Lögberg - 24.12.1936, Blaðsíða 8

Lögberg - 24.12.1936, Blaðsíða 8
8 LÖGBEE/G, FIMTUDAGINN 24. DESEMBER, 1936 \ Fyrála lúterska kirkja f í f Aðfangadagskvöld, 24. des.: Kl. 7:30—Jóla-samkoma yngri deilda sunnudags- skólans. Jólatré. Jóladagur, 25. des.r Kl. 11 árdegis — íslenzk jólamessa. Hátíðarsöng- ur. Eldri söngflokkurinn. Sunnudagur, 27. des.: Kl. 7 síðdegis — Jólasamkoma eldri deilda sunnu- dagsskólans. Ca/ntata: “The Birth of Our Lord,” undir söngstjórn Mrs. B. V. ísfeld. Hljóðfæra- flokkur Pálma Pálmasonar. Ji Á i * u r 1 borg og bygð Mr. Oscar Gillis frá Brown, Man., var staddur í borginni í fyrri viku. Mr. Jón Valdimarsson frá Lang- ruth, Man., var staddur í borginni um miðja fyrri viku. Þeir Sigurður Baldvinsson og Páll Johnson frá Lundar, voru staddir í borginni í vikunni sem leið. Dr. Tweed, tannlæknir, verður staddur í Árborg á fimtudaginn þann 7. janúar næstkomandi. Mrs. J. A. Vopni frá Davidson, Sask., hefir dvalið í borginni und- anfarandi í gistivináttu foreldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. Halldór Bjarnason. The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakera & Jewellera 699 SARGENT AVE., WPG. J. Walter Johannson UmbofSsmaCur I'au systkinin Jóhannes og Lilja Pálsson, eru nýlega farin norður til Nýja íslands til J>ess að’dvelja þar um hátíðirnar hjá foreldrum sín- um, þeim Mr. og Mrs. Jón Pálsson að Geysir, Man. Mr. Jón Pálsson frá Geysir, Man., dvaldi í borginni nokkra daga í vik- unni sem leið; kom hingða með son sinn til lækninga. Mr. Egill Egilsson frá Gimli, dvaldi í horginni nokkra daga í vik- unni sem leið. Mr. Otto Bjarnason, verkfræð- ingur frá Gold Lake, hefir verið í borginni í heimsókn til foreldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. Halldór Bjarnason. Þeir Mr. Stone Hillman, sheriff, Mr. Björn Hjálmarsson, synir hans tveir, frá Akra, og Mr. Bud Thor- valdson frá Cavalier, N. Dak., voru í borginni um síðustu helgi. Mr. Sigurður Melsted og Hannes sonur hans, frá Mountain, N. Dak., komu til borgarinnar síðastliðinn mánudag og dvöldu hér fram á mið- vikudaginn. NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY 219 Curry Bldg. Winnipeg Phone 93101 Mr. Sigtryggur Anderson frá Kandahar, Sask., hélt heimleiðis á miðvikudagskvöldið í vikunni sem leið, eftir nokkurra daga dvöl í Argylebygð og Winnipeg. GIFTS—Outstanding Values íeldste!) jewellers Quality and Prestige 447 PORTAGE—Winnipeg (“Opp. “Bay”) Sérstök athygli veitt jólagjöf- um vorra íslenzku viðskifta- vina. Ágætt húsnæði og fæði fyrir tvo pilta eða tvær stúlkur, fæst nú þeg- ar a& 716 Victor Street. Góð aðbúð og góðir skilmálar. Skamt frá strætisvögnum. Þeir Guðmundur Snidal, Albert Gillies og Árni Jóhannsson frá Garðar, N. Dak., komu til borgar- innar á miðvikudaginn í fyrri viku, úr skemtiferð vestan úr Vatnabygð- um í Saskatchewan og héldu heim samdægurs. SAE6ENI FLCRISTÍ j D. OSBORN í y Jólaplöntur 75c og upp, Holly blómvendir $1.00 og upp * \ I 739 SARGENT AVE. — SÍMI 26 575 • t f 1 f f J | Gifts for Everyone í r AT GOODMAN DRUGS COR. ELLICE & SHERBROOK Prescriptions called for and delivered PHONE 34 403 KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 MessuboÖ JÓUN I SELKIRK 1 lúterska söfnuðinum í Selkirkbæ verða jóla guðsþjónustur og sam- komur sem fylgir: Á aðfangadagskvöldið kl. 7.30, jóla- tréssamkoma og stutt barnaguðs- þjónusta. Á jóladaginn, kl. 3 síðd., íslenzk hátíðarguðsþ j ónusta. Á sunnudaginn 27. des., kl. 9.50 árd., sunnudagsskóli; kl. 11 árd., ensk hátíðarguðsþjónusta; 7 síd., íslenzk jólamessa. Á mánudaginn, kl. 7.30 síðd., jóla- samkoma sunnudagsskólans. Allir boðnir og velkomnir. Haldið þessa blessuðu afmælishátíð Guðs sonar og Frelsara mannanna í kirkj- unni, með miklum fögnuði. Vinsamlegast, 9 Carl J. Olson. Tilkynning til Wynyardbúa:— Svo óheppilega hefir viljað til, að tvær íslenzkar messur hafa verið á- kveðnar á jóladaginn hér í Wynyard á sama tíma. Sökum þess að séra Jóhann B jamason þarf að fara brott úr bænum svo að segja undir eins og hans messu er lokið, hefir verið farið fram á það af hálfu lúterska safnaðarins, að eg frestaði minni messu hálfan annan til tvo klukku- tíma. Sáf sem bar ósk þessa fram, gekk út frá því, að allmargt fólk mundi vilja sækja báðar messurnar, ef þær fæm ekki fram samtímis. í þeirri von, að sú ágizkun reynist rétt, er mér ljúft að verða við þess- ari beiðni og tilkynni hér með, að jóíamessunni er frestað til kl. 3.30 e. h. i Sambandskirkjunni. — öld- um saman hafa jólin verið i með- vitund Islendinga göfgasti og helg- asti timi ársins, og það er síður en svo ástæða til að sú meðvitund hverfi, þótt jólasiðir annara þjóða séu að ýmsu leyti aðrir en vorir. Frá hverju einasta íslenzku heimili í Wynyardbygð ættu menn því að sækja jólamessurnar í aðra hvora eða báðar íslenzku kirkjurnar. Jákob Jónsson. Messur og jólasamkomur í*Gimli prestakalli:— 24. desember—Betel, kl. 7 e. h.: j ólatréssamkoma. Gimli, kl. 8.30 e.'h. (stundvísl.) : jólasamkoma 1 sunnudagsskólans. Kantata, “The Holy Night,” verð- ur sunginn við þetta tækifæri. 25. desember—Betel, messa á venju- legum tíma. Gimli, kl. 3 e. h., íslenzk jólamessa Víðines, kl. 8 e. h., messa og jóla- tréssamkoma. 27. desember—Betel, messa á venju- legum tíma. Árnes, kl. 8 e. h., íslenzk messa og jólatréssamkoma. 1. janúar—Betel, messa á venjuleg- um tímgi. Gimli, íslenzk messa, kl. 3 e. h. Hjónavígslur Miðvikudaginn 16. jx m., voru þau James Pyper frá Winnipeg og Margrét Ingibjörg Haldanson frá Riverton, Man., gefin saman í hjónaband, af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, að 493 Lipton St. Heim- ili þeirra verður að Manigotagan, Man. _______ Gefin sáman i hjónaband, á þrest- heimilinu í Árborg, af sóknarprseti, þann 16. des.: Franklin Wilson og Guðjóna Lára Sigvaldason. Brúð- guminn er sonur Mr. og Mrs. Al- bert Wilson í Víðir, en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. B. I. Sigvalda- son í Árborg. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Víðir. ÞAKKARAV ARP Innilegt hjartans þakklæti eiga þessar línur að flytja þeim hinum mörgu vinum, er auðsýndu mér margháttaða samúð í tilefni af frá- falli og útför minnar elskuðu konu Kristjönu Gisladóttur og sendu blóm á kistu hennar. Einnig votta eg þakklæti mitt hjálparnefnd Sam- bandssafnaðar, er sendi mér $10.00 að gjöf. • Alúðarfylzt, Eyjólfur E. Thorsteinsson, 720 Béverley Street. DANARMINNING Þann 30. nóv. andaðist í Selkirk, Man., Mrs. Þórunn María Magnús- dóttir Erlendsson. Foreldrar henn- ar voru Magnús Björnsson og Kristín Guðnadóttir, hjón, búandi í Lækjardal, Skinnastaðarprestakalli, Norður-Þingeyjarsýslu. Ólst Þór- unn heitin upp í grend við æsku- stöðvar sínar. Um aldamótin flutt- ist hún til Kanada, þá 31 árs gömul, (fædd 1. febr. 1869). Vorið 1901 giftist hún Sigurði Erlendssyni, þingeyingi að ætt, bjuggu þau í Mikley. Börn þeirra á lífi eru: Sigurður Rúneberg, fiskiútvegs- maður, búsettur i Riverton, Man., kvæntur Jónínu Sigurrós Gísladótt- ur Sigmundsson kaupmanns frá Hnausa, Man.; Stefán Salves, fiski- útvegsmaður, einnig búsettur i 'Riverton, kvæntur Guðrúnu Einars- dóttur, Guðmundssonar frá Einars- stöðum í Árnesbygð; Guðrún Mar- grét gift Harold Burrows, til heim- ilis í Vancouver, B.C. Þórunn heitin átti við langvarandi sjúkdóm að stríða. Mann sinn misti hún árið 1918. Stefán sonur þeirra hjóna ólst upp á Hnausum hjá Stefáni kaupm. Sigurðssyni og frú Valgerði konu hans, frá 6 ára aldri. Guðrún ólst upp síðari unglingsár hjá Jóhannesi kaupm. Sigurðssyni og frú Þorbjörgu konu hans á Gimli, en Sigurður, er var elztur og ung- þroska, er sjúkdóm móður hans og föiTnrlát bar að, (vánn á ýmsum stöoum en taldist einng itil heimilis í Hnausa, unz hann kvæntist fyrir nokkrum árum.— Þórunn heitin var kona vel gefin, en naut sín miður vegna langvarandi sjúkdóms er hún átti við að stríða. Hún andaðist, sem að ofan er greint, 30 nóv. Útför hennar fór fram frá kirkju Breiðuvíkur safnaðar í Hnausa þann 4. des., að viðstöddum sonum hennar, fjölmennum hópi tengdafólks, frænda og fornvina. Nú eru brostnir fangafjötrar særðr- ar sálar. “Nú skyggja framar ský ei sólu bjarta, nú skrugguél ei kvista veikan reyr, nú stynur þú ei lengur, ljúfa hjarta, hjá lífsins brunni þyrstir þig ei meir.” Á. Ó. DANA RMINNIN G Þórarinn Kristjánsson, bóndi við Elfros, Sask.,* andaðist að heimili sínu, aðfaranótt þess 29. nóv. s.l. eftir langvarandi sjúkdóm. Lík hans var flutt af Einari syni hans til Ár- borg, Man.; fór útförin fram frá samkomuhúsi Framnesbygðar þann 4. des., og var þessi látni landnáms- maður lagður til hvíldar í grafreit Árdalssafnaðar í Árborg, Man. Þórarinn var fæddur í des. 1866, að Borgarhöfn í Suðursveit i Aust- ur'Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru Kristján Guðmundsson og Ingunn Jónsdóttir.* Hann ólst upp í æskuhéraði sínu og var lengi vinnu- maður á höfuðbólinu Árnanesi í •Nesjum, og giftist dóttur Árnanes hjónanna, hinni merkustu konu. Þau fluttu vestur um haf árið 1902, bjuggu fyrst í Framnesbygð, en námu siðar land í Víðir-bygð. Bjó Þórarinn þar lengi. Hann misti konu sína frá börnum þeirra ung- um. Árið 1921, seldi hann land sitt, og flutti til Elfros, ásamt Einari syni sinum. Dvöldu þeir jafnan saman og önnuðust um búið; hefir Einar aldrei að langvistum heiman verið. Börn þeirra Þórarins og Guðrún- ar heitinnar eru, eftir aldursröð tal- in: Vilhelmína, kona Halls Jóns- sonar, bónda, Víðir; Guðrún, kona Guðjóns Stefánssonar bónda, sama staðar; Lovísa, dáin 18 ára gömul; drengur er dó á fyrsta ári; Einar, fyrnefndiír bóndi við Elfros. Bróð- ir Þórarins heitins er Guðmundur, landnemi í Víðirbygð, aldraður maður, er hann til heimilis hjá Guð- jóni bónda Stefánssyni og Guðrúnu konu hans, bróðurdóttur sinni. Þórarinn hafði verið lasinn að heilsu síðari ár, og frá vinnu alger- lega síðasta aldursárið. Hann hafði verið mjög ötull og duglegur maður, og hinn ábyggilegasti og trúverðug- asti i hvívetna, trúmaður er hlynti af hlýjum hug að málum kirkju sinnar og annara félagsmála. — Út- förin fór fram frá samkomuhúsi Framnesbygðarinnar að viðstöddu mörgu fólki, er safnaðist þar saman til að kveðja fornan samverkamann og vin.( Við útförina las Guðm. Magnússon kvæði, kveðjuorð ort af Bergi J. Hornfjörð, er lýsti samúð og trega við burtför þessa samferða- manns.—S. Ó. Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu Skuluð þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT & AGNES FRED BUCKLE, Manager Phone 22 055—Res. 30 762 lííccaiitUp jFlonðt “Last Word in Flowers” Daily Fresh Cut Flowers and Designs for Every Occasion 443 PORTAGE AVE. NESTI & MI8S FIjEMING (Opp. Hudson’s Bay Co.) H. W. MUIR Druggist HOME # ELLICE Phone 39 934 A wide range of Xmas gifts to snit all purses Yardleys, Hudnuts, Princess Pat, Moirs Hátíðakveðjur Kristilegt félag ungra manna í Kandahar, Sask. flytur hér með séra Guðmumdi P. Johnson innilegar jóla* og nýárskveðjur, og biður Lögberg að koma þeim á framfæri. j Nýkomnar íslenzkar vörur sem fást hjá G. FINNBOGASYNI 700 SARGENT AVE.—SÍMI 31 531 Islenzkur harðfiskur .............30c pundið íslenzkur merkurostur ............40c pundið íslenzk kryddsíld ................30c askjan Islenzkur saltfiskur .............18c pundið tslenzkt bakarí undir nafninu WELLINGTON BAKERY 764 WELLTNGTON AVE. framleiðir allflestar íslenzkar brauð- og kökutegundir, svo sem rúgbrauð, vínarbrauð, tvíbökur og kringlur, tertur, Napóleonskökur, rúsínubollur og smjörkökur, o. m. fl. Einnig allflestar hérlendar brauð og köku- tegundir. Bönduð vinna og sérstakt hreinlæti. petta nýbyrjaða bakarí ðskar því eftir sem mestum viðskiftum við íslendinga, og mun reynt verða að gjöra öllum viðskiftavinum til hæfis eftir fremsta megni. Komið, sendið pantanir eða hringið í slma 29 966. Einnig verða pantanir utan af landi afgreiddar strax. j.-»Sr«SSír«^«!i«^«»$xfl»S(SKSjr«»sijr«sSrWSd*^^ í | Gleðileg Jól og farsælt Nýjár! I Þökk fyrir viðskifti hins liðna árs. JIMobern Batrteð Htmtteb SIMI 201101 .1 i i i 4 i I WILDFIRE COAL “DRUMHELLER” Trademarked for Your Proteotion Look for the Red Dots. LUMP ................$11.50 per ton EGG ..................$11.00 per ton PHONE 23 811 McCurdy Supply Co. Ltd. ROSS ARLINGTON Fuel License No. 33

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.