegrar þekkingar, að hann er orðinn fleygt, lyriskt skáld í tónum! Jón Friðfinnsson var óvenju listrænn maður og hrifnæmur að upp- lagi; hann var gleðimaður mikill og varpaði hvarvetna birtu og yl á veg samferðamanna sinna. Jón lætur eftir sig ekkju, Önnu, ásamt fjórum sonum og þrem dætrum. Synirnir eru William, Kristján og Fred í Wfnni- peg, og Wally í Saskatoon; en dæturnar þær Mrs. G. K. Stephen- son og Mrs. H. Baldwin í Winnipeg og Dóra í Vancouver. ' Gtför Jóns Friðfinnssonar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á laugardaginn að viðstöddu afarmiklu fjölmenni. Frú Sigríður CXson söng kveðjulag við athöfnina, en Dr. Björn B. Jónsson flutti kveðjumálin og jarðsöng hinn mæta mann. Jón Friðfinnsson var Austfirðingur að ætt, nokkuð á 2. ári yfir sjötugt, er dauða hans bar að. Lögberg vottar f jölskyldunni djúpa samúð í sorg þeirri, er henni hefir borið að höndum, en samfagnar henni jafnframt yfir langþráðri hvíld látins ástvinar. Merkishjón eiga gullbrúðkaup ♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦ Mr. og Mrs. Olgeir Fredericksson Þann 12. yfirstandandi mánaðar, áttu þau merkishjónin, Mr. og Mrs. Olgeir Frederickson að 698 Banning Street hér i borginni gullbrúðkaup; var þessa þýðingarmikla atburðar i lifi þeirra hjóna, minst samkvæmt áður auglýstu heimboði frá dætrum þeirra fimm. Heimili þeirra Fredericksson hjóna hefir jafnan staðið í þjóð- braut og verið annálað fyrir gestrisni og alúð; eigi aðeins i hinni fögru Argylebygð, þar sem þau bjuggu meginhluta sinnar löngu starfsæfi, heldur og engu síður i Winnipeg, eftir að þangað kom; var húsfyllir gesta á heimilinu þenna áminsta dag og veitt af mikilli risnu. Minjagjafir forkunnar fagrar voru þeim Fredericksson- hjónum færðar frá börnum þeirra, tendafólki og öðrum vinum, auk þess sem þeim bárust símskeyti og bréflegar kveðjur víðsvegar að. Öll voru hin mannvænlegu börn þeirra viðstödd gullbrúðkaups- fagnaðinn, ásamt öðru sifjaliði. Gullbrúðhjónin njóta bæði ágætr- ar heilsu og eru ern sem ung væri. Lögberg óskar þeim innilega til hamingju í tilefni af gullbrúðkaupinu. HJARTANS ÞÖKK Einlægari þökk en orð fá lýst, tjáum við börnum okkar og hinum mörgu vinum, fjær og nær, er á ógleymanlegan hátt vott- uðu okkur kærleiksrík vináttumerki með heimsókn sinni og gjöfum i tilefni af gullbrúðkaupi okkar þann 12. yfirstandandi mánaðar. Það er ljúft að líta yfir liðinn feril, og verða slíkrar alúðar og einingar aðnjótandi þegar degi er tekið að halla. Við endurtökum svo okkar fámæltu þökk og felum Guði börn okkar og vini okkar alla, með hjartfólginni ósk um gleðileg jól og gæfusamt nýár. Winnipeg, þann 20. dag desembermánaðar, 1936. MR. og MRS. OLGEIR FREDERICKSSON 698 Banning Street. Merkisbóndi nýiátinn að Garðar, N.D. Síðastliðinn þriðjudagsmorgun lézt að heimili sínu í grend við Garðar, N. Dakota., merkisbóndinn Jón Jónsson, freklega 74 ára að aldri, eftir alllanga sjúkdómslegu. Jón heitinn var prúð- menni í sönnustu merkingu þess orðs, prýðilega mentur þó lítið væri um skólagöngu. 1 starfsemi opinberra mála tók hann jafnan giftudrjúgan þátt, og átti um skeið sæti á ríkisþinginu í Dakota. Það var gott að eiga Jón að vini; hann var ekki hálflyndur í neinu. Jón var ættaður úr Suður-Þingeyjarsýslu. Auk ekkju sinnar lætur Jón eftir sig hóp mannvænlegra og ágætra barna. Meðal barna hans er Mrs. Hjálmar A. Bergman. Háöldruð systir Jóns, frú Helga, ekkja Stephans G. Stephanssonar skálds, er enn á lífi, í Markerville, Alberta. Mér verður lengi minnistæð dvöl mín á heimili Jóns heitins meðan landnámshátíð íslenzku bygðanna í North Dakota stóð yfir; hve heimilið var auðugt af alúð og íslenzkri góðvild; hver nautn var í því að tala við húsráðendur um íslenzik ljóð, og hvað þau bæði kunnu margt fallegt utan að, og voru næm fyrir hinum fögru sérkennum íslenzkra bókmenta; eina nóttina var komið fram undir morgun, er samtalinu sleit. Yfir þessu ljúfmannlega heimili og umhverfi þess, hvíldi ein- hver sá kærleiksandi, er hitaði manni um hjartarætur, en orð fá ekki auðveldlega lýst. Otför Jóns heitins fer fram á laugardaginn kemur, kl. 2 e. h. Persónulega, og fyrir hönd Lögbergs, votta eg ekkju og öðrum ástvinum djúpa hluttekningu í þeirra heita harmi. E. P. J. Frá Islandi Brjóstlíkneski af Tryggva Þórhalssyni Bftir fráfall Tryggva Þórhalls* sonar fyrv. ráðherra ákvað stjórn Búnaðarfélagsins að láta gera af honum brjóstlíkneski og var Rík- arður Jónsson myndhöggvari feng- inn til að leysa það af hendi. Líkneskið hefir nú verið steypt úr eir og afhenti stjórn Búnaðar- félagsins frú Önnu Klemensdóttur eirmyndina síðastliðinn sunnudag með tilheyrandi viðhöfn; var því áður búinn staður í heimili hennar. En frummyndin, sem er úr gifsi verður sett upp í húsi Búnaðarfé- lagsins. Myndin er prýðilega gerð, svo sem vænta mátti.—N. dagbl. 21. nóv. # # # Síldveiði í V estmannaeyjum Vestmannaeyjar 14. nóv. Gissur hvíti kom hingað í fyrra- kvöld með 100 tunnur síldar, Herj- ólfur með 20 tunnur og Leo með 34 tunnur, nokkuð af síldinni var salt- að á síldarstöð Ástþórs Matthías- sonar, en nokkuð fryst til beitu. Bátar öfluðu dável ýsu í fyrradag. # # # Fóðurskortur í Suðurfj arð arhreppi Nýbúið er að skoða heybirgðir í Suðurf jarðarhreppi og reyndist vera vöntun hjá mörgum bændum. Upp- lýst er að tapast hafi um 800 hestar af heyi í hreppnum í veðrinu 16. sept. s.l.—N. dagbl. 15. nóv. # # # Magnús Torfason fœr lausn frá embætti Magnús Torfason. sýslumaður í Árnessýslu, hefir óskað eftir lausn frá því embætti. Hefir honum verið veitt lausn frá 1. næsta mánaðar. Magnús hefir gegnt lengur sýslu- mannsstörfum en nokkur annar nú- lifandi maður hér á landi. Hann hefir verið sýslumaður á fimta ára- tug.—N. dagbl. 15. nóv. Kartöflur ræktaðar í vallendismóa Sæmundur í Stóru-Mörk bjó sér til 150 ferfaðma kartöfluarð á al- gengu vallendi utan túns fyrir f jór- um árum. í garðinn bar hann sem svarar 25 kg. af Nitrophoska árlega, en uppskeran varð 11 tn. fyrsta árið 10 tn. annað og 9 tn. þriðja árið, eða sem svarar að meðaltali ein tunna upp úr 15 ferföðmum öll ár- in. í vor stækkaði Sæmundur garð- inn um helming, bar í hann sand og húsdýraáburð og fékk uppskeru i haust sem svaraði tunnu úr hverj-v um 7 ferföðmum. Samtals nam kartöfluuppskera Sæmundar í Mörk i haust 87 tn. —Nýja dagbl. 26. nóv. * # # Skógargróður eykst á Þórsmórk Sæmundur hreppstjóri Ólafsson bóndi í Stóru-Mörk undir Eyja- fjöllum var hér á ferð. Kvað hann skógargirðingu þá, sem fyrir á að giska 10 árum var sett upp á Þórsmörk, hafa haft þá meginþýðingu, að lagst hefði af að sauðfé væri látið ganga sjálfala vetrarlangt á Mörkinni, en útigang- urinn eyðilagði þar nýgræðing trjá- planta. Nú bæri mikið á ungskógi á Mörkinni og væri hann í hröðum vexti. Tvö undanfarin ár hefði skóg- ræktarstjóri látið safna birkiplönt- um á Þórsmörk og flutt í græði- reit að Múlakoti í Fljótshlíð, þar sem þær tækju furðulegum fram- förum. Sauðfé kvað Sæmundur að sum- arlagi innan girðingar á Þórsmörk. —N. dagbl. 26. nóv. * # # íslemkir málarar í sumar dvaldi hér um alllangt skeið Svenn Poulsen, ritstjóri danska stórblðasins “Berlingske Tidende.’’ Kynti hann sér mörg ís- lenzk málefni og skrifaði um þau ítarlegar greinar í blað sitt. Eitt af því, sem sérstaklega vakti eftirtekt og aðdáun Svenn Poulsen í þessu ferðalagi var hin unga, ís- lenzka málaralist. En hann er mað- ur listelskur, eins og hann á ætt til, og hefir einmitt mikinn kunnugleika á málaralistinni. Svenn* Poulsen hefir ekki látið þessa aðdáun sína lenda við orðin tóm. í bréfi, sem hann hefir ný- lega skrifað Jónasi Jónssyni alþm. segir hann, að því hafi nú verið komið til leiðar, að íslenzkir mál- arar geti fengið að sýna á hverju hausti 50 málverk á þektasta og mest sótta sýningarstað Danmerkur, Charlottenborg í Höfn. Það þarf naumast að taka það fram, að Charlottenborg er af mál- urum mjög eftirsóttur sýningarstað- ur og komast miklu færri þar að en vilja. Málverk, sem þar eru sýnd, seljast yfirleitt betur en á öðrum sýningarstöðum á Norðurlöndum. Ef íslenzkir málarar taka þessu boði ætti að vera vel mögulegt, að koma því svo fyrir, að málverkin færu frá Charlottenborg til annara stórborga, t. d. Oslóar og Stokk- hólms, og yrði sýnd þar. Með því fengi íslenzk málaralist mjög góða aðstöðu til að kynna sig á Norður- löndum og ísl. málurum sköpuðust meiri sölumöguleikar fyrir verk sín. Svenn Poulsen mun þegar hafa skrifað ríkisstjórninni og skýrt henni frá þessu merkilega og góða boði.—N. dagbl. 25. nóv. ÞJÓÐTEKJUR CANADA AUKAST FEYKILEGA Nýprentaðar skýrslur hagstof- unnar í Ottawa bera það með sér, að heildartekjur hinnar canadisku þjóðar á ári því, sem senn er liðið, verði um hálfri biljón dala meiri en í fyrra. \ BÆTTAR ATVINNU- HORFUR Forseti þjóðeignabrautanna, Can. National Railways, Mr. S. J. Hun- gerford, hefir lýst yfir þvi, að frá 4. janúar næstkomandi að telja, fái allir þeir, sem í smiðjum þessarar stofnunar vinna frá strönd til strandar, reglubundna 40 klukku- stunda vinnu á viku. Síðastliðið ár nutu menn í smiðjum þessum ein- ungis 18 daga vinnu til jafnaðar á mánuði. BORGARASTÝRJÖLDIN ASPANI Svo má segja, að á Spáni hjakki í raun og veru alt í sama farinu; óhemju frostgrimdir hafa hamlað um hríð framgangi styrjaldarinnar, þó annað veifið sé sprengjum varp- að yfir Madrid. Síðustu fregnir herma, að árásarher Francos hafi nú ákveðið að láta til skarar skríða. LEON TROTSKY A LEIÐ TIL MEXICO Símað er frá Oslo þann 23. þ. m. að Leon Trotsky, sem átt hefir grið- land í Noregi um hríð, sé nú á leið til Mexico og hafi afráðið að setjast að í borginni Vera Crux. Fylgir það sögunni, að Norðmenn hafi ekki treyst sér til þess að undirhalda Trotsky lengur, vegna pólitískrar afstöðú hans. GATA. Eg á ekkert hjarta, Enga tilfinningu, Enga æskugleði, Enga sáluhjálp. Vif þó hræra hjörtu, Hlýja tlifinningu, Auka æskugleði, öllum sálum hjálpa. Jak. J. Norman. Að heiman og heim (Allra útlaga minni) Út við heimskautið þá— Héngu dúkar við rá, Þegar byrjaði, burtu var stýrt: Yfir úðþrunginn mar Gnoðin öldurnar skar, Undra landið, það sást ekki skýrt. Margur sá það nú seimt, Þó að siglt væri beint, VToru saknaðar þung stigin spor: Burt frá æskunnar auð, Sem að átti’ ekki brauð, Bara ylfléttað sólgeisla vor. Höfug heim á leið sá Þessi þjóðbundna þrá, Sem að þekkir öll takmarka skil— Þegar móðurjörð hvarf Hlaut hver minninga arf, Og við mundum að hún var þó til. Ó, þú alda ert frjáls, Með þinn alhvíta iháls, Þú ert úthafsins streymandi foss. Veittu barni þá bón, Sem er burtstrokið flón,— Berðu mömmu þess skilnaðarkoss. Kystu hana á kinn, Kæri haf-fossinn minn, Flyt þú henni þann fagnaðar óð. Yfir ókomin ár Munu útfluttra tár Verða árdögg á frumbyggjans lóð. Æskan gleymist í grát, Samt er Guð ekki mát,— Nú er útlaginn annað sinn barn; Hrynja heimfarar tár Um hans haustklökku brár, Þýða helfölvað útlegðar hjarn. “Elsku mamm’ — mamma mín, Má eg koma til þín?” “Kom þú deyjandi drengurinn minn. Hlýtt er hjarta mitt enn; Hlýna tekur þér senn, — Falinn skalt þú í faðm mínum inn. Jak. J. Norman. Þetta kvæði var flutt á samkomu sem haldin var í Wynyard, haustið 1935 um sama leyti og afhjúpunar- athöfnin fór fram á Gimli.—Höf. Jólin Gleðileg jól! Gleðinnar jól! Glatt er um bygð og ból. Frelsari heimsins oss fæddur er nú. Fædd er í hjörtunum kærleikans trú. : :Kristur er kærleikans sól:: Sonarins jól! Sannleikans jól! Fædd er nú frelsisins sól. Kærleikans augað vorn kotungsskap sér. Kærleikans höndin oss styður og ver. : :Kristur er sannleikans sól:: Æskunnar jól! Unaðsins jól! Öllu skin alheimsins sól. Himnanna sonur í hjartanu býr. Harmi og böli í alfögnuð snýr. : :Æskunnar sí-unga sól:: Bræðralags jól! Blessuðu jól! Mannanna minningar sól. Hjartnanna tengiband trygðanna stund. Trú á það bezta í mannanna lund. : :Manndómsins samvizku sól:: Kristninnar jól! > Kærleikans jól! lifa um bygð og ból. Þrátt fyrir heimsku og hræsni vors lands, hjörtunum lifir þó minningin Hans. : :Kristur er sólnanna sól:: S. B. I

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.