Lögberg - 17.03.1938, Síða 6

Lögberg - 17.03.1938, Síða 6
6 LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 17. MARZ, 1938 Hundur kafteinsins Lise hatði farið inn í borðstofuna. íJar var sval't og alt tárhreint. Hjín vildi heldur vera þar en í setus'tofunni, því þaðan gat hún séð bezt alt í kring. Hún tók með sér sauma sína, því hún var vinnugefin mjög, lét ekkert augnablik ónotað. Hún beið nú þess sem koma myndi. Jeanneton fór á fætur klukkan hálf sjö; sá frúna í borðstofunni og lét sem ekkert væri. Hún varð ekki hissa á öllu. Hún spurði um matarkaup til dagsins, tók körfu sína og fór í búðirnar, því þetta var einmitt búðardagur. Lise fylgdi Pmelope í því að bíða þolinmóð. Í Pinelope þessi beið í 10 ár eftir manni sín- um, sem farið haíði í Tróju-stríðið, sem stóð í 10 ár). Peneiope spann, Lise saumaði og Jeit smátt og smátt upp frá saumunum niður í garðinn, en sérstaklega á kjallardyrnar þar sem ógæfan hafði steðjað að hinum undrunar- verðu hænum, Surtlu og Hvít. Hún var reiðubúin að hlaupa í hendings- kasti þeim til hjálpar hvenær sem þörf gerð- ist eða hinn minsti hávaði heyrðist. Rétt fyrir klukkan sjö varð hún vör við eitthvert þrusk í garðinum. Hún sá Zero vera að læðast, þennan óþokka, þrælslega • Zero, sá hann, þennan óvin sinn, læðast úr kofa sínum og fara þjófslega mjög í áttina til kjallarans. Grunur, ægilegur, kom sem leiftur í huga hennar og orðin mynduðust jafnfljótt og brUt- ust út af vörum hennar. “Það ert þú, ókindin þín! Bg skal taka þig glóðvolgan! Þú skalt ekki sleppa, þitt þrælbein!” V. Fljótlynd að upplagi og óþolinmóð að eðlisfari og óvön við að halda sér í skefjum. Lise reis á fætur og lagði af stað óðfluga, eins og hún ætlaði að grípa hundinn á leiðinni. En þegar hún hugsaði sig betur um stanzaði hún. Ef hún kæmi of fljdtt gæfist hundinum ekki tími til að sýna nægilega ljóst hvað hann væri að hafast að. Hún varð að lofa Zero að sýna hvað hann væri mikill og slunginn þjófur, og taka hann með löppina í sekknum, eins og sagt er, svo liann gæti ekki með nokkru móti komist undan. Svo frú Pigault beið enn fáein augnablik í borðsalnnm, en svo hélt liún af stað á tánum og hélt niðri í sér andanum, og læddist að kjallaradyrunum. En eins og ræningjarnir Cartouche og Mauorin, af hundakyninu, Zero sem var eins slóttugur og maður, hafði gáð að því a ðláta aftur, svo liann gæti verið í næði. Til allrar óhamingju fyrir hann hafði hapn ekki lokað rifum, sem voru á kjallara hurðinni, sem var gömul og hafði verið að þorna og gliðna árum saman. Það varð Zero til ógæfu. Lise sá í gegnum stærstu rifuna og það sem hún sá opnaði augu hennar, sem ekki voru neitt vinaleg gagnvart Zero. Zero, þessi fjandans hundur, skreið flat- ur á maganum með, afturfæturnar dregnar inn undir sig og mjakaðist að hreiðrunum, dinglandi sköttinu þar sem hann fór; svo lyfti hann liinni ógæfusömu Surtlu úr hreiðrinu • með framfótunum. Lise gat varla stilt sig. Hana langaði svo mikið til að opna dyrnar í hendings kasti. Hún vildi kasta sér yfir hinn seka; grípa hann þarna við verkið. Það var svo auðgert, og hegna honum þarna undir eins, eins og hann átti skilið. En forvitnin varð reiðinni yfirsterkari og iiélt henni á þröskuldinum eitt augnablik. Hún þurfti ekki lengi að bíða. Hinn seki Zero gleypti eggið, braut skurnið með tönnunum á augnabliki og alt hvarf óðfluga niður í maga. h’rú Pigault varð ofsavond, og hún liafði ástæðu til þess. En samt var ekki laust við að henni væri skemt. Hún hafði mist af morgunmatnum enn einu sinni og það var slæmt. En nú hafði hún fundið þann seka, og hún var í sjöunda himni yfir því að geta nú sagt að þjófurinn væri enginn annar en þessi hundur, sem hún hataði svo mjög, og sem hún haíði ávalt haft ógeð á, jafnvel áður en hún vissi að hann var rummungs þjófur. Hatrið var ekki lengur að orsakalausu. Hún hefði viljað, án þess að draga hann fyrir lög og dóm, hegna honum eins og hún áleit við eiga, þótt hún hefði orðið að svara einhverjum óþægilegum spumingum seinna; en Zero, sem þekti manneðlið, gaf henni ekki tækifærið; hann las í augum hennar hvað henni bjó í hug. Hann skauzt eins og byssu- skot út um dvrnar, sem húsmóðirin iiafði opnað aftur, fann garðinn lokaðan, og,fór því inn í eldhúsið og þaðan út um opinn glugga og stökk út á s'træti, til mikillar undrunar fyrir Jeanneton, sem var að koma af mark- aðnum og þekti enga svo illa uppalda hunda. Eins fljótt og hann kom út á strætið, beið hann engra boða, en hljój^ af stað upp Grace- hlíðina eins hart og hann gat komist. Síðan kafteinnínn hætti ferðalagi, — máske of snemma og var nú iðjulaus daglega —leiddis*t honum og reyndi því að stytta dag- inn méð því að fara seint á fætur en snemma í rúmið. Hann hafði góða samvizku og ágæt- an maga og svaf því vært. Rúmið er ágæt þrautalending íyrir iðjuleysingja.' Lise, sem var hneigð til hússtarfa, lét hann sofa í næði og sá um að alt væri til reiðu þegar hann kæmi fram á sviðið. En þennan morgun hafði hún of mikið að segja honum til þess að geta látið hann sofa fram eftir. Hún varð að létta á samvizkunni með því að Segja manni sínum frá því sem Zero hefði að- hafst. Hún varð líka að svala sér á að sýna hvað þetta hundkvikindi var ósvífið. Hún kom því inn eins og bálviðri, setti um koll ruggnstól og steypti um tveimur minni stólum,. sem voru á vegi hennar. Kaf- teinninn vaknaði snögglega. Hann opnaði augun aðeins til hálfs en nógu mikið til þess að sjá svip konu sinnar og’honum duldist það ekki að óveður væri í aðsigi. Hann fór að eins og Zero, þót'tist ekki hafa séð neitt, lok- aði augunum og þóttist sofa. En Lise sá í gegnum þennan hrekk. Hún hafði séð það á svip manns síns að hann hafði vaknað, þótt hann léti sem svo væri ekki. Það var nægi- legt til þess að tilraun kafteinsins varð á- rangurslaus. “Hann er hræddur,” hugsaði hún með sér. “Alt fer eins og eg óska.” Hún gekk að rúminu og án þess að gefa honum tíma til að átta sig, 'tók hún í öxlina á kafteininum, með hinni smáu, fallegu og nettu hendi. “Komdu! Vaknaðu strax,” sagði hún. “Þú hefir nú sofið nóg. Þú hefir nú sofið í tólf tíma. Reyndu að hlusta á mig. Bg hefi t^lsvert alvarlegt að segja þér!” “Og geturðu ekki látið það bíða til klukk- an átta f” “Nei.” Jean Pigault sá mjög vel að hann komst ekki undan í þetta sinn. Konan hafði búið svo um að hann gat ekki með neinu móti smeygt sér út. Það var ómögulegt. Hann reis því við olnboga og lét kodda undir olnbogann. Lagði svo eyrað á lófann og beið. “Halt þú áfram, eg skal lilusta!” “Eg hefi séð þjófinn, sem s'tal eggjunum mínum. ’ ’ “Er það mögulegtf Ertu viss um þaðf” Það verður að ná honum.” “Mig langaði til þess, en hann flúði.” “Þú munt ekki þekkja hannf — Það verður að gjöra borgarstjóranum aðvart og aðstoðarmönnum hans og fótgöngulögregl- unni. Viltu að eg skrifi yfirmanni lögregl- unnar f ’ ’ “Það þarf hreint ekki svona marga í lið með okkur,” sagði Lise, og horfði fast á mann sinn til þess að komast að hvort hon- um var alvara eða væri að skopas't að henni, eins og stundum hafði komið fyrir. “Ef þú bara vilt, þá getur þú gjört alt sem eg óska í þessu sambandi,” sagði frú Pigault. “Það máttu vera viss um að eg er vilj- ugur til að gjöra það sem þarf, en segðu mér fyrst nafn þjófsins.” ‘ ‘ Hinn seki er hundurinn þinn, einmitt, ’ ’ svaraði frú Pigault svo skýrt og greinilega og ákveðið, að enginn gat efast um að hún sagði sa'tt. “Zero?” “Já, einmitt liann!” “Zero þjófurf Nei, það er ómögulegt, það hlýtur að vera misskilningur. Eg trúi því ekki. Hvað getur hann gjört við þessi egg f Ekki selur hann þau á markaðnum þó! ” “Nei, hann étur þau!” “Hann étur þau,” heyrðist til kafteins- ins eins og bergmál og með hvaða kryddif— Steikt, útþynt, hrærð, eða hvaðf” Augu frúarinnar léiíltruðu og svolítill titringur sást í kringum munninn. “Eg læt þig vita, herra Pigault, að eg álít þetta skop þitt eiga illa við,” sagði hún og röddin varð skræk-kend, en það leizt kaf- teininum aldrei á. Þegar eg er að reyna að laga það sem aflaga fer í húsi okkar, þá ætl- ast eg til að þú hjálpir mér en sýnir mér ekki skop og afskiftaleysi. ” Pigault þótti of vænt um konu sína til þess að stríða henni mikið. Hann hélt að bezt myndi að hætta öllu spaugi og ertni, því það gæti orðið honum dýrt þegar friðarsamning- arnir yrðu s'taðfestir með undirskriftum. Rómur lians var því mjög alvarlegur þegar hann svaraði: “Svo þú ert alveg viss u mað það er þetta grey, Zero, sem hefir stolið eggjunum og étið morgunverð þinnf ” “Eg er búin að segja þér, að eg sá það,” sagði Lise, og sagði nú alla söguna um það hvað hún sá þar sem hún horfði í gegnum rifuna á kjallarhurðinni, án þess þjófurinn vissi að á hann var horft. Til mikillar undrunar fyrir frúna virt- ist kafteinninn meira dást að hundinum en nokkru öðru fyrir vit hans og kænsku þar sem hann hlustaði á söguna. Engin reiði né fyr- litning virtist koma fram í svip hans gagn- vart þessum forherta þrjót, sem svona hafði leikið á konu hans. “Eg vissi vel,”sagði hann, “að Zero var vitur liundur, en mér datt ekki í hug að hann væri svona vi'tur. Þessi lofræða um hundinn af vörum þess manns, sem hún var að segja raunasögu sína og heimta réttláta hegningu yfir, varð til þess að gera ungu konuna alveg æfa. Þolinmæðin haíði aldrei verið eitt af einkennum hennar. Og liún var búin með þann litla skerf, sem forsjónin hafði lánað henni af þeirri dygð. (j svona tilfellum var hún vön að segja manni sínum til syndanna svo um munaði. “Bg held virkilega,” sagði liún, “að þú notir svona tækifæri til þess að gera mér alt sem erfiðast. ” “Kæra vina, hvernig getur þér liugsasd það?” “Ef svo væri ekki værirðu ekki svona þver, þrátt fyrir bænir mínar, að vilja endi- leða láta þennan liund vera með þér í húsinu, á milli okkar. ...” “Það er engin hæfa, hann hefir aldrei verið á milli okkar, Lise, þú ættir að skilja það mjög vel,” sagði kafteinninn dálítið óþol- inmóður. “ Jú, einmitt á milli okkar. Þessum ræfli hefirðu haldið, þessum ljóta vanskapaða ó- þokka, kynlausa flæking!” ‘ ‘ Gáðu að því kona, að það er ekki lionum að kenna, heldur foreldrunum.” “•—Hundi, sem hefir ekkert til síns á- gætis-----óskiljanlegt ræfils samsafn.” “Ó, fyrirgefðu, liann hefir eitt til sín á- gætis, þessi vesalings Zero!” “Ilvað skyldi það vera?” “Ágætis kostur, í mínum augum.” “Hann?” “Já, hann er hændur að mér, lætur sér ant um mig.” “ Allir hundar láta sér aiit um húsbændur sína?” “Trúir þú því virkilega?” “Eg er viss um það. Þú færð þér annan hund á komandi tíð. Það verður það sama með hann. Hver veit? Honum þykir ef til vill enn vænna um þig — og þér um hann, ef hann verður ungur, fallegur og fagur .... og snertir aldrei eggin mín!” Þegar Lise var komin af stað, þá var ekki gaman að stöðva liana, ekki þægilegt. Kafteinninn þekti liana of vel til þess, að lofa henni ekki að tala út.. 1 þetta sinn gerði hann það. Unga konan notaði sér frjálsræðið. Hún hélt nú langa ræðu um Zero; sagði söguna um öll hans svikræði og skálkapör, sem þessi ó- vinur hennar hafði í frammi haft . . . ekki að- eins livað liann liefði aðhafst, heldur líka það sem hann myndi gera úr því hann væri einu sinni kominn af stað á þessum glæpaferli, al- veg eins og menn. Fyrir sjálfa sig vissi liún það að ef hann yrði einhversstaðar í nágrenn- inu, þá hefði hún aldrei frið fyrir lionum. Og alt sagði hún þetta eins og konum er tamt, smátt og smátt, ísmeygilega en lagði Jiunga á orðin, með óstöðvandi vonzku og ó- þolandi liáði og allra handa raddbreytingum, frá ávítunar til bænarróms. Það verður að segja það kafteininum til liróss, að í gegnum alt þetta ofviðri stóð hann sig býsna vel, lét bara smátt og smátit undan, en varði vin sinn drengilega, að svo miklu leyti sem unt var. En smátt og smátt lét liann undan síga, ^ins og herforingi, sem er neydd- ur til að flýja, en fer hægt til þess að bjarga lífi sínu og sinna manna, eða eins og lögmað- ur, sem veit að skjólstæðingurinn er sekur, og laétur sér nægja aðal upplýsingar í málinu. Lise sá að hún var að vinna og gekk á það lagið og að lokum kom hún með það sem duga myndi. “Ó, ” hrópaði hún og reyndi að koma út tárunum með grátstaf í röddinni, “eg veit mjög vel að þér þykir ekkert vænt um mig,— j»ér hefir ef til vill aidrei þótt vænt um mig! Ó, hvað illa er farið með mig! Eg er ekki álitin Jiundsvirði. Þér þykir vænna um þenn- að loðna, ljóta, ómerkiiega veiðihund en um mig, konuna þína, og við erum ekki búin að vera saman nema eina sex mánuði í lijóna- bandinu.” “Lise, hvernig geturðu sagt þetta?” “Eg — eg liata þennan hund þinn, eg hata hann, eg fyrirlít hann, og þú neyðir mig til að hafa hann hér og fæða hann, sjá hann á hverjum degi, eiga heima hjá þér með hon- um. Ef þú ættir að velja um, eins og getur komið fyrir, milli mín og hans, þá veit eg hvernig fara myndi — eg myndi verða að víkja,” sagði unga konan hágrátandi. Hér þagnaði Lise yfirkomin, eins og hún ætlaði að kafna og gæti ómögulega sagt meira. Frú Pigault grét mikið, með ekka. Hrygð hennar var samt ekki af þeirri tegund að veikja svo taugarnar að það sæi mikið á henni. Það var mikils virði. Margur hefði viljað tína upp þessar fögru perlur, sem íéllu niður kinnarnar, sem nú litu út sem mjallhvítar rósir. Það var fyrir kafteininum eins og mörg- um þessum þrekmiklu starfsmönnum, sem reiða sig á hinn vanalega styrk til stórræða, en verða lieldur veikir til varnar við konur sínar, þegar svona stendur á. Kafteinninn fór vanalega lialloka fyrir hinni ungu, fallegu konu sinni. Hann reis upp til hálfs í rúminu, og sagði stillilega: ‘ ‘ Þú veizt það vel, Lise, að j)ú færð æfin- lega l>að sem þú vilt frá vesalings Pigault þínum. ” Gleðibragur hvíldi yfir hvíta húsinu þennan dag, þar sem þau hjónin sátu að morg- unverði, dálítið seinna en vant var. Ekkert var minst á Zero. Hjónin virtust mjög vina- leg livort við annað. Fráin fanii ekkert að eggjunum, þótt þau kæmu enn frá matfanga- salanum. Kafteinninn virtist lengja borð- bænina um helming, líklega til þess að gleyma þessu missætti sem orðið liafði, og sem ekki átti að koma fyrir aftur. Hann hafði lofað henni því. 'Samt sem áður, í hvert sinnsem dyrnar á borðstofunni voru opnaðar, leit kafteinninri flóttalega inn í eldhúsið, eins og hann væri að bíða eftir að sjá hund sinn koma inn. En það varð árangurslaust, hvorki skott né eyru hans voru sjáanleg. Hann hafði komið mjög sjald- an inn í þetta herbergi síðan frúin fór að amast við honum; en það mátti reiða sig á, að hann var ekki langt í burtu, þegar stóð á mat- málstíma. Hann hafði nú aðeins tvo úrkosti. sem hann ndtaði reglulega: að vera í eldhús- inu eða einhversstaðar þar sem liann gat séð húsbóndann. Þeir, sem þekkja liunda yfirleitt, en sér- staklega þó þeir, sem hafa heyrt um Zero, skilja hvað hann hugsaði, eftir að liafa séð augiiatillit frúarinnar, þar sem hún stóð hann að verkinu. Hann hafði nú gert sér grein fyrir sekt sinni. Hún var mikil, og hann hefir álitið rétt að gefa henni tíma 'til að gleyma. Lögbrjóturinn þorði ekki enn að sýna sig og biðjast vopnahlés. Pigault liugsaði nú ekki svo langt. En vegna þess að liundurinn var vanur að vera nálægt um máltíðir og var þá altaf gefið eitt- livað smávegis, þá undraðist kafteinninn burtuveruna og var að hugsa um hvar hann gaéti verið. En hann mátti ekki láta á neinu bera og hugsaði því í liljóði. Þegar þau voru búin að borða, gekk Lise * að manni sínum, og þar sem hún hugsaði að bezt myndi að slá járnið meðan það væri heitt, sagði hún: “Ertu ekki einmitt að liugsa um þennan óhræsis hund ?” Um leið kleip hún liann dá- lítið í eyrað. Það var vináttuinerki, vinahót, við þennan mikla sjávarúlf, sem ekki liafði verið mikið kjassaður á liðinni tíð, og tók þessu lieldur vel. “Þgð er ákveðið loforð,” sagði hann, eftir að liafa liikað um augnablik liálffeim- inn. “Ó, já, og loforðið er gott enn!” sagði unga konan. ‘ ‘ Eg veit vel hvers eg óska nú, og eg verð ekki róleg eina mínútu á meðan hann er hér á slóðum. ” “Þú baktalar greyið,” sagði Pigault og ypti öxlum. “Eg get fullvissað þig um að greyið gerir engum mein og þér sízt; þó þú hafir komið honum í dálítil vandræði,” bætti hann við dálítið þunglyndislega. “Hann verður þér undirgefinn ekki síður en mér. ’ ’ Lise svaraði ekki þessu síðasta, vildi hvorki játa né neita; en lét sem hún hefði ekki heyrt. Jean Pigault vissi vel að hann mátti til að koma í verk því sem liann liafði lofað. Hann tók liatt sinn og án þess að hugsa um hvað hann var að gera, þá sökti hann þessum stóru höndum sínum í hina ægilegu vasa á dökk bláa smokknum, skildi við liina tilkomu- miklu Grace hæð með öllum sínum breiðu strætum, álmtrjám, beikitrjám og öðrum risa- vöxnum trjám og fór liröðum fetum niður að höfninni. Þangað lagði hann löngum leið sína, þegar illa lá á lionum og hann þurfti að lmgsa sig um. Hann hafði ekki farið hundrað skref á meðal hinna skuggasælu trjáa með samflött- uðum, þéttum greinum, þegar Zero, sem hafði verið á ferð í nágrenninu, tók eftir honum og kom til hans og kastaði sér með svo miklum ofsa að fótum kafteinsins, að hann steyptist um, þó ekki alveg . .. en stanzaði svo alt í einu í jiessum fleðulátum og leit til baka hvort hann sæi nokkurn. Þegar hann sá engan, byrjaði liann aftur á þessum miklu vinalátum og vafði fætur kafteinsins, ef svo mætti að orði kveða, með sjálfum sér, bröltandi, stökk nálega upp í andlit honum og sleikti hendur lians ákafur.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.