Lögberg - 24.12.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.12.1936, Blaðsíða 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. DESEMBER, 1936 Mrs. Guðrún Björnsson Húsfreyja á ósi við Islendingafljót Fædd þ. 12. júlí 1847. — Dáin þ. 18. okt. 1936. Foreldrar Guðrúnar voru þau Stefán bóndi Jónsson og Steinunn kona hans Björnsdóttir. Þau hjón bjuggu bæÖi á SveinsstötSum, i Tungusveit, i Skagafirði, og að Breiðagerði. Lengur, að eg hygg, á hinum síðarnefnda bæ. En Guðrún var fædd að Sveinsstöðum, ár og dag sem að ofan er greint. Systkini Guðrúnar voru tvö: Ejólfur, er lézt ungur á Is- landi, og Kristín, sem andaðist að Ósi, hjá systur sinni og tengdabróður, árið 1912. Eiginmaður Guðrúnar var Lárus Þórarinn Björnsson, í frændsemi að öðrum og þriðja við Lárus Þórarinn Blöndal, sýslumann Húnvetninga, og heitinn í höfuðið á honum. Mesti merkismaður. Andaðist að Ósi þ. 9. febrúar 1924, rétt við áttræðisaldur. Þau hjón, Lárus Þórarinn Björnsson og Guðrún kona hans, komu í “stóra hópnum’’ frá Islandi árið 1876. Námu þau land sunnanvert við Islendingafljót og nefndu bæ sinn að Fljótsbakka. Bjuggu þau var um nokkurra ára skeið. Keyptu þá jörðina Ós, norðan við fljótið, og bjuggu þar rausnarbúi í mörg ár. Dóttir þeirra hjóna er Stefanía kona Jónasar bónda Magn- ússonar á Ósi. Eru þeir bræður hann og Marteinn M. Jónas- son, póstafgreiðslumaður i Árborg, báðir synir hins ágæta manns, Magnúsar Jónassonar, er lengi bjó á Grenimörk í Breiðuvík, en flutti siðar til Víðirbygðar og andaðist þar. Kona Magnúsar var Guðbjörg Marteinsdóttir. Er enn á lífi. Þau . hjón komu af Austurlandi, til Nýja íslands, árið 1878. Uppeldisdóttir þeirra Ós-hjóna er Guðrún Pétursdóttir, nú gift Stefáni Jónssyni, bónda vestur í landi. Sömuleiðis Jóhanna Sumarliðadóttir Finnbogasonar, nú kona Sigurðar bónda Thor- kelssonar í Fagranesi í Árnesbygð. Enn fremur voru að nokk- uru leyti uppalin á Ósi þau Jónina Johnson, Páll F. Vídalín, nú bóndi í Árskógi, fyrir norðan Riverton, og Samson Finnboga- son, bróðir Mrs. S. Thorkelssonar í Fagranesi.— í sextíu ár hafði Guðrún á Ósi átt heima við íslendinga- fljót og jafnan verið þar mikils metin. I hugum vina hennar er minningin um hana sem einnar meðal hinna ágætustu kvenna bygðarinnar. I húskveðju sóknarprestsins, séra Sigurðar Ól- afssonar, var um það efni komist þannig að orði: “Samfara mjög góðri greind átti hún mikla og fasta skap- gerð, djúpa alvöru, hvassa einurð, traustan vilja, er ef til vill gætti meira en tilfinninga hennar. Mér er það í ljósu minni hve mjög að þessi aldurhnigna, tígulega kona heillaði huga minn, er eg kyntist henni i kirkju Bræðrasafnaðar fyrstu starfsár mín ykkar á meðal. Eg kyntist þó betur hugarfari hennar og trúargleði, er eg kom á heimilið, við og við, í hennar langa sjúkdómsstríði, eftir áfallið mikla, er hún mætti og ávalt síðan bjó að. Eg lærði þá að skilja hversu heilagt mál að traustið til Guðs hafði henni jafnan verið; að mitt i góðum ytri kringumstæðum, umkringd af umönnun ást- vina, hafði trúin verið henni aflvaki og æðsta gleði. Var vitnis- burður hennar ákveðinn, heill, en aldrei hálfur, en allir munu virt hafa, og vissu að var henni heilagt alvörumál og hlutu að meta, sökum ávaxta er ekki fengu dulist. Húsfreyjusætið sat hún með snild og prýði, eftir því sem eg bezt fæ skilið. Frábær atorka hennar og iðjusemi, samfara hagleik í verkum og framsýni í athöfnum, áttu sinn mikla þátt í að gera heimilið á Ósi merkisheimili, en heimilin aftur á móti setja heildarsvipinn á bæi og bygðarlög. Guðrún heitin var barngóð kona. Hafði unun af um- gengni við börn, og fann ánægju í að gleðja þau. Ýmsum börn- um veitti hún tilsögn í lestri og naut sjálf gleði í því verki, auk þess sem henni var fært að auka og þekkingu þeirra og ánægju. Vinátta hennar var djúp og traust og mun vart breyting þar á orðið hafa, þar sem hún einu sinni festi vináttu við, því trygglyndið var áberandi einkenni og festan órjúfanleg í huga hennar. Þetta skildu vinir hennar bezt allra. Átti hún því jafnan tignarsæti í hjörtum vina og samferðafólks síns.” Þessi ummæli sóknarprests hinnar látnu eru bæði falleg og rétt. Guðrún var stórmerkileg kona. Hún lætur eftir sig þá miklu og traustu minning í hugum og hjörtum ástvina og vina, er varir æfilangt. Tildrögin að löngu og erfiðu sjúkdómsstríði Guðrúnar sál. voru byltur tvær, er hún fékk heima í húsi sínu, með all-löngu millibili. Orsökuðu þau áföll stór beinbrot í bæði skiftin. Eftir fyrra áfallið komst hún, eftir langa legu, furðanlega til heilsu aftur, með því hún hafði verið frábærlega hraust kona og kjarkurinn óbilandi. Eftir síðara áfallið var um engan bata að ræða. Lá hún þá aftur langa legu og kvalafulla, þrátt fyrir góða læknishjálp og aðhlynning lærðrar hjúkrunarkonu, er stöðugt var yfir henni. Var það mikil reynsla og hrygðarefni vina hennar og ástvina, hve dauðastríðið varð óskaplega þungt. Sjálf bar hún það með miklu þreki og staðfestu. Hin merkilega, deyjandi kona átti ljósið skæra, er trúin á Krist, Frelsara mann- anna, tendrar í hjörtunum og varpar hlýjum og björtum geislum á veginn yfir takmörkin hinstu. Jarðarförin, er var fjölmenn, fór fram þ. 22. október, fyrst með húskveðju á heimilinu og síðan með útfararathöfn í kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton. Var útförin undir umsjón A. S. Bardal. Húskveðjuna flutti heimaprestur, séra Sigurður Ólafs- son. Stýrði hann einnig athöfninni’í kirkjunni. Við þá at- höfn talaði sá er línur þessar ritar. Jarðsett var í hinum fagra grafreit á sunnanverðum bökkum íslendingafljóts. Hvíla þar bein frumherjanna mörgu og merkilegu, er átt höfðu meira eða minna örlagaríka þætti í sögu Fljótsbygðarinnar fögru og far- sælu, alt frá landnámstíð til vorra eigin daga.—Þannig er mann- lífið, oft erfitt og þungbært, en um leið gott og stórkostlega merkilegt. Jóhann Bjarnason. Ný tillaga “Biðjið og yður mun gefast’ milli ber, er frelsi einstaklingsins, til | þess að tilbiðja eins og honum sýn- ist og svo kirkjunnar, að innkalla sitt. Allur hemiur hefir heyrt um Spurningin, sem að þrengir, er borgarastríðið á Spáni. Allir vita ekkj gvQ mjög. Hver vergur hús. að því fylgir hormung. Við erum bóndinn? Eins og'hin: Róm eöa öll svo gerð, að við óttumst sárs- Rúss]and? aukann í rauninni, bæði fyrir okkur , . . .... , , . 1 Su spurning var logð fyrir mig, 1 sjalf ogaðra; þvi nær honum sem ..... f , J, ’ . , hvert skifti sem eg nalgaðist herbuð- ver erum, þvr ljosari er hann; og . ■ ’. , . . , . ír uppreistarmanna. þegar að einhverjum einum þrengir, vill hann fá hjálp. Fjarlægðin breið-1 Eitt kveld- er eS var staddur >' ir yfir margt, bæði til hins verra og Palon- nærrl Barcelona, heyrði eg betra | organdi skrílinn rétt fyrir handan beygju í götunni. Nokkrum augna- Ljósust lýsing, sem eg hefi séð af blikum seinna kom þessi tötralegi þessu hörmulega stríði, er í timarit- , . r . „ , ,, ^ r.- mugur mður gotuna veifandi bar- ínu “Liberty 3. oktober 1936, eftir b & ... . . .. „ eflum, hmfum ryðguðum rifflum. miljonatnærmgurinn Cornehus Van- . .. . TT, J T, r . , „ ■, bumir oskruðu þjoðsongmn. Hop- derbilt yngra. Hann nefmr það. b , ... . . . * . . , o Ti „ ur þessi hafði tvo uxa 1 forinm. ‘Hell m Spam As I Saw It, — . . , . , , * , , Aftan 1 uxana voru bundmr þrir eða Helviti a Spam, eins og það kom ... , , . 1 „ .. ’ , , fjorir munkar, hlekkjaðir saman og mér fyrir augu.” Mynd hofundar ,,. „’ . J . . . 6 . * . bundmr með reipum. Af einum fylkir' 1 þeirra var búið að taka höfuðið. Mér ógnar svo lýsing þeirra þján- ,öur> . R ha{ð. inga, sem þarna er fra sagt að mer s,ö upprdstarmenn brytja niður datt í hug að sem flestir, le zt a ír, þrjútiu eða meira> a{ stjórnarsinn- ættu að sameina hugi sina a þess ^ um^ sem gútu ehhi {orðag súr nógu um föstutíma og b.ðja almattugan fJjótt Sprengikúla sprakk j miðj. Guð að létta af þessu stnði með oll- , D ¥ um bænum. Brot ur gonguhði upp- um Þess hermdarverkum, og að reistarmanna ruddist inn j bæinn. skuggarn.r allir, sem annað slagið Þejr gungu „Abi(]e With Me» (Ver eru að teygja sig fra þv, ut , he,m-, hj. ^ herra) á spönsku Nokkr. inn, mættu hverfa og r, ur og {r a{ heimam5nnum; sem sjasas{ heilbrigt líf koma í sta ,nn. | höfðu við sprenginguna, reyndu að Það virðist eiga vel við jólaföst- homast út um brotnar dyr og glugga, una að hugleiða þetta, bæði innan en ungu Uppreistarmennirnir réðust kirkju og utan, fyrir leika og lærða. að þeim syngjandi sálminn og ráku Eg vil endilega reyna að trúa því, byssustyngina í þessa óhamingju- að hver sú hliðin, sem i rauninni er íömu menn. I andlit þeirra eða gæfuríkust, af þeim sem þarna berj- ^ brjóst. Augnabliki síðar var skip- ast banasveðjum, geti komist til önd- 1 uu gefin á spönsku. Úr kofum vegis án slíkra atfara. Að minsta þorpsins komu tólf eða svo mann- kosti er það náttúrlegast kristnu eskjur. Nokkrir höfðu byssur og fólki, sem ekki þarf annað en heyra pístólur. Uppreistarherinn lét skot- um þenna hildarleik úr fjarska, að hríðina dynja á þeim undir eins og það æski þess að meðbræður þeirra, fyrirvaralaust og þeir féllu. Svo kona og karl, séu leyst úr slíku. Og voru menn sendir i kring að hreinsa ódýr er sú fyrirhöfn, á efnalega upp. Eg mintist á þetta við Mola vísu mæld. hershöfðingja, í stuttu samtali, sem Eg ætla að setja hér fáein atriði eg átti við hann nærri Pamplona. úr áminstri grein. | Hann svaraði aðeins þessu: “Menn “Það var í dögun. Eg var stadd- mínir taka enga fanga. Vér skilj- ur í litlu þorpi. Fyrir augum mér um við engan særðan.” voru þeir ægilegustu sláturvellir,' Mér reyndist ómöulegt að kom- sem eg hefi nokkru sinni séð. Alt ast inn í margar af aðalborgum í kringum mig voru rotnandi manns- Cataloniu, þar sem kommúnistar likamir, sem lyktina lagði af um réðu fyrir; né komst eg inn í aðal- gervalt loftið. Þessir hreyfingar- hluta Madrid. Þar var mér sagt að lausu 1,'kamir lágu alstaðar í kös, ó- alt væri á tjá og tundri og blaðaleyíi mögulegt að þekkja vini frá óvinum. einkis virði. Náttúrlega eru stór Hræfuglar sóttu að þeim; rotturn- j landsvæði þar sem ekkert er barist. spikfeitar hlupu fram og aftur með Svo eru líka stór svæði, sem annað- langar þjóftur af blá-rauðu manna- j hvort stjórnin, uppreistarhérinn eða keti í trantinum. Hvert hús var að ' kommúnistar ráða yfir, sem er al- minsta kosti skotmarkað, mörg 1 gerlega óhætt að fara um. Samt eru hrunin. Út úr gluggum á öðru lofti, j svæði þar sem barist er, og maður héngu líkamir; á strætinu lágu sum- | veit aldrei um það hver herinn er í ir líkamirnir á grúfu, aðrir upp í áhlaupi, rétt fyrir handan bugðuna íoft og störðu móti morgunsólinni. i götunni. Allir voru kragalausir, en þó ein- Frá loftsvölunum á íbúð minni kennilegt sé, höfðu allir fullan fóta- (í ðæ nærri Bay of Biscay) gat eg búnað; allir útspýttir í blóði. betur séð í sjónauka, orustuna við Eitthvað var að snökta þarna Irun, en eg hefði nokkurn tíma get- fyrir handan; það liktist barnsraust.1 að, þegar eg gat komist inn í þá Eg hélt að eg væri eina lifandi ver- j litlu borg, sjálfur. Eg komst fljót- an þarna. Eg lagði á stað að fikra lega að því, að þó erfitt væri að mig yfir þangað sem eg heyrði komast um þarna í dagsbirtu, þá snögtið koma frá. Rotturnar höfðu komst maður fyrir fáeina skildinga, hlaupið á burt, en ljótir rauðháls- að næturlagi, til og frá. aðir hræfuglar, stikuðu eins og dúf- ! I marga sólarhringa var Noyazun ur, að betri ránsplássum. Eg tók skotspónn beggja hliða. Ægileg eftir einu þarna og eg hafði áður hermdarverk voru framin þar. Einu séð það þessa viku, sem eg hafði sinni sá eg tvo munka, sem höfðu dvalið á Spáni, að augu hinna dánu, verið krossfestir. Þeir höfðu verið voru nær því alt af það fyrsta sem hengdir upp á stóran málmkross og hvarf, og svo-------- j gífurlega stór járnbrautarnafli rek- Snöktið hélt áfram. Eftir mjóu, inn í gegnum magann á þeim. And- eyðilögðu stræti sá eg eitthvað lit þeirra voru afskræmd af óþol- hlaupa inn i stærstu búð þorpsins; andi kvölum og blóðið storkið huldi ?ar voru hyllur enn fullar af vör- fætur þeirra. Ekki eitt hús var ó- um. Á leiðinni þarna datt eg um skemt í Oyazun 5. ágúst, og.kirkjan líkama lítillar stúlku, í ^anginu á hafði verið margniðurmulin. Hinir ?ví sem eftir var af hálfnöktum lík- j dánu voru sundurstykkjaðir innan ama móður sinnar. Snöktið hætti um rústirnar. Ein hönd, hálfhold- og eg sá hvítan, Ioðinn, lítinn hvolp laus, stóð upp úr múrsteins- og hlaupa og fela hausinn í brjósti hinn- grjóthrúgu; hún hélt á dökkum ar dánu konu. j krossi og þar á var gylt Krists- Hvergi á jörðinni — og eg er bú- mynd. inn að ferðast víða og skrifa tölu- vert af stríðsfréttum um dagana — hefi eg séð slik manndráp, slíkt grimdaræði) <tg eyðileggingu, eins og það sem einkennir allan hernað- inn á Spáni núna. Það er ekki ein- ungis það, að uppreistin gegn bolshe- vismanum er nokkuð nýtt í pólitísk- um efnpm, heldur er allur ófriður- inn það mannskæðasta trúarbragða- stríð, sem aldirnar hafa séð. Hvar sem eg fór lærði eg að ^kilja það Nærri Sanat River brúnni, í út- jöðrum San Sebastian, héngu tvær stúlkur steiktar upp i trjágreinum, og jafnvel þarna mátti sjá hvernig með þær hafði verið farið, áður en þær höfðu verið hengdar yfir eld- ana. “I Molina del Roy,” segir höfund- ur, “sá eg hóp af krúnurökuðum munkum, flutta á mykjuvagni, sem vitfirtur múgur gekk fyrir—dreng- ir og stúlkur, hugsið ykkur — í betur og betur, að aðalatriðið sem á gegnum bæinn. Meðfram vagnin- um hlupu smáar telpur með odd- mjóar spýtur í höndum, sem þær stungu í munkana með, af mikilli grimd. Einum eða tveim dögum seinna, var mér sagt, eg sá það ekki sjálfur, að í herbúðum uppreistar- manna hefðu fimrn njósanarar stjórnarinnar verið barðir til dauðs að viðstöddum öllum hershöfðingj- unum, Franco, Mola og Cabanellas. Eg sá staurana, merkin eftir þveng- ina á staurunum, blóð og fimm nýj- ar grafir. Þenna sama eftirmiðdag, hjá Marquina, sem stjórnarherinn hafði, sá eg nunnur hlekkjaðar saman á öklunum, dregnar af fjórum múl- ösnum yfir grýtt strætin. og skíð- logaði í hvirflinum á þeim öllum. Mér var sagt að í höfuð þeim hefði verið helt kerosíni og kveikt svo í þeim með löngum hvitum kirkju- kertum. Ekkert virðist of grimmúðugt fyrir þessu fólki, að fremja hvað á öðru, til svölunar þeim öflum, sem látin hafa verið laus í sálum þeirra. Út um allar sveitir gekk maður fram á vitneskju um glæpsamlegar árásir á ungar meyjar og nunnur; vitnisburður um lesti óþverra og níðingsverk afvegaléiddra grimdar- seggja.” “Aftur og aftur mætti eg her- deildum skjaldmeyja, sem voru eins blóðþyrstar og nokkur karlmann- anna. Útjaðrar Madrid virtust kvik- ir af þessum rauðu skjaldmeyja- deildum, marar allsnaktar ofan að mitti, báru nýjustu teund riffla i höndum og blóðþorsta í augum. Einn slíkur vítisköttur otaði spentri byssu í magann á mér. Á næsta augnabliki lét hún dynja yfir mig geirlaukssýrða kossa, og vildi að eg skrifaði æfisögu sína í amerísk blöð, svo hún gæti komist að atvinnu i Hollywood, þegar uppreisnin væri búin. Átakanlegust sjón af öllu, eru börnin í yfirgefnu kofahrófunum. Litlu sakleysingjarnir, ihópar af þeirn, hlaupandi aftur og fram, með grátstokkin, óþekkjanleg andlit, svefnlaus og úrvinda að leita að for- eldrum, sem aldrei koma aftur. Sum svo smá, að þau geta vart staulast, bíða þannig útlítandi, þar sem einu sinni voru húsdyrnar. Sumstaðar sézt gamalt fólk staulast aftur og fram um þessar bæjarrústir og reyna að hjúkra þessum smælingj- um, það litla það getur. * Á einum slíkum stað, sá eg, í hrúgu af líkömum, handleggjalausa og afskræmda bolina af tveimur drengjum tæplega fjögra ára. Nærri Bilbao hafði uppreistar- herinn skotið á olíuámu í geymslu, kveikt i henni og nálægu þorpi. Stjórnarsinnar höfðu hlekkjað háttsetta konungssinna og ^inveldis- sinna í hundraðatali fyrir framan gas-ámurnar. En það sagði ekkert í huga þeirra manna, sem voru nógu blóðþyrstir tli þess að gera hvað sem vera vildi til þess að ná í þann hluta af strönd Spánar, er um ræddi. Þegar eg kom á umrætt svæði, mörum klukkutímum eftir að skot- hríðinni létti, lágu hálfbrunnir lik- amir fjölda aðalsmanna í rjúkandi öskunni. Og á meðal þeirra voru að minsta kosti um tuttugu börn, sem höfðu auðsjáanlega verið tekin til fanga líka, og mætt sömu ör- lögum og foreldrar þeirra. Þegar eg kvaddi Spán, reis sólin blóðrauð yfir Pyrennea-f jöllin. Jörðin skalf af langvinnri stórskota- hríð. Franskt og brezkt ferðafólk hafði raðað bifreiðum sínum. í þús- undatali meðfram þröngum sveita- slóðum, og horfði með ákefð í sjón- auka sína, i von um að geta séð eitthvað af sprengingunum. Á með- an Spánn er að fremja sjálfsmorð, horfa hinir tilfinningalausu á, í von um nýja tryllandi unun. Eg var veikur út af morðkösinni og allri þeirri sorglegu skelfingu, sem eg hafði séð. Eg var magn- laus af að votta slíkt viðurstyggilegt tilgangsleysi. Eg vildi komast í burtu frá því, svo langt,' langt, sem eg gæti. Eg óskaði að eg heyrði það aldrei nefnt framar. Eg gat ekki tekið málstað neins flokksins, af þeim, sem þarna vilja ráða. Bæði stjórnir og lið eru blóð- þyrstir slátrara, í stað þess að vera þeir kurteisu riddarar, sem þeir þykjast vera. . Enginn þeirra verðskuldar hlut- tekningu, vinsemd eða hjálparhönd frá hinum mentaða heimi. Þeir hafa sýnt sig að vera, að minsta kosti í mínum augum, grimmari en Arabar, afrískir villimenn eða kinverskir ræningjar. Okkar títt umræddu amerísku stórglæpamenn eru litfríð- ir smádrengir að leikjum, bornir saman við það æði grimdar og manndrápa, sem hér um ræðir Þau átakanlegu bræðramorð, sem þjóðin er að fremja, verða aldrei, aldrei þurkuð út úr sögunni. Það eru hinar myrku aldir komnar aftur til jarðarinnar.” Þannig farast þessum manni orð. Hann komst með rit sin út af Spání án þess þau væru endurskoðuð. Eg óska að hver islenzk manns- sál, karl og kona, eldri og yngri, vildi taka undir þá ósk mína að biðja þess, að ófriður þessi dytti niður. Enginn skyldi ætla að það sé rýr- ing á sanna, virkilega trú, að mönn- um fatast svona. Það var ekki Jesú Kristi að kenna að Heródes lét myrða börnin í Betlehem, né morð Nerós og annara slíkra. Það eru skuggarnir, sem komast upp á milli Guðs og mannssálarinpar, öfund, heift, valdafýkn, ágirnd og aðrir slíkir meðlimir þess hers. Þetta get- ur sezt að í hvaða mannssál sem er, sem ekki vakir yfir sjálfri sér í bæn og trú. Guð gefi öllum heiminum gleði- leg jól, í Jesú nafni. Rannveig Kristín Guðmundsdóttir Sigbjörnsson. Píslarvœtti Péturs og Páls postula 1. Postularnir Pétur og Páll hafa verið í augum Islendinga ekki siður en annara kristinna þjóða hinir miklu höfuðpostular. Pétur einkum í kaþólskum sið, en Páll í lúterskum. Voru Pétri helgaðar fyrrum hér á landi 73 kirkjur, og gekk hann þar næstur Maríu. Hann var nafndýrl- ingur 46 kirkna, en vemdardýrlingur 27. Páli voru aftur á móti aðeins helgaðar 5 kirkjur, var hann nafn- dýrlingur 2, en verndardýrlingur 3. Báðum senn voru auk þess helgað- ar 4 kirkjur. Og aldrei var svo sungin messa öðrum, að ekki væri hinum flutt bæn. Þegar þekking manna á heilagri ritningu tók að vaxa á öldunum eftir siðaskiftin, varð mynd Páls skýrari en áður. Enda er farið með kafla úr pistlum hans við flestar guðsþjónustur. Andagift hans og trúarkraftur gátu engum dulist, er heyrðu t. d. kær- leiksóð hans í 13. kap. 1. Kor. eða lofgerð hans til Krists í 8. kap. Róm. Og þeir, sem lesa vel bréf hans, sjá hvelfast yfir háan himin fyltan undursamlegu sólskini og voldugu sterkviðri andans. Æfilok þessara postula, sem N.t. varpar að mörgu skæru ljósi yfir, eru þó miklu mistri hulin. Flestir sagnfræðingar hyggja að sönnu, að þeir deyji báðir píslarvættisdauða í Róm á stjórnarárum Nerós. En nánari atvik ^og aðdragandi að því hafa lengst af verið ókunn, jafnvel vafi um ártalið, er þeir láta líf sitt. Á síðustu árum hafa ágætir vís- i -jöfiji HDDSONS bay SPECIAL COGNAC/ BRANDY Good Spirits B C 36-13 The Government Liquor Control Commis.sic ls not responsible for any statements mad herein as to the quality of the llquor r< ferred to.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.