Lögberg - 24.12.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.12.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. DESEMBER, 1936 3 indamenn hafið nýja rannsókn í því .skyni að reyna að svifta hulunni af þessum atburðum. Hefir þeim ]>eg- ar orðið nokkuð ágengt, og skal nú segja frá píslarvætti postulanna í ljósi þess. II. Hinn 19. júli árið 64 gaus upp eldur í vörubúðum uinhverfis Cirkus maximus í Róm. Vörubirgðirnar voru miklar og eldfimar og hvass- viðri á, svo að bálið læstist þar skjótt eftir dalnum og stefndi í átt- ina til Forurn og Capitoliumhæðar. Magnaðist það svo, að ekki varð við ráðið, enda voru borgarstrætin bugðótt og mjó og húsin sumstaðar bygS yfir þau. Jafnhliða breiddist sá orðrómur út, að logatungur hefðu sézt blakta í senn á ýmsum stöðum og menn verið þar við og æst eldana og kvaðst gjöra það samkvæmt æðri skipun. Fimm daga æddi eldurinn og tókst loks að stöðva hann með því að brjóta niður stórhýsi við Esquilinhæð. Vorú þá þrjú hverfi Rómaborgar gjörfallin, sjö lágu að mestu leyti í rústum, en fjögur að- eins stóðu eftir. Ógurleg æsing fór að gagntaka borgarbúa. Sögur bár- ust um það mann frá manni, að Neró keisari væri valdur að brun- .anum, hann hafði sézt með hörpu í höndum og kveðið um eyðing Tróju- borgar. Hatursbylgja var rétt að skella á honum í fyrsta sinni á æfi hans. Nú voru góð ráð dýr. Með djöfullegri lævísi tókst honum að skjóta sér undan. Hann vissi það, að lýðurinn heimtaði hefnd, og líf hans lá við, að hann fengi beint þeim heiftarhug að öðrum. Hann valdi til þess kristna menn og leitaði sannana á hendur þeim fyrir því, að þeir hefðu kveikt í Róm. Þeir áttu enga vini i borginni. Rómverj- ar töldu þá alment til Gyðinga, sem þeir hötuðu, og Gyðingar höfðu fyr- irlitníngu og viðbjóð á þeim. Allri skuldinni var skelt á þá. Tacitus sagnaritari fer um það þessum orð- samkvæmt vitnisburði þeirra ótelj- andi grúi sannur að sök, ekki svo mjög um íkveikju i borginni, heldur um hatur til mannkynsins.” Það verður ekki sýnt með rökum, að nokkur kristinn maður hafi játað á sig hlutdeild í brunanum. “Sökin,” sem þeir játuðu, var blátt áfram sú, að þeir væru kristnir. Engin ástæða er heldur til að ætla, að þeir, sem fyrst voru handteknir, hafi sagt til bræðra sinna, enda þótt reynt væri að pína þá til þess. En það er sennilegast, að yfirvöldin hafi náð í bréf og skjöl kristinna manna og komist þannig að raun um, að þeir voru ekki gyðinglegur sértrúarflokk- ur, heldur vildu stofna ný heimstrú- arbrögð og þá jafnframt kollvarpa trú og helgisiðum Rómaveldis. Þetta er það sem Tacitus kallaði “hatur til mannkynsins.” Nú vildi Neró bæði svala blóðþorsta borgar- múgsins og veita honum og sjálfum sér þá skemtun, að hætt yrði að brjóta fieilann um upptök eldanna í Róm. Skemtistaður var ákveðinn hring- leikasviðið á hálsdraginu á hægri hönd við Tiber, þar sem Vatikan- liallirnar standa nú. Lystigarðar keisarans lágu umhverfis og hafði eldurinn ekki komist þangað. Þeir voru opnaðir öllum borgarlýðnum, sem streymdi að þúsundum saman. Tacitus gefur með nokkrum orðum hugmynd um það, sem fór fram á leikvellinum. Þeir, sem dæmdir voru til dauða, voru fyrst látnir ganga í lángri fylkingu hringinn í kring. Það átti að gefa áhorfendunum nokkurs konar forsmekk að því, er við myndi taka. Því næst var rekinn inn flokk- ur af kristnum mönnum, körlum og konum, vöfðum villidýrahúðum, og ólmum hundum slept á hópinn til þess að rífa hann í sig. Þegar á- horfendur höfðu fengið nægju sína af þessum ójafna leik, þá voru krossar bornir fram og reistir, og aðrir menn festir á þá. Síðan var um: “Fyrst voru allir þeir hand- hleypt út á þá banhungruðum villi- teknir, sem játuðu, því næst varð dýrum. Ekkert af þessu var þó INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota .... B. S. Thorvardson Arborg, Man .. .Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota . .. .. .Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash. . .. Blaine, Wash. Bredenbury, Sask. ... Brown, Man. Cavalier, N. Dakota .. ....B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask.... Cypress River, Man. . Dafoe, Sask Edinburg, N. Dakota.. Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask Garðar, N. Dakota.... Gerald, Sask Geysir, Man • -Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota .. .. .S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.. . .Magnús Jóhannesson Hecla, Man Hensel, N. Dakota .... Husavick, Man Hnausa, Man Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta. .... Minneota, Minn Mountain, N. Dak. ... .... S. J. Hallgrímson Mozart, Sask Oak Point, Man Oakview, Man Otto, Man. Point Roberts, Wash. . S. J. Mýrdal Red Deer, Alta Reykjavík, Man Riverton, Man .. .Björn Hjörleifsson Seattle,( Wash. Siglunes P.O., Man. .. . Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man Svold, N. Dak. .. .B. S. Thorvardson Tantallon, Sask Upham, N. Dakota .. , . .Einar J. Breiðfjörð Viðir, Man . .Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man .Magnús Jóhannesson Westbourne, Man Winnipegosis, Man Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask J. G. Stephanson Winnipeg Beadh 1 * — F. O. Lyngdal EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS NOTÍÐ NUGA-TONE pau hin ýmsu eiturelni, er setjast að í líkamanum og frá meltingarleysi stafa, verða að rýma sæti, er NDGA-TONE kemur til sögunnar; gildir þetta einnig um höfuðverk, o. s. frv. NUGA-TONE vísar öhollum efnum 4 úyr, enda eiga miljónir manna og kvenna því heilsu slna að þakka. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE 1 ábyggilegum lyfjabúðum. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 60c. mjög nýstárlegt á hringleikasviðum Rómaborgar. En að áliðnum degi skyldi sýna hópmyndir úr goðsögn- unum og þjóðsögunum, Herkúles brendan á báli, Orfevs tættan sund- ur, Dirke bundna við horn á mann- ýgu nauti o. s. frv. Þegar kvöld- skuggarnir breiddust yfir garðana, stigu upp logar þaðan til þess að lýsta þá. Um þá alla höfðu verið reistir krossar og píslarstaurar, og við þá feldir kristnir menn, en tjara og terpentína borin í klæði þeirra. Allan daginn höfðu þeir séð dauða- stríð félaga sinna og heyrt kvalaóp þeirra og hróp mannfjöldans. Svo var kveikt í klæðum þeirra og þeir hafðir að næturblysum. En Neró og höfðingjar hans óku fram með þessum lifandi blysaröðum og fólks- grúinn gekk. Ýmsir hyltu keisarann með fagnaðarópum, annað var ekki þorandi, en mörgum blöskraði ó- seðjandi grimd hans. Og stilling og hugprýði hinna deyjandi manna vöktu undrun og aðdáun. Þeir hvorki bölvuðu né börmuðu sér, engir kveinstafir heyrðust. Birta og friður var yfir svip þeirra og þeir dóu með bros á vör. Loks var þessi hryllilegi leikur á enda. Ljósin blöktuðu, og dó á blysunum. Eftir var brunnið og stiknað hold. Áhorfendurnir héldu aftur heim og næturmyrkrin huldu garða Nerós. Þá kom fram nýr mannfjöldi og dreifðist um leik- sviðið og garðana, karlar, konur og börn. Sama hættan vofði yfir þeim öllum. Þeim var dauðinn vís að morgni, ef þau fyndust á þessum slóðum. En þau skeyttu því engu. Þau söfnuðu í kyrþey sarnan jarð- neskum leifum píslarvottanna og jörðuðu þær skamt frá í einni gröf, þar sem nú er grafreitur Vatíkans- ins. Þannig hófst Nerós ofsóknin. III. I þessum fyrsta hóp píslarvotta var hvorugur þeirra Péturs né Páls. Þó hefir Pétur þá verið aðalleið- togi safnaðarins í Róm. Hvenær hann kom þangað alkominn, verður ekki' með vissu sagt, en sennilega hefir verið tiltölulega skamt síðan. Hann er hvorki nefndur í Róm- verjabréfi Páls frá árinu 56, né í frásögn Postulasögunnar um komu Páls til Róm 61, eða í bréfum þeim, • sem Páll skrifar þar í fangelsi 61— 63. Mætti gizka á, að Pétur hefði flust til Rómaborgar 63 og tekið þá þegar við forstöðu safnaðarins. Erfikenningin segir, að hann hafi átt heima í húsi höfðingja eins á Viminalishæð og stjórnað málum safnaðarins þaðan, þegár ofsóknin braust út. Hefði hann haldið þar áfram störfum eins og áður, þá var söfnuðurinn forystulaus innan stundar, hjörðin tvístruð öll, hrjáð og hrakin. Hann mátti ekki meta hlutskifti píslarvættisins meira en það að vera með söfnuðinum og leiða hann gegnum margar þrautir. Hann hefir hugsað líkt og Páll skrifaði áður: “Mig langar til að fara héðan og vera með Kristi, þvi að það væri miklu betra, en yðar vegna er það nauðsynlegra, að eg haldi áfram að lifa í líkamanum.” Hann hefir tekið sama ráðið og margir ágætustu leiðtogar kristn- innar á ofsóknartímum eftir hans dag. Hann dró sig í hlé um sinn og fór huldu höfði, huggaði söfnuð- inn og styrkti og var brjóst fyrir honum eftir því sem auðið var. En ofsóknunum lint! ekki. Alla stjórn- artíð Nerós grúfðu helskýin dag frá degi yfir kristnum mönnum, og það ekki aðeins í Rómaborg heldúr um Rómaveldi. Fyrra Pétursbréf bregður birtu á þessa tíma, þetta dásamlega bréf, dýpra og innilegra ef til vill í allri sinni einfeldni og ást á Kristi heldur en önnur bréf N.t. Það virðist skrifað skömmu eftir fyrstu líflátin og heldur á lofti mynd Krists líðandi og deyjandi frammi fyrir söfnuðunum í dreif- ingunui, sem mega vænta hins sama og Rómasöfnuðurinn: “Þér elsk- aðir, látið yður eigi undra eldraun- ina, sem yfir yður er komin yður til reynslu, eins og yður hendi eitthvað kynlegt, heldur gleðjið yður að sarna skapi, sem þér eruð hluttakandi í pislurn Krists, til þess að þér rnegið gleðjast miklum fögnuði við opin- berun dýrðar hans. Sælir eruð þér, því að andi dýrðarinnar og andi Guðs hvílir yfir yður. Því að eng- vnn yðar liði sem manndrápari eða þjófur eða illvirki . . . en ef hann líður svo sem kristinn maður, þá er þér eruð smáðir fyrir nafn Krists, fyrirverði hann sig ekki, heldur gjöri Guð vegsamlegan með þessu nafni.” Páll postuli var aftur á móti ekki i Róm um þessar mundir. Það sýnir niðurlagið á síðara bréfinu til Tímóteusar. Því að hvort sem bréf- ið í heild sinni er eftir Pál eða ekki, þá er sá kafli eftir hann. Hann er sönnun þess, að Páll losnar úr varð- haldinu í Róm, sem Postulasagan segir frá, og kemur aftur til safnaða sinna í Asíu. Varðhaldsvist hans hefir ekki staðið skemur en til 63, og verður að ætla til þessarar síð- ustu ferðar hans að minsta kosti tvö ár, enda þótt frásögn Klemensar rómverska um Spánarför Páls kunni að vera bygð á getgátum ein- um. Kemur Páll því ekki aftur til Rómaborgar fyr en nokkuð er lið- ið á Nerósofsóknina árið 65 eða 66. I fornu riti um Pál segir, að hann hafi ekki farið inn í sjálfa borgina, heldur sezt að í búgarði eða litlu húsi fyrir utan hana og fengið læri- sveina sína þangað til sín. Þetta er í sjálfu sér mjög sennilegt, þvi að Páll var alþektur bæði af lífvörðum keisrans og hermönnum og myndi því ekki hafa getað dulist lengi í Róm. Þeir Pétur hittast eflaust mjög fljótt og starfa saman hlið við hlið að safnaðarstjórninni og standa í bréfasambandi við söfnuðina um Rómaveldi. IV. Vísindamenn greinir á um það, hvar þessi miðstöð kristnistarfsins hafi verið. En í nýju vísindariti, bygðu á fornleifarannsóknum í Róm og í grend við hana, er Domus Petri, eða hús Péturs, talið staður- inn. Það er suður við Via Appia, rétt hjá Katakombum Sebastians helga, og er ekki langt síðan það var grafið upp. Á einn vegginn er krot- að nafnið “Domus Petri,” og munu þau orð lúta að Damasusar-áletrun- inni frægu frá seinni hluta fjórðu aldar. En í safni rétt hjá eru forn- leifar frá þessum stöðum og þar á meðal sú áletrun eða stafir úr henni. Hún er á þessa leið: “Þú, sem spyrð um nöfn Pturs og Páls skalt vita, að hér bjuggu fyrrum hinir heilögu menn. Austur- lönd sendu oss þá postula, vér könn- umst fúslega við það — þeir hafa nú fylgt Kristi á stjörnuvegum og eru komnir í himneskt skaut og riki trúaðra — en við blóðugt píslarvætti þeirra hefir Róm fengið réttinn til þess að telja þá borgara sína. Þetta kveður Damasus yður tiMofs, nýju stjörnur.” \ Orðin “bjuggu” geta að vísu tákn- að sama sem “hvíldu,” báru beinin, en í eiginlegri merkingu gefa þau til kynna, að þarna hafi þeir postul- arnir Pétur og Páll átt heima. og kemur þá trauðla til greina annar tími en sá, sem líður frá endurkomu Páls til Róm og þangað til þeir verða handteknir af keisaravaldinu. í þessu litla húsi, sem þar hefir ver- ið áfast stórum búgarði, var gott að dyljast, og postularnir hafa leitt safnaðarfólkið í gleði og sorg, lífi og dauða og orðið því svo hjart- fólgnir báðir, að ekki hefir verið minst svo annars þeirra, að hinn kæmi þá ekki einnig í hug. Þannig hefir liðið mánuður eftir mánuð og blóð píslarvottanna sífelt orðið út- sæði kirkjunnar. Við þessa tíma er tengd forn og fögur helgisaga, sem hefir mikinn andlegan sannleika að geyma, eins og hún er í upphaflegri mynd. Ætla eg því að segja hana þannig, enda varð hún mér enn minnisstæðari við komu mína til kapellunnar “Quo vadis” við Via Appia, en inni þar er Kristsmynd Business and Professional Cards PIÍYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. Herbert J. Scott 306-7 BOYD BLDG. Stundar augna-, eyrna-, nef- og kverka-sjúkdðma Viðtalstfmi 2-5, by appointment Sími 80 745 Gleraugu útveguB Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur í eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum. 216-2 20 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstfmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími — 22 251 Heimili r 401 991 DR. JON A. BILDFELL 216 Medical Arts Bldg. Viðtalstfmi frá 4-6 e. h., nema öðruvísi sé ráðstafað. Sfmi 21 834 Heimili 238 Arlington Street. Sími 72 740 Dr. S. J. Johannesson DRS. H. R. & H. W. TWEED Viðtalstfmi 3-5 e. h. Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL 218 SHERBURN ST. TRUSTS BUILDING Sfmi 30 877 Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG RARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœðingur J. T. THORSON, K.C. Skrifstofa: Room 811 McArthur íslenzkur lögfrœöingur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 800 GREAT WEST PERM. BLD. PHONES 95 052 og 39 043 Phone 94668 RUSINESS CARDS Ákjósanlegur gististaður Fyrir tsiendingal G. W. MAGNUSSON Vingjarnleg aðbúð. Nuddlœknir Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel 41 FURBY STREET Phone 36137 MAIN & RUPERT Sími 94 742 Símið og semjið um samtalstfma A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- ' farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsfmi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDÉRATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL. 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaBur i miðbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltfðir 40c—60c Free Parking for Guests Michaels Angelos og fótspor Krists höggvin í marmara, eins og menn hugsuðu sér þau á þjóðveginum eft- ir fund þeirra Péturs: “Lögregla Rómaborgar hafði haf- ið leit að Pétri alveg sérstaklega og skyldi honum engrar undankomu auðið. Þá fóru vinir hans til hans og báðu hann að forða sér á flótta: “Ó, þú, sem ert tryggastur af feðr- unum, minstu orðanna, er þú sagðir svo oft, að þú værir fús til að fóma lifi þínu til þess, að vér gætum verið öruggir. Megum vér ekki biðja þig í nafni sáluhjálpar vorrar að vera fúsan til að bera dálítið lengur byrði lífsins? Því næst kvaddi hann þá og blessaði bræðurna og lagði einn af stað til þess að leita hælis utan múranna. Hann var rétt genginn út um borgarhliðið, þegar hann sá Krist koma á móti sér, og hann féll fram, tilbað hann og sagði við hann: “Drottinn, hvert ætlar þú?” Og Kristur sagði við hann: “Eg kem til Rómaborgar til þess að kross- festast á ný.” Og Pétur sagði við hann: “Drottinn, vilt þú láta kross- festa þig á ný?” Og drottinn sagði við hann: “Já, eg á að krossfestast á ný.” Og Pétur sagði: “Eg ætla að snúa við og fylgja þér.” Og þegar hann hafði sagt það, steig drottinn upp til himins. Og Pétur mændi á eftir honum með djúpri þrá og tárum í augum, og þá, þegar hann kom til sjálfs sín, skildi hann, að það var hans eigin kvöl, sem Kristur hafði talað um, og að drott- inn ætti að líða á ný i honum, því að þannig þjáist hann í öllum sínum útvöldu fyrir hluttekningu náðar sinnar og mátt dýrðar sinnar. Og Pétur sneri aftur og kom fagnandi til borgarinnar, vegsamaði Guð og sagði bræðrunum hvernig Kristur hefði mætt sér og birt það, að hann ætti að krossfestast á ný í honum.” Hér kennir hvergi hugleysis, held- ur kemur fram hetjulund Péturs, hrein og sönn, eins og hún hefir verið orðin í eldraununum. Máttarstólpar kristninnar i Róma- horg voru báðir traustir og bygging- in reis sifelt hærri og vegsamlegri. Steypiregn kom ofan, og beljandi lækir og stormar blésu, og skullu á því húsi, en það féll ekki, því að það var grundvallað á bjargi, Kristi og kenningu hans. En nú leið óðum að því, að máttarstólpunum yrði burtu kipt. (Framhald i næsta blaði) ♦ Borgið LÖGBERG !

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.